Alþýðublaðið - 20.05.1960, Síða 1
EINRÆÐISHERRAR hafa
gaman af hermönnum; á
hátíðis- og tyllidögum
leika þeir sér að þeim eins
og tindátum. Hér hafið
þið yngsta dátann lians
Castros, sem ríkir á Kúbu.
Þetta er telpukrakki í
þokkabót. Hún er tálf ára
stúlkan. Vopnið hennar er
vélbyssa. Það er blaðamað
ur, sem með henni er á
myndinni; hann fékk að
skoða morðtækið til þess
að forvitnast um vöru-
merkið. Og viti menn:
það var þá smíðað fyrir
austan tjald, í landi frið-
ardúfnanna!
Sputnik
Drottnsng
ÞAÐ er valin skáladrottn-
ing árlega í hinum frægu
markaðsskálum Parísar.
Hér er sú, sem hreppti
hnossið í ár. Hún er átján
ára. Á höfðinu ber hún
afbrigði af höfuðfatinu,
sem sölukonurnar í skál-
unum eru þekktar fyrir.
an þeim eintökum sem voru í
fórum þingfulltrúanna.
Upplag árbókarinnar er stórt.
Það mun hafa kostað Slysa-
varnarfélagið um 80 þúsund
krónur, sem urðu að engu í eyð
ingarmætti eldsins.
ÞAU tíðindi gerðust á nýaf-
átöðnu landsþingi Slysavarna-
félags íslands, að þingið sam-
þykkti að draga sltyldi til baka
árbók félagsins vegná mikillar
óánægju þingfulltrúa með frá
gang hennar.
Nokkur undanfarin ár hefur
það verið venja að dreifa ár-
bók Slysavarnafélagsins á
landsþingum þess. Oft hefur
ríkt óánægja með frágang ár-
bókarinnar.
Á landsþinginu, sem er ný-
afstaðið, var árbókinni að
venju dreift meðal fulltrúanna.
Þeir urðu margir mjög óá-
nægðir yfir frágangi og vinnu-
brögðum við bókina. Ein af
Pefndum landsþingsins ræddi
þetta mál. Nokkur rimma varð
á þinginu út af því.
. Málinu lauk þannig, að þá-
verandi forseti félagsins s bar
fram þá tillögu, að bókin vrði
dtegin til baka. Þessi tillaga
var samþykkt. Einn starfsmað-
ur félagsins safnaði síðan sam-
CAMBRIDGE, 19. maí.
(NT'B-AFP)
SOVÉZKA geimfarið Spuín-
ik 4. gengur ekki lengur eftir
sinni upprunalegu braut, segir
í fréttum, sem stjarnfræðastöð-
in í Cambridge hefur fengið
frá athuganastöð í Sacramento
í Kaliforniu. Telja sérfræðing-
ar, að breytingin kunni að stafa
af því, að hluti farsins — ef
íil vill hylkið, sem talað hefur
verið um í rússneskum frétt-
um — hafi verið látinn falla.
— Jafnframt er tilkynnt, að
stjörnufræðingar í Rochester
hafi séð fjóra ókennilega hluti
í kjölfari Sputniks 4.
FASTARÁÐ NATO kom sam
an til hálfs annars tímia fundar
í París í dag til að hlýða á
skýrslu um hinn misheppnaða
fund æðstu manna og lýsti síð-
an yfir stuðningi við sjónarmið
vesturveldaiiná
TVEIR framsóknar-
menn, sem myndéí meiri-
hluta bankaráðs Búnaðar
bankans, hafa néitað að
verða við tilmælúm ríkis-
stjórnarinnar um að íresta
stofnun útibús á Egilsstöð
um. Eru þetta þeir Her-
mann Jónasson og Ásgeir
Bjarnason, sem hafa gegn
atkvæði Jóns Pálmasonar
samþykkt að stofna útibú
fyrir austan og ráða Hall-
dór Ásgrímsson, einn af
alþingismönnum Fram-
sóknarflokksins, sem
bankastjóra útibúsins.
Búnaðarbankínn er rikis-
banki og heyrir undir landbún-
aðarráðherra Ingólf Jónsson.
Þar sem ríkisstjórnin hefur
verið að ræða breytingar á mál
efnum ríkisbankanna, þar á
meðal Búnaðarbankans, óskaði
Ingólfur eftir því, að þessu
máli væri frestað, en þeir Her-
mann og Ásgeir hafa haft þá
ósk að engu.
Það þykir tíðindum sæta í
stjórnmálaheiminum, þegar
meirihluti í bankaráði ríkis-
banka neitar að verða við til-
Spennan milli austurs og vesturs:
DEILUMÁL 4 a.
mælum ráðherra síns. Sýnir
þetta, að margra hyggju,
hversu óhjákvæmilegt það er
fyrir hverja ríkisstjórn að hafá
bankaráð ríkisbankanna hlið-
holl stefnu sinni. Ef ,svo er
ekki, eins og nú hefur koraið
fyrir í Búnaðarbankanum, get-
ur bankaráð ákveðið eina
stefnu en ríkisstiórnin aðra.
Mikil ásókn er á bankana um
að stofna útibú víðs vegar um
landið, en peningaskortur hef-
ur takmarkað stofnun slíkra
útibúa mjög síðari ár, því spari
fé landsmanna verður ekki stór
aukið með því einu að fjölga
útibúum. Af þessum sökum
þótti eðlilegt, að þetta útibús-
mál biði, meðan breyting á
málefnum viðkomandi barika
er í deiglunni.
Alþýðublaðið hefur frétt, að
byggingaframkvæmdir séu
hafnar á Egilsstöðum fyrir hið
nýja útibú.
Bankastjóri Búnaðarbank-
ans, Hilmar Stefánsson, mun
Framhald á 14. síðu.