Heimskringla - 25.03.1942, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. MARZ 1942
HEIMSKRINGLA
5. SlÐA
lega skipulagt borgara stríð
nema þú gefir þínum fylgis-
mönnnm sæmilega ástæðu til
að deyja, nesti inn ■ í ráki al-
deyðunnar.
Mr. W.: Og hvaða inntaka
heldur þú sé þeim hentugust?
Thomas: Ekkert, Mr. W., alls
ekekrt, en með hæfilegum um-
búðurn. Hreint ekki neitt í1
viðhafnar umbúðum trúar og'
sakramentis, fullkomið ekkert,1
alveg frásneitt eigingirni:
sjálfsfórn lífs sem á heimþráar
stund hverfur aftur til síns
skapara og þess sem óskapað
er. Digurbarkar vorrar aldar;
sem beita ofsa og ógnarmálum, \
fá sína beztu liðsmenn úr hópi
þeirra sem hafa orðið undir í
lifsins baráttu, svo þeir finna
engan tilgang né þýðingu
samfara sinni tilveru, drepa sig
þó ekki sjálfir af því örvænting
þeirra er ekki bundin við þá
sjálfa eingöngu, knúðir af lífs-
hvöt sem hafa þurfti til nokk-
urs sérstaks. Inntaka fasimsai
til uppveðrunar og einkis ann-1
ars, á vel við þessa. Peningar
og áfengi duga að vísu vel til
að laða þá, en þegar til stræta
víga kemur, þarf annað og
nieira til þess þeir dugi. Pen-
ingar og áfengi voru til fyrir
stríðið en þá var þó annað eins
°g yfirgangur naza og fcisista
með öllu óhugsanlegt. Þá vant-
aði hæfilega liðsmenn. Þá
treystu menn á sínar lífs fyrir-
myndir.
Fasismi með sínu ofbeldi,
skelk og bana boðskap, spratt
upp af stríðinu og þess afleið-
ingum hjá vissum þjóðum: ráða
ið og að velja markmiðið og
þegar tímar líða má altaf búast
við, að leiðir eða aðferðir verði
markmið hjá þeim sem beita
þeim. Sá orðskviður, að mark-
miðið helgi leiðina, er ekki að-
eins siðlaus heldur heimskur.
Illmannleg aðferð verður ill-
mannleg jafnvel þó höfð sé til
að auka við mannlega sælu.
Lýgi er altaf lýgi, morð er alt-
af morð. Lýgi endar altaf á
því að þrælka þá sem beita
henni, rétt á sinn máta og of-
beldi alla tíð þjáir þá sem beita
því, ekki síður en hina sem
ofbeldi eru beittir.
K. S. þýddi
VAXANDI GREMJA í
ENGLANDI
Eftir A. C. Cummings
°g gja'ldaþroti borgara og ör-
eiga, kapitalisma og anti-kapi-
talisma, konunga og lýðvelda,
trúar og vantrúar. Þessu lýsti
einn káþólskur þýzkari svo:
“Öldin var sálarlaus og and-
lega vanmegna umfram það
sem dæmi finnast til og sá einn |
gat sigrað 4 kapphlaupi stjórn-;
málanna sem fékk skipulagt til'
fulls hugsunarleysi og andlegt
volæði.”
Mr. W.: Mér finst þú taka
leið fyrir markmið. Stjórn- j
málagarpur sækir ekki eftir
ueinu nema valdi. Ráðin til
nð ná valdi breytast með ald- j
arfari ög það væri heimsku-i
legt að sækja til markmiðs og
hafna leiðum sem til þess
hggja.
Thomas: En er þá vald leið
eða markmið? Margir álíta
bað leið eða meðal til að gagna
mannfélaginu eða nokkrum
hluta mannfélagsins. En þú
talar ens og það sé markmið,
eina sóknarmark stjórnmála-
hianna. Eru peningar leið eða
ttiarkmið? Margir álíta þá leið
eða meðal, maurapúkar halda
þá fyrir takmark. Jafnvel
f^amleiðslu tækin svo kölluð,
®ttu að vera tæki aðeins eða j
^eið til að gagna félagsheild-j
inni en ekki til að beita hana1
harðstjórn eins og reyndin sýn-
T- Hlutföllin milli markmiðs og
leiða eru flóknari en margur
hyggur. Hvor tveggja breytast
°g enginn stóridómur gengur
hasr vorri siðmenning en sá
sannur, að hún lætur þar við
lenda að gera leið að markmiði,
en .hið sanna markmið sem er
^haðurinn sjálfur, er orðinn að
bieðali, áhaldi, vafalaust dýr-
ari en rakki, billegri samt en
helja eða vélbyssa. Yfirleitt
er óhætt að segja, að allar leið-
lr> aðferðir, meðul, stefni að
því að verða markmið. Engin
skilur sorgarsögu mannkyns-
lns nema hann sjái og skilji þá
sannreynd. Vélar ættu að vera
ahöld manns en þær leggja
hann í f jötra, ríki þrælkar sam-
^fiag, skrifistofubákn þrælkar
rihi, kirkja þjáir trú, fulltrúa-
þ*ng þjakar lýðræði, gamalt
(institutions) hamlar rétt-
v,si» listamanna samtök þrælka
list, her gerir þjóð að þræli,
fiokkur þjáir málstað sinn, ein-
ræði öreiga fjötrar sósáalisma.
velja leið til pólitískra at-
hafna er fult eins þýðingarmik-
Frá byrjun yfirstandandi ó-
friðar, hafa Bretar ekki unnið
sigur í einu einasta tilfelli, sem
nokkuð kveður að, nema yfir
Itölum í Libya og Eþiópiu;
hernaðarsaga þeirra hefir ver-
ið óslitið undanhald og árang-
urslaus brottflutningur hers og
íbúa á ýmsum stöðum — býsna
kostnaðarsamt stundum í tapi
manna og vopna.
Þær óskir er leiddu til hins
voðalega ósigurs í Singapore,
hafa reist geisilega óánægju
öldu gagnvart hermálaráða-
neytinu, gegn óframsýni for-
ingjanna og yfirleitt gegn hern
um í heild, fyrir að hafa ekki
skilið með hve miklurn hraða
og krafti yfirstandandi styrj-
öld er rekin. Rússar eru þeir
einu af bandamönnum er hafa
lært í því efni og fylgst með
tímanum.
Engin stjórnmáladeildin
verður fyrir slikum árásum og
aðfinslum sem hermáladeildin;
skopmyndir eru birtar af her-
foringjunum í gerfi Colonel
Blimps, önnum köfnum við að
fella ferkantaða tappa í kringl-
ótt göt o. s. frv. Hatur þeirra
og óbeit á öllurn nýtísku hern-
aðaraðferðum er jafnvel gert
'hlægilegt í sönghöllunum, —
stundum ekki að ástæðulausu.
Fyrir skömmu síðan gerði
einn eldri ráðherranna þá upp-
ástungu og mælti fast með, að
landvarnarliðið skyldi vopnað
með spjótum og járnfleinum
gegn væntanlegum innrásar-
her.
Hinar úreltu aðferðir og
skoðanir eru hafðar að háði og
spotti og nefnt sem mótsögn
við framsýni og fyrirhyggju
Rússa í smáu sem stóru, þar
sem t. d. yfirmenn eru settir í
fangelsi, ef þeir borga ekki
skilvíslega á réttum tíma laun
þau er ákveðin eru til aðstand-
enda hermannanna.
Sumir ádeilendur telja að
undanhald Breta í seinni tíð i
Libya stafi af því að Rommel
(herforingi Þjóðverja), sem er
af alþýðuættum og þaulæfður
hermaður, hafi ekki borið nógu
mikla virðingu fyrir úreltum
og hefðbundnum hernaðarað-
ferðum.
Þegar sorgarleikurinn frá
Singapore var opinberaður al-
menningi, lýsti hið merka blað
“The Economist” þeirri her-
ferð Breta á þessa leið: “Her-
mennirnr lingerðir, foringjarn-
ir óframtakssaminr, herfræð-
ingarnir hafðir að fíflum, óhæf
stjórn og afskiftalausir lands-
menn; alt þetta virðist ekki
benda á að þar hafi hraustur
her beðið ósigur fyrir óviðráð-
anleg óhöpp; það líkist fremur
óþægilega upplausn á heims-
veldi.
Eftir hinn fyrsta ágæta sigur
Breta í Libya, virtist herinn
hafa uppunnið öll sín hjálpar-
meðöl, en Rommel sýndust alil-
ir vegir færir.
Mjög róttækar (breytángar
eru nauðsynlegar til að hafa
skynsamleg not borgaranna á
vígvellinum, einnig til að velja
SIGUR BRETA í NORÐUR-AFRÍKU
í lok desember-mánaðar 1941,. í annað sinn það ár,
hafði brezki herinn rekið óvinina, sem voru miklu fleiri,
aftur á bak um 400 mílur í eyðimörkum Libyu. í rúmar
sjö vikur stóð hinn grimmi bardagi, er endaði með því,
að Bretar hröktu Þjóðverja í vesturátt og þar með var öll
von þeirra um yfirráð á Egyptalandi eyðilögð.
yfirmenn eftir verðleikum en
ekki þjóðfélagSlegum metorð-
um; þannig að víðsýnir og
virkilega hæfir menn séu vald-
ir í æðri sætin.
Það er gersamlega tilgangs-
laust að segja að slikar breyt-
ingar sé ómögulegt að gera á
stríðstímum; sé slíkt ekki gert
er eins líklegt að við sökkvum
þegar taflið stendur sem hæst.”
Hið ágæta blað “The New
Statesman” fer svo feldum orð-
um um málið: “Er í sannleika
ómögulegt að velja ráðaneyti
sem er viljugt að kasta burtu
gömlum og ilélegum hversdags-
mönnum sem hanga í mörgum
þýðingarmiklum embættum,
og skipa í þeirra stað áhuga-
sama og gáfaða ■ yngri menn,
sem þrá að láta til sín taka og
fýsir að vinna hreystiverk, en
eins og nú standa sakir fá þeir
ekki notið hæfileika sinna; þeir
skilja v^l þessa tegund ófriðar
sem við heyjum, þeir eru lausir
við alla hleypidóma og gamlar
venjur; þeir eru viti sínu fjær
er þeir sjá hverja skynsamlega
hugsun partaða sundur og ó-
nýtta af einhverri herráðs
eftirlíkingu og vel mögulegum
sigrum snúið upp í rándýra ó-
sigra, þúsundum hraustra her-
manna, sjómanna og flug-
manna fórnað að þarflausu á
altari víggirtrar hégómagirnd-
ar sem ekki er mögulegt að af-
hjúpa, því það væri að upp-
ljóstra hernaðarlegum leynd-
arihálum.
Margir heimta algera land-
hreinsun í Whitehall — alla
dauða fauska burtu úr ráðu-
neytinu. Tilrauna atkvæða-
greiðsla fór nýlega fram fyrir
tilhlutun blaðs eins í Lundún-
um, til að finna út hve mikils
trausts Margesson kafteinn —
sem fyrir skömmu var vísað úr
stjórninni — nyti meðal þjóð-
arinnar; niðurstaðan leiddi i
ljós að hann var einn þeirra er
þótti óhæfur í því starfi.
Heræfingar nýliðanna í Eng-
landi fara fram undir stjórn
manna er hugsa og starfa með
þriggja mílna hraða á klukku-
stund í stað þrjátíu.
Sú stefna hermálastjórnar-
innar að bíða átekta í varnar-
stöðu eftir innrás óvinahers frá
meginlandinu, virðist í sann-
leika alt annað en sigurvæn
legt.
Hitler mun á næstu mánuð-
um hefja lokasókn á hendur
Rússum, og ef til vill gegn
Bretum lika í Miðjarðarhafinu;
ef svo fer, á þá hvergi að hafa
gagnsókn. Vel skipulögð sókn
er vissulega ekki eins kostnað-
arsöm og hættuleg eins og sí
feld varnarstaða, að minsta
kosti ekki i yfirstandandi
striði, meðal annars af þvi að
þau nýtísku vopn sem nú eru
KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ
GIMLI
.... Héðan er frekar fátt um
stórtíðindi, sem eðlilegt er, úr
ekki stærra sveitarfélagi. Fast-
ir íbúar þorpsins munu vera
nokkuð á níunda hundrað nú.
Hefir »á síðast liðnu ári farið
heldur fjölgandi. Flest er það
íslenzkt fólk, eða liklega tæp
15% annara þjóða. Blöndun
þjóðerna náttúrlega dálitil, en
þó ekki stór.
Að sumrinu til mun hér vera
góðum helmingi fleira fólk, því
margir Winnipeg-búar eiga hér
sumarbústaði, og dvelja hér um
lengri eða skemri tíma.
Er af eignum þeirra tölu-
notuð t. d. skriðdrekar og flug-
vélar, öðlast margfalt afil í
vægðarlausum og leiftursnögg-
um áhlaupum.
Nú er það svo, að það eru
ekki einungis hermálin sem
verða fyrir bitrum aðfinslum;
allur þjóðarbúskapurinn er
undir grunsemd og heiftugum
árásum; utanríkisdeildin —
þrátt fyrir loforð Mr. Eden,
hefir enn ekki verið endurbætt
— virðist hafa haft jafnlitla
hugmynd um hereifla Japana,
ein-s og hún hafði um styrk
Þjóðverja og Rússa; þar af
leiðandi hafa raddir heyrst, er
halda fram að tilgangslaust sé
að eyða fé í upplýsingastarf-
semi í utanríkismálum.
“The Times” stillir öllu í hóf
og fer eftirfarandi orðum um
ástandið: “Það hefir í sann-
leika verið ástæðulaus og
næstum ósjálfráð , andstaða
gegn allri breytingu í þjóðmál-
unum; innanlandsmálum, utan-
ríkismálum, hermálum og f jár-
málum; það er því undahlegra
þegar þess er gætt að við lif-
um á tímabili sem allur heim-
urinn er háður snöggum og
gagngerðum breytingum; það
er ekki fullnægjandi svar að
segja að við séum á eftir tim-
anum af því að við séum frið-
elskandi þjóð, það er vitanlega
sannleikur, en hitt er einnig
satt — og það er hættulegra —
að mest af okkar undirbúningi
var miðað við síðasta stríð, en
alls ekki við hið yfirstandandi.
Okkur hefir algerlega mis-
tekist í aðferðum og áhalda-
gerð; við höfurn frá byrjun
ekki reist rönd við hugviti og
snilli þeirra er við eigum í
höggi við.”
Hinn nýji hermálaráðherra,
Sir James Grigg, er kunnur
dugnaðar og framkvæmda-
maður, mun hann hafa bol-
magn til að hreinsa sinn hluta
af Whitehall.
—(Þýtt úr Winnipeg Tribune).
Jónbjörn Gíslason
verður hagur fyrir sveitarsjóð,
og svo fljóta einnig, af veru
þessara sumargesta, alilmikil
viðskifti við verzlanir og íbúa
hér og í nágrenni.
Bæjarráðið er skipað fimm
mönnum, þar af fjórir íslend-
ingar, einn (borgarstjórinn)
enskur, bæjarskrifari Islend-
ingur, friðdómari enskur, lög-
regluþjónn íslenzkur.
Hagur bæjarfélagsins má
kallast mjög góður; máske
aldrei verið betri, fjárhagslega
talað.
Strykþegar fáir eða engir
nú sem stendur. Framkvæmdir
•þorpsins töluverðar, eftir fólks-
fjölda; mest bygging nýrra
stræta og gangstétta. .
Með nýrri viðbyggingu, var
bætt við skóla þorpsins, í haust
er leið, tveimur kenslustofum,
og er nú í vetur rekinn hér
fullkominn “High School”. —
Kennarar eru átta, þar af sex
íslenzkir. Yfirkennarinn er ís-
lendingur. Nemendur eru 260,
en af því mun vera allmikill
hluti utanþorps, einkum í hin-
um hærri deildum.
Tannlæknir er hér búsettux',
íslenzkur, og mun hafa allmik-
ið að gera, en verksvið hans
nær einnig, að allmiklu leyti,
út fyrir þorpið.
Læknar tveir, búsettir hér,
annar islenzkur; hafa þeir vist
báðir nóg að gera. Auðvitað
gefur sjúkrahúsið hér (Johnson
Memorial Hospital) mestan
hluta atvinnu þeirra.
Bygging þeirrar stofnunar
má teljast hið stærsta fram-
faraspor, sem stigið hefir verið
hér frá byrjun, og er þorpinu
til sóma.
Sjúkrahúsið er eftirtektaverð
bygging, og blasir við auga að-
komumanns, þegar til þorpsins
kemur. Útbúnaður og stjórn
þess er af kunnugum talin í
fremstu röð, meðal hinna
. smærri stofnana af sömu teg-
und hér í Canada. Mega Is-
lendingar með réttu vera stolt-
ir af þeirri framför, vegna
þess, að hugmyndin kom- frá
íslendingi, sem og einnig í
erfðaskrá sinni ánafnaði stór-
upphæð til stofnfjár, þótt aðrir
einnig legðu þar sterka hönd
til framkvæmda, með ráðum og
fjárstyrk. Verður þáverandi
bæjarráði seint fullþakkað
skilningur og samvinnuvilji til
þess: starfs, enda munu nú
flestir vera farnir að sjá að þar
var stigið lukkuspor. — Fram-
tíðar hugsjónin verður að vera
sú, að sjúkrahús rísi upp sem
víðast og helst svo víða, og með
því fyrirkomulagi að enginn
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
I THE
Empire Sash & Door
CO.. LTD.
Birgðir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
±
bindi. Bækur eru mikfö not-
aðar og lestrarlöngun mikil,
hjá hinum eldri, en erfitt að fá
yngra fólkið með, sem að vísu
er von, þar sem engin rækt er
lögð við kenslu hins gamla
móðurmáls.
“Curling rink” er hér einnig.
Noitaður bæði af körlum og
konum, og virðist þar liggja all-
sterkur áhugi bak við. Iþrótt-
ir (sport) lítið annað en Hock-
ey*á skautahring þorpsins af og
til.
Atvinna þorpsbúa er aðal-
lega fiskiveiðar, og vinna sú á
landi, er þar af flýtur. Eru hér
starfandi á þessu sviði, ekki
færri en fimm félög. Afkoma
fólks yfir höfuð, má að minni
hyggju teljast allgóð, miðað við
önnur þar af likri stærð. Fólk
virðist hafa þó nokkur pen-
ingaráð. Á það bendir fyrst
og fremst, gott viðhald húsa
og eigna, og einnig þátttaka i
kaupum hlutahréfa í hinu ný-
afstaðna “Victory Loan”. Munu
þorpsbúar hafa lagt fram nær
10 dollara á hvert nef, og má
það kallast vel að verið. Þótt
síðastliðin vetrar-vertíð, að
öllu samanlögðu, eigi hafi gef-
ið mikinn arð, þá hafa þó ein-
stakir menn þénað vel, og fyrir-
farandi sumar- og haust-ver-
tíðir, verið frekar hagstæðar.
Byggingar hafa verið hér
miklar síðastliðið sumar og
haust. Hafa verið bygð hér
yfir 20 hús, til víbúðar og at-
vinnureksturs. Þrjú af fiski-
félögunum hafa, á síðastliðnu
ári, bygt og endurbætt vinnu-
hús sín, og íShús.
Fjórða félagið hefir verið á
síðast liðnu sumri að endur-
bæta húsakynni sín. Bygði í
haust er var mjög gott hús fyr-
ir hirðingu afla, og til flökunar
fiskjar; lét bora góðan brunn,
og hefir vatnspipur um bygg-
ingar sínar, með góðum þrýSt-
ingi, svo vatnið er hægt áð
nota, hvar sem er í húsum þess.
Það félag er nú að byrja bygg-
ingu á nýju frystihúsi, sem á
að verða gert með flestum nú-
tíma þægindum til frystingar
og geymslu fiskiafurða.
Forstjóri þess, sem er Islend-
sjúklingur þurfi að stundast á, ingur, virðist vera áhugamikill
heimilunum, heldur geti notið' í þá átt, að þægindi og hrein-
læknishjálpar og umsjónar iæti sé eftir kröfum nútímans,
æfðra hjúkrunarþjóna á sjúkra ■ á vinnustöðvum félagsins, og
húsi. — Máske meira um þaðj er það gott, þvi slíkt getur orð-
síðar. i ig öðrum til fyrirmyndar, og
Félagsskapur má teljast hér'fætt af sér framfarir víðar.
mikill; miðað við íbúatölu. Ij Fiskifélög þessi gefa allmikla
þorpinu eru starfandi bæði j vinnu á landi; sérstaklega yfir
kirkjufélögin, hið lúterska ogj haust- og vetrarvertíðir. T. d.
Sambandsins. Áhugi á kirkju-; má geta þess, að eitt þeirra
málum mun vera svipaður hjá hefir nú, seinni haustin, oft
báðum. j haft hér 20—30 manns í fastri
Sunnudagaskólar eru reknir; vinnu, við ihreinsun og pökkun
af báðum kirkjufélögum, og má fiskjar, og stundum verið unn-
teljast helsta lífsmarkið.
Kvenfélög tvö starfa hér, sitt
ið nótt og dag.
Frekar lítur út fyrir, að út-
tilheyrandi hverri safnaðar-| vegur aukist á komandi sumri,
hlið. En aðalfélagið, og sem, þv; ,þer er verig að byggja nú,
mest lætur eftir sig liggja erjnokkra stærri báta til fiski-
hið svonefnda “Women’s Insti-j veiga-
tute”. 1 því félagi vinna konur
saman, af hverjum flokki sem
er; mest að hjúkrunar og heil-
brigðismálum fyrir yngra og
eldra fólk. Hefir það félag
lagt fram mikla krafta fjár-
hagslega og fyrinhöfn einnig,
og á miklar þakkir skilið.
Hér er einnig Red Cross
deild. Hún hefir starfað all-
mikið að fjársöfnun í vetur, og
virðist hafa góða samúð fólks.
Lestrarfélag er hér meðal Is-
lehdinga; eitt af þeim eldri hér
í Nýja-íslandi. Félagar frekar
fáir, urn 40, en bókakostur góð-
ur, nokkuð á annað þúsund
Hvernig sem fer, með að fá
gas og olíu á komandi sumri,
lýsir það þó vaxandi áhuga og
trú á framtíð.
Þinn einl.
Hallgrímur Austmann
Páskaguðsþjónustur
í Vancouver
Hátíðarguðsþjónusta á ísl.
verður, ef G. 1., haldin, af séra
Rúnólfi Marteinssyni í dönsku
kirkjunni á E. 19th Ave. og
Burns St., kl. 7.30 páskadags-
kvöldið, 5. april. Allir velkomn-
ir.