Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. APRÍL 1943
FJÆR OG NÆR
MESSUR I ÍSLÉNZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
Við morgunguðsþjónustuna
n. k. sunnudag, 2. maí, fer fram
ungmenna messa sem verður
að öllu leyti undir stjórn ung-
mennafélags safnaðarins. —
Ræða verður flutt af Miss Lilju
Johnson. Hún verður aðstoð-
uð af Miss Joan Jónasson og
Miss Margrétu Sigmundson. —
Auk þess taka nokkur ung-
menni þátt í messusöngnum,
önnur leiða til sætis, taka upp
samskot o. s. frv.
Kvöld guðsþjónustan verður
með sama móti og vanalega.
Prestur safnaðarins messar. —
Fjölmennið við báðar guðs-
þjónusturnar.
★ ★ ★
Messa ö Gimli
Messað verður í Sambands-
kirkjunni á Gimli sunnudaginn
2. maí n. k. kl. 2 e. h.
★ ★ ★
Messa ö Lundar
Messað verður í Sambands-
kirkjunni á Lundar sunnudag-
inn 16. maí kl. 2 e. h. Séra E.
J. Melan messar. Á eftir messu
verður ársfundur safnaðarins
haldinn. Fólk er beðið að fjöl-
menna.
★ ★ ★
Islenzk útvarpsmessa
íslenzkri guðsþjónustu verð
ur útvarpað frá Sambands
kirkjunni í Winnipeg, sunnu
dagsikvöldið 16. maí n. k. kl. 7
e. h. yfir CKY-stöðina. Sér
staklega verður vandað ti
þessa útvarps, bæði hvað ræðu
og söng snertir. Nánar aug
lýst síðar.
★ ★ ★
Staddir í bænum s. 1. mið
vikudag og sem komu til að
vera við jarðarför Stefáns heit
ins Johnson, voru Mrs. (Capt
J. Sigurður frá Selkirk og Dan
Líndal frá Lundar.
★ ★ ★
Gifting
Föstudaginn, 23. þ. m. fór
fram gftingarathöfn að heimili
séra Philip M. Pétursson, er
hann gaf saman í hjónaband
Miss Mona Peterson, dóttur
Helga Peterson og Rúnu Good
man Peterson, konu hans frá
Elfros, Sask., og John Para-
stiuk. Þau voru aðstoðuð af
bróður brúðgumans frá Bran-
don og Mrs. A. J. Sissons frá
Winnipeg. Framtíðarheimili
þeirra verður hér i Winnipeg.
. ROSE THEATRE
= -----Sargent at Arlington------
| April 29-30 Moy 1
| Thur. Fri. & Sat.
§ Gary Cooper—Joan Leslie
“SERGEANT YORK"
Added: Selected Shorts
| May 3-4-5—Mon. Tue. Wed.
Glasbake to the Ladies
i George Raft—Pat O’Brien
“BROADWAY"
| Irene Dunne—Patrick Knowles
"LADY IN A JAM"
<* *iiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiniiuiiiiiiiiuiiiiimiiiiaáiiiiiiiiic>>
Skírnarathöfn
Við morgunguðsþjónustuna i
Sambandskirkjunni s. 1. sunnu-
dag skírði séra Philip M. Pét-
ursson Barrie Ford John, son
þeirra Ford J. T. Braden og
Beatrice M. (Bjarnason) Brad-
en, konu hans.
SAMKO MA
undir umsjón
SUMARHEIMILISINS Á HNAUSUM
MIÐVIKUDAGINN 5. MAÍ, kl. 8.15 e. h.
í Samkomusal Sambandskirkju i Winnipeg
Ágæt skemtiskrá: Fyrirlestra, Dr. M. Bowman og Dr.
E. Steinþórsson; hljóðfærasláttur, söngur, upplestur.
Enginn inngangur settur en samskota verður leitað.
Styðjið þetta ágæta fyrirtæki.
Ungmennafundir
Fulltrúar ungmennafélaga
Sambandssafnaðar eru að
Lötið kassa i
Kœlisköpinn
WvmoLa
Jm GOOD ANYTIME
MRS. MERTON SAYS*-
total war is a
LOT BETTER TWAN
TOTAL SLAVERY —
Bcuý
l/icfotyBcntcU
Sumarheimilissamkoma
Samkoma til arðs fyrir Sum-
arheimilið á Hnausum verður
haldin í Samkomusal Sam-
bandskirkju n. k. miðvikudag,
5. maí. Skemtiskráin verður
hin bezta. Fyrirlestra flytja
Dr. M. Bowman, um “Preventa-
tive Medicine”, og Dr. Eggert
Steinþórsson um “Heilbrigðis-
mál á Islandi”. — Unglingakór
undir stjórn Gunnars Erlends-
sonar syngur, Miss Trudie
Backman les upp, Ómar Blön-
dahl syngur einsöng og Miss
Marian Hart og Ómar Blöndahl
syngja tvísöng, Miss Barbara
Goodman spilar piano solo og
Allan Ðeck spilar violin solo.
Fundarstjóri verður Miss Rósa
Vídal. Enginn inngangur verð-
ur settur, en samskota verður
leitað. Mega menn eiga von á
ágætri skemtun, sem verður
fróðleg og ánægjurík. Styðjið
gott málefni og sækið þessa
samkomu.
Sumarheimilið hefir nú á
hverju ári nokkur undanfarin
ár tekið á móti meira en hundr-
að börnum á sumrin og veitt
þeim tækifæri til að njóta nátt-
úrfegurðar, sólskins og heil-
næms lofts og umhverfis á
vatnsbakka Winnipeg vatns.
Börnin hafa aðallega verið af
íslenzku bergi brotin og hafa
tilheyrt báðum söfnuðunum ís-
lenzku. Vonast er að sem allra
flestir styrki þetta fyrirtæki.
Þó að menn geti ef til vill ekki
sótt samkomuna, þætti nefnd-
inni vænt um ef þeir vildu
senda samskot sín heimilinu
til styrktar, til Mrs. P. S. Páls-
son, gjaldkera.
★ ★ ★
Skírnarathöfn
Sunnudaginn s. 1. fór fram
skírnarathöfn að heimili þeirra
hjóna Mr. og Mrs. Lárus Victor
Gottfred, 662 Simcoe St., er
séra Philip M. Pétursson skírði
Douglas Bhice, 5 mánaða gaml-
an son þeirra, að nokkrum vin-
um og ættmennum viðstödd-
um.
★ ★ ir
Einar Magnusson og Einar
sonur hans frá Selkirk litu inn
skrifstofu Hkr. í gær. Mr.
Magnússon er forseti þjóð-
ræknisdeildarinnar Brúin og
kvað hann hafa samkomu í
undirbúningi, sem hann von-
aði að yrði fjölsótt.
★ ★ ★
Messa að Hnausum
2. maí — Hnausa, messa kl.
e. h. Samtal við fermingar-
börn eftir messu.
B. A. Bjarnason
Gjafir í Blómasjóð Sumarheim-
ilis ísl. barna að Hnausa, Man.:
Mrs. K. J. Haldórsson og börn
halda fundi n. k. laugardag og ^ennar, Hazel og Laurence, að
'Flin Flon, Man. ______ $5.00
i minningu um ástkæra tengda
móður og ömmu, Jóhönnu Hall-
dórsosn, fædd 26. júní 1846,
dáin 15. marz 1943 að Oak
Point, Man.
Kvenfélag Sambandssafnað-
ar, Hecla, Man........-$5.00
í minningu um séra Guðmund
Árnason.
Mr. M. G. Guðlaugsson, Clair-
mont, Alta............$10.00
í minningu um tvo kæra vini,
þá Árna Eggertson og Lýð
Líndal, er dóu báðir í Winni-
peg 1942.
Meðtekið með samúð og
þakklæti.
Emma von Renesse,
Árborg, Man.
sunnudag í Sambandskirkjunni
í Winnipeg. Aðal tilgangur
þessara funda er undirbúning-
ur ungmenna- og sunnudaga-
skólakennara - námskeiðs á
Hnausum í sumar. Laugardag^
inn kl. 2—5 verður fundur, og
laugardagskvöldið verður
skemtun. Sunnudagsmorgun-
inn fer fram ungmenna guðs-
þjónusta. Ungmennin halda
þá samsæti og meðdegisverð
niður í bæ, og sunnudagskv.
verður áframhald af fundunum
og fundaslit. Boðsbréf hafa
verið send út um land til ung-
menna þar, og gert er ráð fyrir
að nokkur ungmenni utanbæj-
ar sælki þessa fundi, auk þeirra
sem eiga heima í bænum.
★ ★ ★
Fyrir Hársnyrtingu Yðar
PERMANENT
HEIMSÆKIÐ Miss Margaret Einarson
Margra ára þekking og reynsla.
Fullkomið verk, aðeins dtOCCO
Kynnið yður aðferð vora.
Margueritc‘s Beauty Salon
683 Broadway við Sherbrook Sími 31 366
Þjóðræknisdeildin Brúin í
Selkirk, heldur skemtisam-
komu 15. maí. Þar skemta Dr.
Richard Beck, Einar P. Jóns-
son ritstjóri og kona hans og
Páll S. Pálsson. Ennfremur
söngur og hljómleiikar.
★ ★ ★
Lokasamkoma laugardags-
skóla Eisjunnar í Árborg fer
fram þar í samkomuhúsi bæj-
arins föstudagskveldið þ. 14.
maí n. k. — Fer þar fram margt
til skemtunar og fróðleiks, s. s.
upplestur, framsögn ljóða, ung-
meyjasöngvar undir umsjón
Miss Maríu Bjarnarson og smá-
leikur, sem skólabörnin sýna.
Þá flytur forseti Þjóðræknis-
félagsins, Dr. Richard Beck þar
erindi, sem treysta má að verð
ur eitt þess vert að samkoman
verði fjölmenn. Ætlast er til
þess að arður af samkomu
þessari notist til bókakaupa
fyrir safn félagsins. S. E. B.
* ★ ★
Stefán Johnson, 532 Sargent
Ave., Winnipeg, dó 24. apríl.
Hann var 88 ára og jarðaður
frá útfararstofu A. S. Bardal í
gær.
★ ★ ★
Frón heldur fund þriðjudag-
inn 11. maí í Goodtemplara-
húsinu. Nánar auglýst siðar.
★ ★ ★
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
/erð $1.00. Burðargjald 5«.
★ ★ ★
f gær var jörðuð frá Fyrstu
lút. kirkjunni í Winnipeg, Mrs.
Anna Thorey Anderson, 921
Banning St. Hún var ekkja
eftir. Carl J. Anderson, 64 ára
að aldri. Hún dó 24. apríl.
★ ★ ★
Hjón eða tvær konur óskast
að taka að sér gott hús i vest-
urbænum. Öll þægindi og góð
ir skilmálar. Öldruð hjón á
heimilinu er þurfa fæði og eft-
irlit. Ritstjóri vísar á.
★ ★ ★
í Fyrstu lút. kirkju í Winni-
peg voru s. 1. laugardag gefin
saman í hjónaband, Aileen
Marjory, dóttir Dr. og Mrs.
Baldur H. Olson og Thor E.
Stephenson, sonur Mrs. Steph-
enson, ekkju Fredericks Steph-
enson. Séra Valdimar J. Ey-
lands gifti.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
University Station,
Grand .Forks, North Dakota
Allir fslendingar í Ame- *
ríku ættu að heyra til
Þj óðrœknisf élaginu
Ársgjald (þar með fylgir }
Tímarit félagsins ókeypis) I
$1.00, sendist fjármálarit- j
ara Guðmann Levy, 251 |
Furby St., Winnipeg, Man. í
^^*^^####################^^
WARTIME PRICES AND
TRADE BOARD
Ekkert kjöt ó þriðjudögum
Með þriðjudeginum 4. maí,
verðui» byrjað á “Meatless
Tuesdays”.
Samkvæmt fyrirskipun frá
W. P. & T. B. verður öllum
gistihúsum og öðrum opinber-
um matsöluhúsum bannað að
bera fram kjöt á þriðjúdögum.
Þetta hefir verið ákveðið til
þess að kjötskamturinn komi
sem jafnast niður á öllum, og
til þess að þeir sem borða á
svona stöðum verði að minka
við sig kjötneyzlu ekki síður en
þeir sem borða heima hjá sér.
Það er búist við að sala á kjöti
til heimilisneyzlu verði tak-
mörkuð einhverntíma í maí
mánuði. Bannið á ekki við
fisk eða fuglakjöt.
“Remake Review"
Munið eftir “Remake Re-
view” í Orpheum Theatre á
föstudaginn 29. apríl. Þrjár
sýningar: kl. 2 e. h., 4.30 og
8.30. Aðgöngumiðar fást ó-
keypis hjá Eaton og Hudson’s
Bay þar sem fatasniðin eru
seld. Öllum sem koma verða
gefnar bækur með myndum af
kjólunum, sem sýndir verða.
A
Skömtunarseðlaskró
Kaffi og te (grænir). Með
hverjum seðli fæst hálft pund
af kaffi eða tvær únzur af te.
Seðlar 1, 2, 3 og*4 þegar gildir,
tímabil óákveðið. Nr. 5 og 6
ganga í gildi fyrsta maí.
Sykurseðlar (ljósrauðir), 1,
2, 3 og 4 þegar gildir, tímabil
óákveðið. Nr. 5 og 6 ganga í
gildi fyrsta maí. Hver seðill er
fyrir eitt pund af sykri.
Smjörseðlar (fjólubláir), 1,
2, 3, 4 og 5 þegar gildir, falla
úr gildi 30. apríl. Nr. 6 og 7
þegar gildir nú, 8 gengur í gildi
1. maí. Þessir þrír falla úr
gildi 31. maí. Hver seðill er
fyrir hálft pund af smjöri.
Varaseðill "B" (blár) nr. 1,
er fyrir eitt pund af sykri til
þess að hafa með rhubarb. —
Hann fellur úr gildi 31. maí.
skilum með leigu, hversu góða
ástæðu sem þeir kunna að
hafa. Fylkislögin leyfa hverj-
um húsráðanda sem vill, að
sækja um leyfi til að útbyggja
leigjendum sem ekki borga
skilvíslega.
Spurt: Við erum að hugsa
um að kaupa okkur “radio”
með afborgunum. Hafa kaup-
menn leyfi til að leggja rentur
á svona skuldir?
Svar: Þeir hafa ekki einung-
is leyfi, heldur er þeim skipað
að heimta að minsta kosti %
af 1% mánaðarlega á svona
skuldum.
Spurt: Hvenær fær maður
sykrið sem beðið var um til
niðursuðu?
Svar: Það verða sendir sér-
stakir sykurseðlar, og þeim
verður útbýtt í tæka tíð. Nið-
ursuðu tímabilið byrjar ekki
fyr en 1. júní.
Spurt: Eg hefi verið að hugsa
um að taka að mér matreiðslu
og útvega matvæli fyrir félög
sem vinna fyrir kirkjur og aðr
ar stofnanir við kvöldsamkom-
ur og þesskonar. Get eg feng-
ið sérstakt leyfi samkvæmt
skömtunar reglugerðunum.
Svar: Nei. Þetta er ekki á-
litið svo nauðsynlegt að leyfi
fáist til þess að nota skamtað-
ar vörur þannig.
Spurt: Við erum að hugsa um
að leigja sumarheimilið okkar
árið um kring. Á sumrin höf-
um við fengið hundrað dollara
fyrir hvern mónuð. Er nauð-
synlegt að fara til húsaleigu-
nefndarinnar og biðja þá að á-
kveða sanngjarna leigu fyrir
aðra mánuði ársins?
Svar: Já, upplýsingar fást
hjá leigunefndinni í gegn um
næstu skrifstofu W. P. & T. B.
Spurt: Er hámarksverð á
öðrum garðmat en kartöflum?
Svar: Það er hámarksverð á
kartöflum og lauki.
Spurningum á íslenzku svar-
að á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St., Wpg.
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24163
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjólparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: Yngri deild
— hvert sunnudagskveld
kl. 8.30.
Eldri deild — annað hvert
mánudagskveld kl. 8.15.
Skátaflokkurinn: Hvert fimtu-
dagskveld.
Söngœfingar: íslenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
Heimilisiðnaðarfélagið
Meðlimum heimilisiðnaðar-
félagsins er hérimeð tilkynt að
enginn fundur verður haldin í
apríl, en að maí fundurinn
verði haldin annan miðvikudag
eins og vanalega.
★ ★ ★
Bœkur til sölu á Heimskriuglu
Endurminningar, 1. og II.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. íslenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
★ ★ ★
Timarit Þjóðrœknisfélagsins
Kaupið Tímarit Þjóðræknis-
félagsins á meðan það fæst alt
frá byrjun. Sumir árgangarn-
ir verða bráðum ófáanlegir.
23. árg. óbundnir....$8.05
23 árg. í góðu, gyltu bandi,
6 bindi, án auglýsinga .$19.00
21. árg. í góðu, gyltu bandi
og tveir árgangar óbundnir, 7
bindi, auglýsingarnar bundnar
með ...................$20.30
Póstgjald aukreitis.
Sendið pantanir ykkar sem
fyrst til
BJÖRNSSONS BOOK STORE
702 Sargent Ave. Winnipeg
Stúlka var einu sinni spurð
að því, hvort hún hafði verið
trúlofuð stúdent, sem hét Jón.
Hún svaraði dræmt: “Eg var
nú aidrei vel viss um hvað
hann hét.”
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
ötbreiddasta og fjölbreyttasta
íslenzka vikublaðið
Spurningar og svör
Spurt: Hefir leigjandi sem
altaf hefir borgað leigu fyrir-
fram í byrjun hvers mánaðar
eins og tekið er fram í leigu-
samningum, leyfi til þess að
fresta borgun til þess 20. vegna
þess að þeir sem leigja hjá hon-
um hafi ekki staðið í skilum?
Svar: Leigulögin vernda ekki
leigjendur sem ekki standa i
I MOPE ME GETS B E MIN DTI-IE NEW
VICTORY LOAN — life won’t be
TME SAME IF TMEM NAZIS TRY TO
BOSS THE BOSS/