Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1943 En bann varð brátt rólegur á ný ér hann sagði: “Eg get aðeins sagt yður þetta: Eg hefi aldrei heyrt þetta nefnt fyr á nafn.” “Lesið þér ekki blöðin?” “Ekki nema rétt af hendingu. Eg hefi ekkert áhugamál til í þessum heimi.” “Heyrið þér aldrei fólk tala?” “Eg hefi aldrei heyrt neinn tala um þetta, en eg hefi verið þar, sem litil líkindi voru til að þetta væri rætt.” “Hversvegna fóruð þér í burtu?” “Vegna þess að það var nauðsynlegt fyrir mig að ná í peninga. Eg hefi verið um hríð að reyna að krækja mér í fé á óheiðarlegan hátt — tilraun, sem mishepnaðist eins alger- lega og hún átti skilið. Það var skoðun mín, þangað til eg kom hingað í dag, að Annetta hefði af frjálsum vilja yfirgefið heimili mitt, eins og hún hafði hótað að gera. Ef þér viljið spyrja húsráðandann í Flood stræti, nr. 40 um það, getur hann sannað að eg skildi eftir p>eninga handa henni. Eg hafði enga löngun og gat ekki haft neina löngun að gera vesal- ings stúlkunni nokkuð ilt. Ekki var æfi henn- ar heldur sliík, að hún ætti né gæti átt nokkra óvini. Það sem þér segið mér er því alger gáta fyrir mér. Væri það til of mikils mælst ef eg bæði yður að segja mér hvernig þetta gerðist? Nei, það viljið þér sjálfsagt ekki gera þar sem þér hafið mig grunaðan?” “Mér sýnist margt benda til þess að þér vitið meira um þessa morðtilraun en þér vilj- ið láta uppi. En til þess að losna við að hafa yður fyrir rangri sök, skal eg segja yður það, sem þér biðjið um að fá að heyra.” Svo sagði hann honum alla söguna. Mr. Dye hlustaði á hana rólegur ,þangað til henni var lokið og sagði ekkert í langa hríð eftir að Moxley hafði lokið máli siínu. “Hafið þér ekkert við þetta að athuga?” spurði Moxley. “Hafið þér engan grunaðan?” “Ekkert að segja.” “Ekkert?” “Ekki eiitt orð.” “Jæja,” sagði Moxley fokreiður, “þá er aðeins ein leið opin fyrir mig.” Hann komst ekki lengra, því að nú var barið að dyrum. Annetta, sem enniþá var grátandi, bað um að fá að tala við hann stundarkorn. Hann gekk með henni inn í stofuna. Miss Moxley, sem var klædd eins og hún væri að fara út, sat í einu horni stofunnar og virtist í djúpum þönkum, en samt voru vang- ar hennar kafrjóðir, og bar það vott um að henni var meira en litið niðri fyrir. Bróðir hennar tók rétt eftir henni. Hann gat ein- skis annars gáð en hinni innri baráttu, sem hann háði, og sem minkaði ekki við það, sem Annetta hafði nú að segja, sem sýndi honum inn í hugskot hennar betur en hann hafði áður séð, og einnig hversu góðhjörtuð og sáttfús hún var. Hún bað hann um að sýna sér þá góðsemi, sem hann sízt af öllu vildi hafa sýnt, og það var að sleppa Mr. Dye. Og hvað gat vesalings Moxley gert, er hann stóð andspænis þessari fallegu stúlku, sem hann dáðist svo mjög að, annað en uppfylla bæn hennar, þótt það væri til þess að hann misti af tækifærinu til að koma upp um illverkið á veginum fyrir utan bæinn. Hin fagra stúlka horfði á hann slíkum bænaraugum og svo á- takanlega, að hann hafði engan þrótt til að neita bæn hennar. Hún gat ekki gleymt því að Mr. Dye hafði fóstrað hana upp og að hann hefði verið henni í föður stað. Hún gat ekki hugsað til þess að hann yrði ákærður og honum yrði hengt fyrir hennar sakir. Ef hann vildi ekk- ert segja, þá var bezt að lofa honum það. Vildi Mr. Moxley ekki gera svo vel og lofa því að iáta þetta mál falla niður? Mr. Moxley vildi þetta hreint ekki, en fyrir hennar sakir ætlaði hann að gera það og gerði það líka. “Já, eg skal lofa yður því,” sagði hann að síðustu. “Eg skal ekki halda honum hér lengur. Eg skal segja honum að hann geti farið hvert á land, sem hann vill fyrir mér, og að eg geri það sakir dóttur hans að sleppa honum?” “Æ, nei, gerið svo vel og segið honum ekkert um það. Það er ekki nauðsynlegt að hann viti að þetta sé fyrir minn bænastað. Eg óska heldur að hann viti ekkert um það.” “Jæja þá,” sagði Moxley, “látum það þ£ vera þannig.” Hann fór út og sendi Belfrey burtu. Er hann hélt opinni hurðinni svo að hinn kæni náungi gæti komist út, gekk Miss Mox- ley fram hjá honum út á götuna, uim leið og hún fór fram hjá bróður sínum, leit hún á hann með svip, sem lýsti bæði meðaumkvun og fyrirlitningu, og varð þetta tillit hennar til þess að hann var hreint ekkert ánægður með sjálfan sig. “Hún heldur að eg hafi látið alt of fljótt undan bænum Annettu,” hugsaði hann, “og hún hefir án efa rétt fyrir sér. Það er vafa- laust.” En nú gat hann ekki gengið á bak orða sinna. Hann gekk inn í herbergið þar sem hinn þunglyndislegi Mr. Dye sat. “Mr. Dye, mig langar til að spyrja yður aðeins einnar spurningar enn. Hafið þér sagt mér alt, sem þér áJítið að eg sem verndari Annettu þurfi að vita?” “Eg hefi ekkert meira að segja.” “Þá þarf eg ekkert framar við yður að ta'la.” Mr. Ðye stóð á fætur rólegur eins og ekkert væri um að vera. Hann strauk hatt- inn sinn með snjáðri úlpuerminni, setti hann á höfuðið og mælti á þessa leið: “Áður en eg fer langar mig að gefa yður eitt ráð, að þér látið taka mig fastan nú, ef þér óskið að sjá mig framar. Nauðsyn brýtur öll lög. Eg verð að £á að éta. Ef eg fæ ekkert að éta hér, þá verð eg ekki hér fram- vegis. Þegar vér íhugum hverfulleika lífsins og hinar margvíslegu aðstæður æfinnar, hefi eg ekki mikla trú á því, að ef þér sleppið mér nú, að líkindi séu til þess að þér sjáið mig nokkurntíma aftur.” “Þér ihafið fult frjálsræði til að fara hvert sem þér viljið,” sagði Moxley. “Hafið þér sagt mér sannleikann, er engin ástæða fyrir því að við sjéumst framar. Hafið þér logið að mér getið þér átt um það við samvizku yðar.” Hann opnaði hurðina. Mr. Dye sagði ekki neitt. Hann hneigði sig djúpt, þrýsti hatt- ræflinum fastara ofan á höfuðið og fór leiðar sinnar. “Og þetta er þá endir þessa máls,” hugs- aði málarinn talsvert gramur, og endir reyn- slu minnar sem leynilögreglumaður.” 11. Kap.—Miss Moxley gerir tilraun. Miss Moxley fór út án þess að hafa nokk- urt sérstakt erindi. Henni fanst að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum. Hún var jafnvel móðguð yfir því, sem henni fanst kveifar- skapur í Annettu og vöntun Moxleys á stað- festu, en það var atveg ómögulegt fyrir hana að bæta þann skaða, sem var skeður. Hún hafði alt frá þeirri stund, sem hún frétti um heimsókn bróðurs síns í Flood stræti þráð komu Mr. Dye. Og þegar Annetta sagði henni að hann væri kominn, gat hún varla á sér setið að fara ekki inn til að heyra hvað hann hefði að segja. Nú mundi eitthvað verða ljóst um glæpinn, sem framinn hafði verið á veginum við sjóinn. Miss Moxley langaði aðeins til að það kæmist upp um óbótamennina. Þetta staf- aði ekki af forvitni. Hún vorkendi vesalings stúlkunni vegna þess að hún var sjálf hjarta- góð. Réttlætistilfinning hennar krafðist þess, að sökudólgarnir fengju fulla refsingu fyrir að níðast þannig á varnarlausri stúlku. Er hún hugsaði til þess að sá, sem það hafði gert gengi um frjáls og óhindraður, gerði það hana stundum næstum því trylta af reiði. Og svo þegar hún hélt að koma mætti upp um þá, fóru þeir, sem mestu réðu um þetta til verks og sleptu manninum, sem vafalausí vissi alt urn þetta, og kanske var sjálfur glæpamaðurinn, sem þau leituðu að, og alt var þetta vegna kveifarskapar ungrar stúlku. Þetta fanst Miss Moxley í fylsta máta gremju- legt. En hún hafði samt stjórnað sér og stein- þagað, vegna þess að hún vildi ekki særa An- nettu á neinn hátt. En hún var of reið til þess að geta setið inni og þessvegna fór hún út. Þetta var kaldur og fremur drungalegur dagur í janúar. Himininn var hulinn skýjum og var snjólegur, en Miks Moxley var vel klædd og leið vel úti í kuldanum. Það var gott meðal við hitanum, sem æddi í æðum hennar. Hún gekk fáeln spor út að háu girðing- unní milli götunnar og áarinnar. Hún stóð um stund og horfði út yfir hinn mikla ísflöt og henni datt í hug eitt smáatriði, sem mikið átti að leiða af, eins og síðar kom í ljós. Hefði Miss Moxley gengið hina venjulegu leið sína út á hina breiðu aðalgötu, hefði hún án efa gengið sér til skemtunar í nágrenninu unz hún var orðin róleg og snúið svo heim aftur. Þá hefði hún ekki gert það, sem hún gerði til að leysa þessa gátu, sem þau voru að reyna að ráða. En þegar hún leit yfir fljótið datt henni í hug að þaðan sem hún stóð, gæti hún fengið betra tækifæri til að sjá hvernig þessi Mr. Dye liti út, en þar sem hún sá hann gegn um hurðargættina. En þetta var nú upphafið að því, sem á eftir fór. Bróðir hennar hafði sagt að hann ætlaði að láta Mr. Dye fara strax. Þessi skrítni ná- ungi átti þá að fara að koma út um fram- dyrnar. Hún dró slæðuna niður fyrir and- litið og sneri sér í áttina til dyranna. Næst- um því samstundis kom slitni hatturinn, gauðslitna úlpan og persónan sjálf út úr dyr- unum. Mr. Dye litaðist ekkert um. Hann virtist ekki fær um að halda höfðinu uppi. Hann stakk höndunum langt niður í vasana og gekk hægt og ekki mjög stöðugt í áttina til aðal- götunnar. Án þess að hugsa um það hvað hún gerði veitti Miss Moxley honum eftirför og gekk eins hægt og hann. Er hann kom niður á götuhornið staðnæmdist hann og rendi augunum eftir götunni í báðar áttir, eins og hann væri eigi ákveðinn hvora leiðina . hann ætti að velja. Miss Moxley gekk ennþá hægara til þess að hann tæki ekki eftir henni. Eftir stutta stund tók hann ákvörðun sína. Hann hélt til hægri handar. Ætlaði hann að fara til Flood strætisins. Stefnan, sem hann tók virtist ekki ibenda til þess að það væri tilgangur hans, en göturnar voru svo krók- óttar, að um það var ekki gott að vita. Hann gekk áfram eins hægt og áður, reikandi og lúpulegur. Stuttu síðar gekk hann þvert yfir götuna og síðan lagði hann inn í þvergötu, sem lá ofan í miðbæinn. Miss Moxley fylgdi honum á eftir, þótt hún gengi nú hinu megin í götunni. Þá datt henni alt í einu í hug, að1 hún skyldi elta hann og njósna um ferðir hans eins lengi og henni væri unt. Það var alveg nýtt fyrir hana að leika njósnara og var það alls ekki óviðkunnanleg tilfinning. Er hún hafði gætur á Dye hugsaði hún um þær hættur, sem slíku istarfi kynni að vera sam- fara og komst hún brátt á þá skoðun, að hún mætti ekki láta lokka sig of langt eftir þess- ari braut. Þetta var óhætt um þennan táma dags og í svona góðum hluta bæjarins, því að enginn var þarna, sem mundi skifta sér af henni né gera hana hrædda. En hvernig færi er hinn skuggalegi Dye legði leið sína inn í skuggahverfi bæjarins? Mundi það vera vogandi fyrir hana að elta hann þangað? Hún þekti reyndar ekki slika staði en hún hafði heyrt um þá, og hugrekki hennar minkaði að mun er hún hugsaði til þeirra. Auk þess var ekki langt til myrkurs. “Nei,” hugsaði hún, “eg get ekki gert alt eins og eg væri karlmaður, en eg get samt haldið áfram þangað til eitthvað neyðir mig til að snúa við.” Svo hún hélt áfram. Mr. Dye gekk aftur inn í nýja götu, það gat ekki verið mikill vafi á því nu. Hann var a leiöinni til Flood strætis eöa i eitthvert na- grenni þess. Hann ætlaöi að þvi er virtist aö íara til hússins nr. 40, hringja dyrabjöllunni. Hurðin mundi lokast á eftir honum. Og hvað þá? Þá gat hún ekkert annað gert en að snúa við og halda heim aftur, án þess að vita neitt meira, en þegar hún hóf þessa eftirför, sem varð algerlega árangurslaus. Svona var nú útlitið. En hún hélt áfram sinni hægu göngu hinu megin í götunni og dálitið á eftir hon- um, og reyndi að leyna því að hún væri að horfa á eftir Mr. Dye. En það var óþarfa varkárni. Mr. Dye leit aldrei til baka. Hann slangraði áfram viðstöðulaust, lotinn með hendurnar í úlpuvösunum. “Það lítur ekki út fyrir að hann sé mjög aldraður maður,” hugsaði Ellen með sér, “en eftir göngulagi hans að dæma, þá er hann fremur þróttlítill.” Þau gengu nú eftir rólegri hliðargötu, sem hallaðist dálítið niður á við. Fáir voru þarna á ferli og úr skýjunum féllu fáein föl korn hljóðlaust niður á strætin. Mr. Dye hafði gengið langan spöl niður götuna þegar Ellen sá vagn með tveimur konum í koma inn í götuna og aka á móti þeim. Önnpr konan keyrði vagninn. Konan sem ók var næst þeirri hlið götunnar, sem Dye gekk eftir. Miss Moxley tók eftir þessu öllu eins og ósjálfrátt, þangað til hún tók eftir snöggri breytingu á konunni, sem keyrði hestana. Konan auðsæilega hrökk við er hún sá Mr. Dye. Hinn álúti maður starði eins og áður ofan fyrir fætur sér. Hann tók því ekki eftir konunni, þar sem hún tók vel eftir honum. Er hún var komin fast að honum, stöðvaði hún hestana með því að kippa snögt í taum- ana. Svo laut hún áfram og virtist hrópa til hans. Mr. Dye vaknaði af þungum þönkum, leit upp og stóð augliti til auglitis við konuna í vagninum. Miss Moxley fanst að þótt hún væri svona langt í burtu, sæi hún þó hvernig hið bleika andlit hans varð ennþá bleikara. En áreiðanlegt var það, að eitt augnablik reikaði hann eins og drukkinn maður og stóð svo grafkyr á gangstéttinni og starði á kon- urnar í vagninum. Konan tók til máls og benti honum að koma til sín að vagninum. Nú herti Mr. Dye sig upp, leit í allar áttir eins og hann væri að sjá hvert flýja skyldi, en gekk svo út á götuna til að tala við konurnar. Miss Moxley nálgaðist óðum. Ef hún gæti bara heyrt eina setningu af því, sem þau segðu, en því miður var hún hinumegin í göt- unni og hún þorði ekki að ganga yfir hana. Hún þorði ekki einu sinni að líta í áttina til þeirra, hvað mikið sem hana langaði til þess, því að konan sýndist vera tortryggin og var- kár, því í miðri samræðuni, sem fram fór á meilli þeirra, og sem konan sýndist leggja mikla alvöru og áherslu á, leit hún flóttalega alt í kring um sig og horfði tortryggnislega á Ellen eins og hún væri ekki óhult. Þegar hún leit þanng á Ellen fanst henni að það væri ekki í fyrsta skiftið, sem hún hefði séð þessa konu. En hvernig gat ihún hafa séð svona forkunnar frítt andlit og hafa gleymt því hvar og hvenær hún sá það? Ellen sá líka á svipstundu að konan var auðug. Hún var sallafin, og þrátt fyrir það að hún var milli þrítugs og fertugs, þá sýndist hún ótrú- lega ung og tálfögur. “Karlmönnunum líst víst á þessa,” hugs- aði Ellen, “þrátt fyrir kaldhæðnina og þver- móðskusvipinn, sem gerir hana fráhrindanUi í mínum augum.” Er hún hugsaði þannig hélt hún fram og reyndi að rifja upp fyrir sér hvar hún hefði séð konu þessa áður. Ellen tók varla eftir hinni konunni í vagninum. Hún sá bara að hún var ung, ekki eldri en tuttugu ára, kanske miklu yngri og að hún var lagleg og broshýr. Þegar Ellen fór fram hjá þar sem vagn- inn stóð lagði hún við hlustirnar og heyrði fögru konuna segja: “Það þolir enga bið.” Hún gat ekki heyrt svar Mr. Dyes. Þetta var alt sem hún gat heyrt af sam- ræðunum án þess að sýnast forvitin. Hún þorði ekki að vekja grun þessa fólks með því að líta við eftir að hún var komin fram hjá vegninum. Já, það var ekki fyr en hún komst á götuhornið og vagnskröltið gaf henni til- kynna að þær væru lagðar af stað, að hún þorði að líta í þá átt. Er hún sneri sér við sú hún það, sem hún hafði ekki búist við að sjá. Vagninn ók í sömu átt, en Mr. Dye gekk á undan honum eftir gangstéttinni. Nú var farið að snjóa alimikið og Ellen óttaðist að hún mundi missa sjónar á þessu fólki, sem hún hafði svo mikinn áhuga að fylgjast með. Þegar vagninn náði hæðarkollinum mundi hann sjálfsagt aka miklu hraðara. Hún hraðaði sér yfir götuna og komst á sömu hlið og Dye gekk. Nú voru þau öll komin á háhæðina, sem hallað nú af hinumegin. — Ellen flýtti sér þá eins mikið og henni var auðið. En þegar hún kom upp á hæðina hvarf henni allur ótti um að missa sjonar af vagninum. Hún tók nú að sklja í ráðum þeirra. Hverjar svo sem þessar konur voru, þá skömmuðust þær sín fyrir að láta sjá sig með þessurn ræfilslega manni, en samt leit út fyrir, að þær vildu ekki missa sjónar af honum. Þær þorðu ekki að taka hann inn í vagninn og létu hann því rölta á undan sér. Engan mundi gruna að þessi mannræfitl væri neitt á vegum þessara skrautbúnu kvenna. Mr. Dye hlaut að þekkja vel leiðina. Hann gerði það áreiðanlega; því að hann sneri fyrir hornið án þess að iíta við, og strax á eftir ók vagninn í sömu átt. Er Ellen sá þetta fékk hún hjartslátt og allskonar hugs- anir fyltu huga hennar. Snjórinn féll nú þéttara og unga stúlkan, sem svo djarflega hafði tekið að sér að elta hinn ræfilslega Dye, hélt sig eins nálægt hon- um og hún þorði, til að missa ekki af neinu, sem fyrir augu hennar kynni að bera. Vagninn og maðurinn héldu stöðugt á- fram, án þess að nokkur segði orð eða gæfi merki. Þannig fóru þau gegn um margar götur. “Eg get vel skilið það,” sagði Ellen, “að þau eru öll á leiðinni að sama staðnum. En ef þessi kona er svona hrædd við að láta sjá sig ásamt honum, því sendi hún hann þá ekki eftir annari leið á stefnumótið, og ekur svo sjálf eins og almennileg manneskja þang- að? Fólk hlýtur að finnast það sknítið, að hún lætur hestana sína lötra svóna í öðru eins veðri og þetta. Það er auðséð að hún treystir honum ekki, og auðséð líká að hann er hræddur við hana. Þetta er mér alt saman óskiljanlegt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.