Heimskringla - 16.02.1944, Qupperneq 3
I
WINNIPEG, 16. FEBRÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
nema guðs sérstök náðarráð-
stöfun komi til en hún nær ekki
til allra — kanske mjög fárra.
“Já, en við erum nú hættir að
trúa þessu,” segja þeir. Það er
sennilegt, en hver getur vitað
hverju þeir trúa í þeim játning-
um, sem þeir telja sér og öðrum
nauðsynlegar?
Hvað sem trú þeirra og vantrú
líður nú orðið, þá hefir þessi
minni máttarkend orðið varan-
leg hjá fólkinu. Menn trúa ekki
á mátt hins góða í sjálfum sér —
í heiminum. Ef menn heyra um
framfarir einhverstaðar trúa
þeir því ekki. “Þetta er svo ó-
eðlilegt”. Þeir trúa því ekki af
því þetta sé óeðlilegt. Þeir trúa
því ekki að mennirnir geti nokk-
urntíma búið í bræðrafélagi, því
þeir séu svo eðlisvondir. í raun
og veru er þetta vantraust á föð-
urnum himneska og er það þá
nokkuð undarlegt þótt fólkið
fremur sniðgangi þá kirkju, sem
prédikar úr þeim kjarkinn í lífs-
stríðinu. (Þetta á náttúrlega
ekki við allar kirkjur).
Þið hafið öll heyrt söguna um
Satan. Hann var í upphafi höf-
uðengill í Paradís en féll til vít-
is af því hann vildi verða guði
líkur. Hugleiðið nú þetta til
samanburðar við orð Krists:
“Verið fullkomin eins og ykkar
himneski faðir er fullkominn.”
Hvert er nú eiginlega sannsýnis-
legra. Hvar er sá faðir í jarðríki,
sem ekki vill láta barnið sitt erfa
alt, er hann á, og gleðjast í þeim
manndómi sem lífið, á hinum
æðstu stigum, hefir að bjóða.
Guð vill ekki einungis gefa
þetta, hann vill gefa okkur tækh
færið til að ávinna okkur þetta.
Við getum líka áunnið okkur
þetta ef við hlýðum Kirsti í þvi
að elska sannleikann og stunda
bróðurkærleikann.
Hversvegna gerir Kristur svo
mikið úr sannleiksástinni?
1. Hún eflir sjálfsvirðinguna.
Lýgi og yfirhylming er skálka-
skjól hins huglausa. Með skin-
helgi leitast hann við að véla
heimildir á sjálfum sér og eign-
ast það álit sem hann á ekki
skilið. Þetta verður hans eigin-
lega eðli, með tímanum, og, að
síðustu, blekkir hann engan meir
en sjálfan sig. Hann tekur að
trúa því að vandlega faldar mis-
gerðir séu syndlausar, eigingirn-
in í helgiskrúða sjálfsögð guðs-
þjónusta, lýgin nauðsynlegt
sjálfsvarnar vopn. Lýgin er
andlegt krabbamein, sem upp-
étur sálina. Öll mannrækt verð-
ur að byrja á því að mönnum
lærist að trúa á sannleikann,
rækta sannleikann eins og sál-
rænan fjör- og heilsugjafa.
2. Sannleiksþroskinn er
grundvallar skilyrði fyrir heil-
brigðu félagslífi. Öll samvinna
verður að byggjast á gagn-
kvæmu trausti. Engin treystir
lygaranum, og hann treystir
heldur engum, ekki einu sinni
sjálfum sér. Vantraust nútíðar-
mannsins á getumagni góðleik-
ans spretfur fyrst og fremst af
meðvitundinni um þann ógna-
mátt ósannsöglis, blekkinga og
hræsnis, sem heimurinn er háð-
ur. Allar lífsins leiðir formyrkv-
ast í náttmyrkri lýginnar svo fáir
vita vegaskil.
3. Kristur líkir sannleikan-
um við ljósið, sem veitir mönn-
um frelsi til að rata réttar stefn-
ur. 1 heiðni var fólkið hnapp-
setið af illvættum, sem bjuggu í
holum í björgum,í næturhúminu,
í dalnum hinumegin við fjallið,
í landinu handan við hafið. Af til
verunni var einkis góðs að
vænta. Heimsrásin stjórnaðist
af hjartalausum, mislyndum ör-
laganornum. Siðir og venjur
ennþá frumstæðari forfeðra
stjórnuðu gerðum lifandi lýða og
þá var margt að varast en fátt
leyfilegt. Siðalögin voru öll nei-
kvæð og hindruðu alla viðleitni
til sjálfsbetrunar.
Ástandið er nú undra líkt.
-— Við trúum ekki fremur
en heiðingjarnir á hollvætti
sannleikans, lífsins og kær-
leikans. Alstaðar er eitthvað að
varast: aðra trúflokka, aðra at-
vinnuflokka, aðrar þjóðir, ná-
ungann og enda sjálfan sig. Guð
er ekki leiðarljós mannanna
heldur skipandi einvaldur. Áll-
ar nýjar kenningar þykja ugg-
vænar en gamlar, barnalegar og
úreltar kreddur metnar sem
guðsorð. Betrunarstarfið á að
byrja með biblíulestri og lög-
þvinguðu játninga stagli í öllum
barnaskólum. Kirkjan á nú
ekki framar einungis “að laða og
leiða” heldur ætlar hún nú að
fara að láta til sín taka og “með
valdi neyða” illa matreiddan
kristindóm ofan í þjóðirnar. Þó
veit þessi kirkja ekki hvað á að
kenna eða hverju að trúa af því
hún fæst ekki til að leita sann-
leikans með sálhjálplegri trú á
handleiðslu þess guðs sem býr í
sannleikanum, í frelsinu og
framfara viðleitninni.
Kirkjan hefir sjaldan lagt þá
áherslu á siðakenningar Krists
sem sýni að hún telji þær nokkra
lífsnauðsyn. Það var nefnilega
miklu auðveldara, að trúa því,
að blóðfórnin hafi greidd vor
syndagjöld en að ástunda kær-
leikann, eða gera sér skynsam-
lega grein fyrir lífsmagni hans.
Eg held að menn alment meti
hina gullnu reglu um að elska
náungan eins og óstarfhæfa hug-
sjón, enda ætlunarverk kirkj-
unnar ekki að bjarga þjóðinni
og því síður heiminum heldur
fáeinum frómlyndum sálum með
því að innræta þeim “hina sálu-
hjálplegu trú.”
Kristur hugsar til kærleikans
sem endurskapandi orku og mót-
vegi gegn mannspillandi mann-
hatri og ófélagslegri eigingirni.
Þessvegna talar hann um kær-
leikann, sem sjálfan guð, sem
sjálfa lífsorkuna. Hverju þessi
orka kemur til leiðar sjáum vér
einna bezt í heimilunum, í félags-
skap þeirra sem unnast. Hvað
verður um samlíf hjóna, um sam-
starf fjölskyldunanr ef hans nyti
ekki við og breyskum mönnum j
veittist ekki hans kraftur til að,
fyrirgefa? Hversu varfærnir
sem við erum kemur það samt
iðulega fyrir að við særum til-
finningar og móðgum þá sem vér
viljum þó mest til gleði gera.
Afléiðingarnar geta orðið alvar-
legar ef okkur þrýtur kærleika
til að fyrirgefa. Ógleymd og ó-
fyrirgefin móðgun vekur heiftar-
hyggju. Heiftin svarar rentum
og ávextir hennar er illvilji til
annara. Sá illvilji heimtar út-
rás í vondum verkum, sem aftur
elur hatur í annars brjósti. —
Heiftin margfaldast þar til heim-
urinn — eða heimilin — myrkv-
ast í mannskaðaveðrum mein-
fýsninnar. Kærleikurinn einn
megnar að slökva þetta bál því á
honum byggist samvinnan og
samvinnan skapar félagshyggju.
Hitt er eilíflegur sannleikur sem
Shakespeare lætur Shylock
segja: Hates any man the thing
he would not kill.
Jú, allir munu kannast við, að
gullna reglan ætti að gilda á
heimilunum, en að hún geti náð
til stærri mannfélagsheilda virð-
ist þeim bara dramatiskar
draumasýnir óraunvitra hug-
sjónaglópa. Þeir hafa ekki átt-
að sig á staðreyndum, að heimur-
inn hefir fluzt/ inn í dalinn þinn
og áhrif hans, ill og góð, ná til
þín og þinna, hversu afskekt ból
sem þú kant að byggja. Til þess
að þér og þínum sé borgið þarftu
að ganga að því vandaverki að
endurskapa heiminn í kristileg-
um kærleika.
Aldrei hefir þess verið meiri
þörf en nú ef kærleikurinn á að
lægja þær hatursöldur sem leiða
mennina út á helveginn. Ef
kirkjan ætlar sér að hjálpa til
við björgunina þarf henni að
lærast að hugsa frjálst, hugsa
djarft og forðast lamandi þunga
hins útlifaða heiðindóms. Hún
þarf að endurskírast af heilög-
um anda sannleikans, til þjón-
ustunnar með Kristi í trúnni á
guðlegt almætti til endalausrar
fullkomnunar. Ef kirkjuna
þrýtur trúna á málstað sinn er
hún andlega dauð, ef hún hang-
ir í andvana bókstaf gengur hún
inn í jökulinn eins og Bárður
Snæfellsás.
Hún þarf að vita hvað hún er,
hvar hún er og hvert hún stefnir.
Það er í raun og veru engin
vantrú til nema vantraustið á
guðsorkunni, á lífsorkunni að
endurleysa lífið frá yfirsjónum
aldanna.
MIÐSVETRARMÓT
ÍSLENDINGA í
CHICAGO
Það var haldið föstudags-
kvöldið 4. febrúar, við sæmilega
aðsókn, heldur þó færra en vana-
lega, sem er eðlileg afleiðing
ýmsra orsaka nú á dögum. Fyrst
takmörkun á gasi, og annað, að
sumt fólk vinnur á þeim tíma
sem samkoman var haldin.
Aðal ræðumaður kvöldsins var
séra K. K. Ólafsson. Þarf ekki
að kynna hann íslendingum, því
hann er svo vel þektur meðal
þeirra hér vestan hafs, og jafn-
vel austan líka. Mun hann vafa-
laust einn sá allra færasti ræðu-
maður sem íslendinga eiga.
Umræðuefni hans var: The
Icelandic Contingent in the
United States: Salient Traits,
Facts and Values.
Guðmundur Guðlaugsson söng
solo fjögur lög: “Martha” by Flo-
tow, “Mingnon” by Thomas,
“Christ in Flanders” by Ward
Stephens, og lag er hann sjálfur
hefir samið á kvæðinu eftir
StepharL G. “Þótt þú langförull
legðir.” Þetta nýja lag eftir
Guðmund hefir verið raddsett nú
þegar. Heyrði eg fólk segja að
því líkaði lagið mjög vel. Að
mínu áliti fellur það mjög vel
við kvæðið, og heyrt hef eg söng-
fróða menn segja að í því lagi
sé list tónskáldanna.
Piano solo var einnig á pró-
grami, “Waltz C Sharp Minor”
eftir Chopin og “Rustle of
Spring” eftir Sinding, spilað af
Fred Butler; hann er kunningi
Guðmundar Guðlaugssonar, spil-
aði einnig undir söng hans.
Annað á prógrami voru
nokkrar stuttar tölur, sem þessir
héldu: J. S. Björnson kennari,
fyriverandi forseti Vísis í 14 ár,
nú sá fyrsti og eini heiðursmeð-
limur félagsins. Árni William-
son (norskur), forseti norska
klúbbsins í Chicago. Árni Helga-
son, konsúll íslands í Chicago og I
undirritaður sagði fáein orð.
Einnig var kallað á: Svein
Storm til að segja nokkur orð,
sem heimsótti okkur við þetta
tækifæri ásamt konu sinni; þau
voru fyrverandi meðlimir Vísis,
en fluttu í burtu til Cedar Rap-
ids, Ia., fyrir nærri tveimur ár-
um. Saknar fólk þeirra hér í
Vísir, því þau voru mjög góðir
meðlimir og gengdi Mr. Storm
ýmsum embættum félagsins
meðan hann var hér.
Einnig voru sungnir nokkrir
íslenzkir söngvar af öllum. Við
pianóið var Mrs. Paul Halldór-
son.
Forseti Vísis, Egill Anderson
lögmaður, stýrði samkvæminu
með rögg og lipurð. Virtist fólk
hafa skemt sér vel og fór heim
ánægt að eg vona eftir okkar
þrettánda “Goðablót”, sem við
köllum þetta samkvæmi okkar.
Nú á næsta hausti er Vísir 20
ára. hefir komið til tals að
þeirra tímamóta verði minst að
einhverju leyti; er hann því að-
eins 5 árum yngri en aðal Þjóð-
ræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi, sem nú er að halda upp á
25 ára afmæli sitt á þessum
' vetri. Man eg vel að sumir
spáðu því skamma lífdaga, en
1 eftir öllu útliti stendur það í
[ góðum blóma, vonandi að það
haldi áfram í langan aldur enn.
Þó aldrei nema íslenzkan tapist
hér með tímanum, sem að lík-
indum er áhjókvæmilegt, þá get-
ur íslenzkur félagsskapur haldið
áfram fyrir því. Er gott dæmi
þar sem er félag yngri íslendinga
í Winnipeg og gefa út tímaritið
‘The Icelandic Canadian”. Þar
er vel á stað farið, og óska eg því
langra lífdaga, veit eg að það
muni verða góð fyrirmynd til
eftirbreytni Islendinga í fram-
tíðinni bæði í Canada og Banda-
ríkjunum. S. Árnason
Bœkur til sölu á Heimskriuglu
Endurminningar, 1. og II
hefti, alls 608 blaðsíður, eftii
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. Islenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
★ ★ ★
Deild dönsku hjálparnefndar-
innar í Manitoba, efnir til sam-
komu 19. febrúar kl. 8 e. h. í
Manitoba-háskóla (Theatre A).
Þar verður sýnd kvikmynd frá
Grænlandi. Ennfremur hefir
verið vandað til söngs og hljóm-
leika. Inngangur er 50^.
★ ★ ★
Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma-
rit, Almanök og pésar, sem
gefið er út hér vestan hafs,
óskast keypt. Sömuleiðis, “Tí-
und” eftir Gunnst. Eyjólfsson,
“Út á víðavangi” eftir St. G.
Stephansson, Herlæknissög-
urnar allar, sex bindin.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg. Man.
Vér óskum . . .
Þjóðræknisþingi
Islendinga
er kemur saman í n. k. viku,
til allra heilla !
Gesti þingsins bjóðum vér velkomna.
---KOMIÐ VIÐ HJÁ “BAY”--------
Vanhagi yður um eitthvað getið þér
verið vissir um að fá það í búð vorri.
Máltíðir vorar eru viðuvkendar
Látið oss sýna yður um húðina.
(Eömpang.
INCORPORATED 2T? MAY 1670.
PLAN T0 MAINTAIN
H0G PRODUCTION
During
1944 and 1945
Every gooc/ quality hog that can be produced during the next two years
will be needed.
The current bacon contract is for two years. It guarantees bacon prices and the
delivery of 900 million pounds of bacon over the contract period. To help
Britain maintain her present weekly ration of 4 oz. for each person Canada will
try to deliver 600 million pounds of bacon this year.
IMPROVE QUALITY
Quality premiums of $3.00 for each Grade A carcass and $2.00 for each Grade
Bl carcass have been authorized. They increase the net profit in hog production
and emphasize the urgency of improving quality to protect the after-the-war
position on the British market.
Hog Production is Profitable
After allowing reasonable feed allowances and liberal overhead charges to cover
all possible costs the following net returns can now be expected from feed grains
fed to hogs:
Wt. ofHog Live Lbs. Selling Price per 100 lbs. dressed Value of Hog Quality Bonus Bl Grade Returns per Hog Returns for grain Value of grain per 100 lbs.
200 $15.00 22.50 2.00 24.50 17.50 1.75
200 15.50 23.25 2.00 25.25 18.25 1.83
200 16.00 24.00 2.00 26.00 19.00 1.90
200 16.50 24.75 2.00 26.75 19.75 1.98
200 17.00 25.50 2.00 27.50 20.50 2.05
Grade A hogs on which $3.00 tional lOc. per Quality Bonus is paid will return an addi- hundred for the grain used.
For jurther injormation consult your Provincial Department oj Agriculture,
Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock
Ojjice oj the Dominion Department oj Agriculture.
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
Dominion Department of Agriculture, Ottawa
Hortourable James G. Gardiner, Minister