Alþýðublaðið - 20.05.1960, Page 16

Alþýðublaðið - 20.05.1960, Page 16
41. árg. — Föstudagur 20. maí 1960 — 113. tbl. „Ef maður pissar undir fisk.. ÚTVARPSþátturinn „Um „fiskinn hefur vakið óskipta athygli, en fengið misjafnar undirtektir meðal fiskfram- leiðenda. Finnst sumum það „helvíti hart að greiða stórfé til þess að láta lesa um sig ó- hróður í útvárpið.11 Síðustu tvær vikurnar hafa framá- menn sölusamtakanna staðið í ströngu við að lægja óá- nægjuöldurnar innan samtak- anna út af „hrollvekjandi lýs- ingum“ á meðferð aflans. Ein rökin gegn stóryrðum þáttar- ins eru þau, að erlendum kaup endum muni fara að bjóða við íslenzkum afurðum, er þeir heyra lýsingarnar. Fiskkaup- mönnum verður yfirleitt ekki þrugðið um tepruskap. Orð eru þeim algjör aukaatriði, en vörugæðin eru allt, sem máli skiptir. Þau verður að bæta með öllum tiltækilegum ráð- um. Leiðbeininga- og eftirlits- starfsemi undanfarinna ára hefur ekki náð tilætluðum ár- angri. Það er orðið sýnt, að hér duga engin vettlingatök. Ef maður pissar undir fisk í móttökusal, og jafnvel það hefur sézt, þá kunnum við engin kurteislegri orð til að lýsa þeim verknaði.Þetta á- stand verður að greypa inn í vitund alþjóðar. 'Við verðum að byggja á almenningsálit- inu. En ekki þýðir að sá í ó- plægðan akur. Það hefur orð- ið að leggja áherzlu á það í fyrstu lotunni, að við erum að berjast við eitthvað annað og alvarlegra en eintómar vind- myllur. Við lifum á því að framleiða matvæli fyrir aðr- ar þjóðir, og öll fxamtíð okk- ar er undir því komin, að okk- ur takist að gera það vel. Auð- vitað er það mikil huggun, að í mörgum vinnslustöðvum og Framhald á 14. síðu. SALISBURY, Suður-Rhode- síu. — Hraustur piltur, Hatis Puetter, sem ætlar að hjóla umhverfis jörðina —. En hann verður að stanza í bili í Aust- ur-Afríku, af því að hann bjólaði ofan í „donga“. Hans Puetter er 24 ára gam all Þjóðverji frá Diissefdörf, og hefur þegar ferðazt á hjól- inu 14 000 mílur. Hann var kominn til portúgalska lands- svæðisins í Austur-Afríku, Mozambique, og hjólaði þar eftir venjulegum malarvegi, sem kváðu vera algengir á þeim slóðum, en hann gáði ekki að sér og hjólaði ofan í donga, en „donga“ er bara hola í veginn eða hvarf. Hann datt af hjólinu og hlaut heila- hristing. Verður hann að hvíla sig á sjúkrahúsi um tíma, en hann var einmitt fluttur hing- að á sjúkrahús. Síðan hyggst hann halda hjólreiðaför sinni ótrauður áfram. Hans Puetter hafði það að atvinnu í heimalandi sínu, að teikna mynStur fyrir vefnað. Hann lagði af stað að lieiman og hélt til Júgóslavíu og firikk lands og síðan til Tyrklands og Sýrlands. Síðan hélt hann til Líbanon og Jórdaníu, Eg- yptalands, Súdan, Abbyssiníu, Kenya, Tanganyika, Njassa- lands og inn í Mozambique. Alla leiðina hefur hann hjól að nema stutta ferð á fljóta- skipi upp eftir Níl. Hann er hvergi smeykur, hvað scm fyrir honum verður, en erfið- asti hluti ferðalagsins segir hann að hafi verið það, er hann kleif Kilimanjaro, — hæsta fjall Afríku. Hann ætlar sér að rita ferða Flótfamenn til Svíþjóðar „Fjall hinna dauSu" Þetta eru borgarrústir austúr í Pakistan, frægar mjög og merkar. Borgin heitir Mohendjodaro, en það þýð- ir „fjaíl hinna dauðu.“ —Borg þessi var byggð fyrir ævalöngu, talið. að hún sé frá tímabilinu 2700—3500 fyrir Kristsburð, og sú menn- ing, er þá var við lýði á Indlandi er í engu þekkt nema af fornminjum. Mohendjodaro var víðlend borg, náði yfir svæði, sem er meira en 250 ekrur. Menningarstig íbúanna var allhátt. Margar aðrar borgir, bæði í Pakistan og innan landamæra Indlands hafa verið fundnar og grafnar upp á síðustu árum og áratugum. W*WWWWWWWWWWWWWMMWWMWWW>M)WWMMMMMWWWMMWWWWMVW»WW»W ÞAÐ Á að selja fílabein í Lon- don á uppboði. Það er virt á 20 þús. sterlingspund. Mynd- in sýnir Alfred Yates, sem verið hefur fílabeinssérfræð- ingur Lundúnahafnar í meira en 40 ár, skoða vöruna, sem /Gelja á. sögu sína, þegar förinni er lok ið og safnar í hana efni á leið- inni, m.a. tekur hann smá við- töl við merka menn, er hann mætir. Mikil gestrisni var hin- um unga ferðamanni sýnd í Jórdaníu, er Hussein konung- ur tók á móti honum. Hann hefur tekið 700 myndir á för sinni. SVÍÞJÓÐ hefur á síðustu tveim mánuðum tekið á móti 90 flóttamönnum fyrir milli- göngu Flóttamannahjálpar S. Þ. Fyrsti hópurinn, 43 flótta- menn, kom frá Austurríki, en afgangurinn kom frá flótta- mannabúðum í Grikklandi og Ítalíu. 56 þessara flóttamanna eru sjúkir eða bæklaðir, en það hefur jafnan reynzt erfitt að finna slíkum flóttamönn- um ný heimkynni. Adenauer í Japan Á stríðsárunum var Japan eitt af öxulveldunum, og gekk þá ekki hnífurinn á milli Þýzkalands og Japan. Nú er ærið margt breytt í heiminum, en enn er Þýzkaland, þ. e. Vestur-Þýzkaland í sama báti, en nú fyigja þau vestiírveldurium að málum. Þegar Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands var á ferðinni eystra fyiir skemmstu, kom hann til Japan — og myndin hér að ofan sýnir hann á tali við Hiro- hito keisara og Nagako keisaradrottningu. . v ír'v imWWmMMHMMMMWMtWMMHMMMWM! HJÓLAR Á HEIMSENDA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.