Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. APRIL 1944
FRJÁLS ÞJÓÐ
(Þessa hugðnæmu og fögru
prédikun flutti Sigurgeir Sig-
urðsson, biskup Islands, við setn-
ingu alþingis 10. jan. á íslandi).
“Drottinn er andinn.
En þar sem andi Drottins
er, þar er frelsi.”
(II. Kor. 3.17)
Þegar stórir, sögulegir, dagar
renna upp í lífi þjóðanna, þá'el-
ur sérhver þjóð þá ósk í brjósti
sér, að sól Guðs og vernd megi
vaka yfir dögunum og voldug
hönd hans halda um stjórnvöl-
inn.
Eg vil því fyrir hönd vora, sem
hingað komum í dag, er Alþingi
íslendinga kemur saman til
fundar, í því skyni að ráða til
lykta málum, sem mjög munu
varða alla framtíð vora og óbor-
inna kynslóða íslands — vil því
fyrir hönd þjóðarinnar allrar
taka undir bænarorð skáldsins:
“Lýs okkur veg með ljósi augna
þinna
og lyftu, herra, líknarhendi
þinni.”
í heimsbókmentunum er engin
bók, sem betur svarar þrá
mannsandans, né varpar skærara
ljósi yfir vandamál og viðfangs-
efni lífsins, en Heilög ritning.
Þess vegna hefir hún orðið næst
hjarta og dýrmætasta eign
margra hinna vitrustu og beztu
leiðtoga mannkynsins.
Ein er sú þrá, sem búið hefir í
sál mannsins frá öndverðu. Það
er frelsisþráin. Hún bjó þar
dögum Jesú Krists, sem kom til
þess að svara og svala þessari
þrá, hún býr þar enn í dag. Að
vísu var hún stundum misskilin
og ef til vill afvegaleidd af fjar-
skyldum tilhneigingum í huga
mannsins, en hún bjó þar samt
æfinlega. Neistinn lifði og stund-
um blossaði hann upp og varð
að báli, eldheitri hugsjón, sem
varpaði ljóma yfir löndin og
hreif þjóðirnar til hærra lífs og
mikilla, drengilegra dáða. Á
dögum Páls, hins víðfræga post-
ula, var frelsisþráin ofarlega
hugum þeirra manna, sem hann
var samtíða.
Kristindómurinn horfir æfin-
lega á hið innra eðli hlutanna og
varpar ljósi sínu yfir þá þannig,
að hin eilífu sannindi í sambandi
við þá, koma í ljós og blasa við
sjónum manna. Þessvegna sagði
Páll, með frelsishugsjónina
huga: Þar sem andi Drottins er,
þar er frelsi.
Islendingum hefir mörgum á
umliðnum öldum hitnað um
hjartað, þegar frelsismál þjóðar-
innar voru á dagskrá. Þjóðin lifði
þær stundir, er þráin var líkust
því er þyrstur maður er að rétta
út höndina eftir svaladrykk. —
Margir af beztu mönnum ís-
lenzku þjóðarinnar unnu hug og
hjarta hennar, traust hennar og
aðdáun í frelsisbaráttunni. Háar
og helgar hugsjónir gera menn-
ina stóra og sterka.
Vér gleymum ekki þeim sem
beinlínis eða óbeinlínis studdu
að frelsishugsjóninni með þjóð
vorri, þótt þeir séu horfnir oss.
Islenzka moldin tók bein þeirra
mjúklega í arma sér, eins og góð
móðir. En þeir lifa. Vér gleym-
um ekki nafni Eggerts Ólafsson-
ar, Skúla Magnússonar, Jóns
Eiríkssonar, Fjölnismanna, Jóns
Sigurðssonar.
Árið 1918 rættust hugsjónir
á Islandi. Stálfstæði landsins var
í raun réttri trygt og frelsið
fengið, þótt samið væri um ýms
mál þjóðarinnar til bráðabirgða.
Alþingi, sem nú kemur saman
til fundar mun ætla að ganga
formlega frá stjórnskipunarlög-
um hins íslenzka lýðveldis.
Það, serh gildir fyrir oss ís-
lendinga er að vinna hið innra
sanna frelsi, sem lýst er með orð
unum: “Þar sem andi Drottins er
þar er frelsi.” Þá er hið ytra
frelsi örugt. Enginn getur lagt
annan grundvöll en þann, sem
lagður er fyrir frelsinu, sem er
Jesús Kristur. Þá gildir einu þótt
stormar blási og beljandi lækir
komi komi. Það frelsi bregst
ekki — fellur aldrei úr gildi.
Það er eðlilegt, að maðurinn
sem altaf er að vaxa og þroskast,
þrái frelsið. Frelsið gefur tæki
færi til framfara og þroska, en
það heimtar líka mikið af oss. Og
það er einmitt hið vandamesta
verkefni yðar, háttvirtu alþing-
ismenn, að stuðla að því með
störfum yðar á alþingi, að frels
ið, sem þjóðin öðlast, komi henni
að gagni.
Það er mjög mikið vandaverk
sem yðar, fulltrúa þjóðarinnar
bíður nú á Alþingi, að finna það
form, er frelsi hennar og sjálf
stæði á að dafna og þroskast við
auk fjölda annara aðkallandi
vandamála. Frelsið á að birtast
í lífi og breytni þjóðarinnar. Það
er markmiðið. “Og það skal ve
vanda, sem léngi á að standa.’
Jón Sigurðsson, sem er ímynd ís-
lenzkrar skapgerðar eins og hún
hefir orðið hvað fegurst, skildi
þetta. Sjálfstæðishugsjónin var
honum heilagt hjartans mál. En
hann vildi að frelsið yrði notað
og að ávextir þess glitruðu sem
víðast í þjóðlífinu. Þessvegna
var barátta hans svo margþætt
Hann vissi hve mikið reið á göfg
un hugarfarsins og á mentun
þjóðarinnar og drengskap. Hann
vissi, að “Þar sem andi Drottins
er, þar er frelsi.”
íslenzka þjóðin er nú þar á
götu stödd að lífsskilyrði er að
vér verðum eitt — sem einn mað-
ur. Alþingismenn, Islendingar,
hvar sem er í þessu landi! Vér
eigum sjálfir að vinna oss frelsið,
sjálfir að leggja fram alla krafta
vora. Þá mun andi Guðs leiða
oss — Guð hjálpa oss.
1 sambandi við hið sanna
frelsi, eru jafnframt bönd, sem
aldrei má slíta, bönd sem ein-
staklingurinn, ef hann er frjáls,
vill ekki slíta. Þér munið eftir
Signýjarhárinu. Þernan mælti:
“Takið lokk úr hári Signýjar og
bindið hann með. Það band mun
hann aldrei slíta.”
Og Hagbarður, hetjan og vík
ingurinn, bærði hvorki hönd né
fót. Hann vildi ekki slíta þetta
band, enda þótt honum hefði
ekkert verið auðveldara.
Það eru slík bönd, sem kristin-
dómurinn og andi Drottins legg-
ur á mennina. En sá maður, sem
er sannur og frjáls, vill ekki slíta
þessi bönd, þótt þau fljótt á litið
virðist veikari en ýms önnur
bönd.
Ófrelsið og harðstjórnin leggja
á hin sterku böndin. Þar neytir
maðurinn allrar orku sinnar til
að slíta þau. Hin frjálsa þjóð
verður að vera tegnd þeim bönd-
um innbyrðis, sem tengja hana
saman og henni eru svo heilög
að hún vill aldrei að eilífu slíta
þau, þá getum vér æfinlega sagt
NATIONAL SELECTIVE SERVICE
Veitir þú karlmönnum atvinnu
tíafa þeir allir uppfylt skyldur sínar
viðvíkjandi herskyldu lögunum?
Reglugerð National Selective Service herskyldu-
laganna ákveður:
1. Hver sá er veitir karlmanni atvinnu verður að rannsaka
pappíra hans, og ef þeir ekki í alla staði sýna að maðurinn
hafi uppfylt öll skilyrði sem fram eru tekin í herskyldulögun-
um, þá að tilkynna það viðkomandi stjórnarvöldum.
2. Þessum rannsóknum verður að vera lokið I. maí, 1944.
3. "VINNUVEITANDI" er hér notað um iðnaðarlega og verzlunar-
lega vinnuveitendur og einnig bœndur.
4. "VINNUMAÐUB" er hver sá karlmaður sem þú veitir vinnu.
5. Bœklingur, "EMPLOYERS GUIDE", hefir verið sendur til iðn-
aðar og verzlunar vinnuveitenda, og póstspjöld til allra bœnda.
6. Ef þú tekur mann í vinnu, en hefir ekki meðtekið þennan
bœkling eða póstspjald, þá verður þú að nálgast það á nœstu
Selective Service skrifstofu.
7. Vinnumenn bœnda, sem ekki hafa fengið undanþágu frá her-
þjónustu, en eru á herþjónustu aldri, snúi sér tafarlaust til
Registrhr, National Selective Service.
8. Skuldbinding um að framfylgja framanskráðum skilyrðum er
hverjum vinnuveitanda lögð á herðar.
9. Ef annar, eða báðir málsaðilar reyna að komast hjá að upp-
fylla ofanskráðar kröfur, varðar það lögum og sektar-fé.
The National Selective Service Mobilization Regulations
DEPARTMENT OF LABOUR
HUMPHREY MITCHELL,
Minister of Labour
A. MacNAMARA,
Director, National Selective Service
“Það er eitt sem oss bindur —
að elska vort land,
fyrir ofan alt stríð,
fyrir handan þess sand.”
Þjóðirnar skilja vel frelsisþrá
hver annarar á vorum dögum
Það er engin hætta á öðru.
Gefðu mér frelsi! Gefðu mér
frelsi! Ella dauðann! Það er nú
hróp miljónanna víða um heim-
inn.
Hefir ekki andi Drottins verið
að tala innan kirkjunnar, þar
sem mest reyndi á, og frelsisþrá-
in var bæld niður með valdi
vopnanna. 'Leið ekki presturinn
Kai Munk dauða sinn af því að
hann, leiddur af anda Drottins,
setti frelsið ofar öllu — frelsi
þjóðar sinnar, frelsi anda síns og
trúar. Mundi hann ekki hafa
skilið vel frelsisþrá íslendinga
frá upphafi vega?
Hann var frjáls. Ognúfrjáls-
ari en nokkru sinni fyr, leystur
líkamsböndum.
Mannkynið er ófrjálst á vorum
dögum vegna þess, að andi
Drottins fékk ekki að ráða —
því —
“Ennþá er myrkur í öllum lönd-
um.
Ennþá er barist. Skothríð dynur.
Fallandi þegnar fórna höndum.
Stríð með ströndum,
stríð í borgum,
miljónir falla,
miljónir kveina af hungri og
sorgum,
svo heyrist um heima alla.”
Sameiginleg þrá alls mann-
kynsins stígur upp í himininn. —
Það er friðar — og frelsisþráin.
Hún verður voldugri með degi
hverjum sem líður, friður —
frelsi — friður — frelsi.
Og þetta tvent verður að vera
fyrir hendi í hinum nýja heimi,
sem blæðandi og sárum sært
mannkyn er að leita að — friður
og frelsi.
Það er erfitt að segja í dag
hvernig örlög ráðast. Hver ein-
asti alþingismaður hlýtur að vera
sér þess meðvitandi, að óvissan
er jafnvel meiri en nokkru sinni
áður og þá jafnframt vandinn
meiri. Hvað oss mætir vitum
vér ekki. Ekki hvort það verður
gott eða ilt. En hvort sem það
verður gott eða ilt — þá er alt
undir því komið hvernig vér snú-
umst við því. Það á einnig heima
um sjálfstæði íslands. Það hvílir
mikil ábyrgð á þingi og ríkis-
stjórn. En í raun og veru er þó
ekki gæfa þjóðarinnar í höndum
þessara aðilja, nema að ein-
hverju leyti.
Gæfan er í höndum þjóðarinn-
ar sjálfrar, allra einstaklinga í
aessu landi og — í höndum Guðs.
Trúlaus þjóð á sér ekki fram-
tíð, hversu tryggilega sem frá
frelsi hennar er gengið hið ytra.
Vér ætlum ekki að verja frelsið
með vopnum, svo sem flestar
Djóðir hafa gert, heldur með því
að byggja upp á öllum sviðum
Djóðlífsins, svo að þjóðin geti
aannig staðið föstum fótum. Til
þess þarf trú á þjóðina, trú á
framtíðina, trú á landið en um-
fram alt trú á handleiðslu Guðs.
Þar sem andi Drottins er, þar er
andi samúðar ríkjandi, andi fórn-
arlundar og miskunsemi, andi
drenglundar og friðar. Skilji þó
enginn orð mín svo, að eg telji að
skoðanir eigi ekki að skiftast eða
jafnvel hörð átök að verða um
vandamálin á Alþingi. Það er
ekkert ódrengilegt við það, og eg
er viss um, að þér kunnið allir,
alþingismenn, að meta prúð-
mannlega göfuga andstöðu. Hitt
er verra en orð fá lýst, að berjast
við óhreinlyndið og þokuna, sem
hönd kemur út úr, við og við öll-
um að óvörum og stundum með
ríting í bakið.
Þinghelgi — það er fagurt orð.
Þér gangið nú héðan, háttvirtir
alþingismenn, inn í þinghelgina.
Gamla húsið, sem öll þjóðin
ber mynd af í huga sér — opnast
yður — þar bíða vandamálin —
Þar bíða hjartans mál íslenzku
þjóðarinnar eftir yður. Hvernig
og hvenær verður fegurst yfir
þinghelginni og hvenær verður
þar bezt ráðið fram úr vanda-
málunum, framtíðar og frelsis-
málum Islands?
Þegar andi Drottins býr þar.
Þegar hann býr í brjósti þing-
mannsins sjálfs. Eg veit að
mörgum yðar er þetta vel ljóst.
Matthías segir:
“Lær sanna tign þín sjálfs,
ver sj álfur hreinn og f rj áls,
þá skapast frelsið fyrst.
Það er mælt, að einn þektasti
stjórnmálamaður brezka heims-
veldisins, Halifax lávarður, hafi
látið búa út fyrir sig bænaher-
bergi í íbúð sinni. Það er kunn-
ugt að hann, eins og margir for-
ystumenn stórveldanna, sem eru
í broddi farar í frelsisbaráttu
mannkynsins, eiga musteri hið
innra með sér.
Háttvirtir alþingismenn!
Þar er leiðin. — þar sem andi
Drottins er, þar er frelsi. — Þá
munu upp ljúkast málin.
1 ávarpi æðsta forystumanns
Islands til þjóðarinnar fyrir
skemstu, talar hann um þá sann-
færingu sína, að hann hafi orðið
aðnjótandi hjálpar æðri máttar
við erfið viðfangsefni. — Það var
fallega og drengilega mælt. Hina
sömu sannfæringu eiga þúsundir
manna í þessu landi og miljónir
manna víða um heiminn —
reynslu um hjálp æðri máttar
þegar lífið varð erfitt, sárt, þung-
bært eða þegar mikill vandi var
á höndum.
Hæstvirta ríkisstjórn og al-
þingismenn!
Það er fegurð og frelsi á snævi-
krýndum fjöllum Islands um
þessar mundir. Þegar sólin skín,
brotnar sólarljósið og tindrar í
snjókristöllunum og birtir í
þessu fagra fyrirbrigði dýrð
Guðs.
Heillavættir Islands vaka og
fagna.
Island á vorið í vændum og
frelsisöld.
Fólkinu hlýnar við verkefni
sín, fram til dala, upp til fjalla,
út við sjóinn. Sól hækkar, vonir
vakna um nýjan bjartari dag.
Þjóðin kallar, kallar yður til
forystu, kallar yður til stórra
verkefna. Guð — heilagur og
almáttugur faðir vor allra, láti
sérhvert spor, er þér stígið héð-
an úr helgidóminum — í starfi
yðar — verða til heilla og bless-
unar íslenzkri þjóð.—Kirkjubl.
Þér Fáið Langtum Betri Kaup Með
VOGUE
SIGARETTU
TÓBAKI
FRÁ ÍSL. STÚDENTUM
1 BERKELEY
Fimtudaginn 16. marz s. 1.
komu íslenzku stúdentarnir hér
í Berkeley saman að heimili séra
S. O. Thorláksson til að fagna
herra Sigurgeir Sigurðssyni
biskup, er þá var staddur hér.
Höfðu séra Thorláksson og frú
undirbúið viðtökurnar af mikilli
rausn.
Söfnuðust menn að um hálf-
átta leytið og voru þar komnir
nálega allir íslenzku stúdentarn-
ir auk fáeinna Vestur-Islendinga.
Skömmu síðar kom biskupinn og
tók hópurinn á móti honum með
söng, er hann gekk inn úr dyr-
unum. Sungu menn “Hvað er
svo glatt” að góðum íslenzkum
sið. Biskupinn svaraði með
stuttri ræðu þaðan sem hann
stóð og þakkaði fjörlegar viðtök-
ur.
Síðan kvaddi sér hljóðs Einar
Kvaran, formaður íslenzka Stú-
dentafélagsins í Berkeley, og
bauð biskupinn velkominn hing-
að fyrir hönd stúdentanna.
Tók biskup þá aftur til máls
og lýsti ánægju sinni yfir því að
eiga kost á að heimsækja þennan
stað og fólkið hér. Taldi hann
það mikla gæfu, að svo f jölmenn-
ur hópur íslenzkra stúdenta ætti
völ á að stunda hér nám. Mintist
hann hinnar unaðslegu fegurðar
staðarins og mildi veðurfarsins.
Sagði hann, að það væri trúa sín,
að slíkir staðhættir og umhverfi
hefðu mikilsverð áhrif á ham-
ingju þeirra manna, sem dveldu
hér langdvölum við nám. Gætu
slík áhrif orðið sterkur þáttur í
uppeldi þeirra, sem hingað
sæktu annars bókleg fræði. Síð-
an mintist hann Islands og flutti
almennar kveðjur að heiman.
Að lokinni ræðu gekk biskup
meðal gestanna og heilsaði
hverjum og einum, spurði um
ætt þeirra, nám og flutti sumum
kveðjur frá ættingjum. Bauð
hann mönnum að rita niður nöfn
sín og heimilisföng og kvaðst
skyldi flytja persónulegar kveðj-
ur til fjölskyldna þeirra og vina
heima.
Enn voru sungin nokkur lög
og síðan sezt að veitingum. —
Spurðu menn biskup frétta og
ræddi hann þá nokkuð um ís-
lenzk málefni, námsfarir ísl.
stúdenta og kynningu þeirra við
aðrar þjóðir. Leið kvöldið þann-
ig í viðræðum og spjalli. Skild-
ust menn fyrr en vildu, en biskup
átti annríka daga fyrir höndum,
þar sem hann þurfti víða að
koma.
Var stúdentum hér það ó-
gleymanleg ánægja að eiga kost
á að verja kvöldstund með svo
góðum gesti að heiman.
Kristján Karlsson
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og fjölbreyttasta
islenzka vikublaðið
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin sknld
SIR TRAFFORD LEIGH-MALLORY
yfirforingi lofthersins
Sir Trafford Leigh-Mallory, K.C.B., D.S.O., er sá maður
er gengur næstur að tign og völdum yfirhershöfðingja banda-
manna, General Eisenhower, um allar ráðstafanir og fram-
kvæmdir í lofther hinna sameinuðu þjóða.