Heimskringla - 16.02.1944, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.02.1944, Blaðsíða 1
........—- — ——■. ■■ <. ÍWe recommend foi youi approval oui "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. --------------------i. We recommend tor your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ---------------------+ LVIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. FEBRÚAR 1944 NÚMER 20. Þjóðræknisþingið hefst mánudaginn 21. febrúar kl. 9.30 f. h. í G.T.-húsinu * < HELZTU FRÉTTIR * - Betri fréttir frá ítalíu Fréttirnar síðast liðna viku frá ítalíu, voru alt annað en glæsilegar. Það var gefið í skyn, að Ndttuno-her Banda- þjóðanna væri í hættu staddur og yrði ef til vill hrakinn í sjó- inn. Hitler jós upp liði á móti þessum her, sótti hann til Frakk- lands, og sögðu fréttirnar, að honum væri svo ant um að vinna sigur þarna, að hann hefði jafn- vel sent lið þangað frá Rúss- landi, ekki betur en þar gengur fyrir honum. Hann taldi sér víst, að geta fært þjóð sinni góð- ar fréttir úr þessari átt. Banda- þjóðirnar voru einnig farnar aðl gagnrýna herstjórn sína fyrir að lenda svo nálægt Róm, með ekki Dr. Richard Beck forseti Þjóðræknisfélagsins, set- ur þjóðræknisþingið og stjórnar því. Hann stjórnar og afmælis- hátíðinni í Marlborough Hotel, að kveldi 23. feb. Dr. Árni Helgason flytur erindi og sýnir myndir frá íslandi á samkomu Icelandic Canadian Club 21 febrúar í G. T- húsinu. Séra Philip M. Pétursson flYtur borðbæn við hátíðahaldið afmæli þjóðræknisþingsins á Marlborough Hotel 23. feb. meiri her en þetta, eins og þær ávalt gera, þegar eitthvað bjátar á. S. 1. mánudag voru fréttirn- ar alt aðrar. Her Bandaþjóðanna hefir brotið lið Hitlers þarna á bak aftur og er nú sókn hafin af hans hálfu. Fluglið þeirra mun mikinn þátt hafa átt í þessari breytingu; þeir hafa meira af því á ítalíu, en Þjóðverjar. — Bandamenn gátu ennfremur aukið her sinn á þessum stöðv- um, því þeir höfðu yfirráðin á sjónum og ströndinni. Fimti herinn hefir einnig aft- ur náð einum f jóða hluta af Cas- sino. Hættan sem um var talað s. 1. viku að her Bandaþjóðanna á vesturströnd ítalíu væri í, virð- ! ist nú horfin. Stríðið á Rússlandi I byrjun þessarar viku unnu Rússar mikla sigra í norðrinu. Eru Þjóðverjar á flótta um 100 mílur suðvestur af Leningrad. Sunnar eru þeir mjög skamt frá landamærum Latvíu og suður hluta Eistlands. — Vörn Þjóð- verja virðisf þarna á förum. Suður í Dneiper-bugðunni eru Rússar að drepi niður herdeild- irnar, sem þar eru innilokaðar. Brytjuðu þeir niður 600 þar s. 1. mánudag. Er sá innilokaði her Þjóðverja talinn 100,000 manna. Góð sala fyrir hveiti Nú er góð sala fyrir hveiti. Bandaríkin gera ráð fyrir að kaupa 175 miljón mæla á þessu ári af hveiti frá Canada. Það er hvorki meira né minna en helm- ingur meðal-árs uppskeru. Til þess að flytja hveitið suður, hef- ir Bandaríkjastjórn ráðið um 400 járnbrautavagna. Banda- ríkin þurfa miklu meira af korn- vöru nú bæði til fóðurs og til iðnaðarreksturs en nokkru sinni áður og er það sögð ástæðan fyr- ir þessum hveiti-kaupum. Kröfuganga Doukhobora Frá Crestova, B. C., var sú frétt sögð í gær, að 300 Doukho- borar, sem öðru nafni eru stund- um nefndir “synir frelsisins”, hafi gert kröfugöngu í því skyni, að draga athygli að því, að þeir væru ákveðið á móti herlögum og öðrum ráðstöfunum sam- bandsstjórnar Canada stríðið á- hrærandi. Þeir neita að skrifa á eyðublöð stjórnarinnar (registra- tion cards) nokkrar upplýsingar um sig, segjast vænta þess fylli- lega, að stjórnin standi við lof- orð þessa lands um að veita þeim undanþágu frá stríði, sem sam- vizku sinnar vegna séu á móti því. Eyðublöðunum söfnuðu þeir saman og létu í kassa og segjast senda stjórninni kassann. Eyðublöð verð-eftirlitsnefndar (Wartime Prices and Trade Board) létu þeir einnig í kass- ann; þykjast ekki þurfa á þeim heldur að halda. Kröfugönguna hófu þeir nakt- ir, þó fremur væri kalt í veðri, eða 28 gráður. I þetta skifti var ekkert við kröfugöngunni amast. Nokkrir eða einir fjórir af þjóðflokki þessum (Rússum), hafa verið áð- ur hneptir í varðhald og verið stuttan tíma í tugthúsi fyrir að svara ekki herkvöð stjórnarinn- ar. Er sagt að um 200 menn muni vera á herskyldu aldri í flokkinum. I British Columbia er sagt að alls séu um 9,000 Doukhoborar. ÚR HERBÚÐUNUM Úr Winnipeg herbúðunum eru þessar fréttir af íslendingum að segja: Private Ólafur Goodman frá Wynyard, Sask., var í hópi nokkra 17V£ árs gamalla her- manna, sem frá Winnipeg lögðu nýlega af stað vestur til Saska- toon, til að stunda þar hernaðar- nám. • Private Dori Einarsson frá Ár- borg, Man., hefir tekið próf í vélafræði, sem til þess þarf, að geta tekið að sér keyrslu ög við- gerð hervagna. • Walter Allan Nordal, Winni- peg, hefir verið gerður að Lance- Corporal af nr. 103 Infantry Basic Training School í Fort Garry. Hann var fæddur í Stonewall, en býr nú að 254 Beacon St., Winnipeg; hann er giftur og heitir kona hans Sophie Nordal. Hann innritaðist í her- inn í marz 1942; hann er 23 ára. • Alma Tergesen, fædd á Gimli, hefir hlotið Corporal-nafnbótina í Canadian Women’s Army Corps. Hún vann á læknaskrif- stofu í Winnipeg áður en hú innritaðist í kvennaherinn 1942. • John Halverson frá Erickson, Man., hefir gengið í Canadian Army í Fort Osborne Barracks, Winnipeg. Hann er 29 ára, gift- ur og heitir kona hans Margaret Ellenore Halverson frá Erickson. Mr. Halverson er fæddur og upp- alinn í Erickson, en var stárfs- maður hjá Tomlinson Construc- tion félaginu í Winnipeg, sem vélfræðingur (Diesel Operator) áður en hann innritaðist í her- inn. FLYTUR RÆÐU á afmælishátíð Þjóðræknisfél. Ásmundur Benson, B.A., LL.B. Eins og auglýst var í síðasta blaði, flytur Mr. Ásmundur lög- fræðingur Benson frá Bottineau, N. Dak., ræðu á afmælisfagnaði Þjóðræknisfélagsins, sem fram fer á Marlborough hótelinu hér í borginni á miðvikudagskvöldið þann 23. þ. m.; er hann víðkunn- ur athafna- og gáfumaður og mælskur vel. Mr. Benson hefir um langt skeið gegnt ríkislög- sóknaraembætti í héraði sínu við hinn ágætasta orðstír, auk ann- ara umfangsmikilla sýslana á 'vettvangi lögvísinnar; hann er af austfirskum ættum; var faðir hans Þórður Benediktsson frá Dalhúsum í Eiðaþinghá, en móð- irin María Sveinsdóttir frá Bæj- arstæði í Seyðisfirði; er hún enn á lífi, búsett hjá dóttur sinni i Bellingham. Ásmundur Benson er fæddur og uppalinn í Mouse River-bygð- inni í Norður Dakota; snemma stóð hugur hans til menta, og á sínum tíma lauk hann stúdents- prófi við háskólann í N. Dakota, og við þá sömu stofnun útskrif- aðist hann í lögum með hinum ágætasta vitnisburði; hann er glæsimenni hið mesta, og íslend- ingur í þess orðs fegurstu merk- ÁRNI G. EGGERTSSON, K.C. forseti Icelandic Canadian Club, verður forseti á samkomu klúbbsins 21. feb. í G. T. húsinu. ingu, er jafnan hefir borið hag stofnþjóðar sinnar og þjóðar- brotsins vestan hafs, af heilum hug fyrir brjósti. Ásmundur er kvæntur Sigríði dóttur þeirra merkishjónanna Mr. og Mrs. Guðmundur Freeman, sem um langt skeið bjuggu stórbiú í Mouse River-bygð. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hermálaráðherra Ralston, sem nýkominn er heim úr ferð eða dvöl á Englandi, sagði á sam- bandsþinginu í gær, að til þess gæti komið, að um 50,000 her- menn þyrfti enn að senda frá Canada út úr landinu. ★ * * Bandamenn á ftalíu eru farnir að gera flugárásir á Róm, járn- brautarstöðvar fyrst, en hvar því lýkur er ekki goft að segja. í sumum klausturborgum Italíu, hefir komið í ljós, að Þjóðverj- ar skýla sér. Út úr einu klaustr- inu, sem sprengt var nýlega upp, skriðu um 300 þýzkir hermenn. Að friða Róm eða þessi klaustur, er auðvitað ekki til neins, þar sem Þjóðverjar ráða yfir þeim og borginni. ISLENDINGAFÉLAG STOFNAÐ í FARGO OG MOORHEAD Síðastliðinn föstudag, þ. 11. febrúar, var mikið um dýrðir hjá íslendingum í nágrannabæjun- um Fargo, N. Dakota, og Moor- head, Minn., því að þá um kvöld- ið hafði verið efnt til fyrstu alls- herjarsamkomu, “Þorrablóts”, þeirra á þeim slóðum, er haldið var í rúmgóðum og ágætum húsakynnum, Country Club, Moorhead bæjar. Var samkoman um alt hin prýðilegasta og ágætlega sótt, því að 70 manns var þar saman komið, eigi aðeins úr fyrnefnd- um bæjum, heldur einnig frá Mountain, Garðar, Grand Forks, Casselton, Page og Mapleton í N. Dakota, frá Barnsville í Minne- sota og víðar. Skorti þar hvorki gleðskap né góð föng; var þar meðal annars á borðum ramm- íslenzkt hangikjör frá Mountain og aðrir gómsætir réttir, sem of langt yrði upp að telja. Skemti- skrá samkomunnar var að sama skapi fjölbreytt og íslenzk vel. Sig Björnson (umsjónarmaður starfsemi ýmsra lífsábyrgðarfé- laga í N. Dakota og Norður- Minnesota) hafði með höndum samkomustjórn og fórst það hið myndarlegasta úr hendi. Heið- ursgestir á samkomunni voru tveir ungir efnismenn frá Is- landi, Lárus Bjarnason og Hjalti Pálsson, er stunda nám á Land- búnaðarskólanum (State College of Agriculture) í Fargo. Fluttu jeir báðir gagnorðar en fróðleg- ar ræður um íslenzkt þjóðlíf og menningu, sem tekið var með miklum fögnuði áheyrenda. Aðalræðumenn voru þeir Gamalíel Thorleifson frá Garðar, N. Dakota, hinn góðkunni og sérstæði fróðleiksmaður, og dr. Richard Beck frá Grand Forks. Flutti hinn fyrnefndi efnismikið mál um Þorrablót að fornu og íslenzkar hugsjónir, kryddað fyndni og fjöri; en hinn síðar- nefndi talaði um “Islenzkar menningarerfðir og varðveizlu þeirra” og bar fram kveðjur Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Þeir dr. B. K. Björnson, dýra- Sigurgeir Sigurðsson biskup íslands heldur sína fyrstu ræðu í Winnipeg á Islendinga- móti Fróns, 22. feb. Jón J. Bíldfell forseti Fróns, stjórnar samkomu deildarinnar, sem haldin verður 22. febrúar og hefst kl. 8 e. h. Ungfrú Agnes Sigurðsson hefir píanó-sóló á Frónsmótinu 22. febrúar n. k. læknir, prófessor T. W. Thordar- son, kennari við Landbúnaðar- háskólann í fræðslumálum, og John Freeman, ráðunautur í búnaðarmálum, sem allir eru bú- settir í Fargo, kyntu heiðursgesti og ræðumenn með fögrum orð- um og markvissum. Thordarson prófessor talaði einnig af mikl- um skörungsskap fyrir útbreið- slu á Sögu íslendinga í Vestur- heimi með hinum ágætasta á- rangri. Yfir borðum voru sungnir ís- lenzkir söngvar undir stjórn ungfrú Dóru Austfjörð, kenslu- kona í Barnsville, Minn., sem einnig söng einsöngva við ágæt- ar undirtektir samkomugesta; sama máli gegndi um einsöng ungfrú Doris Johnson, en þær sungu báðar á íslenzku. Mrs. N. B. Johnson lék undir á píanó. Að lokinni skemtiskrá var Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.