Heimskringla - 19.11.1941, Page 8

Heimskringla - 19.11.1941, Page 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 % FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Útvarpsmessa í Winnipeg - Umræðuefni prestsins við morgunguðsþjónustuna í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg n. k. sunnudag 23. þ. m. verður “Spiritual Needs of Men“. — Kvöld messunni verður útvarp- að, og fer fram á ensku, eins og landslögin krefjast. En sálm- arnir verða eins og vanalega, sungnir á íslenzku. Ræðuefni prestsins verður “When Ye Pray . . .” Söngflokkurinn undir stjórn Péturs Magnús, syngur “Lofsöng” eftir Sigfús Einarsson. Sólóisti er Miss Lóa Davidson, sem syngur einsöng, “My Task” eftir E. L. Ashford. Organisti er Gunnar Erlends- son. Séra Philip M. Pétursson messar. Sálmarnir sem sungnir verða, eru eins og hér segir, og eru öll númerin úr eldri sálmabókinni: 18, í gegnum lífsins æðar allar, Matthías Jochumsson; 334. Sú trú, sem fjöllin flytur, Helgi Hálfdánar- son; 303. o, hversu sæll er hóp- ur sá, Valdimar Briem; 643. Virztu, guð, að vernda’ og styrkja, Helgi Hálfdánarson. Þessi útvarpsguðsþjónusta verður eins og áður, undir um- sjón Hins Sameinaða Kirkjufé- lags Islendinga og er haldin aðallega með það í huga, að ná til flestra íslendinga út um landsbygðir þar sem örðug- leikar eru á þvi, að halda reglu- legar messur. Kirkjufélaginu þætti vænt um að frétta hvern- ig þetta fyrirtæki tekst, og einnig að taka á móti samskot- um sem menn kunna að vilja senda inn þessum útvarpsmess- um tjl styrktar. Ritari kirkju- félagsins er séra Philip M. Pét- ursson, 640 Agnes St., Winni- peg. Féhirðir er Páll S. Páls- son, 796 Banning St., Winnipeg. * * * * Tilkynning um Laugardagsskólann Skólanum verður lokað n. k. kvenfélag norsku lút. kirkjunn laugardag 22. nóv. sökum þess ar öllum til máltíðar í nýju að þá verður “Eaton’s Santa norsku kirkjunni á Minto St., Claus Parade”. En börnin eru rétt norður af Portage. Þetta beðin að koma á skólann laug- er hin árlega “lutefisk” máltíð, ardaginn 29. nóv., þau sem sem frægar eru, og Norðmenn koma stundvíslega fá aðgöngu- og íslendingar halda mjög af. miða á Rose Theatre. Máltíðin hefst kl. 5.30 e. h. og Forstöðunefndin. kostar 50^. Séra Guðm. Árnason messar á Lundar næstkomandi sunnu- dag, þann 23. þ. m. Messu þar var frestað síðastliðinn sunnu- dag vegna jarðarfarar. # * * Séra Albert E. Kristjánsson messar í Únítara kirkjunni i Vancouver, sunnudaginn 23. nóv. kl. 7.30 að kveldinu. Kirkj- an er á West Tenth Street, hálfa “block” fyrir vestan Granville. Séra Albert gerir ráð fyrir að flytja messur á sama stað, 4. sunnudag hvers mánaðar í vetur, nema öðruvísi verði auglýst. Allar messurn- ar byrja kl. 7 e. h. * * * Messað verður að Wynyard kl. 2 e. h. sunnudaginn þann 23. nóv. H. E. Johnson # # * Hjálparnefnd Sambandssafn- aðar í Winnipeg, efnir til sölu á heimatilbúnum mat laugar- daginn 6. desember kl. 2.30 e.h. Einnig verður spilað “bridge” að kvöldinu. Fóik er beðið að hafa þetta í huga og leggja lið góðu málefni þetta kvöld. Nefndin. • • • B. E. JOHNSON er sœkir í annari kjördeild um kosningu í skólaráðið talar yfir CJRC stöðina á fimtudags- kvöldið í þessari viku kl. 8.55 og yfir CKY stöðina miðviku- dagskvöldið 25. nóv. kl. 10.40. # # * Eftirtalin ungmenni voru fermd að Hólar Hall, Sask., sunnudaginn þann 16. nóv. s. 1. af séra H. E. Johnson. Fredrick Helgi Franklin Stef- ánsson Jóhann Victor Guðmundsson Kristján August Árnason Magnús Baldur Ólafsson Anna Hallson Jóhanna Sigrún Ólafsson Málfríður Eyjólfsson Sigurveig Arndís Árnason Sylvia Jónína Árnason Fimm ungmenni voru skírð við þessa guðsþjónustu. Fimtudaginn 20. nóv. býður MIKILSVERÐ TILKYNNING TIL BÆNDA ALLIR BÆNDUR í Manitoba eru mintir á, að sækja um hina sérstöku verðuppbót (bonus), sem Sam- bandsstjórnin hefir heitið þeim ekki seinna en 30. nóvember. Sjáið sveitarskrifara bygðar yðar tafar- laust. Ef yðar hlutur er þegar skráður, segir hann yður það. Ef ekki, þá eru í fórum hans eyðublöð, sem hann hjálpar yður að fylla út. 1 héruðum sem ekki er sveitastjórn, skal sjá skatt- heimtumanninn. ÞETTA ER MIKILVÆGT. 30. NÓVEMBER ER SlÐASTI DAGURINN. D. L. CAMPBELL, Akuryrkjuráðherra fyrir Manitoba Ársfundur íslendingadagsins verður haldinn í Goodtemplarahúsinu MÁNUDAGSKVELDIÐ 24. NÓV. 1941. kl. 8 e. h. Lagðar fram skýrslur og reikningar. Kosning sex embættismanna í nefndina í stað þeirra, sem endað hafa $tarfsár sitt. Áríðandi að allir sæki fundinn. NEFNDIN Junior Icelandic League News A general meeting of the Junior Icelandic League will be held in the Antique Tea Rooms, 210 Enderton Building, on Sun- day evening, November 23, commencing at 8.30 p.m. Guest speaker will be Mr. Grettir L. Jóhannson. Don’t forget the annual dance to be held in the Marl- borough Hotel on December 5th. Tickets are obtainable at Asgeirson’s Paint Store, 698 Sargent Avenue. Further notice will appear soon. • • # Þakkarávarp Okkur langar til að votta okkar ágætu vinum fjær og nær okkar hjartans þakklæti fyrir þá innilegu samúð og kærleika sem okkur var auð- sýnd í veikindum og við jarðar- för okkar elskaða sonar, bróð- ur og eiginmanns (Metusalem Jóhannesson). —Winnipeg, 18. nóv. 1941. Guðmundur og Kristveig Jóhannesson og börn: Grímur, Ingi, Robert, Adolph, Árni, Alfred Jón, Arnþór, Ása og Mrs. M o 11 y Jóhannesson, (ekkja hins látna). For Good Fuel Values |l Warmth “ Value Economy ORDER WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP (Saunders Area) CANMORE BRIQUETTES PHONES 23 8n 23 812 TV/TCr^URDYQUPPLYf^O.Ltd. 1*1 ^^BUILDERS' B^SUPFLIES ^^and COAL 1034 ARLINGTON ST. Rússum hjálpað Mánudagskvöldið, s. 1. hélt stofnun hér í bæ, sem skáld- konan góðkunna, Mrs. Lára Goodman Salverson er forseti fyrir, fund í Auditorium til að hafa saman peninga fyrir Can- adian Red Cross til hjálpar Rússunum. Alls komu inn yfir $3,000,00 í samskotum. Tveir menn afhentu bankaávísun fyr- ir $1,000.00 hver, fyrir hönd fé- lagsskapa sem þeir tilheyrðu. Einn kom með $200.00 og marg- ir komu með minni upphæðir. Mrs. Edith Rogers, vara-for- seti Red Cross félagsins var þar stödd og tók á móti pen- ingunum. Einnig voru þar Lieut.-Gov. McWilliams og Mrs. McWilliams og borgarstjóri John Queen. Ræður fluttu Rev. E. G. D. Freeman, prófessor á Wesley College, Mr. R. C. Mc- Cutcheon og séra Philip M. Pét- ursson. Rússneskur kór, Úk raníu kór og hljómsveit skemtu með söngum og hljóðfæra- slætti. Miss Gertrude New- ton söng einsöng. Hljómsveit St. Boniface bæjar var einnig viðstödd og spilaði nokkur lög. Mrs. Lára Goodman Salverson stýrði samkomunni, sem fór hið prýðilegasta fram í alla staði, og endaði með því að Mrs. Rogers, er hún þakkaði fyrir hönd Red Cross félagsins, hrópaði “Lengi lifi Rússland”. Um þúsund manns sótti þessa samkomu. • • * Gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, að heimili Mr. og Mrs. Magnús Hjörleifsson í Sel- kirk, Man., þann 1. nóv., Joseph Svanberg Albertsson frá Húsa- vík, Man., og Guðný Hjörleifs- son, frá Winnipeg Beach, Man. Brúðguminn er sonur Carls heitins Albertssonar og eftir- lifandi ekkju hans Margrétar Albertsson ,er býr með börnum sínum að Steinsstöðum í Víði- nesbygð. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jón Hjörleifsson i Winnipeg Beach. Giftingin fór fram á heimili föðurafa og ömmu brúðarinnar; áttu þau um þær mundir 55 ára gifting- arafmæli. Framtíðar heimili ungu hjónanna verður í Húsa- vík. * * * Gjafir í blómasjóð Sumarheim- ilis ísl. barna að Hnausa, Man.: 1 minningu um Skafta B. Brynjólfsson og Gróu Brynj- ólfsson ................$30.00 Nöfn gefendanna eru: Kristjón Indriðason C. B. Indriðason P. I. Indriðason M. B. Indriðason Skafti F. Indriðason Stefán Indriðason, að Mountain, N. Dak., U.S.A. Meðtekið með innilegu þakklæti. Emma von Renesse, Árborg, Man. # # # Frú Sigríður Ólason, kona Friðgeirs læknis Ólasonar, lagði af stað í gær suður til New York, að líkindum alfarin héðan. Maður hennar, sem ný- kominn er úr íslandsferð, mun hafa pkveðið að «etjas,t að syðra. Heim til Isl. fór hann að sækja son þeirra 4 ára. Is- lendingar hér nyrðra óska þeim til heilla og þakka þeim ágæta viðkynningu en styttri en æski- legt hefði verið. # • • Úr bréfi: -----Eg legg hérmeð Postal Notes að upphæð $12.00 fyrir áfallna skuld við blaðið. Vona eg að það hækki á þér og Jósep Skaptason hægri augnabrúnin ritstjóri sæll. Mig langar til að skrifa þér langt fréttabréf, en af því getur líklega ekki orðið fyr en um jólin. Mikið and- sk . . . var hún snjöll Hnausa- ræðan þín í sumar, ein sú allra bezta, sem eg hefi lesið nú í seinni tíð. Hafðu kæra þökk fyrir hana og alt sem frá þín- um penna kemur. Á, bak við öll þín skrif, er íslenzkt vit og heilbrigði”------- T. C. * • * Laugardaginn 8. nóv., fór fram giftingar athöfn í St. Ig- natius kirkjunni hér í borg. Prestur safnaðarins, séra Mc- Lennan, gaf saman í hjóna- band þau Ruth Edythe Gott- fred og James Seldon Primeau. Brúðurin er dóttir Óskars Gott- fred af fyrra hjónabandi, hann er sonur Jóhannesar heitins Gottskálkssonar og eftirlifandi ekkju hans, Sesselju. Hefir hún alið Ruth upp frá barn- dómi. Brúðguminn er af frönskum ættum. Vegleg veizla var haldin að heimili Mrs. Sesselju Gottskálksson, 619 Agnes St. Skorti þar hvorki glaum né góðan fagnað. Um sjötiu manns sátu boðið. Utan- bæjargestir voru Gústaf Gott- fred og frú, frá Edmonton, Alta.; Kristján Christie og frú; B. Merdith og frú; Halldór Christie og Finna Sveinsson, öll frá Glenboro, Man. Heims- kringla óskar hinum ungu hjónum allra heilla. * * • Míessur ! norður Nýja-Islandi Sunnudaginn 23. nóv.: Ár- borg, ísl. messa kl. 11 f. h. Víðir, messa kl. 3 e. h. Allir boðnir og velkomnir. B. A. Bjarnason Lótið kassa i Kœliskápinn SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eða 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Soiicited Þjóðræknisdeildin “Brúin” í Selkirk, Man., heldur fund að heimili Mr. og Mrs. J. Erickson á mánudagskveldið, 24. nóv. kl. 8. Meðlimir eru beðnir að fjöl- menn. Einar Magnússon, forseti * * # Þann 1. nóv. voru gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, að við- stöddu margmenni, Ralph Ed- win Jónasson og Erma Light, bæði frá Selkirk, Man. Gift- inguna framkvæmdi Rev. R. Huget, lúterskur prestur frá Minnipeg, með aðstoð sóknar- prests. Stór veizla var haldin að aftni sama dags, að heimili foreldra brúðarinnar, í grend við Selkirk. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jacob Jónas- son, en sonarsonur Mr. og Mrs. Klemens Jónasson. Búa for- eldrar brúðgumans norður með Rauðará austanverðri, í grend við Selkirk. Brúðurin er af Evrópiskum ættum, búa for- eldrar hennar í sama umhverfi. Framtiðar heimili ungu hjón- anna verður í Selkirk, Man. * * * Sœkið dansa Gibsons sem haldnir eru á hverjum þriðjudegi í Templarahúsinu á Sargent Ave. og McGee. Gaml- ir og nýir dansar. Inngangur 25tf. • • • Tilvalin jólagjöf Hið afarfagra og stórmerka 25 ára afmælisminningarrit Eimskipafélags Islands, má hiklaust teljast ein hin allra fegursta jólagjöf, sem kostur er á; gefur þar að líta nákvæmt yfirlit yfir þróunarsögu þessa óskabarns Islands, sem telja má í samgöngu — og viðskifta- legu tilliti, lífæð þjóðarinnar. Þessi mikla bók, sem kosta myndi ærið fé, að því er bóka- verð alment- gerist, fæst send póstfrítt út um bygðir íslend- inga fyrir aðeins $1.50. Pant- anir sendist Árna Eggertssyni, 766 Victor St., Winnipeg, Man. • # • fsl. guðsþjónusta i Vancouver verður, ef G. 1. haldin í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St., kl. 3 e. h. næsta sunnudag, 23 nóv. Allir eru velkomnir og allir eru beðnir að láta þetta berast sem bezt. Rúnólfur Marteinsson • • • ! Sunnudaginn 30. nóv. verður kvöld guðsþjónustunni frá Fyrstu lút. kirkju útvarpað yfir CKY stöðina. Byrjar kl. 7 e. h. • • • N. k. sunnud. 23. nóv., mess- ur i Vatnabygðum, Sask: Wyn- yard kl. 3 e. h, á ísl. Kanda- har kl. 7.30 e. h. á ensku. B. T. Sigurðsson +■— ---------—---------- MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Saínaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ---------------------——.-4 j ÞJóÐRÆKNISFÉLAG : ÍSLENDINGA !| Forseti: Dr. Richard Beck !; University Station, ; ;; Grand Forks, North Dakota ; Allir íslendingar í Ame- !; ríku ættu að heyra til ! Þjóðrœknisfélaginu !; Ársgjald (þar með fylgir ; I; Tímarit félagsins ókeypis) ! ;| $1.00, sendist fjármálarit- ; ; ara Guðmann Levy, 251 ; | Furby St., Winnipeg, Man. j Takið eftir Góðar bækur eru góðir vinir. Látið bækurnar njóta þess að þær eru yður til nytsemdar og gleði. Hafið þær einnig til prýðis í bókaskápnum yðar. — Sendið þær í band ef þær eru óbundnar, og látið gera við þær séu þær í ólagi. Hvergi fáið þér betra band, né ódýrara, en í Bókaverzlun Davíðs Björns- sonar að 702 Sargent Ave., Winnipeg. Og munið eitt: Þetta er eina íslenzka bókabúð- in í Vesturheimi. Látið hana njóta viðskifta yðar. Styðjið íslenzk þjóðræknismál. '• • • Lúterska kirkjan i Selkirk Sunnud. 23. nóv.: Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Islenzk messa kl. 7 e. h. S. Ólafsson 1 samkvæmi einu, sém haldið var í New York nýlega, voru gestirnir beðnir um að mæta í þannig fötum, að þau táknuðu titil á einhverri bók. Meðal gestanna var mjög gömul pip- armey, sem mætti með stóra mynd af fimmburunum á kjöln- um sínum. Hún fékk fyrstu verðlaun, því að þetta táknaði titilinn á bók Sinclair Lewis: “It Can’t Happen Here”, eða “Það getur ekki komið fyrir hér.” • • • —Jóhannes var tvímæla- laust besti maðurinn, sem uppi hefir verið. — Af hverju heldurðu það? — Eg veit það. Eg giftist ekkjunni hans. THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN 1 Dlamond and Weddlng Rings Agent for Bulova Waitchies Marrlage Licenses Issued 699 SARGENT AVE ---Tilkynning til hluthafa- Eimskipafélags Islands Á ársfundi félagsins í júní í sumar var samþykt að borga hluthöfum 4% arð fyrir árið 1940. Eg leyfi mér hér með að tilkynna að eg er reiðu- búinn að taka á móti arðmiðum fyrir árið 1940 til afgreiðslu. Ennfremur þeir sem ekki hafa sent mér arðmiða sína fyrir árin 1937,1938 og 1939 geta sent mér þá líka til afgreiðslu. Árni Eggertson, 766 Victor St., Winnipeg, Man. Umboðsmaður félagsins.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.