Heimskringla - 11.02.1942, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. FEBR. 1942
íímmskrmgla
(StofnuB I8SS)
Kemur út & hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKINO PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 88 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurlnn, borglst
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskifta bréf blaðlnu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Uitanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKINO PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnlpeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 11. FEBR. 1942
ÁRSFUNDUR SAMBANDS-
SAFNAÐAR
Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg hélt
ársfund sinn s. 1. sunnudag, eftir guðs-
þjónustuna í kirkjunni. Að ávarpi for-
seta fluttu og skrifara og lokinni kosn-
ingu stjórnarnefndar, sem alt fór fram
uppi í kirkjunni, var haldið niður í sam-
komusalinn, sezt þar að myndarlegri
máltíð (Turkey Dinner) og aðrar skýrsl-
ur lesnar og félagsmálin rædd.
Með fundi þessum lauk 51 starfsári
Sambands- eða Únítarasafnaðar. Hafði
starfið gengið furðu vel á árinu, margir
nýir styrktarmenn bæzt við, sem ekki
einungis eru söfnuðinum efnaleg stoð,
heldur ber einnig vott um auknar vin-
sældir stefnu hans.
Stofnendur og fyrstu starfsmenn safn-
aðarins eru nú farnir að eldast, sem að
líikum lætur. En um hag og horfur kirkju-
starfsins virtist svo bjart á þessum árs-
fundi, bæði af skýrslum, orðum og at-
höfnum að dæma, að það ihefir hlotið að
vekja góðar vonir hinna eldri um það
að merkið stæði, þó maðurinn félli.
Og það er eins og það á að vera. Sam-
bandskirkjan eða kirkjurnar hér vestra
skipa dálítið sérstakan og veglegan sess
í sögu íslenzkrar kirkju. Þær hafa borið
merki frelsis og víðsýnis í trúmálum svo
hátt, að með þvi hefir verið skráður einn
bjartasti þáttur íslenzkrar kirkjusögu.
Nú á þessum síðustu og verstu tímum,
er farið að tala talsvert um að breyta
verði um stefnu í stjórnmálum að stríð-
inu loknu; hið gamla þjóðskipulag sé
komið að falli um heim allan. Hvað á
að koma í staðinn? Svarið er: nýtt við-
horf, visindalegra og í meira samræmi
við nútíðar þekkingu manna á heimin-
um, mannlífinu og þroskaskilyrðum
þeim, er engum dylst, að fyrir hendi eru
mannkyninu til handa.
Sama viðhorfið verður að taka upp
og þó fyr hefði verið í trúmálurn ef
vel á að fara. Eins og kirkjur flest-
ar fara nú með þau mál, mætti ætla,
að við lifðum á fyrstu eða annari
öld e. Kr., en ekki á tuttugustu öldinni.
Eina kirkjan sem vér þekkjum til, er
breytingu þá tekur til greina, sem orðið
hefir á hugsunarhætti og viðhorfi manna
á síðast liðnum 18 eða 19 öldum og sem
af aukinni þekkingu og vísindum stafar,
eru Sambandskirkjurnar vestan hafs.
Starf, sem Sambandskirkjunnar í Win-
nipeg, er frá þessu sjónarmiði skoðað,
eitt merkilegasta kirkjustarfið, sem á
meðal þjóðar vorrar hefir nokkru sinni
verið rekið. Það er nú orðið yfir 50 ára
gamalt, en það er eins nýtt og þegar það
var hafið, af því, að því er samfara vís-
indalegt viðhorf í stað fastheldni við
óverjanlegar skoðanir annara kirkna.
Prests Sambandskirkjunnar í Winni-
peg, séra Philips Péturssonar, var minst
hlýlega, enda hefir hann staðið vel í
stöðu sinni og brugðið upp Ijósi á margt
það er dagsbirtu nútimans þolir illa.
Hann ræðir málefni kirkjunnar frá sjón-
armiði nútíðar þekkingar og visinda og
er-eini presturinn í þessum bæ, sem það
gerir. Má eflaust því viðhorfi hans, á-
samt góðri viðkynningu og mikilli dreng-
lund, þakka aukna vináttu og velgengni
safnaðarins á nýliðnu ári.
Eg er bjartsýnn á að viðskifti verði
góð í framtíðinni.
Hví ertu þá svo áhyggjufullur?
Eg er ekki alveg viss um, að bjartsýnin
sé á góðuim rökum bygð.
NÝÁRSKVEÐJA TIL ÍSLEND-
INGA AUSTAN HAFS
Eftir dr. Richard Beck. forseta Þjóð-
rœknisfélegs ísl. í Vesturheimi
Á þessum tíma árs, um jóla og nýárs-
leytið, hverfur hugur vor Islendinga
vestan hafs venju fremur heim til ætt-
jarðarinnar, þó að eigi þurfi hátíðar eða
tylljdaga til þess, að mörgum af oss verði
hugsað þangað. Á oss sannast þráfald-
lega orð Gríms skálds Thomsen, er lang-
dvöl erlendis hafði glöggvað skilning á
sálrænum og menningarlegum tengslum
við ættiand sitt: “1 átthagana andinn
leitar.”
Eigi að síður er því svo farið, að á jól-
unum sérstaklega verða bernsku- og
æskuminningarnar frá átthögum og ætt-
landi ofar og skýrari í hugum vorum en
endranær. Þessar hjartfólgnu minning-
ar hafa um hátíðarnar í ár fengið byr
undir vængi með hinni fögru og bróður-
legu Jólakveðju til vor Vestur-lslendinga,
er biskup Islands talaði á hljómplötu að
tilhlutun Þjóðræknisfélagsins í Reykja-
vík, og fjölmargir í vorum hópi vestan
hafs hafa hlýtt á í kirkju sinni eða út-
varpi, eða lesið í vikublöðum vorum.
Vakti kveðja þessi bergmál hlýleika
og þakklætis í brjóstum vorum, og mik-
inn fögnuð, því að þar hljúmaði oss kær-
leiksrödd bræðra og systra í heimaland-
inu. Þar heyrðum vér “Islands lag.”
Sarna máli gegnir um hina drengilegu
og samúðarríku kveðju, er ríkisstjóri
íslands sendi oss á hljómplötu síðastliðið
sumar, og margir heyrðu, en ennþá fleiri
lásu í vikuhlöðum vorum sér til ánægju
og þjóðemislegrar hugarhressingar.
Því að slftar kveðjur treysta stórum
meir en margan grunar ættarböndin
milli íslendinga austan hafs og vestan.
Með þeim byggist meginstoð undir þá
brú gagnkvæms skilnings og ræktar-
semi, er vér viljum að sem allra lengst
tengi oss saman um hið breiða haf. Og
það er mikið fagnaðarefni, og ætti að
vera góðspá um framhaldandi samband
vort og samstarf um langa hríð, að marg-
ar stoðir hafa á síðustu árum runnið
undir brúna vor á milli yfir Atlantsála.
Þeir álar verða altaf væðir bróðurhug
beggja aðila, því að Örn skáld Arnarson
hafði rétt að maéla, er hann komst svo
að orði í kvæði sínu til Guttorms J. Gutt-
ormssonar skálds:
“Það tekur trygðinni í skóvarp,
siem tröllum er ekki vætt.”
Eigi skal þess dulist, að þjóðræknis-
barátta vor hér í erlendu umhverfi vest-
an hafs er á ýmsan hátt þungur róður,
en mörg af oss hafa strengt þess heit, að
leggja ekki árar í bát, fyr en yfir lýkur.
Þjóðræknisleg starfsemi vor er marg-
háttuð, stendur enn víða fótum, og á sér
heilihuga unnendur, meðal eldri og yngri,
í bygðum Islendinga víðsvegar um meg-
inland Vesturálfu. Má þessvegna fylli-
lega æt'la, að hún eigi enn langt Hf fyrir
höndum, ef viturlega og rétt er á haldið.
Borgaralega skuld eigum vér eðlilega
þeim ilöndum að gjalda, er vér búum í;
en vér erum—mörg af oss að minsta
kosti—sannfærð um það, að þá skuld
greiðum vér best með því að varðveita í
lengstu lög hina íslenzku menningar- og
hugsjóna-arfleifð vora. Vér erum fast-
trúuð á varanlegt og lífrænt gildi þeirrar
arfleifðar og segjum með Einari P. Jóns-
son skáldi í einu af hans Islands-minn-
urn:
“Enn eru þínir allir góðir
andlegu sparisjóðir!”
Þessvegna erum vér einnig jafn fast-
trúuð á það, að heimaiþjóð vor beri gæfu
til að ganga sigrandi af hólmi í viðureign
sinni við þá örðugleika, sem hún á nú við
að striíða. Vér ætlum, að hún standi á
svo traustum merg sögulega og menn-
ingarlega, að núverandi vandkvæði vaxi
henni eigi í augum, en eggi hana til vak-
andi viðnáms og öflugrar árvekni í varð-
veizlu sinna dýrmætu menningarerfða.
I þeim anda flyt eg heimaþjóð vorri
kveðjur og velfarnaðaróskir Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi og Is-
lendinga vestan hafs alment og tek ein-
huga undir orð Jóns skálds Magnússonar
í kveðju hans til vor Vestur-fslendinga
Alþingishátíðaárið ógleymanlega:
“Við höldum ennþá hópinn,
þó hafið skifti löndum.
Og okkar sæng er sveipuð
af sömu móðuilhöndum.
Við hverja vöggu vakir
sem vorblær frónskur óður.
Og systkin öll við erum,
sem elskum sömu móður.”
(2. janúar 1942)
ÁVARP FORSETA
ivið setningu ársfundar Sambands-
safnaðar í Winnipeg.
Kæru vinir:
Eitt starfsárið enn í okkar frjálslynda
félagsskap er liðið hjá; ár sem er þrungið
ógleymanlegum viðburðum í sögu landa
og þjóða, um heim allan; ár sem er sveip-
að vígum og voða, sárum og sorg, er
snertir hvern einn, háan sem lágan, rík-
an sem fátækan, á einhvern hátt, hvar
sem hann býr; ár sem hefir tætt til
grunna það, sem tók mörg ár baráttu og
sjálfsfórnar að byggja upp, og mörg,
rnörg ár framtíðarinnar mun það taka
að bæta fyrir þessa skammsýni og villu
mannanna, í leit fulllkomnunar og sælu.
Sú vargöld sem nú rikir, hlýtur, þegar
alt er til mergjar brotið, að vera bein
afleiðing af tvennu: sálarástandi mann-
anna og fyrirkomulaginu í heiminum.
Þegar öflum og auðæfum náttúrunnar er
svo hagkvæmlega útbýtt meðal íbúa
jarðarinnar, að hver og einn hefir nóg til
sómasamlegs lífsviðurværis, og þegar
þeim hundruðum af trúflokkum og
kirkjudeifdum, er allar þykjast stefna að
sama takmarki, en boða fals og hindur-
vitni, sem ómögulegt er að lifa sam-
kvæmt; þegar þeim er úthýst úr mann-
félaginu, ásamt lífsierfðleikunum, sem
þurfa ekki að eiga sér stað, þá, og fyr
ekki, má búast við varanlegum frið og
framför í heiminum.
Við hér í þessum félagsskap erum
einn lítill hluti af þeim stóra frelsishóp,
sem með þreki og þrautseigju er að
starfa að meiri jöfnuði og velgengni í
framför mannanna og meiri skynsemi og
hreinskilni í andlegum efnum. Sáttmáli
frelsisins i andlegum efnum er ofur ein-
faidur, svo einfaldur og sannleiksríkur
að hver leitandi mannssál getur aðhylst
og lifið samkvæmt því ljósi er hann
boðar:
1. Að guð er algóður faðir allra
manna.
2. Að allir menn eru eins og sama
föðurs, þessvegna réttilega bræður og
systur.
3. Að í kenningu Jesú, er fólgin leið-
sögn til hinnar fullkomnustu þekkingar
á guði, og til réttlátrar breytni við ná-
ungann.
4. Að réttlæting mannanna er fólgin
í siðferðisfuldkomnun þeirra, til hugs-
ana, orða og verka.
5. Að framför mannkynsins til full-
komnunar og farsældar, áfram og uppá-
við, er ævarandi.
1 lögum þessa safnaðar er grein um
tilgang safnaðarins. Er það önnur grein
laganna og hljóðar á þessa leið:
Tilgangur þessa safnaðar er að koma á
einingu, samhygð og samvinnu, meðal
kristinna frjálstrúarmanna, og vekja og
viðhalda í hjörtum þeirra skynsamleg-
um, lifandi og göfgandi trúarhugmynd-
um í elsku til guðs og manna.
f þessum fögru og einföldu hugsjónum
hlýtur að vera fólgin heill og hjartaslög
framtíðarinnar. Hér eru engar kreddur,
engar falsspár, engar grunnhyggnar hót-
anir, eða dýrkun á því sem er ekki sam-
rýmanlegt við núverandi lífernismáta,
heldur skynsamlegar og uppbyggjandi
staðhæfingar, bygðar á staðreyndum
lífsins.
f þessum anda höfum við í þessum
fólagsskap starfað og haldist í hendur
um mörg undanfarin ár, og í þessum
anda munum vð haldast enn fastar í
hendur til að leiðbeina börnum okkar og
afkomendum þeirra, og öllum stem við
náum tii, á vegi frelsis og fullkomnunar.
Starfsárið síðasta hefir verið ýmsum
erfiðleikum bundið, sökum stríðsins, en
vissan um réttmæti þess málstaðar og
þeirra hugsjóna sem við störfum fyrir
hefir gert byrðina léttari og vonin um
bjartari og betri daga framtiðarinnar
ber okkur hálfa leið til sigurs.
Ef hin nýja nefnd sem kosin verður í
kvöld fnnur hvöt eða nauðsyn til að
breyta um starfsmáta á komandi ári,
meira í samræmi við kröfur og þarfir
hinnar uppvaxandi kynslóðar, þá skulum
við hafa það hugfast að málefnið og
stefnan sem við berjumst fyrir er fram-
ar öllu.
Við hin eldri erum sem blaktandi blys
á hinum ómælanlega vegi framtíðarinn-
ar, aðeins sem hlekkur í keðju heildar-
innar og við endumst aðeins um stund í
því starfi sem ber árin fram-
undan á örmum sér.
Mennirnir faila, en málefnið
lifir og því ættum við þá ekki,
ef til þess kemur, að vera viljug
að fórna ýmsu af því sem við
álítum dýrmœtt, ef það stendur
heiðursbekk Vestur-íslendinga.
En það er einn hópur sem á
að skipa þar öndvegi. Eg á við
hermennina, bæði þá sem boðið
hafa sig fram í þessu stríði og
svo þá sem gengu á stráðsvöll í
fyrsta alheimsstríðinu. Það
í vegi fyrir því að málefnið i stríð er aðeins fyrsta orustan í
sjálft og stefnan blómgist ogæinum ægilegum, sameiginleg-
vaxi. Hinir yngri eru boðberar
framtíðarinnar og í þeirra
hendur verðum við að aflhenda
tækin og trúna, sem tryggir
um alheims hildarleik. Hæstu
sætin á heiðursbekknum eiga
þessir menn að skipa.
Á íslendindagshátíð fyrir
málefni frelsisins óslitna braut nokkru síðan hélt vinur minn,
áfram og uppávið. Eftir því1
hvað þeim er hagkvæmast sem
starfa í ókominni tíð, verðum
við að haga okkur nú, og í
þeim anda veit eg og vona að
við tökum saman höndum með
samhygð og samvinnu og trú
og trausti á göfgi mannsand-
ans.
Bergthór Emil Johnson
RÆÐA W. J. LÍNDALS
DóMARA
Flutt í samsœti 7. febrúar 1942
í samkomusal H. B. búðarinnar.
Eg vil þakka nefndinni fyrir
þá góðvild sem hún hefir sýnt
mér með því að stofna til þessa
samkvæmis. Einnig vil eg
þakka ykkur fyrir að koma,
sérstaklega þeim, sem komu
utan af landi. Þið komuð ekki
einungis í þeim tilgangi, að
sýna mér heiður, heldur og til
að sýna mér og dætrum minum
velviid einmitt þegar hennar
þarfnast mest með. Svo veit eg
einnig að þið eruð að samgleðj-
ast, ekki af því það var eg,
heldur af því það var íslending-
ur, sem hlaut heiðurinn. Vest-
ur-íslendingum þykir altaf
vænt um þegar einhverjum
þeirra auðnast að ryðja sér
braut inn á nýja vegi. Menn
láta sig lítið skifta, hver ein-
staklingurinn er.
Eg vil þakka skáldunum báð-
um fyrir kvæðin. Eg á dálít-
inn kistil þar sem eg geymi
þau bréf og annað þessháttar
sem mér þykir afar vænt um.
Eg ætla að bæta kvæðunum í
safnið.
Eg þakka séra Valdimar Ey-
lands fyrir hans hlýju orð í
minn garð og svo Dr. Richard
Beck fyrir bréfið. Þessir menn
tala bæði persónulega og fyrir
hönd Þjóðræknisfélagsins og
þykir mér vænt um það sem
þeir sögðu. Þjóðræknisfélagið
hefir unnið stórt og þarflegt
verk og á eftir að gera mikið
meir.
Fyrir nokkrum dögum síðan
las eg kvæði til Dr. Becks eftir
vin okkar allra, Magnús skáld-
Markússon. Fyrsta línan hljóð-
ar þannig:
“Beck, þú prýðir békkinn okk-
ar beztu drengja.”
Mér þykir slæmt að Dr. Beck
Hjálmar Bergman, ágæta ræðu,
eins og honum er tamt. í
þeirri ræðu benti hann á margt
í fari Vestur-íslendinga sem
væri Austur-lslendingum engu
síður en þeim sjálfum til sóma
og upphefðar. Eg var honum
alveg sammála en nú finst mér
við geta farið dálítið lengra.
Þegar tekið er til greina að
nú er barist fyrir frelsinu hvar
í heimi sem er, á íslandi engu
síður en hér; þegar maður at-
hugar hve margir Vestur-ís-
lendingar hvíla nú undir rauðu
blómunum á Frakklandi og
Flanders; þegar þess er gætt
að margir af okkar beztu son-
um eru nú í flugvélunum, á
herskipunum og á orustuvöll-
unum i Evrópu, Afríku og Asíu;
og einmitt þegar við sem heima
sitjum erum að tæma vasa til
að standa straum af stríðs-
kostnaðinum þá eru Austur-ís-
lendingar að baða sig I sólskini
völlíðunar sem hefir skapast
aðallega, ef ekki algerlega, af
auknum viðskiftum við Banda-
þjóðirnar; þegar þetta alt er
tekið til greina þá fæ eg ekki
betur séð en að það sé eigin-
lega ekki nema eitt sem Aust-
ur-íslendingar hafa nú sem
stendur ástæðu til að vera
stoltir af. Það er það að þeir
eru skyldir Vestur-fslending-
um.
Það er mín einlæg ösk og
von að þér og mér öðlist að
nota meðfædda hæffileika á
þann hátt að við eigum það
s'kilið, þó ekki væri meira en
að tylla okkur á eitthvert
hornið á heiðursbekk Vestur-
íslendinga, í kringum aðal
heiðursimennina — hetjurnar
sem alt eru til með að leggja í
sölurnar og hafa lagt í sölurnar
til þess að þú og eg mættum
njóta frelsis og lýðræðis, og
lifa í friði og kristinni trú.
Now I am to some extent
passing out of circulation. I
want to assure you, however,
that I am going on a bench,
not on a shelf; I intend to be
reasonáMy adtive except in
those fields which my new
dutieS forbid me to enter. For
that reason it is perhaps not
entirely out of place if I were to
try to garner somthing out of
my experiences of the past
whioh might be of some assist-
gat ekki verið hér í kveld, því ance to those of you who still
þá hefði eg notað tækifærið til have most of the battles of life
þess að segja honurn opinber-
lega hversu verðskufduð orð
skáldsins eru. Hann á með
sanni sæti á heiðursbekk Vest-
ur-íslendinga.
Það er eitt sem mér er afar
ant um. Það er að sem flestum
Vestur-íslendingum auðnist að
komast á þann heiðursbekk. —
Einu megum við ekki gleyma:
við erum svo afar mannfáir.
Það er ekki hægt að búast við
að þetta litla þjóðarbrot hafi
altaf stóran hóp af fyrirmynd-
ar mönnum á að skipa. Þess-
vegna liggur það í augum uppi
að það er altaf nóg pláss á
heiðursbekknum fyrir alla þá
sem hafa nægilega hæfileika,
viljakraft og iðjusemi til að
eiga það skilið að skipa sæti á
þessum bekk. Vestur-íslend-
ingar eiga í einlægu bróðerni,
hlið við hlið, að vinna sig fram
og upp á bekkinn. Það er ó-
þarft að ganga yfir eða jafnvel
ofan á aðra til þess að komast
þangað.
to fac,e.
I have always felt that I have
been more or less off a failure.
I say this in all sincerity, and
have a good deal of evidence to
support it. With the exception
of winning the love and affec-
tion of one whose unselfish
service and devotion to duty
will shine as a beacon light to
all who were privileged to
know her, with that one excep-
tion my disappointments far
outnumber and outweigh my
few and very minor achieve-
ments. I could give you many
illustrations, but I am going to
refer to only one.
When I was at Wesley Col-
lege I applied for the Rhodes
Scholarship. I failed—came
second best. I felt it very
keenly at the time. I pondered
deeply and then reached a con-
clusion. I decided that I would
work that much harder, apply
myself that muéh more con-
scientiously, so that I could lat-
Þeir eru margir sem nú prýða er jn ]ife> whether it wene five