Heimskringla - 17.03.1943, Qupperneq 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. MARZ 1943
FJÆR OG NÆR
MESSUR 1 ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
Umræðuefnið við kvöldguðs-
þjónustuna n. k. sunnudag
verður “Trúfrelsi grundvöllur
alls frelsis”. Við morgunguðs-
þjónustuna samkvæmt sér-
stakri beiðni, verður haldin
minningarathöfn lík þeirri sem
fram fór í Westminster Church
hér í bæ i fyrra, í minningu
um J. S. Woodsworth, á dánar-
afmæli hans. Aðal ræðumað-
ur verður Rev. Lloyd C. Stin-
son. Hann tekur sem umræðu-
efni sitt, “Woodsworth, Cru-
sader for Social Justice.” Hann
verður aðstoðaður af presti
safnaðarins.
★ ★ ★
Messa i Árborg
Messað verður í Sambands-
kirkjunni i Árborg 21. þ. m. kl.
2 e. h.
★ ★ ★
Gifting
Þriðjudaginn, 9. þ. m., voru
gefin saman að heimili séra
Philip M. Pétursson, Arthur
Van Vogt og Guðný Rebecca
Árnason, dóttir Helga Árna-
sonar og Sigríðar Guðjónsdótt-
i ROSE THEATRE
q ---Sargent at Arlington-
I Mar. 18-19-29—Thur. Fri. Sat.
|
George Formby
| “IT TURNED OUT
NICE” 1
Lynn Bari—Joseph Allan Jr. §
“Night Before
the Divorce” |
Mar. 22-23-24—Mon. Tue. Wed. |
GENE TIERNEY
WALTER HUSTON |
“SHANGHAI
GESTURE”
Hafið þér
Fengið yðar?
EATON’S
Nýja 1943
Vor og Sumar
Vöruskráin
Hefir nú verið send út.
Ef þér hafið ekki fengið
eintak þá skrifið oss, og
hún verður send strax.
Verzlið í EATON'S Vöruskrá
"Vörubúð milli spjaldanna"
^T. EATON C?—
EATON’S
Dick Foran—Anne Gwynne
“MOB TOWN”
ur, konu hans. Þau voru að-
stoðuð af Mrs. Edna M. Tum-
er og H. A. Van Vogt, bróður
brúðgumans. Framtíðarheimili
þeirra verður í Winnipeg.
★ ★ ★
Edwin T. Goodmundsson,
fyrrum frá Elfros, Sask., en nú
í Royal Canadian Corps of Sig-
nals í Canadadiernum í King-
ston, Ont., kom til bæjarins 5.1.
mánudagsmorgun. Hann hélt
austur aftur í gærkveldi.
★ ★ ★
Winnipeg-fréttir
Félag suður í Chicago, sem
verið hefir að rannsaka hvern-
ig hægt sé að verjast því að
hús flæði full í hverri rigningu,
sem drottinn gefur, í Winnpeg,
hefir lokið athugunum sínum.
Viðgerðin sem þessu er sam-
fara kostar 5 miljón dali. Ráð-
legging sérfræðnganna í Chi-
cago kostar $3,800. Áður en
stóra lokræsið var gert, sem
kostaði 4 miljónir(?), bar
aldrei á flóðum. Ef vatnið fær
að renna skemstu leið í ána
eins og áður, er öllu borgið.
Og hversvegna má ekki nota
þau lokræsi í verstu rigningum
nú?
Það getur varla kostað nein
ósköp, ef lokræsi þau hafa
ekki verið meira og minna
eyðilögð að gamni sínu eða af
fávitaskap, og þessi ráðlegging
kostar ekkert.
★ ★ ★
1 Winnipeg snjóaði svo mikið
tvo fyrstu daga þessarar viku,
að kvenfólkið komst ekki niður
til Eaton’s.
★ ★ ★
Frá Lundár
Fjársöfnun til Red Cross
gengur hér vel. 1 þorpinu er
tillagið orðið yfir $300.00 . Og
utan úr bygðinni hefir einn
hefðarbóndi, Guðjón Rafnkels-
són, sent $50.00 frá sínu heim-
ili, og aðrir bændur eru að
bregðast rausnarlega við kvöfl-
ICELANDIC CANADIAN CLUB
BRIDGE AND DANCE
I. O. G. T. HALL. TUESDAY MARCH 23. 1943
Commencing 8:00 p.m. — Refreshments
Proceeds to Jón Sigurdsson Chapter I.O.D.E.
35tf per person
um líknarfélagsins. Sökum
snjóþyngsla getur nefndin hér,
GEFIÐ,»
Rauða Kross Canada
+
$10,000,000
þarf til framhalds mannúðarstarfseminni.
—bögglasendingar til herfanganna, sjá fyr-
ir blóðefnum handa þeim særðu og hjálpa
sjúkum, klæðlausum og hungruðum.
Þessi auglýsing
er birt af . . . .
CITY HYDRO
- eigi heimsótt bygðarfólk en
treystir að hvert einasta heim-
ili í Coldwell-svjeit leggi af
mörkum eftir fremstu ástæð-
um í þetta umfangsmikla
mannúðarstarf. Nefndarmenn:
W. F. Breckman, skrifari; D. J.
Lindal, forseti; A. F. Eyjólfs-
son, féhirðir.
★ ★ ★
Mrs. J. J. Sneddon (Unnur),
frá Toronto, Ont., kom til bæj-
arins í síðustu viku til áð vera
viðstödd jarðarför móðursyst-
ur sinnar, Mrs. A. I. Blöndahl.
Hefir hún dvalið með foreldr-
um sínum síðan, Mr. og Mrs.
Ágúst Sædal, 669 Simcoe St.,
en fer heim i enda þessarar
viku.
★ ★ ★
Jón Sigurdson Chap. I. O. D. E.
Jóns Sigurðsonar félagið
heldur sitt árlega spilakveld í
fundarsal Sambandskirkju á
afmælisdegi sínum laugardags-
kveldið 20. marz. kl. 8.30 e. h.
Dregið verður um tvo happa-
drætti, sem félaginu hafa verið
gefnir. Góðir prísar fyrir
Bridge-spil. Veitingar.
★ ★ ★
Gjafir í blómasjóð sumarheim-
ilis ísl. barna að Hnausa, Man.:
Mr. og Mrs. Ingimundur Sig-
urðsson, Lundar, Man. . $5.00
i minningu um mjög kærkom-
in vin þeirra hjóna, séra Guð-
mund Árnason.
Meðtekið með samúð og þökk
Emma von Renesse
Arborg, Man
★ ★
Laugardaginn 6. febr. lézt að
Weyburn, Sask., Guðbrandur
Guðbrandsson á áttræðisaldri
fæddur áð Hólmlátri á Skógar
strönd í Skaftafellssýslu í okt
1869. Foreldrar hans vóru þau
Guðbrandur Guðbrandsson og
Lilja ólafsdóttir, búandi að
Hólmlátri. Hann skilur eftir
systur hér í landi og skyld-
menni önnur. Guðbrandur var
greftraður í grafreit Weyburn
bæjar.
★ ★ ★
Viltu leiðrétta í blaðinu
prentvillu, sem stendur í ræð-
unni minni eftir séra Guðmund.
Þar stendur: dansa við hel-
grindur, en á að vera: stansa
við helgrindur. E. J. M
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
/erð $1.00. Burðargjald 5«.
★ ★ ★
Ort 15. marz 1943
Fimm og tvö hefi fetað ein
fótmál gegnum húmið.
Eg er að verða alt of sein
í efra hvílurúmið.
Finst mér árin 5 og 2
feykt mér hafi um þýfið.
Nú er eg orðin 77—
svona gengur lífið.
—Yndo
★ ★ ★
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 21. marz: Sunnu-
j dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk
messa kl. 7 e. h. Allir boðnir
velkomnir.
Áætluð messa í Gimli presta-
kalli sama dag: Gimli kirkju,
kl. 2 e. h. S. Ólafsson.
Laugardagsskólinn
heldur lokasamkomu sína 17.
apríl n. k. Fjölbreytt skemti-
skrá er í undirbúningi. Árið-
andi er að börnin sæki hvern
einasta laugardag sem eftir er
af skólaárinu, og komi stund-
víslega.
Hafið 17. april i huga! Engan
mun iðra þess að sækja hina
íslenzku samkomu barnanna.
★ ★ ★
Jósep Hóseasson frá Mozart,
Sask., hefir dvalið í bænum
um viku tíma í heimsókn hjá
skyldmennum og vinum.
★ ★ ★
Bcekur til sölu á Heimskriuglu
Endurminningar, 1. og II.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00. * *
Hetjusögur Norourlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. Islenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
★ ★ ★
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar hefir áform-
að að standa fyrir “Food Dem-
onstration” sem haldin verður
i samkomusalnum í kirkjunni
á fimtudaginn 18. marz, kl. 2.30
e. h. undir umsjón Miss Dor-
othy Falconer. Það þarf ekki
að skýra nákvæmar frá þess-
ari samkomu því konum er al-
kunnugt um hvernig þeim er
háttað. Og þar sem nú eru
erfiðir timar fyrir húsmæður,
verður, óefað gaman að heyra
hvaða ráð Miss Falconer legg-
ur fram til að auka og efla
starf húsmæðra. öllum kon-
um er boðið, yngri og eldri, og
eru þær beðnar að hafa með
sér 15f sem tillag til kvenfé-
lagsins. Veitingar framreidd-
ar af Miss Falconer. Fjöl-
mennið. M. S.,
fyrir hönd kvenfél.
Lótið kassa í
Kœliskápinn
WvmoLa
m GOOD ANYTIME
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Frh. frá 1. bls.
J. C. Fernand-Laurent, þing-
maður i Frakklandi um langt
skeið og ritstjóri Paris Jour,
segir Þjóðverja svo fáa í Frakk-
landi nú, að þeir mundu ekki'
geta veitt innrás mikið við-
nám.
Fernand-Laurent er nú í
heimsókn í Washington. Ilann
sagði blaðinu Evening Star, að
tíminn fyrir innrás væri nú,
eða aldrei, vegna þess, að þjóð-
in liði hungur.
Frá Dieppe-innrásinni í ág.
1942 og til síðustu árásarinnar
í Suður-Rússlandi, hefðu Þjóð-
verjar haft um 30 hersveitir i
Frakklandi eða um 450,000
menn. Nú væru ekki einn
sjötti þeirra í Frakklandi.
“Eg átti heima á Miðjarðar-
hafsströndinni nokkrar vikur
áður en eg fór frá Frakklandi
fyrir þrem mánuðum,” sagði
Fernand-Laurent. “Það hafði
ekkert verið gert til varnar þar
>á og er ekki enn. Þjóðverjar
verða að fá frakkneska verka-
menn til alls, og það verður
ekkert ofgott að fá þá til að
víggirða ströndina.” -
Anthony Eden, utanríkisráð-
herra Breta kom til Banda-
ríkjanna s. 1. föstudag. Erindi
hans kvað vera, að ræða við
Bandaríkin um fund, er allar
stjómir bandaþjóðanna taki
þátt í og haldinn verði í Banda-
ríkjunum. Á fundinum á bæði
að ræða um hvað hafast skuli
að í stríðinu og að þvi loknu.
Fréttinni fylgir, að Eden muni
heimsækja Canada.
★ ★ ★
Það var á orði í New York
s. 1. föstudag, að La Guardia,
borgarstjóri, væri liklegur tii
að vera gerður að stjórnara í
Lybíu í Norður-Afríku og ný-
lendum henni tilheyrandi. —
Fregnritar hafa komist að því,
að hann hafi verið að líta eftir
sex mönnum að taka með sér
til fararinanr.
★ ★ ★
Útvarpið i Paris flutti þá
frétt s. 1. mánudag, að brezkir
og bandarískir fangar í Þýzka-
landi yrðu teknir af lífi i
hefndarskyni fyrir sprengjuá-
rásir Breta eða bandaþjóðanna
á þýzkar borgir.
★ ★ ★
Til þess að spara sem allra
mest og með því hjálpa til að
vinna striðið, á að stytta eld-
spýtur um helming, sem hér
eftir verða búnar til í Banda-
rikjunum.
★ ★ ★
Hermálaráðherra Bandaríkj-
anna, Henry Stinson, segir
8,200,000 menn í her Banda-
ríkjanna, sem ekki sé lítið,
en hinu megi samt ekki
gleyma, að her óvinaþjóðanna
sé um 17 miljónir. Telur hann
14 miljónir vera í Evrópu, en 3
í Japan. Her Rússa og Breta
telur hann mimni, en Evrópu-
her óvinanna. Þjóðverja segir
hann hafa 300 hversveitir, ítali
80 og um 80 frá öðrum Evrópu-
þjóðum. Hersveitir Japa séu
86.
★ ★ ★
J. P. Morgan “hinn yngri”
sem var þó orðinn 75 ára gam-
all, og einn af þremur sonum
auðmannsins mikla, með sama
nafni, lézt s. 1. laugardag á
sjúkrahúsi í Boca Grande, Fla.,
í Bandaríkjunum. Var hinn
nýlátni loðinn um lófana, átti
persónulega um 500 miljónir
dala, en var auk bankarekst-
urs síns, meðstjórnandi 89
stofnana, er fjárráð höfðu er
námu 20 biljón dölum til sam-
ans. Hann skilur heiminum
dálitið eftir.
★ ★ ★
John Curtin, forsætisráð-
herra Astralíu, sagði s. 1. mánu-
dag í ræéu er hann hélt I sam-
bandi við 300 miljón dala lán-
töku, sem hafin er af stjórn
MESSUR og FUNDIR
í kirkju Sambandssainaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24 163
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á islenzku.
Safnaðarneíndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld. í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: Yngri deild
— hvert sunnudagskveld
kl. 8.30.
Eldri deild — annað hvert
mánudagskveld kl. 8.15.
Skátaflokkurinn: Hvert fimtu-
dagskveld.
Söngcefingar:- íslenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.
ÞJóÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
University Station,
Grand Forks, North Dakota
Allir Islendingar í Ame-
ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðmann Levy, 251
Furby St., Winnipeg, Man.
C E LT U C E
NÝRJARÐ-
ÁVÖXTUR
Hinn ágætasti fyrir
garða i Canada. —
Spónnýr. Að notkun
og bragði sambland
af celery og lettuce.
Hrár Celtuce er not-
aður sem celery. —
Soðinn lítur hann
vel úr og er mildur
á bragð, sem minnir
í senn á celery, let
tuce, asparagus,
broccoli, eða sum-
__ _ mer squash. Vex á
90 dögum hvar sem er. Við sendum
fullkomnar reglur fyrir sáningu og
notkun. Farðu ekki þessa nýja á-
vaxtar á mis. Yfir 130,000 garðyrkju-
menn voru ánægðir með hann 1942.
(Pk. 250 sœði 15$) (2 pk. 25$) (i/2 oz.
65$) (oz. $1.25) póstgjald greitt.
FRÍ—Ný, stór 1943 útsœðis og rœkt-
unarbók—Betri en nokkru sinni fyr.
DOMINION SEED HOUSE
GEORGETOWN, ONTARIO
hans, að Bismarck sjávar árás-
in ein, hefði kostað yfir 5 milj.
dali. Skipatap Japana sagði
hann hafa numið 32 miljón
dala. Þetta er gott sýnishorn
af hvað hernaður kostar.
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur HlutMélagsins Eimskipafélags Islands,
verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í
Reykjavik, laugardaginn 5. júní 1943 og hefst kl. 1 e.h.
D A G S K R Á :
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil-
högununni á yfirstandandi ári, x>g ástæðum
fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end-
urskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1942
og efnahagsreikning með athugasemdum end-
urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum
til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar
um skiftingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögun-
um.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá
fer, og eins vara-endurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé-
lagsins í Reykjvík, dagana 2. og 4. júní næstk. Menn
geta fengið eyðubloð fyrir umboði til þess- að sækja
• fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 22. janúar 1943.
STJÓRNIN.