Heimskringla - 17.03.1943, Qupperneq 3
WINNIPEG, 17. MARZ 1943
HEIHSKRINGLA
3. SlÐA
ÁRNI MAGNÚSSON
F. 24. maí 1866—D. 2. des. 1942
Með dauða hans er eikin
fallin til jarðar sem gnæfði yfir
nýgræðingin í Hallson bygð á
frumbýlingsárunum frá 1883
til aldamóta. Eftr það fóru
önnur tré að teygja sig hærra,
sem aðhlynningu fengu, og
andlegs áburðar nutu, en sem
hann fór algerlega á mis við,
nema það sem hann gat reitt
saman að afloknu verki einn
og annan dag.
Þrátt fyrir þessar hans erf-
iðu kringumstæður, kom það
fljótt í ljós að hann var flestum
færari i ensku máli bæði í
ræðu og riti, og því megnugur
að liðsinna þeim er þar strönd-
uðu. Það var lika vanalega
svarið til þeirra sem leituðu
með vandamál sín til nágrann-
ans, “Því miður get eg ekki
greitt úr þessu. Þú verður að
fara til Árna Magnússonar. —
Hann getur það, og vilja til
greiðvikni hjá honum er ekki
að efa.” Hann tapaði margri
stund frá eigin þörfum fyrir
svona kvabb úr ýmsum áttum,
en aldrei var tregða á hjálp-
seminni, þó óborgað væri með
öðru en hlýju handtaki og
þakklætis orðum. Það var ekki
annað til í þá daga. Smíðar
var hann hneigður fyrir, og
æfði nökkuð, og ýms nauðsyn-
leg áhöld til þess aflaði hann
sér við fyrsta tækifæri. En
eins fór með það og kunnáttu
hans með pennan, að óspart
var hann beðinn að laga til
eitt og annað á nærliggjandi
heimilum, og launin voru oft-
ast Htil eða engin.
Um það leyti et Menningar
félagið var stofnað á Garðar,
var hann tvítugur, og þá búinn
að lesa margar fræðibækur,
svo hann var hrifinn af stefnu
fél. En fjarlægðar vegna gat
hann ekki sótt fundi þess né
tilheyrt því. Á þeim árum
voru samgöngur erfiðar ef um
vegalengd til muna var að
ræða. Um 1890-93 var stofnað
kappræðufél. í Hallson. Má ó-
hikað telja hann hvatamann
að því. Það hafði marga
skemtilega og fræðandi fundi,
meðan það hélst við.
Hann var snjall í kappræðu
og var oft til með að taka þá
hiið málsins er hallloka fór
eina vikuna, og rétta hana við
hina, því oftast var sigurinn
dæmdur þeirri hlið er hann
fylgdi.
Ekki var þetta af neinni mik-
ilmensku því hann var yfirlæt-
islaus maður. En hann vildi
láta alt koma í ljósmál sem
þekt var við hvort málefni, Eg
heid að orðið ljósmál hafi verið
hans uppáhalds orð í fleirum
en einum skilningi. Mælingar
geta ekki orðið nákvæmlega
réttar nema í Ijósrúmi og ljós-
mál það tungumál sem skír-
ustu myndirnar dregur fram
og iengst seilist í þær eftir
nýju og auknu efni. Þar fanst
honum íslenzkan skara fram
úr, enda notaði hann hana ætíð
í samræðu er við íslending tal-
aði, þó enskan væri honum
jafn töm er á fullorðins árin
var komið.
Um líkt leyti og kappræðu-
féi. var við líði, var lestrarfél.
“Vestri” stofnað í Hallson, og
var hann einn af hvatamönn-
um þess og lengst af forseti.
Ekki sótti hann eftir opinber-
um embættum í sýslunni, þó
kunnáltu hefði hann næga til
að leysa þau störf af hendi. En
kosin var hann i hrepps em-
bætti, oft á mót hans eigin
vilja, t .d. var hann friðdómari
í Beaulieu hreppi um 40 ár,
og mörg þau síðustu var hann
til heimilis að staðaldri i öðr-
um hrepp. Þetta sýnir hvaða
traust fólkið bar til hans, enda
hefði verið hæpið að fá annan
hans, réttlætis tilfinning og
lögfræði héldust ætíð í hend-
ur. Ekki tilheyrði hann nein-
um trúarflokki, en verklega
sýndi hann trú sina með dygð-
ugu líferni og sjálfstjórn í orði
og athöfnum. Hann réttlætti
tilveru sína með því að auðga
andan í leit eftir meira ljósi og
sannleika.
Hann “gekk út frá því” að
andlegir áttavitar gætu hall-
ast ögn frá réttum depli, ef
þau öfl væru í nánd sem trufl-
un orsaka. Eftir dauða móður
hans breyttust trúarskoðanir
hans nokkuð, svo hann neitaði
því ekki sem hann hafði til-
hneigingu til áður. Eitthvað á
þessa leið heyrði eg honum
falla orð: Þó enga sönnun sé
að fá, sanngrundaða dauðum
frá. Við höllum okkur að því
enn, að eftir dauðan lifi menn.
Ötull stuðningsmaður var hann
allra mála er hann tók að sér.
Hann átti drjúgan þátt í að
prýða Minningarrit 50 ára
landnámshátíðarinnar á Moun-
tain 1928 með þáttum um fyr-
stu landnema í Dakota bygð-
unum íslenzku, fyrir utan að
vera í ýmsum nefndum hátíð-
inni aðlútandi. I riti því er
mynd af framkvæmdarnefnd-
inni, og má þar sjá góða mynd
af Árna. Ef hann hefði fengið
skólagöngu eins og æskulýður
fær nú, hefði hann staðið fram-
arlega í röð leiðtoga í þessu
ríki.
Árni var elzti sonur Magnús-
ar Guðmundssonar og Guðrún-
ar Guðmundsdóttir konu hans.
Hann var fæddur á Islandi í
Hálfdánatungu á Norðurlandi.
Með foreldrum sínum fluttist
hann til Ameríku 1876 í “stóra
hópnum” sem kallaður var og
settust fyrst að suðvestur af
MöðruvöHum við Islendinga-
og Magnús Daniel, sem öll eru
í Calif., ásamt móðir þeirra,
sem enn lifir þar. Magnús
Daniel fékk styrk til fram-
haldsnáms frá Juilliard tón-
listaskólanum í Bandaríkjun-
um til að ljúka þar námi. Þessi
styrkur er veittur þeim sem
skara fram úr við nám. Hann
er í New York síðan n. 1. haust.
Hann er 22 ára — fæddur í
Hallson, N. Dak.
Árið 1919 tók Árni að sér að
hjúkra manni sem krabbamein
hafði i andlitinu, það hefðu fá-
ir karlmenn viljað fara í spor
hans þá. Um það leyti fór
heilsa móður hans að bila, og
sjón hennar að þverra unz hún
misti hana alveg og var þá lika
orðin rúmföst. Hún dó 23.
marz 1923, 94 ára. 1 allri henn-
ar legu hjúkraði hann henni
einn og var slíkt annáls vert.
Á þessu tímabili gengu eig-
ur hans af honum svo ekki var
eftir nema fjórði partur af
heimilisréttarlandi Guðrúnar.
Hann gat ekki greitt sumt af
skuldum sem á honum hvíldu,
og mun það hafa legið þungt á
honum.
Við geymum það bezta en
gleymum því, þó gægist upp
léttvæg þokuský, í fari eins
eða annars hér. Mjög ábata-
vant því flestum er.
Eftir dauða móður hans,
hvarf hann burtu af heimilinu,
og hélt til á ýmsum stöðum.
Samt taldi hann þennan land-
blett og hús æ sitt heimili. Þar
voru bækur hans og ýms skjöl
geymd, — landnámssaga er
hann byrjaði að safna til um
þetta leyti, og ætlaði að eftir-
láta Thorstinu S. Jackson i bók
hennar er hún gaf út 1926.
Árni var seinvirkur en velvirk-
ur, svo lengri tími gekk í að fá
heimildir en búist var við í fyr-
meðferðinni. Hann leitaði Áma
lækninga í Cavalier og Lang-
don en árangurslaust. Svo fór
hann með hann til Drayton á
spítala 13. des. 1940.
Læknirinn þar sagði harnn
þurfa uppskurð, sem gerður
var 29. s. m. og tókst vel. En
brátt kom í ljós að annað og
verra var á ferð líka til að eyða
honum, það var krabbi í bein-
unum sem fór hægt en sótti
stöðugt á. Á þessum spítala
var hann út alla leguna nema
1 mán. júní 1941, að Einar tók
hanin iheim. Árna langaði til
að breyta ögn til og sjá gamla
heimilið um stund.
Alla þessa mán. sem hann
var á spítalanum vitjaði Einar
hans mánaðarlega og stundum
oftar, þó stundum væri slæm
færð og vegalengd báðar leiðir
um 100 mílur, og æfinlega tók
hann eins marga kunningja
Árna og komust í bílinn, til að
skapa honum þannig stundar
ánægju.
Þau hjón eiga þakkir skilið
allra bygðarmanna fyrir um-
önnun þeirra á honum, eins
Mrs. J. E. Galbraith í Cavalier,
sem reyndist honum mjög vel í
veikindunum.
Með skýra sansa var hann
til síðustu stundar að heita
mátti. Hann sá fréttablöð og
fylgdist með ýmsum málum er
þar voru skráð. Ekki þurfti
hann gleraugu til að geta lesið
nokkrar línur. Sínar löngu
þrautir bar hann með frábærri
stillingu. Ef hann var spurður
um líðan hans, var svarið ætíð
það sama: “Mér líður vel, það
er alt gert fyrir mig sem hægt
er.”
Hann dó 2. des 1942 og var
jarðaður þ. 7. við hlið móður
sinnar í grafreitnum “And-
vam” U/2 mílu frá heimilinu er
hann taldi sér í 60 ár. Einar
sá um útförina.
Prestarnir H. Sigmar og
Philip M. Pétursson fluttu
minningarorð í Hallson kirkju
yfif leifum hans. A. J. J.
VISUR
Eftir C. O. L. C.
Þegar ljóða gyðjan góð
geislum braga klæðist,
hýrnar auga hitnar blóð
hjartað endurfæðist.
Ef að sálar minnar mál
mátt og göfgi hrifin,
gæti kveikt það bræðrabál'
er breiddi frið um lönd og ál.
Inn þótt blæði undin sár
engin fær það kanna,
hefi eg lært að hylja tár
hlægja á fundum manna.
Ort eftir lestur greinar í
Iðunni eftir Stgr. lækni, sem
hann nefndi “Epli Iðunnar” og
fjallaði um yngingar tilraunir.
Eplum fjölgar Iðunnar,
ýmsan vísdóm geyma,
unaðs lindir æskunnar—
um allan skrokkinn streyma.
Laxness teygir lopann sinn,
langan æðiskendann,
ef eg næði í endan hinn
til ann^rs heims eg sendi hann.
VONAR BLóMIÐ
Sölna lauf á litlu blómi,
lifið sjálft er veikt,
velkist það í veðra hjómi
vindar geta feykt.
Traðkað blóm úr götu grómi
greip eg fölt og bleikt,
hélt það væri himinljómi
en hrakið blóm er veikt.
Oft þó lit eg lita fjöldin
leiftra blöðum á,
slikt sem þráir öll veröldin
útsýn dimmri frá,
þegar leyfa gleði gjöldin
glaða Ijós að sjá,
munum finna friðar völdin
fögru blómi hjá.
Tíminn er svo lengi að líða,
lifið finnur til.
Oft við þurfum ein að stríða,
ýmsu að gera skil,
andinn þreyttur oft má hlýða
úfnum veðra byl.
Tíminn er svo lengi að líða,
lífið finnur til.
Yndo
börn lifðu af. Móðirin var ein
sem ekki sýktist, og öll störf
þurfti af hendi að leysa úti og
inni. Árið 1881 fluttist móðir
hans til Dakota Territory og
nam land 2 mílur vestur af
Halison, sem nú er kallað.
Árni varð eftir í Winnipeg.
Hann fékk vinnu hjá ekkju
Thomas Burn’s, fyrsta fylkis-
fljót, og nefndu bæ sinn þar stu Thorstína gat ekki beðið
Húsabakka. Þar dó Magnús meg bókarútkomuna, sem kan-
1878 og tvö systkini Árna. Þrjú gj^ hefði þó verið betra fyrir
báða málsparta. Villur hefðu
orðið færri í bókinni, og rit
Árna komið fyrir almennings
sjónir. (Kanske getur það orð-
ið enn, og þannig reisi hann
sinn eigin mininisvarða.’ . Árni
var ekki ánægður með mynd
af móður sinni í bókinni, sem
konu Jóns Eyjólfssonar, sjá bl.
377. Guðrún giftist ekki eftir
skrifara Manitoba. Hann var lát Magnúsar. Þó líkaði hon-
þá 14 ára og litið bjargfær í | um enn ver hvað fráleit mynd-
ensku máli, en komst fljótt in var af skóginum á Tungár-
niður í því, næmur skilningur | bakka bak við heimili J. P.
og minni var samtaka í því. I Hállssonar, sjá bl. 138, og sagt
Nýja Islandi horfðist Árni í málað eftir upplýsingu Á.
augu við nálega alt sem ægi-, Magnússonar. í þann tíma var
legast er til í lífi manina. Þar j þar þéttur skógur, svo ekki
var hans byrjunar og háskóli. sást í gegn, hvorki til sand-
I þeim reynslu skóla tók hann hæðanna 2Vs> mílu N.V. eða
próf sem gerði hann að gildum Pembina fjalla 7—12 mílur
rnanni síðar. Það var oft þröngt þaðan.
í búi í Dakota á fyrstu árunum j Arni lifði við góða heilsu
og krepti að til muna, en smá-: fram yfir sextugt. Árið 1929
vægt var það borið saman við var hann skorinn upp í Grand
neyðina í N. íslandi, þegar ( Forks við kviðsliti, og í annað
ekki var annað til að borða en ] sinn 1931. Meðan hann lá á
kartöflubrauð og soðið hveiti- j spítalanum þar, vitjaði Hon.
korn. Kornið var bragðgott, en , o. B. Burtness hans tvivegis.
brauðið smakkaðist illa, hvað p,eir höfðu haft mörg bréfa-
svangur sem maður var.
skifti viðvikjandi pólitik og fl.
Árið 1883 kom Árni hingað; og voru til vina. Burtness var
suður til að hjálpa móður sinni ■ erindreki Calvin Coolidge for-
og 2 systkinum, Kjartan og
Sigurbjörgu, en hvarf til Win-
nipeg aftur um ársskeið til að
vinna, síðan hefir hann dvalið
'í þessari bygð óslitna veru.
Hann stundaði búskap með
móður sinni, þó hann væri við
aðra vinnu öðru hvoru eins og
áður er getið. Systkini hans
yfirgáfu heimilið von bráðara.
Sigurbjörg giftist hérlendum
manni, H. M. Menth, í Mon-
tana. Hún dó fyrir nálega 40
árum.
Kjartan giftist í Seattle,
WTash.', íslenzkri konu, Svönu
Jóhsdóttir Reykdal. Hann dó
í San Diegd, Californiu-ríki
1930. Árni giftist ekki, en skil-
ur þessi ættmenni eftir: Syst-
urdætur tvær, Evelyn og
Mamie Menth, og 4 bróðurbörn,
seta á landnámshátíðinni á
Mountain. Álits Árna leitaði
hann um mannval til Island^ á
þúsund ára afmæli fulltrúa
þings þess. Það var ætíð tek-
ið til greina hvað hann sagði
viðríkjandi einu eða öðru mál-
efni.
í nokkur ár eftir uppskurð-
ina leið honum vel, en 1938 fór
að bera á lasleik í honum, þó
hann gerði litið úr því. Það á- j
gerðist unz hann var ekki;
vinnufær lengur. Siðla sum-
ars 1940 tóku heiðurshjónin,
Dína og Einar J. Einarson,
hann heim til sín. Þau hafa
lifað í nokkur ár á móðurleifð
hans. Einar er sonur Jóns sál.
Einarsonar (Hnappdal). Vin-
fengi var mikið með Árna og
Jóni. Einar hefir erft þann j
hæfari i þá stöðu. Dómgreind i Árna, Sigurbjörgu, Theodore vinskap, og ekki rýrt hann i
i »i» y ua-
TILKYNNING
CANADA STENDUR ANDSPÆNIS ELDIVIÐAR-
ÞURÐ NÆSTA VETUR
ERT ÞÚ einn af þeim Canadisku húsfeðrum sem brendu girðingum,
hurðum og jafnvel gólfum til þess að vernda þig fyrir hörkum
vetrarins sem nú er að liða?
Eða ef til vill varstu einn þeirra sem með naumindum komst fram
úr vandræðunum?
Hvort heldur er, þá munt þú nú vilja búa þig undir næsta vetur,
þegar'máske verða enn meiri vandræði, með því að gera nauðsynlegar
ráðstafanir undir eins.
Víðsvegar er tilfinnanlegur eldiviðar skortur nú þegar þar sem
birgðirnar eru næstum gengnar til þurðar. 1 sumum tilfellum er nú
verið að nota nýhöggvinn, grænan við, sem átti að geymast til næsta
vetrar.
Víða í Canada er eldiviðurinn tekinn nálægt þeim stöðum sem hann
er notaður. Framleiðsla og úthlutun er í höndum bygðarbúa.
Sambandsstjórninni er það ljóst að eldiviðar skorturinn er svo
alvarlegur, áð jafnvel með almennum samtökum er ekki vist að nægi-
legar birðir verði fáanlegar á þeim stöðum sem þannig hagar til. Þess-
vegna hefir verið ákveðið að hvetja til aukinnar framleiðslu eldiviðar,
með því að veita aðstoð þeim sem venjulega hafa með höndum fram-
leiðslu og úthlutun þeirra hluta. Með þeim tilganjji, verða eftirfarandi
ráðstafanir gerðar:
■| Fjárstyrkur sem nemur $1.00 á korðið verður gefinn kaup-
mönnum fyrir allan söluhæfan eldivið sem samkvæmt samn-
ingi hefir verið feldur fyrir 30. júní 1943 og er eign téðs
kaupmanns þann dag.
g The Coal Controller má, eftir því sem honum þykir henta,
skipa fyrir um hluttöku flutningskostnaðar á eldivið, einkum
þar sem kaupmenn,—til þess að fá birgðir,—verða að gera
samninga um slíkt, utan þess héraðs sem þeir venjulega fá
birgðir sinar frá. En til þess að fá þessa endurborgun, verða
kaupmenn að fá leyfi hjá the Coal Controller áður en þeir
gera samninga um slíkar birgðir.
9 The Coal Controller mun kaupa frá kaupmönnum, gegn því
verði sem það hefir kostað þáyallan söluhæfan eldivið sem
$1 fjárstyrkur hefir verið veittur til að kaupa og sem liggur
ónotaður hjá þeim 31. maí 1944.
^ Foi’'gangsréttur verður gefinn til nauðsynlegs útbúnaðar.
C Bændur, nú á jörðum sínum, en sem fara að heiman um
stundar sakir að vinna að skógarhöggi samkvæmt þessari
beiðni, verða álitnir af National Selective Service sem þeir
séu að uppfylla sína venjulegu skyldu sem bændur, og halda
fullum rétti um frestun á striðsskyldu sem þeirra atvinna nú
innifelur. Samt má ekki slík fjarvera koma i bága við akur-
yrkju framleiðslu.
Sveitaráð, bœndur, eldsneytis kaupmenn, einstaklingar, greiðafélög
og öll smœrri samtök í bygðum þar sem eldiviður er notaður, eru
alvarlega beðnir að rannsaka ástandið sem fyrst og taka strax nauð-
synlegar framkvœmdir að Iétta vandrœðunum.
THE DEPARTMENT 0F MUNITIONS AND SUPPLY
Honourable C. D. Howe, ráðherra
W.F. 1