Heimskringla - 17.06.1942, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1942
DANIR BORGA FYRIR SIG ....
Margir danskir fríliðar eru í her sameinuðu þjóðanna
og eru með því að flýta þeim degi, “að Danmörk verði aftur
frjálst iand”, eins og Kristján konungur bað í nýársræðu
sinni. Spitfire flugvélin á myndinni er fyrir peninga hinna
frjálsu Dana í Bretlandi keypt, sem margar fleiri og er
þeim af Dönum stjórnað í flugliðinu. Flugstjórarnir hjá
vélinni eru Danir.
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
EMILIA MATHEWS
(Æfiminning)
Þann 19. febrúar síðastliðinn
andaðist að heimili sdnu á Oak
Point, Man., húsfrú Emilía
Mathews, kona Ottos Mathews,
fertug að aldri.
Emilía sál. var fædd á Gimli
14. febrúar 1902. Foreldrar
hennar voru: Andrés Jónsson
Skagfeld frá Hryggjum í
Skagafirði og Steinunn Þórar-
insdóttir, ættuð úr Fljótsdals-
héraði. Höfðu þau búið lengi í
Geysis-bygðinni i Nýja-íslandi
og voru nýlega flutt burt það-
an. Sama árið og Emilía fædd-
ist fluttust þau vestur í
Grunnavatnsbygðina og sett-
ust þar að. Bjuggu þau þar
um tuttugu ár, og þar ólst
Emilía upp. Árið 1922 fluttist
fjölskyldan til Oak Point, og
þar dóu foreldrarnir, Stein-
unn árið 1929 og Andrés árið
1938.
Árið 1928 giftist Emilía Otto
Mathews, syni Björns og Guð-
rúnar Mathews, sem lengi
bjuggu rausnarbúi á Siglunesi
við Manitoba-vatn, en hafa nú
um allmörg ár átt heima á Oak
Point. Þau Otto og Emilía
bjuggu þar frá því þau giftust
þar til hún dó. Stundaði hann
þar fiskiveiðar á vetrum og
einnig að nokkru leyti land-
búnað. Þau eignuðust fjögur
börn, sem öll lifa móður sína,
og eru nöfn þeirra þessi: Evan-
geline, 13 ára; Orville, 11 ára;
Eelenore, 9 ára; og Marvin, 7
ára. Af alsystkinum Emilíu
eru þessi á lífi: Valgerður, Mrs.
H. Johnson í Winnipeg; Stef-
anía, Mrs. Fr. Friðfinnsson, í
Winnipeg; Jóhanna, Mrs. P.
Sveinsson, að Sandy Hook,
Man.; Clara, Mrs. G. Breckman,
á Oak Point; Halldóra, Mrs. S.
Mathews, á Oak Point; Sigur-
björn Steinke á Oak Point, og
Stanley, í Winnipeg. Ein hálf-
systir er á lífi, Mrs. V. Freeman
í Winnipeg, og ein systir Kristín
að nafni, Mrs. O. Thorsteinsson,
andaðist fyrir allmörgum ár-
um.
Hin framliðna var fríð kona
sýnum, tápmikil og starfsöm
og ágæt húsmóðir. Hún var
vel gefin, glaðlynd, kjarkmikil
og bjartsýn. Þrátt fyrir lang-
varandi heilsubrest, leysti hún
skyldustörf sín af hendi með
sterkri þolgæði, og var ávalt
jafn glaðleg og vingjarnleg í
viðmóti. Eiginmanni sínum
var hún góð kona, börnum sín-
$jiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiHniiiiiniiiiinMiiiiiiiiiinHiinii[iiiniiiiHiiiiiv
I INSURANCE AT . . .
I 5
REDUCED RATES
| i
Fire and Automobile 1
I * í
1 STRONG INDEPENDENT |
COMPANIES
= E
j McFadyen j
j Company Limited j
| 362 Main St. Winnipeg |
Dial 93 444
♦miinilraiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiK#
um góð móðir og öllum sínum
ættingjum og vinum trúlynd og
trygg. Hún hafði fallega söng-
rödd og hefði eflaust getað orð-
ið söngkona betri en í meðal-
lagi, ef hún hefði notið nauð-
synlegrar kenslu í þeirri grein.
Liggja sönghæfileikar í ætt-
inni: Sigurður Skagfeld söngv-
ari og hún voru bræðrabörn.
Að öðru leyti var hún vel
greind kona, skemtileg í sam-
ræðum og hafði einkar þýtt og
aðlaðandi viðmót.
Með fráfalli hennar er mikill
harmur kveðinn ekki aðeins
eiginmanni hennar, börnum og
öðrum nánum aðstandendum,
heldur og öllum, sem hana
þektu. Fjörutíu ár eru ekki hár
aldur. En Emilía sál. ávann
sér traust, virðingu og vináttu
fjölda margra, yfir höfuð allra,
sem kyntust henni, á sinni
stuttu æfi. Hennar er sárt
saknað af mörgum og einlæg
samhygð þeirra allra fylgir
börnum hennar og eiginmanni,
er þeir minnast hennar með
þakklæti fyrir viðkynninguna
á liðnum árum.
Hún var jarðsungin á Oak
Point að viðstöddu miklu fjöl-
menni, sem fylti samkomuhús
bæjarins. Sá sem þessar línur
ritar, talaðj nokkur minningar-
orð á islenzku og ensku.
G. A.
BRÉF TIL P. B.
Kæri vinur Páll Bjarnason:
Mikið yndi hafði eg af að
lesa pistil þinn í Hkr. til mín.
Þetta, sem okkur greinir á,
er ekki stórt atriði. Aðeins
það, að hr. S. Thorkelsson hefði
ekki framið neina höfuðsynd
með því að efast um að Rúss-
land væri sú þjóð, sem gæti
gerst alheimsfyrirmynd eða
menningarvörður nýrrar menn-
ingar fyrst um sinn, að minsta
kosti. Og sannast að segja
fanst mér þú hlaupa þar á
hundavaði, að fara að dæma
um ritverk, sem enn var ekki
komið út að fullu. Mér virtist
þú taka þarna sprett til að
koma fram þinni gömlu og úr-
eltu trú á kommúnisma.
Eg hélt þú værir nútímamað-
ur og skildir betur nútíma
framfarastefnur, en raun varð
á.
Eg met þína kristilegu hug-
sjón, en veit ekki hvaða erindi
Kristur átti inn í þetta tal okk-
ar. “Symból” eru hlutir sem
margir hafa flaskað á; einkum
þegar þau eru dogmatiseruð.
Eg hélt þú vissir að dogmatík
í öilum heimsmálum er að
tapa gildi sínu og á ekki leng-
ur samleið með vísindunum.
Eg hélt að þú vissir að 20.
öldin er ö'ld vísindanna og að
dogmatískir sérar eru orðnir
léttir á vigtinni nú á dögum.
Eg hélt þú vissir að kapital-í
isk dogmatík er í dauðateygj-
unum.
Eg hélt þú vissir að kristnin
átti aldrei neina hagfræði, að
hún var einungis sálræn og sið-
.fræðileg bylting. Og að í þeirri
byltingu var kristna menningin
stofnuð. Sameign var sú eina
hagfræðishugmynd, sem hún
átti. En slík sameign væri ó-
framkvæmanleg í nútíðar þjóð-|
félagi. Nú verður sameign að;
verða alþjóðleg undir þjóð-
stjórn, eins og Rússar hafa|
það, og eignum þjóðarinnar!
stjórnað eftir hagfræðisreglum. j
Sama er að segja um gjaldeyr- j
inn, hann verður að vera þjóð-j
leg sameign. Verðmiðillinn!
verður að vera þjóðlegur og^
verðið bygt á framleiðslunni —
cost price. En renta af pening-
um verður að hverfa úr sög-
unni. Lánstraustið (credit),
verður að vera í höndum
stjórnarinnar. Þá, og ekki fyr,
verður verkalýðurinn frjálst
fólk er ekki þrælar, eins og nú.
Hinn kristni kommúnismi er
því óframkvæmanlegur nú á
dögum eða í framtíðinni.
Eg er þér alveg samdóma um
vora kristnu hugsjón. En það
má klæða hugsjónirnar mis-
jafniega. Og eg vil ekki klæða
mina hugsjón í gamlar druslur
hins gamla tima, heldur í klæði
nútíðar þekkingar og vísinda-
legrar reynslu.
Vor gamla rikishugmynd
verður að víkja og í hennar
stað koma að nýju ríki, sem vér
sjáum nú í myndun í Rússlandi
og víðar, þó hægt fari. Og
sama gildir um kirkjuna, hún
verður annaðhvort að samein-
ast á grundvallar prinsipum
eða deyja.
Menn hefir oft greint á um
það hvernig eigi að skýra hug-
takið frelsi. En fáir munu
skýra það eins og þú. Eg hefi
að sönnu heyrt menn tala um
alferlsi, og átti það að þýða að
alfrjáls maður ætti að vera
hafinn yfir lög og reglur, eins
og sumir kirkjumenn og páf-
inn.
Þú gerir gys að þeirri stað-
hæfingu að “lögin séu betri en
mennirnir sem búa þau til.”
En hitt myndi réttara — eða
nær sanni — að misbrestur í
réttarfari eigi fremur rót sína i
dóms úrskurðum og vitnaleið-
slu.
Mér finst þú ganga út frá
því, að alfir menn séu, frá nátt-
úrunnar hendi svo ful'lkomnir,
að engra laga þyrfti við.
Eg las einu sinni bækling um
“Circumstantial Evidence”, er
vel sannar þessa staðhæfingu
mína. Þessi bæklingur var rit-
aður á ensku máli af Páli
nokkrum Bjarnasyni í Wyn-
yard. Þú kanske kannast við
þann náunga. Fyrir þann
bækling fékk eg all-mikið álit
á P. B. Og síðan hefi eg séð
nokkur kvæði eftir sama höf-
und, og leyfi mér að telja hann
í hópi vestur-íslenzkra skálda.
En þrátt fyrir það leyfi eg mér
að gera smávegis athugasemd-
ir við sumar staðhæfingar
hans — eða þínar — þó við sé-
um áreiðanlega skoðanabræð-
ur í mörgu.
Þú segir: *“Frelsið liggur í
því að fá að haga sér í öllu
samkvæmt boðum alheimslög-
málsins.” Bf nokkurt alheims-
lögmál væri til annaðenlögmál
orsaka og afleiðinga, þá yrði
að leita þess víðar en hjá mann-
inum. Ef mennirnir stjórnuð-
ust af alheimslögmáli — ein-
hverju órjúfandi náttúrulög-
máli, þá þyrftu engin lög, eng-
ar endurfoætur, ekkert frelsis
hjal. Það má benda á að frelsi
— algert frelsi er hvergi til í
náttúrunni. Það er háð örlög-
um tíma og rúms, sem aðeins
sögulegum og líffræðislegum
atvikum. En það frelsi sem
vér vanalega ræðum um, eru
þau lög og reglur, sem vér sjálf-
ir setjum oss, hver fyrir sig eða
heil þjóðfélög — eða félags-
deildir, hvað svo sem alheims-
lögum líður. Ef vér ættum að
fara að apa náttúruna, því þá
eigi að taka hundana, kettina,
svínin og sauðina til eftirdæm-
is. Náttúran hefir aldrei gefið
oss aðra hagfræði en nauðsyn,
en nauðsyn brýtur stundum
helgustu siðferðislög. En ef
ekki væri nauðsyn á þessu og
hinu hver myndi þá vera að
ræða um rétt og rangt. Þau
lög sem mest ber á í nátúrunni,
eru lög máttarins. Sá sterki
kúgar þann máttarminni. Nei,
vinur, allar vorar framfarir til
jafnréttis, frelsis og farsældar
er bygt á því að rjúfa og breyta
lögum náttúrunnar. Og um
það frelsi — vort frelsi, erum
vér ávalt að ræða. -— Já, jafn-
rétti! Eins og það sé hægt að
gefa öllum jafnan rétt. Þeir
sem útbýta jafnréttinu, vilja
jafnan hafa betri endann. Svo
þegar vér erum að biðja um
jafnrétti, þá meinum vér þann
rétt, sem aðrir hafa tekið sér
yfir oss. Sá kúgaði vill fá rétt
til að verða kúgarinn. Og með
því að biðja um meiri rétt en
vér höfum, erum vér að viður-
kenna vanmátt vorn. Hví ekki
að taka þann rétt sem vér álít-
um að oss beri. Eða eigum vér
að bíða þangað til jafnréttið og
frelsið kemur til vor. Eða er
nóg að ímynda oss að vér séum
kommúnistar, kristnir, demó-
kratar, frjálslyndir og dygðug-
ir án þess að reyna að taka
þann rétt og með líferni voru
sýnum að vér séum meira en
málugir humbugistar.
Og því að vera að hlaupa
þúsundir ára afturábak. Var
ekki kristinn kommúnismi
sniðinn upp úr hinum gamla
kommúnisma, þar sem var einn
herra en allir hinir þrælar. Lít-
um á Stalin og Hitler, þeir eru
andlega náskyldir. Báðir hafa
stofnað það sem á ensku máli
er nefnt State Capitalism. Báð-
ir eru að berjast um heimsvöld,
völd til að geta kúgað aðra. Og
hvað gerði kirstinn kommún-
ismi fyrir heiminn? Nei, við
verðum að bíða lengui;, þú og
eg. Vorri frelsishugsjón er
ekki fullnægt enn. Eða þá að
við erum flón, sem sjáum of-
sjónir. Nýja heimsbyggingu
þarf að reisa. En hana verður
að reisa á rústum þess gamla.
Og í hana má nota margt af því
sem hin gamla bygging hefir
inni að halda. En það þarf
meira en orðin tóm til að
byggja musteri nýrrar heims-
menningar. Og hún kemur ekki
á þremur dögum eins og must-
eri Gyðinga forðum.'VOg til
þess þurfum vér betri Archi-
tects heldur en þá Stalin og
Hitler og þó vær bættum
Roosevelt við.
Þinn, í vináttu,
S. B. Benedictsson
ULLIN OG GEITARHÚSIÐ
Frá upphafi sögunnar hafa
trúmálin átt mikinn þátt i
hugsanalífi mannkynsins og
næstum ótrúlega stór hluti
mannlegs erfiðis hefir ávalt
^engið í það, að annast þau
mál eftir beztu getu. Tugir
miljóna eru enn helgaðir þeirri
hugsjón að leiða mannkynið til
hins rétta vegar í þeim efnum,
þótt leiðbeiningarnar séu að
sönnu ærið mismunandi. Og
foersýnilega eru margir meðal
þess grúa haldnir af þeirri trú,
að þeir séu virkiJega að vinna
þarft og sáluhjálplegt verk.—
Annars hefði sú hreyfing verið
oltin um sjálfa sig fyrir löngu
og forsómuð með öllu. Einnig
lýsir það hve frjór í upphafi
hefir verið sá jarðvegur, sem
ölilu því útsæði hefir getað gert
sæmileg skil um árþúsunda
raðir.
Ekkert er eðlilegra en það, að
ríkt meðvitundarlíf vilji grensl-
ast eitthvað um orsakir sinnar
eigin tilveru og geta einhverju
til um tilgang sinn og örlög. Og
þegar á það þroskastig er kom-
ig, er ekkert undarlegt þó það
ósjálfrátt álíti sig þann brenni-
pungt, sem tilveran öll eigin-
lega snúist að mestu um. En
einmitt vegna þeirrar tilfinn-
ingar verður hugsunin um hin
trúarlegu efni oft á tiðum svo
háð,að niðurstaðan er í regl-
unni einkar barnaleg. Hinum
ótrúlegustu ályktunum er hald-
ið fram sem óyggjandi vissu
því svonefndur innblástur og
trúarreynsla eru látin gilda í
stað rannsókna. Staðreyndir
og vísindalegar tilraunir hafa
þar ekkert að sgeja, því ein-
hver óskiljanleg innri tilfinn-
ing er hæstaréttar-dómari í
þeim sökum.
En af öllu þessu leiðir það
að sjálfsögðu að öll trú verður
nauðsynlega að vera blind. Þar,
sem nægar sannanir liggja fyr-
ir hendi, þarf engrar trúar við;
og hún á þar ekki heima. Sú
trúin, sem er blindust, er því
hreinust og rétthæst á sínu
sviði, hversu fáránleg, sem hún
kann að virðast í augum þeirra,
sem eru að reyna að grafast
fyrir um lögun, tildrög og eðli
tilverunnar. Kaþólskan, til
dæmis, er vafalaust feikna frjó
og mikil trú.
Það hefir löngum verið verk-
svið hinna skýrari leikmanna á
þessari jörð, að ígrunda og
rannsaka eðlislögmál og starfs-
aðferðir náttúrunnar og hefir
þeim orðið all-nokkuð ágengt í
þeim efnum á nærliðnum öld-
um, þótt mikið sé þar eftir en
ókannað. Þeir aftur á móti, sem
ganga með trú á einhvern yfir-
mannlegan guð, og sérstaklega
þeir, sem hafast við á þVí að út-
breiða þá eigind, hafa jafnan
hvorki hvöt né getu til að hefja
sigurvænlegt grufl í völundar-
hús náttúrunnar. Trúin er
þeim það tjóðurband, er tak-
mörkin setur, áður en langt
leitast. Því má það teljast ó-
vanaleg hressing að fá frá
presti aðra eins hugvekju og
þá, sem séra Guðm. Árnason
lét birta í Heimskringlu 8. apríl
þessa árs, og sem hann nefnir
“Leitin eftir guði.”
í gullbrúðkaupi
Sigtryggs og Jóhönnu Ólafsson (fyrir nokkrum árum)
Af vormorgni æskunnar margt er að sjá
meðlæti drottins sem alt ber í haginn,
lækirnir blá-tæru líða framhjá
liljurnar vökva þeir bökkunum á
líða svo áfram með ljósgeisla stöfum í æginn.
Lífið þar brosandi lék sér um völl,
lofandi drottins hátignar veldi
indælar raddir og ununin öll
yfir þær gnæfðu um blómanna völl
ljómaði alt í himneskum hátignar eldi.
Eg gekk þar um reiti og hugsaði heim
til himneskra bústaða föðurs í sölum,
hvert helgara mundi í höllunum þeim
og hljómurinn dýrðlegri vorfugla hreim
þeim er eg heyrði á blómanna dáfríðu bölum
Sá eg þá standa í ljósgrænni laut
með lifandi einkennið fagra og dýra,
fífil og sóley þeim frelsið í skaut
fallið þar hafði á örlaga braut
forboða þann er engin má tunga útskýra.
Þau sögðu: Ó lífið þótt komið sé kvöld
er kringt alt með drottins hátignar ráði,
við höfum nú lifað hér hálfa um öld
í hringferðum tímans við gæðanna fjöld,
uppskera mun hver er hann í tímanum sáði.
Lífið oss öllum er leynt hér um stund
svo líta þér fáið skaparans prýði
þá búinn er tíminn í blómanna lund
við búumst til ferða á útvaldra fund
á gullfögrum torgum með englanna himneska liði.
Magnús Einarsson