Heimskringla - 17.03.1943, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
. WINNIPEG, 17. MARZ 1943
Lomar litaðist um í herberginu. Hann
var alveg ruglaður. Hann starði á föla and-
litið inni í kompunni og á þrútna andlitið á
rúminu í dagstofunni. Forhengið að rúminu
var rifið, á hið áhyggjufulla andlit hjúkrun-
arkonunnar er hún gekk á milli sjúklinganna.
Hann horfði á hurðir og glugga, á reykháf-
ana og arininn. Hann gekk frá horninu, þar
sem hann hafði staðið og talað við Moxley,
að borðinu í miðju herberginu. Hann tók
að leggja verkfærin sín niður í kassann.
Þegar hann var búinn að því, lokaði hann
kassanum svo' að small í. Svo sneri hann
sér að listamanninum með svip, sem sýndi að
hann hafði tekið fasta ákvörðun.
“Þú ert vitlaus, Moxley,” sagði hann.
Þessi kröftuglega setning vakti málar-
ann af dvalanum. Alt frá þeirri stund, sem
hann heyrði lykilinn falla niður að innan
verðu hafði honum fundist hann vera að
dreyma ruglingslegan, heimskulegan draum.
Að hann hafði breytt rösklega og skynsam-
lega, var bara ósjálfrátt, eftir eðlisávísun, og
án þess að hugsa. Þegar hjálp var fengin og
mesta æsingin um garð gengin, hafði hann
gengið um eins og í leiðslu.
Þetta hranalega ávarp læknisins lét
hann hrökkva við. Hánn leit upp, slepti í
sundur höndunum, sem hann hafði haldið
saman á bakinu. Hann strauk nú handar-
bakinu yfir heitt ennið.
“Eg held helst að þú hafir næstum þvi
rétt fyrir þér,” sagði hann. “Þetta áfall kom
svo snögglega og óvænt, að það lamaði mig
alveg. Lomar, þú hefir ætíð verið besti vinur
sem eg á. Segðu mér nú satt. Ertu alvar-
lega hræddur um að Ellen muni deyja?”
“Nei, breint ekki,” svaraði hann strax.
Eg er alls ekert hræddur um það. Hún verð-
ur, sé henni hjúkrað rétt, aiveg jafngóð eftir
þrjá daga. En þrátt fyrir það skaltu ekki
halda að það hafi ekki verið hætta á ferðum.
Það var rétt með naumindum að hún slapp
lifandi.”
“Frá hverjum og hverju? Þú sagðir það
rétt núna að eg væri brjálaður, af þvi að eg
iét í ljósi skoðun mína á eina möguleikanum
á þvi, hvern eg gæti grunað. Eg kem heim
finn þær einar, og dreg þá ályktun að vesal-
ings hálfvitinn hafi í raun og veru gert þetta,
sem þú sagðir að hún mundi gera, vaida okk-
ur mikillar sogar. Og nú segir þú---”
“Að þetta sé ómögulegt,” svaraði lækn-
irinn ákveðinn.
“Annette hefir ekki gert það?”
“Annette gat ekki hafa gert það.”
Moxley litaðist vandræðalega um í her-
berginu. Hann var tortrygginn og mótþróa-
fullur í senn. Með sinni venjulegu fljótfærni
greip hann hatt sinn og yfirhöfn.
Lomar, sem hafði athugað hann lagði nú
hendina á öxl hans.
“Hvað ætlarðu nú að gera?”
“Gera? Eg ætla til lögreglunnar. Eg
vil láta rannsaka þetta undir eins. Eg---”
Hann stansaði alt i einu og furðaði sig á
svipnum, sem hann sá á Lomar.
“Nei, Julian Moxley, ekki ef eg get
hindrað það.”
Alvaran og hátíðleikinn í framkomu og
fasi læknisins höfðu mikil áhrif á Julian og
hræddu hann.
“Hvað er að Lomar? 1 hamingju bsen-
um segðu mér hvað þú ert að hugsa um.”
“Eg get ekki sagt þér það hér. Eg þarf
að tala við þig einslega.”
Taugaveiklaður hrollur fór um Moxley.
Hann gekk á undan til þess hluta íbúðarinn-
ar, sem sneri að götunni. Þar skein dauft
gasljós. Moxley skrúfaði það ekki upp. Hann
settist á legubekk við hlið læknisins. Lomar
virtist ekki vera ósáttur með það hvernig
hann ætti að byrja á því, sem hann ætlaði að
segja. Moxley, sem var órólegur, gat ekki
sitið kyr og tók til máls:
Gengur nokkuð að þér Lomar? Eg veit
það er eitthvað sem þú veist en eg veit ekki.
Eitthvað svo alvarlegt, að þú færð þig varla
til að segja mér frá því.”
“Nei,” sagði Lomar, “eg veit ekkert sem
þú ekki veist og miklu minna en þú ættir að
vita. Mig langar bara að þú stansir svolítið
til að hugsa áður en þú rykur af stað. Þú
hefir ekki sagt mér alt.”
“En hamingjan góða! Hvemig ættum
við að vita alt án þess að geta spurt Ellen?”
“Nei, það er betra að spyrja hana ekki.”
Moxley sat steinþegjandi af undrun.
“Góði vinur,” sagði Lomar með lágri og
hrærðri röddu, ert þú viss um að systir þín
hafi verið hamingjusöm upp á siðkastið?”
“Eg er viss um að hún hefir ekki verið
það,” svaraði hinn strax.
“Veist þú af hverju áhyggjur hennar
stafa?”
Moxley svaraði ekki, en hann roðnaði upp
í hársrætur. Ljósið var dauft en hin skarpa
eftirtekt læknisins misti eigi af þvi. Hann
varð sjálfur vandræðalegur.
“Eg bið þig fyrirgefningar hafi eg vegna
löngunar minnar hnýst inn í f jölskyldu leynd-
armál.”
“Við ihöfum ekkert að skammast okkar
fyrir, en það er hennar leyndarmál, og eg hefi
engan rétt til að segja frá því. Hún hefir
aldrei hvílsað að mér einu orði um þetta, en
eg er ekki blindur.”
“Þá mátt þú ekki ljósta því upp,” sagði
læknirinn alvarlegur. “En þegar hún nær
sér aftur verður þú að fjarlægja ástæðuna
fyrir þunglyndi hennar. Hún má ekki sökkva
sér ofan í neinar raunalegar hugsjónir. Eg
segi þetta í fullri alvöru.”
Moxley stóð á fætur. Hann skildi nú
fyrst hvað vinur hans átti við.
“Þú heldur að systir mín hafi gert þetta
sjálf?” sagði hann með óeðlilega rólegri
rödd.”
“Hún hafði vasaklútinn um hálsinn áður.
Eg tók eftir því í dag.”
“Já, satt er það ” sagði Moxley, sem nú
var ekki lengur rólegur, “það hafði hún. En
þú skalt ekki halda það, Lomar, að þessi leið-
indi, sem hún hefir fundið til npp á síðkastið
séu nógu sterk til þess að aumingja stúlkan
svifti sjálfa sig lífi. Hreint ekki, maður minn.
__ Nei, langt frá því. Þetta er fjarstæða. Það
' væri miklu fremur ástæða til að hana lang-
aði til að lifa. En sú vitleysa! Það er ekki
til ánægðari og lífsglaðari manneskja en hún
Ellen. Hún að fyrirfara sér! Ek'ki mikið!
Þú munt brátt komast að raun um það, Lom-
ar, að þetta eru höfuðórar í þér. Er þetta á-
stæða þin til að halda að Annetta hefði ekki
getað gert þetta ? Eustace, ef eg er ruglaður,
þá ert þú hringlandi-band-vitlaus.”
Málarinn æddi eins og óður væri fram
og aftur um stofuna, og talaði eins og hann
væri að halda ræðu yfir miklum mannfjölda.
“Talaðu ekki svona hátt,” sagði Lomar
dálítið óþolinmóður. “Þú veist að eg er síð-
astur allra manna til að vilja trúa því líku.
Þú veist líka að eg mundi aldrei nefna þetta
við neinn nema þig. Ekkert nema skyldu til-
finningin og persónuleg vinátta gæti komið
mér til að tala um það nú. Sé þetta satt, er
nauðsyn til að þú sért aðvaraður. Sé það
ekki satt, þá munt þú fyrirgefa mér, að eg
hefi nefnt þetta. Þú heldur að hálfvitinn
hafi reyrt klútinn svona að hálsi systur þinn-
ar? Var það hún lífca, sem læsti hurðinni?”
Moxley staðnæmdist eins snögglega og
að hann hefði rekið sig á vegg. Þeir þögðu
báðir um stund, svo tók málarinn til máls og
talaði nú rólega.
“Eg haga mér eins og vitlaus maður. Eg
er ekki hagsýnn maður og athugaði bara
aðra hlið þessa máls, en gleymdi hinni hlið-
inni. Það er þýðingarmikið atriði að hurðin
var læst, alt annað en eg hafði hugsað mér.
Við vorum báðir of fljótir að ákveða hvernig
þetta hafði skeð og höfðum sjálfsagt báðir
rangt fyrir okkur. Heyrðu nú Lomar. Eg
ætla að rannsaka alt húsið. Vilt þú koma
með mér?”
Hann var svo miklu rólegri en hann hafði
verið, að Lomar varð miklu léttara fyrir
brjósti.
“Þú ert búinn að ná þér aftur, Moxley,”
sagði hann. “Þjóttu nú ekki upp, þótt eitt-
hvað bregðist vonum þinum.”
Moxley tók þessari áminningu með ró.
“Þú hefir rétt fyrir þér Eustace. Eg er
alt of örgeðja, en nú er eg alveg rólegur og í
jafnvægi, en eg hugsa að við höfum tapað
dýrmætum tíma.”
Dr. Lomar reis úr sæti sínu og sagði:
“Svo þú heldur-----”
“Að einhver hafi verið hérna meðan eg
var burtu.”
Þetta fanst lækninum svo góð hugmynd,
að nýtt ljós skini yfir þennan leyndardóm, en
samt efaði hann að þetta gæti verið svo og
sagði:
“Hefir þú nokkurn grunaðan?”
“Nei.”
“Getur þú þá hugsað þér nokkra á-
stæðu?”
“Til að drepa hana systur mina? Hvernig
gæti nokkur ástæða verið til þess?”
“Hvaða óvini eigið þið?”
“Enga, guði sé fyrir þakkandi.”
Lomar kinkaði kolli. þegar á alt var litið,
þá virtist hugmynd malarans íNlausu lofti,
og nú lagði hann nýja spurningu fyrir vin
sinn:
“Ertu viss um nema einhverju hafi verið
stolið frá þér?”
“Það var rétt það, sem mér datt i hug.
Eg hefi ekki saknað neins, en eg hefi heldur
ekki verið í því skapi, að eg hafi gáð mikið
að því, og það getur þú vist skilið, Lomar.
Við fórum út og þjófurinn, sem var á gægj-
um, notaði sér tækifærið og*smaug inn. Það
var dimt hérna, og meðan hann leitaði eftir
einhverju til að stela, rumskaðist Ellen eða
vaknaði. Hún hefir lika kannske haldið að
það væri eg, sem var á ferðinni og kallaði til
hans, og til að bjarga sjálfum sér réðist hann
á hana. Þegar hann hafði, að því sem hann
hélt, gert út af við hana, þaut hann til dyr-
anna og læsti þeim, ef til vill til þess að vera
óhultari, eða vegna þess að hann heyrði mig
koma og varð hræddur. Svo faldi hann sig í
einu herbergjanna, kanske í þessu. Hann
beið þangað til hann heyrði mig koma inn,
eða þangað til best hentaði, læddist síðan
gegnum bæði herbergin og til dyranna og
slapp svo út án þess að nokkur sæi hann.”
“Þetta er vel út hugsað hjá þér, Moxley!”
sagði Lomar og virtist næstum hrifinn. —
“Þetta er að minsta kosti mjög líklegt.”
Hann þagnaði og vantrúarsvipur færðist
yfir andlit hans. Hann leit á dyrnar milli
stóru stofunnar og ytri gangsins.
“En þjófurinn gat ekki hafa sloppið út
um þessar dyr með því að snúa lyklinum,
fyrst þær voru læstar að innan verðu, svo að
það getur breytt því sem þú sagðir áðan.”
“Hurðin var læst að innan, er það og
verður þangað til eg get náð í smið til að laga
skrána. Eg braut lykilinn í skránni og get
ekki náð brotinu út.”
En samt reyndi hann hurðina og reynd-
ist hún læst eins og hann hafði sagt. Vegna
þess, og svo af því, hvernig herbergjum var
hagað í ibúðinni, gat hann ekki fundið neitt,
sem haggaði áliti hans á aðferð þjófsins.
Moxley hóf nú rannsónk sína. Hann
leit undir rúmið og á bak við bókaskápinn, og
alstaðar leitaði hann mjög nákvæmlega, en
árangurslaust. Hvergi fanst neitt, sem sann-
aði skoðun hans. Báðir urðu þeir fyrir von-
brigðum og stóðu í djúpum þönkum þegar
leitinni var lokið.
Þeir stóðu fyrir framan arininn og orn-
uðu sér á höndunum. Við og við leit málar-
inn á vin sinn, en Lomar stóð álútur með
hrukkaðar brýr. Hann steig öðrum fætin-
um á arintrogið og langaði Moxley mjög til
að hann segði eitthvað, eitthvað sem hug-
hreysti hann eða örvaði. Hann bar mikið
traust til hans, því læknirinn var gjörhugull
og rólegur í yfirvegunum sínum og orðum,
en í þetta skiftið leit út fyrir, að hann hefði
enga skoðun fram að flytja.
Skyndilega tók Lomar eftir einhverju,
sem lá hjá fæti hans á gólfinu. Hann laut
niður og tók það upp.
“Hefir þú verið að brenna bréf, Moxley?”
spurði hann.
“Nei,” svaraði Moxley strax, “það hefi
eg ekki verið að.”
“Hvað er þetta?”
Hann rétti Moxley horn af brunnu dag-
blaði. Hann skoðaði það nákvæmlega og
varð íbygginn á svip. Venjulega mundi hann
hafa fleygt því frá sér, en af því svona stóð
á mundi hann hafa skoðað títuprjón í krök
og kring, hefði Lomar rétt honum hann.
“Hafið þér brent nokkurn pappír í arnin-
um Mrs. David?” spurði hann hjúkrunar-
konuna. Hugsið yður vel um áður en þér
svarið, því að þetta er þýðingarmikið.”
“Eg hefi ekki snert á nokkru blaði síðan
eg kom í þetta hús, svo þessu er auðsvarað,”
sagði hún.
Læknirinn strauk fætinum eftir gólfinu
fyrir framan arininn. “Það hefir verið stór
hluti dagblaðs brendur hérna,” hvislaði Lom-
ar. “Líttu á, askan er út um alt.”
“Það er blaðið, sem segir frá því er við
fundum Annettu,” sagði málarinn, sem varð
nú tortryggninn á ný. Blað, sem eg vildi
mjög gjarnan geyma og það vildi Ellen líka.
Eg lét það liggja þarna á bórðinu. Hvað álít-
ur þú um þetta, Lomar? Hvað mundir þú
gera?”
“Eg játa að eg veit það ekki. En eg veít
að þú ættir að geyma þetta blað og muna
hvernig og hvar það fanst. Þótt það virðist
einskisvirði nú gæti svo farið að það yrði
sönnunargagn síðar meir. En hvað þú ættir
að gera, legg eg til að við spyrjum fólkið í
húsinu.”
Moxley tók það ráð tafarlaust. Lækn-
irinn stansaði til að líta á sjúklinginn, en
setti svo upp hattinn og fylgdist með. Þeir
sem bjuggu á neðri hæðinni höfðu hvorki séð
né heyrt neitt, en Moxley spurði alla. Hann
hitti dyravörðinn við stigann í forstofunni
niðri.
“Heyrið mér, maður minn,” sagði hann
við dyravörðinn, “manstu eftir að þú sæir
mig ganga út ásamt vini mínum, lækninum,
rétt eftir að dimt var orðið í kvöld?”
“Já, eg man mjög vel eftir því.”
“Það er mjög þýðingarmikið að þú svar-
ir rétt og satt því sem eg ætla að spyrja þig
um, því að misminni á þeim svörum getur
leitt af sér mikil vandræði.”
“Eg vona Mr. Moxley, að engin alvarleg
vandræði hafi komið fyrir?”
“Sú von yðar er þvi miður til einkis. Það
sem kom fyrir er mjög alvarlegt. Sáuð þér
nokkurn hérna í göngunum eftir að við fórum
út?’
“Nei.”
“Eruð þér viss um það?”
“Það er eg, vegna þess að eg var þá á
leiðinni niður í kjallara til þess að lita eftir
hitanum, og var þar niðri um stund. Mér
þykir fyrir því, að eg get ekki hjálpað yður í
þessum efnum, en eg hefi engan séð. Það
er alveg víst og satt. Eg mundi muna eftir
því, ef eg hefði séð nokkurn, því að gleyminn
er eg ekki, þó að á smámuni sé. Þannig man
eg eftir að einn vina yðar kom hérna í morg-
un og spurði eftir yður, og get eg sagt frá
öllu þar að lútandi.”
“Gerið svo vel og segið mér frá því.”
Maðurinn kom hérna að stiganum og
sagði: “Það er alt of mikil fyrirhöfn að ganga
upp, en hafið þér séð hann Moxley vin minn
í dag?” “Já,” svaraði eg. “Hvernig líður
honum?” var næsta spurningin. “ó ágæt-
lega,” sagði eg. “En sjúklingnum hans, þess-
ari ungu stúlku, sem hann fann fyrir utan
bæinn. Er hún að ná sér?”
Þegar hér var komið sögunni fipaðist
frásagan.
“Jæja,” sagði Moxley. “Þetta var alt
rétt. Hverju svöruðuð þér? Segið okkur frá
þvi.”
“Eg sagði kanske meira en eg mátti, en
satt að segja þá var eg að flýta mér, og lang-
aði til að losna við hann, svo eg sagði: “ó,
hún er báðum jafn góð.” “Bráðum orðin jafn
góð?” sagði hann. “Hvað meinið þér með
því?” “Eg á við að læknamir eru alt af að
stunda hana,” sagði eg, “og hún kemst bráð-
um á fætur.” Mér sýndist sem hann furð-
aði sig á þessu, og eg sagði við hann: “Ef þér
óskið nánari upplýsinga, þá farið upp og sjá-
ið unga manninn sjálfan.” “Það getur biðið
þangað til síðar,” sagði hann og fór leiðar
sinnar.”
Moxley og Lomar litu hvor á annan
spyrjandi augum.
“Hafið þér séð þennan lata vin minn
áður?” spurði Moxley.
“Aðeins einu sinni. Hann kom héma í
fyrradag og spurðt eftir yður, þessvegna
þekti eg hann aftur. Hann spurði mig þá
sömu spurninganna.”
“Og hann vildi ekki ganga upp?”
“Nei, honum leist ekki á stigana.”
“Getið þér lýst honum fyrir mér?”
“Eg mundi ætla hann vera um fertugt.
Hann var smáeygður og lágu augun mjög
saman, loðbrýnn, slétt andlit og íbjúgt nef.
Hann hafði mjög fagran demantsprjón í háls-
bindinu sinu. Eg held að eg geti ekki gefið
yður nákvæmari lýsingu af honum en þetta.”
“Þetta er eitthvað,” sagði Moxley fjör-
lega þegar þeir gengu upp stigann. “Og
hugsa sér svo, að hendur okkar skuli vera
svona bundnar. Ef eg gæti bara spurt að
tvennum atriðum.” >
Lomar svaraði þessu engu, en strax og
hann kom upp í herbergið þreifaði hann á
úlnlið sjúklingsins og talaði fáein orð við
hjúkrunarkonuna.
Ellen lá þar með þrútið andlitið og háls-
inn reifaðan umbúðum. Hún átti örðugt með
andardráttinn. Eftir að hafa athugað hana
ná'kvæmlega leit læknirinn á listamanninn.
Honum fanst svo mikið liggja við, að hann
ákvað að leyfa það, sem hann að öðrum kosti
aldrei mundi hafa leyft.
“Þú getur spurt hana að einni spurningu
og ekki meira.”
Moxley lagðist á hné við rúrriið og strauk
með titrandi hendi hárið frá enni sjúklings-
ins.
“Ellen, Ellen!” hvíslaði hann.
Hún hreyfði höfuðið til að láta hann vita
að hún heyrði til hans.
“Blessuð reyndu ekki að hreyfa höf-
uðið,” sagði hann, “en segðu mér ef þú getur,
hver gerði þetta?”
Hún reyndi að hrista höfuðið og segja
eitthvað.
“Hugsaðu þig vel um, Ellen. Snerir þú
lyklinum í skránni?”
Aftur hristi hún höfuðið. Aftur hreyfði
hún varirnar. Moxley lagði nú eyrað að vör-
um hennar og heyrði með naumindum hverju
hún hvíslaði.
“Eg veit ekki — eg — svaf — eg heyrði
Annettu hljóða og — þá — varð eg svo mátt-
laus----■"