Heimskringla - 26.01.1944, Side 3
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
sá hver maður sem sá þá báða, að
Guðm. hlaut að hafa þrefalt afl
á móti Halldóri, og hefði því átt
að geta kreist úr honum vindinn
með hægu móti.
Guðm. var oft orðheppinn og
lúalega meinyrtur; var oft hleg-
ið að bersögli hans, en fáir held
eg hafi reiðst því. Margar skrítl-
ur og öfugmæli eru höfð eftir
honum, en ekki verða þær hér
taldar. Það er hvortveggja að
þær eru svo víða komnar á prent
áður, og svo er óvíst um rétta
meðferð á þeim. Eg hef því leit-
ast við að lýsa Guðm. eins og
hann var, og hef þar að mestu
farið eftir frásögn manna sem
voru honum kunnugri en eg.
Halldór Hómer þóttist vera
skáld, en mest voru það dans-
kvæði er hann orti. Þó hygg eg
að fátt af því hafi verið ritað.
Þessar vísur heyrði eg að hann
hefði ort um Gvend:
Eg ráðlegg þér það Gvendur
kind,
að láta mig nú vera.
Annars muntu stöku kind,
fá fram mér í sumargjöf.
Þó þú prúkinn sért núna,
þig skalt þú samt vara.
“Þú veizt ei hvern þú hittir þai'
heldur en hinir Gyðingar.”
Annars eru þessir kveðlingar
af sumum eignaðir öðrum.
—1 febr. 1930.
ÆTTJARÐARÁST
Eftir dr. Guðmund Finnbogason
Vér heyrum dag hvern í út-
varpinu eða lesum í blöðunum
Jregnir um þjóðir, þjáðar af
harðstjórn og níðingslegri grimd
erlends valds, án þess að hafa
neitt til saka unnið annað en það
að vilja vera frjálsar og fullvalda
þjóðir og lifa í friði við aðrar
þjóðir. Og vér heyrum um písl-
arvætti fjölda manna, er þola
kvalir eða láta líf sitt fyrir hetju-
lega uppreisn gegn ofbeldis-
mönnunum, sem eru að murka
lífið úr þjóðum þeirra. Sumar
af þessum þjóðum eru náfrænd-
ur vorir og vinir. Fáir munu
vera svo sljóir, að þeir finni ekk-
ert til, er þeir heyra slíkar fregn-
ir, og líklegt væri, að menn
spyrðu sjálfa sig, hvað það væri,
sem gefur þessum mönnum kraft
til að horfast í augu við kvalir og
dauða heldur en að kaupa sér
frið, með því að lúta óréttinum
og hafast ekkert að. Og ef til
vill eru sumir svo hreinskilnir að
spyrja sjálfa sig, hvort þeir
mundu vilja færa þjóð sinni slíka
fórn, ef eins væri komið fyrir
henni. Það er alvarleg spurning
og henni verður hver og einn að
svara fyrir sjálfan sig. En fyrri
spurningunni er tiltölulega fljót-
svarað. * Það, sem gefur mönn-
unum kraft til þess að rísa gegn
kúgurum þjóðar sinnar, getur að
vísu verið margt, svo sem ör-
vænting, hatur og hefndarþorsti,
en það er fyrst og fremst ætt-
jarðarástin og þær hvatir, sem
tegndar eru við hana. Menn færa
aldrei fórnir af fúsu geði öðru en
því, sem þeir elska. Eini ósvik-
uli mælikvarðinn á ást er fórnin,
sem menn vilja færa. Ást og
fórnfýsi eru svo tvinnaðar sam-
an, að érfitt er að greina á milli.
Fórnfýsi kemur af ást og af fórn-
inni eflist ástin. Menn geta feng-
ið ást á nálega hverju sem er. Og
því er rétt að spyrja, hvort ætt-
jarðarást sé hugarþel, sem vert
sé að glæða, hvort hún geti sam-
rýmst æðstu siðgæðishugsjónum
mannanna. Því hefir stundum
verið haldið fram, að svo væri
ekki, hún væri einhver versta
torfæran á leið mannkærleikans,
góðvildar til allra manna, hverr-
ar þjóðar sem þeir eru; hún væri
iöngum undirrót misklíðar, hat-
urs og stríðs þjóða á milli. Um
það eru dæmin óteljandi. En þa
er fyrst að líta á það, hvort ætt-
jarðarástin er ekki svo samgróin
naannlegu eðli, að hún verði ekki
upprætt, og hvort unt sé að verða
að manni í raun og sannleika, án
þess að þetta hugarþel eigi þátt
1 í því.
Þess er þá fyrst að geta, að
maðurinn er félagsvera og fædd-
ur til samlífs, eins og Aristóteles
kendi fyrir löngu. Hver maður
fæðist á einhverjum ákveðnum
stað, með sérstakri þjóð, vex upp
í ákveðnu umhverfi. Fyrsta um-
hverfið er heimilið; um það lýk-
ur nágrennið, sveitin, sýslan,
landið, í stærri hringum. Alt,
sem í manninum býr, þroksast
aðeins á viðskiftunum við um-
hverfið, í samlífi og samvinnu
við aðra menn. Svo hefir það
verið frá alda öðli og verður að
líkindum um aldir alda. Barnið
kemst smá saman í sálufélag við
þá menn, sem það uppelst með,
lærir af þeim og mótast af þeim.
Þar er málið máttugast. Með því
fær það hlutdeild í andlegu lífi
þjóðar sinnar, lykilinn að hugs-
ana- og tilfinningalífi hennar
alla leið framan úr forneskju.
Hver maður er því fæddur arf-
taki þeirrar menningar, er þjóð
hans hefir skapað í máli, siðum,
lögum, trú, bókmentum, vísind-
um og atvinnuháttum. Þessi
menningararfur er sameign allr-
ar þjóðarinnar, og hver einstakl-
ingur hennar ber því að sjálf-
sögðu að sínum hluta ábyrgð á
því, að arfurinn gangi ekki til
þurðar eða spillist, heldur á-
vaxtist, aukist og batni eftir því
sem unt er. Því meiri útsýn,
sem maður fær yfir það, hvað
þióð hans hefir verið og skapað,
hvað hún er, gæti orðið og ætti
að verða, og því.meiri þátt sem
hann á því að ávaxta menning-
ararfinn, því hjartfólgnari verð-
ur þjóðin honum, því meira finn-
ur hann til með henni á rauna-
stundum hennar í fortíð og nútíð
og samgleðst henni í velgengni.
En hið fasta leiksvið, sem hverja
líðandi stund bregður sínu ljósi
og litum yfir líf og starf þjóðar-
innar og gefur því undirspilið, er
landið, sem þjóðin byggir, og því
er ástin til landsins órjúfanlega
samtvinnuð ástinni til þjóðar-
innar, og það er einkennilegt, að
í þeim málum að minsta kosti,
sem eg þekki, er ekki talað um
þjóðarást, heldur um ættjarðar-
ást eða föðurlandsást. Það sýnir,
að hlutur ættlandsins í þessu
hugarþeli er mikill.
Stephan G. Stephansson hefir
ógleymanlega skýrt þetta:
«
“Til framandi landa eg bróður-
hug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein,
en ættjarðar-böndum mig grípur
hver grund,
sem grær kringum íslendings [
bein.
Eg skil, hví vort heimaland |
hjartfólgnast er:
öll höppin og ólánið það,
sem ættkvísl þín beið, rifjar upp
fyrir þér
hver árhvammur, fjallströnd og
vað;
og það er sem holtin sjálf hleypi
í mann þrótt,
þar hreystiraun einhver var
drýgð;
og svo er sem mold sú sé manni
þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er |
vígð.” I
Þetta verður að nægja til að
sýna hve samgróin manneðlinu
ættjarðarástin er, þegar það nær
að þroskast. Eftir er að líta á
hitt, hvort hún er nauðsynleg til
þess að maður nái sem fylstum
þroska. Ein leiðin til að gera
sér grein fyrir því mundi vera sú
að athuga, hvort þeir menn, sem
hæst ber í veraldarsögunni í
hvaða landi sem er, sakir mann-
kosta sinna, vitsmuna og afreka,
hafa að jafnaði unnað landi sínu
og þjóð og reynst þeim trúir og
fórnfúsir þjónar. Til þess þyrfti
mikla rannsókn. En ef eg má
dæma eftir minni litlu þekkingu,
þá held eg, að undantekningar
þarna séu svo fáar, að þær
höfðu engin áhrif á niðurstöð-
una. Hitt er alkunnugt, að föð-
urlandssvikarar hafa á öllum
öldum verið taldir til verstu níð-
inga mannkynsins og oftast fyr-
irlitnir af þeim, sem keyptu sér
aðstoð þeirra, jafnt og af sam-
löndum sínum. Svo óvinsæl er
sú staða, að Efialtes hefir orðið
að bíða nokkuð fram á 25. öldina
eftir því, að Quisling leysti'hann
af hólmi.
Vér skiljum nauðsyn þjóð-
menningar og þar með ættjarðar
ástarinnar, sem viðheldur henni,
ef vér athugum lögmál lífsins
sjálfs, eins og það er ritað á
hverju blaði, sem grær á grund-
inni, og á hverjum fingurgómi.
Athugun sýnir, að aldrei finnast
á neinni jurt tvö blöð alveg eins,
eða tveir menn alveg eins. Lífið
stefnir að óþrjótandi fjölbreytni.
Þjóðirnar eru allólíkar að með-
fæddu eðli og búa í ólíkum lönd-
um. Því verður menning þeirra
nokkuð ólík, þrátt fyrir allar
samgöngur og sambönd. Menn-
ing hverrar þjóðar verður sem
kvæði með sérkennilegum hætti
hljómi og hrynjandi, sérstöku
efni, atvikum og andríki. Það,
sem þjóðin lærir af öðrum þjóð-
um eða fær frá þeim, verður ef
vel á að fara, að samþýðast því,
sem komið var í kvæðinu, ríma
við það, mynda eðlilegt framhald
eða innskot eða verða bragarbót.
Að öðrum kosti verður hugsunin
myrkvuð eða kvæðið háttleysa,
nema hvorttveggja sé, háttleysa
og vitleysa.
Ef vér lítum yfir mannkynið i
heild sinni, sjáum vér þar mik-
inn fjölda þjóða og þjóðflokka á
mismunandi menningarstigi. —
Allar eru þær að reyna, hver á
sinn hátt, að viðhalda þeim
menningar arfi, sem þær hafa
tekið við af forfeðrum sínum, og
ávaxta hann eftir föngum. Heil-
brigð skynsemi segir þeim, sem
á hana vilja hlusta, að allar þess-
ar þjóðir hafi rétt til að gera
þetta, að svo miklu leyti sem þær
viðurkenna í orði og verki rétt
allra annara þjóða til hins sama.
Verkefnið verður þá, að reyna
að samrýma allar þessar þjóðir
og menningu þeirra og fylgja
þannig bendingu lífsins sjálfs,
er stefnir að fjölbreytni. Með
því móti yrði menning hverrar
þjóðar áfram sérkennilegt kvæði
í hinni miklu ljóðabók lífsins á
þessari jörð, opið til lestrar og
lærdóms hverjum, sem af því vill
læra og auðga anda sinn.
En vér vitum öll, að þessi hug-
sjón virðist nú eiga langt í land.
Um hana eru háðar grimmileg-
ustu orustu^, sem dæmi eru til.
Vér vitum, að nú má vart á milli
sjá, hvorir verða hlutskarpari,
þeir, sem henni fylgja, eða hinir,
sem ofsækja hana með öllum
þeim öflum, er mannlegt hugvit
hefir tekið í þjónustu sína.
Eg lærði í æsku þennan ræðu-
stúf: “Ef allir menn yrðu að ein-
um manni og öll fjöll að einu
fjalli, allir steinar að einum
steini og öll vötn að einu vatni
og sá hinn stóri maður stæði á
því hinu stóra fjalli og kastaði
þeim hinum stóra steini, ofan í
það hið stóra vatn, þá myndi
koma eitt óendanlegt bomsara
boms, mínir elskanlegir. Eins
mun verða, bræður mínir, þegar
sálum yðar óguðlegra verður
kastað ofan í helvíti á efsta
degi.”
Er þetta ekki spámannleg lýs-
ing á því sem ofbeldið nú miðar
að: að gera alla menn að einum
manni, öll tæki að einni vítisvél,
sem hefir ekki annað hlutverk
en að hverfa í hyldýpið og vekja
“eitt óendanlegt bomsara boms”
um leið og hún dregur með sér í
glötunina hinar ógæfusömu sál-
ir, er vinna að þessu hermdar-
verki?
Lítum svo að lokum á það,
hvort ekki mætti meta menn eft-
ir því hve mikil ættjarðarást
þeirra er og hve vel þeir sanna
hana í verkum sínum og breytni.
Þess er þá fyrst og geta, að
ættjarðarást eins og hverju öðru
hugarþeli verða að vera þær
skorður settar, sem réttlætishug-
hjónin heimtar. Hver maður á
fyrst og fremst fyrir sálu sinni að
sjá. Ættjarðarástin getur t. d.
aldrei með réttu heimtað að
1 maður vinni níðingsverk, hvorki
á nokkrum samlanda sínum né á
! erlendri þjóð. En innan þeirra
takmarka, sem æðsta siðgæði
setur, mundi mjög mega meta
mannkosti hvers manns eftir
ættjarðarást hans. Það leiðir
raunar af því, sem þegar er sagt.
Hver maður er samarfi landa
sinna að menningu þjóðarinnar.
Ættjarðarástin stefnir að því að
viðhalda þessum arfi, ávaxta
hann, auka hann, fegra hann og
fuilkomna. Því verður hver mað-
ur að teljast því meiri og betri
maður sem hann getur sjálfur
afkastað meiru í þessum efnum
og hjálpað öðrum til að gera hið
sama. Sá, sem á hinn bóginn
hugsar aðeins um sjálfan sig og
hirðir ekkert um það, þótt arfur-
inn spillist, gangi til þurðar og
aðrir fái ekki notið hans, aukið
hann né bætt, hann er raunar
sníkjudýr í líkama þjóðfélags-
ins, þiggur alt, en gefur ekki frá
sér nema eitur eitt. Hér eiga við
sem annarsstaðar orðin: “Af á-
vöxtum þeirra skuluð þ^r þekkja
þá.”—Kirkjublaðið, nóv. 1943.
OPIÐ BRÉF TIL
S. TÚÐESEN BALDALfN
Kæri vinur!
Mér var sönn ánægja að hinu
bráð snjalla ljóðabréfi þínu til
mín, sem birtist á forsíðu Heims-
kringlu 29. des. s. 1.
Mér er það mikið gleðiefni,
hversu mikill tungumálagarpur
þú ert orðinn. Þú bara leikur
þér að-dönsku “altsaa” og ensk-
um “pinnum” eins og væri slíkt
barnaglingur. Naturligvis er
það ekki nema eðlilegt hjá þeim,
sem sífelt eru að grúska í þeim
fræðum.
Þetta kemur sér líka vel fyrir
þá, sem eru miklir selskabs
menn, eins og þú ert, að geta
brugðið fyrir sig mörgum tung-
um. Að tala aðeins eitt mál, det
bare gaar ikke an.
Þig langar til að fá að vita um
hvernig til hafi gengið hér á
ströndinni um jólin. Því miður
get eg ekki frætt þig mikið um
það efni, sökum þess að nú var
alt með öðrum hætti en í fyrra.
Nú snerist alt um “second
front”, bæði í orðum og athöfn-
um, því við erum hér lang flestir,
ef ekki allir “second front”
menn. Að sönnu mætti segja að
við hefðum, alla reiðu haft sæmi-
lega æfingu við að ræða þetta
mál, en altaf getur eitthvað nýtt
komið í hugann, því vaninn skap-
ar listina.
En þrátt fyrir hir^a miklu alúð,
sem við höfum lagt við að tala
um þenna “second front”, var þó
ekki vínið vanrækt með öllu.
Eitthvað heyrði eg um það, að
þegar afmælishátíðin stóð, sem
hæðst, hefði komist töluverð
ringulreið á hlutina, og jafnvel
smá tusk, sumir sögðu að glund-
roðinn hefði til dæmis komist á
svo hátt stig, að menn tóku að
láta vel að sínum eigin konum,
en að það hefði þó brátt komist
í samt lag.
En vel að merkja, hér heyrist
aldrei talað um “first front”,
sem þið austanmenn að líkindum
kallið “fram front”.
Eg býst við að þú og lagsmenn
þínir hafið skipað ykkur í þá
deild, og megið því með réttu
kallast framanverðumenn. Eg
er líka viss um, að óhætt er að
treysta sléttu drengjunum til
þess að ganga vasklega að verki,
hvar sem þeir eru séttir. Ekki
skortir þá heldur forstaaelse.
Eg hefi oft heyrt til þess tekið,
hve stórmiklir atorkumenn
sléttubúar væru. Sagt er t. d. að
einn bær í Manitoba eigi svo
stórfrægt eldlið, eða brunameist-
ara, að aldrei hafi það skeikað,
að þeir hafi verið komnir á vett-
vang áður en að lóðirnar undir
húsunum, sem voru að brertna,
væru brunnar niður úr; og sök-
um þessa óviðjafnanlega snar-
ræðis bunumeistaranna, hafi
aldrei orðið samelda við Satan í
bænum þeim. Að sönnu .voru
húsin víst oftast nær brunnin til
kaldra kola, þegar meistararnir
komu, en hvað var það, hjá hinu
mikla tjóni að tapa lóðunum?
Þetta má ekki skoða, sem for-
snakkelse heldur ábyggilegan
sannleik.
Þú spyrð um það, hvort farið
sé að þéra sólina. Ekki er mér
kunnugt um að hún hafi neitt
aukið álit sit á síðast liðnu ári.
Enda tæpast við því að búast,
þar sem hún starfar einvörðungu
í þágu allra jarðarbúa, og án
þess að auðga sjálfa sig. Eg ef-
ast jafnvel um, að hún eigi einn
dollar á banka hvað þá meira.
Þér mun því verða það brátt
skiljanlegt, að þar eð sólin er
bæði fátæk og sístarfandi öðrum
til gagns, verði fremur lítið um
þéringar og hatta lyftingar, þó
hún sjáist líða um loftið. Eg býst
við að þið fræðimennirnir séu
farnir að verða töluvert á-
hyggjufullir yfir framtíðarhorf-
um sólarinnar, því þær eru alt
annað en glæsilegar. í Snorra
eddu stendur, að úlfur að nafni
Sköll sé sí og æ á hælum Sólar-
innar, og að líf hennar sé í bráðri
hættu. Ekki höfum við Strand-
ar-búar, enn sem komið er, heyrt
um lát hennar en við öllu má bú-
ast undir kringumstæðunum, en
víst er um það, að hún hlýtur að
vera tekin að mæðast.
Skyldi nú annars ékki Sólin'
eiga það skilið af bændastétt-
inni, að hún hefðist handa, og
fengi Konráð Jóhannesson flug-
kennara til að skreppa upp í loft-
ið, til þess að senda Úlf skömm-
inni fáein skot. Þetta gæti, ef
til vill orðið til þess að draga
eitthvað úr ferð úlfsins, svo að
sólin fengi tækifæri til að kasta
mæðinni, þó ekki væri nema um
stundarsakir? Hvað segir þú um
þetta hr. Túðesen?
Annars treysti eg þér manna
bezt til þess, að vera á verði,
þegar þú heyrir um andlát sólar-
innar, og sjá um að hún fái sæmi-
lega dánarminning í vikublöðum
vorum. Sérstaka áherzlu ættir
þú að leggja á það, að Sólinni
yrði ekki lagt út til lasts, þó ekki
verði hægt að rekja ætt hennar
AFRAÐIÐ STRAX AÐ SA MIKLU
Takið yður í vakt að panta út-
sœðið snemma meóan nóg er til.
JURTA SPAGHETTI
Hin nýja eítirsókn-
arverða jurt
Fín, rjómahvít jurt^
sem vex eins
sveppur og er
um 8 þl.
Tínið á-
vöxtinn
þegar
hann er ______
þroskaður, sjóðið hann heilann i
suðu-heitu vatni í 20 mínútur. Sker-
ið síðan eins og myndin sýnir og
munuð þér þá verða var mikils efn-
is, mjúku á bragð og líku spaghetti,
sem hægt er að geyma og bæta að
bragði eða gerð að mat á annan
hátt. Vertu viss um að sá þessari
góðu jurt og panta nú. Pk. 10f;
3 pkr. 250, póstgjald 30.
FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1944
Betri en nokkru sinni fyr.
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
til prófasta eða sýslumanna, að
eg ekki tali um .Snorra. Ætt-
systkini Sólarinnar: Stjörnurnar
og tunglið, gætu ef til vill komið
til greina í þess stað, til þess að
hefja ofurlítið ættgöfgi hennar.
Árekstur okkar Olesons höf-
um við útkljáð á þann hátt, að
báðir mega vel við una.
Lengi lifi Túðesen.
J. P.
Bœkur til sölu á Heimskringlu
Endurminningar, 1. og II.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Vei'ð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. Islenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
M0RE AIRCRAFT
WILL BRING
QUICKER
^VJjCTORY
m
'B^WAR SAVINGS
*%2>CERTIFICATES
BUSINESS
EDUCATION
Day or Evc ning Classes
To reserve your desk, write us, call at our office,
or telephone. Ask for a copy of our 40-page
illustrated Prospectus, vvith which we will mail
you a registration form.
•
Educational Admittance Standard
To our day classes we admit only students of Grade XI,
Grade XII, and University standing, a policy to which we
strictly adhere. For evening classes we have no
educational admittance standard.
Air-Gooled, Air-Conditioned
Classrooms
The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air-cooled
private Commercial College in Winnipeg.
CALL OR WRITE FOR OUR FREE
40-PAGE PROSPECTUS.
TELEPHONE 25 843
SUCCESS
BUSINESS COLLEGE
Portage Ave. at Edmonton St.
WINNIPEG