Heimskringla


Heimskringla - 24.03.1943, Qupperneq 3

Heimskringla - 24.03.1943, Qupperneq 3
WINNIPEG, 24. MARZ 1943 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kostlegt tæki í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæðri menningu. Fornbókmentir okkar skilur nú orðið enginn nema helzt gamalmenni, fræðimenn og ef til vill sjúklingar. Aldrei hefir annað eins bókaflóð streymt á íslenzkan markað og einmitt nú. En slikt er engi-n sönnun fyrir skilningi fólks á bók- mentum og tæpast fyrir lestr- arhneigð þess. Bækurnár eru margar hverjar gefnar út með sams konar hugarfari og þegar búið er til konfekt, sem selt er í skrautlegum umbúðum. Hér sjást nú tæpast nokkrir rit- dómar, þar sem gripið er vægð- arlaust á kýlunum, engin heil- brigð gagnrýni. Flestu er hrósað á blygðunarlausan hátt. Næsta sporið verður, að menn garga um bækurnar á torgum og gatnamótum og selja þær úr handvögnum eftir vigt. Síð- an verður farið að gefa út gerfi- bækur úr tré með gyltum leð- urkjölum, sem á vorða letruð nöfn virðulegra höfunda og verka. Slíkar bækur krefjast hvorki skápa með glerhurðum og skrám, sem altaf eru í bak- lás. Við lifum á öld, þegar viltar eru heimildir á alls kon- ar meðalmensku. Það er jafn- örðugt að vera stórskáld á Is- landi og verið hefir, en meðal- menskan og undirmálsmensk- an dafnar hér með óhugnan legri og æðisgenginni gróandi, líkt og sveppar. Hvílíkt myrk- ur! Hvílik fjósalykt í ríki and- ans! s Hún stundi lágt, og eg veitti því athygli, að hún var orðin náföl. Mér brá í brún, og eg furðaði mig mjög á dómum hennar. — Eg þarf víst að lesa eitt- hvað af kvæðunum yðar, ef eg á að reyna til áð selja þau, hélt hún áfram eftir stutta mál- hvíld. — Hafið þér þau við höndina? • Eg rétti henni eitthvert hrafl af próförkum. En þá vildi hún heldur, að eg læsi fyrir sig. Eg var nú einhvern veginn ekki beinlínis við því búinn, en sá mér þó vitanlega ekki fært að skorast undan slíku. Mér fanst vægast sagt, að þessi kvenmað ur væri þrátt fyrir alt hæglæti sitt óþægilega gustmikill. Eg las henni sex smákvæði, að vísu ef til vill ekki frumleg, en þó þau beztu, sem eg hafði ort að mínum dómi.' Að loknum lestrinum þagði hún enn um stund, en mælti síðan: — Æ-já. — Það er auðheyrt á öllu, að þér eruð eitt af þess- um ungu gerfiskáldum, sem að mínu áliti eru ef til vill óhugn- anlegustu fyrirbrigðin á akri íslenzkra bókmenta nú á tím- um. Afsakið, en það er ekki nóg að vera með skáldlegt hár og þvala lófa. Skáld verður að eiga sér ofurmannlegan fögnuð eða blæðandi hjartasár og helzt hvort tveggja. Alt þess á milli er svikið. Og þessi kvæði, sem þér lásuð mér, eru svikin. Það er ábyrgðarhluti að fitla við sömu gígjuna, sem áður var eign Jónasar, Bólu-Hjálmars og Þorsteins ,með samskonar grát- SAVINGS *V*S>CERTIFICATES kerlingahugarfari og fólk af yðar tagi á sér í svo ríkum mæli. Eg verð að segja yður það, sem mér býr í brjósti, sagði hún og brosti ópersónu- lega. — Það gleður mig, að kynn- ast hinum óskeikula smekk yðar, sagði eg með sams kon- ar riddaramensku og þeirri, er skirrist við að leggja hönd á konur. Og hún sagði: — Eg hef kynst slæpingjum, sem heldur vilja hanga uppi á Landsbóka- safni og stela þar hugsunum og orðalagi innlendra og norr- ænna skálda en vinna heiðar- lega vinnu eða sitja á skóla- bekk. Engan þjófnað þekki eg aúðvirðilegri. Það er eitthvað svo lítilmannlega kauðalegt við þessi gerviskáld um tvítugt. — Þau eru nefnilega alls ekki með lausa skrúfu, eins og sumt eldra fólkið, sem ykir af sjúk- legri þörf. Hjá því er ritflæðið sams konar nauðsynleg útrás og þegar hleypt er út úr hol- gröfnu kýli. — Viljið þér annars nokkuð vera að eyða yðar--------dýr- mæta tíma á mínum vegum? sagði eg og reyndi að leyna hana undrunarblandinni viður- stygð minni. — Þér eruð ef til vill ekki búin að ná yður fylli- lega eftir spítalavistina?! — Ungi maður, sagði hún og leit á mig sljógum augum, og svipur hennar minti á mann, sem gengur i svefni. Augnaráð hennar hafði þannig áhrif á mig, að það var eins og úr mér drægi allan mátt. Eg gat ekki annað en starað á hana og hlustað á það, sem hún sagði. En eg treysti mér ekki til að endursegja svo mikið sem efn- ið úr ræðu hennar. Það eina, sem eg man, er, að orð hennar, fjarræn og söngluð, verkuðu á mig eins og verið væri að fremja á mér andlega kvið- ristu og ekki einungis á mér einum, heldur einnig á öllum öðrum andlegum sjúklingum þjóðar vorrar af mínu tagi. Orð hennar liðu í gegnum mig eins og óþægilegur rafmagns- straumur, og þegar hún lauk máli sinu, fanst mér holið á mér vera orðið fult af hrísi. Eg brölti á fætur, en gat ekki tylt öðrum fætinum fyrir náladofa. Eg hafði vist setið óþægilega. — Nú er eg að fara, mælti hún. — Yður kann að furða á bersögli minni. En eg kom líka til yðar til þess að gera yður greiða. Eg ætla að safna áskrifendum að kvæðabókinni ýðar, og vonandi gengur mér það ’sæmilega. Eg hef heyrt, að þér eruð ekki gersnyeddur ljóðgáfunni. Það er ekkert ó- smekklegt í kvæðunum, sem þér lásuð mér, og eg er sann- færð um, að þessi skáldskapar- hneigð eldist fljótt af yður. — Eftir 2—3 ár leiðist yður, aðj þpr skylduð vera að brjótast i! að gefa út þessa ljóðabók. Hjá yður er þetta barnasjúkdómur. Það virðist vera ofvöxtur í yður. Þér eruð fulltrúi góu-j gróður^ aldarinnar. Þetta j skilst yður seinna, ef þér verð- J ið heimilisfaðir og eignist konu og börn, sem leggja hald á þá mannsparta yðar, áem núna halda, að gaman sé að vera í tilhugalífi við ljóðdísina. Hún stundi lágt, snerti brjóst sitt og 'hóstaði, og það komu kvaladrættir i andlit hennar. Svo nefndi hún nafn sitt: Guð- rún Steinsdóttir. Ef eg vildi gera svo vel og hringja til hennar eftir nokkra daga,- í simanúmer, sem hún nefndi. Stuttar kveðjur. Eg sat eftir með sveitt enni og þvala lófa. Eg var svo högg- dofa eftir þessa furðulegu heimsókn, að mér nægðu ekki 5 sígarettur til þess að sættast við líðandi stund. Mér fanst eins og þessi Guðrún sæti þarna enn, og rödd hennar bergmáiaði í sái minni, langt- um magnaðri en meðan hún hafði látið dæluna ganga. Ó- sjálfrátt leitaði eg mér hug- svölunar í þessari alkunnu visu: Yfir kaldan eyðisand einn-um nótt eg sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á eg hvergi heima. Skyldi Kristján hafa órað fyrir því, að þessi vísa ætti eft- ir að rætast á Sunnlendingi inni í Norðurmýri? Áðan hafði þessi stúlka fylt andrúmsloft mitt norðlenzku. Nú var hún horfin — og í svipinn fanst mér eg hvergi eiga heima. Að minsta kosti leit út fyrir, að mitt helgasta og ástfólgnasta vígi væri að bila. Skyldi eg vakna við það i fyrramálið, að sjóndeildarhringur minn væri orðinn að eilífu grár, vakna bak við öftustu víglinu tilveru minnar, skrifstofustarfið, sem væntanlega mundi reynast mér traust athvarf, þangað til ell- inni tækist að vinna bug á mér. Eg gekk lengi um gólf, og mér fanst eins og einhver ó- sýnileg norn væri að skemta sér við áð tína 'fjaðrimar úr skáldhatti mínum, hverja af annari. Var eg einsamall? Ó- sjálfrátt leit eg í kringum mig. En enginn var sýnilegur. Eg bölvaði og fleygði mér endi- löngum á legubekkinn. Hjart- að barðist ákaft í brjósti mér. Eftir stutta stund spratt eg á fætur og tók aftur að ganga um gólf. Hvernig gat þessi kvenmannsdjöfull leyft sér að vaða með skítuga skóna inn í hinn allra helgasta afkima sál- ar minnar og blaka við öryggi mínu í ríki Braga? Eg komst að lokum í slika æsingu, að eg óð að stólnum, sem Guðrún hafði setið á, og sparkaði hon- um um koll. Eg sofnaði seint og síðar meir þessa nótt, og morguninn eftir fór eg til skrifstofunnar og vann þar sleitulaust til há- degis. Mér leið bölvanlega, og eg leitaði mér hugsvölunar í miklum afköstum. Klukkan 12 skrapp eg út í næstu matsölu og gleypti í mig einhvers konar miðdegisverð. Meðan eg var að sötra kaffi- sopann, rendi eg augunum yfir fyrirsagnirnar í Morgunblað- inu. Eg var kominn á sjöundu síðu blaðsins, þegar eg rankaði við mér. Augu mín höfðu leit- að sér hvíldar í dánarauglýs- ingunum. Alt í einu hrökk eg við. Þar stóð: Guðrún Steinsdóttir frá Ljósavatni andaðist í sjúkra- húsi 26. nóv. Lik hennar verð- ur jarðsungið frá Dómkirkj- unni á morgun, föstudaginn 5. þ. m. kl. 10 árd. Vandamenn. Eg fór ekki aftur á skrif- stofuna þennan dag. Og morg- uninn eftir var eg sjónarvottur að jarðarför Guðrúnar — og bálför kvæðanna minna. —Samtíðin. SIGURÐUR VILBERG BENIDICTSON Það lögmál sem að lífi vinnur grand, með langri von og ótta mig ei tafði.—St. G. St. Sem þruma úr heiðskíru lofti kom fregnin um hið sviplega andlát Sigurðar Vilbergs Beni- diétssonar, manns á bezta aldri, til vina og vandamanna hans. Sigurður Vilberg Benidictson dó mjög snögglega þann 14. nóv. 1942. Banameinið var hjartabilun. Hann var fæddur 14. maí 1901 að Geysir, Man. Foreldr- ar hans voru Benidict Guð- mundson frá Torfastöðum í Miðfirði á Islandi, og Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Urriðaá í Miðfirði. Móður sina misti hann á unga aldri, og var hér og þar með föður sínum þar til 1911 að Sigurður bóndi Beni- dictson frændi hans tók hann til fósturs og ættleiddi hann. Var hann hjá fósturforeldrum sínum á bújörð þeirra 5 mílur suðvestur frá Markerville þar til þau dóu. Sigurður dó 24. sept. 1924 en Vilborg kona hans 22. maí 1928. — Faðir hans, Benidict, dó i Edmonton, Alta., 1929. Eftir lát fósturforeldra sinna tók hann við búi þeirra, og kvæntist Rósu Siglaugu Steph- ansdóttur skálds 17. júní 1928. Bjuggu þau á sömu bújörð þar til 1941 að þau seldu bújörðina og keyptu aðra skamt frá og fluttu þangað. En eftir skamm- an tíma seldu þau þá bújörð og keypfu aðra 5 milur austur frá Markerville, og voru nýlega flutt þangað er hið skyndilega fráfall Sigurðar bar að hendi. Sigurður lætur eftir sig ekkju, Rósu Siglaugu Steph- ansdóttur og 4 börn: 1. Helga Iris; 2. Stephan Vilberg; 3. Con- rad Benidict; 4. Sigurður Theo- dór ólafur; öll á unga aldri. Einnig 3 alsystkini: 1. Ólafía Helga, gift Halldóri Jóhanns- syni bónda að Markerville; 2. Karl, kvæntur Martha Kaiser að Glenevis, Alta.; 3. Óskar Leo Rosman, kvæntur Helen Cunningham að Dodds, Alta. Ein föðursystir, Mrs. Pepper, býr í Edmonton, Alta., og margt frændfólk í Manitoba, og einn hálfbróður, Reimar, í British Columbia. Sigurður Vilberg var góðum gáfum gæddur, og vel gefin á marga hluti, og er því missirin sár og stórt skarð fyrir skyldi fyrir fjölskyldu hans. Hann var einkar góðlyndur og ást- ríkur heimilisfaðir. Jarðarförin fór fram frá Lút. kirkjunni að Markerville 20. nóv. og,var hann jarðsunginn í Stephansons ættar grafreitn- um af dönskum presti, séra Thorsleifs. 4 Við endimark æfinnar vega ’ið eina ’ið ólokanlega, Er vitund sú vinir manns trega það vakir í meðvitund minni og slíkt mundi þreignt hafa þfnni.—St. G. St. A. J. C. Þakkaróvarp Mitt innilegasta þakklæti til vina og vandamanna fyrir ein- læga hluttekningu sem mér hefir verið auðsýnd síðan frá- fall míns kæra eiginmanns. — Sömuleiðis þakka eg alla hjálp og gjafir, og óska að ykkur megi verða launað í ríkum mæli. Rósa Benidiktson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Hjá klœðskeranum Viðskiftamaður: — Eg hef heyrt, að sonur minn sé búinn að skulda yður föt í þrjú ár. Klæðskerinn: — Stendur heima. Þér hafið ef til vill ætl- að að greiða skuldina? Viðskiftamaður: — Nei. ónei, en eg hefði viljað fá hjá yður spariföt með álíka greiðslu- skilmálum. Góðar bœkur Smoky Bay, Stgr. Arason kennari .............$2.25 A Primer of Modern Ice- landic, Snæbj. Jónsson.. 2.50 Stafsetninga-orðabók, Freysteinn Gunnarsson 2.25 Vestmenn, Þ. Þ. Þor- steineson ...... 2.50 Icelandic Canadian, 4 hefti á ári.......... 1-00 BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg \ TILKYNNING CANADA STENDUR ANDSPÆNIS ELDIVIÐAR- ÞURÐ NÆSTA VETUR ERT ÞÚ einn af þeim Canadisku húsfeðrum sem brendu girðingum, hurðum og jafnvel gólfum til þess að vemda þig fyrir hörkum vetrarins sem nú er að líða? Eða ef til vill varstu einn þeirra sem með naumindum komst fram úr vandræðunum? Hvort heldur er, þá munt þú nú vilja búa þig undir næsta vetur, þegar máské verða enn meiri vandræði, með því að gera nauðsynlegar ráðstafanir undir eins. Víðsvegar er tilfinnanlegur eldiviðar skortur nú þegar þar sem birgðirnar eru næstum gengnar til þurðar. í sumum tilfellum er nú verið að nota nýhöggvinn, grænan við, sem átti að geymast til næsta vetrar. Viða í Canada er eldiviðurinn tekinn nálægt þeim stöðum sem hann er notaður. Framleiðsla og úthlutun er í höndum bygðarbúa. Sambandsstjórninni er það ljóst að eldiviðar skorturinn er svo alvarlegur, að jafnvel með almennum samtökum er ekki víst að nægi- lega^ birðir verði fáaniegar á þeim stöðum sem þannig hagar til. Þess- vegna hefir verið ákveðið að hvetja til aukinnar framleiðslu eldiviðar, með þvi að veita aðstoð þeim sem venjulega hafa með höndum fram- leiðslu og úthlutun þeirra hluta. Með þeim tilgangi, verða eftirfarandi ráðstafanir gerðar: 'l Fjárstyrkur sem nemur $1.00 á korðið verður gefinn kaup- mönnum fyrir allan söluhæfan eldivið sem samkvæmt samn- ingi hefir verið feldur fyrir 30. júni 1943 og er eign téðs kaupmanns þann dag. 9 The Coal Controller má, eftir því sem honum þykir henta, skipa fyrir um hluttöku flutningskostnaðar á eldivið, einkum * þar sem kaupmenn,—til þess að fá birgðir,—verða að gera samninga um slikt, utan þess héraðs sem þéir venjulega fá birgðir sínar frá. En til þess að fá þessa endurborgun, verða kaupmenn að fá leyfi hjá the Coal Controller áður en þeir gera samninga um slíkar birgðir. 9 The Coal Controller mun kaupa frá kaupmönnum, gegn því verði sem það hefir kostað þá, allan söluhæfan eldivið sem $1 fjárstyrkur hefir verið veittur til að kaupa og sem liggur ónotaður hjá þeim 31. mai 1944. ^ Forgangsréttur verður gefinn til nauðsynlegs útbúnaðar. g Bændur, nú á jörðum sínum, en sem fara að heiman um stundar sakir að vinna að skógarhöggi samkvæmt þessari beiðni, verða álitnir af National Selective Service sem þeir séu að uppfylla sína venjulegu skyldu sem bændur, og halda fullum rétti um frestun á stríðsskyldu sem þeirra atvinna nú innifelur. Samt má ekki slík fjarvera koma í bága við akur- yrkju framleiðslu. Sveitaráð, bœndur, eldsneytis kaupmenn, einstaklingar, greiðafélög og öll smœrri samtök í bygðum þar sem eldiviður er notaður, eru alvarlega beðnir að rannsaka ástandið sem fyrst og taka strax nauð- synlegar framkvœmdir að létta vandrœðunum. THE DEPARTMENT 0F MUNITIONS AND SUPPLY N Honourable C. D. Howe, ráðherra W.F. 1

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.