Heimskringla - 17.12.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.12.1941, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES. 1941 FJÆR OG NÆR MESSUR í ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Hátíöa guðsþjónustur í Winnipeg 21. des. kl. 11 f. h. — “Christ- mas Carol Service”. Verður þessi guðsþjónusta mest- megnis jólasöngvar og sálm- ar. Allir eru velkomnir. 21. des. kl. 7 e. h. — “Family Service” fyrir foreldra, og börn. Þessi guðsþjónusta er haldin til þess að fjölskyldur geti komið saman í kirkjuna og allir haft not af því sem fram fer. Fjölmennið. Jóladagsmorgunin fer fram guðsþjónusta á íslenzku kl. 11 f. h. Þetta verður sér- staklega undirbúin jólaguðs- þjónusta. 28. des. kl. 11 f. h. verður um- ræðuefni prestsins “New Light and Glory Still We Find.” Þetta verður nýárs- guðsþjónusta, og fer fram á ensku. Kl. 7 — Engin messa. Gamlárskvöld — kl. 11.30 verður haldin aftansöngur eins og vani hefir verið, er vér kveðjum gamla árið og heilsum hinu nýja. Þessar guðsþjónustur, sem haldnar eru á hverju ári rétt fyrir miðnætti, á gamlárskvöld, hafa verið sérstaklega vin- sælar. Komið saman á þess- ari töfrafullu stund með vin- um ykkar í kirkju. • * • Séra Guðmundur Árnason messar næsta sunnudag, þann 21. desember á Lundar á venju- legum tíma. • • • Jóla samkoma Sunnudagaskóli Sambands- safnaðar í Winnipeg heldur sína árlegu jóla samkomu kl. 7.30 aðfangadagskvöld jóla, sem verður n. k. miðvikudag, og vonast er eftir að sem flest- ir, bæði fullorðnir og börn, sæki þessa samkomu. Börnin eru beðin að vera komin í kirkj- una kl. 7.15. Þau hafa verið að æfa söngva, upplestra og hljómfæraslátt, af ýmsu tagi til að skemta með. Stórt jólatré verður í kirkjunni, skreytt Ijósum og skrauti af öðru tagi, og alt hefir verið gert til að hafa þessa gleðihátíð sem fagn- aðarríkasta. Jólahátíðin er há- tíð barna. Þau hafa ekki enn lært að skilja alvöruhlið lifsins. Fullorðins árin koma nógu fljótt með sinar áhyggjur og ábyrgðir. En gerumst öll born aftur, þetta eina kvöld, — og hjálpum börnunum til að gleðj- ast og fagna. Vér sjálf, og heimurinn verður betri fyrir það. • • • Messur í Vatnabygðum Jólatrés messa kl. 4 e. h. sunnudaginn þann 21. des. Jóla messa kl. 7 e. h. 25. des. á Wynyard. Sunnudaginn þann 28. des. kl. 2 e. h. Standard Time, Les- lie. H. E. Johnson * * * Messað verður 1 Sambandskirkjunni á Gimli 24. desember kl. 4 e. h. 1 Árborg, kl. 2 e. h. á jóladag- inn. í Riverton, kl. 8 e. h. sama dag. • • • Jólakveðja Sökum óyissra samgangna og erfiðleika að ná bréflega til vina vorra vestan hafs, biðjum við blöðin Heimskringlu og Lögberg að flytja þeim öllum okkar hjartanlegustu óskir um Gleðileg jól og farsælt og gott nýór! Margit og Árni Eylands # * • Bezt kaup ð jólatrjám í bænum, eru hjá Gunnari Gunnlaugssyni á horninu á Sargent og Ingersoll. Hann væntir viðskiftá landa sinna. # * * í bréfi vestan frá Leslie er þess getið að látist hafi þar öldruð hjón og að skamt hafi orðið þeirra á milli. Voru þau Andrés Eyjólfsson, 81 árs; lézt hann 3. des 1941, og Kristín Eyjólfsson, er lézt 4. des. 1941; var hún 82 ára. Biðja eftir- lifandi börn þeirra og skyld- menni, Heimskringlu, að færa bygðarfólki sínu innilegar þakkir fyrir samúð og aðstoð veitta í veikindum og við útför hinna látnu hjóna. • ♦ • Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Frá Kvenfélagi Sambands- safnaðar að Hecla, Man. $15.00 Meðtekið með þakklæti, Emma von Renesse, Árborg, Man. Þjóðræknisdeildin “ísafold” í Riverton heldur ársfund sinn föstudaginn 19. des. í Parish Hall, kl. 8 e. h. Á fundinum fer fram góð skemtiskrá og kosning em- bættishmanna, — veitingar ó- keypis og enginn inngangs- eyrir. * * • Fundur í stúkunni Heklu annað kvöld (fimtudagskvöld 18. des). Afmælisnefnd stúkn- anna er beðin að koma á fund- inn til skrafs og ráðagerða. * # * Dr. R. Beck frá Grand Forks, N. Dak., var staddur í bænum fyrir helgina, kom til að vera á stjórnarnefndarfundi Þjóð- ræknisfélagsins. • • • Gunnar Grímsson Winnipeg, fyrrum að Mozart, Sask., varð fyrir slysi fyrir þrem vikum síðan og hefir verið frá vinnu. Hann viðbeinsbrotnaði. Hann var starfsmaður hjá Prefabri- cated Homes of Canada félag- inu, er byggir hús á verkstæði sínu og setur niður hvar sem er. Hefir félagið ein 15 hús í smíð- um í bænum þessa stundina. Þarf ekki nema tvær vikur til að byggja þau. Það var við flutning á efni til eins sliks húss, sem vagn valt um og Mr. Grímsson meiddist. Nú er hann á góðum batavegi og býst við að byrja bráðlega að vinna. Hér er um nýung að ræða í húsagerð, sem vel þykir hafa gefist og er þó að mun ódýrari en áður hefir viðgengist. Er og sögð von um að enn ódýrari geti hún orðið, er aðferðin er fullkomnuð eins og bezt má verða. THANK YOU! It’s a little thing to say—but we sincerely appreciate your patron- age. . . . We shall continue to make every effort to merit your goodwill. Management and Staff Pertlis For Good Fuel Values Warmth — Value Economy ORDER KLIMAX COBBLE "Sask. Lignite" M. & S. COBBLE "Sask. Lignite" WESTERN GEM "Drumheller" FOOTHILLS "Coalspur" CANMORE BRIQUETTES POCAHONTAS NUT ELKHORN STOKER PHONES 13 811 23 812 TV/fCpURDYCl 1*1 ^^BUILDERS' fc^SUPPLIES ‘URDYCUPPLY/^O ^^anc LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST. .Ltd. and COAL Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, Man., þann 11. des. af sóknar- presti, Edward Henry Hoff- man, Selkirk, og Lydia Werner, ! sama stað. Framtiðarheimili þeirra verður í Selkirk. • • • JÓLAKORT Fjölbreytt úrval af íslenzk- um og enskum jólakortum i Björnssons Book Store að 702 Sargent Ave. Winnipeg • * • . Fréttir af Ströndinni Það er mér mikið gleðiefni nú á þessum tímum er allur mannheimur er farinn svo langt í sundrung og ófriði að hvergi virðist vera friðhelgur blettur finnanlegur á vorri jörð, að þá er að verki vinlegar hugsanir er hugsa um aukin frið með meiri eining og sam- einingu. Með það fyrir augum að draga saman íslendinga úr tveimur ríkjum sem er Banda- riki Norður Ameríku og Can- ada til að halda sameiginlegan Islendingadag næsta sumar og framvegis. Það hefir nú þegar verið tiltekið plássið, Samuel Hill Memorial Park, Blaine, Wash., og dagurinn síðasta sunnudag í júlí sem næsta ár verður 26. júlí 1942. Það er fátt ennþá hægt að segja af gerðum þeirra er kosn- ir hafa verið til að hafa þetta með höndum því nokkuð er enn langur tími til stefnu. En með því að það eru fjögur bygðar- lög er hugsa til að sameina sig til að samgleðjast með viltri náttúrunni og öllum þeim mönnum er hafa í huga að koma og sjá hina fögru og frið- elskandi strönd Kyrrahafsins. Við höfum þá hugsun öll að bjóða þá alla hjartanlega vel- komna til okkar og við lofum að gera þeim glaðan daginn því vel verður valið til alls þess er haft verður til skemtana. Með það í huga að segja sem allra fæst orð, og af þvi að enn er ekki búið að kjósa erinds- reka í einni bygðinni, þá vil eg ekki nefna hverjir eru kosnir í hinum, en bygðarlögin eru Blaine, Bellingham, Point Rob- erts, Bandaríkja megin og Van- couver Canada megin. En eg ætla að skrifa frekar um það síðar. Með vinsemd frá öllum er hafa þetta með höndum til rit- stjóra blaðanna Heimskringlu og Lögbergs, með þeirri von að fá pláss í þeim blöðum til birt- ingar þess er verður gert í þessu sambandi og í þeirra um- boði set eg mitt nafn. Halldór Friðleifsson 2481—5th Ave. E., Vancouver, B. C. • * • Dánarfregn Sigurður Gíslason, um síðast- liðin full tuttugu ár, heimilis- fastur á Gimli, Man., andaðist þar 2. des., eftir stutta legu. Hann var fæddur 18. okt. 1855. Voru foreldrar hans Gísli Ein- arsson og Ingibjörg Jónsdóttir, bjuggu þau lengst af að Hofs- stöðum í Gufudalssveit í Barða- strandarsýslu, og þar mun Sig- urður hafa fæddur verið. Hing- að til lands kom hann 1903, á- samt þremur sonum sínum, er allir munu á lífi vera, eru þeir: Ingimar, í Tacoma, Wash.; Sig- urður og Markús, báðir á Kyrrahafsströnd norðanverðri, að sögn. — Um allmörg ár bjó Sigurður með Guðrúnu Thor- steinsson, síðari konu og ekkju Josephs heitins Johnson, er um langt skeið bjó sunnanvert við Gimli, nú latinn fyrir mörgum árum. Síðustu 3^/2 ár voru þau Sigurður og Guðrún til heimilis hjá Mr. og Mrs. Einar Jónasson á Gimli; nutu þau þar góðrar aðhlynningar og þar andaðist Sigurður. Hinn látni mun hafa stundað málaraiðn, og taldist lengi heimilisfastur í Winni- peg. Af og til mun hann hafa unnið við Manitoba-vatn, og viðar utanborgar. Hann var glöggur og skilningsgóður mað- ur og mjög sjálfstæður í skoð- unum. Útförin fór fram frá heimili Jónassons hjónanna á Gimli, þann 5. des. að viðstödd- um allmörgum kunningjum og vinum. Hann var lagður til hvíldar í Gimil grafreift. Undirritaður mælti kveðju- orð. S. ólafsson • * * Editor, Heimskringla: It may be of interest to the readers of your paper to know that Margaret Anna (Mrs. A. H.) Adamson and Winnifred Edith Surrey, the daughters of the late Dr. Olafur Bjornson, have endowed at the Univer- sity of Manitoba a prize in Eng- lish, of the annual value of $25.00, to be known as the “O Bjornson Prize” to commemor- ate the memory of their father. The prize is offered for the best essay on a topic relating to Shakespeare and his works. The appropriateness of this will be promptly recognized by the friends of the late Dr. Bjornson, who know what a deep and understanding stu- dent he was of Shakespeare’s works, both in the original and in the Icelandic translations thereof. His daughters are to be commended, not only for this tangible evidence of filial devotion, but also for their sound judgment in giving ex- pression to it in this enduring and appropriate way. On the recommendation of the Senate of the- University of Manitoba the Board of Gov- ernors on December llth form- ally established this prize in the following terms: O. Bjornson prize A prize of the value of $25.00 is awarded annually to the un- dergraduate, registered for English 30, the course on Shakespeare, in any faculty of the University, who submits to the Secretary of the Senate the best essay on a topic relating to Shakespeare and his works. Essays offered in competition for this prize should not con- tain more than 5,000 words. Látið kassa í Kœliskápinn WyNOU Æ GOOD ANYTIME THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Dlamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE The Board of Award consists of the Head of the Department of English of the Faculty of Arts and Science of the Uni- versity, and two others sel- ected by the Department. The time limit for the submission of essays in competition for this prize is January 15th. The Board of Award will report its decision to the Secretary of the Senate, on or before February 15th. Hjálmar A. Bergman • • • Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 23. þ. m. * * # BÆKUR Nýjar íslenzkar og enskar bœkur, hentugar til jólagjafa. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg • • • Messur í Gimli Lúterska prestakalli 21. des. — Betel, morgun- messa. 24. des. — Gimli, jólatréssam- koma kl. 7.30 e. h. 25. des. — Betel, morgun- messa (séra S. Ólafsson). Víði- nes, messa kl. 2 e. h. (séra S. Ólafsson. Gimli, íslenzk messa kl. 3 e. h. (séra B. A. Bjarna- son). • * • Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og n. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsiður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. • * * Hátíðaguðsþjónustur við Churchbridge o. v. I Concordia kirkju á jóladag- inn kl. 2 e. h. Þ. 28. des. á Red Deer Point kl. 11 f. h. og í Winnipegosis kl. 3 e. h. sama dag. Á nýársdag í Winnipegosis kl. 3 e. h. Gleðileg jól og nýár. S. S. C. • • • Sœkið donsa Gibsons Dans á aðfangadagskvöld í Templarahúsinu á Sargent Ave. og McGee. Gamlir og nýir dansar. Inngangur 25^. • * • Lúterska prestakall Norður Nýja-Islands 21. des. — Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. Árborg, jólatréssamkoma kl. 8 e. h. 23. des. — Riverton, jólatrés- samkoma kl. 8.30 e. h. 25. des. — Árborg, íslenzk messa kl. 11 f. h. Riverton, islenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: íslenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. SARGENT TAXI 7241/2 Sargent Ave. SÍMI 34 555 eða 34 557 TRUMP TAXI ST. JAMES Landnámssögu fslendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St., Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipeg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg. * • * Lúterska kirkjan i Selkirk Messur um jólin: Sunnud. 21. des. 4. sd. í aðv.: Jólaæfingat kl. 10 f.h. Ensk jólamessa kl- 7 e. h. Aðfangadagskvöld kl. 7 e. h.: Jólatréssamkoma ásamt “Pagent” program, og stuttri guðsþjónustu. Fer fram bæði á ísienzku og ensku. Jóladag, íslenzk messa kl. 7. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson Dóttirin: Já, en þegar eg þoli hann ekki. Móðirin: Láttu þér vera al- veg sama um það. Þegar eg giftist pabba þínum, gat eg heldur ekki þolað hann, en það leið ekki á löngu þangað til mér var orðið alveg sama uh1 hann. LET Y0UR D0LLARS FLY T0 BATTLE. ^i^WARSAVINGSCERTIFICATES W'WwwmMWMmMW'MmwwwwwwwmmwM AZ STANDARD DAIRIES LTD.1 696 McGEE STREET Milk - Cream - Butter ‘The Home of Quality Products” Phone 29 600

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.