Heimskringla - 11.02.1942, Síða 7
WINNIPEG, 11. FEBR. 1942
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
Ferðahugleiðingar
Eftir Soffonías Thorkelsson
Framh.
Enn xim hótel Borg:
Á fyrsta gólfi er skrifstofan og setustofa góð með þægi-
legum stólum og setubekkjum; er þaðan útsýni yfir austurvöll,
hann er prýddur grassléttum, gangstígum og blómum. En i
miðjum vellinum er myndastytta Jóns Sigurðssonar, á góðum
fótstalli og vel frá gengið, með stéttum í kring og beðum fyrir
blóm og í það heila hinn snotrasti. Þar er umferð mikil af
gangandi fólki; fanst mér það gaman og lærdómsrikt að veita
því eftirtekt, sem var þar á ferðinni allan daginn en þó lang-
mest á kveldin. Reykví'kingar hafa meiri mætur á útigöngum
þegar veður er gott en hér þekkist, og eins fyrir það þótt gang-
stéttir séu lélegar og viða hreint engar. Á fyrsta gólfi eru
einnig veitingasalir tveir rúmgóðir auk annara smærri.'ágæt-
lega lagaðir trl veizluhalda og skemtana, alsettir borðum og
stólum, hinir viðkunnanlegustu að öllu leyti; umgengni er þar
góð og hreinlœti í betra lagi. Þó má geta þess að veggir og
loft hótelsins uppi og niðri eru í því ástandi, að maður mætti
halda að þeir hefðu ekki verið hreinsaðir eða málaðir fyrir
ómuna tíð.
Salir þessir rúma fjölda manns, um eða ýfir fimm hundruð
(ágiskun min) þegar þeir eru fullskipaðir, og það voru þeir öll
kvöldin sem eg kom þar inn, sem var nokkuð oft; þar borðuðu
gestir hótelsins, og þar komu menn oft saman fyrir miðdags
kaffi, mæltu sér þar mót til erinda og ráðagerða; þar sátu
saman, sem bræður væru, pólitískir andstæðingar brosandi út
að eyra, Og ræddu áhugamál sín, sögðu sögur og gerðu að
gamni sínu. Oft stóð þessi eftirmiðdags kafifidrykkja yfir heil-
an klukkutíma eða lengur og fanst mér sem lítið mundi vera
eftir af deginum til starfa og framkvæmda þegar upp var
staðið, enda heyrði eg oft menn segja það, að það væri orðið
svo framorðið, að það tæki því ekki að fara á skrifstofuna
héðan af; þar með var dagsverki þeirra lokið þann daginn.
Flestir af mönnum þessum voru starfsmenn ríkisins, eða for-
stjórar ýmsra fyrirtækja og firma; verkafólk og almenningur
höfðu vissulega ekki efni eða tíma til að gæða sér á Borginni í
vinnutíma sínum. Það er tilfinnanlega mikill munur á því að
vera yfirmaður eða undirmaður í ihöfuðstað landsins.
Veitingar sem fram eru bornar eru góðar og vel fram-
reiddar og ekki dýrari en á sér stað á hótelum í Ameríku. Og
þegar þess er gætt að dýrtíð var í landinu, þá fanst mér sem
verðið væri sanngjamt. En svo verða gestir að gera nokkra
bragarbót og borga borðþjóninum allra minst 10 af hundraði í
ómakslaun og mun þeim ekki veita af því; mér var sagt þeir
fengu engin önnur laun. Mun þessi venja vera komin frá
Evrópu, og kalla eg þetta ósið öl'lu verri fyrir þann, sem þiggur
en hinn sem veitir, að reita inn laun sín á þennan hátt; finst
mér það heldur niðurlægjandi, en vel að merkja, það virðist
sem fólk er vinnur við veitingastaði, finni ekki til þess. Sjálf-
stæðis meðvitund þeirra er druknuð í vananum, enda er það
algengt að minna sé farið eftir imálsrökum en venjum.
Það þykir hreint ekki svo lítill heiður að búa á Borginni,
en hvert það er í raun og veru, læt eg ódæmt, en víst er það, að
þangað sækja menn úr valdastétt og efnastéttinni, og vilja
ógjarnan láta mæta sér á öðrum veitingarstöðum, enda eru
veitingar betur fram bornar þar en annarstaðar og 'húsakostur
langsamlega beztur, en verð ekki mikið hærra á veitingum þar
en annarstaðar í Reykjavík. Sem dæmi hvað það kostar að
bjóða kunningjum sínum inn þangað fyrir miðdags kaffi er
þetta: Fjórir við borð, veitingar: kaffi eða súkkulaði 10 krónur.
En af því verður ékki eftir nema ein króna fyrir borðþjóninn
sem þó er heldur lítið, en oftast látið duga. Hverjum þessara
gesta eru bornar sénstakar könnur með tveimur og hálfum
bolla í. Því fylgir nægur sykur og rjómi og ágætt sætabrauð
(þrjú stykki). Það getur verið að ykkur hér finnist þetta dýrt,
en það er ekki þegar að þess er gætt að í landinu er stríðs-
tima dýrtíð.
Að kvöldinu eru veitingasalirnir full settir bæjarbúum og
öðrum gestum; þar mæla kunningjar sér mót.
Að kveldinu um kl. átta og þrjátíu voru veizlusalir hótels-
ins opnaðir ti'l kvöldskemtana er stóðu yfir til kl. ellefu og
þrjátíu, þá urðu allir að rýma.
Mér fanst þar vera ágætur samkomustaður, menn keyptu
sér léttar veitingar og nutu kvöldsins hið besta. Venjulega
voru veitingar kakó kaffi, súkkulaði, heit mjólk, límonaði, gos-
drykkir, óáfengt öl; rvin fékst þar líka; eg sá það sjaldan veitt á
almennum kvöldskemtunum; hefir víst þótt nokkuð dýrt í
staupatali á Borginni. En eg varð hins oft var, að menn voru
að pukra með vín, sem þeir höfðu komið með og virtist ekki
vera amast við því. Þar var eitt og annað haft til skemtana.
Einsögur, ágæt hljómsveit lék fyrir dansi, en plássið sem haft
var fyrir dans var heldur lítið og hefði viðvaningum verið gott
að æfa list sína þar, þvi þrengslin vor uþað mikil, að einstakl-
ingur eða eitt par gátu ékki dottið nema að allur hópurinn ylti
umkoll; skokkaði þar hver sem hann stóð og skil eg ekki hvaða
skemtun menn gátu haft að þeim dansi; sennilega hefir það
verið nálægð persónanna, sem dró fólkið saman, fremur en
danssporið.
Mér hafði borist það til eyrna 4 Reykjavík og einnig vestur
um haf að á hótel Borg væri óregla mikil. En eg verð að segja
það, að þetta eru tilhæfulaus ósannindi. Allan þann tíma sem
eg var þar, sá eg þess engin merki. Við inngang á veizlusölun-
um stendur maður, er leyfir þeim einum að fara inn er honum
virðast boðlegir gestir fyrir góðan félagsskap, verða þeir allir
að vera snyrtilega til fara og ekki undir áhrifum víns. Einnig
Sa eg bæði piltum og stúlkum neitað um inngang er þekt voru
aÖ því að hegða sér miður vel; bæri á verulegri háreisti hjá
þeim sem inni voru, urðu þeir að hafa sig til dyra; sá eg í
uokkrum tilfellum að kendir menn og hávaðasamir voru leiddir
út með valdi, fanst mér sá partur hótels stjórnarinnar vera
fyrirmynd.
Hann heitir Halilgrlmur (man ekki seinna nafnið) er hefir
stjórn á veizlusölum hótelsinis, prúðmannlegur og viðfeldin, er
'lætur það ekki ná til geðsmuna sinna, þótt hann verði að henda
óláta seggjum á dyr. Hann er Hágur vexti en þrekinn, afburða
uiaður að knöftum, þaulvanur leikfimi og hnefaleik; kysi eg
‘heldur að halda bljóðum rmnum í skef jum en lenda í járngreip-
COMPANYv
MA** \
MOUTIMO 1
^rirNlorgunmat-
\ r*lVÍ?. ROSE8
I w
FlVE
rolled oats
boUasta og
LAKE OF THEWOODS MILLINC
Co. Limited
WINNIPEG
MANITOBA
um Hallgrims; munu fáir bíða þess að hann leiði þá til dyra í
annað sinn.
Það hefir farið mikið orð af því að alt væri rándýrt á
Borginni. Þessi orðrómur hefir heldur ekki við rök að styðjast;
eg varð þess ekki var að þar væri neitt selt óeðlilega dýrt. Það
verður að takast til greina hver staðurinn er, og hvað miklu
hefir verið til hans kostað, hvernig veitingar eru framreiddar;
menn njóta þeirra iíka margfalt betur á skemtilegum stað, við
fegurð og þægindi, en í þriðja flokks kompu við búðarborðið.
Eg veit ekki af hverju þetta mishermi um Borgina er
sprottið um óreglu og dýrsölu, en eg vil geta þess til að meiru
hafi þar ráðið misskilningur og öfund, en ástæður og rök, en
hinu, þó kanske mest að hótelslhaldarinn, herra Jóhannes
Jósepsson er maður ekki við alþýðu skap.
Eg hefi gerst langorður um hótel Borg, til þess að menn
fengju réttari ihugmynd um hana en verið hefir; þrátt fyrir
margt sem mér fanst ábótavant mun eg fyrst leita gistinga þar
verði eg staddur í höfuðstað landsins. Framh.
- HAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi 33158 Thorvaldson & Eggertson LögfrceBingar 300 NANTON BLDG. Talsimi 97 024
Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hotrns: 12—1 4 P.M. 6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lsetur úti meðöl i viðlögum Viðtalstimar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Slmi 80 857 643 Toronto St.
Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur lfkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Offlce 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Greníell Blvd. Pihone 62 200
BRÉF TIL
HEIMSKRIN GLU
Legation of Iceland
Washington, D. C.
2. febrúar 1942
Hr. Stefán Einarsson,
Ritstjóri Heimskringlu,
Winnipeg, Oanada.
Kæri Stefán:
Mér þykir rétt að tilkynna
þér þá breytingu, sem varð á
ríkisstjórn Islands um 8. f. m.,
enda þótt mér hafi ennþá að-
eins borist óljósar fregnir af
því í símskeytum. Eg tel rétt
að láta birta orðrétt simskeyti
þau sem mér bárust frá Utan-
ríkisráðuneytinu um þessa
stjórnarbreytingu. Fara þau
hér á eftir:
Símskeyti frá Utanríkisráðu-
neytinu, dags. 10. janúar:
“Félags og utanríkisráðherra
Stefán Jöhann Stefánsson í
dag beðist lausnar eftir ein-
fóma samþykt tillögu hans hér
að útandi af miðstjórn og þing-
flokki Alþýðuflokksins stop
Lausnarbeiðni rökstudd tilvitn-
un bráðabirgðalaga gerðardóm
kaupgjalds og verðlagsmálum
8/1 1942 þar sem gerðardómur
ákveðinn öllum kaupgjaldsmál-
um miðað við það að kaup og
kjör launþega skuli yfirleitt
ekki breytast frá því var í árs-
lok 1941 og feldir úr gildi
launasamningar gerðir eftir 1/1
1942 til kjarabóta einnig vegna
starfsaðferða við setningu
bráðabirgðalaganna meðal
annars sambandi við greinar-
glerð níkisútvarpi þar sem fé-
lagsmálaráðherra taldi sig
beittan misrétti stop Alþýðu-
flokkurinn mun því nú hreinni
andstöðu núverandi ríkis-
stjórn.”
Símskeyti frá Utanríkisráðu-
neytinu, dags. 10. janúar:
“Aðalefni bráðabirgðalaga
8/1 1942 kaupgjalds verðlags-
mála gerðardóm: Tilgangur
sporna móti aukinni dýrtíð
bæði með því takmarka rétt til
hækkunnar grunnkaupi og með
því gera víðtækar ráðstafanir
til þess 'halda verðlagi nauð-
synjum skefjum stop Meginefni
lagagreinanna fimm manna
stjórnskipaður gerðardómur
stop allar brieytingar kaupi
kjörum hlutaskiftum þóknun-
um gildandi árið 1941 úrskur-
ast gerðardómi eftir megin
reglunni eigi má greiða hærra
grunnkaup samskonar verð en
árið 1941 heimild þó breytingar
samræmingar lagfæringar ef
sérstaklega á stendur stop
verkföll verkbönn til breyting-
ar kaupi kjörum óheimil einnig
þegar hafin verkföll stop Rík-
isstjórnin birtir skrá nauð-
synjavörum sem óheimilt selja
hærra verði heildsölu smásölu
en ráslok 1941 ennfremur skrá
vörur sem óheimilt áleggja
meira heildsölu smásölu en
gert árslok 1941 þó undanþága
/arðandi innlendar framleiðslu-
vörur samræmi breytingar til-
kostnaði framLeiðslu þeirra
éftir tillögu hlutaðeigandi verð-
laganefndar sama gildir áiagn-
ingarákvæðin stop óheimilt
hækka farmgjöld viðmiðað árs-
lok 1941 án samþykkis gerðar
dóms stop gerðardómi heimilt
ákveða verðlag innlendum iðn-
aðarvörum svo og taxta vinnu
sambandi álagningu efni vörur
vinnulaun stop sektarákvæði
100 til 100000 krónur ná einnig
til stjórnenda félaga eða fé-
lagssamtaka full stop gerðar-
dómsmenn skipaðir Sveinbjörn
Jónsson hæstaréttarmálaflutn-
Thoroddsen, Hilmar Stefáns-
son, Pétur Magnússon, Vil-
hjálmur Þór full stop verkfalli
aflýst iðnaðarfélögunum vinna
þó óhafin sennilegt svo áfram.”
Símskeyti frá Utanríkisráðu-
neytinu, dags. 20. janúar:
“Ríkisstjóri dagveitt Stefáni
Jóhanni Stefánssyni lausn stop
Ólafur Thors viðtekur utanrík-
isráðherraembætti stop jafn-
framt “gerð nokkur breyting
verkaskiftingu ráðherranna.”
Samkvæmt þessu standa nú
að ríkisstjórninni Framsóknar-
flokkurinn, sem hefir 19 þing-
menn, og Sjálfstæðisflokkur-
inn, sfem hefir 17 þingmenn.
Alls eiga sæti á Alþingi 49 al-
þingismenn. — Verkaskifting
ráðherranna er nú þessi:
Hermann Jónasson er forsæt-
isráðherra, dóms- og kirkju-
málaráðherra og landbúnaðar-
ráðherra. Ólafs Thors er at-
vinnumála- og utanríkismála-
ráðherra. Eysteinn Jónsson
viðskiftamálaráðherra hefir
við nýskipun stjórnarinnar
einnig tekið að sér póst- og
simamál og síldarútvegsmálin.
Jakob Möller er fjármála- og
félagsmálaráðherra.
Fulltrúi Alþýðuflokksins
hafði með höndum utanrikis-
málin og félagsmálin.
Alþingi mun koma saman 15.
febrúar næstkomandi, og er bú-
ist við að a'lmennar kosningar
til Alþingis verði látnar fara
fram á komandi sumri.
Með bestu kveðjum,
þinn einlægur,
Thor Thors
THE WATCH SHOP
THORLAKSON & BALDWIN
Dlamond and Wedding Bings
Agent for Bulova Waitcbes
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE
ÍSLENZK STÚLKA RIT-
ARI HJÁ CORDELL HULL
firði. Hún er fædd í bænum
Ivanhoe (Ivar hlújárn) í Min-
nesota. Foreldrar hennar eru
bæði islenzk og þó hún hafi
aldrei til Islands komið, skilur
hún vel islenzka tungu, og talar
hana sæmilega, þó nokkuð gæti
amerísks hreims í röddinna,
þegar hún talar íslenzku.
Mildred Ásbjörnsson er skrif-
ari hjá Cordell Huil utanríkis-
málaráðherra og var hún ein
þeirra skrifara sinna, sem ráð-
herrann tók með sér til Lima í
Perú, þegar hann fór þangað til
að sitja al-amerísku ráðstefn-
una, sem þar var haldin.
Systir Midred Ásbjörnsson,
sem heimildarmaður blaðsins
man ekki hvað heitir að for-
nafni, er ritari hjá Sumner
Wells, aðstoðarútanríkismála-
ráðherra Bandaríkjanna.
Tvær systur, af íslenzku
bergi brotnar, eru þannig rit-
arar hjá tveimur af áhrifa-
mestu mönnum Bandaríkj-
anna.
Sami heimildarmaður blaðs-
ins, sem sagði frá systrunum
Ásbjörnsson, skýrir svo frá, að
í Washington sé þriðji Islend-
ingurinn, sem gegni störfum
fyrir hið opinbera. Hann heit-
ir Leifur Magnússon, og vinn-
ur sem bókavörður í bókasafni
fulltrúadeildar þjóðþingsins.
Leifur er fæddur á Islandi,
en fkittist til Vesturheims fyr-
ir um 40 árum.—Mbl. 22. okt.
Cordell Hull, utanríkismála-
ráðherra Bandaríkjanna hefir
íslenzka stúlku í þjónustu
sinni. Hún heitir Mildred Ás-
björnsson og er faðir hennar
ættaður úr Vopnafirði.
Þetta er haft eftir amerísk-
um hlaðamanni, sem staddur
er hér í bænum um þessar
mundir og sem þekkir Mildred.
Hann segir svo frá, að faðir
ingsmaður formaður, Gunnar Mildred sé ættaður úr Vopna-
Hún: — Hundspottið þitt,
mig vantar orð til þess að út-
mála, hvað eg hata þig.
Hann: Guði sé lof.
• • •
“Er gott að nota húsdýraá-
burð á jarðarber?”
“ Nei — rjómi er betri.”
• • •
— Haldið þér að hjónaband-
ið sé einsikonar happdrætti?
— Nei, alls ekki. 1 happ-
drætti getur maður unnið.