Heimskringla - 05.11.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.11.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. NÓV. 1941 Heimskrittgla (StofnuB 1886) Kemur út d hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fjrriríram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. —-- \-----------------------" öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 5. NÓV. 1941 BLÓÐ 1 LÆKJUM Það var 24. október 1940, að Petain marskálkur og Pierre Laval brugðu sér tii Tours; þeir átu þar miðdegisverð saman; léku hnattleik á eftir. Að því búnu var haldið til þorpsins Montoire- sur-le-Loir; marskálkurinn og refurinn, sem eftirmaður hans átti að verða í Vichy-stjórninni, stigu upp í járnbraut- arvagn. Þeir voru komnir á fund manns- ins, sem Frakklandi kom á kaldan klaka — Adolfs Hitler. Sigurvegarinn heilsaði gestunum með handabandi og fór með þá inn í einkavagn sinn. Úti í þessari af- dkektu friðsælu sveit, frakkneskustu sveitinni á öllu Frakklandi, var svo byrj- að að þinga um örlög Frakklands. Þar voru “samningarnir” undirskrifaðir þennan dag milli sigurvegaranna og þeirra sigruðu. Síðast liðna viku var ár liðið frá fund- inum í Montoire. Dagsins var ekki minst með fögnuði; í stað þess ríkti sorg og kvíði út af hefndinni, sem yfir vofði. Nazistar höfðu smalað borgurunum sam- an í hópa og héldu þeim í gísling. 1 hverjum hóp voru 50 manns. Átti að ráða þeim bana í hefndarskyni fyrir morð þýzkra hershöfðingja í Frakklandi. I augum Frakka líktist þetta Bartolome- usarnóttinni forðum. Petain gamli rauk í útvarpið og bað Frakka í guðs bænum að hætta öllum óróa, og bætti við með klökkva í röddinni “að blóðið flæddi í lækjum um göturnar.” Þetta byrjaði fyrir tveim vikum í Nantes, er þýzki herforinginn Karl F. Holtz, foringi setuliðs Þjóðverja í bæn- um var skotinn. Klukkan sjö var kvöld- klukkunum hringt í borginni og öllum með því skipað að fara inn í hús sín. — Daginn eftir skipaði aðal-foringi þýzka setuliðsins í Frakklandi, Heinrich von Steulpnagel svo fyrir, að 50 frakkneskir fangar skyldu teknir af lífi. Hann kall- aði þetta þó ekki nema forspil hegning- arinnar, sem Frakka biði fyrir þetta. Ef morðingjarnir, sem voru tveir, og sem hann kallaði “bleiður, sem borgað væri af Bretum og Rússum”, væru ekki fundnir á miðnætti 23. október-mánaðar, hótaði hann að skjóta í viðbót 50 Frakka. Hann bauð og laun hverjum þeim, er til morðingjanna vísuðu, er námu $300,000; áttu Frakkar sjálfir að borga féð. En fáum stundum eftir að Steulpnagel lýsti þessari grimmu hefnd yfir, var ann- ar nazista-foringi drepinn. Nafns hans er ekki getið, en morðið var framið í Bordeaux, af fjórum drengjum, er allir komust undan. Þjóðverjar gripu þegar til 100 annara frakkneskra fanga, er handteknir höfðu verið fyrir að vera andstæðir nazistum, skutu helming þeirra og hótuðu að skjóta hina, ef morðingjarnir yrðu ekki fundnir fyrir miðnætti 26. október. Bordeaux-bæ var einnig skipað að leggja fram tryggingar- fé, er næmi $200,000, sem ekki yrði end- urgreitt, ef annað morð yrði framið og bæjarstjórnin gæti ekki handtekið morð- ingjana. Þessa síðari 50 gísla átti að drepa í dögun 24. október, sama daginn og fund- uíinn í Monitoire var haldinn árinu áður. Fyrsti snjór hafði fallið og í íbúð fanganna var kalt. Vichy-stjórnin, sem opinbera hluttekningu sína hafði sýnt við fráfall Holtz, bað Þjóðverja þess heitt og innilega, að hætta við aftöku þess- ara manna. Darlan forsætisráðherra flýtti sér frá París til Vichy til skrafs og ráðagerða og Fernand de Brinon, sendi- herra Þjóðverja í Vichy, hentist á fund Ribbentrops, utanrikismálaráðherra Hit- lers, til að ræða við hann um málið. Petain var sagður eins æstur og fang- arnir, sem dauða síns biðu. Það var jafnvel sagt, að hann hefði boðið sjálfan sig sem fórn í stað þeirra. Því var enn- fremur haldið fram, að Petain hefði til- kynt Þjóðverjum, að hann gæti ekki borið ábyrgð á, að friður héldist í land- inu, ef aftökur þessar færu fram. Hvað sem til kom, var krafan veitt á elleftu stundu og átti Hitler sjálfur að hafa ráðið því. En hve lengi aftökunum verður frestað, er ekki kunnugt um. I Nantes fór útför Holtz herhöfðingja fram þennan dag í stað aftöku hinna 50 Frakka. Viðstaddur þar var Walther von Brauchitsch, yfirmaður alls Þýzka hersins, sem í Frakklandi var um þetta leyti, þó enginn viti í hvaða erindum. Ennfremur voru þar Steulpnagel og nokkrir frakkneskir stjórnarforingjar. Daginn eftir var Vichy-ráðuneytið kvatt saman til að hugsa upp eitthvað er í veg fyrir þessi manndráp gæti komið. Saga þessi er svo ekki lengri að sinni. En þessi hefndar-manndráp, fá alls stað- ar hinn sama dóm. Mr. Churchill bendir á þau, sem dæmi af því er koma skal, verði Hitler ofan á í þessu stríði. Roose- velt forseti telur þau vott um æði manns sem viti að hann sé öllu að tapa. í grein sem Walter Lippman bandaríski rithöf- undurinn kunni skrifaði um málið um helgina, ætlar hann manndráp þessi ekki beinlínis hefnd, heldur framhald af stefnu Hitlers, þeirri, að grípa hvert tækifæri sem gefist, til að uppræta hinar sigruðu þjóðir. Fyrstu þjóðinni sem hann réðist á, Pólverjum, hefir hann með ýmsum slíkum ráðum fækkað. Það er það, sem gera þarf, eftir því sem Hit- ler farast orð í “Mein Kampf”. Það á ekki neina samvimiuyað hafa í framtíð- inni við þessar þjóðir eða reiða sig á að þær aðhyllist þýzk yfirráð; þær mega ekki blandast þýzku þjóðinni og að tor- tima þeim, er eina ráðið til þess að kom- ast hjá ófriði við þær síðar. BORG GLÖTUNARINNAR Það virtist sem stórkostlegur sigur hefði hlotnast Þjóðverjum, er þeir unnu borgina Kiev í síðast liðnum mánuði. Það var í fyrsta skifti sem þeir náðu borg af Rússum, sem ekki var mikið til jöfnuð við jörðu. Á skeytamyndum frá Berlín, var ekki annað að sjá, en að götur borgarinnar væru óskemdar, og nazistar gerðu sér miklar vonir um, að þarna hefðu þeir náð sér í vetrarbústað; þarna litu hús og alt út fyrir að vera í bezta lagi. En litlu eftir að þeir komu í borgina, fór á ýmsu að bera. Virki borgarinnar sprakk í loft upp. Svo gerðu fleiri mikilsverðustu stórhýsin. Rússar höfðu fylt borgina, áður en þeir skyldu við hana, með sprengjum, er kviknaði í, ef rafmagnsljós var kveikt, eða eftir vissan tíma, eða voru í sambandi við móttökutæki (radio). Sögðust Þjóðverj- ar hafa kynst ýmislegu er vott bæri um brellur og svik Rússa, en engu djöful- legra en þessu. Þegar Þjóðverjar höfðu verið fimm daga í borginni sögðu þeir elda hafa kviknað svo mikilfenglega, að byggingar á 20 heilum spildum (blocks) í miðbæn- um brunnu til agna. Þúsundum sprengja hafði verið komið fyrir á ólíklegustu stöðum, í söfnum, kirkjum, leikhúsum og stjórnarbyggingum. Segir Þjóðverji einn svo frá, að þeir hafi ekki þorað að hreyfa sig í borginni, ekki kveikja ljós opna hurð, færa hlut til, þá hefði á hinu versta verið von. Tíma-sprengjurnar gerðu að vísu ekki vært í borginni. í Lenin-safninu (Museum) einu, fundum við 3% smálest af dínamíti. Eins kvað Odessa vera og raunar hver borg sem Rússar búast við að tapa. Að Smolensk einni undanskildri, er sagt a5 svo sé við þær skilið, að ekkert skýli séu fyrir veturinn. Verði Þjóðverjar því á þessum slóðum sem þeir nú eru, í vetur, er getið til að aðsetursstaðurinn verði Smolensk, sem eftir sprengjur Þjóðverja, er að vísu víða í flagi, en sem ekki er rússneskjum sprengjum stráð. í Kiev töpuðu Þjóðverjar eflaust fjölda manna. En frá því segja þeir ekki. Aftur halda þeir fram í fréttum sínum að 50 fyrirliðar bæði úr sjó og landher hafi farist við Odessa af svipuðum á- stæðum, en þeir voru flestir Rúmenar; aðeins tveir þýzkir. Ekkert er dýrara en að vaða svo djúpt í vanþekkingu, að hvergi sér út yfir. Bogi Th. Melsted (í Frey 1905) * * * Maður á aldrei að leggja óvirðing á þjóð sína, það er sama og að óvirða sjálfan sig. Jón Sigurðsson CANADA OG STRÍÐIÐ Bandaríkin og Canada Framh. Eftir að Canada fór í stríðið, varð að kaupa svo margt til þess í Bandarikjun- um, að það hlaut að orsaka mikinn við- skiftahalla. Á þessu fjárhagsári (frá 1. apríl 1941 til 31. marz 1942) er gert ráð fyrir að vörukaupin af hálfu Canada nemi $953,000,000, en sala vöru héðan ekki nema $475,000,000. Viðskiftahall- inn verður því um $478,000,000, sem er æði mikið. Hernaðar vörur, sem keypt- ar hafa verið í Bandaríkjunum, nema nærri því jafnmiklu og tekjuhallinn. En til þess að draga nokkuð úr þess- um viðskiftamun og til þess að gera Canada mögulegt, að kaupa alt sem unt er af hernaðarvöru syðra, felur Hyde Park yfirlýsingin í sér ákvæði, sem í því er fólgið, að Bandaríkin kaupi af Canada hernaðarvörur til strandvarnar Bandaríkjanna, svo að nemi $200,000,000 til $300,000,000 á ári. Auk jpess er nokkru af vörum frá Bandaríkjunum, sem lánaðar eru Bretum (á leiguláns- skilmálunum) sendar til Canada, svo það í raun réttri dregst frá tekjuhallan- um. Þetta stafar af því, að hér eru vör- urnar gerðar fyrir Breta, sem Bandarík- in lána þeim efnið í. Canada tekur sjálft ekkert á leigu-lánsskilmálunum frá Bandaríkjunum. Það greiðir að fullu fyrir sín kaup þar enn sem komið er. Hyde Park yfirlýsingin er hin mikils- verðasta fyrir samvinnu Canada og Bandarikjanna í hernaðarvernd þessarar álfu. Sameiginleg nefnd beggja land- anna situr á rökstólum og íhugar hvað gera þurfi. Canadiskur og bandarískur her hefir haft bækistöðvar í Newfound- land, hvor við annars hlið. Canadiskur her var og um tíma á Islandi, sem kunn- ugt er. I Grænlandi, sem nú er undir vernd Bandaríkjanna, eru Canada heim- ilar herstöðvar, sem Bandaríkin kunna að gera þar. Þegar Bandaríkin létu Breta fá 50 tundurspillana gömlu, var sex af þeim bætt við flota Canada. Canada hefir sent Bretlandi furðu mikið af vopnum: byssum af mörgum tegundum, sprengjum, smærri skotfær- um, vissum málmum, loftförum, her- skipum (corvettes) minesweepers, smá- bátum og vögnum. En héðan hefir og mikið verið sent af matvöru: hveiti, svínakjöti, eggjum, osti og dósamat; ennfremur mikið af byggingaviði. Frá 1. sept. 1941 til 31. maí 1942, hefir Can- ada nú lofast til að senda Bretum 30 miljón tylftir af eggjum. Á fjárhagsár- inu frá 1. apríl 1941 til 31. marz 1942, er metið að allar þessar vörur nemi IV2 biljón dollara ($1,500,000,000). Yfir 600 börn hafa flutt til Canada frá Englandi og verða þau hér þar til stríð- inu lýkur. Það var gert ráð fyrir að flytja hingað um 100,000 börn, en frá því var þó horfið. Þetta er nú ekki nema nokkurt sýnis- horn af því, sem Canada hefir hafst að og hefir fyrir stafni áhrærandi stríðið. En áhrifin af því öllu eru samt mikil á þjóðlífið hér. Eitt af þeim áhrifum er, að um at- vinnuleysi er nú ekki að ræða í Canada. Það munu flestir vinnufærir menn nú hafa eitthvað fyrir stafni. Fyrir atvinnu- leysi er því hægt að byggja. Það skrítna er, að upplýst mannkyn skuli ekki geta það með öðru móti en stríði. Eftir því sem iðnaðarreksturinn eflist, verður meira að segja þörf fyrir miklu meira vinnuafl. Um það leyti sem alt það, sem nú er gert ráð fyrir, er í ló komið, þarf eflaust um 40% fleiri starfsmenn við verksmiðjuiðnaðinn, en nú. Þar sem þeir sem nú vinna að verksmiðjufram- leiðslu, eru fullur helmingur allra sem að iðnaði vinna, er auðsætt, að fjölgi þeim um 40%, verða fáir eða engir eftir starfandi í landinu að nokkru öðru en hernaðarvöru-framlieðslu. Þó mikið hafi nú verið framleitt, af almennum vörum til bús og heimilisþarfa, mun skjótt verða skortur á slíkum vörum, ef öll slík framleiðsla legst í kalda kol. Mr. Usley, fjármálaráðherra Canada hefir bent á að gæta verði þessa, og er það hverju orði sannara. Aðrar beinar afleiðingar af stríðinu, mætti margar telja. En þessar eru ef til vill þær sem mest ber á: —að skattar hafa hækkað þrefalt i Canada. —að nauðsynjar hafa hækkað 11% í verði. —að nýjar tegundir bíla eða radíóa verða ekki smíðaðar meðan á stríð- inu stendur. —að framleiðsla á áhöldum úr stáli, áli (aluminum), sínki, nikkel og úr öðrum efnum sem með hefir staða hennar aukið og þurfa til vopnagerðar,! eflt þessar meðfæddu vöggu- mínka. gjafir, en hvað sem því líður, —að framleiðsla silkivöru þá er það víst að öll þau ár, mínki og silkisokkar fari úr móð. —að ekki er hægt að taka sér ferð á hendur um Bandaríkin, nema nauðsyn krefjist. —að bannað er að hafa út- lenda peninga í fórum sin- um. —að ekki er hægt að senda peninga út úr landinu. —að Canadamenn hafa ver- ið beðnir að éta minna af vissum vörum, svo hægt sé að senda meira til Eng- lands. —að gasolíu er ekki hægt að kaupa á sunnudögum. Skal nú hér ljúka sögu þess- ari um það helzta, sem Canada er að hafast að i þessu stríði og njóti nú hver, sem eirð hefir haft til að lesa þessa skýrslu- útdrætti sem bezt. MINNING Jórunn Hinriksson Líndal Eftir K. M. H. Það allra fyrsta, sem hún mundi eftir, voru öll þau ósköp, sem faðir hennar las úr Islend- ingasögunum á vetrarkvöldin þegar hann hafði lokið gegn- ingum og útiverkum, þar sem hann bjó í Saskatchewan, og fylt eldiviðar kassann til þess að geta haldið úti kuldanum þegar harðfennið þakti landið eins langt og augað eygði. Svo kom að því að hún fór að telja tímana — mánuðina, vik- urnar, dagana til sjötta afmæl- isdagsins síns; því þegar hún væri sex ára mætti hún fara að ganga á skóla. Það var illa til fallið að þessi afmælisdagur skyldi verða að vera í febrúar- mánuði, þó mamma hennar á- liti að það væri nógur tíminn fyrir hana þó hún byrjaði ekki á skólagöngunni fyr en næsta vor. En það voru svo mikil og auðsæ vonbrigði fyrir þetta á- hugaríka barn að faðir hennar kendi í brjósti um hana, og næsta mánudagsmorgun eftir afmælisdaginn lagði litla stúlk- an af stað og byrjaði nám si,tt á alþýðuskóla bygðarinnar. — Hún stundaði námið af kappi og las sjöunda og áttunda bekk á einu ári. Að því loknu kvaddi hún Churchbridge og fór til York- ton. Þar stundaði hún mið- skólanám. Foreldrum hennar þótti nóg um að láta hana byrja á miðskóla svona unga — aðeins tólf ára. En Jórunn Hinriksson hafði nú lært og skilið svo mikið að ótal margt fleira var að læra á lífsleiðinni en það, sem skólarnir kendu. Og hún hefir altaf fundið ný og ný viðfangsefni á lífsleiðinni* hvar sem hún fór. Að enduðu miðskólanámi hóf hún háskólanám og svo lög- fræðisnám. öll þrjú árin á lagaskólanum var hún efst i bekk og hlaut þau verðlaun, sem um var kept. Á meðan hún stundaði laga- námið giftist hún Walter Lín- dal, sem sjálfur var lögmaður og kominn heim úr stríðinu frá Frakklandi bilaður á heilsu: “Þegar við byrjuðum lög- fræðisstörf saman,” sagði Mr. Líndal, “höfðum við eina litla stofu uppi á elleftu hæð, og leigðum þriðja manni part af hertni með skrifborði. Þetta kostaði okkur svo að segja ekki neitt; enda var það hent- ugast því við vorum allslaus. En það var skemtilegt.” Líndal og Líndal höfðu aðra skrifstofu að Lundar og fóru þangað einu sinni í hverri vikú, sína vikuna hvort. Ef til vill hefir Mrs. Líndal átt yfir rökföstum hugsunum að ráða og verið hneigð til þess- konar athafna þegar hún hóf lögfræðisstörfin. Ef til vill sem hún vann í þjónustu fylkis síns og lands síns voru hugsan- ir hennar sjálfstæðar og skýr- ar eins og kristallur, og henni var gefin sú mikilvæga gáfa að eiga fullan vilja til þess að hlusta og rökræða. Það er í letur fært að hún hafði aflað sér fjölda vina og tengt sér þá svo sterkum bönd- um að ekkert mátti slíta. Það er og í letur fært að þegar hún átti sæti í atvinnuleysisnefnd- inni og eins þegar hún var full- trúi sambandsstjórnarinnar í nefnd þeirri, sem sá um kenslu ungu kynslóðarinnar, bæði fyrir fylkin og Sambandið, þá kölluðu skyldurnar hana oft til Ottawa. Og í höfuðstað lands- ins man fólkið eftir henni: það man eftir þessari fögru, tignar- legu og tilkomumiklu konu; þessari konu frá Vestur-Can- ada, hversu vel hún bar sig og hversu prúð hún var í allri framkomu, það man eftir þess- ari konu með yndislegu sæbláu augun, með bjarta víkingshárið og þýðu skæru röddina. Hún var kunnug í Ottawa þar sem fjöldi fólks kemur í þeim til- gangi einum að leita eigin hagsmuna — kunnug meðal þeirra sem þar voru aðeins í þjónustu skyni. Hugur hennar snerist um það hverju hún mætti til vegar koma landinu og þjóðinni til hagnaðar, land- inu, sem hún hafði lært að elska þegar öldur tilfinning- anna höfðu hrifið hana við heyrn og lestur fornra sagna. Ef hún lifir í minnum manna í stórhýsum við skrautgötur canadisku þjóðarinnar þá lifir hún ekki síður í hreysum fá- tæklegra þorpa eða meðfram vegleysum afskektra sveita- bygða, þar sem hún átti stærst- an og sterkastan þáttinn að stofna fræðslu og kenna hinum hjálparþurfa þá list að hjálpa sér sjálfum. Mrs. Líndal hlaut einkenni- lega uppskeru verka sinna þeg- ar hún lá lágt, en hugrökk og skoðanaskír, takandi tillit til annara þótt hún vissi það að dauðinn beið við dyrnar. Já, einkennileg uppskera, og þar á meðal dýrgripur sem mikils virði var hinum rómversku kaþólsku systrum, er sendu hann — sendu hann til þess að vinkona þeirra mætti halda á honum í sínum lútersku höndum. Að kenna ungu kynslóðinni, að vinna fyrir stríðið — að berjast með heilanum og hugsa um bætt fyrirkbmulag eftir stríðið — alt þetta var starf hennar síðustu ár æfinnar. En hún gerði fleira en vinna i nefndum, þó hún oft ynni við það fram á miðnætti. Og hún gerði fleira en að skrifa og svara bréfum, þó hún gerði það bæði fljótt og samvizkusam- lega. Hún tók einnig þátt í leikfimi t. d. knattleikum og skaraði þar fram úr öðrum. — Hún vann heiðursmerki í spil- um ásamt Mr. Líndal. Auk þess tók hún þátt í sundlist, garðrækt, saumaskap, mat- reiðslu o. fl. Hún átti tvær litlar dætur til þess að líta eftir; hún lék við þær og þær fylgdu henni út og inn og brutu um það heilann hvaða skemtanir mömmu kynnu nú að detta í hug næst. Æfisól hennar er nú hnigin til viðar einmitt þegar hún skein hæst á lofti. Skuggarnir hvíla þungt á vinum hennar, heimili hennar og ástvinum. Þeir hvíla einnig yfir borginni hennar og landinu hennar. En minningin um hana skap- ar hugrekki og sterka trygð. “Þín minning lifir ástrík enn sem andi ljúfur blær; þó dauðinn taki annað alt, hann aldrei henni nær.” Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr Free Press

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.