Heimskringla - 31.12.1941, Page 5

Heimskringla - 31.12.1941, Page 5
WINNIPEG, 31. DES. 1941 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA þýzkur hermaður I rifnum flíkum fordildar, á flótta þýzkur maður var, því nokkrum mílum austar er, hinn óstöðvandi Rússa her. Hans vinír, frændur, félagar, í frosnum kösum lágu þar.' Hann einn komst lífs af öllum þeim —en óralangur vegur heim. Hrá Hvíta hafi kynja stór, ’inn hvassi Rússlands stormur fór, °g heift og dauða um hauður bar, því hundrað gráður frostið var. # 1 norðri blika bólstrum hlóð. Hinn bleiki máni í skýjum óð. En sléttan auð sem örvænting frá öllum hliðum lá í kring. Heil Hitler! við í húmi kvað. Á hermanns vísu Nasin bað. En hann fékk ekkert annað svar en æðis hlátra stórhriðar. ^ haettu er sagt/— þá hugsun þver °g hennar sundum lokað er, að sálin stilli stjórnar völ °g stýri fram hjá þyngstu kvöl. beir segja að maður sjái þá, hað sanna og fagra er mannlíf á og illverk hati sálarsýn er sól hins innra á heiminn skín. undan þeirri innri sól, Sem allan heim í skauti fól, a flótta sér ’ún Hitlers her, °g Hitler sjálfur fremstur er. yfir Hvítahafi há, ^ig hækkar blikan svört og grá, °g gleypir allan Hitlers her °g Hitler sjálfan enginn ver. • • • Af þreyttri sjón hins þýzka manns, Þá þiðnar svipur Nazistans. h^ú dreymir hann ei dráp né vörn. Hann dreymir heim um konu og börn. Hann dreymir líka um æsku ár, er andi friðar ríkti hár. ^g minnið vaknar, mælir hljótt: Hvort manstu að þetta er jóla- nótt? Og mest hann þeirri minning ann, er mildum heima í föður rann, Var jólatré og jólaskraut, °S Ijólaljósin aldrei þraut. Þeir sungu um Hann, sem öll- um ann, °g aldrei særði nokkurn mann. ^eir sungu um fullan frið á jörð, °g færðu guði þakkar gjörð. f*a likur Niflheims voða vom, * vigamóði Hitler kom. ^g dráp og morð varð daglegt brauð, °S dýra frelsið þrældóms nauð. Hann eyðilagði þýzka þjóð. Hún þvegið aldrei getur blóð höndum sér í heimsins sjó, °g hlýtur hvorki frið né ró. Við V.-Islendingar þekkjum °g skiljum erfiðleika þá sem ^ttjörð vor á nú við að búa, en við óttumst ekki um framtíð eunar. Við brosum að heim- skulegu tali um hættu á því að siendingar muni þurkast út Sem sérstæð og frjáls þjóð. Við vitum að slíkt getur aldrei skeð. Við treystum ykkur, Is- endingar, til að varðveita fyr- lr veröldina okkar sameigin- ega arf. Sannfærðir um getu J'hkar að verða við þessu rausti, óskum við yður allra eilla og bjóðum yður sam- vmnu vora og samhug, nú og í tramtiðinni. B, B. Til Ragnars H. Ragnar Flutt í samsœti 10. nóv. 1941. Hefta æskunnar eldmóð nokkur átthaga bönd? Hann á óráðna drauma og ónumin lönd. Ungum fanst þér ekki nægja útsýnið af heimaströndum — hugðist eins og fleiri’ að freista fjárs og gæfu’ í öðrum löndum. Eigi myndi óskabörnum æfiskeiðsins brautir hálar — sem að hlutu’ úr úrvalsættum atgerfi til lífs og sálar. Hvort að allar hugans óskir hafi ræst í fjarrum álfum, það er aftur önnur saga og einstaklingnum kunnast sjálfum. Lofsverð störf á lista brautum var löngum þungt af hendi að inna þeim, sem undir ábyrgð fjöldans áttu fylling drauma sinna. Muna skal, þó litlu launum leiðsögn þína frjálsa’ og djarfa. — Fáir hafa’ á félagssviðum fremri reynst til þyngstu starfa. Hygg eg víst, er horfinn ertu að hljóðni yfir vina fundum, og áhuga til dugs og dáða daprast muni flugið stundum. Vona eg að íslenzk æska orku þinnar njóta megi. — Formælendum feðra málsins fækkar nú með hverjum degi. Vænta skal, að viðhorfs breyting valdi þáttaskiftum góðum — og alt, sem lífið best fær boðið bíði þín á nýjum slóðum. Óska eg þú fullnægt fáir framsækninnar kröfum öllum að “hátt til lofts og vítt til veggja” verði’ í þínum drauma höllum. Ragnar Stefónsson Nú Gyðingurinn gangandi, má göngu hætta fagnandi. Og þreyttur öðlast þráðan frið. Hinn þýzki maður tekur við. Sjá, þetta er vitrun Þýzkarans, er þraut hann leiðsögn illvirkj- ans og síðast dauðans sorta tróð. — En sálin ein á verði stóð. TV'-T —'~T . . . Hún Mjöll er kát við mána skin og margan hefir faðmað vin, sem hennar ást á helveg ber, því hundrað gráður frostið er. J. S. fró Kaldbak —Kveðið á jólunum 1941. MERKILEG OG ÞAKKAR- VERÐ JóLAKVEÐJA FRÁ ISLANDI Fyrir stuttu síðan barst stjórn Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi fregn um enn annan vott um djúpstæðan góðhug heimaþjóðarinnar i garð vorn Islendinga vestan hafs. Tilkynning um þetta nýja vináttumerki af hálfu landa vorra heima á Islandi kom í hendur forseta Þjóð- ræknisfélagsins, dr. Richard Beck, í bréfi frá herra Árna G. Eylands, forseta Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Reykjavík, og fer hér á eftir meginefni bréfs- ins: “Nú hefir biskup Islands, hr. Sigurgeir Sigurðsson, — sem á sæti í fulltrúaráði voru — sam- kvæmt ósk vorri, talað á hljóm- plötu stutta Jólakveðju til Vestur-íslendinga. — Ríkisút- varpið hefir, eins og áður, stutt þetta með framkvæmd sinni og annast hljómtökuna. Plöturn- ar eru tvær. Vér sendum þær til Thor Thors sendiherra i Washington og biðjum hann að koma þeim áleiðis til yðar. — Biðjum vér yður að gera oss þann greiða að veita plötunum móttöku fyrir oss og koma þeim til kirkjudeildanna (kirkjufélaganna) beggja í Winnipeg með ósk um, að þær verði notaðar á jólunum í kirkjum þeirra, eða eftir því sem prestar þeirra vilja og á- kveða. Vondani má síðar á' jólunum, eða um hátíðarnar, nota þessar hljómplötur víðar, t. d. á Betel á Gimli (í Wyn- yard, á Mountain?). Vér þurfum varla að tak.: það fram, að þeir aðilar, er að þessari litlu sendingu standa með oss, hr. þiskupinn og Rík- isútvarpið, gera það með sama hug og vér, með ósk um að leggja fram lítinn skerf til auk- ins samhuga og samstarfs á milli Islendinga vestan hafs og austan. Vorar bestu óskir um Gleði- leg Jól og farsælt nýtt ár — berast yður, Þjóðræknisfélag- inu vestan hafs og öllum ís- lendingum þar í löndum, með þessu bréfi.” Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir með mikilli ánægju veitt móttöku þessari sérstæðu og ágætu jólakveðju frá Islandi og komið hljómplöt- unni með hinu iturhugsaða og fagra ávarpi biskups til hlutað- eigenda, og mun notkun hljóm- plötunnar verða í sem nánustu samræmi við fyrirmælin í bréfi því, sem fylgdi henni. Stjórn Þjóðræknisfélagsins þakkar hér með opinberlega öllum þeim, sem hlut áttu að þessari ágætu sendingu. Má hiklaust fullyrða, að stjórnar- nefndin mælir þar fyrir munn íslendinga í Vesturhiemi í heild sinni, er alment kunna að meta þann ræktarhug, sem liggur að baki slikrar kveðju. Stjórnar- nefndin þakkar einnig þeim Thor Thors sendiherra og G. L. Jóhannson konsúl fyrir aðstoð við að koma hljómplötunni sem greiðlegast til viðtakenda. Þjóðrœknisfélagið KATRÍN JOSEPHSON Haf þú þakkir hlýjar fyrir kynning, Hér þó fátæk orð sé þessi minning, Geymist nafn þitt gömlum vinum hjá; Gleymast munu ei verk þín, stór og smá. * Hryggjast, gleðjast hér um sína daga Heilsast, kveðjast — það er lífsins saga. Tíma skifti teljum dauðans blund; Trygg er höfn við nýja feðra grund. 1 hug minn koma þessi stef, sem eg hefi einhverju sinni séð, — þá er eg heyrði andlátsfregn Katrínar Jósepsson, sunnan frá Grace spítalanum. Hafði Dr. Katrín Jósepsson Blöndal jafn snart og hún veiktist á heimili sínu, tekið hana þangað og þrátt fyrir ná- ekki kall dauðans nema fá dægur. Katrín sáluga var fædd 19. apríl 1858 og var því meir en 83 ára gömul. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Anna Ein- arsdóttir kona hans, til heim- ilis á Ærlæk í Axarfirði á Is- landi. Katrín giftist nokkuð ung Þorgrími Friðrikssyni þar í sömu sveit, og eignuðust þau fjögur börn, — en brátt kvikn- aði hjá þeim hjónum löngun til Ameríkuferðar og fluttu þau sem margir fleiri, árið 1887, og staðnæmdust í Winnipeg. — Mættu Katrinu þar margskon- ar erfiðleikar og veikindi; misti hún mann sinn og börnin f jögur á fyrsta árinu eftir hingað komyna vestur um haf, og olli það henni sárrar sorgar og ó- gleymarjlegs missis. Eftir að hafa ^verið ekkja i nokkur ár, og unnið að saum- um, giftist hún í annað sinn, og mun það hafa verið 23. des. 1894, þá 34 ára gömul. Seinni maður hennar, Jóhannes Jó- sepsson frá Leirá í Borgarfirði, sem nú fylgir henni til grafar, Ekki varð þeim hjónum Jó- hannesi og Katrínu barna auð- ið, en 4 börn tóku þau til fóst- urs, sem eru þessi: Guðrún A. Jóhannson, til heimilis nú í nokkur ár í Saskatoon; Ólafur, búsettur hér í Winnipeg, giftur Isabella McKenzie; Ida, Mrs. Merinall í Windsor, Ont., og Ingunn María, Mrs. James Walker, Fort William, Ont. Katrín var þrekmikil kona, með óeigingjarna einurð og fölskvalausa fórnfýsi, — mér og öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni, — því af henni getur verið margt að læra í guðrækni, umönnun barna og blóma. Já, hún hafði ávalt mikla unun af blómum, og naut mikils yndis af þeim, einnig leyndi það sér aldrei að hún hafði mikla ánægju af börnum, bæði sínum og þeim, sem hún ól upp og annaðist með samvizkusemi og ósérplægni. Katrín hafði unnið og til- heyrt lúterska söfnuðinum frá fyrstu tið og auk þess tilheyrði hún Goodtemplara stúkunni Skuld í fjölda mörg ár og einn- ig veitti hún unglingastúkunni eftirlit um nokkra tið og þar reyndi hún til af ítrasta megni að innprenta ungdóminum guð- rækni og góða siði, enda var hún ávalt atorkusöm og sí og æ hugsandi um hverju hún gæti komið til leiðar- Trúin og kristindómurinn voru henni meir en játning ein, þau knúðu hana til starfa. • Heimili Katrínar var 748 Elgin Ave., og þar bjuggu þau hjón ávalt hér í Winnipeg. Út- ararathöfn þessarar góðu konu stýrði sóknarpresturinn séra V. J. Eylands að viðstöddum mörgum góðkunningjum, vin- um og vandamönnum, í lút- ersku kirkjunni þann 30. okt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. G. J. Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar. geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögu kirkjunnar á íslenzku og ensku. “Væri þér ekki sama, elskan mín, þó eg færi allra snöggvast inn í reykingarvagninn?” purði brúðguminn brúður sina. “Hvað! Til að reykja?” “Hvaða ósköp, nei, nei,” flýtti hann sér að segja. “Eg vil bara venja mig við að skilja við þig um stund, svo viðbrigð- in verði ekki eins tilfinnanleg þegar við komum heim aftur og eg þarf að fara að leita að vinnu.” Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstoia: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA AF ÞVf SÖNGRADDIR SVIFA Til Maríu Markan ----- t Sumir hlýða á hörpu, Hinir fuglanna kvök— Eg kýs Hafmey og Heimdall: Helstu tónstiga rök, Þegar söngprúður Svanni Syngur lamaða þjóð, Upp að Hliðskjálfi hljóma Inn á Hoddmímis-lóð. “Þú ert hreint engin harpa” — “Hvorki fiskur né fugl”: Það er altsaman öfgar, Eða tónvillu-rugl. Hefir naumast í hörpu Húkt, né raddfegurð lært— Eða numið við öngul: “Aðeins” tónfræði hrært? Þú ert ung stúlka óháð Ein með sérstökum lit: Þú ert huguð og hefir Hlýja söngrödd, og vit Sem að stuðlar við stefni, Eða stýrir um vist: Þar sem fjöldinn sér fórnar Fyrir volduga list. Þú ert albúin ómum, Öllum tónstigum prýdd: Þar sem óðsnildar úthaf Eykur hljómbáru vídd, —Naumast svana—En Svanna, (Söngrödd fugla er by’st) Þú sem sveigir í samspil: Sáltón skálda og list! Svo að allir þér unna: Eg get borið um mig— Þó að almennings ástir “Aðeins” metist um þig, Þá er gaman að grípa Granna söngmeyjar hönd: Yfír fjarlægðir óma Út um tónstiga lönd. Þegar söng-listir svífav, Yfir samstiga lag, Þar sem “hjarta” og heili Ráða hljómgrunn og brag: Þvi mun ómlist og orðsnild Hafa óðnumið sál, Inn í þjóðsöngva þrenning Eða þríheilagt mál! Af því söngraddir svífa Kringum Svanna og frá: Því er hljómstiga himinn Yfir hörpu og á, Þar sem hugsjóna hámörk Geta hljómnumið sál Þegar “hjarta” og heili Túlka hljómanna mál! Jak. J. Norman kvæma umönnun læknis og hjúkrunarkvenna stóðst hún1 eftir nærri 47 ára sambúð. Margrét Byron í minningu um elsku móðir okkar, sem dó fyrir einu ári síðan — á Nýársdag. Mér finst eins og hjartnæmum huggunar óð, Sé hvíslað frá ókunnri strönd — Þú þerraðir votan vanga svo oft Með vinnulúinni hönd, — Og ást þín varpaði unaðsblæ, Á æskunnar drauma lönd. Á auðnina í sál minni ylgeisla slær, — Þó ytra sé dapurt og hljótt — Og öllum sem eru jafn þreyttir og þú Er þörf á að hvílast rótt. Með þakklæti blessa þig börnin þín öll Og bjóða þér góða nótt. Ásta Hallson Kristín Johnson Wally Byron LOFTFAR I SMÍÐUM Loftfarið se mer í smíðum á myndinni, er gert i Eng- landi og tilheyrir lofther þeim, er með sjóflotanum starfar. Flytja loftförin vopn og annað á milli og eru auðvitað þörfustu þjónar stríðsins oft og tíðum. Loftförin taka flug af skipum, sjó eða landi eftir þörfum. I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.