Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. APRIL 1944
HEIMSKRINGLA
7. Sli>A
FRÉTTIR FRÁ ISLANDI
Kveðjusamsætið fyrir
Björn Björnson
Kveðjusamsæti það, sem Þjóð-
ræknisfélag Islendinga og Blaða-
mannafélag íslands héldu Birni
Björnson að Hótel Borg í fyrra-
kvöld, sátu um 100 manns. Fór
samsætið hið bezta fram. Aðal-
ræðuna fyrir minni heiðursgests-
ins flutti Valtýr Stefánsson rit-
stjóri. Þá tóku til máls Porter
McKeever blaðafulltrúi og for-
stjóri OWI, Árni Eylands, Ófeig-
ur Ófeigsson læknir, Skúli
Skúlason ritstjóri, Bjarni Jóns-
son forstjóri,. Pétur Pétursson
þulur. Þeir Árni -Jónsson frá
Múla og Ragnar H. Ragnar frá
Winnipeg stjórnuðu söngnum í
veizlunni. Eftir að borð höfðu
verið rudd, var dansað.
—-Mbl. 6. feb.
(Maðurinn sem hér um ræðir,
er einn af sonum Mr. og Mrs.
Gunnar Björnson, er heim til Is-
lands fór fyrstur þeirra bræðra
í þjónustu fréttablaða Banda-
ríkjanna og útvarpaði á þriðja ár
fréttum að heiman. Þegar hann
var kvaddur, hafði hann fengið
skipun um að fara til Stokkhólms
í Svíþjóð í sömu erindum og
hann gengdi á Islandi og þar
sem hann er nú).
★ ★ *
Noregssöfunin
Noregssöfnuninni er lokið. —
Alls var safnað í peningum kr.
828,017.45. En auk þess hefir
safnast mjög mikið af ágætum
fatnaði, en engin virðing hefir
þó farið fram á honum, en víst er
að að verðmæti hefir safnast yfir
900 þúsundir króna. Er það
stærsta fjársöfnun, sem farið
hefir fram hér á landi.—Alþbl.
★ * *
3,884 bílar á Islandi 1943
1 síðustu Hagtíðindum er birt
skýrsla vegamálaskrifstofunnar
um fjölda bifreiða hér á landi
árið 1943.
Samkvæmt þeirri skýrslu voru
þá alls á landinu 3,884 bifreiðar,
þar af 1993 fólksbifreiðar og
1891 vörubifreið. Auk þess voru
alls 147 mótorhjól á landinu.
Flestir bílar eru í Reykjavík,
samtals 2,490, þar af 1,522 fólks-
bifreiðar, næst kemur Hafnarfj.
og Gullbringu- og Kjósarsýsla
með 397 bíla og þá Eyjafjarðar-
sýsla og Akureyri með 295 bíla
Fæstir bílar eru aftur á móti í
Neskaupstað eða 9 alls. Þá kem-
ur Dalasýsla með 11 og Stranda-
sýsla með 14.
Ford-bifreiðarnar eru lang-
flestar hér. Af öllum fólksbif-
reiðum eru 20.5% Ford-bílar eða
409. Næstir koma Dodge-bíl-
arnir 212 að tölu og þá Plymouth
211. Af vörubifreiðunum eru
40.8% Ford-bílar eða 771 bíll.
Næstir koma þar Chevrolet-bíl-
arnir 568 að tölu og þá Stude-
baker 126.
Árið 1934 voru 1699 bílar hér
á land, árið 1938 voru bílarnir
orðnir 2009, árið 1942 3198 og
1943 3884. — Hefir bílunum því
fjölgað um 686 frá næsta ári á
undan eða um 21%. Fólksbifreið-
um fjölgaði um 489, en vörubif-
reiðum um 197.—Mbl. 22. jan.
ISL. STÚDENTAR 1 DAN-
MÖRKU VILJA HEIM
Viðtal við sex íslendinga í Höfn.
1 Kaupmannahafnarblaðinu B.
T. birtist fyrir nokkru mynd og
viðtal við sex íslenzka stúdenta
og nefnist greinin “Islendingarn-
ir, sem frusu í Danmörku”. —
Greinarhöfundur er Karen Aa-
bye. Fer greinin hér á eftir. —
Hún varpar nokkru ljósi á til-
finningar íslenzkra stúdenta, er
nú verða að dvelja í Danmörku.
Þann 9. apríl 1940 urðu að
engu ráðagerðir flestra þeirra
Islendinga, sem þá voru staddir
í Danmörku, um að snúa aftur
heim til íslands.
Þegar þetta er ritað dvelja hér
um 100 Islendingar, og er heit-
asta ósk þeirra að komast heim
til Sögueyjarinnar hið allra
fyrsta. Sex þessara Islendinga
sitja núna fyrir framan mig, fús-
ir að bregða upp leifturmyndum
af tímanum frá 9. apríl — síðan
þeir “frusu fastir” í Danmörku.
•
Gísli Kristjánsson er sá þeirra,
sem er bundinn sterkustum
böndum við Danmörku. Hann
er bóndason af Norðurlandi, en
hefir dvalið um 12 ára skeið hér
og er giftur danskri konu. Hann
kom hingað til þess að stunda
nám við landbúnaðarháskóla og
æðri skóla, m. a. hefir hann verið
í alþjóðaháskólanum við Hels-
ingör og íþróttaskólanum í Olle-
rup. Ennfremur fékk hann styrk
til náms í Uppsölum í Svíþjóð og
er danskur landbúnaðarkandí-
dat. Nú vinnur hann við rann-
sóknarstofu landbúnaðarins. —
Böndin, sem binda hann við Dan-
mörku eru sterk, en samt sem
áður segir hann: “Eg vil út til ís-
lands strax, þegar tækifæri gefst.
Eg væri kominn þangað fyrir
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
Old Cases Needed
★
A wooden case can be used, with care, for a period
of 5 years continuously.
There is now a great shortage due to lack of
materials and labour. You will be co operating with
the Breweries in helping to conserve valuable wood
supplies by turning in your old cases as soon as
possible.
This co-operation will be greatly appreciated-
’DREWRYS
VÖKUMENN BREZKA RIKISINS VIÐ VINNU
Menn og konur úr öllum stéttum mannfélagsins hafa
gerst sjálfboðaliðar í vaktarasveit Breta, alt frá stríðsbyrjun.
Um alt landið hafa vökustöðvar verið settar á fót, sem vakta,
dag og nótt, komu óvina loftskipa, hraða þeirra og stefnu.
Þessir vökumenn þekkja allar tegundir loftskipa, jafnt óvin-
anna sem bandamanna, ákveða hraða þeirra og hæð og stefnu.
Strax og vart verður við loftárás, síma þessir vökumenn aö-
vörun sína til varnarstöðvanna, sem senda að vörmu spori ráð-
stafanir í allar áttir, ásamt loftherflota í fangið á óvinunum.
löngu, ef stríðið og 9. apríl hefðu
ekki komið í veg fyrir það. Ó-
ræktað land hefir altaf mikla
framtíðarmöguleika. Þessvegna
trúi eg á Island, og þessvegna vil
eg heim.”
•
Tryggvi Briem hafði lagt
stund á verzlunarfræði í 3—4 ár
heima í Reykjavík áður en hann
kom til Kaupmannahafnar til
þess að læra endurskoðun.
— Fyrir hálfu öðru ári, segir
Tryggvi Briem, lauk eg prófi í
endurskoðun. Samstundis fékk
eg vinnu hjá endurskoðunarfyr-
irtæki í Kaupmannahöfn, svo að
fjárhagslega kemst eg vel af. Eg
held að óhætt sé að segja, þegar
öllu er á botninn hvolft, að f jár-
hafslega hafi íslendingarnir hér
komist vel af “biðtímann”. En
það er ekki alt fengið með því.
Við viljum helst — eg vil það að
minsta kosti — leggja fram
krafta okkar heima á Islandi.
•
Óskar Þórðarson er læknir
með lyflæknisfræði sem sér-
grein. Hann er 35 ára gamall.
— Eg útskrifaðist læknir á Is-
landi, segir Óskar læknir, en var
kominn til Hafnar til þess að
stunda framhaldsnám við sjúkra-
hús hér, þegar stríðið hnepti mig
í fjötra. Árið 1940 var ferð heim
til Islands um Petsamo. Það var
þegar Finnland var hlutlaust. Þá
hafði eg ekki lokið námi, en nú
er það búið og eg vil helst af stað
nú þegar.
— Þráið þér að komast heim?
— Eg er ekki neinn sérstakur
tilfinningarmaður. Menn óska
eftir að fá atvinnu, sem hægt er
að lifa af í framtíðinni. Sem
stendur hefi eg vinnu við hand-
lækningadeild ríkisspítalans, en
þar sem eg er ekki danskur lækn-
ir, hefi eg ekki leyfi til þess að
reka sjálfstæða læknisstofu. Hér
eru alls 15 íslenzkir læknar, sem
hafa fengið leyfi til, fyrir milli-
göngu heilbrigðisstjórnarinnar,
að taka við læknisstörfum við
dönsk sjúkrahús, en að “praktis-
era” kemur ekki til greina. —
Um fjárhagsörðugleikana? Mað-
ur verður að lifa'sparlega og svo
að bæla niður heimþrána og
treysta því, að þetta ástand vari
ekki að eilífu.
•
Ingibjörg Böðvarsdóttir er eini
Islendingurinn af þessum sex,
sem hreinskilnislega viðurkenn-
ir, að hún líði af ákafri heimþrá.
Hún er mjög ljós yfirlitum, með
sterkblá augu eins og stúlkurnar
í Islendingasögunum.
— Eg er lyfjafræðikandídat
frá Reykjavík. En þar sem eg
hefi ekki tekið kandídatsprófið í
Danmörku, hefi eg ekki leyfi til
að “praktisera” í lyfjabúð hér.
Þegar stríðið braust út, hefði eg
átt að vera komin heim til Is-
lands. Eg geri ráð fyrir, að eg
hafi ekki áttað mig nógu fljótt á
hlutunum. Mér hefði fallið það
mjög þungt að þurfa að fá fjár-
hagslega aðstoð frá sendiráðs-
skrifstofunni, og hjálp að heiman
hefði alls ekki náð til mín. Til
allrar hamingju fékk eg stöðu
sem lyfjafræðingur við “Ferro-
san” lyfjagerðina, þar sem eg
vinn nú. En eins fljótt og auðið
er vil eg heim til íslands. Eg
þrái það.
Sveinn Björnsson er tann-
læknir.
— Einnig eg er “frosinn fast-
ur” í Danmörku, en sem betur
fer hefi eg atvinnu. Strax er eg
hafði lokið dönsku tannlæknis-
prófi, réðist eg sem aðstoðar-
læknir til tannlæknis í Kaup-
mannahöfn. Framtíðarstarf mitt
er ekki í Danmörku, það er á ís-
landi. Þegar leiðin opnast heim
aftur, verða þar nóg not fyrir
mentaða æsku. Gísli Kristjáns-
son er formaður nefndar, sem
rannsaka á möguleikana á sam-
eiginlegri ferð Islendinga, sem í
Danmörku eru, heim. Við erum
mörg, sem vonum, að þessar
ráðagerðir takist.
Rögnvaldur Þorkelsson er
verkfræðingur. Hann er 26 ára.
Kom til Danmerkur 1937, til þess
að nema byggingarverkfræði. —
Faðir minn er veðurstofustjóri í
Reykjavík. Eg lauk prófi í jan.
og fékk þá þegar atvinnu við
verkfræðistörf.
Ef eg á þessu auknabliki fengi
tækifæri til þess að fara heim, já,
þá myndi eg nota það, vegna
þess að eg vil sjá ísland aftur.
En ef atvinnumöguleikar eru
ekki betri þar en hér, þá vil eg
heldur vera í Danmörku. Eg vil
vera þar sem möguleikarnir eru
mestir, en það má ekki skilja það
svo að mér þyki ekki eins vænt
um Island fyrir það. Eg get
fengið sting í hjartað af þrá eftir
að sjá miðnætursólina, á henni
verður maður aldrei þreyttur.
Hún er bezta meðalið fyrir veik-
ar taugar hún er unaðsleg — og
síðast en ekki sízt Island.
•
Að lokum segir Gísli Krist-
jánsson: Það hlýtur að vera
stærsta hugsjón okkar ,er lokið
höfum námi hér, að taka nú virk-
an þátt í uppbyggingu Islands
framtíðarinnar. — Þær fáu
raddir, sem heyrast að heiman,
gefa einnig til kynna, að þeir
óska eftir þátttöku okkar í lausn
hinna ýmsu þrauta. Á meðal
vina í Danmörku erum við eins
og heima, en framtíðarstarf okk-
ar er á föðurlandinu, landinu, er
við erum fæddir í og aldir upp.
Við vonum því að á næsta ári —
þegar miðnætursólin varpar
geislum sínum á íslenzku jökl-
ana — verðum við aftur heima
hjá okkur sjálfum.—Mbl. 23. feb.
Professional and Business
- Directory —
Orrici Phonk
87 293
Rks. Phonk
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
OrricK Hotjfs:
12—1
4 p.M.—6 p.m.
AND BY APPOINTMENT
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY ST.
Beint suOur af Banning
Talsimi 30 S77
Vlðtatetíml kl. 3—5 e.h.
DR. S. ZEAVIN
Physician & Surgeon
504 BOYD BLDG. - Phone 22 616
Office hrs.: 2—6 p.m.
Res. 896 Garfield St„ Ph. 34 407
DR. A. V. JOHNSON
DBNTIST
50S Somerset Bldg.
Office 88 124 Res. 202 398
ANDREWS, ANDREWS,
THORVALDSON &
EGGERTSON
Lögfrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
J. J. Swanson & Co. Ltd. RBALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Slml: 26 821 308 AVPNUE BLDO.—Winnlpeg
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Weddlng Rlngs Agent for Bulova Waitchee Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE
SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðai og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Ábyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave., Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi
H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Building Broadway and Hargrave Phone 21455 Winnipeg, Canada
CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 86 651 Res. Phone 73 917
ÁSGEIRSON’S PAINTS AND WALL PAPER 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322
Frá vini
DRS. k R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
★
406 TORONTO GEN. TRUSTS
n _ nUlLiDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave., Phone 27 939
Fresh Cut Plowers Daily.
Planits in Season
We apecialize in Weddlng & Concert
Boúquerts & Funeral Designs
Icelandic spoken
A. S. BARDAL
selur líkklstur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá bestl.
Bnnfremur sélur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone SS 607 WINNIPEO
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 23 631
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 98 211
Manager: T. R. THORVALDSON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigurðsson
General Contractor
★
594 Alverstone St., Winnipeg
Sími 33 038
A. SAEDAL
PAINTER & DECORATOR
★
Phone 29 654
★
696 Simcoe St., Winnipeg
JORNSONS
iÖÖKSTÖREI
hbU'VJ 1
702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Heyrnarsljór maður kom til
eymalæknis og kvartaði yfir því,
að hann væri alveg að missa
heyrnina. Læknirinn athugaði
manninn og lét hann síðan fá
heyrnartæki. Sér til mikillar
gleði fann maðurinn, að nú gat
hann heyrt, og hann var hinn á-
nægðasti. En alt í einu rak hann
upp hljóð og hrópaði:
“Nei, takið þetta af mér, eg
þoli ekki þenna hávaða, eg þoli
ekki að hafa þetta.”
Læknirinn gekk út að glugg-
anum, leit út og sagði síðan afar
rólega:
“Þetta er bara gamall Ford-
skrjóður, sem verið er að reyna
að koma í gang.”
Eftir þetta var maðurinn ófá-
anlegur til þess að nota heyrnar-
tækið.
* ★ ★
“Jæja, þá er eg kominn aftur
úr ferð minni kringum hnött-
inn.”
“En undursamlegt. Stoppað-
irðu í Egyptalandi?”
“Já, auðvitað.”
”Fórstu upp Níl?”
“Þú getur hengt þig upp á að
eg gerði. Dásamlegt útsýni af
toppinum.”