Heimskringla - 31.12.1941, Síða 1

Heimskringla - 31.12.1941, Síða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality 'Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 —————........ - - * ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. DES. 1941 NÚMER 14. Heimskringla óskar lesendum sínum og skiftavinum farsæls nýárs ' - HELZTU FRETTIR < - Skammdegisvitinn Þegar ársins allra lengst er nótt, úti kaldast blæs á húsaþökum; svörtust myrkur heim oss hafa sótt, horfir sól að skýja’ og f jallabökum. Þá slær bjarma yfir alla jörð útfrá Betlehem, í nætur-skugga. Aldadjúp eg rek um hjörnin hörð harmabarna-spor að f járhúsglugga. Jón Jónatansson Hong Kong fallin Hong Kong gafst upp og var tekin af Japönum á jóladaginn. Var eyðileggingin orðin svo mikil, að ekki var talið nema eins dags forði af vatni í aðal- borginni (Victoría). Upp átti því ekki að gefast fyr en í sið- ustu lög. í herliðinu sem eyj- una varði, voru um 2000 Can- adamenn, bæði úr Quebec Roy- al Rifles deildinni og Winnipeg Grenadiers. Með þeim voru brezkir og indverskir hermenn. Mannfall er haldið að mikið hafi verið, en hvað mikið, verð- ur ekki vitað um, fyr en Japan- ir birta skýrslur um það. Und- an komst ekkert af liðinu; það sem ekki féll, var hertekið. Churchill í Canada Winfeton Churchill, forsætis- ráðherra Canada, kom til Ot- tawa í byrjun þessarar viku. Á þriðjudaginn hélt hann ræðu í sameinuðu þingi, er var út- varpað um allan heim. Mac- kenzie King, forsætisráðherra Canada, gerði Churchill kunn- ugan, kvað hann persónugerf- ing hinnar miklu brezku þjóð- ar. Ræðu sína byrjaði Chur- ohill með þakklæti til Canada fyrir aðstoð þess í stríðinu, er hann gerði mikið úr. Þá mint- ist hann ýmsra atriða úr sögu stríðsins, ófara Hitlers í Rúss- landi og Lybíu og kvað með þær fyrir augum ástæðu til að vona hins bezta. Til Frakka lá honum þungt hugur, kvað þá hafa getað gert hið sama og Niðurlendinga og Vichy Frakk- land væri ver af, en sá hluti landsins, sem Hitler hefði nú setulið í. Á Roosevelt forseta mintist hann sem sendan af forsjóninni til að verja frelsi og mannréttindi heimsins. Lófa- klapp dundi upp aftur og aftur við undir ræðuflutningnum, enda var ræðan hin bezta og snildarlega með efnið farið. Trúlofuð 1 bréfum frá New York, er sagt að ungfrú María Markan hafi tilkynt trúlofun sína. — Hinn lukkulegi kvað vera Georg Östlund, forstjóri eins stærsta raforkufélagsins í New York. Hann er sonur Davíðs östlunds, er öllum Islendingum var kunnur af ritinu “Fræ- korn”, er hann gaf lengi út. — Heimskringla óskar til lukku! Björn Hjörleifsson dáinn Björn bóndi Hjörleifsson í Riverton, lézt s. 1. miðvikudag á sjúkrahúsi í Selkirk. Hann var 74 ái'a, fæddur á Hallfreð- arstöðum í Hróarstungu 22. april 1867. Vestur um haf kom hann 1893, settist fyrst að í Winnipeg, en flutti síðar til Nýja Islands. Hefir hann síð- an um aldamót búið við River- ton. Árið 1894 giftist hann eft- irlifandi konu sinni, Guðrúnu Jóhönnu Einarsdóttur, ættaðri úr Skaftafellssýslu. Eignuðust þau 11 börn, en hve mörg þeirra eru á lífi, er þeim er þetta ritar ókunnugt um. Björn var vel gefinn maður og skáld gott, skemtinn og vin- sæll; hann var góður fylgis- maður þeirra mála er hann mat situðnings verð. Hann unni skoðanafrelsi og var bæði and- lega og enfalega sjálfstæður maður. Skuld Breta Eins og kunnugt er hefir skuld Breta í Canada óðum hækkað. Er það lítil furða, þar sem þeir kaupa nú hér vopn og annað fyrir nálega 2 miljónir dala á dag. Við lok fjárhagsárs Can- ada-stjórnar í marz, er búist við að skuldin verði $1,200,000,- 000. Er nú nefnd í Ottawa að ihuga viðskifti og tollamál og jafnframt þessa skuld Breta. Hefir til orða komið að . gefa hana eftir. Ennfremur er hreyft, að afnema verzlunar höftin milli Canada og Banda- ríkjanna, og jafnvel koma á nýju viðskiftaskipulagi milli allra stríðsþjóðanna, tollafríu, svo að stríðsvörurnar geti streymt viðstöðulaust þeirra á milli. Það getur verið að um miðjan janúar fréttist eitthvað frekar um þetta, svo mjög er nú reynt til að flýta þessu máli. Canada getur með sínar miklu hráefnabirgðir, orðið aðal vopna- og vöruframleiðslu landið í stríðinu. Fleiri kallaðir í herinn Menn á aldrinum frá 22—25 ára, hafa nú verið kallaðir í Canada-herinn. Eiga þeir nú þegar, að láta lækna skoða sig. 1 Manitoba hefir tilkynning verið send til 1000 manna um þetta. Nazistar fara halloka Nazistar fara enn halloka fyrir Rússum., Það virðist ekki hafa orðið neitt til bóta, að Hitler tók við herstjórninni. Fréttirnar í gærkvöldi voru þær, að Rússar væru farnir að sækja á suður á Krímskaga, sem þeir hafa ekki fyr gert. Á síðast liðnum 10 dögum, hafa Rússar tekið 332 bæi og þorp til baka af nazistum. Að Þjóðverjar hafi tápað ein- um þriðja eða 35% af flugher sínum á Rússlandi, er nú full- yrt. I nánd við Kalinin, sagðist fregnriti einn hafa ferðast um, eftir einn bardagann og talið yfir eitt þúsund hervagna, skriðdreka, byssuvagna og alls- konar farartæki liggjandi fram með veginum á aðeins 25 mílna svæði. Alt var þetta brotið og bramlað og hafði oltið um. — Þvílíka eyðileggingu sagðist hann aldrei hafa séð. Hitler tók við herstjórninni til þess að reyna að koma á samkomulagi innan hersins. — Þar hefir lengi verið reiptog milli nazista flokksins ög margra yfirmanna þýzka hers- ins, sem skoða stjórn nazista flokksins oft ihættulega og illa hugsaða. En misti herflokkur nazista herstjórnina, er Hitl- er hætta búin. Þannig er nú jfyfir honum komið. Vitrari menn í hernum eru farnir að vantreysta Hitler. Til þess að það vantraust vaxi ekki, tekur hann yfirstjórnina í sinar hendur. Eden í Rússlandi Anthony Eden, utanríkis- málaráðherra Breta, er staddur í Rússlandi. Hann er að út> skýra herstefnu þeirra Chur- ohill og Rosevelts fyrir Stalin, sem fer fram á miklu nánari samvinnu en áður milli þjóð- anna, sém við öxulþjóðirnar berjast. Er sagt að þeim komi vel saman og Stalin virðist eins spentur fyrir samvinnu um að yfirstíga Hitler og Churchill er sjálfur. Samtal þeirra í Rúss- landi fór fram á sama tíma og Churchills og Roseve.lts í Wasfe ington, og er mælt, að þeésir fjórir menn, hafi stöðugt ákifst á skoðunum. % Lybíu-stríðið Fyrir helgina voru Þjóðverj- ar í Lybíu í undanhaldi 90 míl- ur vestur af Bengasi. Höfðu Bretar þá á skömmum tíma tekið 13,000 fanga. Öxulþjóðunum hefir ekki enn tekist að koma miklum her suður. Bretar hafa ótæft sökt skipunum, sem lið fluttu suður. Og um Spán hafa Þjóðverjar ekki farið með lið. Er haldið, að þeir óttist að fara um Spán vegna pestar er þar hefir verið skæð síðan á stríðsárum þess. Eyjar teknar af Frökkum Suður af Nýfundnalandi eru tvær litlar eyjar, sem Frakkar eiga. Heita þær St. Pierre og Miquelon. Síðast liðna viku sló De Gaulle eign á eyjarnar fyrir hönd ókáðra Frakka. Kom lið hans á fjórum skipum til þess að taka eyjarnar. Síðar lét hann eyjaskeggja greiða at- kvæði um hvort þeir kysu held- ur að heyra Vichy-stjórninni til eða hinum óháðu. Voru 98% með því, að segja sig und- an Vichy-stjórninni. Þetta eru smá-eyjar og fá- mennar, en De Gaulle heldur fram, að þaðan hafi njósnum verið haldið uppi og fregnir sendar nazistum. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Fimtíu canadiskar hjúkrun- ar-konur, hafa farið til Suður- Afríku. Þær komu þangað s. 1. mánudag og voru boðnar vel- komnar af borgarstjóranum í Cape Town. # # # í fréttum frá Ottawa, sem birtar voru í Free Press í gær, segir að búist sé við að Walter J. Líndal, K.C., verði skipaður í dómarastöðu. Það er búist við stórkostleg- um orustum innan skamms á Kyrrahafinu. * * * Bretar gerðu snarpa árás á hervirki Þjóðverja á vestur- strönd Noregs s. 1. mánudag. Tvö virki voru eyðilögð, 4 flug- för skotin niður, níu skipum sökt, 95 Þjóðverjar og níu norskir Quislingar voru hand- teknir. * * • Charles A. Lindbergh, hefir boðið sig fram til þjónustu í flugher Bandaríkjanna. Hann hafði stöðu áður, í flughersráð- inu, en sagði henni lausri, er Roosevelt forseti tók að finna að við hann fyrir að vera ein- angrunarsinni. Að boð Lind- berghs verði tekin til greina, er talið óvíst. * # # Hjá þýzkum hermönnum i Paris, ber talsvert á uppreistar- anda. Hafa 100 verið teknir af lífi vegna þessa síðan 1. des., og 50 fyrirfarið sér. TIL MóÐUR MINNAR Eftir T. J. Oleson (á Mæðradaginn) 'v Ef þannig lifði eg þennan dag að þér eg hefði gleymt; já, þér sem dýpstu og æðstu ást mér.ávalt hafðir geymt, Það væri synd—þó sé eg brott, en sért þú heima kyr, í hug og anda samrýmd samt við sjáumst eins og fyr. ■Og ófullkomna kvæðið mitt þér kveðju mína ber. — Mér betur ár frá ári skilst það alt, sem skulda eg þér. Eg vil svo margt, eg vona—nei, eg veit þú skilur mig; eg þennan dag ei dylja má hve djúpt eg elska þig. Sem indæl rós með ótal blöð, er uxu í kyrð og leynd unz fegurð öll, sem áttu þau, í einni heild varð greind; já, móðir kær, þin ást var eins: Hvert ár, nei sérhvern dag hún fagra og nýja nótu söng, sem nú er heildarlag. Um þig eg hugsa þessa stund, mín þrá og ósk er sú að týni eg aldrei trausti því, sem til mín elur þú. Og þann, sem helgar þennan dag eg þess af hjarta bið, að þig hann blessi, móðir mín, þér miðli ást og frið. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi NæBti fundur Jón Sigurðs- sonar félagsins (I. O. D. E.), verður haldin að kvöldi 6. jan. að heimili Mrs. L. A. Sigurðs- son, 104 Home St. i i TALAÐ Á HLJÓMPLÖTU 1 RIKISÚTVARPINU 1 REYKJAVÍK 11-11-1941 Jólaóvarp biskups Islands til Vestur-íslendinga 1941 • • • Því sjá eg boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Dav- iðs.”—(Lúk. 2, 10-11). Þessi orð engilsins hina fyr- stu jólanótt eru vafalaust feg- ursta, bjartasta o.g bezta kveðj- an úr ríki himnanna til vor mannanna. Hún flutti mann- kyninu fagnaðarríkasta boð- skapinn frá háum himni guðs. Boðskap, sem á að ná til endi- marka jarðar, til allra manna. Mér þykir vænt um, kæru sam- landar mínir, að fá tækifæri til þess að ávarpa yður með þess- um mikilvægu orðum jólaboð- skaparins, í fyrsta skifti er rödd mín berst til yðar. 1 ijósi þeirra færumst vér næst hvert öðru og skiljum vér hvert ann- að bezt. Þau minna oss, betur en alt annað á, hve sterkum böndum vér erum tengd, að vér erum ekki aðeins frændur og vinir, heldur systkini, börn sameiginlegs, eilífs föður. Að í brjóstum okkar ailra búa sams- konar tilfinningar, hin sama þrá, sem leitar upp í lönd ó- dauðleikans, upp til guðs — al- góða, himneska föðursins. Það eru jól. Og boðskapur- inn um mannssoninn, Frelsara mannanna Jesús Krist, fer um viða veröld. “Hlustar húm, hlusta þjóðir, hlustar alheimur hlusta uppsalir hlustar hvert hjarta, því að heimi brennur ein óþrotleg ódauðleg þrá.” Jólin vekja ávalt bernsku og æskuminningar vorar. Eg veit að svo er það ekki sízt um yður. Sunnudaginn 28. des. s. 1. hélt þjóðræknisdeildin í Wynyard aimenna samkomu i samkomu- sal íslenzkzu kirkjunnar í minningu um fullveldi Islands. Samkoman var vel sótt og fór hið bezta fram. Jón Jóhannson var forseti samkomunnar og setti hófið með stuttri ræðu. Séra Halldór hélt aðal ræð- una og birtist útdráttur úr henni í Wynyard Adanvce. — Auk þess flutti Gunnar Jóhann- son og H. Axdal stuttar tölur auk þess sem hinn síðartaldi las upp kvæði eftir Þorstein Erlendsson og Einar Benedikts- son. Dálítill flokkur ungmeyja undir leiðsögn Mr. J. S. Thor- steinson skemti með þvi að syngja íslenzka söngva. Frú Thorsteinsson söng ennfrqmur einsöng og svo söng hver með sinu nefi algenga íslenzka al- þýðu söngva. Yfir höfuð virt- ust menn skemta sér hið bezta. Ræða séra Halldórs kemur ef til vill seinna i Heimskringlu. Sum yðar horfið í anda langt í fjarlægð, heim í landið, þar sem þér áttuð hin fyrstu jól — landið þar sem þér numduð ástkæra ylhýra málið, þar sem móðirin laut yfir vögguna og signdi barnið sitt, og bað þess, að englar Guðs mættu yfir því vaka, landið ykkar, sem þið aldrei munuð gleyma. Minn- ingin um hina fögru, björtu, leyndardómsfullu jólanótt blas- ir við — heima. Alstirndur himininn, tunglsljósið veitir birtu sinni yfir snæviþakið landið, norðurljósin sveiflast, þjóta í töfraljóma sínum um víða vegu loftsins. — Inni í lágri, fátæklegri baðstoíu er hlýtt og hljótt og undursam- lega fagurt — jólaljósin eru kveikt og boðskapurinn um sveininn unga, hljómar á feg- urstu tungu jarðarinnar. Faðir og móðir brosa við barninu. Kærleikurinn ræður ríkjum. — Kristur — Jesús Kristur — er fæddur. Jólin komu með birtuna og ljósið í skammdegis myrkrinu. Það er dimt í þessum heimi í öllum löndum og álfum heims um þessar mundir. En kær- leiki guðs er hinn sami. Jólin koma enn, er dimmast, erfið- ast og uggvænlegast er í þess- um heimi. Koma með hina ein- ustu von þessarar veraldar, boðskapinn um Krist og kœr- Ieika hans, sem er öllum vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Jól- in eru hátíð friðar og kærleika, og án efa vildum vér nú öll, vestan hafs og austan, ásamt miljónum manna um víða ver- öld taka undir bæn Matthíasar Jochumssonar: “Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðsríki drotni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir.” t Kæru íslendingar í Vestur- heimi: Orð mín eiga að bera yður jólakveðjur og jólaóskir að heiman. Frændur yðar og vin- ir, já allir Islendingar í heima- landinu senda yður blessunar- óskir. Kirkja Islands, móður- kirkjan, sem tók yður sjálfa eða iiiæður yðar óg feður i faðm sinn, minnist yðar á þess- ari helgu hátíð og biður yður, bæði ungum og gömlum, bless- unar guðs. Vér óskum heima á íslandi, og biðjum að jóla- ljósin, sem loga í kirkjum yðar og á heimilum, mættu bera yður boðin um ást guðs og jafnframt opna yður sýn inn í fögur minningalönd, hin fögru sólríku minningalönd bernsk- unnar. Bræður og systur: Vér heima í landinu okkar og ykk- ar mundum fagna því um jól- in, að þér væruð oss nær. En það er ekkert, og á ekk- ert að vera, sem aðskilur oss, annað en öldur hins mikla út- hafs. Dýrð drottins ljómar frá austri til vesturs, um oss öll á helgri jólahátið. “Því að yður er í dag frelsari æddur.” Frá Islandi berst yður óskin helga, óskin um gleðileg jól. Guð blessi yður öll.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.