Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRIL 1943 l^cimskriitgla (StofnuB mt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PBESS LTD. 153 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 85* Sargent Ave., Winnípeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Ultanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 28. APRIL 1943 FJÓRÐA STRÍÐSLÁNIÐ Sala á verðforéfum fjórða stríðsláns Canada-stjórnar hófst í byrjun þessarar viku. Er nú farið fram á sinu meira, en áður, eða lán, sem nemur $1,100,000,000 og verða 75 miljón dalir af því að koma frá Manitoba-fylki. Þetta er mikið fé, en þó háttar nú svo til, að við því verður almenningur að snúast eins vel og unt er. Fjárins er meiri þörf en nokkru sinni fyr; bæði er að á þessu sumri mun stríðs sóknin verða aukin — það flýtur af sjálfu sér að svo muni verða — en af því leiðir aftur, að hálda verður vopnatilbúningn- um áfram í stærra stil en áður. Her- mennirnir handan við haf, verða af lík- um nú að dæma, allir á vígvöll komnir áður en sumrinu lýkur, og verkefni þess hluta þjóðarinnar, sem er heima, er að standa þeim einhuga að baki í öllu því er þeir fá orkað. Hér býr alvara undir. Enginn má skerast úr leik. Þegnar þessa lands verða hver og éinn að ynna lán- skyldukvöðina af hendi, eftir því, sem þeir framast geta. I þessu felst að sjálf- sögðu það, að spara alt sem unt er, neita sér um margt, sem menn hafa áður not- ið, en leggja það fé fyrir sem hægt er. Þetta er hin brýnasta skylda hvers þegns. Fram á annað lán verður farið síðar og undir það verður þjóðin einnig að búa sig. En hún gerir það með engu öðru móti betur en því, að vera nýtin, sparsöm og forsjál. Það er einnig vert að minnast þess, að fórnin, sem þessu er samfara, er enn ekki önnur fyrir okkur, sem heima erum, en að lána fé, sem fylli- lega er trygt og hvergi er tryggara en hjá stjórninni, þó hinu versta skifti. Að hafa lánað fé í þessari miklu þörf, getur því verið hinn vissasti sparnaðarvegur og trygging þess, að eiga eitthvað að grípa til, að stríðinu loknu, sem annars hefði ekki verið í handraða. Slíkur sparnaður þarf engum að vaxa í augum, því þó hann kosti einhverja sjálfsafneit- un, er með hinni frjálsu aðferð við lán- tökuna ekki farið fram á neitt, sem nokkrum er um megn. Á það ber einnig að líta. HAGUR ISLANDS Það er eitt, sem ganga má að sem vísu og það er, að Islendingum vestan hafs er ekkert kærara, en að fá sem ítarleg- astar fréttir heiman af ættjörðinni. Síð- an stríðið hófst, hafa erfiðleikar verið á þessu, vegna þess að blöð að heiman hafa ekki borist reglulega. Þau hafa ekki einungis borist seint, oft ekki nema á tveggja til fjögra mánaða fresti, heldur hefir meira og minna af þeim farið for- görðum. Vegna þess hefir verið erfitt að gefa nokkúrt heildaryfirlit yfir hag lands og þjóðar. Úr þessu mun hér eftir nokkuð verða bætt. Stjórnarráð íslands hefir samið yfirlit, sem ætla&t er til að íslendingum erlendis komi í góðar þarfir í þessu efni. Hefir Thor Thors, sendi- herra í Washington nýlega sent íslenzku blöðunum yfirlitið og hafa ritstjórar ís- lenzku blaðanna hér komið sér saman um að birta það í heilu lagi. Fyrsta skýrslan er yfir janúar mánuð og munu þær eiga að koma út mánaðarlega; er hún allöng, enda fylgir henni aðdrag- andi að myndun núverandi stjórnar, nokkurskonar inngangur og munu þær, er hér eftir birtast verða styttri. Kostur skýrslanna er, að þar er hlutlaust frá sagt, að svo miklu leyti sem hjá verður komist og viðgengst í stjórnarskýrslum. Heimskringla er stjórnarráði íslands þakklát fyrir, að hafa byrjað á þessu starfi og sendiráðinu í Washington fyrir að senda hana. Það getur fyrst og fremst hafa vakað fyrir stjórnarráðinu, að skýrslurnar yrðu aðeins notaðar, sem hagkvæmar upplýsingar þeim, er ant láta sér um að birta fregnir af hag lands og þjóðar, en þær eru svo vel skrifaðar og læsilegar, að vér efumst ekki um að Vestur-fslendingum séu þær kærkomnar í vikublöðunum. Þær eiga skilið að koma fyrir hverS manns augu og það eru viku- blöðin islenzku sem öllu öðru fremur greiða þar veginn. UPPRISA Upprisa er hátíðlegt orð og hugmynd- in fögur sem í því felst. f því endurómar vakning nýs tófs. Það er sem það segi: Dauði, hvar er broddur þinn? Á nýaf- stöðnum páskum hljómaði orðið af vör- um presta í kirkjum þessa bæjar, sem annar staðar út um hinn kristna heim. En hvaða boðskap fluttu orðin þér, lesari góður? Endurómaði þar söngur lífs og sigur yfir dauðanum í nokkrum veru- legum skilningi? Eg hlýddi á ræður yfir útvarpið/ í þeim öllum var endurtekin saga kerlinga í Gyðingalandi fyrir nítján hundruð árum, um hvað upprisa væri, en sem fáir menn geta í einlægni litið á að nokkuð hafi við veruleik lifsins að gera. í fylgsnum huga míns rak hver spurn- ingin aðra um hvort ekkert væri hægt að benda nútáðar manni á, í sambandi við upprisu, sem í meira samræmi væri við líf hans, og sem merkingu orðsins gerði skiljanlegri. Mér fanst svo margt bera vitni um sannleik og fegurð orðsins, að engum þyrfti að verða nein skota- skuld úr, að skýra það. Einn prestur braut bág við stallbræður sina. Það var prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg. í stað þess að leggja út af hinu sama og þeir, mintist hann sumarsins, með von- inni um endurvakning lífs og gróður jarðar og voninni um að sumarið í sálum manna, yrði andlegu lífi þeirra eins til uppbyggingar. Hér var ekki verið að slá nein vindhögg. Það var á það bent, sem næst var og sem hver maður hafði séð og reynt, var daglegur veruleiki í augum þeirra. Hugtakið i orðinu upprisa, sem við dultrúar-staðhæfingar einar hefir stuðst, fékk með því sitt verulega gildi. HUGLEIÐINGAR Á SUMAR- DAGINN FYRSTA Rœða flutt á samkomu I Sambandskirkj- unni í Winnipeg á sumardaginn fyrsta 1943 af Önnu Jónasson. Kæru tilheyrendur: Eg ætla að segja ykkur frá atviki er eg heyrði Stefán heitinn Stefánsson skóla- meistara á Akureyri einu sinni segja frá. Þetta atvik skeði einmitt á sumardaginn fyrsta. Tíð hafði verið slæm þau sumar- málin svo snjór var yfir öllu og kalsa- veður. Var barið að dyrum hjá Stefáni og úti fyrir stendur lítil stúlka um 5 ára gömul. Stefán þekti stúlkuna, en hún var dóttir kunningja hans, sem bjó í öðrum hluta bæjarins. Stefán leiðir litlu stúlkuna inn í hlýjuna og spyr hana, hvernig standi á því að hún sé þangað komin, þessa líka óraleið og í svo slæmu veðri. Litla stúlkan er ákaflega rauna- mædd á svipinn, en biður Stefán um að koma með sér út í sumarið. Hann skilur ekki hvað hún átti við í fyrstu, en eftir nokkrar spurningar kemst hann að því hvað litla stúlkan hafði í huga. Jú — hún mundi að í sumar sem leið hafði hún heimsótt Stefán með foreldrum sínum og sérstaklega mundi hún eftir öllum blómunum og trjánum í garðinum hans þar sem hún lék sér þennan sólbjarta sumardag. Og nú vissi hún að það var sumardagurinn fyrsti. Heima hjá henni var engin garður, aðeins snjór og kalt, ekkert sumar. En sumarið hlyti að vera komið í fallega garðinn hans Stefáns — og hvort hann vilji nú ekki gera svo vel og koma með sér út í sumarið. Eg segi ykkur þessa sögu, vegna þess að mér finst hún svo glögt dæmi um áhrif orðsins Sumardagurinn fyrsti. Litla stúlkan hafði þráð sumarið og öll blómin og hinn fyrsti sumardagur hlaut að færa henni það og úr því hún ekki hafði það heima hjá sér þá fór hún að leita þess og það hlaut að vera þar sem hún mundi sumarið fegurst, en það var í garðinum hans Stefáns. Frá alda öðli hefir Sumardagurinn fyrsti verið aðalhátíóisdagur Islendinga og það að maklegu. Því þar er hann tímamót myrkursins og Ijóssins. Eftir langa og svarta skammdegið er hann hinn glæsilegi fyrirboði sumarsins, ljóss- ins og alls lífs. Og allar þær vonir sem tengdar eru við Sumardaginn fyrsta, vonirnar um að sumarið bregðist ekki. — þessi aðalbjargræðistími þjóðarinnar. Vonir bóndans um góða sprettu svo hann geti fylt skemmur sinar og hlöður, geti glaður og öruggur horft fram á annan langan vetur; vonir sjómannsins um góðan afla, vonir þeirra sem eru sjúkir og sárir um bata, því heima er það svo ríkt í hugum manna að sumarið bæti alt, og vonir þeirra sem í bæjunum búa, að geta hrist af sér bæjarrykið og leitað til náttúrunnar, íslenzku dalanna og fjallanna, allar þessar vonir eru tengdar sumardeginum fyrsta. Elf til vill verða vonibrigðin sár, sumarið stutt og kalt, heylítið, fisklítið og enginn bati, en það er önnur saga, enginn getur svift mennina vonanna sem tengdar eru sum- ardeginum fyrsta. En þessu sem eg er að reyna að lýsa hefir þjóðskáldið okkar Matthías lýst í svo yndisfögrum orðum að nú er best að láta hann tala: Fyrsti sumardagur 1891 Kom heitur til míns hjarta blœrinn blíði, Kom blessaður í dásemd þinnar prýði. Kom lífsins engill nýr og náðarfagur, 1 nafni drottins, fyrsti sumardagur. Vorgyðja Ijúf í ljóssins hlýju sölum, Þú lífs vors líf í þessum skuggadölum. Öll skepnan stynur enn við harðar hríðir Og hljóðar eftir lausnarstund um síðir. Eg sé þig sjálfa, dísin dýrðarfríða, Frá dyrum lífsins skín þin engilblíða, Eg sé þitt hús við sólar skýjarofin, Eg sé þinn ársal rósaguðvef ofinn. Þú kom&t frá lífsins háa helgidómi, En hollvin áttu í hverju minsta blómi 1 hverju foldarfræi byggir andi Sem fæddur var á ódauðleikans landi. Þú kemur, — fjallið klöknar, tárin renna; Sjá klakatindinn roðna, glúpna, brenna, Kom, drottni lík, í makt og miklu veldi Með merkið sveipað guðdóms tign og. eldi. Kom, liknardiís, og tín upp alt hið týnda Hið tvista, gleymda, hrakta, spilta, pínda. Nærkona kom og legg nú lausnarhendur Við lífsns mæður, fjöll og höf og strend- ur. Kom til að lífga, fjörga, gleðja, fæða Og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða, í brosi þinu brotnar dauðans vigur, í btóðu þinni kyssir trúna sigur. Kom, vek mér lif úr þessum þurru grein- um Og þýddu korn úr jökulrunnum steinum, Og eitt er enn, hin djúpa dulargáta, Lát Dauðann tala, Helju sjálfa gráta. Það kantu ei. En kann eg rétt að biðja. Eg krjúpa vil að fótum þínum gyðja Um eilífð vari æska þín og kraftur. Þótt aldrei mína rós þú vekir aftur. Eg fagna þó, eg þekki hvað er merkast Og þykist sjá hvað drjúgast er og sterkast, Og það sem vinnur, það er ást og blíða. Haf þökk míns hjarta sumargyðjan fríða. Þótt að litla stúlkan sem eg sagði ykk- ur frá hér að framan hafi verið óheppin með sumardaginn fyrsta, þá megum við ekki hugsa okkur hann altaf svo slæm- an. Man eg eftir ótal mörgum yndisleg- um dögum. T. d. man eg eftir dansleik sem haldinn var siðasta vetrardag í Mentaskólanum i Reykjavík fyrir nokkr- um árum síðan. Dansleiknum skyldi lokið kl. 3, en þegar dansfólkið kom út í bjarta vornóttina, var hún svo yndisleg að ómögulegt var að fara að sofa, var þá það ráð tekið að fara út í Hljómskála- garð, sem er fyrir sunnan Tjörnina, með hljómsveitina með sér. Og þar var dans- að inn sólaruppkomuna á Sumardaginn fyrsta. Dansað á döggvotu, nýju, ið- grænu grasinu, og haldið svo heim, syngjandi og með ánægjubros á vör í glampandi sólskini um 'kl. 9 á Sumar- dagsmorguninn fyrsta. Einnig man eg eftir öðrum fyrsta sum- ardegi, en þá fór eg ásamt nokkrum kunningjum minum upp í Skíðaskálann í Hveradölum. Var þar nýfallinn snjór í fjöllum og hugðum við okkur gott til skíðanna. Brennandi sólskin var þann dag og skíðafötin okkar voru stuttbuxur og þunnar treyjurJ Allir með bera fætur og hand-1 leggi, en engum þótti kalt. Lék-' um við okkur þar í snjónum og sólskininu allan daginn. Fór-j um svo heim um kvöldið, öll. meira og minna sólbrend; minnir mig að ein vinkona min hafi legið í viku á eftir í .sól- bruna, en okkur þótti dagurinn borga sig samt, þótt smáskein- ur væru á nefi og víðar, í nokkra daga á eftir. Svo eins og þið heyrið snjóar ekki altaf á sumardaginn fyrsta. Síðustu ár hefir sumardag- urinn fyrsti verið helgaður börnunum. Skemtanir eru haldnar og merki seld á göt- unum, og rennur ágóði þeirra til barnaheimila. En þessi barnaheimili eru fyrir þau bæj- arbörn, sem ekki hafa tækifæri til að dvelja í sveit sumarmán- uðina. Eru þessi heimili al- staðar að rísa upp og er svo komið að nú eru bæirnir svo að heita barnlausir um sumar- mánuðina. Dvelja börnin á þessum nýju barnaheimilum gegn vægu gjaldi. Aðbúnaður barnanna er all- ur hinn bezti sem völ er á. Holt og gott fæði og æft hjúkrunar- fólk og kennarar til að annast um börnin og öll möguleg leik- föng eru þar handa þeim. Sum heimilanna eru einnig fyrir ungbörn og mæður þeirra. — Einnig hafa verið sett á stofn dagheimili fyrir börn, eru þau heimili í sjálfum bæjunum, og eru starfrækt alt árið um kring. Er farið með börnin þangað á morgnana og þau svo sótt að kveldinu. Eiga öll þessi barnaheimili ákaflega miklum vinsældum að fagna og sumardagurinn fyrsti á sinn mikla þátt í að gera þetta kleift. En nú langar mig til að segja ykkur frá hvernig eg man eftir sumardeginum fyrsta í Reykja- vík. Þar, sem annarstaðar er hann ákaflega mikið tilhlökk- unarefni ungra og gamalla, það er ba'kað og fægt, flestir reyna að fá sér eitthvað nýtt fyrir þann dag, nýjan kjól, nýjan hatt eða eitthvað þess- háttar. Svo rennur hinn mikli dagur upp. Við setjum upp nýja hattinn og göngum niður í bæ, og það er eins og bærinn hafi allur íklæðst nýjum ham. Alstaðar blakta fánar á stöng, allar götur fullar af fólki og fólkið sjálft er ekki eins og það var í gær, það eru ekki nýju hattarnir eða nýju fötin sem gera breytinguna, heldur er það eins og það sé glaðlegra, það er sporléttara og ber höf- uðið hærra. Einstaka náungi sem hefir ef til vill kvatt vetur- inn of hjartanlega í gær er dá- lítið fölur í framan, en hann harkar af sér — því nú eiga all- ir að vera glaðir. Það er sól- skin og sumardagurinn fyrsti. Litlar hvítklæddar stúlkur ganga um og selja merki barnadagsins og víst er um það að merkin ganga út hjá þeim. Og alstaðar kveður við: Gleðilegt sumar. Gleðilegt sum- ar. Ungir og gamlir eru strax farnir að ráðgera hvernig varið skuli sumarleyfinu. Einn ætlar að stunda laxveiðar. Annar ætlar á hesti sínum upp í ó- bygðir og liggja þar í tjaldi, sá þriðji ætlar að vera á gistihús- inu á Laugarvatni og vera þar í gufuböðum og ráfa um skóg- inn. Þetta kveður alstaðar við á sumardaginn fyrsta. Það er sannarlega sumar yfir bænum þennan dag. Um kvöldið er svo farið á einhverja af skemt- unum dagsins. Þar er sitt af hverju til skemtunar, söngur, hljóðfærasláttur og ræðuhöld, eða ef til vill göngum víð upp i Öskjuhlíð eða út á Seltjarnar- nes með hugan fullan af dá- samlegum fyrirætlunum um sumarið. Fyrirætlunum um að fara snemma á fætur og ganga góða morgungöngu áður en farið er í vinnu, ákvörðun um að fá sér blett einhversstaðar og rækta þar ósköpin öll af grænmeti, og svo auðvitað fyr- irætlanir um hvert skuli halda í sumarleyfinu. En sumar- ferðalög hafa aukist afar mikið meðal bæjarbúa á seinni árum. Er svo að segja um hverja helgi að sumrinu, óslitin röð af bif- reiðum, hjólhestum og alskon- ar farartækjum um alla vegi sem frá Reykjavík liggja. Er þetta fólk sem ætlar að dvelja um helgina á Þingvöllum, eða fara eitthvað austur yfir fjall eins og það er kallað. Eins er fjöiment mjög hvern laug- ardag um borð í skipinu Lax- foss, sem fer áætlunarferðir upp í Borgarnes. Má svo segja að allir sem vetlingi geta vald- ið reyni að komast eitthvað á gras um helgar. En eins og allir vita er sumarið okkar stutt og þá auðvitað um að gera að nota hvern sólskins- dag eins vel og hœgt er. Lang- ar mig til að segja ykkur frá einni slikri helgi. Eg og tvær vinkonur minar ráðgerðum að fara að Hreða- vatni og vera þar í tjaldi. Og mikill var undirbúníngurinn, Það voru skrifaðir langir listar um alt sem okkur fanst með þurfa, og öllu svo skipulega raðað niður, ein átti að hugsa um þetta, önnur hitt o. s. frv. Á föstudagskvöldið var svo öllu pakkað í bakpokana, það sem ekki komst fyrir í þeim var kyrfilega reyrt við þá. Á laugardagsmorguninn Þyngdist heldur á okkur brún- in, því úti var alt grátt og rign- ingaúði, en við vonuðum hið bezta. O, hann rifur þetta úr sér úr hádeginu, sögðum við og fórum svo til vinnu, en oft var litið út um gluggann þann morguninn, og það fór sem við sögðum. Um hádegi létti til og komið var glaða sólskin. Svo kl. 2 mættumst við niður við Laxfoss, og þar var heldur en ekki margt um manninn, en lúðrasveit Reykjavikur var með í þetta skifti og ætlaði að spila fyrir Borgnesinga. Létti Laxfoss síðan akkerum og við héldum af stað, en svo þröngt var á dekkinu að varla var hægt að snúa sér við. Lúðrasveitin hafði komið sér fyrir aftur á dekkinu og byrj- aði að spila. Fljótlega tóku allir undir með henni og var sungið við raust alla leiðina í Borgarnes, en þar skildust leið- ir. Við stallsysturnar gengum sem leið liggur að Hreðavatni með bakpokana okkar og alla pynklana. Ekki vorum við samt mjög langt komnar, þeg- ar vörubíll úr Borgarnesi, sem var á sömu leið, stansaði og bauð okkur að sitja aftan á vörupallinum, þáðum við það með þökkum, því heitt var í veðri og langt að ganga. Vorum við svo brátt komnar á leiðarenda og þá var strax farið að tjalda og svo að fá sér bita, gómsætan harðfisk o. fl. Ein okkar hafði ein- hvernvegin komist yfir ávaxta- dós, en slíkt er nú ófáanlegt á voru landi. Ætluðum við á- vextina í eftirmat, en auðvitað gleymdist dósahnífurinn, en 'eftir töluvert þras og fyrir- bænir gátum við skorið hana með naglaþjöl og ekki var hún lengi að tæmast. Eftir máltíðina gengum við um skóginn, heilsuðum upp á kunningjana í næstu tjöldum, fórum svo að vatninu og synt- um þar góða stund og héldum svo heim í tjald. Ein hafði guitar meðferðis og spilaði hún og við sungum. Brátt var kom- inn heill hópur af ungu fólki úr næstu tjöldum og sátum við þarna fram eftir' kvöldinu í skógarkjarrinu og spiluðum og sungum. Loksins gáturn við

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.