Heimskringla - 17.12.1941, Blaðsíða 2
2. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. DES. 1941
BOÐIN UM SÆLU
Rœða eftir séra Guðm. Arnason
Aðalefnið í kenningum Jesú
frá Nazaret er að finna í hinni
svo nefndu fjallræðu, sem er í
fimta til sjöunda kapítulanum
í Mattheusar guðspjalli. Ræða
þessi er kölluð fjallræðan af
því, að Jesús á að hafa gengið
upp á fjall, er hann flutti hana,
og talað þaðan til mannfjöld-
ans. Náttúrlega ber ekki að
skilja það svo, að hann hafi
staðið uppi á einhverju fjalli
en áheyrendur hans fyrir neð-
an, því vitanlega gæti enginn
talað þannig til annara; það
sem við er átt, er eflaust það,
að bæði -hann og áheyrendur
hans hafi verið staddir í fjalls-
hlíð og að hann hafi staðið
hærra en þeir.
Ræða þessi hefir verið synd-
urliðuð, og menn hafa komist
að þeirri niðurstöðu, að það sé
mjög ólíklegt, að hún hafi upp-
runalega verið flutt öll í einu,
efni hennar er of sundurleitt til
þess. Það er mjög líklegt, að
þegar farið var að rita guð-
spjallið, fimtíu til sextíu árum
eftir dauða Jesú, hafi verið
teknir kaflar úr ýmsum ræð-
um, sem hann flutti, og skeytt-
ir saman; og það voru auðvitað
þeir kaflarnir, sem bezt og
lengst höfðu geymst í minnum
manna. En það raskar ekki
því, að ræðan hafi inni að
halda meginatriðin úr kenning-
um hans. Jesús hefir eflaust
oft flutt ræður, öðru visi gat
hann ekki boðað fólki skoðanir
sínar og kenningar. Þess er líka
iðulega getið, að hann hafi
talað í samkunduhúsunum og
úti á víðavangi, hvar sem hann
gat fengið tilheyrendur. Og
dæmisögurnar, sem svo mikið
er af í nýja testamentinu, eru
eflaust brot úr ræðum; hann
hefir notað þær til að gera
kenningar sínar sem skiljanleg-
astar alþýðu manna, sem hann
talaði til. Það segir sig sjálft,
að án ræðuhalda hefði hann
ekki getað kent.
Eg ætla ekki að tala um f jall-
ræðuna í heild sinni að þessu
sinni, heldur aðeins um nokkr-
ar fyrstu setningarnar i henni
.... sæluboðin, sem svo eru
nefnd.
Þessi sæluboð eru átta eða
níu að tölu, tvö þau síðustu eru
svo lík að efni, að það má i
rauninni telja þau eitt. Þau
eru nefnd sæluboð af því að þau
boða sælu þeim mönnum, sem
eru í vissu sálarástandi eða
með vissu hugarfari. Þau segja
ekkert um það, að allir aðrir
séu eða verði vansælir, þó að
það sé ekki fjarri sanni að
segja, að þau gefi það í skyn,
að sálarástandið og hugarfar-
ið, sem þau lýsa, séu skilyrði
fyrir því að menn geti orðið
sælir.
Vér verðum þá fyrst að leit-
ast við að gera oss grein fyrir,
við hvað Jesús muni hafa átt
með þessum orðum “sælir eru
þeir.” Fyr en vér höfum gert
það, getum vér ekki lagt neinn
dóm á skilyrðin fyrir sælunni,
sem hann talar um.
í venjulegu íslenziku máli
þýðir orðið sæla velliðun á
hæsta stigi. Það getur átt við
Um leið og eg óska öllum mínum
mörgu viðskiftavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
og
FARSÆLT NÝTT AR
G. FINNBOGASON
Umboðsmaður
vil eg votta mitt innilegasta þakk-
lœti fyrir þœr góðu viðtökur og alla
þó gestrisni sem eg hefi orðið aðnjótandi hjá íslend-
ingum víðsvegar um fylkið.
G. FINNBOGASON, umboðsmaður
The Monarch Life Assurance Company
WINNIPEG. MAN.
eintóma líkamlega vellíðun og
það getur líka átt við ástand,
sem er sálarlegs eða andlegs
eðlis, t. d. innri fögnuð yfir
einhverju. Vér segjum, að
maður, sem líður hungur eða
er þjáður af einhverjum §júk-
dómi, sé vansæll, en að sá,
sem hefir nóga fæðu og er heil-
brigður, sé sæll, í samanburði
við hinn. En þetta er líkamleg
vansæla eða sæla. Vér segjum,
að maður, sem ber þunga sorg
huga sér, eða er mjög óánægð-
ur með kjör sín, s£ vansæll, en
sá aftur sæll, sem er glaður og
ánægður með sín kjör. En
hrygð, gleði og ánægja eru það,
sem kalla má innra ástand.
Vitanlega getur það verið
sprottið af einhverjum ytri
ástæðum. Vér getum aldrei
aðskilið hið ytra og hið innra,
en venjulega eigum vér við
eitthvað, sem er annaðhvort
líkamlega eða sálarlegt, þegar
vér notum þau orð. Sá maður
getur þá kallast sæll, sem finn-
ur til vellíðunar á mjög háu
stigi, sem er fyllilega ánægður
með kjör sín og æskir ekki eft-
ir breytingum á þeim.
Var nú þetta sú sæla, sem
Jesús átti við?
Nýjatestamentið var upp-
runalega ritað á grísku máli.
Og orðið, sem er þýtt með
“sæla” og “sælir”, hafði tvens
konar merkingu, það þýddi
bæði ástand, sem dauðlégir
menn gátu ekki komist í í
þessu lífi, og það þýddi blátt
áfram þægileg og góð lífskjör.
Grikkir sögðu, að guðirnir
væru sælir, og að menn yrðu
sælir eftir dauðann, af því að
þeir yrðu þá lausir við sárs-
auka og böl jarðlífsins. Þetta
var önnur merkingin. Hin var
sú. að þeir, sem væru ham-
ingiusamir, hefðu auðæfi op
hefðu ekkert af illri liðan að
segja, væru sælir. Hvorir
tveggia voru “makaríoi”, það
er: sæiir, og nafnorðið makar-
ía” býðir þessa tvenns konar
sælu. f ensku máli eru bess’
orð þýdd með tveimur orðum.
sem hafa mismunandi merk-
ingar: “blessed” og “happy”,
eða “blessedness” og “happi-
ness”. Sæluboðin í ensku biblí-
unni byrja með orðunum
“blessed are they.” Það er þá
auðsætt, að orðin “sæla” og
“sælir eru þeir”, í þeirri merk-
ingu, sem þau eru notuð í fjall-
* . ' <- é J
Miótið Jólanna við
rAFORK^’
Sneiðið hjá því erfiði og striti sem fylgir viðbúnaði hátíðanna! Það
má létta af sér þeirri önn sem jólin og nýárs veizlum er samfara, sömu-
leiðis elda betri mat, með því að nota raforkuna. Vélar til suðu og bakst-
urs, smáar og stórar, vöflu járn, glóðar grindur til að steikja á brauð-
snei.ðar, áhöld til að búa til kaffi o. s. frv., eru til þjónustu reiðubúin þeg-
ar straumkrana er snúið.
Látið ekki gesti tefja fyrir heimilisverkum. Rafknúin ryksuga er
bezta ráðið og áhaldið til að halda heimilinu tandur hreinu, frá gólfi til
mænis. Nýtízku þvottavél þvær fljótt og vel allan heimilisþvottinn, og
rafknúið áhald til að strjúka þvott skilar jafnvel háls og erma líni
gljáandi og sléttu!
Eflið gleði jólanna með því að hengja litfögur ljós og geislandi
bauga bæði úti og inni. Bætið við borðlömpum eða þríljósa lömpum svo
hvergi beri á skugga. í Winnipeg kostar raforka svo lítið, getur samt
gert svo mikið til að prýða heimili og létta undir verkin. Til gleðilegra
jóla skuluð þér nota yðar eigið
i
55 PRINCESS STREET og
BOYD BUILDING
ræðunni tákna ekki vellíðun í
venjulegum skilningi þess orðs,
heldur innra ástand friðar og
rósemi, meðvitund um fullkom-
leik, sem á næsta lítið skylt við
þá ánægju og vellíðun, sem ein-
göngu er sprottin af hagstæð-
um og þægilegum ytri kjörum.
Sæluhugtakið í kenningum
Jesú verður ekki skilið nema
það sé sett í samband við
kenningu hans um guðsríkið.
Það má endalaust um það deila,
við hvað hann hafi átt með
orðunum “guðsríki” og “ríki
himnanna”. Hann talar stund-
um um “ríkið”, að því er virð-
ist, sem komandi ástand i öðru
og sælla lífi, en stundum talar
hann um það sem eigandi sér
stað nú þegar í hugskoti mann-
anna; það vex eins og jurtin,
sem sprettur upp af smáu fræi
o. s. frv. En hver sem er hinn
rétti skilningur á þessum orð-
um, er enginn vafi á því, að
samþkvæmt skoðun hans, varð
sælunni og fullkomnuninni
fyrst náð í þessu “ríki” fram-
tíðarinnar, hvort sem hann
hugsaði sér það hér á jörð eða
í einhverjum öðrum heimi.
Látum oss íhuga sjálft inni-
hald þessara sæluboða, það
sem í þeim felst.
Sælir eru þeir, sem fátækir
eru í andanum, því að þeirra er
ríki himnanna. Þannig hljóð-
ar hið fyrsta.
Hér aftur rekur maður sig á,
hvað orð geta verið villandi,
af því að merking þeirra get-
ur verið tvíræð.
1 íslenzku máli þýðir andlega
fátækur hér um bil það sama
og einfaldur eða heimskur. Og
áður var þetta þýtt: “sælir eru
einfaldir” og “sælir eru and-
lega volaðir”. En lætur nokk-
ur maður sér detta í hug, að
Jesús hafi kallað heimska
menn sæla, sökum einfeldni
þeirra? Rétta merkingin hér
er auðvitað sú, að þeir séu sæl-
ir, sem finni til þess, að þeir
séu andlega ófullkomnir. Og
þá ber auðvitað að skoða þá í
mótsetningu vð hina, sem ekki
vildu kannast við, að þeir væru
ófullkomnir, sem voru of
drambsamir til þess að játa ó-
fullkomleik sinn.
Öll hin sæluboðin eru Ijós. . .
Sæir eru syrgjendur, því að
þeir munu huggaðir verða. —
Sælir eru hógværir, því að þeir
mun landið erfa. Sælir eru
þeir, sem hungrar, og þyrstir
eftir réttlætinu, því að þeii1
munu saddir verða. Sælir eru
miskunnsamir, því að þeim
mun miskunnað verða. Sælir
eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá. Sælir eru frið-
semjendur, því að þeir munu
guðs börn kallaðir verða. Sælir
eru þeir, sem ofsóttir verða fyr-
ir réttlætis sakir, því að þeirra
er ríki himnanna.
Það má segja, að þeir, sem
Jesús telur sæla, skiftust í tvo
flokka. 1 öðrum flokknum eru
þeir, sem finna til ófullkom-
leika síns, þeir, sem syrgja,
þeir, sem eru hógværir, og
þeir, sem verða fyrir ranglát-
um ofsóknum. Þeir, sem eru i
þessum flokki, eru þolendurn-
ir, þeir sem eru sér meðvit-
andi vanmáttar síns eða verða
fyrir órétti. Dygðir þeirra eru
fremur neikvæðar en jákvæð-
ar. Þessir menn eru ekki sælir
vegna þess að þeir finni til van-
máttar eða verði fyrir órétt-
læti, heldur vegna þess, að þeir
fá sín laun, þeir eiga í vændum
betra hlutskifti. . . . í öllum
kenningum Jesú er svo mikið
af samúð og vorkunnsemi með
öllum þeim, sem hafa farið
halloka í lífinu, að sumir hafa
jafnvel ekki getað séð neitt
annað í þeim, þeir hafa lagt
fremur einstrengingslega á-
herslu á boðskap kærleikans
og samúðarinnar í þeim. Og
af þeirri skoðun er það sprottið,
að þeir, sem hata samúð og
vorkunnsemi og telja það merki
veikleika og kveifarskapar,
IMPERIAL BANK
OFCANADA
AÐALSKRIFSTOFA
TORONTO, ONT.
Vér tökum þetta tækifæri til að flytja árnaðaróskir
gleðilegra jóla og velgengni á þessu nýbyrjaða ári.
GIMLI OG RIVERTON ÚTIBÖ
L. E. Mayne, ráðsmaður
•
Winnipeg útibú eru:—
MAIN og BANNATYNE
SELKIRK og MAIN
ARLINGTON og WESTMINSTER
ST. VITAL
eins og t. d. þýzku leiðtogarnir
nú á síðari tímum, hata kristin-
dóminn og vilja eyðileggja
hann, þeir sjá, að meðlíðunar-
semi og mannkærleikur eru í
algerðu ósamræmi við stefnu
þeirra, sem byggist á ofbeldi og
drotnunargirni. Og hér má líka
benda á þann sannleika, að
þegar kristin trú, að vísu í mjög
afbakaðri mynd, barst til for-
feðra vorra, sem þrátt fyrir
drenglyndi og fleiri mikilsverð-
ar dygðir, voru ófriðsamir
menn og harðir í viðskiftum,
þá skildu þeir hana ekki, Krist-
ur var í augum þeirra aðeins
annar guð, sem betra gat verið
að fylgja heldur en eldri guð-
unum.
En í hinum flokknum, sem
sæluboðin eiga við, eru menn
með jákvæðari dygðum. Það
eru þeir, sem hungrar og
þyrstir eftir réttlætinu; þeir
sem eru miskunnsamir; þeir
sem eru hjartahreinir; og þeir,
sem semja frið. Þessir menn
eru gjörendur fremur en þol-
endur, það eru þeir, sem gera
heiminn betri. Vér getum ekki
hugsað oss mann, sem hungrar
og þyrstir eftir réttlæti öðru
vísi en sem mjög ákveðinn
þeir, sem leitast við að jafna
deilur, greiða úr misskilningi
og fá menn til að líta skyn-
samlega á alla málavöxtu. Vér
getum sagt, að dómarar og lög-
regla séu friðsemjendur, því
þeirra hlutverk er ekki aðeins
það, að leita uppi þá menn, sem
hafa gerst brotlegir við lögin,
og refsa þeim, heldur líka, að
sjá um, að lögum sé þannig
framfylgt, að sem stærstur
hluti þjóðfélagsins geti lifað í
friði og óhultur fyrir ójafnaði.
Og þrátt fyrir allan ófrið í
heiminum og öll stríð, þrá flest-
ir menn varanlegan frið. En
sá friður fæst aldrei fyr en all-
ar þjóðir, smáar og stórar,
veikar og voldugar, verða að
lúta einhvers konar allsherjar
lögum og rétti.
Hér eru þá tvær hliðar á
kenningum Jesú. Annars veg-
ar er kenningin um kærleika,
vorkunnsemi, hógværð og
mildi, en hins vegar kenning-
in um réttlætið, hreinleika
hugarfarsins og ákveðnar, já-
kvæðar skyldur í lífinu. Báðar
þessar hliðar eru jafn mikils-
verðar. Sumir menn hafa vilj-
að halda því fram, að kenning-
ar hans séu einhliða og ónógar
mann, mann, sem berst hik-1 og eigi ekki við nútímann. En
laust á móti óréttlæti, hvar sem það er misskilningur. Vita-
hann finnur það. Orðið hjarta- skuld höfum vér nú á tímum
hreinn þýðir hreinskilni, sann- ótal mörg vandamál, sem voru
'eiksást og falsleysi; og sá, óbekt í því mannfélagi, sem
sem er hreinskilinn, fyrirlítur hann lifði í. En trúar- og sið-
fals og lýgi og sýnir enga miðl- ferðishugsjónir hans eru ekki
marsemi við þá lesti. Frið- bundnar við neina staði eða
semjendur eru ekki þeir, sem tima. Þær eru sígildar, af því
vinna það til friðarins, að að þær geta verið meginreglur
beygja sig fyrir hvers kyns ó- fvrir breytni manna á öllum
afnaði og ranglæti, heldur timum.
RIEDLE
“Sendir Jólakveðjur,,
Þegar þér takið heim stokk
m e ð RIEDLE’S "GREEN
LABEL", þá komist þér að
raun um hversu góður bjór
getur verið!
This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible /or statements made as to quality of products advertised