Heimskringla - 11.02.1942, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. FEBR. 1942
Sonur Öræfanna
/
Hann hreyfði sig og opnaði augun. Það
voru augu sem ljómuðu, en þau voru ekki
lengur ókunn og trufkið, heldur barnsleg og
þakklát, þau höfðu skæran ljóma eins og
vonlaus draumur hefði orðið að veruleika.
Hann lyfti hægt handleggnum, lagði
hann utan um hána, þrýsti henni að sér og
kýsti hana. Þýðing þessa augnabliks og sæt-
leiki þess var eigi einungis skilningi þeirra
ofvaxin, heldur er það ofvaxið skilningi
heimsins. Hinn fyrsti og síðasti leyndar-
dómur.
En augnabliki síðar mundu þau eftir
sér. Þau þurftu að leysa úr jarðneskum
vandamálum, kannske að bjarga lífi. Hún
varpaði af sér töfrunum.
“Sam, getur þú talað?”
Hann kinkaði kolli og brosti svolítið.
“Það gengur ekkert að mér, Júní.”
Hún þorði ennþá ekki að trúa honum, en
hann heyrði að ekkinn braust fram úr brjósti
hennar og hún grét af gleði, en hresti sig upp
samstundis.
“Sam, segðu mér hvað eg á að gera?”
sagði hún í bænarrómi og horfði vandræða-
lega í kring um sig út yfir öræfin. “Eg veit
ekkert hvað eg á að gera.”
“Fyrst verðum við að komast heim að
hellinum.” Hann stamaði fram orðunum, en
þetta hik hans kom ekki af líkamlegri veikl-
un heldur af andlegri. Áhrif höggsins voru
enn ekki komin í Ijós. “Það er það fyrsta,
Júní, hellirinn — bólið — ef þú getur hjálpað
mér----”
Auðmýkt hans kom henni til að gráta á
ný, en hún harkaði það brátt af sér.
“Þú getur ekki gengið----”
“Jú, það get eg. Eg get ekki hugsað, en
eg get gengið . . . eg er lekki alvarlega særð-
ur . . .”
Hún gat varla trúað sínum eigin augum
þegar hann settist upp. Atburðirnir höfðu
virst fyrir hennar sjónum svo ákveðnir og
banvænir, en nú blossaði lífsikrafturinn upp í
honum á ný. Hann virtist stafa frá ótæmandi
lind. Hún stóð á fætur til að hjálpa honum
og stuttu síðar stóð hann á fótunum.
“Það er ekki líkamipn, heldur heilinn
sem er alveg tómur. Vertu hjá mér Júní og
visaðu mér veginn . . . eg get ekki gengið án
þín.”
Hún lagði handlegginn utan um hann og
þannig komust þau heim að hellinum. Hann
gekk eins og ölvaður maður, reikandi og stirð-
lega. Hún lagði hann á rúmið og hljóp svo
út til að leggja við á eldinn. Er hún kom
aftur var hann fallinn í fastan svefn, en nú
var hún ekiki lengur óttaslegin.
Fyrst rannsakaði hún sárið á höfði hans.
Hún fór um höfuð hans mjúkum og gætnum
höndum, en hvergi gat hún fundið að haus-
kúpan væri löskuð, og því fanst henni að von-
andi væri að sárin væru eigi hættuleg, og að
víman, sem á honum var stafaði af högginu
en ékki af því að heilinn væri laskaður. Á
brjóstinu fann hún lí'ka sár, stóra skurfu þar
sem skinnið var rifið af, en hann var ekki rif-
brotinn, og ef hún gæti varnað spiilingu frá
að komast í sárin mundu þau gróin að fáum
dögum liðaum.
Hún fann í farangrinum brennivínsflösku
og var það eini vínandinn, sem til var í fórum
þeirra. Hún þvoði því sár hans vel og baðaði
þau síðan úr víninu. Það var ekki mót von
að hann vaknaði því að aðferðin við lækning-
una var harkaleg.
Hún hafði nokkra æfingu í þessum atrið-
um. Hafði í skólanum lært bráðabirgða hjálp.
Hún risti handklæði í lengjur og batt sárin
til að vernda þau fyrir ryki og óhreinindum.
Þetta var alt og sumt sem hún gat gert, en
henni var það líka ljóst að það var hið eina,
sem ihægt var að gera. Ef hún gat varnað
blóðeitrun, mundi náttúran sjá um hitt. I
þessu hreina og nýja landi hafði hún góðar
vonir um að sigra.
Það var komið fram yfir miðnætti þegar
hún var búin. Sam hafði legið í dvala lengst
af. Hann hafði aðeins við og við talað við
hana, og barmað sér yfir því með hikandi
orðum, hvað mikla fyrirhöfn hann gerði
henni. Nú sat hún og hélt í hendi hans og
hlustaði á hinn rólega andardrátt hans.
Er Sam vaknaði á ný hélt Júní ennþá í
hendi haras og úti var hábjartur dagur. Hann
þekti hlellisveggina, sem hingað til höfðu ver-
ið þaktir I móðuslæðu. Hann lá og hugsaði.
Það hafði eitthvert merkilegt æfintýri komið
fyrir hann . . . nú mundi hann eftir því . . .
öskrandi björn. Það hlaut að hafa komið
fyrir stuttu fyrir sólsetur, vegna þess að
rökkrið hafði fallið á rétt á eftir.
Á þéssari rökkurstund hafði margt komið
fyrir. Hann hafði sofnað og vaknað á mis og
fyrsta sinni og hann vaknaði — áður en Júní
hafði hjálpað honum heim í hellinn — hafði
skemt fyrir honum hinn dásamlegasta draum,
sem hann hafði nokkru sinni dreymt. Hann
mundi bara svolítið af draumnum og þetta
brot var eins og yndislegasta lag í huga hans,
og hjarta hans sló örara við hugsunina um
það. Það var sólSkins draumur. Sólskinið í
honum var eins skært og glitrandi og það er
suður í heitu löndunum. Það hafði eitthvert
kraftavenk skeð. . .
Auðvitað var þetta alt ímyndun. Þetta
gat ekki hafa komið fyrir. En hann mundi
það að hafa reikað heim áð hellinum studdur
af Júraí, og það var rétt að hún hafði hjúkrað
honum alla nóttina. En einkennilegt var
það að stundum hafði þessi nótt verið björt,
eklki eins ljómandi og þessi morgun, en þoku-
kendir og óljósir blettir í henni. Þessar
stundir hafði hann risið úr rekkju, gengið
um og talað við Júní. Honum þótti vænt um
að hann hefði ekki alt af legið alveg bjargar-
laus, en lengst af hafði hann legið í dvala.
Hann hafði haft tilfinningu af hlýju og
umhyggju. Guði væru þakkir að hann þyrfti
ekki framar á þeim að ihalda, en gat nú á ný
þjónað Júní. Hún hafði kvöldið áður haldið
hendi hans og hélt henni énn.
Hann sneri höfðinu og 'horfði á hana.
Nóttin hafði verið henni örðug. Andlit henn-
ar var fölt og magurt, en það var engil hrein
fegurð yfir því, sem hann hafði aldrei séð
fyr á andliti hennar.
“Eg er vaknaður Júní,” sagði hann.
í rödd hans var hreimur sem kom henni
til að hrökkva við.
^ “Við hvað áttu?”
“Eg á við að nú sé eg kominn aftur. Eg
er heilbrigður, þokan er horfin úr heila min-
um.”
Það var örðugt að efast um orð hans, en
samt þorði hún ekki að trúa þeim.
“Hvernig veistu það?”
Hvernig veit maður hvort maður vakir
eða sefur? Eg segi þér þetta satt Júní — eg
er alveg eins frískur og þú. Kannske dálítið
máttlaus. En hvers vlegna eg er það veit eg
ekjd. Eg man ekkert eftir því. Hefi eg mist
mikið blóð?”
“Nei, það hefir þú ekki,” svaraði hún.
“Eg hélt það, en það sem kom fyrir í
nótt er mér mjög óljóst.”
“1 nótt?”
“Já, eg man að það kom fyrir rétt fyrir
sólsetrið, en nú er kominn dagur.”
"Æ, Sam,” sagði hún og fór að gráta, en
tár hennar virtust ekki stafa af sorg, miklu
fremur virtust þau stafa af þreytu og tauga-
veiklun. Hún grét beisklega og sárt.
Hann reisti sig upp í rúminu, klappaði
henni og ihughreysti hana. “Þetta hefir verið
erfið nótt fyrir þig Júní. Þú ert þreytt og nú
verður þú að hvíla þig. Gráttu ekki litla
stúlkan mín.” Hún hætti að gráta og hann
bætti við brosandi: “Við skulum skiftast á
að vera h júkrunarkonur. Það er betra en að
leika fangavörð og fanga. Eg tek þessar um-
búðir af eítir eina tvo daga.”
“Þú getur tekið þær af núna ef þú vilt,”
sagði hún.
“Hvað þá?” spurði hann og starði á hana.
“Sárin eru gróin. Já, þetta var erfið nótt.
Hvað heldur þú annars að klukkan sé?”
“Já, í kring um tiu.”
“Og hvaða dagur er?”
“Hamingjan besta! Hvaða dagur er?”
“Það skal eg segja þér. Þetta er fimti
dagurinn eftir kvöldið sem þú fórst að stela
laxinum. Þú ert búinn að sofa í fimm nætur
í staðinn fyrir eina nótt.”
Er hann heyrði þetta varð hann allveg
orðlaus. Hann reyndi ekki einu sinni að
segja neitt. Hann starði á ihana glápandi af
forundrun. Hann snerti á sárunum, en fann'
ekkert til#í þeim. Það var ekki furða þó að
nóttin væri með björtum blettum.
“Og þú? .. . Þú hefir verið hjá mér allan
þennan tíma?” sagði hann loks hikandi.
“Alt af þegar eg gat.”
“Og — og eldurinn? Eg heyri hann
snarka þarna úti. Eru mennirnir komnir?”
rödd haras titraði. “Hvernig gast þú annast
eldinn, Júní?”
“Eg hefi höggvið við tvisvar á dag. Það
var erfitt.” Hún bætti svo við brosandi: “En
nú er eg orðin ágæt að fella við.”
Hún sýndi honum hiendur sínar og hroll-
ur fór um hann. Hún hafði ekki hugsað að
sýnið af hrufluðum höndum hennar hefði slík
áhrif á hann, en hún sá nú samt ekkert eftir
að hafa sýnt honuim þær. Það er í eðli kon-
unnar að vera ekkert sárar yfir því að menn-
irnir fái að vita ihve duglegar þær eru. Þetta
var líka Muti af lækningunni, sem hann var
nú nógu hraustur til að þola.
Hann stundi þungan, en það virtist miklu
fnemur að það væri vegna þess að hann
skammaðist sín fyrir sjálfan sig. Þau þögðu
bæði stundarkom.
Loksins leit hann í augu hennar.
“Heyrðu Júní, láttu mig heyra það alt
eins og það er,” sagði hann. “Hvernig hefi
eg fengið mat? Það var næstum ekkert æti-
legt til og mér finst eg heldur ekki vera neitt
svangur.”
“Þú ert það hieldur ekki. Maturinn var
ekki góður — hann var næstum því hræði-
legur — en hann var kjarngóður. Eg neydd-
ist líka til að borða hann. Það var bjarnar-
kjöt.”
“Fórst þú þangað til að skera það niður?”
“Já, eg dró heim stórt stykki af því og
hengdi það upp. Eg vissi ekki hve langt
mundi líða þangað til þú yrðir frískur aftur.
Eg hefi líka reynt að þurka sumt af því með
því að rista það í lengjur. Það var svo seigt
að eg gat næstum því ekki tuggið það fyrst i
stað, en nú er það orðið meirara.
“Hvar svafstu?”
“Við eldinn. Það varð að halda honum
við. Hann dó einu sinni og þá gekk illa að
Mfga hann.”
“Þú hefir haft fimm daga til að lifa og
láta eins og þú vildir, því flúðir þú ekki eða
reyndir að komast í samband við þá, sem eru
að leita eftir þér. Hvers vegna varstu kyr?
Eg iheld næstum að eg geti svarað þeirri
spurningu — vegna þess að þú vissir ekki
hvernig þú gast komist í samband við þá.”
“Jú, það vissi eg.”
Hann varð náfölur.
“Við hvað áttu?”
“Það sem eg segi. Þeir hefðu getað verið
hér innan tveggja daga, kanske fyr. Eg veit
hvernig eg get kveikt bál. Það var alt sem eg
þurfti að gera, kvleikja það á næsta kletti og
leggja á það nýjar hrislur til að fá það til að
rjúka vel. Þeir hefðu 'auðveldalega séð það.
Þeir hafa siglt hér framhjá á hverjum degi.”
“Guð minn góður!” rödd hans var lotn-
ingarfull. Aftur þögnuðu þau á meðan hann
reyndi að skilja það, sem hún hafði sagt.
“Júní, var það vegna þess áð þú værir
hrædd við að skilja mig eftir?” spurði hann
hægt. “Hélst þú að eg væri alvarlega veik-
ur og vildir lekki vera svo lengi í burtu meðan
þú hlóðst bálköstinn?”
“Nei, ekki var það Sam,” rödd hennar
var alveg róleg. “Eg vissi, eg fann að þú
var ekki hættulega veikur. Hefði eg álitið
það, mundi eg hafa kállað þá, svo að þú ihefðir
komist til læknis. Eg — eg vildi ekki að þeir
kæmu fyr en þú varst frískur. Eg vildi ekki
að þeir handtækju þig. Eg vildi gefa þér
tækifæri til að flýja.”
“Nú fer eg að skilja það,” sagði hann og
dró djúpt andann. “Það lítur út fyrir að þú
hafir haft rétt fyrir þér en eg rangt.” Það
var auðséð að hann þjáðist hræðilega, en
hún reyndi ekkert að hugga hann. Hversu
sárt sem það var, var það samt holt meðal
fyrir hann. f
“Það Iiítur út fyrir að eg hafi ihaft rangt
fyrir mér.”
“Þú hefir haft rangt fyrir þér, í mörgum
atriðum. Eg hlefi haft nægan tima til að
hugsa mieðan eg éldaði matinn og hjó í eld-
inn. Eg hefi vegið trúarbrögð þín á móti
miínum og hugsað um alt sem þú hefir sagt.
Eg ásaka þig ékkert fyrir neitt, Sam. Síðasti
dagurinn heima var mikil vonbrigði fyrir þig,
en þú tókst þeim á rangan hátt. Þetta að við
fylgjum ekki altaf vissum kenningum, sannar
alls ekki að þessar kenningar, séu e'kki réttar.
Sökin er okkar en ekki trúarinnar. Við höfum
ennþá ekki lært fullikomna hlýðni við hana —
heimurinn á ennþá of margar freistingar. Við
lærum það kannske með tímanum, en það
hjálpar oss ^kkert að tilbiðja hjá guði, Þótt
valdið geti stöðugt neytt réttinn á sína hlið,
þá segir það ekki samt að mátturinn hafi alt
af rótt fyrir sér. Eg h'efi hugsað um sumt,
sem komið hefir fyrir og þau áhrif, sem það
hefir haft á þig. Þú skalt ekki halda að eg
skilji ekki það, sem þú ihefir sagt um sólina.
Fyrir f jórtán árum síðan var sólin eina hugg-
unin, sem hið einmana barnsharjta þitt átti
kost á, og því var ekki nema eðlilegt að þú
leitaðir til hennar þlegar alt annað brást. Eg
ásaka þig ekki fyrir það — eg ásaka þig ekki
fyrir neitt — iheldur ekki fyrir það að þú
fluttir mig nauðuga hingað. Hefði eg gert
það, mundi eg hafa tendrað bálið og látði þá
koma og taka þig svo að þú fengir þá hegn-
ingu, sem þú áttir skilið.”
“Hana skal eg fúslega taka sjálfur.”
Augu hennar ljómuðu.
“Það er margt auk hegningarinnar, sem
bíður þín,” bætti hún við. “Þú þarft að átta
þig, vakna. Alt sem þú þarft að gera er að
opna augun. Heyrðu Sam, hefir þú hugsað
um það hvernig birnan breytti. Það er þess
virði fyrir þig að íhuga það. Breytir það
ekkert hugmyndum þínum?”
“Algerlega,” svaraði hann. “Það hlefir
kipt fótunum undan lífsskoðun minni.”
“Hún vissi að þú varst maður. Að hún
mátti sín ekkert við þér — og þó réðist hún á
þig. Hún var ekki særð af kúlu. Hún barðist
bara fyrir afkvæmi sínu. Það hljóta þá að
vera önnur lögmól á bak við þín, finst þér
ekki? Lögmálið sem bauð henni að berjast
var ekki sjálfsverndarlögmálið. Hvað heldur
þú að það hafi verið, Sam? Hvað kom henni
til að berjast fyrir húnanum og láta lífið fyrir
hann? Jafnvel að skoðun þessa dýrs hafði
miátturinn ekki réttinn — aðleins kærleikur-
inn var rétturinn.”
“Eg játa það,” svaraði hann auðmjúkur.
“Eg hefði átt að vita það.”
“Það kom líka annað fyrir, sem þú hélst
að væri sönnun fyrir hinni hálfviltu heim-
speki þinni. Þú hélst að snjóflóðið væri vopn
hatursins, sem væri rent að okkur úr hendi
djöfuls, er byggi í fjallinu, og tortímdi mönn-
unum ef Ihann gæti. Eg sagði þér að þetta
væri náttúru fyrirbrigði, sem tortimdi þeim
er yrðu fyrir þeim; en á þeirri stund datt mér
ekkert í hug því að slikt fyrirbrigði þyrfti að
gerast. En Sam, það var líka kærleiksverk.
Ekki og sérstaklega gagnvart okkur helidur
öllu sem lifir. Snjóflóð eða aurskriða geta
auðvitað af hendingu drepð einhvern, og það
gat vel hafa drepið okkur; en fyrir hvert líf,
sem það tekur gefur það hundraðföld lif. Þú
manst víst hve mögur og ber moldin var við
fjallsræturnar. Hún er nú þakin af öllu því
sem féll þar niður. Nýr gróður er þegar far-
inn að gægjast fram. Miljónir nýrra lífsvera,
þar sem áður var nakin eyðimörk. Skillur þú
það ekki? Það er snjóflóðið, skriður og hlaup,
sem smátt og smátt sverfa niður fjöllin og
skapa nýja jörð fyrir nýtt ilíf. Þannig hefir
það verið í miljónir ára. Væru ekki slík fyr-
irbrigði til væri heldur ekkert líf og þú og eg
hefðum aldrei fæðst.”
Rödd hennar hafði hátíðlegan hljóm. —
Hún talaði af hjartans sannfæringu um mál-
' efni, sem var henni dýrmætt. Hann var ekki
framar neitt undrandi. Hann ihafði séð hana
fyr í þessu skapi. Hún var rjóð í vöngum og
augu hennar tindruðu.
“Þú talar vel fyrir þínum málstað, en þú
færð mig samt ekki til að skifta um skoðun,”
sagði hann.
“Það svíður mér sárt,” svaraði hún og
varir hennar titruðu.
“Röksemdir þínar koma mér ekki til að
skifta um skoðun, því eg hefi þegar skift um
hana.” Hann var nú líka rjóður í vöngum.
Þau gripu saman höndurti. “Eg játa að eg
hefi beðið ósigur.”
“En hvað kom þér til að skifta um skoð-
un?”
“Þetta, að þú sagðist hafa verið hjá mér
til að frelsa mig, þegar þú 'hafðir allar ástæð-
ur til að óska að mér yrði hegnt. Eg þurfti
enga aðra sönnun fyrir því að tii eru máttar-
völd í tilverunni, sem eru sterkari en ofbeldið.
Eg tek aftur alt sem eg hefi sagt, þín trú er
meiri en mín, og þín er sönn, en mín er ó-
sönn.”
“Og hvað ætlar þú nú að gera?”
“Veita þér frelsið. Eg ætla að senda
þeim mierki og afhenda þeim þig er þeir koma,
og hlaupa ekki í felur eins og hundur. Eg
ætla að hitta þá. Eg fórna öllu vegna þess
að þú hefir rétt fyrir þér en eg rangt.”
Hann fór að færa sig í skóna.
“Hvað ætlar þú nú?”
“Kveikja í kestinum til að gefa þeim
merkið. Eg er dálitið máttdaus en það líður
frá ef eg fer mér hægt. Það er lágur ás stutt
héðan. Hann sést vel frá hafinu og liggur
bak við heita hverinn, þar Sem eg rak í land
þegar eg var barn. Þeir geta líklega komist
inn þar, við getum fundið þá þar, sem öll sag-
an byrjaði.”
En hún var því mótfallin. Hún óttaðist
að hann hefði ekki krafta til þess og tiltók
næsta dag. Þann dag voru þau í hellinum og
bygðu upp sinn gamla góða vinskap. Honum
tókst það ekki alveg. Hann var fullorðinn. —
Hún var það kannske llí'ka — og hann gat
ekki að þvi gert að hugsa um framtíðina.
Hvað beið hans vissi hann ekki. Hann gat
aðeins getið sér þess til og óttaðist það.
Að svo miklu leyti sem hann gat séð var
þessi dagur síðasti hamingjudagur lífs hans.
Og hann hugsaði sér að nota hann eins vel
og ihann gat. Hann ætlaði að forðast alla
hugsun um framtíðina og lifa aðeins fyrir líð-
andi sitund — síðasta daginn, sem hann hafði
dóttur sólarinnar hjá sér. En ský dró fyrir
sólina. 'Það var engin gleði við bálið, engin
kátína við máltíðirnar, engin ánægja yfir
æfintýrinu. Hann þorði ekki að hugsa um.. .
En Júní tók til allrar hamingju ekki n'eitt
eftir þessu. Hann Smyndaði sér að sér tækist
að fela hrygð sína fyrir henni, og það var
auðsæilega ekkert, sem brá skugga á gleði
hennar. Hún leit út fyrir að vera í ágætis
skapi — hún hló og talaði án afláts. En það
voru dökkir hringir í kringum augu hennar,
en það hafði hann séð tvisvar áður, einkum
hafði hann tekið eftir því daginn, sem þau
kvöddust heima hjá henni, en það þýddi lík
lega ekkert. Kátína hennar var sjálfsagt
engin uppgerð. Og hann ásakaði hana ekk-
ert fyrir það — hún var sennilega ekkert
hrædd við það, sem beið hennar i framtíðinni.