Heimskringla - 26.01.1944, Page 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944
l&cmiskrxnglct
(StofnuO 1SS6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
AUar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537
WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944
Olíuvinslan í Canol
Um kosningalögin
Sambandsþingið, sem kemur
saman í þessari viku, verður ef-
laust síðasta þingið fyrir kosn-
ingar. Væri mikil þörf, að það
athugaði nú kosninga-lögin. For-
sætisráðherra hefir gefið í skyn,
að engin breyting verði gerð á
sinna, en meirihlutinn varð eftir
í Ontario og gerðust þar fyrstu
landnemar í Canada — í Card-
well-nýlendunni í Moskoka-hér-
aði. — Þótt lítinn þrifnað biðu
þeir þar.
Með innflutningi þessa stóra
hóps knúðu þau vandkvæði á
hurðir allra hugsandi Islendinga
Þing Bandaríkja átti um skeið í deilu um mál þetta. Vegna
þess að það áhrærir Canada talsvert, skal hér farið nokkrum orð-
um um það.
Saga þessa máls er sú, að nokkru eftir að herlið frá Banda-
ríkjunum var sezt að í Alaska, þótti stjórninni langt að flytja olíuna
til hersins sunnan úr Bandaríkjum. Það var og ljóst, að ógrynni
af olíu er í norðrinu, ekki sízt meðfram Mackenzie-fljótinu. Vil-
hjálmur Stefánsson, sem norðrinu er allra manna kunnugastur,
hélt fram, að þar væri hægt að fá næga olíu handa hernum. Hann
bjóst að vísu við, að olíu þessa mætti finna innan landamæra
Alaska, einkum norðan til. En tími var lítill til að leita þeirra
linda. Hitt var víst, að mikil olía var til í Fort Norman héraði, við
stað þann, er Canol er nefndur. Hann er í Mackenzie-héraðinu,
all norðanlega. Þó lengra væri að dæla olíu þaðan, til Skagway í
Alaska, þótti snúninga minst að reyna þetta, og fá leyfi Canada-
stjórnar til vinslunnar. Leyfið var undir eins veitt. En við
þennan stað hefir ekki tekist að vinna eins mikla olíu og með
þurfti, en það voru 20,000 tunnur á dag; þó mikil væri þarna olían,
nam hún því ekki. Var þá farið fram á að leita víðar fyrir sér og
hefir sambandsstj órn Canada nú veitt leyfi til olíuvinslu meðfram
Mackenzie-fljóti alla leið norðan frá hafi til Great Slave Lake,
einar 75 mílur til beggja handa út frá ánni.
Um þessi kaup eiga stjónir beggja landanna. Stjórn Banda-
ríkjanna veitti 135 miljón dali til þessa fyrirtækis, sem starfrækt
verður af henanr hálfu aðeins meðan stríðið stendur yfir. Var
spurt um það á Washington þinginu, hvort Canada ætti eftir það
útgerð þessa alla, verkstæði og alt saman og var því ekki mótmælt.
Virðist þetta atriði einkum hafa komið umræðum af stað og þing-
inu þótt stjórnin borga ofmikið fyrir brúsann. En málinu virðist
nú hafa lyktað þannig á þingi, að við athafnir stjórnarinnar verður
látið sitja, til þessa hafi verið gripið, sem örþrifa-ráðs, í þágu
stríðsins og í alt verði ekki horft þegar svo stendur á.
Hér í Canada hefir verið hljótt um málið; blöðin hafa varla á
það minst, fyr en nú, eftir síðara samninginn um leyfi til olíuleitar
um nálega alt Yukon-hérað. Þar þykir hafa verið veitt fullmikið ar
bandarískum félögum að gramsa í, en þau hafa starfið með hönd-
um fyrir Bandaríkjastjórn. Fari nú samt sem áður svo, að Can-
adastjórn taki við olíuútgerðinni að stríðinu loknu og fari þar með
vald sitt vel, ætti landinu ekki að verða hnekkir að þessu. Gallinn
er bara sá með sambandsstjórnina, að hún sér ekkert mál frá öðru
sjónarmiði en flokksmála, jafnvel ekki stríðsreksturinn, og það
er það, sem hætt er við að fram komi, í sambandi við þetta mál.
Það er mikið tromp þarna á hendi fyrir hana og hvernig hún spilar
nú úr, er þess vert, að veita eftirtekt og hana miklu meiri en átt
hefir sér stað um þetta mál.
kjördæmaskipun. Hún hefir, að útvega þeim samastað í hinni
engin átt sér stað síðan eftir nýju álfu, þar sem þeir gætu
manntalið 1931 og mun ekki um verið saman í stað þess að dreif-
það fengist. En á þeim tíma ast strax eins og mý á mykju-
sem síðan er liðinn, hefir þó skán um álfuna og hverfa meðal
margt breyzt. Og það væri innlendra manna. Frá þessum
vissulega ekki vanþörf á, að bætt ^ áhyggjum leiðtoganna og til-
væri nú upp á kosningalögin ] raunum þeirra til að bæta úr
þannig, að í veg væri fyrir það ^ þeim með góðu landvali segir
komið, að þingmenn hvers eins ( Þ. Þ. Þ. í kaflanum Félagsandinn
kjördæmis, væru kosnir með frá Milwaukee. Allvíða leituðu
minni hluta atkvæða. Eins og þessir menn fyrir sér: í Wiscon-
nú stendur á, kemur það iðu- sin, í Nebraska, og loks fór Jón
lega fyrir. Hér er aðeins átt við Ólafsson alla leið til Alaska, og
þótt þangað flyttust engir ís-
lendingar, þá hefir þó sá fram-
“Steinnökkvar”
nýjustu skipin
1 blaðinu “Saturday Night”,
var s. 1. viku sagt frá því nýjasta
í skipasmíði.
Tilefnið var, að smíði hefir
verið lokið á skipi, sem gert er
úr steinsteypu að mestu. Þetta
minnir á steinnökkva, sem talað
er um til forna, hvort sem nokk
uð hafa annað verið, en hugar
burður.
Um sérstaka steinsteypu og
frábrugðna þeirri er maður sér
daglega fyrir augum sér við
húsagerð, er þó hér að ræða, því
hún er sögð léttari og jafnve
sveigjanleg að einhverju leyti.
En steinsteypa (concrete) er
nú samt hin rammgera uppi
staða, og innviða til að treysta
skipið eða að halda því saman, er
engra þörf. En það eykur lestar-
rúm þess.
Einn af kostum skipsins og ef
til vill sá mesti, er ferðhraði
þess. Það fer 80 knots (sjómílur)
á klukkustund. Samt er þar ekki
um neina aukna vélaorku að
ræða; hún er sú sama og í jafn-
stórum, eða 10,000 smálesta skip-
um. Það er lag og gerð skipsins,
sem þar kemur til greina. Fyrir-
myndin er sagt að sé állinn. —
Skipið er langt og sívalt eins og
hann og svo slétt og hált utan, að
minni mótstöðu veitir, en skip
sem til þessa hafa verið smíðuð.
Á því er enginn kjölur, en það er
þyngst í botninn; það réttir hall-
þau kjördæmi, er hafa einn þing-
mann, en ekki hlutfallskosning-
ar yfirleitt. Forsætisráðherra' tíðardraumurinn orðið einna
hefir oft látið á sér heyra, að frægastur í sögu Vesturfaranna.
hann sé þessari umbót á kosn-, f næstu tveim köflum er svo
ingalögunum samþykkur. 1 stað sagt frá innflutningi árin 1874
þess að marka atkvæðaseðilinn og 1875. Fluttist bæði árin margt
með X, yrðu tölur notaðar; það af Norðlendingum og Austfirð-
er öll breytingin, sem um er að (ingum vestur. Lentu þeir fyrst
ræða, en hún kemur einmitt í f Kinmount í Ontario, en sumum
veg fyrir þau leiðindi þing- ] var fengið land í Marklandi í
manna, að hafa ekki meiri hluta Kova Scotia, þar sem þeir ílent-
kjósenda sér að baki, þegar þeir ust um nokkur ár.
láta til sín taka á þingi og jafn-j f Kinmount var aftur á móti
vel Þó þeir séu þar ekki nema ekki nema tjaldag m einnar
til sýnis. Þingið mundi og vaxa j nætur Qg er ekki ag vita hvernig
í áliti við að þmgmenn þess|farið hefgi fyrir íslendingum
hefðu meirihluta kjósenda hvers þar ef ekki hefði þar hm þá val
mennið John Taylor, sem, eins
kjördæmis sér að baki.
Næsta þing ætti ekki að slá
og annar Móses, leiddi þá til hins
umbótum á kosningalögunum,; fyrirheitna lands á bökkum Win-
sem þessum, á frest.
BÓKAFREGN
Þorsteinn Þ. Þorsteins-
son: Saga Islendinga í
Vesturheimi, II. bindi,
Winnipeg 1943. Þjóð-
ræknisfélag íslendinga
í Vesturheimi.
Þegar hið fyrsta bindi þessar-
merku sögu kom út fundu
margir að því, og ekki að ástæðu-
lausu, að höfundur dveldi í því
um of við forsögu Vestur-flutn-
inganna og orsakir þeirra eink-
um hallæris-sögu Islands. En
höfundur mun hafa litið svo á,
og það með réttu, að ein af aðal-
ástæðunum, eða a. m. k. sú, sem
vesturfararnir mikluðu mest í
hug sér er þeir voru að vega or-
sakirnar til ráðabreytni hafi ein-
mitt verið þekking þeirra á harð-
indum á Islandi.
Þetta er auðvitað rétt, en hitt
er smekkmál, hve miklu rúmi
eigi að verja til að útmála harð-
indin.
í þessu öðru bindi sögunnar er
lítið um slíkt. Hér gerir höf-
skip og þau er nú þekkjast7af undur §rein fyrir útflutningun-
þessari nýju gerð. Hann hefir! um ' réttri tímaröð- Byrjar hann
mikið átt við húsagerð af öllu tæi á Utáförum, sem fyrstir allra
úr steinsteypu, og er talinn flest-1 urðu til að fara til hins fyrir
ann. Því mun trauðla hvolfa.
Þetta nýja skip, sem talað er,
um sem álinn, er 10,000 smálest-1
ir að stærð, en rúmar miklu
meira en vanaleg skip af sömu
stærð. Uppgötvarinn, sem heit-
ir H. B. Hayes og er bandarískur,
segir auðvelt að gera eins stór,
um fróðari um hvað gera megi
með steinsteypu.
Fyrsta skipið sem nú er ný-
smíðað, kostað $80,000. Er það
ekki mikið yfir einn þriðja af
kostnaði jafnstórra skipa, svo
sem “Liberty’s”, er Henry J.
Kaiser er nú að smíða í stórum
stíl, en lestar-rúm þess er alt að
helmingi stærra.
Það er skoðun Claude L. Fish-
er, sem um vísindalegar upp-
götvanir skrifar í blöð bæði í
Canada og Bandaríkjunum, að
þarna sé það, sem koma muni í
skipagerð, eftir stríðið. Eins
stór skip af þessari gerð og þau
stærstu er nú þekkjast, telur
hann geta farið á 40 klukku-
stundum yfir Atlanzhafið. Slík-
an ferðhraða segir hann gera nú-
tíðarskipum samkepnina erfiða.
Upp úr sjó er sagt að ekki sé
meira en einn f jórði skrokksins á
jessu nýja skipi. Það er því
kafari að nokkru leyti, en hefir
eigi að síður rúm sem önnur
skip fyrir sali er útsýni veita
: ’erðamanninum.
heitna lands 1855. Er sú saga
fróðleg og einkennileg, kveðst
höf. mundi hafa getað gert hana
betur úr garði með lengri fyrir
vara, og meiri rannsóknum i
borð við þær, sem hann gerði um
Brasilíu-farana í “Æfintýrinu”
En þá sögu segir hann hér stytta
í næsta kafla, og eru þessir
tvennir útflutningar einskonar
forsaga vestur-flutninganna.
Þá er komið að hinum eigin
legu Ameriku-ferðum, sem hef j-
ast 1870, og tellur Þ. Þ. Þ. árin
1870—75 Fornöld Vestmanna og
lýsir henni einni í því sem eftir
er bókarinnar. Byrjar þessi saga
með vesturför nokkurra manna
á árunum 1870—72, er setjast að
í Milwaukee, Wisconsin og á
Washington-eyjunni í Michigan-
vatni. Eru í þessum flutningi
leiðtogarnir Páll stúdent Þor-
láksson og Sigtryggur Jónasson.
Því næst rennur upp hið sögu-
lega ár 1873 þegar fyrsti stór-
hópurinn tekur sig upp af Norð-
urlandi og fer vestur um haf. Af
þessum hópi fór minni hlutinn
alla leið til Wisconsin á vit landa
nipegvatnsins þar sem þeir stofn-
uðu hina merkustu nýlendu sína.
Nýja ísland.
Skilur söguhöfundurinn við þá
nýstigna á strönd þessa nýja
lands—“en fyrsti vetrardagur var
að morgni.” Var þessi aðkoma
táknræn um hörmungar þær er
þeirra biðu þar einkum hinn
fvrsta vetur í óbygð, vetrarhörk-
um og farsóttum. Mun sú saga
\ erða sögð í næsta bindi.
Höf. getur þess, að hann hefði
ætlað þessu bindi sögu Islend-
inga í Minnesota, því hún byrjar
litlu fyrr þetta ár (1875) en vest-
urförum til Winnipeg, en að
hann hafi slegið þessari Minne-
sota sögu á frest sökurh skorts á
heimildum.
Þar sem þessi saga er fyrst og
fremst Landnáma Islendinga í
Vesturheimi þá hefir höfundur-
inn að dæmi okkar gömlu Land-
námu, gert sér far um að skrá
alla þá menn er að heiman komu
af Islandi með upplýsingum um
hvaðan þeir komu, ætt þeirra og
nokkuð um börn þeirra og af-
komendur, þá sem merkastir
hafa orðið.
Er þetta alt mikill fróðleikur,
og má búast við að villur geti
slæðst inn á stöku stað, sem ekki
mun á annara færi en kunnugra
að leiðrétta.
Skal fátt eitt nefnt hér af þvi
tagi. Á bls. 41. er nefndur Bóas
Arnbjörnsson, ættaður úr Skrið-
dal á Austurlandi (Norður-Múla
sýslu).” Skriðdalur er í Suður-
Múlasýslu og mátti sjá það
korti.
Á bls. 313 er nefndur “Brynj-
ólfur Gunnlaugsson frá Flögu í
Breiðdal . . . og Vilborg Gunn-
laugsdóttir (líklega systir Brynj-
ólfs).” Er sú tilgáta rétt. Brynj-
ólfur og Vilborg voru systkini
föður þess sem þetta ritar.
Á bls. 316 er nefnd “ung kona,
Elinborg Erlendsdóttir frá
Streitu á Berufjarðarströnd.”
Þetta á að vera Streiti í Breiðdal,
og munar þó mjóu, því Streiti er
næsti bær við Beruf jarðarströnd.
Mál söguritarans og frágangur
á bókinni er yfirleitt í bezta lagi.
Sjaldan kennir þess mjög aö
Vestur-lslendingur heldur a
penna. Nefna má þó orðið nið-
urborgun, sem heima á Islandi
er kölluð afborgun. Annað
atriði, sem líklega er af vestræn-
um (enskum) rit-toga spunnið er
tilhneiging til að slíta sundur
samtegnd orð. Vera má þó, aðj
hvorugt sé að skrifa á reikning
j höfundar — ef það kemur aðeins ]
fyrir í tilvitnunum, en eftir þvi
hef eg ekki tekið nógu vel. |
Prent og pappír er líka mjög
áferðarfallegt.
Yfirleitt er bókin hin þakkar-
verðasta og ber ekki einungis að
i þakka höfundi heldur einnig
nefnd þeirri er Sig. Júl. Jó-
hannesson nefnir í öðrum for-
mála bókarinnar fyrir ósér-
plægni þá að leggja fram fé til
samningu og útgáfu verksins. Er
oskandi að framlög nefndarinnar
og starf höfundarins megi eigi
verða fyrir gýg unnið, heldur
lánist þeim að leiða verkið til
lykta á þann hátt sem höfundur
hefir ætlað. Og einkum væri
þess óskandi að þeir þurfi eigi
að skera útgáfuna svo við nögl
að þeir sleppi nafnaskrá þeirri
sem höfundurinn hefir lofað í
síðasta bindinu; því án hennar
er aðeins hálft gagn að svona
verkum.
Stefán Einarsson
(Johns Hopkins U.)
BRÉF TIL
HEIMSKRIN GLU
ÆFIMINNIN G
Helgi Marteinsson, til heimilis
að East Kildonan, Man., lézt í
sjúkrahúsi (sanitorium) í St.
Boniface, Man., 15. jan. s. 1.
Helgi sál. var í heiminn bor-
inn að Álftagerði við Mývatn 7.
sept. árið 1866. Foreldrar hans
voru þau Marteinn Guðlaugsson
og Sigríður Guðmundsdóttir, bú-
andi hjón í Álftagerði. Börn
þeirra Marteins og Sigríðar, en
systkini Helgá, voru átta að
tölu: Sigríður, Jón, Finna, Re-
bekka, öll dáin á íslandi, Kristín
og Ingibjörg, báðar á lífi heima
á Fróni er síðast fréttist. Rósa,
kona Jónasar Dalmans, átti
heimili á Gimli og í Winnipeg.
Þau hjón eru nú bæði dáin.
Pálína, Mrs. Johnson, er enn á
lífi og býr sem ekkja að Church-
bridge, Ssak.
Helgi sál. mun hafa komið
ungur til Ameríku. Árið 1895
gekk hann að eiga Gróu Magnús-
dóttur Jónssonar skálds frá
Bægisá í Eyjafjarðarsýslu. Gróa
var ekkja en fyrri maður hennar
hét Ögmundur en dóttir þeirra
Gróu og Ögmundar hét Ögmund-
ína. Þeim Helga og Gróu varð
tveggja barna auðið; sonur
þeirra .Viggo lézt barn að aldri,
árs gamall en dóttir þeirra Fjóla
er í heimahúsum í East Kildon-
an. Auk dóttur sinnar Fjólu ólu
þu upp dóttur-son Gróu, en son
Ögmundínu, William John Mar-
teinson að nafni. Hann gekk í
herinn þegar í stríðsbyrjun og
gengdi herþjónustu unz hann
var frá henni leystur 16. júní
s. 1. Meðan hann var í hernum
var hann við æfingar í eyjunni
Jamaica og á Englandi. Hann
er kvæntur og á þrjú börn.
Helgi sál. var einnig sjálfboði í
fyrra heimsstríðinu, í 223. her-
deildinni. Hann gekk í herinn
árið 1916 og var skipaður til her-
þjónustu í Canada en fór aldrei
úr landi. Hann var í hernum til
stríðsloka.
Helgi var heilsutæpur hin síð-
ustu árin og tvo síðustu mánuði
lá hann rúmfastur í St. Boniface
Sanitorium.
Hann var jarðsunginn frá lík-
fararstofu Bradals þann 18. jan.
s. 1. af séra H. E. Johnson.
Helgi sál. var greindur og bók-
hneigður, sem margir Mývetn-
ingar. Hann hafði það líka til
að kasta fram stöku og komu
sumar þeirra á prent í Heims-
kringlu.
Smiður var hann að atvinnu
og mun stundum hafa gengið til
vinnu sinnar með veikum kröft-
um á hinum efri árum. Nú er
hann horfinn til hvíldar í föð-
urfaðmi þeirrar forsjónar, sem
gaf honum hagmælskuna í
“bölva bætur — eins og Egill
komst að orði — til að kveða úr
sér hrollin í hretviðrunum.”
H. E. J.
R.R. 1, White Rock, B. C.,
15. janúar, 1944
Kæri ritstjóri:
Nú er árið 1944 byrjað, hvað
sem það færir heiminum. Von-
andi verður á þessu ári svarað
einhverju af því, sem þjóðum og
einstaklingum lá þyngst á hjarta
árið sem leið.
Eg hef lengi haft það fyrir
reglu að skrifa blaðinu fáar lín-
ur í byrjun hvers árs, og þá um
leið að borga áskriftargjald mitt,
því eg býst altaf við að Heims-
kringla þurfi á sínu að halda.
Það er nú vonandi að margir
hafi það að dæmi H. G. í Sel-
kirk, sem svo varð glaður við að
lesa grein P. B., Hin hliðin, að
hann borgaði tvo árganga í einu.
Mættu fleiri fara að dæmi hans,
og þá yrði fjárhag blaðanna
borgið; og þá myndi nafn P. B.
ljóma í huga þeirra sem standa
að Heimskringlu.
Á árinu hafa margar góðar
greinar birst í blaðinu, en fjöl-
breytt getur það ekki talist, sem
varla er von, þar sem varla er
uokkuð skrifað, nema af þeim
sömu. Fréttir úr bygðunum alt
of sjaldgæfar; all oft hefir það
líka verið býsna fátæklega búið,
en einna stuttklæddust var
Kringla búin um jólin, sem eg
hefi séð hana, og eg held það sé í
fyrsta skifti sem ritstjórinn, hver
svo sem hann hefir verið, hefir
ekki fylgt því blaði úr hlaði með
fáeinum orðum til lesenda. 1)
Aftur hafa blöðin eftir nýárið
bætt talsvert upp. Eg veit nú
reyndar að eg er líkur sumum
öðrum, sem finna að, en gera
ekki neitt sjálfir; svo fellur sum-
um vel það sem öðrum fellur
alls ekki. Fyrir skömmu var
fundið að því í aðsendri grein, að
of mikið væri birt af ræðum
prestanna; Eg fyrir mitt leyti
vildi að það kæmi meira af því,
en minna af sögumygli. Ræður
þeirra H. E. J. og P. M. P. fjalla
altaf um heilbrigt efni, sem allir
ættu að hafa gott af að lesa,
hverrar trúar sem eru. Við ís-
lendingar erum svo dreifðir hér
í landi, að við ættum að vera
þakklát fyrir allar heilbrigðar
hugsanir á okkar máli ef við unn-
um því að nokkru. Ræða sú sem
síðast var prentuð, eftir séra
Philip M. Pétursson, var að mínu
viti, með því bezta sem í blaðinu
hefir lengi komið. Væri óskandi
að sögu blaðsíðan væri oft fylt
með slíku, því sögurnar sem nú
eru birtar í báðum blöðunum,
virðast af sama efni og Þ. E.
sagði, að Danskurinn hefði altaf
nóg af handa blöðum heima um
og fyrir aldamótin, og sem sýnist
hafa mótað smekk sumra sögu-
skáldanna heima í seinni tíð.
Það verða ekki miklar fréttir,
sem eg hefi að skrifa í þetta sinn.
Tíðarfarið hefir mátt heita gott;
sumarið, eftir miðjan júlí, þurt
— og haustið ágætt, eins það sem
af er vetri, nokkuð ringt og oft
þokur en stilt veður og lítil frost,
og aldrei kalt svo talist geti.
Uppskera varð í góðu lagi og
nýting ágæt. Verð hátt á öllu
1) Núverandi ritstjóri hefir
þau 18 ár, sem hann hefir verið
við blaðið, skrifað dálítipn leið-
ara um hver jól og gerði það um
síðustu jól einnig. Hér rang-
minnir því bréfhöfund. En
hann rangminnir ennfremur, að
aðrir ritstjórar hafi ávalt á jól-
um fylgt blaðinu úr hlaði með
jólagrein! Það skal þó játað, að
Hkr. dróg hvorki eftir sér þessa
alment dýrkuðu hempu yfirlæt-
is og hræsnis né skautaði sér með
heilagleikans skuplu á síðustu
jólum. Fyrst bar það til að blað-
ið var í vanalegri stærð og les-
mál í því lítið þessvegna, en svo
var hitt, að henni hraus hugur
við að skrifa langt mál um ávexti
kærleika og bræðralags, með
u)jpskeruna af því fyrir augum á
vígvöllum heimsins.