Heimskringla - 17.03.1943, Qupperneq 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. MARZ 1943
Heimskringla
fStofnuB 18SS)
Kemur út á hverfum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKINO PRESS LTD'.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist
fyrlrfram. Allar borfcnir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist:
Manager J. B. SKAPTASON
858 Sargent Ave., Winnipeg
Rltstfóri STEFÁN EINARSSON
Dltanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla" ls published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WÍNNIPEG, 17. MARZ 1943
UM VÍÐA VERÖLD
(Bogi Bjarnason, ritstjóri Treherne
Times, skrifar greinar um margvísleg
efni í Ibaði sínu, undir fyrirsögninni sem
yfir þessari grein stendur. Ein slíkra
greiria hans er hér þýdd og er skrifuð
eftir að hann hafði heimsótt fylkisþing
Manitoba).
Eg lagði leið mína inn í áheyrendasal
þingsins. Garson, sem bæði er forsætis-
og fjármálaráðherra, var að lesa fjár-
hagsáætlunina — skýra áheyrendum frá
hvaðan nítján miljónir dala eða svo
kæmu og hvert þær færu. Veldissprot-
inn lá fagurskygður á borðinu, þingfor-
setinn, sem segir ekki miera en hann má
til, sat í bakháa stólnum að vanda; og
sólonarnir, löggjafarnir, voru hver á
sínum útvalda stað og leit út fyrir að
vel færi um þá. Fyrir ofan þá sátu kon-
ur svo skrautklæddar, að það minti
mann á að maður væri í leikhúsi og litu
yfir þingliðið eins og alvarlegur klerkur
frá stóli sínum yfir söfnuð sinn. Á öllu
var mesti hátíðisblær og friður.
Eg kastaði tölu á þingmennina; þeir
voru innan við fjörutíu og mun það góð
þingsókn talin af fimtíu og fimm, sem
þeir eru alls. Ekki virtust þeir heldur
veita eins mikla athygli því er fram fór
og við hefði mátt búast: víða töluðu
tveir og tveir saman, aðrir komu og
fóru. Einn háttvirtur þingmaður blund-
aði og var að byrja að hrjóta, er sessu-
nautur hans hnipti í hann.
Forsætisráðherrann tók sig vel út í
frakka Brackens, þó herðarminni sé en
fyrirrennari hans. Frá hinum háu á-
heyrendabekkjum séð, kom hann fyrir,
sem gætinn maður ,er ekki mun hrapa
að neinu, jafnvel þó hann játi að bein-
ust lina milli tveggja staða sé sú styðsta.
Þetta ber ekki ávalt vott um afburða-
manns hæfileika, en það eru farsælar
gáfur. í skjótu bragði mundi eg ekki
segja að Mr. Garson, væri stjórnmála-
maður á borð við fyrirrennara hans. En
það verður um leið að taka með í reikn-
inginn, að til þess að standa jafnfætis
Bracken, skal nokkuð með þurfa. Það
má enginn misskilja.
Þingbekkirnir gætu frá mörgu sagt,
ef talað gætu, sem aðrir hafa gleymt
eða hafa aldrei vitað um. Það var einu
sinni — eins og þjóðsögurnar segja —
að á þeim sat maður, sem Major hét og
var ekki dómari, þegar Stubbs var það,
en sem nú er þar ekki og er dómari, þeg-
ar Stubbs er það ekki. Þar var og einu
sinni Clubb, sem nú er gætir hinna gló-
andi veiga í Manitoba og sem senn mun
eiga eftir að komast að því, hvað smygl-
arar og leynisalar hafast að. Beint á
móti þingforseta, situr eftirmaður
Clubbs, Willis, ráðherra opinberra verka;
hann spaugar þrátt við Farmer, sem við
hlið hans situr en sem ekki hefir náð
sér síðan hann og Bracken yfirgáfu sam-
steypustjórnina. Farmer veit eflaust
hvað hann vill, þó mér sé það dulið.
Hvað Willis vill get eg heldur ekki
gizkað á. Hann gagnrýndi áður alt sem
stjórn þessa fylkis gerði og dró fátt
undan. Nú hefir hann umsjón tveggja
stjórnardeilda, sem að öllum líkindum
gerir nokkurn mun.
En tíminn flýgur og mennirnir með,
hvort sem prentarar eru eða löggjafar;
að koma og fara, það er sagan. Þó
mörg gömul andlit megi enn líta á þingi,
gömul í starfinu á eg við — þá eru
samt nokkrir nýir. Einn þeirra er Thor-
valdson, sem sjá sig mun um, ef honum
er gefinn tími til þess. Hann er at-
hyglisverðastur úr hópi yngri þing-
manna. Hann hefir nokkuð við sig er
aðrir hafa ekki.
Þegar eg var kominn út aftur í svalan
og á leiðina yfir að The Mall, leit eg
til baka til þessarar hrúgu Kelly’s gamla,
með gullstráknum hlaupandi eitthvað
efst uppi á henni; mér flaug margt í hug
og furðaði mig á mörgu. Eg hafði rétt
heyrt Garson segja, að það kostaði okk-
ur nítján miljón dali á ári, að halda
gömlu stjórnarvélinni starfandi. Það
nálgast að vera $30 á hvem þeirra 700,-
000 ibúa, sem í fylkinu eru, mann, konu,
barn, aldraða, sjúka, fávita og alla, sem
ekki geta fyrir sér unnið jafnt og aðra.
Deildu því nú aðeins á þá, sem tekjur
hafa og það verður dálagleg summa.
Bættu svo við það sveita-útgjöldunum
og til sambandsstjórnarinnar og þú
munt hætta að furða þig á hversvegna
við erum ekki ríkir. Það er ekki ómögu-
legt, að þú spyrjir einnig, hvort okkur
sé ekki óþarflega mikið og vel stjórnað.
En eg má eins vel láta hér staðar nema.
Að halda áfram að spyrja, er til lítils. —
Það greiðir enginn af þeim sem okkur
stjórnar atkvæði með því, að þeir séu
óþarfir menn í þjóðfélaginu. Þú munt
halda áfram að eiga þér heimili þar sem
þú ert og þeir einnig. Það sama má
segja um þá er skrifstofur hafa verið
reistar fyrir í Ottawa.
En þetta er alt mjög áhrifamikið og
í vissum skilningi ánægjulegt, þrátt
fyrir þó það sé ekki mikið meira virði
til þín, en að líta á vörur í búðarglugga
sem þú getur ekki keypt. Lýðræðis-
stjórnskipulagið er oft þessu líkt.
STANDLEY MÁLIÐ HJAÐNAÐ
NIÐUR
Það virðist skjótt hafa hjaðnað niður
málið, sem Standley, sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskva, braut nýlega upp á,
og var áklögun á Rússa fyrir að dylja al-
menning í Rússlandi þess, að þeim kæmi
nokkur hjálp í þessu stríði frá Banda-
ríkjunum. Það gat vel risið óánægja út
af þessu máli, en bæði Rússar og Banda-
ríkjamenn tóku svo undir það i byrjun,
að svo varð ekki. Rússar sögðu um hæl
í blöðum sínum og útvarpi frá aðstoðinni
frá Bandaríkjunum, eins og hún var sögð
af umsjónarmanni leigulánsstarfsins i
Moskva, og er haldið fram, að þeir hafi
oftast gert það. 1 Bandaríkjunum virtist
Sumner Welles, vara-ríkisritari, undir
eins vilja gera lítið úr umkvörtun sendi-
herrans, og neðri deild þingsins í Wash-
ington samþykti um leið og mál þetta
kom á dagskrá, með 407 atkvæðum gegn
6, frumvarp um að veita Rússum þá
aðstoð á leigulánsskilmálunum sem fram
var tekin. Þetta fór eins og það átti að
fara. Rússar vita fullvel hver aðstoð
þeim er að Bretum og Bandaríkjamönn-
um í striðinu. Þeir vita og skilja vel hvað
brezki flotinn á mikinn þátt í þvi, að
Hitler er nú innilokaður og hvað mikið
gott það eitt gerir bæði sér og öllum
bandaþjóðunum. Þeir vita einnig full-
vel, hvað Bandaríkin eiga mikinn þátt í
þessu, auk hjálparinnar, sem þeir ausa
ótakmarkað út til bandaþjóðanna í stríð-
inu. Og Bretar og Bandaríkin vita það
einnig vel, hversu erfitt þetta stríð hefði
orðið þeim án hjálpar Rússa og sigur-
vonin mesta og eina, er sú, að samvinna
bandaþjóðanna haldist og eflist æ meir
og meir, í stað þess að dvína.
Allur kritur sem upp kemur milli
bandaþjóðanna eins og Frakka út af
Norður-Afríku, áður en henni er náð úr
óvina höndum, og Pólverja vð Rússa út
af landi þeirra ,sem Rússa kostar að
sjálfsögðu mörg mannslíf enn áð ná úr
höndum Þjóðverja, er Þjóðverjum að-
einYtil skemtunar, en ekki til farsældar
rekstri stríðsins, sém þó er fyrir öllu.
UPPÞOTIN í FRAKKLANDI
Alt frá hinum öríagaþrungna degi í
júní 1940, að Frakkland féll fyrir Þjóð-
verjum, hafa hinar frjálsu þjóðir heims-
ins verið að vona að sjá einhver merki
byitingar í Frakklandi. En nú eru ár
liðin síðan og þess hefir orðið lítið vart.
Síðustu tvær vikurnar hefir þó orðið
breyting á þessu. Bardagar hafa orðið á
götum Parísarborgar og nokkrir þýzkir
foringjar verið drepnir í Frakklandi. Ef-
laust verður ekki minna úr þessu gert en
ástæða er til vegna þess sem áður er
sagt. En að þama sé um svo öflug sam-
tök eða sókn að ræða, að mikils megi af
þvi vænta, munu þó margir efast. Bylt-
ingin virðist fremur vera barátta ungra
föðurlandsvina fyrir lífi sínu, sem Vichy-
stjórnin eltir uppi, til að senda til Þýzka-
lands og bíða nú ofsóknar af hennar
hálfu og nazista.
Ein ástæðan fyrir því, að Þjóðverjar
vilja óðir fá þá til Þýzkalands, gæti ver-
ið sú, að þeir óttuðust, að þeir yrðu
bandaþjóðunum mikil stoð, ef innrás af
þeirra hálfu ætti sér stað á meginland
Evrópu. Erfiðleikar Vichy-stjórnarinn-
ar og lögreglunnar, að fá unga menn til
að fara til Þýzkalands, getur verið nokk-
ur vottur þess, að samtök séu hafin, til
að berjast gegn því.
En að samtök þau geti að nokkru haldi
komið, án aðstoðar frá innrásarher frá
bandaþjóðunum til Frakklands, mun
hæpð vera. Að mótstaðan er samt sem
áður eins alavrleg og hún er, ber ótví-
rætt vitni um það, að innrés frá banda-
þjóðunum á vísa aðstoð nú þegar í
Frakklandi og að sjálfsögðu á meðal
annara undirokuðu þjóðanna í Errópu,
ef skjótlega yrði komið við.
CHROMIUM ER GÓÐ BEITA
“Það mætti auðveldlega fullnægja
þörfum alls heimsíns, úr þeim námum
sem vér nú rekum.” Jemal Bey, námu-
ráðsmaður Tyrklands, sagði þannig um
tyrkneskt ohromium, þegar árleg fram-
leiðsla þar var minni enn 30,000 tonn.
Það var fyrir tuttugu árum; nú er fram-
leiðslan tiu sinnum meiri, og þó ekki
nægileg.
Bandaþjóðirnar eiga í harðri sam-
kepni við möndulþjóðirnar um þau 300,-
000 tonn af chromium sem nú er völ á.
Tyrkland er hið eina land sem hefir það
að bjóða, svo nokkru nemi. Bandaþjóð-
irnar urðu óðar árið 1941 þegar Tyrk-
land samdi við Þýzkaland um sölu á
90,000 tonna af því. En við þann þriðj-
ung af nútíðar-framleiðslu sinni, höfðu
Tyrkir hnýtt streng, sterkari en við
varð búist; og enn, eftir fimtán mánuði,
halda þeir fast í hann.
Á meðan aðrar þjóðir brutu heilann
um, hvað Tyrkir hefðu í hyggju, voru
þeir í raun og veru á fiskiveiðum. Þeir
ætluðu að veiða sér hergögn; og höfðu
chromium til beitu. Ef nokkur fiskur er
svo heimskur, að hann grípi hina glans-
andi veltikúlu, í stað lifandi beitu, er það
fiskinum sjálfum verst. Beitan er þá
óskemd; og fiskimaðurinn getur notað
hana aftur. Vitanlega gæti fiskurinn
kipt svo fast í, að hann sliti sig lausan
og færi með veltikúluna fögru; en van-
ur fiskimaður er við því búinn.
★
Reyndur fiskimaður verður sjaldan
stjórnmálamaður á Tyrklandi. Tyrk-
neskir stjórnmálamenn, kunnugir Bret-
um og Þjóðverjum, gerðu verzlunar-
samþykt Tyrkja og Þjóðverja árið 1941.
Vandamálið um chromium lét fyrst á
sér bera þegar Þjóðverjar réðust á Rúss-
land. Hinir brezku bandamenn óttuð-
ust, að hin forna vinátta Tyrkja og
Þjóðverja, og hið forna hatur Tyrkja á
Rússum, myndi skjótt láta á sér bera,
og að Tyrkir myndu aðstoða Þjóðverja
í viðureign þeirra við Rússa, að minsta
kosti á allan þann hátt, sem ekki út-
heimti samhernað. En þó Bretar óttuð-
ust um staðfestu Tyrkja, á þeim tíma,
voru Tyrkir í engum efa um Breta. Þeir
vissu, að með tilliti til þeirrar aðstoðar
sem Rússar þörfnuðust frá bandaþjóð-
unum, myndi Bretum verða enn erfiðara
en fyr, að láta sér í té, eimreiðar, vélar,
hergagnaefni, lyf og annað sem þeir
höfðu mikla þörf fyrir.
Hvernig gátu þá Tyrkir leyst úr þess-
um þrefalda vanda, að bregðast ekki
loforði sínu við Breta, bandamenn sína,
að styrkja ekki Þjóðverja og þó að fá
þann varning, sem Bretar gátu ekki af
hendi látið, en Þjóðverjar gátu veitt, að
minsta kosti að nokkrum hluta? Banða-
ríkin, sem þá voru ekki komin í striðið,
en voru þá þegar hergagnabúr þingræð-
isþjóðanna, voru þá ásamt Bretlandi að
reyna að ná haldi á allri chromium-
framleiðslu Tyrkja; höfðu í raun og veru
gert samning um hana til ársloka 1942.
Bandaríkin hertu þá enn meira að
hnútunum við Tyrkland, stjórnmálalega;
og bar það þann árangur, að engin við-
skifti gerðust við Þýzkaland.
Enginn getur þó hindrað Tyrki frá
fiskiveiðum, með chromium sitt í beitu.
þeir kasta sínum 90,000 tonnum, ef ekki
beint til Þýzkalands, þá að minsta kosti
í þá átt. Vera má, að engan nema þá
sjálfa hafi grunað hvað sá
strengur er sterkur, sem við
þau er bundinn. (
★
Þjóðverjar áttu að láta
Tyrkjum í té hinn nauðsynlega
járn- og stálvarning, eimreið-
ar, vélar, lyfjaefni, eir, kopar,
pappír og gljákvoðu, tafar-
laust. Jafnframt áttu Tyrkir,
áður en samningar þeirra við
Bretland og Bandaríkin féllu
úr gildi, að greiða margskonar
varning, þar á meðal húðir,
hör, baunir, aldini, tóbak,
njarðarvetti og ýmsa málma.
Árið 1943 átti greiðslan að vera
innifalin í vissri upphæð af
chromium, þó með skilyrði, —
og í því geymdist aflið sem enn
hélt chromium í höndum
Tyrkja. Skilyrðið var, að
chromium yrði afhent Þjóð-
verjum árið 1943, því aðeins að
þeir hefðu, fyrir árslok 1942,
afhent innan tyrkneskra landa-
mæra þar sem það yrði rann-
sakað áður en því yrði viðtaka
veitt, 18 miljón tyrkneskra líra
virði af hergögnum.
Nú er meira en mánuður lið-
inn frá nýári; og Þjóðverjar
hafa enn ekki lokið þeim af-
hendingum. Tyrkir eru þess
vegna þvínær reiðubúnir til að
draga upp sína dýrmætu beitu.
Ef þeir geta ekki gint Þjóð-
verja til að láta af hendi eitt-
hvað annað, sem þeir eiga ekki
kost á annarstaðar, er eins
líklegt að þeir fari að fiska á
öðrum miðum. Bandaþjóðirn-
ar gefa gætur að því sem ger-
ist; og þær eru reiðubúnar til
að taka beituna og borga vel
fyrir hana. Ef vér getum opn-
að skipum vorum leið um Mið-
jarðarhafið, fáum vér gott
tækifæri til að senda Tyrkjum
þau gögn, sem þá vanhagar
mest um. —Þýdd af B. Th.
SANTA BARBARA
Eítir Rannveigu Schmidt
Hún ber af öðrum smábæj-
um á Kyrrhafsströndinni eins
og ljón af hundi hún Santa
Barbara. Hér er gott að ala
aldur sinn, segjum við hvert
við annað, og við prísum okk-
ur sæl, að því hagaði svo til,
að við getum ílengst hér. . .
Það er altaf sumar í Santa
Barbara. Hæðirnar i baksýn
eru svo fagrar og grænar,
blómgarðarnir í kringum hús-
in svo fullir af yndislegum
blómum . . . já, í febrúar mán-
uði . . . appelsínurnar hanga
gular og glitrandi á trjánum
og pálmamir standa tígulegir
meðfram breiðum strætunum.
Hafið tekur okkur opnum
örmum, ef okkur langar til að
synda og sólin skín og vermir
á hverjum einasta degi. . .
Bærinn Santa Barbara ber
nafn af dóttur Dioscorusar
hins rómverska; hann hjó hana
banahöggi þegar hún tók
kristna trú, en í helgisögunni
segir, að þegar sverð föðursins
snerti höfuð dótturinnar, þá
kom elding af himnum ofan og
drap morðingjann. Santa Bar-
bara er sérstaklega dýrlingur
skipa og verndar þau fyrir
eldingum, að því er kaþólskir
trúa.
Fyrir hálfri öld síðan færðu
spánskir grámunkar og aðals-
menn spánskar siðvenjur til
Samta Barbara . . . “þeir fundu
hér fagurt land og gróðursettu
hér lifnaðarhætti Spánar”,
segja túristabæklingarnir. —
Þessir Spánverjar bygðu hina
fögru og nafntoguðu Santa
Barbara Mission árið 1786, en
þessari “mission” eða kirkju
hefir verið betur haldið við en
öllum hinum gömlu kirkjunum
í Californíu. í fy^stu var kirkj-
an í miðju Rauðskinna-þorp-
inu, umkringd af 250 “adobe”-
húsum (adobe-byggingarstíll-
inn er gamli spánski stillinn).
Spönsku trúboðarnir voru ekki
eingöngu kennarar Rauðskinn-
anna, heldur voru sumir þeirra
listamenn og byggingameist-
arar. Þeir kendu Rauðskinn-
um ýmsar listir og má enn sjá
þess mer-ki í kirkjunni og um-
hverfi hennar. í kirkjunni
sjálfri eru mörg fögur lista-
verk, sem kaþólsku prestarnir
höfðu með sér frá Spáni og
kirkjan hefir altaf verið -mið-
depill alls þess, sem fram hefir
farið í bænum. Gömlu kirkju-
klukkur-nar hringja svo skært
enn þann dag í dag, en í kring-
um kirkjuna er stór og fagur
garður og má þar oft sjá presta
og munka í siðum, dökkum
kuflum.
1 bænum heyrum við spön-
sku talaða álíka mikið og
ensku, því þetta má kalla hálf-
spánskan bæ. Oft sjáum við
fallegar stúlkur með kolsvart
hár og dökkan hörundslit og
það er hægðarleikur að flytja
þær í hu-ganum til Sevilla eða
Madrid og sjá þær í anda með
háa kamba í hárinu og biakt-
andi “mantillur” . . . eða við
mætum gömlum, tígulegum
manni með fyrirmannlega and-
litsdrætti og tindrandi augu
. . . hann litur nákvæmlega
eins út og við höfum altaf
hugsað okkur spánskan
“granda”.
Flestar göturnar heita
spönskum nöfnum og reynum
við aðskotadýrin að béra þau
fram á réttan hátt . . . Canon
Perdido t. a. m.; um þá götu
eru þau munnmæli, að þar stóð
fallbyssa, sem rak á land af
strönduðu skipi, en svo hvarf
fallbyssan á dularfullan hátt
og bæjarbúar voru dæmdir til
að borga stjórninni 500 dali
fyrir bragðið, en þetta þótti
mikil skömm í þá daga. . . De
La Guerra heitir ein gatan, en
Don Pablo de la Guerra var
einn af frumbyggjendunum,
spáinskur höfðingi. Margir af-
komendur hans eiga hér enn
heima og eru ákaflega stoltir
af ættimni... Carrillo (Carijo)-
gatan dregur nafn af Caríllo
ættinni; einm afkomandi henn-
ar er filmleikarinn Leo Carril-
lo. .-. De La Vina — þar var
vingarður í gamla daga. . .
Anapamu heitir eftir nafntog-
uðum Rauðskinna . . . Michel-
torena . . . Montecito . . . það
er músik í þessum nöfnum. . .
En áður en lengra fer má eg
tll að segja ykkur frá því, hvað
Santa Barbara er gestrisinn
bær.
Snemma morguns er barið að
dyrum hjá okkur og inn kem-
ur fríð og velbúin kona, sem
segist vera send af verzlunar-
ráði bæjarins, til þess að bjóða
okkur velkomin til Santa Bar-
bara. Hún gefur okkur kort
yfir bæinn og nágrennið, segir
sögu staðarins í stórum drátt-
um, rausar upp nöfnum á ótal
frægum mönnum og konum,
sem eiga hér heimili og koma
hiingað nokkra mánuði á ári
hverju, til þess að hvila sín
lúin bein og njóta sólarinnar
og fegurðarinnar. T. a. m, ríku
Vanderbilt- og Gould-fjölskyld-
urhar, Toscanini hinn guðdóm-
legi og söngkonan Lotte Leh-
man-n, fyrir nú utan allar film-
stjörnurnar, sem hér eiga sinn
friðarhimin, 100 enskar milur
frá Hollywood. Filmleikarinn
Ronald Colman á hér jörð
(ranch), sem hann hefir gert
að einskonar gististað, en sjálf-
ur á hann heima með konu
sinni í einu hús-inu á jöi'ðinni.
En nú kemur frúi-n okkar að
aðalefni heimsóknarinnar. —
Ýmsar verzlanir bæjarins
bjóða okkur viðskifti . . . og
dregur hún upp boðskort frá
þessum verzlunum öllum .. . og
svo kveður hún með beztu ósk-
um um farsæld í Santa Bar-
bara. Við förum að athuga
kortin. Og við heimsækjum
sumar verzlanirnar . . . allar
gefa þær okkur eitthvað. Ný-