Heimskringla - 31.12.1941, Síða 4

Heimskringla - 31.12.1941, Síða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. DES. 1941 Híitnaferingila (StofnuB 18S6) KemuT út á hverjum miövikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn, borglst íyrlrfram. Allar borganlr sendlst: THE VTKING PRESS LTD. öll vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 31. DES. 1941 CHURCHILL VESTAN HAFS Tilkynningin um komu Winston Chur- chill, forsætisráðherra Breta, til Wash- ington rétt fyrir jólin, vakti undrun og athygli. Menn fóru að spyrja og spá hverju það sætti, að hann sneri baki við jólagleðinni heima hjá sér, til þess að koma hingað. Það duldist ekki að mikið hlaut hér undir að búa. Síðan Churchill kom til Washington, hefir hann haft hvern fundinn af öðrum með Roosevelt forseta. Þó af fundum þeim fari ekki itarlegar sögur enn, er hitt vist, að erindi Churchill er í því fólgið, að mynda eða koma á einni yfir-. herstjórn hjá öllum þjóðunum, sem á' móti öxul-þjóðunum berjast. Herráð þetta á að leggja á ráð og sjá um, að eins mikið samræmi óg samtök sé í öll- um áhlaupum, sem gerð eru og unt er, og að hvar sem orustur eru háðar, sé all- ur sá stuðningur að baki, eða við hend- ina, sem kostur er á. Herir hinna mörgu þjóða eiga með öðrum orðum að berjast sem einn her væri, eða eins og sagt er, sem einn maður. Ef þetta spor hefði verið stigið í byrjurj- þessa striðs og skammsýni þjóðanna, sem á móti öxulþjóðunum eru, ekki verið eins afskapleg og raun bar vitni um, er alveg óvíst að öxulþjóðunum hefði geng- ið eins vel fyrstu tvö árin og á daginn kom. Það eru miklar líkur til að Þýzka- land hefði aldrei barist utan sinna eigin landamæra, ef Samtök sem þau, sem nú er farið fram á, eða lesa má úr fréttunum. að í huga búi, hefðu í byrjun stríðsins verið til. En það hefir alt orðið Hitler til sigurs og heilla. Að þjóðirnar, sem á móti honum og stefnu hans voru, væru aldrei samtaka og baukuðu hver út af fyrir sig við sína vörn, hefir verið vatn á hans millu og gert honum hægra fyrir en ella með að leggja þær undir sig. En margar þjóðir, sem nú standa utan stríðsins, hugsa eins og þær þá gerðu. Ef þessi samtök sem Churchill og Roose- velt eru að koma á, næðu einnig til slíkra þjóða, væri meira en lítið með því unnið. Þá væri komið að því, er Björnstjerne Björnson hélt fram 1906, um þörfina á að smáþjóðirnar mynduðu samtök með þeim stærri þjóðum, sem með tilveru- rétti þeirra og frelsi væru. Mætti þá um Churchill og Roosevelt segja, að þeir hefðu með dýrri reynslu tveggja stríða, loks komist að sömu niðurstöðu og örn- inn norræni. Mr. Churchill lagði af stað frá Eng- landi 12. desember. Um ferð hans vissi almenningur ekkert. Hann fór með myrkvaðri járnbrautalest af stað. Tiu dögum síðar kemur hann til Washing- ton; hefir að líkindum komið á herskipi vestur og við lendingu tekið sér flugfar til höfuðborgarinnar. Það var 22. des. sem hann kom þangað; hefir hann gist hjá Roösevelt forseta síðan. í för með Churchill er Beaverbrook lávarður og herskari annara hermála sérfræðinga, ein fregnin sagði um 85 alls. Á fundunum sem Churchill hefir dag- lega setið með Roosevelt forseta í Wash- ington, hefir verið unnið að undirbúningi samstarfsins, sem þeir eru að skipu- leggja, í hernaðarrekstrinum. Verður svo uppkastið kynt öllum þeim þjóðum sem í stríðinu eru, Rússum, Kínverjum, stjórnendum hollenzku nýlendanna o. s. frv., og þá ætlast til að samþykt verði, með þeim breytingum auðvitað, er bráð nauðsynlegar geta verið hinu eða þessu landinu. 1 skyndifregnum af komu Chur- chill, var það helzta í áformum hans talið þetta: 1. stofnun yfirherráðs. Á það að stjórna rekstri stríðsins alls staðar í senn og ákveða hvað hver þjóð skal leggja til af herliði, vopnum og vistum, hvar og hvenær sem þörfin kallar. 2. Stofnun framleiðsluráðs. Það á að sjá um framleiðslu á öllu er að stríðinu lýtur og að birgðirnar séu þar, sem þeirra er mest þörfin, sjá um lán og flutning gulls, til þess að geta hagað framleiðslunni sem bezt. 1 ákvæðum þessum er tekið fram, að engin þjóðin geti gert sérstakan samning við neina óvinaþjóðina, eða án vitundar allra bandalags þjóðanna. Bandarísk rit gátu þess til, að afleið- ing af þessu gæti orðið sú, að Lt.-Gen. Douglas MacArthur, yfirmaður banda- ríska hersins á Philipseyjum, yrði gerð- ur að yfirmanni bandaríska, brezka,$hol- lenska og kínverska hersins eystra. — Þetta er auðvitað ágizkun, en hún gefur samt í skyn, hvað í vændum sé með hug- mynd Roosevelts og Churchills. Mr. Churchill hélt ræðu í Washington um þetta efni, sem hér hefir verið minst á. Og hans er í byrjun þessarar viku von til Ottawa. Að s*ameina öflin, sem á móti öxul- þjóðunum berjast, er það sem aðallega er um að ræða. En jafnvel það eitt, getur reynst óvinunum skæðasta vopnið. JÓLAAVARP BISKUPS ÍSLANDS Á þessum jólum var Vestur-íslending- um flutt ávarp frá biskupi íslands. Á- varpið barst hingað á hljómplötu og var fyrst flutt í íslenzku kirkjunum í Winni- peg á jóladaginn. Seinna var því út- varpað, svo nú munu flestir Islendingar hafa á það hlýtt; hikum vér ekki við að segja, að þeim hafi verið mikil ánægja að því. Þetta mun vera annað ávarpið, er oss hefir þannig borist að heiman. Hið fyrra var frá Sveini Björnssyni, ríkistjóra Is- lands og var flutt á Islendingadeginum á þessu ári á Gimli. Eru mikil hátíða- brigði áð þessu. Kveðjur heiman af ætt- jörðinni, eru ávalt mjög kærkomnar. Að við áttum nú kost á að heyra rödd biskupsins á jólunum og ríkisstjórans á síðasta íslendingadegi, er vísinda-fram- förunum að þakka. Og það er bæði beinlípis og óbeinlínis mikilsvert atriði. Það er ekki aðeins, að hin beinu þjóð- ernisáhrif séu mikil af þessu, heldur fær- ir það oss einnig mjög ákveðið heim sanninn um það, að á sama tíma og við teljum okkur trú um, að öll bönd séu að slitna við heimalandið, er sannleikurinn sá, að þau eru, fyrir framfarir vísind- anna, að styrkjast og treystast. Mögu- leikarnir á að halda við kynningu milli Islendinga austan hafs og vestan, eru nú meiri og betri en nokkru sinni fyr. Ef vér færum oss þá möguleika í nyt, sem vera ætti, gæti það orðið þjóðernismáli voru hér hinn mesti styrkur. Hr. Sigurgeir Sigurðssyni, biskupi ís- lands, skal þökkuð kveðjan. Þjóðræknisfélaginu hér vestra var send hljómplatan af Árna G. Eylands, forseta Þjóðræknisfélags Islands, er vin- áttu hefir Vestur-íslendingum oft áður sýnt. Oss er að öðru leyti ekki kunnugt um eftir hvaða boðleiðum hljómplatan hefir farið, en á skrifi Lögbergs og bréfi Þjóð- ræknisfélagsins um það, er svo að sjá, sem ræðismaður Islendinga í Washing- ton og konsúll íslendinga og Dana í Winnipeg hafi mikinn þátt átt í fram- kvæmdum þessa máls. Vér héldum nú að Þjóðræknisfélögin hér og heima gætu sklfst á hljómplötum, án atbeina ann- ara. Það virðist að minsta kosti vera meira starfið, sem samfara er því, að vera konsúll, ef slíkt lítilræði þarf til hans kasta að koma. En eins og vér sögðum, skiljum vér þetta ef til vill ekki og skulum því ekki dóm á það leggja, hvort hér er um alvöru eða trúðurleik að ræða. Ávarp biskups er birt á öðrum stað í þessu blaði. Dómari einn í Kansas, Shreck að nafni, tekur á hljómplötu allar giftingar, sem hann framkvæmir. Hann gefur hjón- unum hljómplöturnar, svo þau geti síðar meir íhugað heitið, sem þau gáfu hvort öðru við giftinguna.—World Digest. * * * Framtíðin mun segja um Hitler, að hann hafi fyrirlitið mannkynið, en ekki tekist að niðurlægja það eins og hann vildi.—Anthony Eden. ÚTVARPSRÆÐA (Ræðu þá er hér fer á eftir, flutti Björn Björnsson, prófessor frá Minneapolis á samkomu 16. nóv., sem Þjóðræknisfélag íslendinga í Reykjavík stóð fyrir. Ræð- unni var útvarpað. Samkoman var helg- uð Vestur-íslendingum. Séra Jakob Jónsson las upp sýnishorn af bókmentum Vestur-lslendinga, og öll musik notuð í útvarpinu, var eftir vestur-islenzk tón- skáld. Ræðuna hefir Þórhallur Ásgeirs- son, sem nám stundar á háskólanum í Minneapolis, sent Heimskringlu og kann hún honum beztu þakkir fyrir. Er bréfið sem henni fylgdi, prentað á öðrum stað í blaðinu.—Ritstj. Hkr.) Kæru áheyrendur: Eins og þið öll munuð verða óþægilega vör við, er eg hvorki vanur ræðumaður né fær í tungunni sem innfæddur Is- lendingur. Það að eg er ekki inn- fæddur Islendingur er vissulega ekki mér að kenna, og það að eg er óvan- ur ræðuhöldum, er ekki heldur alger- lega mín sök. — 1 fjölskyldu eins og minni, þar sem flestir æfa ræðumensku, verður náttúrlega einhver að þegja, og það hefir oftast lent á mér. Af þessum ástæðum verð eg að biðja hlustendur að sýna mér þolinmæði á meðan eg flyt þetta erindi, og afsaka hið vestur íslenzka málfar mitt. Eg veit að það hlýtur að valda ykkur öllum sárrar kvalar að heyra hið fagra móðurmál ykkar svona illa talað. En eins og marg- ir aðrir Vestur-Islendingar bæti eg upp að nokkru þennan ágalla minn, með ást á tungunni, landinu og þjóðinni. Eg vil fyrst og fremst láta í Ijósi á- nægju \mína yfir því að vera kominn til Islands. Síðan eg var smábarn hefi eg heyrt íslenzku og verið sagðar sögur af íslandi og íslendingum. Eg hefi verið gagntekinn af hrifningu yfir dáðum ætt- feðra okkar, víkinganna, vérið kent að elska tungú þeirra og bókmentir, svo að mér hefir fundist eg tilheyra þessari. þjóð og verið' stoltur af verkum hennar. I daglegu tali minnast Vestur-íslending- ar sjaldan á ísland með nafni, heldur tala þeir allir um “heima.” Einnig eg hefi sagt “heima á Islandi” og þegar eg er kominn hingað finst mér eg vera að sumu leiti kominn heim, því að svo góð- ar viðtökur hefi eg fengið hér, og fólkið hefir snortið mig djúpt með gestrisni sinni. Fyrir þetta er eg innilega þakk- látur. Við Vestur-íslendingar erum hreyknir af að«vera íslenzkir að uppruna, þó að margir okkar séum ekki fæddir á Islandi. Við erum stoltir af dáðum íslenzku þjóð- arinnar, brautryðjenda starfi hennar sem lýðræðisþjóð, hinum óviðjafnanlegu bók- mentaafrekum hennar, og hinni fögru og táknrænu tungu sem hefir varðveitt í meir en þúsund ár dýrustu hugsanir friðelskandi þjóðar. Okkur þykir vænt um bcifementir þjóðarinnar, þótt tunga hennar líði í munni óæfðra manna sem min. Þjóðrækni Vestur-íslendinga liggur djúpt. Hennar verður ekki aðeins vart hjá hinum gömlu innflytjendum, heldur líka hjá þriðju og fjórðu kynslóðinni. I þessu sambandi dettur mér í hug fjögra ára bróðursonur minn. Hann hafði verið að hlusta á eldra fólkið, sem var að ræða um ættir manna og uppruna. Alt í einu greip hann fram í og spurði: “Við komum frá Islandi, gerum við það ekki, mamma?” Já, við Vestur-íslendingar komum frá íslandi, og við höfum hugsað okkur að gleyma því ekki strax. Vitaskuld eru sumir okkar aðeins íslendingar að nafn- inu til, en ást okkar á Islandi er of djúpt rist til að deyja út með öllu, þrátt fyrir hina miklu erfiðleika að viðhalda upp- runalegu þjóðerni meðal stórrar og fjöl- mennrar þjóðar. Þið Islendingar á Is- landi verðið nú að berjast við suma þá erfiðleika sem hafa löngum verið hlut- skifti íslendinga í Vesturheimi. Hinn fámenni hópur Vestur-Islendinga sem hefir orðið að lifa innan um margfalt fjölmennari þjóðir af flestum þjóðernum jarðar, hefir barist við að halda þjóð- erni sínu og tungu feðra sinna. Eg meina ekki með þessu að Vestur-íslendingar hafi ekki altaf verið góðir amerískir borgarar./ Lífsskoðanir þessara tveggja þjóða, Ameríkumanna og íslendinga, eru þær sömu, og með því að vera góðir fs- lendingar hefir þetta fólk um leið verið góðir Ameríkumenn. I fyrsta sinni í sögu Islands hefir ein- angrun þess og íbúa þess verið rofin. Aldir algerðrar einangrunar eru nú úr sögunni, og Island er alt í einu orðið land sem er áberandi í viðburðarás veraldarinnar. Ef til vill er íslenzku þjóðinni ekki um að verða áberandi á þennan hátt, en því verður nú ekki breytt, og hún verður að horf- ast í augu við þá staðreynd. Hvað felst nú í þessu ástandi? Hlutlaus athugun gerir varla ráð fyrir jafn alvarlegum af- leiðingum og sumir óttast. Er ástæða til að óttast að herir þeir sem nú dvelja á Is- landi þurfi að breyta íslenzku þjóðlífi? Eru menningarverð- mæti þjóðarinnar, tunga henn- ar og hún sjálf í hættu stödd vegna nærveru þessara her- manna? Ef eg á að vera hreinskilinn, þá trúi eg því ekki. Vitaskuld er þetta ástand erfitt, en hvaða þjóð í heiminum á ekki í erfið- leikum eins og nú er ástatt? Erfiðleikar þeir, sem Islending- ar eiga nú við að stríða, eru ekki óyfirstíganlegir. Dvöl herjanna hér, sem von- andi verður ekki mjög löng, getur varla skoðast hættuleg þjóðlífinu. Eg læt mér ekki koma til hugar að Islendingum og móðurmáli þeirra sé hætta búin nú eða í framtíðinni. Á- stand það sem nú ríkir er próf- steinn á íslendinga. Það ætti að verða hvatning hverjum sönnum Islendingi til að berj- ast fyrir og viðhalda dýrustu verðmætust íslenzkrar menn- ingar og íslenzks þjóðlífs. Er íslenzkunni hætta búin? Ef til viH, að einhverju leiti — en er það aðeins einangrunin sem hefir haldið móðurmáli voru óspjölluðu? Eg held ekki. Tungan hefir varðveist óbreytt í aldaraðir vegna þess að til voru menn og konur sem elsk- uðu þessa tungu og vildu halda henni við. Hefir þessi ást dáið út með núlifandi kynslóð Is- lendinga? Eru þá engir enn sem berjast vilja fyrir viðhaldi tungunnar? Vissulega eru þeir margir. Þjóðræknin, sem hef- ir verið hluti af hverjum Is- lendingi öldum saman, er eins sterk og nokkru sinni fyr. Nær- vera nokkurra hermanna, jafn- vel nokkur þúsund hermanna, drepur ekki anda sem lifað hef- ir öldum saman. ísland mun rísa upp úr núverandi ástandi ríkara og sterkara en nokkru sinni fyr. Þröngar ástæður, jafnvel fá- tækt, hefir löngum verið hlut- skifti íslenzku þjóðarinnar. — Baráttan við höfuðskepnurnar og erfið lífsbarátta, bæði til lands og sjávar, hefir sett sinn svip á Islendinga. Hún hefir gert þá að harðgerðum kyn- stofni, sem hefír lært að standa á sínum eigin fótum. Lífsbarátta íslendinga er ekki lengur jafn erfið og hún áður var. Lífið er margbrotnara nú, en ekki eins erfitt og það var fyrir fáum tugum ára. Viss tegund velmegunar ríkir nú á Islandi. Þetta skyndilega að- streymi ódýrra peninga, og dýrtíð sú og hóglífi, sem siglir í kjölfar þeirra, verður ef til vill skammlíft, og ef til vill fylgja því síðar erfiðir timar. Því verður ekki neitað að velmegun sú sem nú ríkir hefir í för með sér mörg vandamál og viðhorf, sem eru ný fyrir ís- lenzku þjóðina. Sú spurning hlýtur nú að vakna hvort Is- lendingar séu færir um að þola velmegun eftir aldir fátæktar og erfiðlieka. Þessi spurning er þó, hvað mig snertir, óþörf. Velmegun getur ekki skemt þjóð sem öldum saman hefir vanist erfiðum lífskjörum. — Hugrekki forfeðra vorra, Vík- inganna, og hin þolinmóða þrautseigja feðra vorra, bænd- anna, mun ekki gufa upp á fá- um árum falskrar velmegunar. Þegar eðlilegir tímar koma á ný, sem við öll vonum að verði bráðlega, þá munu íslendingar taka upp sitt fyrra líf, og nú- verandi ástand mun aðeins verða sem leiður draumur. Eg hefi ótakmarkað traust á íslendingum og framtíð Is- lands. Eg hefi séð þann hluta Islendinga sem í Ameríku búa, berjast góðri baráttu til við- halds þjóðerni sínu, enda hefir þeim orðið talsvert ágengt. — Þjóðrækni sem aðeins hugsar um landvinninga er bölvun heimsins eins og nú er ástatt ;— en þjóðrækni Islendinga er ekki þannig. Hér eru engir draumar um “Herrenvolk” sem ráða vill heiminum. Þjóðrækni okkar felst eingöngu í því að vilja varðveita þau verðmæti sem eru greinilega íslenzk: tunguna, bókmentirnar og lífs- venjurnar, sem okkur eru svo kærar. Við þurfum ekki að biðja neinn afsökunar á slíkri þjóðrækni. Við óskum aðeins eftir friði og sjálfstæði. Þó að þessi þjóð sé smá og lítilsigld í augum heimsins, þá býr hún þó yfir þeim krafti sem verndað getur hana í yfirstandandi erf- iðleikum. Þessi kraftur er virðing sú sem þjóðin ber fyr- ir uppruna sínum og erfðavenj- um. Varðveitið þennan kraft, og þá er ekkert að óttast í þröng- býli of lítillar veraldar! Yfirstandandi tímar eru þannig að pólitiskur skoðana- munur og flokksást verða að hverfa fyrir þeirri ást sem er þýðingarmeiri, en það er ástin til þjóðarinnar og landsins. Ef við vinnum nú í fullri ein- ingu og af velviljuðum skiln- ingi, þá er ekkert að óttast frá umheiminum. Sem bandarískur þegn þykir mér vænt um að geta fullvissað íslenzku þjóðina um, að Banda- ríkin hafa herlið hér aðeins í góðum tilgangi hvað Islandi viðkemur. Ameríkumenn eru sendir hingað til að vernda land og þjóð frá óvinum frelsis- ins. Bandaríkjamenn vilja að- éins lýðveldi, og þessvegna geta íslendingar reitt sig á að þeir munu aldrei þrengja kost- um íslenzka lýðveldisins. Eg get ekki látið þetta tæki- færi ganga mér svo úr greipum, að eg stríði ykkur, islenzku Is- lendingar, ekki svolítið á því sem við Vestur-íslendingar verðum að telja sem hluta af okkar daglega lífi. Til dæmis, eru margir hér hneykslaðir á að ein herdeildin skuli hafa ís- bjarnarmerki, og á þeirri van- þekkingu sem liggur þar til grundvallar. Þetta mundum við sem erum vestur-íslenzkir ekki kippa okkur upp við. Fyrir nokkrum árum var, til dæmis, faðir minn að halda fyrirlestur í litlum bæ í Minne- sota. Þegar hann var að tala komu tveir eða þrír ungir menn l inn í fordyrið. Dyravörðurinn | bauð þeim að koma inn. “Nei, jtakk”’ sagði einn þeirra, “við jlítum hér aðeins inn til að sjá Eskimóann sem er að halda ræðuna.” Ennþá eru margir sem hafa álika hugmyndir um ísland og jlslendinga og þessir ungu menn höfðu, en sem betur fer fækkar j slíkum mönnum óðfluga. / Að síðustu hefir veröldin J uppgötvað Island. Veðrátta jlandsins, þjóðin sem byggir það, og menning hennar, eru að verða kunn öllum heimin- um. fsland verður að vera við því búið að leika sitt hlutverk í þessum heimi. Engan Kínamúr er hægt að byggja umhverfis ísland til þess að viðhalda hinni sérstæðu einangrun landsins Hvort sem það er æskilegt eða ekki, þá eru Islendingar komnir í hringiðu heimsvið- burðanna. Það getur verið að þetta sé ekki öfundsvert hlut- skifti, en það er hlutskifti sem horfast verður í augu við með hugprýði og þeim ásetning, að fórna ekki þeim hlutum sem eru dýrmætasti arfur vor.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.