Heimskringla


Heimskringla - 02.02.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 02.02.1944, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. FEBRÚAR 1944 \ 6. SIt)A “En Malluc hafði engan rétt til að gera þetta,” sagði Martha. “Nei, auðvitað ekki. En sennilega fanst honum, að hann, sem hingað til hefði skilað á eigin spýtur í þessum efnum, stæði nú gagnvart ógeðslegri skyldu, sem var ófrávíkjanleg.” “En hann getur ekki leiðrétt ranglæti með því að fremja ennþá meira ranglæti,” sagði Martha. “Malluc fanst vafálaust að það væri réttara að taka fram fyrir hendurnar á lögunum, en að láta slíka hættu fyrir þjóðfélagið leika lausum liala,” svaraði eg. “Og með því hefir hann í raun og veru frelsað tiltölulega saklaust fólk frá mikilli hættu.” “Og sjálfan sig?” “Eg held ekki, að hann hefði gert þetta fyrir sjálfan sig, og Balton var andstyggileg skepna, vann hryðjuverk í hagsmuna skini. Hann misreiknaði sig í þetta skiftið. Hann hélt að Malluc væri annaðhvort veiklundaður eða sjálfur afbrotamaður vegna þess, að hnn hjálp- aði þeim, sem höfðu lent undir mannahendur. Og hreinskilnislega sag^, þá hefði eg sjálfur verið nærri þeirri skoðun, hefði hann látið Bal- ton sleppa.” “Þér hafið kanske rétt fyrir yður, Dick,” sagði hún þreytulega. “Þetta sannar aðeins það hvaða hræðileg vandræði maður getur lent í, fari maður að brjóta landslögin — sama hvaða lög það eru. En að þetta skyldi koma fyrir hérna, á þessum friðsama stað. Æ, hversvegna kom hann nokkurntíma hingað, svo að okkur skyldi þurfa að svíða svo undan aðferðum hans og hugmyndum sem eru svo hræðilegar!” Hún tók ennþá að titra og þrýsti sér að mér eins og barn, eins og hrædd smástúlka, en margar þeirra hafði eg séð meðal flóttamann- anna í Frakklandi. Þetta síðara kast var verra ! en hið fyrra, því nú virtist sem táralindir henn- ar væru þornaðar, og fanst mér mjög sárt að hlusta á hinn þunga ekka. Eg þrýsti henni að mér, strauk hár hennar og talaði við hana eins og hún væri bárn. Á þessari stund skiftum við til fulls um hlutverk, sem ætíð héldust óbreytt eftir það. Eg tók nú hlutverk verndarans, og féll mér það miklu betur. Eg reyndi stöðugt að verja Malluc, og lagði áherslu á hina sterku réttlætis tilfinningu sem hann hafði verið knú- inn af. En eg vissi að hvað svo sem eg segði eða gerði, gátum við ekki fjarlægt þennan einkennilega ótta, sem Martha hafði á honum. Hinn vaknandi ást hennar til mannsins var með öllu horfin og fyrir fult og alt, og það var mér til mikillar ánægju. Mér hafði svið það sárt ef hún færi að elska hann, þvi þrátt fyrir hæfileika sína og kosti, áleit eg að hann væri ekki hæfur maður handa henni, annars hugsa eg að hann hefði aldrei orðið ástfanginn í henni. Hann mundi hvorki hafa gifst henni né notað sér það vald, sem hann gat haft yfir henni, því að hann var ekki þesskonar maður. Manni fanst það einhvernveginn, að hann væri inni- lega góður maður, þrátt fyrir alla þá yfirburði, sem hann hafði yfir flesta aðra. Alt þetta og margt fleira sagði eg við Mörthu, sem smám saman varð rólegri. “Viljið þér hvað, Dick,” sagði hún. “Þér líkist honum mikið í mörgum atriðum. Það er líka eins og þér séuð alt í einu orðinn fullorðinn. Eg hugsaði aldfei um yður sem yngra bróður, heldur eins og riddarann minn.” “Það er eg líka ennþá,” sagði eg og hjálp- aði henni til að rí^ á fætur. “Komdu, við skul- um ná í hundana og fara rheim.” Við gengum gegn um lundinn og fundum þar hundana, sem lágu kyrrir eins og mýs án þess að hafa reynt að losna. * Þeir geltu ekki neitt en dingluðu rófunum. er þeir séu okkur. Við leystunuþá og héldum svo heimleiðis. 8. Kapítuli. Eg hafði búist við að synda einn næsta morgun, en rétt þegar eg var kominn niður að klettunum kallaði einhver á mig. Eg leit við og sá Mörthu ‘ganga til mín móti golunni, sem feykti kápunni til og lagði hana að hennar fagra líkama. Hún minti mig á líkneskju af sigur- gyðjunni. Er hún kom nær, sá eg mér^ til undrunar og gleði, að hún var rjóð og hressíleg, og bar engin merki hinnar raunalegu reynslu síðast liðinnar nætur. “Góðan daginn,” sagði eg, “hvernig sváfuð þér?” “Ágætlega. Eg leið til einhvers friðar- heimkynnis og finn ekki til þreytu. Eg skil ekkert í að eg skyldi haga mér svona heimsku- lega í gærkveldi.” Eg furðaði mig á þessu, því að eg hélt að hún þyrfti langan tíma til að jafna sig eftir þetta áfall; ekki einungis eftir það, sem fyrir hafði komið, heldur vegna hinna breyttu til- finninga, sem hún bar til Mallúcs. Mér datt í hug að þetta ynni hvað á móti öðru, og að ótti hennar hefði ekki stafað af athöfninni sjálfri heldur af því að Mallucs hefði getað framið at- höfnina. En ef svo var, voru þeir töfrar, sem hann hafði yfir huga hennar leystir af sál hennar. Hún fann alt í einu að hún var frjáls og herra yfir tilfinningum sínum, og það var þessi sjálfstæðis meðvitund, sem gaf henni glað- lyndi og fjör. Ekkert af oss hirðir mjög um það hvað hendir fólk, sem ekki er tengt oss ein- hverjum nánum böndum.' Slys, ofbeldisverk, eða glæpur, hefir afar mikil áhrif á oss, séum vér viðstödd, þegar slíkt gerist, en sé ekki per- sónulegur áhugi vor með í viðburðum hafa þeir ekki varanleg áhrif á hugann, og ef vér lesum um slíka atburði í blaðinu, hafa þeir engin áhrif á oss, séum vér þá eigi því tilfinninganæmari. Og Martha var eigi neitt veikluð hvað til- finningar snerti. Hrifning hennar fyrir Malluc hafði fremur hrætt hana en glatt — haldið henni sífeldlega órólegri. .Þetta var nú horfið og hún var aftur orðin róleg. “Þegar alt kemur til alls, Dick,” sagði hún, “get eg ekki séð hvað þetta kemur okkur við. Okkur varðar ekkert um hvað Malluc gerir eða lætur ógert. Hefði það verið þú eða Lenni, hefði eg aldrei beðið þess bætur.” “Það er fallega gert af yður að hafa mig með. Því gerið þér það?” “Af því þér eruð svo aðlaðandi, og eg — eg —” íiún þagnaði og varð eldrauð í andliti. “I gærmorgun munduð þér hafa sagt það, því þá ekki núna?” Hún varð vandræðaleg. “Nú jæja, síðan í gær finst vér þú vera orðinn fullorðinn. Þér voruð mér til mikillar hughreystingar, Dick, miklu meira en mig varði þá stundþia. Eg var í djúpri örvæntingu.” “Auðvitað,” svaraði eg, “en gaman þætti mér að vita hvað hann segir þegar hann af- hendir yður perluhálsbandið.” Martha horfði á fjöruna. Hún var orðin föl. “Við munum brátt fá að vita það. Þarna kemur hann.” Eg sneri mér við og sá hvar Malluc kom gangandi í áttina til okkar. Hann vissi auð- sæilega að við böðuðum okkur á þessum tíma og notaði tækifærið til að skila hálsmeninu áður en þjófnaðurinn kæmist upp. Eg furðaði mig á, að hann skyldi skila því í návist minni, en hugsaði að hann væri að forðast leynilegt stefnumót. Bér virtist Malluc vera maður, sem kaus að vera hreinskilinn og laus við alt leyni- makk væri þess kostur. Hann kom í áttina til okkar með sínu létta göngulagi, og er hann kom nær, sáust engin merki um vonda samvizku né óróleika í svip hans, eða hinu fallega viðkunnanlega andliti hans. “Góðan daginn,” sagði hann. “Afsakið að eg ónáða ykkur, en mig langaði til að skila yður þessu strax. Vitið þér að það var brotist inn hjá yður í nótt sem leið?” “Mér heyrðist eg heyra hávaða og gekk ofan, en þegar eg kom niður þá var náunginn farinn,” svaraði eg. “Jæja,” svaraði Malluc. “Eg fór út í gær- kveldi til að fá mér frískt loft áður en eg færi að sofa, eg rakst þá á mann, sem var að læðast þarna hjá girðingunni. Hann gat enga grein gert fyrir því, hvað hann væri þarna að gera, svo eg tók í lurginn á honum og rannsakaði vasa hans, og fann þetta” — og hann rétti henni perlurnar. “Hann meðgekk að hann hefði verið inni á heimili yðar og stolið þessu þar.” Þessi frétt gat vel afsakað hve Martha var föl er hún tók við perlunum. “Þetta er einkennilegt,” hvíslaði hún. — “Hvað gerðuð þér við þjófinn?” Hann leit á hana. “Eg vildi helst óska að þér spyrðuð mig ekkert um það,” sagði hann. “Þér þekkið hví- líkan viðbjóð eg hefi á fangelsum. En það er best fyrir mig að segja ekki neitt, því með því gerði eg ykkur bæði samsek mér.” “En við erum það hvort sem er með tilliti til Jeannats.” “Ó, það var nú alt annað! Þið voruð bæði viðstödd þegar honum var bjargað. Auk þess varð hann ósjálfrátt bráð illra atvika. Þetta var alt öðru máli að gegna. Eg hefi kanske eftir skoðun flestra breytt rangt, en samkvæmt minni eigin skoðun hafði eg engin önnur ráð. En látum oss ekki orðlengja þetta. Skemtið ykkur vel, en fa#ið gætilega. Þessi strönd er ekki til að spauga með. En annars þætti mér vænt um ef þér nefnduð ekki þetta með perlu- festina við neinn.” Hann leit á Mörthu. “Eg ætti kanske að segja yður frá því, að alt þjón- ustu fólkið mitt hefir einhverntíma áður verið í fangelsi, og eg er að reyna að hjálpa því til að koma undir sig fótunum á ný, svo að þér sjáið að eg neyðist til að láta slík atriði sem þessi liggja í þagnargildi. En nú má eg ekki tefja lengur fyrir ykkur. Verið þið sæl!” Hann kvaddi okkur brosandi og gekk í burtu. “Hvað er hægt að gera við slíkan mann?” spurði eg. * “Láta hann eiga sig. Komdu nú, Dick,” svaraði hún. Er við héldum heimleiðis, sagði eg: “Þér ætlið líklega ekkí að hafa neitt meira saman við Malluc að sælda?” » “Ekki m^ira en eg get komist hjá,” svaraði Martha. “En auðvitað verð eg honum alt af þakklát fyrir það, sem hann hefir gert fyrir mann vinkonu minnar. Eg hefi hætt við að sakfella hann eða dæma. Hann yfirgengur minn skilning. Góðgerðasemi hans er eins stór- brotin og breytni hans í fyrri nótt var hræði- leg.” “Hvað munduð þér segja um það, ef Lenni giftist Suzy?” spurði eg. “Ekki held eg að nein hætta sé á því,” sagði hún. “Mér sýnist að þér séuð hinn útvaldi, eftir því, sem mér sýndist hún horfa á yður í gær. Og þér fylgduð henni heim. Hversvegna gerðuð þér það?” “Af því að mér fanst eg ætti að gera það, og svo til að segja henni að áskorúnin væri farin út um þúfur?” “Hvaða áskorun?” “Ó, það var bara spaug. Meðan eg beið eftir föður hennar um kveldið þá höfðum við svolitla hólmgöngu, dálítið þrátt.” “Ó, eg skil,” sagði Martha þurlega. “Lenni hafði rétt fyrir sér er hann varaði mig við að þér munduð sýna nunnu ástleitni hvað þá hvaða öðrum kvenmanni sem væri, og Suzy er alls engin nunna. En eg verð að segja að ekki finst mér það mjög drengilegt gagnvart Lenna.” “Nei, heyrðu nú, Martha. Það var ekki minsta ögn af alvöru í þessu, bara gáski og spaug.” “Mig furðar ekkert á því,” sagði Martha. “Eg hafði grun um, að hún væri góð í ganginn.” “Hún er að minsta kosti saklaus stúlka í þeim efnum,” svaraði eg, “og hún getur átt alvöru og staðfestu, það sá eg í gær. Hún er í raun og veru framúrskarandi stúlka og hlýðin dóttir. Hún virðist hafa sérstakt uppáhald á mér, því að henni sýnist eg líkjast svo föður sínum.” “Það fanst mér líka,” svaraði Martha. “Mér hefir fundist það oft og mörgum sinnum. Það er ekki svo mjög útlit yðar, en málrómur yðar og göngulag er sama og hans, og það virðist að þið hafið báðir þessa heljarkrafta. Eg hugsa annars að þið Suzy ættuð mjög vel saman. Tilvera ykkar hefir verið svipuð á margan hátt, og hafið því sjálfsagt sama smekk. Þið munuð þrátta, það er svo sem auðvitað, en það munuð þér gera við hverja sem væri, til að fá yðar vilja framgengt.” “Mér finst nú að þér sjálfar séuð áð sækjast eftir orðasennu.” “Nei, það á ekki við mig. Þér munduð finna að eg væri mjög meinlaus andstæðingur. Mér sárnar það bara dálítið, að þér, sem eruð riddarinn minn, skuluð vera farinn, svona strax að spauga við ókunnuga, unga stúlku.” “Já, en þér sögðuð að þér hefðuð verið vöruð við hvernig eg væri, en samt tókuð þér mig í þjónustu yðar. Þegar eg reyndi að koma mér í mjúkinn hjá yður, sögðuð þér mér að eg væri drenghnokki.” “Eg hélt líka að þér væruð það,” sagði Martha, “en eg sé að eg hafði rangt fyrir mér. Eg hélt líka að Lenni hefði baknagað yður.” “Allar lifandi skepnur sýna ástaratlot,” sagði eg. “Fuglarnir, dýrin . . . .” “Og skriðkvikindin,” svaraðí Marhta. “Eg hata alt daður.” “Þetta er uppörfandi,” svaraði eg, “eg býst við að landslögin í þessu landi fyrirbjóði það bráðum.” “Finst yður það riddaralegt að niðra venj- um þess lands, sem maður er gestur í?” spurði hún. “Eg er heldur ekki að því; eg er að verja þær. Amerískar stúlkur hafa orð á sér fyrir ást- leitni sína.” “Þarna byrjið þér aftur. Ný árás. Gerið svo vel og hafið það eins og yður sýnist, en þyrmið mér.” “Það er betra en að aggnúast,” svaraði eg. “Nei, það er það ekki. Allur bardagi er í dagsljósinu og maður veit hverju er að verjast.” “Gerið svo vel og berjist þá, en þyrmið mér, eg kýs ástleitnina.” Hún horfði á mig hálf reið og hálf vand- ræðaleg á svipinn. “Hvers vegna eruð þér alt í einu orðinn svona leiðinlegur?” spurði hún. “Það vil eg helst ekki segja yður,” svaraði eg. “Eg vil helst ekki gera yður samseka mér.” Eg hermdi kanske eftir Malluc, ró hans og hið ákveðna hljómfall í rödd hans, sem var svo hrífandi. Hvað sem því leið var það ófyrirgef- anlegt af mér, og átti skilið að fá löðrung fyrir það, enda þótt þetta væri óviljandi. En mér varð bylt við að sjá áhrifin, sem þetta hafði á Mörthu. Andlit hennar var ná- fölt eins og líndúkur. Hin gráu augu hennar horfðu á mig með skelfingu og varir hennar skulfu. Hún minti mig á lindardís, sem hefir súnið sér við og sér hinn illa Pan fast hjá sér. í svipinn kom mér ekki til hugar að eg hefði hermt svo vel eftir Malluc að henni fanst eins og hann stæði við hlið sína. Eg sá bara að eg hafði á einn eða annan hátt fylt hana með skelfingu, og ósjálfrátt langaði mig til að firra hana þessum ótta og það tafarlaust. “Martha!” hrópaði eg óttasleginn. “Hvað er þetta? Hvað hefi eg sagt?” “Ó, rómur yðar, augnaráð yðar!” “Var það af því að eg var að herma eftir Malluc?” svaraði eg. “Mér þykir þetta hræði- lega leiðinlegt. Eg hugsaði ekkert út í þetta. Það var mjög rangt af mér.” En þar sem hún starði svona stöðugt á mig svona ráðaleysislega, eins og hún væri hálfdá- leidd, þá tók eg það til bragðs, sem eg síst af óllu hefði átt að gera; eg tók hana í faðm minn og þrýsti henni að brjósti mér. “Skilijð þér þá ekki að eg er alt öðruvísi en Malluc, eins ólíkur honum og mögulegt er að vera? Eg vildi ekki fyrir nokkurn lifandi mun gera yður nein leiðindi.” Og eins og til að sanna henni þetta kipti eg henni enn fastara að brjósti mínu, svo að andlit hennar næstum snerti vanga minn. Hún veitti enga mótstöðu né heldur tók hún faðmlögum mínum. Hún var algerlega hlut- i laus; handleggir hennar hengu máttlausir niður með síðunum. “Eg er ekki að sýna yður nein ástaratlot,” sagði eg. “Mig langar bara að svifta þessum töfrum, sem þessi maður virðist hafa yfir yður.” “Ef þér ekki gætið að yður, þá gerið þér bara ilt verra,” hvíslaði hún. “Martha,” sagði eg í örvæntingu. “Hvað get eg gert? Finnið þér ekki að það er eg, Dick, að eg hefi ekkert með hann að gera?” Hún lyfti höndunum upp að hárinu og sneri sér svolítið, svo að höfuð hennar hvíldi á öxl minni. “Eg veit það ekki,” hvíslaði hún, “mér finst eg vera svo undarleg.” Og alt í einu fór hún að hágráta. “Ástæðan fyrir þessu er sú, að þetta hefir verið of átakanlegt fyrir yður alt saman. Lífs- venjur yðar og æfi hafa verið í samræmi, hressið nú upp hugann og reynið að gleyma þessu öllu.” “Eg skal reyna,” sagði hún. “Sleppið mér, Dick.” Eg slepti henni og við gengum saman heim að húsinu. En þetta fanst mér nú það versta, sem ennþá hefði komið fyrir, og eg var hræddur um að hún hefði orðið fyrir þungu áfalli. En tveim tímum síðar kom hún að morgunverðar borðinu og var alveg eins og hún átti að sér að vera. 9. Kapítuli. Tveim dögum síðar efndi Lenni loforð sem hann oft hafði gert að taka mig með sér í bíln- um í ferðalag um héraðið. “Það er orðið mál til þess komið að Dick sjái dálítið af landi forfeðra sinna,” sagði hann. “Eg hefi hugsað mér að ferðast með hann gegn- um Berkshire alla leið til Niagara, þaðan fram- hjá Delaware Water Gap og alla leið til Wash- ington, og þaðan heim. Við skulum látast vera ferðalangar, en ef bíllinn tollir saman komum við brátt heim aftur.” Fjölskyldan samþykti þetta. Við fórum í ferðina og skemtum okkur ágætlega. Mér þótti vænt um að við réðustum í þetta. Eg hugsaði sem sé að Martha hefði síður tækifæri til að sjá Mr. Malluc ef við Lenni værum að heiman, og fanst það líka best fyrir hana að vera laus við hann og mig um stund; okkur sém voru þeir einu, sem höfðu gert nokkura ruglun í tilveru hennar ennþá sem komið var. Við fundum alt með kyrrum kjörum er við komum heim. Lenni heilsaði fólkinu sínu, bað- aði sig og bjó sig og gekk svo rakleitt yfir til nágrannans. Tveimur stundum síðar kom hann inn í herbergi mitt, þar sem eg var að klæða mig fyrir miðdegisverðinn. Eg hafði ekki séð Mörthu, því að hún var hjá einhverjum vina sinna að drekka te. “Malluc er að vinna að nýrri uppfyndingu,” sagði Lenni. Það er einskonar kælir fyrir flug- vélahreyfla, sem gerbreytir kælikerfinu og léttir vélina mjög. Hann langar til að heyra skoðun þína, og biður þig að koma yfir í kvöld, þar sem þú ert sérfræðingur í þessum efnum. “Einkennilegur náungi þessi Malluc! Hann rýkur úr einu í annað án þess að hika. Þegar við fórum var hann að rannsaka bylgjusveiflur. Honum virðist auðvelt að skifta um áhugamál og okkur hinum um föt, og einkennilegast af öllu saman er þetta, að hann kemst ætíð að ein- hverri niðurstöðu.” I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.