Heimskringla - 11.02.1942, Blaðsíða 1
f
The Modern Housewife Knows
Quality That is Why She Selects
CANADA
BREAD
i
“The Quality Goes in
Before the Name Goes On” j
Wedding Cakes Made to Order [
PHONE 33 604
-------------------------—-4
+—-------------------
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread’’
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
LVI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. FEBR. 1942
NÚMER 20.
4 * HELZTU FRÉTTIR < «
Stríðshorfurnar
Rússland: Þjóðverjar gripu
til þeirra ráða, að leggja
sprengjur á stóru svæði s. I.
mánudag í Donet-héruðunum í
Suður-Rússlandi til þess að
reyna að stöðva her Timo-
shenko. En tilraunin bar lit-
inn árangur. Her Timoshenko
komst heilu og höldnu yfir
þessar torfærur; á tveggja
niílna löngu svæði, gerðu Rúss-
ar 5 göng gegnum námasvæðið
og háldu áfram sókninni í vest-
ur og tóku þrjú þorp.
Önnur 18 þorp tóku Rússar
s. 1. mánudag nokkru norðar
eða vestur af Moskva, ekki
iangt frá Smolensk. Ennfrem-
ur 'hafa þeir hrakið nazista til
baka frá Leningrad. Reyndu
nazistar að senda nýtt lið og ó-
þreytt frá Frakklandi til víg-
stöðvanna á Rússlandi. Urðu
harðir bardagar milli þess og
Rússa og fóru svo leikar, að
það nýja lið hrökk einnig fyrir
Rússum. Samfara þessum bar-
úögum hefir verið mikið mann-
fall af Þjóðverjum og vopna-
tap. Síðast liðna viku er sagt
að Rússar hafi skotið niður um
190 flugför af Þjóðverjum. Það
virðist því enn um sókn að
raeða og sigra fyrir Rússum.
hessum badögum á vígstöðvum
Rússlands, er hægt að halda á-
fram yfir marzmánuð, en varla
lengur. Þá byrja leysingar og
vatnagangur yfir april og mik-
ið af mai, svo að ekki er gert
ráð fyrir miklum bardögum. En
í júní er gert ráð fyrir að jörð
verði orðin þur. Hefir Hitler
alt meginland Evrópu nú vinn-
andi af kappi að vopnasmíði til
þess að bresta ekkert að vor-
inu. Rússar geta einnig fram-
ieitt mikið, en varla eins mikið
°g Þjóðverjar. Þeir hafa sam-
kvæmt samningi sínum við
Breta, fengið þá skriðdreka frá
þeim, sem samið var um fyrir
þrem mánuðum, en Bandaríkin
hafa ekki getað látið þá hafa
vopn þau, er þeir sömdu um.
Er sagt að Rússum komi það
itla, því þeir reiddu sig á þetta
°g höguðu starfi sínu eftir því.'
En vonin er að þetta lagist og
Eússinn hafi ekki baga af þvi
á komandi sumri.
Libya: Frá Libyu-stríðinu eru
fréttirnar nokkuð skárri í byrj-
un þessarar viku, en undanfar-
ið. Her Rommels hefir sótt
austur frá Bengazi og er kom-
inn til Ain E1 Gazala, en sú
borg er 40 mílur vestur af To-
hruk. Aðálher Breta mun þar
hafa komið til móts við lið
Rommel’s og stöðvað sókn
þess.
t Asíu: Sú slæma frétt barst
í byrjun þessarar viku frá
Singapore, að Japanir hafi
komið liði þar á land. Eyjuna
aðskilur ekki frá meginlandinu
uema örmjótt sund (Johore-
sund). Hafa þeir gert mikinn
usla á eyjunni og loftárásum á
Singapore hefir ekki lint. Skað-
ar hafa nokkrir af því hlotist og
uiannfall, en ekki þó meira en
tuttugu i einni árás, þeirri sem
mest er sögð. Yfirlherforingi
Astralíu hersins, Gordon Ben-
Uett, segir að alt sé viðráðan-
iegt ennþá. Það hefir tekist
að einangra þennan japanska
her, sem til eyjarinnar komst
°g stendur orusta yfir við þá á
10 mílna víglínu. En Japanir
hafa aðal-flugherstöðvar sínar
sunnarlega á Malaya-skaga og
þaðan stafar Singapore-virkinu
meiri hætta en frá þessurn her,
sem til eyjarinnar hefir enn
komist. Geti samt Japanir
komið meiri her til eyjunnar,
er alt öðru máli að gegna.
Á sunnudaginn varð mikill
loft-bardagi. Skutu flugför
Breta (Hurricanes) niður 3
flugför fyrir Japönum, eyði-
lögðu að líkindum önnur 3 og
gerðu nokkurn skaða á 13 öðr-
um. Fylgir fréttinni, að flug-
för Breta hafi sýnt mikla yfir-
burði, og þetta hafi verið þeirra
bezti dagur. Hafa þá alls verið
skotin niður yfir Singapore 73
japönsk flugför og önnur 27, er
ætlað er að farist hafi, þó út
fyrir eyjuna kæmust.
Sigri Japanir Singapore,
segjast þeir verða óhultir um
sig þarna. Þaðan geti þeir
haft yfirráð á hálfu Kyrrahaf-
inu, náð Ástralíu og stöðvað
alla umferð til Kína. Indlandi
sé og hægt að gera ógreiða í
siglingum. Þeir skoða stríð sitt
að miklu unnið ef þeir nái
Singapore.
Á hervarnir MacArthurs á
Fhiiips-eyjum, réðust Japanir
hrottalega s. 1. mánudag. En
það var ti-1 lítils. Vopn hans
vörðu hann vel og stöðvaðist
sókn Japana hvar sem var. Er
samt ætlað að þetta sé byrjun
á heljar-árás sem gerð verði
til að koma Bandaríkjamönn-
i um burt af Philipseyjum.
1 Burma hafa Bretar haldið
sínu og vel það. Berjast Kín-
verjar þar með þeim. Allar á-
rásir Japana hafa þar verið
hraktar og daglega eitthvað
skotið niður af flugförum
þeirra. Yfir landinu telja Bret-
ar að 122 flugför hafi verið
eyðilögð fyrir Japönum til
þessa. Wavell hershöjfðingi,
sem yfirstjórn alls hersins hef-
ir eystra, virðist vongóður um
að frá Rangoon geti sókn verið
hafin með tið og tíma.
Úr bréfi frá Dr. R. Beck
Héðan er það helst tíðinda,
að séra Hans B. Thorgrimsen
andaðist í gærmorgun (laug-
ardagsmorgun) og fer jarðför
hans fram seinni partinn á
morgun (mánudag). Hann
hafði verið við hnignandi heilsu
undanfarið; var 88 ára gamall.
Heiðurssamsæti
Uim 250 manns sóttu sam-
sætið, er The Junior Icelandic
League hélt 6. febrúar til heið-
urs W. J. Lindal dómara. Sam-
sætið var mjög myndarlegt. Er
alt útlit fyrir að hinir yngri
landar hér ætli ekki að láta
sinn hlut minni, en hinir eldri,
er efni galfst til að viðurkenna
það, sem þjóðflokki vorum er
til sæmdar unnið. Lýsir þetta
þeim me-tnaði og þeirri þjóð-
rækni, er eldri Islendingum, er
sönn ánægja að vita að glögt
gætir hjá niðjunum.
Mr. Líndal er fyrsti íslend-
ingurinn sem dómarastöðu
hlýtur í Canada. Han-n hefir
þar brotið ísinn. Er honum
það ekki einungis sjálfum mikil
fremd og viðurkenning hæfi-
leika sinna, heldur og hróður
þjóð hans. Með samsætinu
voru landar hans að votta hon-
uim virðingu sína og þakkir fyr-
ir þetta.
Samsætinu stýrði Árni G.
Eggertson, K.C.; fórst honu-m
það mjög vel og sköruglega.
Til W. J. Lindals dómara
6. febrúar 1942
Við lærðum ekki að syngja á sömu bók
og sínum virtist hvort um fllesta liti;
en hvor um sig þá hugarstefnu tók
að hlýða eigin sannfæring og viti.
Við dómarann ei dugar, segja menn,
að deila—Eg má leggja niður hrokann,
í undirgefni beygja svírann senn
og sannfæringu troða á minni pokann.
Því ekki er gott að koma þar á þing,
—Og það á kannske fyrir mér að liggja—
er mótstæð vitni öskra alt í kring,
sé ekki á miskunn dómarans að byggja.
En sleppum öllum galsa og gáska i dag,
sem geyma þessir útúrdúrar rnínir—
Við komum hér að syngja sigurlag
frá “Samalandi”—allir bræður þínir.
Þín köllun er að verja lýð og land
gegn leynisnörum ýmsra hættugesta;
en kunna að rita suma dóma í sand.
—Og sú er kannske listin allra mesta.
Þú skoðir það, sem skyldu dómarans,
ef skálkar freista, að bregðast þeirra vonum,
en skiljir líka sál hins seka manns
og sjáir jafnvel bróður þinn í honum.
Og hlutdeild þín í sögu lýðs og lands
um langan aldur megi nafn þitt geyma,
-er skrýðst þú hefir skikkju dómarans
og skilið e-ftir lögmannsfötin heima.
Við námið gekst þú glæsilega braut,
þar gáfur þínar margar skorpur sýna.—
Að verðug falli virðing þér í skaut
eg veit það gleður alla landa þína.
Ef þér í huga leiðarljós það skín,
sem lífið hlaut frá okkar stóru sálum,
við hlið þér stöðugt stendur konan þín
og styður þig í öllum vandamálum.
Þó tímar líði, verði gröfin græn
og gróin, þaðan lengi vitar skína;—
eg óska þess—á eniga betri bæn—
að birtist Jórunn gegn um dóma þína.
Sig. Júl. Jóhannesson
Ræður fluttu margir, bæði
hérlendir menn og Islendingar.
Báru þær allar mjög ákveðið
með sér hversu víðtæks álits
og vináttu Mr. Líndal nýtur
hér, æðri sem lægri. En ræðu-
menn voru þessir: Dr. Sydney
Srnith, forseti Manitoba há-
skóla; Mr. J. G. Jóhamnsson,
M.A.; Dr. W. C. Graham, for-
seti United Colleges; G. S; Thor-
valdson, fylkisþingm.; séra
Fhilip M. Pétursson, séra Valdi-
mar J. Eylands (fyrir hönd
Þjóðræknisfél.), Dr. P. H. T.
Thorlakson, Mr. Paul Reykdal,
Mr. G. F. Jónasson. Auk þessa
voru kvæði flutt heiðursgestin-
um af Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
syni og Kristján Pálssyni, Sel-
kirk; þá var fjöldi heillaóska
skeyta og bréfa lesin, þar á
meðal frá núverandi og fyrver-
andi fylkiisstjórum Manitoba,
dómurum, lögfræðingum, pró-
fessórum (frá Dr. R. Beck), og
fleirum. Mr. Kerr Wilson söng
einsöng og Mrs. Wilson lék
piano sóló. Auk þess voru al-
þýðusöngvar sungnir af öllum
undir stjórn Mr. G. Erlendsson-
ar, organista Sambandskirkj-
unnar. Eru kvæðin og nokkrar
ræðurnar birtar í þessu blaði.
Undir hið síðasta hélt W. J.
Líndal dómari ágæta ræðu -
bæði á ensku og íslenzku; er
inntak úr henni birt í þessu
blaði, en aðeins inntak, vegna
þess að hún var óskrifuð flutt
og var all-löng. En mál sitt
flutti dómarinn nú þannig, að
hann minti oss á ræðu þá, er
vér höfum heyrt hann bezta
flytja; en það var kappræða á
stúdents-árum hans, út af
heimspeki Grikkja og Norr-
ænna manna. Mun Mfsspeki
Norrænna manna sjaldan hafa
snert tilfinningar Islendinga
eins og þá undir orðum Mr.
Líndals. Vér segjum ekki að
menn hafi á þeirri samkomu
dreymit um, að Mr. Líndal ætti
eftir að verða dómari, en það
mátti á mörgum heyra, að
þeim fanst tif um gáfur hans og
þótti skrítið, ef ekkert yrði úr
þeim.
Samsætið byrjaði kl. 6.30
með máltíð (Dinner) en var
slitið kl. 10.30.
Auka-kosningarnar
Kosningar fóru fram til Sam-
bandsþingsins í 4 kjördæmum
ií Ontario og Quebec s. 1. mánu-
dag (9. feb). 1 York South sótti
Rt. Hon. Arthur Meighen, for-
ingi íhaldsflokksins í Canada
og Joseph Noseworthy, C.C.F.-
sinni, kennari. Tapaði Mr.
Meighen; hann hlaut 11,979 at-
kvæði, en Mr. Noseworthy 16,-
464. Hvort að Mr. Meighen
sækir annar staðar, eða sezt í
helgan stein, mun óráðið. Hann
hefir tvisvar verið forsætisráð-
herra Canada og var í efri mál-
stofu þingsins þar til hann á
á is. I. hausti tók að sér forustu
áihaldsflokksins.
1 Quebec East sóttu Hon.
Louis St. Laurent, hinn^nýi
dómsmálaráðherra Canada; —
hlaut 'hann 16,676 atkvæði, en
Paul Boudhard (Canadian
Party) gagnsækjandi hans
12,701.
1 Welland sótti Hon. H. Mit-
cheill, hinn nýi verkamálaráð-
herra Kingstjórnarinnar; hlaut
hann 12.939 atkvæði, en gagn-
sækjendur hans, J. D. Watt (ó-
'háður) 9,227 atkv. og Mark
Kriluck C.C.F.-sinni 6,176.
í Montreal-St. Mary sóttu
fjórir: Dr. G. Fautex lib. hlaut
7,601 atkv., R. Perillard (C. P.)
4,421, M. Ostiguy lib. 3,361 og
E. Naud lib. 728. Þarna sóttu
3 liberálar, en Dr. Fautex vann
samt.
Úrslit allra þessara kosninga
virðast sambandsstjórnnni í vil.
FORSETI J. S. FÉLAGSINS
Frú Guðrún J. Skaptason.
stofnandi og fyrsti forseti Jóns
Sigðurðssonar félagsins, var
endurkosin forseti þess á árs-
fundi félagsins 3. febr. Hún
hefir verið helming af 26 ára
æfi félagsins forseti þess.
vizkusemi og áhuga. Hennar
verður mikils saknað af sunnu-
dagaskólanum og ungmenna-
félaginu, og af öllum sem hana
þektu og unnu með henni,
hvort sem það var í félagsmál-
um eða í daglegu starfi.
Auk foreldra hennar, lifa
hana fimm systkini, sem hér
segir: Clara, Mrs. S. Stefáns-
son; Sigurður, skrifstofustjóri í
þjónustu Winnipeg Electric
Railway Co.; Thorvaldur, sem
er í flugher Canada, og staddur
er á Englandi; Guðný, skóla-
kennari hér í Winnipeg og
Margrét sem stundar skólanám
hér einnig í Winnipeg.
Útförin fer fram í dag, kl. 2,
frá Sambandskrkjunni, og jarð-
að verður í Brookside graf-
reitnum. Séra Philip M. Pét-
ursson jarðsyngur. Útfarar-
stjóri A. S. Bardal sér um út-
förina.
• • *
Þegar klukkunni var flýtt
hér sem annarsstaðar 8. 1.
sunnudagsmorgun kom sitt af
hverju fyrir. Tímanum var
flýtt frá 2 til 3 eftir miðnætti.
Gleymdu margir þessu og urðu
þvi einni stundu of seinir í
vinnu á mánudagsmorgun. —
„ ..... Aðrir seinkuðu klukkunni og
Kvikmynd frú ísland, urðu tyeimur kl st> of seinir.
Þjoðræknisfelag Islands hef- Jafnyel þeir sem um þetta
ir synt Vestur-íslendingum þa vissUj voru lengu,r en endranær
rausn að senda Þjóðræknisfé- að nþa stirurnar ur augunum
lagi voru nyja kvikmynd sem urðu þessvegna fáeinum
symr Island til lands og sjávar. ,minútum scinir. Sumir sögðu
Verður myndþessi,aðforfalla-|Btjórnina !hafa haft af sér
lausu, synd á lokafundi Þyóö-, klukkutíma kaup og furðuðu
rækmsþingsins, a Good Tem- . hyers konar skatti hún
plars Hall, Winnipeg, miðviku- fyndi upp á næst Með þessu
dagskveldið 25. þ. m. er verið að spara raforkuneyzlu
svo meira sé til af henni til
reksturs hernaðinum.
FJÆR OG NÆR
Til W. J. Lindals dómara
6. febrúar 1942
Við fréttum oft, hvað framþrá komist getur
Með fjársjóðs styrk á -virðinganna braut.
En 'heiðurs kransinn hæfir ætíð betur
Því höfði sem að eigin krafta naut;
Og sigra kann á velli vits og dáða
Þótt vopna tafli, drengskap léti ráða.
Við treystum þeim sem 'frelsi og framþrá unna
Og friðin elska, en hræðast þó ei stríð.
Sem þekkja og virða fornra fræða brunna
En fylgja að verki æsku og nýrri tíð.
Á þeirri vog, í vina f jötur bundinn
Þú veginn ert—og drengur góður fundinn.
Kristján Pálsson
Dánarfregn
Sunnudagsmorguninn, 8. þ.m.
andaðist að heimili foreldra
sinna, Í009 Sherburn St., Ólöf
EMn Sigmundson, 23 ára að
aldri. Hún var dóttir þeirra
hjóna, Jöhanns Sigmundssonar
sem er ættaðua* úr Biskups-
tungum í Árnessýsilu, og Þór-
diísar Sigurðardóttur, ættuð úr
Borgarfirði. Þau komu til
þessa lands og til Winnipeg frá
Reykjavík árið 1912.
Ólöf heitin var fædd 12. jan.
1919. Hún var mesta myndar
stúlka, hæg og stilt, en glað-
lynd æfinlega. Hún tók mik-
inn þátt í ungmennafélags-
starfseminni í Sambandskirkj-
unni, og var um eitt skeið for-
seti ungmennafélagsins, og
bæði þar áður og eftir, í stjórn-
arnefnd þess. Ennig var hún
lengi búin að vera kennari í
sunnudagaskólanum, og því
starfi gegndi hún með sam-
Skírnarathöfn
Sunnudaginn, 8. þ. m. fór
fram skírnarathöfn á heimili
Mr. og Mrs. Ólafs K. Hansson,
15 Dundurn Place er þriggja
mánaða gamall sonur þeirra
var skírður. Nokkrir vinir og
skyldmenni voru viðstödd. Séra
Philip M. Pétursson fram-
kvæmdi athöfnina. Var barnið
skýrt nafninu Robert Ólafur.
• • •
Sveinbjörg Valdimarsson dó
að heimili bróðursonar síns
Arnljótar Sigurðsson, 600 Sim-
coe St., s. 1. mánudag. Hún var
86 ára, ættuð úr Skagafirði.
Maður hennar, Jón Valdimars-
son, dó fyrir 15 árum í Van-
couver, þar sem hjónin höfðu
búið um 40 ára skeið. Útförin
fer fram frá A. S. Bardal út-
fararstofu í dag (miðvikudag)
kl. 3.30 e. h.