Heimskringla - 24.03.1943, Síða 2

Heimskringla - 24.03.1943, Síða 2
I 2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MARZ 1943 FUNDARGERÐ ársfundar Sambandssafnaðar febr. 7.-14.. 1943 Ársfundur Sambandssafnað- ar, var settur af forseta safn- aðarins, Mr. B. E. Johnson, sunnudagskvöldið 7. febr. eftir messu. Ritari las fundargerð frá al- mennum fundi, sem haldirt var 14. júní s. 1. í>á flutti forseti vandað á- varp, hvatti fólk til samvinnu, samheldni og hugrekkis, að fylgja þvi fram, sem réttlætis tilfinning og sannleiksást býð- ur oss að gera. “Einstaklings frelsi og öryggi verður að sýna sig í orði og verki,” sagði hann. Þrátt fyrir ótal erfiðleika, kvað hann félagslífi voru hafa verið haldið i horfinu á liðnu ári, fyr- ir aðstoð margra góðra manna og kvenna. Þakkaði hann öll- um, sem unnu að skreyting kirkjunnar, bæði með fjár- framlögum og verki án endur- gjalds. Á safnaðarmálum vor- um kvað hann þurfa að gera ýmsar breytingar til bóta á komandi ári, til framtiðar ör- yggis frjálstrúar málum vor- um. Annars er ástæðulaust að rekja hér lengra efni úr ræðu forseta, því hún hefir birst í blöðunum, og flestir búnir að lesa hana. Næst fóru fram stjórnar- nefndar kosningar, og var nefndin öll endurkosin: B. E. Johnson, forseti; P. S. Pálsson, vara-forseti; D. Björnsson, rit- ari; Guðmundur Anderson, vara-ritari; Thorleifur Hanson, gjaldkeri; Jochum Ásgeirsson, fjármálaritari. Eftir þessar kosningar, var fundi frestað til næsta sunnu- dags. Fjórtánda febrúar var fram- haldsfundur settur, eftir guðs- þjónustu. Höfðu kvenfélags- konur, sem vanalega, búið alt vel í haginn í samkomusal kirkjunnar, breitt dúka á borð, skreytt þau prýðilega, og fram- reiddu góðar veitingar fyrir gestina að gæða sér á. Þá fór fram kosning hjálpar- nefndar, sem var endurkosin. Hana skipa: Mrs. J. Skaptason, Mrs. R. Pétursson, Mrs. B. E. Johnson, Mrs. S. Gíslason, Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. B. Hallson, Miss Elin Hall, Miss Hlaðgerð- ur Kristjánsson, séra P. M. Pétursson. ' , Skýrslur voru næst lagðar fram. Fjármálaritari, Jochum Ás- geirsson ias sunduriiðaða Safnbréf vort lmnlheldur 15 eBa fleirl tegundir af húsblóma fræi sem sAt- staklega er valið til þess að veita sen mesta f.iölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefiö skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir þvi innihaldinu er breytt af og til. En þetta er mikill peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. Alrnvniy___Stór 1943 ÚtSŒÓÍS OKeypis og rœktunarbók DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario skýrslu, og svo heildar yfirlit inntekta á árinu. Skýrsla féhirðis, Thorl Han- son: Meðtekið frá fjárm.r. $3,966.72 1 sjóði frá fyrra ári .... 711.16 $4,677.88 Útgjöld yfir árið ..... 4,305.45 1 sjóði 13. febr. 1943 ....$ 372.43 Skýrsla kvenfélagsins var flutt af Mrs. B. Hallson. Kvað hún kvenfélagið hafa haft ell- efu starfsfundi á árinu og einn skemtifund. Á^skemtifundinum flutti Mrs. A. N. Sommerville erindi um Island, öllum til fróðleiks og ánægju. Á þessu ári kvað hún fleiri konur hafa gengið í félagið en nokkru sinni fyr. Tvær konur voi*u gerðar að heiðursmeðlimum, Mrs. Guðrún Borgfjörð og Mrs. Guð- rún Skaptason. Á flestum fundum félagsins voru flutt er- indi, sem hér segir: í febrúar las Mrs. E. Árnason sögu eftir Mary O’Hara, “M|y Friend.” 1 Marz, Miss Rósa Vídal, “Henry Dunant, stofnandi Rauða Krossins”. í maí, Mrs. Gísli Johnson, er- indi um stofnanda Rauða Krossins í Ameríku. 1 júní, las Jóna Gíslason sög- una “Prestskonan”, eftir Kr. Jason. 1 sept., Mrs. María Björnson, flutti erindi um ferð sína til Boston. 1 okt. las Mrs. Wise upp “Greeting to Alliance Women.” Fyrir Rauða Krossinn hafa konurnar saumað mikið. Alls 282 stykki. Prjónað fyrir Jóns Sigurðssonar félagið og fyrir okkar eigin félagsmenn, 45 pör af sokkum og 4 trefla. Tveim samsætum hefir fé- lagið veitt forstöðu. Safnaðar samsætinu og samsæti fyrir Dr. M. B. Halldórson. Félagið sá einnig um veitingar á kirkju- þinginu og Telephone Bridge fyrir sumarheimilið. Arðberandi fyrirtæki voru sumarmála- og þakiætis hátið- in ,spilasamkomur og te sala og matarsala. Ennfremur Church Calender. Stjórnarnefnd kvenfélagsins skipa þetta ár: Mrs. Oddný Ás- geirsson, forseti; Mrs. Ólína Pálsson, vara-forseti; Mrs. Steina Kristjánsson, ritari; Mrs. Ásta Hallson, vara-ritari; Mrs. Kristín Stefánsson, fjár- málaritari; Miss Margret Pét- ursson, vara-fjárm.ritari; Mrs. Kristín Johnson, gjaldkeri. Fjárhagsskýrsla kvenfél.: Útgjöld á árinu --..,..$810.10 í sjóði frá fyrra ári ..........$51.54 Inntektir ársins . .820.27 1 sjóði um áramót 61.71 $871.81 $871.81 Skýrsla leikfélagsins var flutt af Mrs. B. E. Johnson. Inntektir ársins $375.82 1 sjóði frá fyrra • ári —.......... 53.87 Útgjöld ............. $394.50 1 sjóði um áramót 35.19 $429.69 $429.69 SVEINN NORTHFIELD 1867—1943 Mánudagsmorguninn 22. febr. andaðist Sveinn G. Northfield á sjúkrahúsi i Langdon, N. D. Hafði hann veikst mikið nærri viku fyr, og verið fluttur á sjúkrahúsið í Langdon föstu- dagskveldið 19. febr. Sveinn sál. fékk aðkenning af slagi fyrir nærri tveim árum, og hafði heiisa hans alt frá þeim tíma til dauðadags verið mjög tæp. Mun það hafa verið hjarta sjúkdómur sem leiddi hann tii dauða. Sveinn sál Northfield fædd- Skýrsla hjálparnefndar flutt af Mrs. P. S. Pálsson. Inntektir ársins $ 86.92 í sjóði frá fyrra ári ........ 133.32 Útgjöld ársins ..... $140.09 1 sjóði um áramót ____ 80.15 $220.24 $220.24 Skýrsla sunnudagaskólans flutt af séra P. M. Pétursson. Inntektir ársins_______$71.35 Útgjöld ............... 65.59 1 sjóði um áramót .....$ 5.76 Þessu næst flutti prestur safnaðarins, séra P. M. Péturs- son, skýrsiu sína. Gaf hann yfirlit yfir störf sín á árinu og þakkaði öllum félögum innan safnaðarins fyrir ágætt starf og samvinnu. Alls kvaðst hann hafa haldið 92 guðsþjón- ustur á árinu. 1 kirkjunni hér voru haldnar 85 messur, 42 á ensku og 43 á íslenzku. Þeir sem messuðu í hans stað, þég- ar séra P. M. P. messaði ann- arstaðar, voru: Halldór John- son og Rev. Stanley Knowles, við morgun messu. Við kvöld messu: séra Haildór Johnson, séra Guðmundur Árnason, séra E. J. Melan, Dr. M. B. Halldór- son og Gísli Jónsson. Utan- bæjar hélt hann átta guðsþjón- ustur á ensku og átta á ísl., á þessum stöðum: Piney, Leslie, Wynyard, Vogar, Ár- nes og Underwood, Minn. Giftiogar kvað hann alls á árinu á8. Skírnir 27. Ferm- ingar 5 og útfarir 24. Las hann nöfn allra þeirra, sem önduð- ust á árinu og risu allir úr sæt- um á meðan. Að lokinni ræðu séra P. M. P. voru allar skýrslur samþyktar, með þakklæti og lófaklappi. Nokkrir ágætir skemtiliðir fóru fram milli þess að skýrsl- ur voru lesnar. Lóa Davidson skemti með því að syngja “Lof- ið þreyttum að sofa" og “Svanasöngur á heiði”, bæði lögin eftir Sigvalda Kaldalóns. Þá skemti John Tait með upp- lestri, sem allir höfðu hina mestu ánægju af. Sömuleiðis skemti P. G. Magnús með söng. Að síðustu var kvenfélaginu þakkað fyrir hinar rausnarlegu og góðu veitingar sem þær með fyrirhyggju og dugnaði fram- reiddu á þessum erfiðu timum. Að því búnu risu allir úr sæt- um og sungu “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur.” D. Björnsson ist 4. febr. 1867 í Norðfirði á Ísiandi. Foreidrar hans voru Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Gisladóttir er þar bjuggu þá. Föður sinn misti Sveinn á ungum aldri, en flutt- ist til Ameríku með móður sinni árið 1887. Hann stundaði nám um hrið í ríkisháskólan- um í Grand Forks, N. D., og kendi siðan skóla snemma á árum í grend við Garðar og Mountain, N. D. Eftir að hann var á þeim skóla var hann líka um stundarsakir við nám í Val- paraiso, Ind., og iagði þá stund á iistir, einkum málaralistina. Enda málaði hann margar prýðilegar myndir seinna meir og sýndi á annan hátt list- hneigð sína. Árið 1896 giftist hann eftir- lifandi konu sinni Stefaníu Stefánsdóttur. Giftust þau í Winnipeg, en flutti fljótlega suður til N. Dak. Myndasmið- ur var Sveinn í Edinburg, N. D., á árunum 1900-1910 og fékst þá lika nokkuð við málningar um þær mundir; og þóstafgreiðslu- maður og póstmeistari var hann lika í Edinburg þar til árið 1918. Þaðan flutti hinn iátni tii Grand Forks, og vann hjá Poppler Piano Co., þar til árið 1925. Þá keypti hann bú- jörð í grend við Svold, N. D., og bjó þar með fjölskyidu sinni þar tii síðasta haust, að þau hjón keyptu sér heimili á Mountain, N. D. Northfieid-hjónunum varð 8 barna auðið. Af þeim andaðist ein dóttir er Margaret hét, árið 1926. Var hún gift kona og átti tvær dætur. Hét maður I hennar James Wedwick og bjó þá og býr enn i Osnabrock, N. D. Hin 7 systkinin lifa föður sinn ásamt með móðurinni og eru þessi: Sigrún, yfirkennari við mið- skólann í Osnabrock, N. D. Jóseph, bóndi við Svold, N. D., kvæntur. Stefán, búsettur i Seattle, Wash., kvæntur Stefaníu Stef- ánsson frá Svold, N. D. Lynn, búsettur i Seattle, ó- kvæntur. Mrs. Webster French (Sar- ah) búsett í Osnabrock, N. D. Mrs. Orville Love (Mary), búsett í Turtie Lake, N. D. .Mrs. Clarence Morkin (Eth- el), búsett í Sheoboygen Falls, Wisconsin. Barnabörn hans voru alls 15. Eins og þetta stutta æfiá- grip ber með sér, var Sveinn sál. fjölhæfur maður, og hafði lagt gjörfa hönd á margt, og altaf framkvæmt skylduverk sín með sæmd og trúmenskú. Hann var maður bókhneigður, og las mikið; jafnvel nú síð- ustu mánuðina taisvert mikið, þó heilsa og kraftar vaéru svo bilaðir. Og mun hann ávalt hafa viljað vanda vel til lestr- ar. Hann var drengur góður, vandaður og dagfarsgóður, gestrisin og velviljaður gagn- vart samferðasveitinni. Og er þvi sérstaklega viðbrugðið af þeim sem þektu hann vel hvað hann hafi verið frábærlega góður við allar skepnur. Þau hjón voru gestrisin og góð heim að sækja og vinsæl í sveit. Og hinn látni naut ástúðar mik- illar af eiginkonu sinni og börn- um. Jarðarförin fór fram frá heimili hans á Mountain og frá Vikurkirkju á Mountain. Öll börn hans nema ein dóttir, sem ekki gat komist hingað, voru við útför hans, þó löng væri ieiði,n, sem sum þeirra komu.' Mrs. H. Sigmar söng solo, og sálmar er hinn látni hafði haft dálæti á voru líka sungnir af söngflokk safnaðarins. Til hvíldar var hann lagður í graf- reit Vikursafnaðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Blessuð sé minning hins látna. H. S. BÆNDUR Fyrir hveiti, bygg, hafra og flax, motið C-I-L ”2-20 fyrir landið ykkar, “Granular Ammoniated Superphosphate” áburðinn. Hanm inniheldur ekki aðeins nægilegt "Nitrogen" og "Phosphorous" til þess að framleiða betri og meiri uppskeru, hann hefir Mka nægilega mik- ið af "Calcium" og "Sulphur". Kostar aðeins $41.00 tonnið, og með því að láta 25 til 30 pund í ekruma, kostar það ykkur frá 51^ til 61tf, sem í sumum tilfellum hefir aukið uppskeruna frá 10 til 15 bushel á hverri ekru. Svo getur farið að erfitt verði að ná í þennan áburð vegna stríðsanna og einnig vegna þess hve flutn- ingur með jámbrautum er takmarkaður. Pantanir á síðustu stundu hafa alskonar amnmarka í för með sér. Farsælast verður því að taka sig snemma í vakt til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. Pantið þennan áburð og fáið allar nauðsynlegar upplýsingar hjá Arborg Implements & Motors -- ■ = Limited — --- ARBORG :: :: MANITOBA HÚN KOM TIL MÍN Saga eftir Sigurð Skúlason Mig vantaði laglega og orð- hepna stúlku til þess að safna áskrifendum að ljóðabók, sem eg ætlaði að gefa út fyrir jólin í 300 tölusettum eintökum, prýdda áritun minni. Prent- smiðjan hafði lofað mér að sjá til þess, að bókin kæmi í tæka tíð, í síðasta lagi á Þorláks- messu. Vitanlega var slíkt sannkölluð náð, því að sjálf þurfti hún að koma út í byrjun desember miklu veigameiri og nauðsynlegri bókum, meðal annars einni um fjarska at- hyglisverðar villisvínaveiðar í Afríku og annari um bert kven- fólk á Bahamaeyjum. Eg var liðlega tvítugur ný- liði rneðal andans manna í höf- uðstað ríkisins, hafði gengið í skóla, þar sem meiri áhersla var lögð á rækt líkama en sál- ar, en seinna hafði eg sótt ýmis bókleg námsskeið, án þess þó, að slíkt hefði megnað að færa mér fyllilega heim sanninn um andlega hnattstöðu mína. Eins og sakir stóðu, vann eg fyrir mér á opinberri skrifstofu og bjó einsamall í rúmgóðu her- bergi í einu af funkishúsum Norðurmýrar. Heima í föður- garði hafði eg þótt fremur ein- rænn og ómannblendinn. En með aukinni mentun og um- gengni við sundurleitt fólk hafði eg hleypt heimdragan- um, og nú hafði eg ásett mér að leggja fram minn skerf til þess að stækka ríki ljóðlistar- innar í hinu unga, fullvalda ríki. Sakir tilhugalifs míns við kvæðadísina hafði eg látið mér vaxa skáldlegt hár, valið mér hornspangagleraugu í sam- ræmi við þetta hár og til þess að fullkomna útlit mitt hafði eg látið mér vaxa yfirvara- skegg á ameríska vísu, sam- kvæmt forskrift frá Holly- wood. Eg setti auglýsingu í Vísi, þar sem eg lagði net fyrir kven- mann af þeirri gerð, sem mig vanhagaði um til áðurgreinds starfs. En árangurinn varð enginn. Þetta var árið 1941, vinnukonuvandræðaárið mikla, þegar “ásfandið” ríkti í Reykjavík og svo margar lag- legar og orðheppnar stúlkur höfðu annað nauðsynlegra að starfa en að selja ljóð — við- halda samhenginu í bókment- um þjóðar vorrar. Bretaþvott- ur og bílaakstur lögðu misk- unarlaust hald á óhemjumikla starfsorku. Stúlkurnar lögðu nætur við daga. Margar þeirra létu sér að vísu nægja að auka innstæður þjóðar sinnar er- lendis, en sumar þeirra stefndu einnig viljandi eða óviljandi að einkennisbúnu takmarki. — Hvaða stúlka skyldi svo sem vilja leggja sig í það að ganga hús úr húsi og bjóða íslenzkan kveðskap til kaups á þessari miklu gullöld efnis- og líkams- hyggju? Þrjú löng kvöld hafði eg set- ið heima hjá mér og beðið eftir því, að einhver blómarósin kæmi og byði mér aðstoð sína í þágu andans. En sú bið hafði enn ekki borið árangur. Tvær eða þrjár yndislegar kvenxadd- ir höfðu þó gert fyrirspurn í simann, bersýnilega án þess, að hlutaðeigendur ætluðu sér að takast áskriftarsöfnunina á hendur. Fólk hefir gaman af að síma. Ef til vill höfðu þess- ar stúlkur verið að eyða tíman- um, meðan þær voru að bíða eftir bíl. Bílarnir komu nú orðið ekki, undir eins og hringt var eftir þeim. Þeir voru líka í “ástandinu”. En sjötta kvöldið eftir að eg hafði sett auglýsinguna í Vísi, þegar eg var algerlega orðinn úrkula vonar um, að nokkur stúlka mundi sinna málaleitan minni, var dy'rabjöllunni hringt tvisvar, stutt og snögt. Eg gekk fram og opnaði. úti fyrir stóð fölleit og grannvaxin stúlka. Hún bauð gott kvöld, kynti sig ekki, en spurði, hvort eg væri maðurinn, sem auglýst hefði eftir stúlku til þess að safna áskrifendum að ljóðabók. Eg kvað svo vera og bauð henni inn. Við settumst hvort and- spænis öðru við lítið borð, sem stóð á miðju gólfi. — Eg las auglýsinguna frá yður suður á spítala um dag- inn, rétt áður en mér batnaði. Hafa npkkrar aðrar stúlkur boðið yður aðstoð sína? mælti hún og horfði á mig djúpum spurnaraugum, sem báru vott um vorkunarkenda samúð. Eg neitaði þ'ví með semingi. — Nei, eg þóttist vita það. Islenzkar stúlkur þykjast nú hafa um annað nauðsynlegra að hugsa en að greiða fyrir sölu á bókmentum. Þess vegna langaði mig til að leggja yður liðsinni mitt. Hver veit, nema eg verði um stundarsakir síð- asta unga stúlkan hér á landi, sem sýnir dýrasta arfi þjóðar- innar einhverja rækt? sagði hún lágt, og norðlenzki hreim- urinn í röddinni leyndi sér ekki. Það var fallega hugsað af yður, sagði eg stórhrifinn, en jafnframt steinhissa. Hún sagði ennfremur: — Fólkið snýr baki við fram- leiðslunni, sveitirnar tæmast, og fávisasti hluti þjóðarinnar er kominn vel á veg með að týna málinu, hinu eina, sem veitir okkur íslendingum stór- 1

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.