Heimskringla - 09.02.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. FEBRÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
MINNINGARORÐ
\
SVAR TIL J. P.
ÍSLENDINGUR
HEIÐRAÐUR
Ólafur og Sigurbjörg Ólafsson
Þegar Ólafur K. Ólafson lézt
7. des. s. 1., hneig til moldar sá
frumherji Garðarbygðar er nam
seinasta landblettinn sem fáan-
legur var í þeirri sveit, undir
heimilisréttarlögunum. — Hafði
þetta land áður verið numið af
öðrum og nokkrar umbætur
gerðar, en heimilisréttarskyldum
hafði aldrei verið fullnægt fyr en
Ólafur gerði það. Umbætur all-
ar keypti hann af fyrirrennara
sínum er hann settist að á bújörð
sinni árið 1892.
Ólafur, elzti sonur merkishjón-
anna Kristinns Ólafssonar, Jóns-
sonar frá Stokkahlöðum í Eyja-
firði og Katrínar ólafsdóttur,
prests, Guðmundssonar á Hösk-
uladstöðum í Húnavatnssýslu,
var fæddur á Islandi 19. ágúst
1870. Hann fluttist til Ameríku
með foreldrum sínum árið 1873.
Eftir skamma dvöl í Milwaukee,
settist fjölskyldan að í Dane
County, Wisconsin. Síðar var
flutt til íslenzku nýlendunnar í
Lyon County, Minnesota og loks
til nýbygðarinnar íslenzku í
Pembina County, Norður Dak.
Frumherjahópur sá sem Ólaf-
son fjölskyldan var partur af,
kom þangað sem nú er nefnd
Garðar Township á hvítasunnu-
dag 1880. Að undanskildum
tveimur einhleypum mönnum er
komið höfðu haustið áður, var
þetta fólk fyrstu lendnámsmenn
er settust að á þessum stöðvum.
Ólafur var tæpra tíu ára er hann
fyrst steig fæti á jörð, í bygðinni
sem varð honum verksvið til æfi-
loka, og sem frá hans sjónarmiði
var ákjósanlegust og farsælust
allra sveita. En heimilið sem
hann stofnaði þar, var honum
hjartfólgnastur staður á jörð.
Svo mun hafa verið í Garðar-
bygð sem í öðrum nýlendum, að
lítið tækifæri var til skólagöngu
fyrir unglinga, allra fyrstu árin.
Þó mun Ólafur hafa verið einn
af lærisveinum séra Friðriks
Bergmann, er hann hélt skóla í
húsi mágs síns, Magnúsar Stef-
ánssonar, part af vetrinum
1881-82. Og síðar gekk hann
eitthvað á skóla þegar skólahús
hafði verið bygt að Garðar. Og
undarlega milfcjð varð Ólafi sem
öðrum gi'eindum unglingum, úr
þeirri litlu tilsögn er þeir höfðu
tök á að fá. En aðallega urgu
þeirrar tíðar ungmenni að nema
lífsspeki sína í skóla reynslunn-
ar.
Á fyrstu árum frumbýlislífs-
ins urðu börn landnemanna ó-
hjákvæmilega að vinna alt semj
þau orkuðu. Lærðu þau snemma
að sjá að búskapurinn gaf ekki
fljóttekinn gróða, og eins hitt, að
árangurinn varð vanalega í sam-
ræmi við alúðina sem lögð var íj
verkið. Skyldist Ólafi snemmaj
að dugnaður, ósérplægni, stað-'
festa og fyrirhyggja yæru lykl-j
arnir að velgengni bóndans. —j
Enda iðkaði hann alt þetta. Og
auk þess að bera úr býtum efna-
lega velgengni, varð hann maður
sjálfstæður, bæði í hugsun og
framkomu.
I
Búmaður var Ólafur góður.
Hann bjó raúsnarbúi, og auk
þess að rækta allar venjulegar
korntegundir, lagði hann mikla
stund á skepnubúskap. Eftir að
drengir hansNkomust á legg, voru
þeir föður sínum sérlega sam-
hentir í því að bæta kynstofn
búpenings síns, sem allur var af
hreinu kyni (pure bred).
Frá fyrstú búskaparárum sín-
um hélt Ólafur út þreskivél. Á
þeim árum var þresking afar um-
svifamikil. Þreskivélarnar voru
feikilega stórar og þreskingin út-
heimti mikið mannahald, og
margskonar umsýslu. Fór þetta
alt vel úr hendi. Enda virtist
Ólafur vera þeirri gáfu gæddur,
að geta stjórnað mönnum, börn-
um og jafnvel skynlausum
skepnum fyrirhafnarlítið og há-
vaðalaust. Eftir því sem árin
liðu og búskapar aðferðir breytt-
ust var Ólafur fljótur að fylgj-
ast með tímanum. Var hann í
tölu þeirra bænda sem snemma
tóku upp “tractor” búskap. í
þeirri nýbreytni voru synir hans
honum ómetanleg aðstoð.
Hann var félagslyndur mað-
ur, og bar hag bygðar sinnar og
safnaðar, mjög fyrir brjósti. —
Báðum þessum félagsheildum
miðlaði hann með rausn af efn-
um sínum, atorku og ráðdeild.
Hann var oft fulltrúi safnaðar
síns. í township stjórn sat hann
meir en f jörutíu ár, og til hinstu
stundar lífs síns tók hann virkan
þátt í því starfi.
• t
Kæri vinur: — Enn er yfir þér
Andinn gamli, mælskan söm og forðum,
Opna bréfið sem þú sendir mér
Sannar það að heilinn er í skorðum. —
Eg er ekkert fornrafræða tröll
— Fleiri skrika þar á hálu svelli —
Hvergi fann eg orð um úlfinn “Sköll”
í Eddu séra Snorra á Húsafelli.
Svo var annar illur hneykslis-steinn:
Orðskrípin og málið sem eg tala.
Mér er vinur, þraut að þegja einn
Þegar allar kvarnir fara að mala.
Hátt og skært frá heimsspekinnar sal
Hljómar stöðugt Bolshivika lofið,
Það er eins og hæsta hanagal,
Heimskingjarnir geta varla sofið.
Fáir hafa sagt mig “selskaps” mann.
Selaskytta var eg forðum daga.
Það mun enn, um afrek sem eg vann
í Andakílnum geymast nákvæm saga
Eg er ekki að syngja sjálfs míns lof
Sannleikann þó lengur ei eg feli;
Það mun, ja—jú, ekki mælt um of
Að enginn hafi skotið færri seli.
Eg er eins og aðrir veiðimenn,
Ellin þó mér geri ljóta skyssu.
Glímuskjálfti kemur á mig enn
Ef eg heyri nefndan sel og byssu —
Það var, karl minn, blómleg sjón að sjá
Selahópinn vaða fyrir innan.
Þá yar ráð að hafa hraðan á,
Hlaða, og smella knallhettu á pinnann.
Fyrirgefðu. Ellin ærir mig.
útúrdúr var þessi selaklausa.
Eg vil ekki lengur þreyta þig,
— Þrekraun er að heyra karla rausa. —
Eitt er gott við alt mitt heimskupár,
Ekki finst þar dönsku sletta nokkur,
Þó eg væri hátt á annað ár
Á orlofs“-skipi, fyrsti hjálpar-kokkur.
Tuðesen
E.S. Útlitið er ekkert svakavont
Öxulskeggjar lægja bráðum montið.
Mér finst óþarft ykkar “second front”,
Aðeins nota betur gamla frontið.
(Þýtt úr Halifax Herald
4. jan. 1944)
Eftirfyjgjandi ummæli fylgdu
heiðursmerki brezka ríkisins
(Order of the British Empire),
sem Stefán Helgason hlaut og
getið var í heiðursmerkjaskránni
um nýárið; en það var tilkynt frá
skrifstofu konunglega canadiska
sjóliðsins í Ottawa í gærdag:
“Þessi sjóliðsforingi hefir ver-
ið í þjónustu á einu canadisku
varnarskipi hans hátignar síðan
í apríl 1941.
Hans frábaeru leiðtoga hæfi-
leikar, og öll hans framkoma
yfirleitt; bæði þegar til stórræða
kom, og eins á tímum deyfðar og
aðgerðaleysis, hefir verið hvatn-
ing og fyrirmynd öllum þeim,
sem honum hafa kynst.”
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi
Athugasemd: Þessi maður,
Stefán Helgason, er bróðursonur
hins nafnkunna og merka manns
Christian Sivertz, sem allir ís-
lendingar kannast við. Faðir
Stefáns, bróðir Christians heit-
ir Helgi Sigurgeirsson og er nú
áttræður. Christian átti þrjá
syni í hinu stríðinu og þrír synir
hans eru í þessu: Gustav, Major
í landhernum, Bert Gestur, Maj-
or Commander í sjóhernum og
Samuel, einnig Major í sjóhern
um. Christian er ekkjumaður
og á nú heima í Seattle hjá syni
sínum, sem þar er prófessor við
háskólann.—Þýðandinn.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
University Station,
Grand Forks, North Dakota
Allir Islendingar í Ame-
ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðmann Levy, 251
Furby St., Winnipeg, Man.
#################################«
á hann segja frá knattspyrnu-
kappleikjum og hann hlustar á
hana skýra frá, hvað pelsarnir
hennar hafi verið dýrir.”
★ ★ ★
GÓÐAR BÆKUR
Smoky Bay, Stgr. Arason $2.25
Icelandic Poems & Stories
Prof. Richard Beck 5.50
A Primer of Modern Ice-
landic, Snæbj. Jónsson 2.50
Saga íslendinga i Vestur-
heimi, Þ.Þ.Þ., II. bindi—. 4.00
Ritsafn I., Br. Jónsson.. 9.00
Ulgresi, Örn Arnarson,
Skrautleðurband —.....12.00
Skáldsögur, Jón Thorodd-
sen, I.—II............12.00
Þættir úr sögu Möðrudals
á Efra-Fjalli......... 1.75
Saga Skagstrendinga,
Gí^li Konráðsson______ 3.75
1 leyniþjónustu Japana 5.73
Skilningstré góðs og ills,
Gunnar Benediktsson,
194 bls_______
Samtíðarmenn í spéspegli,
60 myndir
Undir ráðstjórn,
Hewlett Johnson . 3.00
“Heldurðu að þau séu ástfang-
in hvort af öðru?”
“Já, áreiðanlega. Hún hlustar
$2.75
______________ 3.50
Allar dýrari bækurnar
eru í bandi.
Björnsson's Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
LEIKUR LIFSINS
verður ykkur auðveldari ef þið eruð vel
undirbúin.
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
THE VIKING PRESS LIMITED
Banning og Sargent
WINNIPEG :: :: MANITOBA
Ólafur var dagfarsgóður mað-
ur, og ærukær. Hann var skyldu-
rækinn, ráðvandur og hjálpsam-
uf. Vegna mannkosta sinna á-
vann hann sér vináttu og virð-
ing sveitunga sinna. Þetta hug-
arþel gagnvart sér hefir honum
verið ljóst. Þess vegna þótti
honum “svo gott að vera í Garð-
arbygð og vita af þessum fjölda
vina og góðra nágranna alt í
kring um sig.” Svo fórust hon-
um orð.
Árið 1893 kvæntist Ólafur Sig-
urbjörgu Tómasdóttur Jóhanns-
sonar ættaðri úr Eyjafirði, hinni
ágætustu konu. Var hún vel
greind, sönghneigð mjög, ágæt-
lega verki farin og með afbrigð-
um nærfærin við hjúkrunarstörf.
Um það getur sú er þetta ritar
þakklátlega vitnað, af eigin
reynd. Góðlynd var hún og
góðgerðasöm, félagslynd og fús
að leggja lið mönnum og mál-
efnum er hjálpar þurftu. Hún
var dyggur meðlimur söngflokks
; kirkju sinnar, og kvenfélagsins.
i Og um margra ára skeið ötull
forseti kvenfélagsins. En fyrst
og fremst unni hún heimili sínu
og fjölskyldu, og þeim lét hún í
té sína mestu og beztu kærleiks-
þjónustu. Sigurbjörg dó haustið
1937, og var mjög harmdauði.
Kunnugir furða sig ekki á frá-
bæru barnaláni þeirra Ólafs og
Sigurbjargar. Þeim varð sex
barna auðið. Dæturnar þrjár,
allar hámentaðar og vel metnar
eru eftir aldursröð: Katrín, gift
T. W .Thordarson, yfirkennara í
sinni deild við búnaðarskólann í
Fargo, N. Dak.; Guðrún Anna,
gift Dr. L. T. Sussex, lækni í
Havre, Mont., en nú í herþjón-
ustu í Kyrrahafseyjum; Aðal-
björg, gift K. N. Hetland, hátt-
standandi starfsmanni Gamble-
verzlunarfélagsins, þau eru bú-
sett í Minneapolis, Minn.
Synirnir voru einnig þrír: Dr
Pétur, þrófessor við Cornell
University, Ithaca, N. Y.; dreng
ur er dó í fyrstu æsku, og Dr.
' Kristinn, læknir í Cando, N.
Dak., dáinn fyrir ári síðan. Einn-
ig syrgja átta barnabörn afa sinn..
Ennfremur ein systir, Mrs. Krist-
gerður Erlendson, Wyndmere,
N. Dak., og tveir bræður: Jón,
bóndi að Garðar og séra Krist-
inn, nú til heimilis í Chicago.
Eftir lát konu sinnar, stundaði
Ólafur búskap í fjögur ár. En
síðustu tvö ár æfi sinnar dvaldi
hann í eftirlæti hjá börnum sín-
um á mis, og af og til hjá Jóni
bróður sínum.
Þessi tvör ár fór heilsu hans
hnignandi. Það kom í ljós að
hann þjáðist af ólæknandi maga-
krabba. 1 sjúkdómsstríði sínu
stóð hann ókvíðinn, þolinmóður
og þrekmikill. Hann dó 7. des.
s. 1. á spítala í námunda við
heimili Guðrúnar dóttur sinnar,
en 11. desember vár hann lagð-
ur til hinstu hvíldar í grafreit
Garðarsafnaðar. Séra Haraldur
Sigmar og séra Kristinn Ólafson
mæltu yfir moldum hans. Sam-
kvæmt hans eigin ósk var hann
borin til grafar af samverka-
mönnum hans í sveitarráðinu.
K. H. O.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og fjölbreyttasta
islenzka vikublaðiö
M0RE AIRCRAFT
WILL BRING
QUICHER
^VIJCTQRY
ÆrfltWAS SAVINGS
PfÍK> C E R.TIF l-C AT E
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
ICANADA
Antler, Sask........................ K. J. Abrahamson
Árnes, Man.......................Sumarliði J. Kárdal
Árborg, Man..........................G. O. Einarsson
Baldur, Man........................Sigtr. Sigvaldason
Beckville, Man.......................Björn Þórðarson
Belmont, Man............................_.G. J. Oleson
Brown, Man...................*......Thorst. J. Gíslason
Cypress River, Man...................Guðm. Sveinsson
Dafoe, Sask......................j...S. S. Anderson
Ebor, Man..........................K. J. Abrahamson
Elfros, Sask.................Mrs. J. H. Goodmundson
Eriksdale, Man.......................Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.................... Rósm. Árnason
Foam Lake, Sask....................... Rósm. Árnason
Gimli, Man..............................K. Kjernested
Geysir, Man......................................Tím. Böðvarsson
Glenboro, Man...........................G. J. Oleson
Hayland, Man.........................Sig. B. Helgason
Hecla, Man..........................Jóhann K. Johnson
Hnausa, Man..........................Gestur S. Vídal
Innisfail, Alta...................ófeigur Sigurðsson
Kandahar, Sask.........................S. S. Anderson
Keewatin, Ont......................Bjarni Sveinssor.
Langruth, Man........................Böðvar Jónsson
Leslie, Sask.......................Th. Guðmundsson
Lurídar, Man............................D. J. Líndal
Markerville, Alta............. Ófeigur Sigurðsson
' Mozart, Sask....................... S. S. Anderson
Narrows, Man............................S. Sigfússon
Oak Point, Man......................Mrs. L. S. Taylor
Oakview, Man............................S. Sigfússon
Otto, Man.............*.................Björn Hördal
Piney, Man...............................S. V. Eyford
Red Deer, Alta....................Ófeigur Sigurðsson
Riverton, Man.......................Einar A. Johnson
Reykjavík, Man.......................Ingim. Ólafsson
Selkirk, Man............1............S. E. Davidson
Silver Bay, Man................................Hallur Hallson
Sinolair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock, Man..................................Fred Snædal
Stony Hill, Man...................... _.Björn Hördal
Tantallon, Sask......................Árni S. Árnason
Thornhill, Man....................Thorst. J. Gíslason
Viðir, Man.......................... .' Aug. Einarsson
Vancouver, B. C....................Mrs. Anna Harvey
Wapah, Man..............?............Ingim. Ólafsson
Winnipegosis, Man.........................S. Oliver
Wynyard, Sask.........(..............S. S. Anderson
1 BANDARÍKJUNUM
Bantry, N. Dak......................._.E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...............Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash.....................Magnús Thordarson
Grafton, N. Dak....................Mrs. E. Eastman
Ivanhoe, Minn....................Miss C. V. Dalmann
Milton, N. Dak...........................S. Goodman
Minneota, Minn...................Miss C. V. Ðalmann
Mountain, N. Dak.....................Th. Thorfinnsson
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E. 24th St.
Point Roberts, Wash.....................Ásta Norman
Seattle, Wash......J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Upham, N. Dak........................E. J. Breiðf jörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
I