Heimskringla - 17.12.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows
Quality That is Why She Selects
t (
CANADA
BREAD
“The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 33 604
+•----
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
LVI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. DES. 1941
NÚMER 12.
J^etntékringla (áðkar Heðenbum ^tnum
og ^tbðkíftakínum #lebtlegra 3Tóla!
* HELZTU FRÉTTIR - «
Klukknahljómur
Vilhjálmur Stefánsson giftur
Mikil liðsöfnun í vændum
Af ræðu að dæma, sem einn
af ráðherrum Canada-stjórnar
(Mr. Power, flugliðsráðh.) hélt
s-1. laugardag i Montreal, vakir
fyrir stjórninni, að efla her
landsins stórkostlega.
Hann kvað herskyldulögin
verða notuð út í yztu æsar, en
samkvæmt þeim er hver mað-
ur, á hvaða aldri sem er — og
hver kona, háð herskyldu inn-
an lands.
Þörfin á her heima fyrir, er
meiri en nokkru sinni fyr, síð-
an Japanir fóru í stríðið.
Á vesturströndinni óx þörfin
á vernd mjög mikið við það.
Flugliðið.verður að líkindum
fyrst eflt; segist ráðherrann
vona, að það verði að ári liðnu
þrisvar sinnum mannfleira en
nú.
Ráðherrann kvað það vaka
fyrir, að herskylda konur, því
þörf væri mikil fyrir þær í
vopnaiðnaðinum, sem mikið
byrfti að eflast.
Ekki mintist ráðherrann á
að herskylda menn til að senda
út úr landinu.
Undirbúningur liðsöfnunar-
innar er ætlað að verði falin
stjórnardeild þeirri, er Hon. J.
T. Thorson stýrir.
Fylkisþing Manitoba
Frá fylkisþinginu, sem kom
saman s. 1. viku, eru þessar
fréttir helztar:
Tekjur stjórnarinnar yfir ár-
ið sem endaði 30. apríl 1941,
Rámu á 12 mánuðum $18,845,-
607. Hafa tekjurnar aldrei áð-
Ur verið neitt likar þessu. Sagði
Hon. S. S. Garson, fjármála-
ráðherra, að $372,495 yrði fylk-
ið að greiða vegna gengismun-
ar á skuldum sínum í Banda-
Hkjunum. Þar sem Bandarík-
in eru nú komin í stríð, myndi
réttlætinu alveg eins þjónað,
þó gengismunurinn væri ögn
laekkaður.
En fyrir þessar miklu tekjur,
hefir stjórnin séð sér kleift, að
lækka skuld fylkisins um $3,-
173,666. Árið byrjaði með
heildarskuld er nam $130,171,-
662. 1 ]ok þess er hún $126,-
997,706.
Einn af ráðgjöfum stjórnar-
innar, Hon. N. L. Turnbull,
vakti athygli á, að vínnautn
væri að fara í vöxt og bað
bingið, að leggja hömlur á
sölu slíks óþarfa. Fyrir þjóð-
inni væri brýnt að spara, að
haupa sem minst af öðru en
nauðsýnjavörum. En samt
leyfði stjórnin að selja áfengi,
h-verjum sem leyfi hefði af
henni keypt til þess, er næmi 2
kössum (48 flöskum) af öli, 1
Sallóni af léttu víni (wine), og
55 oz. eða pottflösku af sterku
víni (whisky) á dag! Á fjár-
hagsárinu, sem lauk 30. april
1941, nam gróði stjórnarinnar
fullum tveim miljón dölum af
áfengissölunni, sem er hærra
en á s. 1. 10 árum og á þessu
ári frá 30. apríl 1941, kvaðst
ráðherrann vita að salan hefði
mjög mikið aukist. Þótti
honum þetta alt alvarlegt á
striðstímum og íhugunarvert.
Vegna deyfðar kjósenda, að
greiða atkvæði í síðustu bæj-
arkosninguní í Winnipeg, lagði
Mr. C. Rhodes Smith til að lög
væru gerð um að skylda kjós-
endur til að greiða atkvæði. Að
veita meira fé til skóla úti í
sveitum og færast vegavinnu í
fang til þess að afla mönnum
atvinnu, voru einnig mál, sem
var hreyft og eru líkleg að
verða athuguð nánar siðar.
Símakerfi fylkisins gaf af sér
2 miljónir dala í ágóða, bænda-
lánsfélagið hálfa miljón, vara-
sjóður $420,000 o. s. frv. Það
virðist auðvelt að hafa inn fé
er nemur gróða áfengissölunn-
ar.
L. St. George Stubbs mintist
þess í ræðu s. 1. fimtudag, að
iðnhöldar og blöð landsins,
væru að heimta herskyldu. En
herskyldan næði aldrei til
auðsins, heldur aðeins til
mannafla. I þessu vélastriði
þyrfti annars við en mannafla.
Það þyrfti eninig vélar. En
þær hefðu iðjuhöldarnir ekki
viljað smíða, með 5% gróða.
Þessvegna væri þjóðin nú að
gjalda þeim 10% hreinan ágóða
fyrir það sem þeir gerðu. Á
sama Uíma og þeir eru að
heimta þennan auðvirðilega
gróða, búast þeir við að aðrir
leggi lífið í sölurnar, sagði Mr.
Stubbs.
Frá stríðinu
1 Asíu er stríðið milli Japana,
Breta og Bandaríkjamanna
aðallega háð á þremur stöðum:
Malaya-skaga, norðarlega, á
eyjunni Hong Kong og á Phil-
ipseyjum. Stórslys hefir ekki
hent heri Bandarikjamanna né
Breta síðan fyrstu daga stríðs-
ins og sem um hefir verið get-
ið . Þvert á móti fór að halla á
Japani eftir 3 eða 4 fyrstu dag-
ana. Á fimtudag (11. des.)
komu fréttir um að Bandaríkja-
flotinn hefði sökt þremur her-
skipum fyrir Japönum norður
af Luzon eyju (sem er stærst
af Philipseyjunum). Var eitt
skipanna Haruna, 29,000 tonn
að stærð, en hin tvö voru
tundurspillar.
Á föstudag var sagt, að Jap-
anir hafi flúið flota Bandaríkj-
anna norður af Philipseyjum og
ekki þorað að leggja til orustu
við hann. öðru 29,000 tonna
skipi japönsku var sökt þennan
dag, en lengst suður í hafi í
nánd við Wake-eyju.
Hollenzkir kafbátar söktu 4
japönskum flutningaskipum
með 4000 manns við Thailand
á föstudaginn.
Á Hong Kong hafa Japanir
gert harðar og þrálátar árás-
ir. En einnig þar hafa þeir til
þessa farið ófarir. Nokkrum
skipum, sem reyndu að koma
liði þar á land s. 1. fimtudag
var sökt með öllu. Flugför
Japana hafa bæði þar og yfir
Eftir Henry Wadsworth Longfellow
(Lauslega þýtt)
Það heyrist klukkna hljómur skær
að helgi jóla dregur nær —
hann ómar þítt
og boðar blítt
Guðs frið á jörð og farsæld manns!
Um aldaraðir húmið hljótt '
var hjúpað ljóma þessa nótt!
Og heitin trygð
um heimsins bygð
um frið á jörð og farsæld manns.
En hjartað nístir harmur sár
því hér er þjáning, blóð og tár
því hatrið eitt
gat öllu breytt,
um frið á jörð og farsæld manns.
Samt hljóma klukkur hátt og snjalt —
Guð heyrir, sér og skilur alt —
og rangt skal smáð
og rétti náð—
og friður ríkja og farsæld manns!
R. St.
Philipseyjum verið skotin ótt
og títt niður. Hong Kong er þó
of nærri ströndum Suður-Kína
til þess, að hún verði nema
með ærnum kostnaði varin.
En á Malaya-skaga norðan
til hafa Japanir komið liði á
land og þar hefir landlið
þeirra og Breta (og Banda-
ríkjanna) leitt hesta sína sam-
an. Vegnar hvorugum betur
enn sem komið er. Við suður-
enda þessa skaga er Singapore,
brezka sjóvirkið mikla. Frá því
sem bardagarnir eru háðir og
þangað, eru um 400 milur eða
tæplega það. Japanir efla her
sinn þarna stöðugt. Getur að
því komið, að Bandaríkjamenn
verði að senda lið til Malaya
frá Philiþs-eyjum til að veita
þar mótstöðu, þó það veiki vörn
þeirra á Philipseyjum. Jap-
anir á Malaya-skaga eru
hættulega mikið liðfleiri en
Bretar enn sem komið er. Jap-
anir eru druknir af sínum
fyrstu sigrum og segja Singa-
pore og Philipseyjar bráðum
verða teknar.
1 Libyu gengur Bretum mik-
ið betur og eru nú komnir langt
vestur fyrir Tobruk; virðast
þeir vera að reyna að leggja til
orustu við aðalher öxulþjóð-
anna þarna, en hann hörfar
undan. Á Miðjarðarhafinu
hafa Bretar sökt geysimiklu
af skipum fyrir ftölum, aft
mörgum í senn. Bretar voru
í gær um 70 mílur vestur af
Tobruk svo fyrirstaðan er
þarna að minka.
Á Rússlandi fer Hitler enn
svo halloka, að ætla mætti, að
hann væri að tapa stríðinu. T.
d. var á laugardaginn frá því
sagt, að fimtíu og einni her-
deild (um 750,000 mönnum)
hefði verið tvístrað við Moskva
og liðið lagt á flótta. Náðu
Rússar bæði þar og víðar í
mikið herfang; drepnir voru
sagðir í þetta sinn 85,000 af
Þjóðverjum. Á vígvellinum
sunnar, voru fréttirnar sama
daginn þær, að sextugasta her-
deild Þjóðverja hefði verið
tekin; þar féllu 400 manns af
Þjóðverjum.
Rússar segja Þjóðverja illa
útbúna að fötum. Hitler hafi
gert ráð fyrir að vera búinn að
taka Moskva fyrir kuldana
mestu, en af því verði nú varla.
Rússar hafa tekið um 40 þorp
og bæi aftur s. 1. viku af Þjóð-
verjum.
Um hádegi á þriðjudag voru
fréttirnar enn betri. Þá var
haldið fram að um 100 þýzkar
hersveitir væru á hrakningi,
sumar kvíaðar af, aðrar á
Gluggarúðan
Eftir Katherine Collins
Þótt aðrir sér það velji að vera skrautlegt gler,
að vera einföld rúða, það heldur kýs eg mér.
Já, tárhrein rúða gagnsæ, er geisla í húsið ber
og greinarmun ei þekkir á næstu rúðu og sér.
Eg vildi að sólin skini svo skýrt í gegnum mig
að skyldir jafnt sem vandalausir fyndu hún vermdi sig.
Þá segðu menn ei: “Hvílík rúða!, hún á þakkarvott!”
Þeir heldur segðu: “Einstaklega er blessað veðrið gott!”
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi
Síðast liðinn laugardag fluttu
blöð í New York-borg, þá frétt,
að íslenzki heimskauta könn-
uðurinn frægi, Vilhjálmur
Stefánsson, væri giftur. Hann
giftist 10. apríl 1941, en um
það hefir ekki blöðum fyr verið
kunnugt. Konan hét Mrs. Wil-
liam Baird, 28 ára og starfaði á
skrifstofu Mr. Stefánssonar. —
Giftingin fór fram í Knoxville,
Ky. Mr. Stefánsson er 62 ára.
Heimskringla óskar til lukku.
(Mynd þessi af hjónunum
fylgdi fréttinni í Winnipeg Free
Press.)
flótta. Sama frétt gat þess, að
Hitler hefði vreið fluttur að
ráði lækna, heim af vígstöðv-
unum til að fá sér hvíld.
í gær létu Rússar illa í út-
varpinu, sögðust senn berjast
við nazista á þeirra eigin fold
og ekki láta linna fyr en þeir
væru komnir til Berlínar.
Leopold III giftur
Leopold III Belgíukonungur
er búinn að vera giftur síðan
11. sept. s. 1. en um þetta hefir
ekkert frézt fyr en s. 1. viku.
Hann giftist stúlku af borgara-
ættum. Heitir hún Mary Lillian
Bael. Hún er dóttir Hendrick
Bael, fyrrum ráðgjafa í Belgíu
og er 30 ára að aldri. Konung-
urinn er fertugur. Þau voru
gift í Brussel.
Ekki gerir þessi seinni kona
hans neitt tilkall til drotningar-
titilsins. Ber hún nafnið Prins-
essan af Rethy. Ríkið erfa þvi
börn konungsins af fyrra
hjónabandi, sem eru þrjú. Ast-
rid drotning, móðir þeirra,
fórst i bílslysi í Sviss 29. ág.
1935; hún var sænsk prinsessa.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Tékkóslóvakar halda uppi
svo þrálátri skemdariðju í
Skoda-verksmiðjunum, að
framleiðslan er aðeins 42% af
því, er hún var fyrrum.
• • •
Af brezku herskipunum,
Prince of Wales og Repulse, er
sagt að 2200 manns hafi bjarg-
ast; 2700 voru alls á skipunum.
* * *
Dómsmálaráðherrann í stað
Ernest Lapointe hefir L. S. St.
Laurent verið skipaður. Hann
er mjög viðurkendur lögfræð-
ingur, fæddur í Compton, í
Quebec-fylki 1882. Hann út-
skrifaðist af Laval-háskóla og
hefir haft ýmsar ábyrgðarmikl-
ar stöður með höndum. Hann
hefir verið forseti Lögfræð-
ingafélags Canada; ennfremur
var hann lögfræðisráðunautur
Sirois-Rowell-nefndarinnar. —
Hann kvað vera bráðvel gefinn
maður, en þó er sem blaðið
Winnipeg Free Press hafi ekki
búist við að hann hlyti stöðu
Lapointes.
• • •
Hon. Norman McLarty,
verkamálaráðherra í stjórn
Canada, hefir verið skipaður
ríkisritari. Humphrey Mit-
chell heitir hinn nýi verka-
málaráðherra. Hon. Pierre A.
Casgrain, rikísritari, hlaut
dómarastöðu í hæstarétti í
Quebec-fylki. Frekari stokkun
stjórnarspilanna er ekki kunn-
ugt um.
• • •
1 ræðu sem Vincent Massey,
fulltrúi Canada-stjórnar í Lon-
don, hélt í gær, kvað hann frá
stríðsbyrjun til þessa dags
3,500 Canada-menn í hernum á
Englandi hafa gifst enskum
eða skozkum stúlkum.
• • •
Frank Knox, flotamálaritari
Bandaríkjanna, er nýkominn til
aaka úr rannsóknarför til
Hawaii-eyju. Hann sagði eitt
herskip, þrem tundurspillum,
og einum minesweeper, hafa
verið sökt á Pearl Harbor, 2,729
sjóliðar fórust, en 656 meidd-
ust. Japanir töpuðu 3 kafbát-
um og 41 flugskipi.
* • •
Forseti stjórnarráðs Rúss-
lands, Michael Kalinin, sendi
Bretakonungi heillaóskaskeyti
á 46 afmælisdegi hans 14. des.
Hann óskaði konunginum til
heilia og kvaðst fullviss um
sigur sambandsþjóðanna. Þetta
er í fyrsta sinni í sögu Sovét
Rússlands, sem stjórn þess hef-
ir sent Bretakonungi slíkt af-
mælisskeyti.