Heimskringla - 17.06.1942, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.06.1942, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚNl 1942 Hcitnskringla (StofnuB 18S6) Kemur út á hverjum mtBvlkudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winntpeg Talsiml: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgiat fyrirfram. Ailar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öli viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstfóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 17. JÚNl 1942 KIRKJUÞING FRJÁLSLYNDRA Hemskringla vill minna á kirkjuþing hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í NorðurMAmeríku er haldið verður í Winnipeg, að þessu sinni. Það hefst að kvöldi föstudagsins 26. júní og stendur yfir fram á mánudagskvöld. Þetta er tuttugasta þing frjástrúuðu íslenzku kirknanna hér vestra. En þær hafa nú verið að starfi miklu lengur eða yfir 50 ár. Á kirkjuþingum er litið yfir heildarstarfið og áætlanir gerðar um það, hvernig verkum skuli hagað á kom- andi ári eða árum. Maður getur kallað það starfsreksturs-hliðina á málunum. En við það situr ekki. Hugsjónin er þar eigi síður ráðandi í verki. Þar eru menn af hvaða trúar-sauðahúsi sem eru, boðnir velkomnir og ekki einungis það, heldur einnig til að leggja hvað sem þeim sýnist til málanna um víðsýni í trúar- efnum. Þetta starf kirkna þessara er svo mikilsvert, að vér hikum ekkert við að telja það hina merkilegustu hreyf- ingu, sem á meðal þjóðarbrotsins hér hefir af stokkum hlaupið, og í vissum skilningi með íslenzkri þjóð. Hún er verðmæt í hinum eiginlega skilningi, sem starfið hvílir á, að þvi leyti, sem hún beinir að vísindalegu viðhorfi trúmála, iþví sem nú er gert orðið við sögu mann- kynsins í heild sinni. Biblía þeirrar hug- sjónar er, sem dr. M. B. Halldórsson vék að nýlega, lög náttúrunnar umhverfis oss, frá smæstu eindum til hinna stærstu sólkerfa ásamt sálarlífi mannsins, eða viðhorfi hans gagnvart tilverunni. Þeg- ar hugsjónalif mannanna er ekki i sam- ræmi við þá þekkingu sem menn hafa öðlast á lögum þessum, þá stíflast öll sönn þróun mannsandans og þroskasag- an verður ekkert annað en misstigin spor sem of oft hefir sýnt sig. En eins og öll önnur félagsstarfsemi, á viðleitni hinna frjálstrúuðu kirkna einnig sín félagslegu verðmæti, þau, er efla átökin og stæla og æfa sálar og líkams þróttinn er eykur manngildi hvers eins á sama tíma og það hefir sín góðu áhrif í þarfir heildarinnar. Þessi verðmæti sjást mönnum mjög oft yfir og ekki sízt ér um kirkjustarfsemi yfirleitt er að ræða er hugsjónalega þyk- ir döguð uppi. Jafnvel þó það megi með sanni um margar kirkjur segja, á félags- starf þeirra sína kosti. Hitt verður auð- vitað að játa, að það rýrnar einnig, er í hugsjónalegu myrkri er setið og róið sér. Það er ekki kunnugt, er þetta er skrif- að, hvað sérstaklega fer fram á þessu þingi. Hitt er vist að þar verða nú sem fyr fyrirlestrar fluttir og ýmsar skemti- samkomur haldnar, er gera munu þeim stundirnar unaðslegar, er þar verða staddir. Og þar væri óskandi, að sem flestir Islendingar væru og sætu þingið sem oftast. Þar verða og gestir úr mörgum íslenzku bygðanna, sumir vinamargir og góðkunnir, en of sjaldséð- ir hér; þá ættu menn að vera svo þjóð- ræknir að finna að máli. í þessu blaði verða auglýsingar birtar fram að kirkjuþingi um það er fram fer, sem athygli manna skal vakin á að lesa, svo þeir viti hvers þeir megi eiga von þann eða hinn daginn. Þingið ættu menn að sækja, sjálfum sér til fróðleiks og skemtunar eigi síður en til styrktar einu merkilegasta félagsmáli vor íslend- inga. Berskan gefur hugboð um manninn eins og morguninn um daginn. MIKILVÆGUR SAMNINGUR Það mun mörgum virðast sem nýju samningarnir milli Rússa Breta og Bandaríkjamanna séu heldur síðbornir til þess, að geta heitið mikilvægir fyrir þetta stríð. En svo er ekki. Stríðs- samningar þeir sem áður voru milli þess- ara landa frá 1941, þurftu endurnýjunar við á þessu ári. Auk þess eru nú horfur stríðsins þær, að óhjákvæmilegt er að Bretaher og Bandaríkja komi meira til skjalanna á meginlandi Evrópu, en þeir hafa í seinni tíð gert. Það er svo lengi búið að ganga, að Hitler þurfi ekki að eiga við nema eina þóð i einu, að ósak- næmt væri þó breyting yrði á því. Og það er nú einmit stóra atriði þessa nýja samnings, að Bretar og Bandaríkjamenn lofa á árinu 1942 sókn á meginlandi Ev- rópu að vestan á Þýzkaland. Margt annað, eins og ný loforð þessara þriggja þjóða um aðstoð á allan hátt í stríðinu, ætti að efla vonina og traustið á sigur á meðal þeirra innbyrðis og annara sam- herja þeirra. En annað mikivægt atriði samningsins er það, að hann er gerður til 20 ára og áhrærir því skipulagningu alla eftir stríðið. Um hana vitum við ekki, nema eitt stórvægilegt atriði, en það er i því fólgið, að engin sigurþjóðanna krefst neinna landa, en hugsa sér að endurreisa hinar yfirunnu þjóðir eftir því sem föng eru á. Verður þá ekki sagt að fyrir engu sé að vinna. LIDICE-HRYÐJUVERKIÐ Glæpirnir og hryðuverkin sem Hitler hefir framið í þessu stríði virðast ekki eiga sér nein takmörk. En eitt versta verk hans af því tæi, mun þó verða talið það, er hann framdi síðast liðinn mið- vikudag í þorpinu Lidice í Tékkósló- vakíd. 1 þorpinu bjuggu 1200 manns. Það er skamt frá höfuðborginni Prag. Að boði Hitlers var hver einasti karl- maður í þorpinu tekin og skotinn. Að því búnu lét hann reka konur og börn burtu úr þorpinu, lagði eld i það og ger- eyddi. 1 þýzka útvarpinu í Prag, var um leið og frá þessu var skýrt, sagt, að ástæðan fyrir því væri sú, að grunur hefði leikið á því að í þorpinu væru þeir tveir menn faldir, er myrtu Reynhard Heydrich, fyrir tveim vikum. Heydrich var yfir- maður, eða eins og útvarpið nefndi það, verndari Bæheims og Moravia. Hann var á ferð eftir bugðóttum fjallvegi, er hann var særður sári, er síðar varð hon- um að bana. Daginn eftir voru 25 aðrir líflátnir i Prag og 6 í Brunn, af þessari sömu á- stæðu. Það varð að gera sagði Prag- stjórnin vegna óvissunnar um að morð- ingjarnir hafi verið á meðal þeirra er í Lidice voru drepnir. En alls hafa nokk- uð á fjórða hundrað verið líflátnir út af þessu á 14 dögum í Tékkóslóvakíu. En þó þarna virðist nú mikið hafa verið aðgert, á alls ekki við það að sitja. Þjóðverjar hafa í hótunum við íbúa allra hinna yfirunnu landa, að verra en þetta skuli af því leiða, ef þeir snerti hár á höfði nokkurs Þjóðverja. 1 skeytum frá Berne í Svisslandi var búist við að þessari nýju hótun væri sér- staklega beint að Prag, París, Amster- dam, Póllandi og Júgóslavíu. Telst nú svo til, að Þjóðverjar hafi í hefndarskyni, sem hér um ræðir, alls látið svifta 500,000 manna lífi. Telja Pólverjar sér 90,000 af þeim, en Júgó- slavar 350,000! Sagan getur margra blóðþyrstra þorp- ara. En verður ekki leit á, að nokkur þeirra hafi beii)línis í hefndarskyni látið drepa hálfa miljón friðsamra borgara, er stríðinu hafa ekki komið nærri, eins og Hitler hefir gert? VANRÆKSLA MIKILVÆGS MÁLEFNIS Atburðir hinna síðustu ára hafa fært hverjum manni heim sanninn um það. að friður í heiminum verður ekki trygður án alþjóða samstarfs og félagsstofnunar af sama tæi sem Þjóðabandalagið var. Ekki aðejns stjórnendur þjóðanna sem voru meðlimir Þjóðabandalagsins, held- ur einnig einstaklingar þeirra þjóða, urðu með vanrækslu sinni og hirðuleysi, valdir að hinum hryggilegu afdrifum þess. Svo þung gjöld vanrækslu sinnar bera þessar þjóðir nú á tímum, að með sanngirni ætti að mega vænta almenns áhuga i framtiðinni á þeim málefnum sem bandalagið helgaði starf sitt. Stuðningsfélög Þjóðabandalagsins á Bretlandi, Canada og öðrum löndum sem bandalaginu tilheyrðu, reyndu að fá almennan stuðning til að tryggja frið í heiminum á þann hátt. Á Bretlandi varð stuðningsfélagið öflugt og hafði all-mikil áhrif á ríkisstjórnina. En hér í landi var stuðningsfélaginu, og þeim megin- atriðum sem Þjóðabandalagið barðist fyrir, sýnt alment áhugaleysi og sorg- legur skortur á stuðningi. Það er því nær ótrúlegt, að jafnvel nú, hefir stuðn- ingsfélag vort aðeins 2,510 meðlimi — fáum hundruðum fleiri en síðastliðið ár, samkvæmt skýrslum frá ársfundi þess, sem haldinn var í Ottawa 30. maí síðast- liðinn. Þegar litið er á hið feykilega tjón sem íyrra heimsstriðið olli, og á þá hættu sem stafar af samkepnis-stefnunni, með hennar sívaxandi henbúnaði, virðist það undrunarvert að þjóðirnar skuli ekki hafa séð þve brýn nauðsyn er á verndar- stofnun slíkri sem Þjóðabandalagið átti að vera. Það var sökum andúðar upp- lýstra manna, í hinum ýmsu löndum, að stjórnir þeirra drógu sig út úr bandalag- inu, með þeirri röngu ímyndun, að eigin afl og úrræði væri betri trygging. Óvíða í Canada voru sterkari greinar af stuðn- ingsfélagi Þjóðabandalagsins en í Win- nipeg; og þó var stuðningurinn veikur hér. Ekki var þörf fyrir stórt húsrúm til fundahalda; og aldrei var þar full- skipað. Vantraustið á nytsemd Þjóða- bandalagsins var ein af þeim orsökum sem urðu því að falli. Menn sáu að þjóð- irnar rufu sína samninga; og í stað þess að geta trygt friðinn varð bandalagið aðeins valdalaust ráðgjafarþing. En það sem mönnum alment sást yfir var, að sú stefna var hættuleg; og hún leiddi til slysa að síðustu. Ef þeir hefðu áttað sig á því í tíma, að þjóðir heimsins hlytu að taka höndum saman til verndar friðin- um, og neytt sínar stjórnir til að taka þá stefnu, hefði mátt komast hjá þeim skelf- ingum sem nú dynja yfir heiminn. Það verður aldrei of vel brýnt fyrir þjóðunum, að þær verða áldrei óhultar fyrir stríði né fjárkreppum og þeim þrengingum sem þeim eru samfara, nema þær bindist samtökum sér til varnar; og að þær taki upp meira samstarf á allan hátt. Stuðningsfélög Þjóðabandalagsins ættu skilið, að þeim væri meiri gaumur gefin, og meiri aðstoð veitt; því þau eru sístarf- andi að útbreiðslu þekkingar og að- hlynningu sinna deilda á ýmsum stöðum. Því fleiri sem gerast meðlimir félagsins og greiða því sín smáu meðlimagjöld, því meiri fræðslu getur félagið látið i té. Hver maður sem gefur gætur að yfir- standandi stríði og tildögrunum til þess, að hinu sorglega liftjóni og hinni feyki- legu fjáreyðslu, hlýtur að sjá að heimur- inn, með þessu fyrirkomulagi, er ekki hæfur til íbúðar fyrir mannkynið. Og almenn hluttaka í aðgerðum sem miða til varnar gegn slíku böli, ættu að vera hvers manns áhugamál. Stuðningsfélag Bandalagsins ætti að vera eitt af öflugustu og starfsömustu félögum í landinu. Það ætti að hafa hundruð þúsunda af meðlimum og deild í hverjum bæ og hverju þorpi — nokkrar deildir í hverri stórborg. Ekkert mál- efni er mikilvægara fyrir nokkurn ein- stakling meðal vorrar þjóðar, hvert sem hann er verzlunarmaður, verkamaður, bóndi, eða hvað sem hann er, en að hrinda vorum gamla heimi í rétt horf, og sjá um að hann haldi því. Þetta málefni er engum óviðkomandi. Það er hlutverk þjóðanna sjálfra að afla starfsemi til stuðnings Þjóðabandalag- inu, eða öðru félagi sem hafi sama mark- mið. Enginn skyldi hugsa að sín aðstoð sé óþörf. Hugmyndin um samstarf þjóð- anna mun mæta sterkum mótþróa frá þeim mönnum sem óttast hvarfið frá einkaréttindum hverrar þjóðar, á fjár- málasviðinu. Samstarf og sameiginlegt öryggi verður aðal-atriði málsins; og það krefst aðstoðar hvers manns, sem af sárri raun umliðinna ára hefir getað skil- ið, að kjör mannlífsins í framtíðinni eru undir því komin að sú stefna verði tekin. —Úr Winnipeg Free Press. B. Um fegurð hefir verið sagt: Fegurð er vald; sverð hennar er bros. —Reade Fegurðin lætur á sjá, en dygðin varir. —Goethe Fegurð er blóm sem deyr um leið og það byrjar að springa út.—Shakespeare Fegurðin endist jafnlangt almanakinu —eitt ár. T. Adams SPRENGIEFNI MORGUN- DAGSINS Eftir Pearl S. Buck Afleiðingar af áróðursstarf- semi Japana í Asíu eru þegar að koma í ljós; það er ekki ein- göngu af því að þau vinnu- brögð séu kænlega útreiknuð og framkvæmd, heldur af hinu, að ibúarnir vita af gamalli og nýrri reynslu í kynningu við Englendinga og Ameríkubúa að Japanar fara ekki að öllu leyti með ósatt mál. Þeir segja að hatur hvítra manna á vissum þjóðflokkum með ákveðnum litarháttum sé nú enn meira og illvígara en nokkru sinni fyr. Daglegt út- varp frá Tokyo heimtar hinn hvíta mann rekinn út úr Asíu fyrir fult og alt, það minnir á arðrán og illa meðferð hvítra manna á innfæddum hermönn- um, og staðgreinir misþyrm- ingar Ameríkumanna á Filipps- eyjabúum og Englendinga á Indverjum. Þýzkaland gerir sitt til að ala á og auka þennan haturseld á Malayaskaganum og öðrum ná- grannalöndum; það staðhæfir að áhugamál og hagsmunir allra Asíu búa séu hin sömu og Japana, en ekki Englend- inga og Bandarikjamanna. — Þjóðverjar segja á þúsund vegu upp aftur og aftur, að blakkir, gulir og brúnir menn geti einskis réttlætis eða jafnaðar vænst af hvítum mönnum, vegna drambs þeirra og þjóð- ernis hroka. Okkur er hollast og heppileg- ast að viðurkenna hættuna sem felst i þessari áróðursstarfsemi Japana. Sannleikurinn er sá að hvítu mennirnir í Asíu hafa oft og mörgum sinnum breytt illa og fávíslega við hinn litaða bróður sinn þar. Það er ekki aðeins heimskulegt, heldur í fylsta máta hættulegt eins og nú er málum komið að viður- kenna ekki þann sannleika að einmitt í þessum hlutum er eldsneytið og íkveikjan falin fyrir komandi daga. Hver af okkur getur neitað þessum sannindum sem hefir séð hvítann lögreglumann berja staklausan kínverskan verkamann í Shanghai eða hvítan sjómann sparka í Jap- ana í Kobe og enskan skip- stjóra húðstrýkja indverskan kaupanaut. Hver sá sem hefir verið sjónarvottur að slíkum Austurlandasýningum sem þessum, og þar á ofan verið heyrnarvottur að hinu algenga fyrirlitningartali hvítra manna í garð þeirra innfæddu, getur aldrei gleymt hinu voðalega hatri í lituðu andlitunum og eldinum í dökku tindrandi aug- unum. Hver okkar er svo skamm- sýnn og heimskur að sjá ekki hvað þarna er ritað á vegginn með eldlegu letri. Hin hættu- legasta erkiheimska hvíta mannsins er sá hleypidómur er heimilar ómenninu að fyrirlíta konunginn ef hörundslitur hans er dökkur. Ef þessi fáviska væri aðeins bundin við hina lágu og smáu í okkar hópi, væri lagfæringin auðveld; en hér er ekki því láni að fagna, meðal okkar eru jafnvel fjölda margir góðir menn og gegnir svona blindir. Við getum ekki látið þennan áróður Japana eins og vind um eyrun þjóta. . Þessir hlutir eru geymdir í minni og meðvitund margra þjóðhollra banda- manna okkar á líkan hátt og Asíu búa sjálfra. Það geymist einnig óþægilega í minni hör- undsdökku Bandaríkjaborgar- anna sem geta ekki neitað þessum ásökunum Japana, en eru þrátt fyrir það trúir sínu fósturlandi. Þeir skilja vel að þó Nazisminn hafi ekkert að bjóða annað en dauðan í als- konar myndum, þá hafa Bret- land og Bandaríkin gefið þeim of lítið á liðnum tíma, og engin loforð fyrir framtíðina. Þeir standa samt við hlið okkar gegn Hitler, með fullum skiln- ingi á öllum málavöxtum. Þeir eru ekki vissir um að stríðið sé á enda þó Nazisminn sé brotinn á bak aftur og Japanar reknir til baka til eyjanna í Kyrra- hafinu; þeir vita að þeirra eigið frelSisstríð getur ef tii viLl haldið áfram gegn hinum hvítu bandamönnum þeirra. Sökum heilbrigðrar skynsemi ef ekki fyrir aðrar enn brýnni ástæður — ættum við líka að leitast við að skilja þann hræði- lega sannleika að stríðið er ekki nauðsynlega endað með falli Nazismans; við verðum að horfast í augu við afstöðu og kröfur hinna lituðu banda- manna okkar. Það er ekkert óráðshjal að fullyrða að þeir gætu orðið hræðilegir and- stæðingar. Ef við ekki nú þeg- ar í stað leggjum fram órækar og óhrekjandi sannanir fyrir einlægni okkar í þeirra mál- um fyrir komandi tíma, má svo fara að skamt verði stórra högga milli. Hvort sem Bretar átta sig al- gerlega á þessum málum eða ekki, þá verðum við Banda- ríkjaborgarar að skilja og við- urkenna að meginregla heims- veldis og nýlendu kenninganna er nú gersamlega útilokuð; til- vera þeirrar stefnu er dauða- dæmd. Við verðum að auglýsa öllum heiminum að lýðveldis- hugsjónin sé jafnt fyrir allar þjóðir, með sameiginlegum réttindum og ábyrgð. Við get- um ekki slegið slikum ákvörð- unum á frest með því að segja: “Látum okkur vinna stríðið fyrst.” Við getum jafnvel ekki unnið þetta stríð ef við ekki sannfærum okkar lituðu banda menn um að við berjumst við hlið þeirra eins og jafningjar og bræður, en ekki nein sér- stök yfirstétt. Hin dásamlega þolinmæði lituðu þjóðanna er á enda, þeir hafa ásett sér að öðl- ast fult frelsi og jafnrétti og ákveðið að hrinda af sér yfir- ráðum hvítra manna með þeirra arðráni og hleypidóm- um; ekkert afl getur brotið þennan ásetning þeirra á bak aftur. Vissulega getum við hagnýtt okkur þennan viljakraft þeirra ef við höfum framsýni til þess; ekkert gæti stælt og styrkt þá fyrir okkar málstað eins og full vissa fyrir því að hinir hvitu leiðtogar í raun og veru ætluðu sér að framkvæma alt sem þeir segja um jöfnuð og bræðralag. Indverjar vona að Englendingar gefi þeim fult frelsi ef þeir á annað borð fást til að lofa því. Þeir sem að nokkru þekkja Austurlandabúa og vita hve heitt þeir þrá fult og óskorað frelsi, er vel kunnugt að þeir eru fúsir að berjast til síðasta manns fyrir jafnrétti og bræðralagi í framtíðinni. En séu þeir ekki fyrir óhrekjandi staðreyndir sannfærðir um ein- lægan yilja og ásetning Eng- lendinga og Ameríkumanna í þessum efnum, gæti svo farið að margir hugsandi menn kæmu úr þeirra hóp, létu í ljós sínar leyndustu hugsanir með eftirfarandi oi’ðum: “Væri ekki heppilegast eftir öllum kring- umstæðum að leita samkomu- lags — ekki við Hitler, sem ofan á alt annað er hvítur mað- ur af allra verstu tegund — heldur við (Japani, og styrkja þá til að leysa okkur úr áþján hvítra manna. Hverjum meðalgáfuðum Asíubúa er ljóst, að auðveldara mundi verða í framtíðinni að hrinda af sér oki Japana einu saman, en slita gamlar og grón- ar viðjar hvítu sigurvegaranna frá umliðnum tímum. Fremur lítið hughreystandi í þeirra garð voru niðurlagsorð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.