Heimskringla


Heimskringla - 17.06.1942, Qupperneq 1

Heimskringla - 17.06.1942, Qupperneq 1
NOTICE TO COMMERCIAL FISHERMEN We invite your enquiries for your bread supplies for the coming season. Quality and Service to your complete satisfaction. CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 “The QualityGoes In before theNameGoesOn" Frank Hannibal, Mgr. •+ NOTICE TO COMMERCIAL FISHERMEN We invite your enquiries for your bread supplies for the coming season. Quality and Service to your complete satisfaction. CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 “The QualityGoes In before theNameGoesOn” Frank Hannibal, Mgr. LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. JÚNl 1942 NÚMER 38. * HELZTU FRETTIR <• - Nýr samningur Þrjár stærstu samherja-iþjóð- irnar, Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar gerðu með sér nýjan og merkilegan stríðssamning fyrir skömmu, er birtur var síð- ast liðna viku (11. júní). Lýtur efni hans að því, að Bretar og Bandaríkjamenn lofa að hefja stríð á Þýzkaland að vestan á meginlandi Evrópu og því verði í framkvæmd hrint á árinu 1942. Ennfremur er ráð gert fyrir eins mikilli samvinnu og unt er um alt, sem að því lítur að vinna stríðið. Að síðustu hefir svo verið gerð ráðstöfun á hlutunum eftir striðið og fullri samvinnu heitið um hana; nær sá samningur til 20 ára. Molotov, utanrikisráðherra Rússa hefir verið um skeið að semja um þetta bæði við Breta- og Bandaríkjastjórn. Var samningurinn undirskrifaður á Englandi 26. maí, en af Banda- ríkjastjórn 4. júní. Hafði Molo- tov átt vikudvöl bæði í Eng- landi og Bandaríkjunum áður en af samþykt varð og voru málin frá öllum hliðum íhuguð. . Eitt atriði friðarsamninganna kvað í því fólgið að enginn þessara þriggja þjóða krefjist landeigna að stríðinu loknu. Höfðu Rússar áður lýst yfir að þeir krefðust Eystrasalts- landanna, en þeir hurfu frá því, er hvorki Bretar né Bandaríkin kröfðust neinna landa. Bandaríkin lofa Rússum ekki einungis samvinnu í þessu striði til loka þess, heldur einn- ig eftir stríðið. Allir aðilar samningsins iofa því að semja ekki sérstakan frið við neina þjóð. Japar eru ekki nefndir í samningunum vegna þess að Rússar eru ekki ennþá í stríði við þá. Japan nálgasl Ameríku Vestastá eyjan af Aleutian- eyjaklasanum norður við Al- aska, heitir Attu. Hún er 35 mílur á lengd og 20 á breidd. Langir firðir skerast inn í eyna, en skerjóttir og um þá er vand- ratað; þar eru og 3000 feta há fjöll. Þorp er á norðanverðri eyjunni við Chicago Harbor svonefnda; hafa hvítir menn þar viðskifta-stöð og eina kirkju. Að öðru mun lítið um bygð á eyjunni. En fyrir helgina fréttist, að japanskur her væri kominn til eyjunnar. Hefir herlið frá Dutch Harbor verið að reyna að reka það burtu, en það hefir ekki tekist. Þokum er um það . kent, en þó er nú í síðustu frétt- um gefið í skyn, að Japar muni hafi meira lið en við var búist og til þriðju stórorustu á Kyrrahafinu geti komið á þess- um norðurslóðum. En um það verður ekkert fullyrt að svo komnu. Attu dr um 1500 mílur frá meginlandinu og um 770 frá Dutch Harbor. Stríðið í Rússlandi Yfir síðustu helgi gerðu Þjóðverjar harða sókn á Rússa, einkum á tveim stöðum; það var við Kharkov og Sevastopol. Hafa þeir viðað að sér einum ósköpum af liði, bæði mönnum og skriðdrekum. Við Kharkov tóku Rússar hressilega á móti; báru nazar þar ekkert úr být- um, en biðu mikið manntjón, eða 2850 manns á tveimur dög- um. En í slíkt horfa Þjóðverj- ar ekki. Um Sevastapol hefir nú verið barist í fullar tvær vikur. Sú borg er stærsta flotavirki Rússa við Svartahaf og eina táfesta þeirra á Krím- skaga. Vigiínan þar er 15 mílna löng. Þrátt fyrir uppihalds- lausa sókn Þjóðverja þarna, er borgin enn í höndum Rússa. Bíða Þjóðverjar feikna mann- fall, en sóknina auka þeir þrátt fyrir það. Hefir verið sagt að þeir töpuðu sex mönnum á móti hverjum einum Rússa. — Rússar efldu lið sitt þar að nokkru um helgina og fóru þangað með meira af flota sín- um. En Hitler hefir sjáanlega hugsað sér að taka þessa borg hvað sem það kostar því þar er barist nótt sem nýtan dag. Á norður-vígstöðvunum, við Kalinin og Leningrad, hafa Þjóðverjar einnig eflt lið sitt og hert sókn til muna, en segja það þó ekki nema byrjunina. Hungur í Hamborg 1 Hamborg kvað vera alvar- legur skortur á nauðsynjavör- um. Leiddi til uppþots út af þvi síðast liðinn mánudag. Var verið að hlaða vagna ýmsum vörum er senda átti til þýzka hersins á Rússlandi. Reiddust þeir þessu, er að því unnu, og köstuðu einhverju af vöruköss- unum niður á strætið. Brotn- uðu þeir og þyrptust þar hundr- uðir að og hirtu það sem var í þeim. Var nokkuð af því kaffi og var flogist á um baunirnar, því kaffi hefir lengi verið fá- séð vara. Kom lögreglan á vettvang og reyndi að skakka leikinn, en á móti henni var tekið með grjóthríð. Að leikslokum voru 25 Þjóð- verjar teknir af lífi, hundruðir hneptir í varðhald, alt hafn- svæðið einangrað; sjö lögreglu- menn voru drepnir og nokkrir særðir. Höfðu sumir í uppþot- inu skammbyssur og kendi lög- reglan á því. Þjóðverjar heima fyrir eru afar óánægðir orðnir út af rekstri stríðsins. Þykir þeim mönnum hafa verið fórnað miskunarlaust og líta nú orðið svo á, sem þjóðin fái ekki risið undir her-úthaldinu. — Æskir fjöldinn að stríðið taki sem bráðast enda. ítalía tapar skipum Af fréttum að dæma í gær- kvöldi, hafa undanfarna fjóra daga staðið yfir grimmar or- ustur á Miðjarðarhafinu. Bretar voru að senda skipa- flota með vopnum og vistum til Malta-eyju og Tobruk í Afriku. Voru flotarnir tveir; kom annar frá Egyptalandi, en hinn frá Spáni. Fylgdu þeim brezk herskip og bandarísk flugför. Þegar flotarnir voru komnir vel á miðja leið, komu herskip Itala á vettvang. Var í sífeldum orustum átt það sem eftir var af leiðinni eða í fjóra daga. Fóru leikar svo, að flutningaskip Breta komust ferða sinna, en Italir töpuðu einu beitiskipi og að minsta kosti tveimur tundurspillum, auk nokkra smærri skipa; enn- fremur nokkrum flugförum. — Kannast Italir við nokkuð afi þessu skiptapi nú, en sögðu | áður þær fréttir, að þeir hefðu sökt 20 til 30 skipum af Bret- um, þar á meðal mörgum her- skipum Segja Bretar þessar fregnir ítala helberan tilbún- . ing; þeir hafi engu herskipi tapað og flutningsflotinn hafi nálega allur komist leiðar sinn- ar. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Svo mikil tíðindi þóttu hinir nýju samningar Rússa, Breta og Bandaríkjamanna, í Rúss- landi, að blöð komu út þreföld þann dag. f fyrsta blaðinu var frásögnin um ferð Molotov til London, í öðru til Bandaríkj- anna og því siðasta um 20 ára samninginn. Var fréttunum mjög fagnað af þjóðinni. • i • Með skipi er nýlega kom frá Englandi, voru 500 canadiskir hermenn, er þar hafa verið um hrið í hernum. Ástæðan fyrir komu þeirra var sú, að þeir höfðu sýkst, og verið ófærir til vinnu; þjáði þá bæði maga- veiki og gigt; var sagt hið raka loft á Englandi ætti illa við þá. • * * . Blöð í Frakklandi sögðu frá því í gær, að Þjóðverjum liði ekki vel út af fréttinni um að Bretar og Bandaríkin hugsuðu sér að gera innrás á megin- landið í Evrópu. Hafa þeir verið á ýmsan hátt að búa sig undir það og meðal annars með því, að snúa byssunum i vestur í Maginot-virkjum Frakklands. • # # Eftirlitsnefnd atvinnulausra í þessu fylki, gerir ráð fyrir að senda 300 verkamenn frá Win- nipeg til Arvida í Quebec til að vinna hjá Aluminum Company of Canada. Alls segir nefndin hér skráða yfir 2000 atvinnu- lausra. FJÆR OG NÆR Dr. Thorbergur Thorvaldson og frú frá Saskatoon, Sask., komu s. 1. mánudag til bæjar- ins; þau komu austan frá Tor- onto, hafa verið eystra þriggja vikna tíma. Dr. Thorbergur sat ársfund Royal Society fé- lagsins, sem hann tilheyrir, i Toronto og ennfremur fund Efnafræðisfélagsins í Hamil- ton, en dr. Thorbergur er for- seti þess félags sem kunnugt er; þau halda vestur innan tveggja eða þriggja daga. # * • Á samkomu Kvennasam- bandsins 27. júní í Sambands- kirkju, fer fram óvanalega vönduð skemtiskrá. Aðalræð- una það kvöld flytur dr. Kristj- án Jónasson, ungur læknir ný- kominn að heiman. Hann er sonur hins góðkunna læknis Jónasar Kristjánssonar. Ungir mentamenn að heiman hafa reynst íslenzku félagslífi hér svo mikill styrkur, að aldrei verður fullþakkað. Vér meg- um eiga von á góðu og fróðlegu erindi frá dr. Jónassyni. Til söng og hljómleika hefir og hið bezta verið vandað á þessari samkomu. Skemtiskráin verð- ur nánar auglýst í næsta blaði. • # # Frú Hólmfríður Pétursson, 45 Home St., Winnipeg og sonur hennar Pétur, lögðu af stað fyr- ir helgina austur til Kingston, Ont., í heimsókn til Lieut. Ólafs Péturssonar. Þau bjuggust við að verða eystra alt að því sex vikur. ÆSKUHUGUR Þá ímyndun æskunnar huga á eldingum ljósvakans fer, himininn, jörðina og hafið, í hrifning hann tileinkar sér. f kotbæ hann krýnir sig sjálfan til konungs,, á árroðans stund. Alt erfiði er honum leikur og unun að vaxta sitt pund. Vængjaður, frár eins og valur, vorlangan daginn hann flaug sumar-veg Jónsmessu sólar og sá yfir heimsskauta baug. 1 nesti’ hafði’ hann útþráar-orku sem almættis tilfinning knúða af eldfimri óró úr íslenzkum háfjalla hring. Hans flugstöð var Fljótsheiðin breiða og fjöllin, sem lágu í kring. f austrinu Bláfellið blasti i blámóðu dulrænum hring. í suðri var Sellanda fjallið sem svipmikið, hávaxið tröll. . í norðri stóð Kalborgin kolblá, hin kynlega álfkónga höll. Ungmenni fermd 7. júní á Lundar af séra Guðm. Árna- syni: Guðm. Leslie Guðmundsson sonur Björgvins og Rannveig- ar Guðmundsson, Lundar. Albert og Jóhann Jóhannson, synir Sigfúsar og Emilíu Jó- hannson, Lundar. Lorne Allan Johnson, sonur Einars og Sigurbjargar John- son á Oak Point. * * * Margrét S. Gíslason, til heim- ilis í grend við Akra, N. D., lézt 7. maí. Hún var 78 ára og hafði verið heilsuveil siðustu árirí. Hún var fædd á íslandi 27. feb. 1864, en kom 1883 til Banda- ríkjanna með foreldrum sínum, Mr. og Mrs. Sig. Sigurðssyni og nokkrum systkinum sínum, er voru átta alls. Hina látnu syrgja nú 3 þeirra, Guðrún og Eggert, er hún bjó hjá og Mrs. E. J. Shoemaker, Louisville, Ohio, er kom til að vera við út- förina; hin systkinin ásamt for- eldrunum eru dáin. Jarðarförin fór fram 12. maí frá Vídalíns kirkju; séra H. Sigmar jarðsöng. Líkmenn voru: E. O. Abra- hamson, Paul Nelson, B. Thor- vardson, J. J. Erlendson, T. Er- lendson, Wm. Sigurðson. * * * Helen Margaret Jónasson út- skrifaðist af Victoria spítala í Winnipeg 28. maí s. 1. í hjúkr- unarfræði með góðri einkunn og gullmeðalíu að verðlaunum. Foreldrar hennar eru Aðal- björn heitinn Jónasson smiður og Sigríður Finnbogadóttir Jónasson, Winnipeg. * # • John Dalman, smiður, lézt í Winnipeg 9. júní; hann var 66 ára, fæddur í Milwaukee. Út- förin fór fram frá útfararstofu A. S. Bardal, s. 1. fimtudag. • • • The Icelandic Canadian Club will hold a picnic for the mem- bers, their families and friends at City Park on Sunday, June 28th, at 2 o’clock. Plan to be there! Please phone Snorri Jonasson at 89192 or Hazel Reykdal at 71055 to let the Social Committee know that you are ooming. Races for the chiidren will commence at 2.30 Bring a basket lunch. Drinks will be provided. A further notice will appear next week. ‘SVERÐ OG SKJÖLDUR ÍSLANDS” Jón Sigurðsson FYRIR 55 ÁRUM (Úr Hkr. 16. júní 1887) Sjá, æskunni er guðseðli gefið. Sem gestur hún viltist hér inn. Hún finnur ei fullnægju á jörðu og flýgur um himininn. Hún send var frá sólkerfum hærri um syngjandi hnattanna geim. Hún kom hér sem farlóa á flótta er fann ekki leiðina heim. Því umvilt á útgörðum hnatta sem einbúi snýst þessi jörð. Hún kreppir að æskunni á Kaldbak, í kveðjum og aðbúnað hörð. Hún vængi hennar vægðarlaust stýfir, og vorhug í hausthuga snýr, unz önþreytt ''llinnar hækjum með örkuml mn jörðina flýr. J. S. fró Kaldbak Úr bréfi frá Minneota: Er það satt, að séra Matthías Jochumsson hafi gefið kost á að gerast prestur íslendinga í Ameríku? Það hefir heyrst hingað, að hann hafi beðið B Pétursson að útvega sér söfnuð hér vestra. • Cunardlínu-félagið varð fyrir $1,000 útlátum í New York um daginn fyrir að hafa flutt til Ameríku brjálaða konu. • Herra F. B. Anderson hefir ákveðið að flytja hér í bænum þrjá fyrirlestra á ensku um Is- land. í dag er 17. júní, fæðingar- dagur þjóðskörungsins og frelsisvinarins mikla, Jóns Sig- urðssonar frá Hrafnseyri; hann var fæddur 1811. 1 kvæði einu er Benedikt Gröndal orti um hann, nefnir hann Jón “sverð og skjöld Islands”. 1 öllu því er sagt hefir verið um þjóð- hetjuna mun fátt sannara vera. Sjálfstæðis þess, er ís- lenzk þjóð nú nýtur, á hún Jóni Sigurðssyni að þakka. Með greinum hans er hann nefndi “Hugvekjur til Islendinga”, og sem hann reit, er Friðrik VII Danakonungur afsalaði sér ein- veldi yfir þjóð sinni, hvetur hann landa sína, að grípa þetta fækifæri til að halda fram sjálfstæðiskröfum Islands. — Hann leiddi söguleg rök að því, að þjóðin hefði aldrei selt frelsi sitt og ætti því fulla heimtingu á að ráða sjálf sínum málum; að landið hafi aðeins lotið kon- ungum, en aldrei Norðmönn- um eða Dönum. Þegar kon- ungur nú afsalaði sér einveldi, eigi Danir ekkert ráð yfir mál- um Islendinga. Stefna hans var að innlend stjórn yrði sett í landinu og að alþingi fengi löggjafarvald. Það var stefna Jón Sigurðssonar og henni hélt hann til dauðadags. Á þjóðfundinum 1851, þegar þröngva átti Islendingum til að láta af þessum kröfum, mælti hann hin ógleymanlegu orð: ‘Vér mótmælum allir”, sem ís- enzk þjóð mun ekki gleyma meðan hún er uppi. Þó Danir fengju lögfræðinga til að and- mæla Jóni, tæ ú hann mál æirra sundur svo rækilega, að jeir gátu ekki svarað því. Með stefnu Jóns Sigurðssonar, var grundvöllur lagður að sjálf- stæðisbaráttu íslands. En það var ekki hugmyndin að skrifa hér langt mál um jetta; það var aðeins hitt, að vér gátum ekki látið það tölu- blað, er dagsett er 17. júní, svo út koma, að þess væri ekki minst um leið, að sá er afmæl- isdagur þess er Matthías kvað um: Snillingur snjalli! snild þína skyldi lofsælum leyfa ljóðstöfum þjóð meðan í æðum oss vitum fossa, mæringur dýri, móOurlenzkt blóð. Þingmenn á sambandsþingi eru margir búnir að stinga upp á, að þar sem í sumar sé haldin 50 ára jubil-hátíð Victoríu drotningar, þá ætti sambands- þingið að gefa hverjum þing- manni 500 dollars auk venju- legra launa!! Frumkvöðlar Saga Jóns Sigurðssonar er lærdómsrík, ekki sízt fyrir Vestur-lslendinga fyrir það, að hún gerist að mestu erlendis. þessa betliríis eru þeir, sem mest klaga undan fjáreyðslu stjórnarinanr.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.