Heimskringla - 09.02.1944, Blaðsíða 1
(We recommend for
your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF "
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
----—-----------------•+
We recommend tor
your approval our
BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
LVIII. ARGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. FEBRÚAR 1944
NÚMER 19.
* ’ HELZTU
Frumvarp um ný stjórn
skipunarlög á tslandi
Á annari síðu þessa tölublaðs
Hkr., er birt frumvarp að nýrri
stjórnarskrá, sem nýlega var lagt
fyrir Alþingi Islands. Þar sem
ákveðið hefir verið, að skilnaður
við Dani fari fram á þessu ári, er
gert ráð fyrir að hin nýja stjórn-
arskipun öðlist gildi 17. júní n. k.
Tekur Island þá raunverulega
við málum sínum, sem fullvalda
ríki, eins og því var veittur kost-
ur á, með sambandslögunum frá
1918. Þó Alþingi kunni að gera
einhverjar breytingar á frum-
varpinu, er það birt hér. Vestur-
íslendinga mun alla fýsa að sjá
hvernig hin nýja fullveldis-
stjórnarskrá lítur út. Prentað
eintak af frumvarpinu hefir
Grettir konsúl Jóhannssyni bor-
ist vestur og hefir hann góðfús-
lega látið blöðunum það í té til
birtingar.
Skráður týndur
í skránni sem birt var s. 1.
fimtudag af Ottawa-stjórninni
um fallna, særða eða týnda her-
menn, birtist eitt íslenzkt nafn á
meðal nafna týndra (missing)
hermanna. Það var nafn Sgrt.
Clarence Norris Magnússon, son-
ar Mr. og Mrs. Ara Magnússonar,
145 Evanson St., Winnipeg. Hann
var flugmaður (Sgt.-Pilot), inn-
ritaðist í herinn 1941 en fór til
Englands í nóv. 1942. Tveir
bræður hans eru í hernum,
Elmer í Winnipeg Rifles og Nor-
man í R. C. A. F.
Hlýtur nafnbót
Lieut. W. Kristjánssson hefir
nýlega verið veitt nafnbót í
hernum. Hann er nú kapteinn.
Hann er í Winnipeg og er adjut-
ant (aðstoðarforingi) of the Can.
Officers Training Corps í Mani-
toba háskóla.
Kapteinn Kristjánsson hefir
mentast í Winnipeg og hefir vak-
ið eftirtekt, sem gerhugull lær-
dómsmaður. Hann er ættaður
frá Lundar; eru foreldrar hans
Magnús og Margrét Kristjánsson
er þar búa.
íslenzkt skip ferst
Sú frétt var rétt að berast
blaðinu að botnvörpuskipið Max
Pemberton hafi farist með allri
áhöfn. Mun þetta mikla slys
hafa orðið um miðjan janúar, en
annars segir fréttin ekkert frek-
ar af því. Max Pemberton var
eign Halldórs Kr. Þorsteinssonar
í Reykjavík.
Skeyti um þetta barst dóttur
skipeigandans (Mrs. Ragnhildi
Skeoch) nýlega, sem býr í Tor-
onto.
Fylkisþingið kemur saman
Fylkisþing Manitoba kom
saman s. l.iþriðjudag. Hásætis-
ræðuna flutti fylkisstjóri R. F.
McWilliams. Að loknum lestri
hennar, tók þingið sér hvíld þar
til á fimtudag.
í hásætisræðunni er tekið fram
að fylkisstjórnin hafi ekki ráðist
í nein stórvirki á nýliðnu ári,
vegna þess að hún áleit meðan
stríðið stendur yfir ekki rétt að
takast mikla fjármála ábyrgð á
hendur. Það helzta sem gert
verður á komandi ári, eru um-
bætur á þjóðvegunum. Sam-
bandsstjórnin hefir nú leyft
Hotkun efnis, er til þessa þarf.
Hvað annað hægt verður að
gera, veltur á útkomu fundarins,
FRÉTTIR * -
sem sambandsstjórn ráðgerir að
halda með fylkisstjórnunum með
vorinu.
Áherzla var í hásætisræðunni
lögð á aukið heilbrigðiseftirlit
og aukna fræðslu, einkum í bún-
aðarmálum. Á í því efni að kenna
akuryrkju í níunda, tíunda og
ellefta bekk miðskólanna.
Bréf frá sendiráðinu
í Washington til Hkr.
Sendiráðinu hefir borist svo-
hljóðandi símskeyti frá utanrík-
isráðuneytinu í Reykjavík:
“Þjóðræknisfélagið hefir boðið
ríkisstjórninni að senda fulltrúa
á 25 ára afmælið í Winnipeg í
næsta mánuði; biskup Sigurgeir
Sigurðsson verður fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, flytur kveðjur og
heillaóskir frá ríkisstjórn og ís-
lenzku þjóðinni; heimsækir síð-
an Islendingabygðir í Canada og
Bandaríkjunum.”
Stríðið á Rússlandi
Fréttir frá Rússlandi undan-
farna daga hafa snúist mikið um
að rauði herinn væri búinn að
slá hring um tvo herflokka Þjóð-
verja, annan í Dneiper-bugðunni
— um 10 herdeildir, en hinn
sunnar í Nikopol héraðinu, sem
sagður var 5 herdeildir. Að her
flokkar þessir sjái hvað sín bíð-
ur, má marka af því, að yfir-
maður þeirra fór á fund Hitler
fyrir helgina og mun hafa ætlað
að segja honum að vörn þarna
væri árangurslaus. En Hitler
vildi ekki á fund við hann ganga,
en lét skila til hans að fara til
baka og berjast. Um þetta leyti
útvarpaði einn af herforingjun-
um þýzku frá Moskva, sem á
hönd Rússa gekk við Stalingrad
til fierflokka þessara og leiddi
þeim fyrir sjónir, að þeirra biði
ekkert nema dauðinn og eggjaði
þá til að gefast upp. Því var
ekki heldur sint. 1 gær tóku
Rússar sig til og gereyðilögðu
herflokkinn við Nikopol. Hinn
situr enn í skjaldborginni og
bíður eflaust hins sama.
í norðrinu eru Rússar nú
komnir inn í Eystrasaltslöndin
og vinna þar stöðugt á. Á Finn-
land gerðu Rússar flugárás með
um 2,000 loftförum um helgina
og ætla Finnar það undanfara
þess, að þeir fari að senda herlið
þangað.
Sigur Rússa við Nikopol er
mikilvægur talinn vegna hinna
miklu manganese náma, sem þar |
eru. Málmur þessi er nauðsyn-
legur til stálgerðar og er sagt,
að stálframleiðsla Hitlers hljóti
að minka til helminga eða jafn-
vel um tvo þriðju við að tapa
þessu héraði.
IJtlitið slæmt á Italíu
Þjóðverjar hafa nú snúist með
miklu skriðdrekaliði á móti her
bandamanna, þeim er lenti fyrir
nokkru á ströndina við Anzio,
um 30 mílur frá Róm. Er þar
skemst frá að segja, að her
bandamanna hefir þar hrokkið
fyrir Þjóðverjum. Þykir ástand-
ið jafnvel hættulegt þessa stund-
ina, þar sem Þjóðverjar virðast
hafa nægan lofther á ströndinni
til að koma í veg fyíir aðflutn-
inga til hers bandamanna.
Borgin Cassinio, sem fréttir
hafa áður borist um að fimti her-
inn væri sem næst búinn að taka,
er nú sagt að -sé í höndum Þjóð-
verja. Bandaþjóðaherinn hefir
meiri lofther en Þjóðverjar, en
að það nægi, er efast um, á móti
skriðdrekaliði óvinarins.
Berlínar-árásirnar
Hverju hefir í raun og veru
verið til leiðar komið með árás-
unum á Berlín?
Ernest Zaugg, fregnriti blaðs-
ins Christian Science Monitor,
sem í Bern í Svisslandi dvelur,
segir söguna 31. jan. eftir beztu
heimildum og af eigin sjón að
nokkru, á þessa leið:
Milli 40 og 50 af hundraði allra
byggingu í höfuðstaðnum eru í
rústum; með skemdum öllum
meðtöldum, hafa 60 til 70 af
hundraði húsa í borginni orðið
fyrir sprengjum.
Heimilislausar eru um 2 milj.
íbúa. Hafa þeir leitað sér skjóls
hjá nábúunum og í skýlum, sem
til bráðabirgða hafa reist verið;
nokkrir hafa verið sendir til
Austur-Prússlands.
Innan sjálfs höfuðstaðarins,
hafa níu járnbrautarstöðvar
verið eyðilagðar, 3 verið skemd-
ar, en aðeins tvær fríar skemda.
1 úthverfum borgarinnar hafa
og 3 járnbrautarstöðvar verið
eyðilagðar, tvær orðið fyrir
skemdum, en tvær eru starfandi
sem áður.
En þrátt fyrir þetta heldur
borgin uppi starfi, að vísu ekki
reynst erfitt að ráða skjótar bæt-
ur á þeim skemdum.
Neðanjarðar sporbrautin (The
Berlin Subway) hefir ekki orðið ^óttir Mr. og Mrs. Torfi Oddson,
Fregnir áhrærandi fsl.
úr Winnipeg herbúðunum
Private Marie Gladys Oddson,
— , ne
að sama skapi og áður, en þó í g^,
furðu stórum stíl; hún er
miðstöð flutninga um norður-
hluta landsins og Mið-Evrópu.
Skemdir hafa orðið víðtækar
um alt land á járnbrautum eftir
flugárásirnar, en á viðgerðum á
þeim hefir aldrei lengi staðið.
1 hinni miklu flugárás R.A.F.
26. nóv., var 60% af flutninga-
kerfi Berlínar eyðilagt. Um jól
var alt komið í lag aftur, nema á
fyrir eins miklum skemdum og
þær, sem ofanjarðar eru. Berlín
sporbrautin er ekki eins djúpt i
jörðu og London brautir eru, en
skemdir hafa samt sem áður ekki
til henanr náð að ráði. Eftir
eina árás, stöðvaðist þó umferð
þar, en ekki mjög lengi.
Skipaskurðir, sem margir eru
í bænum, hafa nokkrir sloppið
hjá skemdum. Hafa þeir mikið
bætt úr skák, er sporbrautir
hafa stöðvast.
Gamlir gufubátar, sem áður
fluttu fólk til sumarbústaða, en
sem í naustum hafa staðið, hafa
nú verið notaðir til flutninga á
ánum Spree, Havel, Dahme og
Löcknits. Á friðarárunum voru
bátar þessir ávalt í förum —
voru árlega notaðir af 2 miljón
manna.
Það hefir vakið eftirtekt
margra, hvað mikið af herliði er
ávalt við hendina í Berlín, til að
taka sér skóflu og hakajárn í
hönd eftir hverja flugárás.
Þykir sjáanlegt, að þeir séu
þar til þess að halda borgurunum
í skefjum, ef á óróa eða byltingu
bryddi.
En aginn er mikill innan sjálfs
hersins. Einn hermaður var
otinn tafarlaust fyrir að stinga
enn nokkrum vindlingum í vasa sinn
í hruninni búð; annar var skot-
inn fyrir að bíta í langa (sau-
sage), er verið var að hreinsa til
í kjötbúð eftir árás.
Póstflutningar eru óáreiðan-
legir orðnir í Berlín, þó enn haldi
áfram. 5% bögglasendinga tap-
ast.
Það er erfiðara að eyðileggja
Berlín, en t. d. borgirnar London
9. apríl 1919 á Siglufirði í Eyja-
fjarðarsýslii. Foreldrar hans
eru Hannes Jónasson bóksali og
Kristín Þorsteinsdóttir kona
hans.
Jóhann hóf nám í Mentaskól-
ntaöist í uanadian womens ... .
A on J in,, TT' anum a Akureyn 1934 og lauk
Army Corps 30. des. 1943. Hun . . , , ... J _ °
J studentsprofi þar með agætri
einkun vorð 1939. Eftir það
stundaði hann kenslu heima einn
vetur og fór síðan til Ameríku
haustið 1940. Hóf hann nám við
University of California vorið
1941. Leggur hann stund á
801 Ellice Ave., Winnipeg, inn-
ritaðist í Canadian Womens
er nú við hernaðarnám í Ver-
milion, Alta.
Lenore W. Benedictson, dóttir
Sigfúsar Benedictssonar, Lang-
ruth, Man., er innritaðist í Can-|
adian Women’s Army Corps í. ensku og gerir ráð fyrir að ljúka
þeim götum, sem voru gereyði- .og New York með sprengjum.
lagðar ásamt umhverfinu, eins
og Uhlandstrasse og Warsauer-
Þó íbúatalan sé minni, er flat-
armálið miklu meira. Árið 1931
Winnipeg í febrúar 1942, hefir
hlotið corporal-nafnbótina
kven-hernum.
•
Lieut. J. G. Snidal, Sherburn
St., Winnipeg, var í hópi þeirra
er eigi alls fyrir löngu útskrifuð-
ust úr Coastal Defence og Anti-
Aircraft Training Centre, Royal
Canadian Artillery. Námsstöð
þessi á austurströndinni er sögð
hin stærsta sinnar tegundar í
Canada. Frá þenni fara menn
austur yfir haf.
•
Daniel S. Thórðarson, var í
hópi nokkra Manitoba-manna, er
komið hafa særðir heim úr stríð-
inu, en er nú albata og er í No.
10 District Depot, Winnipeg. —
Hann innritaðist í herinn í febr.
1940, fór austur yfir haf í ágúst.
Hann er frá Hove, Man., ert39
ára gamall, giftur Fjólu Thórðar-
son og eiga þau heima að 388
Ottawa Ave., Winnipeg.
•
Lance-Corporal Oscar Adolf
Benedictson, hefir verið veitt
Corporal nafnbótin í No. 10 Dist.
Co., Royal Canadian Army Ser-
vice Corps, Winnipeg. Corporal
Benedictson er fæddur að Lang-
ruth, Man.; hann er 28 ára, inn-
ritaðist í herinn í júní 1940. —
Hann er giftur, heitir kona hans
: Pauline Benedictson og á heima
bruecke; umferð þar legst mðurjvar íbuatala Berlinar 4,000,000; ,. _ ,.
þar til borgin byggist áftur við'New York 7,000,000 og London;
þessar götur. ,4,390,000. En 1927, var stærð; *
í nokkrum flugárásum fyrir Berlínar 35,000 ekrur, New York
þetta var um 50% af flutninga-
kerfi Berlínar eyðilagt. En úr
því var fyllilega bætt á fáum
dögum.
Hvernig er farið að þessu?
Ódýrt efni er notað og herlið
og verkfræðingar borgarinnar
byrja undir eins og árásunum
léttir, að vinna að viðgerðum.
Efni til járnbrauta, sem á frið-
artímum var ætlast til að entist
20 ár, endist nú til aðeins tveggja
ára. Verkið er af hendi leyst af
einum fimta þess mannafla,
sem vanalega þarf til þess og
um öryggi er ekki neitt hugsað.
Endurnýjun raflagningar í
einni járnbrautarstöð t. d. að
taka, kostaði fyrrum 120,000
marks og tíminn, sem í það gekk
var hálft ár; nú er þessi kostnað-
ur 10,000 marks og starfið er af
hendi leyst á einni viku.
Vatnsleiðslur eru vanalega
komnar í samt lag á öðrum og
þriðja d^gi eftir árásina. Eftir
eina árás, bilaði vatnsleiðsla á
Altonaerstrasse • og Bruecken-
allee; spýttist vatnið tvær gólf-
hæðir í loft upp og á götunum
umhverfis var hnédjúpt. En
þessu var í samt lag komið innan
nokkra klukkustunda.
Eftir nóvember árásina voru
heil hverfi án gass á annan mán-
uð. Þegar við þessu var loks
gert, komu síðustu árásirnar og
alt sótti í það sama og áður. Þeir
sem gasorku hafa notað við störf
sín, hafa verið vinnulausir. Gas
var einnig notað á heimilum í
stórum hverfum til matsuðu,
sem nú eru án þess. Það hefir
Sgt.-Gunner E. Peterson, Fir-
33,000 og London 12,000. | dale, Man., hefir lokið námi sem
Af þessu stafar og að færri' Assistant Instructor í A3 Artil-
hafa dáið í árásunum á Berlín, lery Training Centre, Shilo
en í eldri þéttbygðari borgunum Camp. Sgt. Peterson er 40 ára,
eins og Cologne, Schweinfurt og fæddur í Winnipeg, vann hjá
Dusseldorf. [C.N.R. í Firdale áður en hann
Fjörutíu og þrjú prósent af innritaðist í herinn í ágúst 1940.
byggingum í Berlín eru minna Hann er giftur og heitir kona
en fjórar gólfhæðir. í borginni hans Mary A. Peterson; þau búa
eru 12 skemtigarðar yfir 10 ekr- 'að Firdale.
ur hver. Þá eru þar 302 leik-' •
véllir; ennfremur skurðir og ár,| Fréttir þessar hafa verið birt-
og er nokkuð af óbygðu svæði s. 1. mánuð af Public Relations
meðfram þeim. (Army) M. D. No. 10, Winnipeg.
Aðeins eitt af hverjum 50 hús-
um hrynur við árásirnar, svo að
íbúar þeyss eru innibyrgðir í
kjöllurunum. Flest húsin
brenna og það gefur tækifæri að g ^ nóv. lauk Jóhann Hannes-
komast út, nema þegar sprengja SQn frá Siglufirði, Bachelor of
Arts prófi í ensku hér við há-
skólann. Hafði hann áður verið
gerður félagi í Phi Beta Kappa
Master of Arts prófi í þeirri
grein.
Jóhann er kvæntur enskri
konu, Winston^fæddri Hill. Eiga
þau hjónin eina dóttur barna,
Winston Lucie.
Jóhann er ágætur námsmaður,
gleðimaður mikill og söngmað-
ur. Vinir hans og kunningjar
þekkja hann sem einn þeirra
manna er enginn glaður hópur
má án vera. S. O. Th.
tJR ÖLLUM ÁTTUM
FRÁ ÍSL. STÚDENTUNUM
í BERKELEY, CALIF.
hittir húsið.
Engum sem hernaðarstörf hef-
ir með höndum, er leyft að fara
úr borginni. Alt er gert til þess Society, en það er heiður sem
að halda henni við. Fyrst er'
snúið sér að því, að koma verk-
smiðjunum á stað og flytja vél-
ar þangað, sem þær eiga að
starfa. Er ótrúlegur fjöldi af
járnverksmiðjum þar enn, eða
um 15,000 alls, margar að vísu
Ungverjar fóru nýlega fram á
það við Þjóðverja að þrjár her-
deildir þeirra í Rússlandi væru
sendar heim. Iiitler neitaði því.
Hafa síðan birst í þýzkum blöð-
um harðorðar greinar um ung-
versku stjórnina fyrir framkomu
hennar. En almenningur heima
í Ungverjalandi, fer hart á eftir
stjórninni fyrir að segja sér ekki
frá því hvort þessar hersveitir
séu ekki einar af þeim, sem nú
séu lokaðar inni í Dneiper-bugð-
unni.
Stjórn Ungverjd eV farin að
líta á þessi blaðaskrif sem byrj-
unina, að þeirri kúgun sem
hennar bíði.
* ★ ★
Eins og kunnugt er kom Lt.-
Gen. A. G. R McNaughton, yfir-
maður Canada-hers á Englandi
heim fyrir nokkru. Var ástæðan
sögð heilsubilun. Nú nýlega lét
McNaughton fregnrita það á sér
heyra, að heilsa sín væri í lagi,
og hann vissi ekki hvernig á því
stæði að hann hefði af herstjórn
látið. Hafa blaðaskrif orðið mik-
il um þetta og Mackenzie King
stjórnarformaður Canada verið
að þessu spurður. Kallaði hann
McNaughton á fund sinn í byrj-
un þessarar viku, en af þeim
fundi hefir ekkert frézt annað
en það, að King þóttist síðar
ætla að skýra málið. En í gær
sagði hann fregnritum, að um
það væri ekkert að segja. Sama
dag birti blaðið Evening Journal
í Ottawa þó frétt um það, að Mc-
Naughton hefði verið boðin ráð-
herra-staða af King. Er það re-
construction deildin sem honum
á að vera ætluð. Þetta mál mun
senn verða vakið upp á þinginu.
smáar, en sem alls vinna í um
400,000 menn í þágu hernaðar-
ins. ,
aðeins fáum stúdentum hlotnast
árlega og aðeins þeim er af þykja
bera.
Jóhann kom hingað vestur vet-
urinn 1940 ásamt Haraldi Kröy-
j er og Ragnari Thorarensen frá
jAkureyri. Voru þeir meðal
hinna fýrstu íslenzkra stúdenta
sem til Vesturheims fóru eftir að
leiðir lokuðust til Evrópu sökum
stríðsins og ruddu þannig á
margan hátt veginn fyrir þá sem
á eftir komu. Síðan þá hefir
Mrs. Jóhanna Bergman, Sel-
kirk, Man., lézt s. 1. mánudag.
Hún var 76 ára; hún bjó mörg ár1 fjöldi íslenzkra stúdenta lagt leið
í Winnipeg. Hana lifir einn son-1 sína til University of California
ur: Agnar, í Winnipeg, og einn | { Berkeley og er það vel, þar sem
bróðir, Thorsteinn Bergman í ^háskólinn er nú talinn einn hinna
Vancouver. Hún var jarðsungin, beztu í Bandaríkjunum.
í gær frá útfararstofu Bardals. | Jóhann Hannesson er fæddur frá pyrsfu jöt. kirkju.
Skúli Sigfússon fylkisþingm.
hefir legið um mánaðar tíma á
sjúkrahúsi í Winnipeg. Hann
var skorinn upp og hefir átt
lengi í því. En af viðtali að
dæma við sjúkrahúsið nýlega,
getur Hkr. fært hinum mörgu
vinum Skúla þær góðu fréttir,
að til bata hefir snúist fyrir hon-
um og að horfurnar eru þær að
þess verði ekki langt að bíða, að
hann fái aftur fulla heilsu.
★ * A *
Jónas Helgason, 878 Banning
St., lézt mánudaginn 7. febr. að
heimili sínu. Hann var 64 ára,
hafði um mörg ár stundað húsa-
smíðar í Winnipeg, en bjó síðari
árin að Langruth og Oak Point.
Hann lifa kona og þrjár dætur.
Jarðarförin fer fram á morgun