Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. APRIL 1944 Ufeimskringila (StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 19. APRÍL 1944 Sól og sumar Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Með breytingunni á veðr- áttu nú í “sól og sumar”, frá undanfarandi þrályndum kuldum, rifjast það upp, að með komu sumardagsins fyrsta hefir veðri hér oft brugðið til betra síðari árin, þó skrítið sé, þar sem dagurinn má alíslenzkur heita og er hvorki miðaður við hérlend náttúru- skilyrði né eigi hér heima í tímatalinu. En íslenzkt brjóstvit og íslenzk náttúruskilyrði hafa lagt saman í uppistöðuna.og hafa ofið svo vefinn, að dagurinn eigi alls staðar við, þar sem náttúruskilyrði eru svipuð. Dagurinn er eitt af þessu andlega erfðagózi, sem við fluttum með okkur að heiman, og gæti vel verið eitt af því, sem við leggjum til hérlenzkra þjóðhátta. 1 boðskap hans kveður við hvar sem fluttur er, óður lífs og gróðurs. Það er nú þegar sumar í lofti. Og þess er þá aldrei langt að bíða í þessu græðursæla landi, að það sýni sig í fegurð náttúrunnar, í því, að jörð klæðist grænu, trén laufgi og loftið fyllist ilmi blóma og unaðslegum fuglasöng. Undursamlega vísdómsleg og fögur finst niðurröðunin á þessu öllu vera. Hvílíkt bergmál það vekur í brjóstum manna! En þó er nú, þegar maður snýr sér að mannlífinu, sem stundum sýnist annað uppi á teningi og vér fáum þessa ekki fyllilega notið. Það vorar eða sumrar ekki ávalt í sálum manna eins og að ráði hins alvitra gerir í náttúrunni. Útlitið í mannfélögunum úti um heim, er þessa stundina slíkt, að lítil von er til að þar sumri fyrst um sinn. En jafnvel það þarf ekki til; sannast óft það sem St. G. St. sagði, að menn eigi tíðum einn fleiri vetur en sumur. Það nær nú samt ekki til þeirra, sem eru að græða á tá og fingri á athæfinu sem er að gerast. En þetta á sér nú eigi síður stað, að maður ekki tali um þá sem í brjóstfylkingu standa í hildarleiknum mikla og hinar yfirunnu þjóðir, sem daga og nætur horfast í augu við dauðann? Þeir eiga nú þegar orðið nokkuð fleiri vetur en sumur sem af er æfinni og ekki að vita hversu lengi það óskipulag helzt við. Hversu heitt óskar nú ekki margur að veturinn fari einnig þar að stytta og þeir fái notið sumars, eins og sjóli hæða hefir svo vís- dómlega ætlað öllum börnum sínum. En hvað má það sín? Myrkravöldin halda taumunum í flestu er mannlegu samlífi við- kemur, en það góða og göfuga ekki. Þessar andstæður eru þeim mun ófreskjulegri, sem við lifum á þeirri öld, sem stærsta sigra hefir unnið mannkyninu til velferðar. En eins og skrifað stendur, lætur guð ekki að sér hæða. Þeir sem þyrnunum hafa sáð í mannfélagsakurinn, verða ein- hverntíma broddum þeirra stungnir. í trausti þess að Svásuður eigi eftir að sigra Vindsval í sálum manna eins og í náttúrunni, óskum vér einum sem öllum gleði- legs sumars! að forseti yrði endanlega kosinn af meiri hluta þeirra, er þátt taka í forsetakjöri. Komu ýms- ar tillögur fram í því sambandi, og mikil vinna var lögð í athug- un þeirra, en engin þeirra var samþykt í nefndinni. Varð því niðurstaða nefndarinnar sú, sem að ofan greinir. Er sú tillaga flutt í trausti þess, að þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni, að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram. Nefndin leggur til, að kjör- tímabil' forseta verði óbreytt, 4 ár, en hefjist 1. ágúst og endi 31. júlí að 4 árum liðnum. Ennfrem- ur að forsetakjör fari fram í júní eða júlí. Þykir sá tími hag- kvæmastur eftir þeirri reynslu, sem fengin er um almennar kosn- ingar.” Atkvæðagreiðsla um skilnað- inn við Dani er ætlast til að fari fram um 20. maí. Alþingi á svo að koma saman ekki síðar en um miðjan júní og setja smiðshöggið á alt saman. Seytjandi júní er dagurinn sem gert að ráð fyrir' í lýðveldisstjórnarskránni, að Is-1 land verði fullvalda ríki. IIM TRÚARSKOÐANIR | orðin sú sem hún var, og ekkert ríkjunum á þeim dögum hafi THOMAS JEFFERSON, var verið að spyría hverrar trú- hræðst Jefferson, og skoðað hann ar maðurinn væri, er hann var sem hættulega persónu, vegna kosinn á þing, eða gerður að for-i þeirra skoðana, sem hann hafði sætisráðherra landsins, með í trúmálum! Kosningaárið, 1800, Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg af séra Philip M. Pétursson, sunnud. 16. apríl. Eg tek sem texta minn í kvöld, ekki orð sem eru að finna í ritn- j ingunni, en orð, sem rituð voru' fyrir rúmum eitt hundrað og tuttugu árum. Þar var sagt: “Ef að kennigar Jesú hefðu fullu valdi til að útnefna menn í æðstu stöður annara kirkju- deilda en hans eigin, í þjóðkirkju landsins; Þannig var Neville Chamber- efa eru fleiri menn á Englandi í Hann trúði ekki heldur á þær Póstreksturinn I samhandi við sumardaginn fyrsta, viljum vér minna á samkomuna í Samhandskirkjunni á morgun, sem þeim degi er helguð. íslendingar ættu að fjölmenna þar og fagna sumrinu að íslenzkum sið. Breytingar á lýðræðis- stjórnarskrá Islands Fyrir nokkru síðan var birt í Heimskringlu frumvarpið að hinni nýju lýðveldisstjórnar- skrg Islands. 1 blöðum að heim- an dagsettum 24. febrúar s. 1. segir frá því, að nefndir frá sam,- einuðu Alþingi hafi verið skip- aðar til að íhuga frumvarpið. — Gerði nefndin nokkrar breyting- ar við það, og hefir Alþingi nú samþykt þær að mestu óbreytt- ar. Helztu breytingarnar voru þær, að forseti verður þjóðkjör- inn, en ekki þingkjörinn. Enn- fremur að heiti forseta verði: Forseti tslands. Er farið svofeldum orðum um þetta í nefndarálitinu: “Nefndin leggur til, að heiti forseta verði: Forseti fslands. — Þykir bezt við eigandi, að forset- inn verði kendur við landið, og glegst til aðgreiningar frá forset- um Alþingis og forsetum ein- stakra félaga. 1 stjórnarskrárfrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að Alþingi kjósi forsetann. Nefndin leggur til, að frá því ráði verði horfið og í þess stað ákveðið að forseti verði þjóðkjörinn. Þykir nefnd- inni sem sú breyting muni vera í samræmi við vilja og óskir mikils þorra þjóðarinnar eftir því sem næst verður komist. Er þetta meginbreytingartillaga nefndarinnar, og af henni leiðir ýmsar aðrar breytingar. Hefir nefndin orðið að eyða miklum tíma til þess að athuga heppileg- ustu aðferðir við þjóðkjörið, og verður vikið að því í öðru sam- bandi. Nefndin leggur til, að ger- breytt verði 5. gr. frumvarpsins til samræmis við tillögu nefnd- arinnar um þjóðkjör forseta í stað þingkjörs. Er ætlast til, að allir alþingiskjósendur hafi kosningarétt. — Rétt þykir að gera nokkuð strangar kröfur um meðmælendafjölda við forseta- kjör og er hér gert ráð fyrir minst 1500 meðmælendum, en mest 3000, eftir því sem nánar verður tiltekið í kosningalögum. Þá er lagt til, að í lögum megi á- kveða, að meðmælendur skuli vera úr öllum landsfjórðungum að jafnri tiltölu við kjósenda- fjölda. Byggist sú tillaga á því, að réttmætt sé að krefjast þess, að forsetaefni geti sýnt fram á, að hann hafi nokkurt fylgi víðs- vegar um landið, en þó megi ekki gera frekari kröfur í þessu efni en tiltekið er. Nefndin leggur til, að sá sé rétt kjörinn forseti, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri. Mjög var um það rætt í nefndinni, hvort rétt væri að setja ákvæði til tryggingar því, Þess hefir nýlega verið minst, að pósthús Canada hafi komið yfir 30 miljón bréfum til skila handan við haf á síðast liðnu ári. Með öllum þeim breytingum, sem eiga sér stað á heimilisföng- um hermanna, er sendir eru, eins og allir vita, úr einu landi í ann- að, eru í skotgröfinni, á sjó úti, í sjúkrahúsum o. s. frv., gengur þetta göldrum næst. En þannig er þjónusta þessar- ar stofnunar rekin. Má lengi leita til þess að finna nokkurt opinbert fyrirtæki, sem svo vel og samvizkusamlega er rekið, sem póstflutningurinn. Eigum vér þar ekki eingöngu við það, hvað mikilsvert það er hermönnunum að fá bréf og blöð að heiman og hinum nánustu þeirra, að fá línur frá þeim með eigin hendi skrifaðar. Það er heldur hitt, hve almenn að þæg- indin eru af póstrekstrinum, og að hann kostar svo lítið, að hver maður getur fært sér hann í nyt, sem hin raunverulega saga hans, og lang merkilegasta starf allra opinberra stofnana þjóðfélags- ins, kemur til greina. Póstrekstur heimsins er sú fyr- irmynd, að oss furðar á, hve lítið er átt við að sníða rekstur ann- ara fyrirtækja eftir honum. Vér hljótum að vera sljóvir, að við- urkenna ekki þann almenna hag, sem skipulagi hans er samfara, með því að taka það upp í öðrum greinum. Og þó er iðulega á þetta bent. Póstmeistari Canada fer fram á það við almenning, að hann greiði fyrir starfinu með því að gefa upplýsingar um vistaskifti og þessháttar svo skjótt sem auð- ið er. Almenningur ætti vissu- lega að sinna þessu og greiða , með því fyrir því þjóðfélags- ! starfinu, sem mest gerir fyrir I hann og minst tekur fyrir það. Það er sjaldgæft að maður sjái J annan eins fögnuð á ásjónu manna og þegar pósturinn kem- ur. Og einum þeim fögnuði gleymum vér ekki. Öldruð kona, sem heima átti í sömu götu og sá er þetta ritar, hafði ekki lengi heyrt af syni sínum. Hún spurði póstinn daglega hvort hann færði sér ekki bréf frá honum. Nei, það drógst. En loks kom það og með góðum fréttum! Vér gleymum aldrei hvað það létti áhyggjum af konunni. Það er og annað, sem vér minnumst lengi í þessu sambandi. Pósturinn sem færði henni bréfið, hljóp við fót, frá strætisvagninum, fram hjá öllum öðrum húsum til að koma bréfinu, sem fyrst til hinn- ar örvæntingarfullu konu. Það má að minsta kosti kalla að skilja starf sitt. voru margir bæklingar skrifaðir á móti Jefferson, og aðal atriðið tekið til umræðu í flestum eða öllum þeirra, sýnist hafa verið trúarskoðanir hans. T. d. er lain, sem var Únitari, gerður aðj einn bæklingur til sem kallaður æðsta ráðgjafa konungsins, og;var, “Kristindómurinn á móti þar áður, varð annar Únitari, Thomas Jefferson.” Höfundur- Ramsay McDonald, einnig for-|inn segist ekki vera mótfallinn altaf verið prédikaðar eins og sætisráðherra á Englandi. Án, pólitískum skoðunum Jeffersons. þær komu frá hans eigin vörum, þá hefði allur hinn siðaði heimur nú verið kristinn. Eg gleðst yfir því, að þessi þjóð, unnandi frjálsra rannsókna og frjálsrar trúar, sem hefir hvorki beygt sig undir vald konunga eða presta, er vitni að hinum vaknandi á- huga fyrir kenningunni um einn guð, og eg vona, að enginn ein- asti ungur maður sem nú lifir, deyji annarar trúar en Únitara trúar!” Maðurinn sem skrifaði þessi orð í bréfi til vinar síns, Dr. Benjamins, nokkurs, Wather- house, var þriðji forseti Banda- ríkjanna. Hann samdi sjálfstæð- isyfirlýsingu þeirrar þjóðar, (De- claration of Independence), sem stendur enn sem minningar- merki um hann, og hefir hlotið lof og aðdáun allra frelsiselsk- andi manna, fyrir framtakssemi, víðsýni, skilning og umburðar- lyndi — þessi maður var Thom- as Jefferson. Eins og vér nú vitum, varð hann fyrir vonbrigðum í því, að allir ungir menn, sem þá lifðu, gerðust Únitarar, áður en þeir dæju. En þessi von hans, og þau orð sem hann notaði, bera vitni um það, í hve háu áliti þessi trú skynseminnar var hjá hon- um, þessi kreddulausa trú, sem hélt því fram, að kenningar Jesú einar, án allra þeirra auka trúar- atriða, sem bættust við á seinni öldum, væru að öllu leyti full- nægjandi, frá trúarlegu og sið- ferðilegu sjónarmiði, og uppfyltu allar kröfur um fullkomið and- legt líf. Þetta var trú Thomas Jeffer- son, sem er nú talinn í röð hinna helztu forseta Banadríkjanna, og sem er nefndur með George Washington, og Abraham Lin- coln, sem einn af vinsælustu og áhrifamestu forsetum þeirrar þjóðar, og sem veigamikinn þátt átti í því að stofna þjóðfélag á öruggum og áreiðanlegum grundvelli. Þannig var Jeffer- son, auk þess að vera frjáls í skoðun á andlegum málum, einn- ig mikill og framtakssamur stjórnmálamaður, sem hafði al- veg sérstakan skilning á þörfum frjálsrar þjóðar og á réttindum og ábyrgðum borgara innan vé- banda lýðræðisfyrirkomulags. Oss finst það ef til vill nú, ekki háum stöðum, sem eru fylgjend- ur hinnar frjálsu stefnu í trú- málum, alveg eins og hefir verið á síðari tímum, og er nú í Banda- ríkjunum. Ekki er núverandi frjálstrúar prestum, þ. e. a. s. tilheyrandi frjálstrúar kirkju, bægt frá stöðum fyrir það. Fyrir nokkrum árum varð William H. Taft, Únitari, forseti, og síðan forseti hæstaréttar (Chief Justice of the Supreme Court), alveg eins og Oliver Wendell Holmes, sem var einnig yfirdómari hæstaréttar, og er fyrir skömmu dáinn. Einnig hafa þrír aðrir forsetar verið Únitarar, John Adams, John Quincy Adams og Millard Fillmore. En meðal hinna núlifandi manna, sem tilheyra Únitara kirkjunni suður frá má telja landstjóra (Governor) Massachu- setts-ríkis, Saltonstall, o^Senat or Burton frá Ohio, sem nýbúið er að útnefna, sem Moderator fyrir Únitara félagið fyrir næst- komandi ár. Það eru án efa, margir aðrir, sem mætti nefna, sem skipa há- ar stöður, hvort sem er í stjórn- inni eða annarstaðar, sem fylgja frjálstrúarstefnunni, og bera þess vitni að nú hefir sú stefna hlotið svo mikla viðurkenningu, og ágæti þeirra manna sem að- hyllast hana hefir sannast svo oft og á svo mörgum sviðum, að ekki geta menn lengur talið það agnúa á því, að þeir skipi háar eða ábyrgðarmiklar stöður. En þegar Thomas Jefferson var að brjótast fram í pólitísku baráttunni fyrir meira en hálfri annari öld, var öðru máli að gegna. Þá varð hann ekki að- eins og yfirvinna sína pólitísku andstæðinga, en einnig að yfir- buga skammsýni og hleypidóma og trúargrillur sinna eigin flokksmanna, sem, þó að þeir þektu og viðurkendu hans miklu gáfur og hæfilegleika til að verða forseti þjóðarinnar, hik- uðu við að styðja hann, vegna trúarskoðanna hans. En þessar skoðanir hans voru í saijia anda og þær, sem vér fylgjum nú, og sem vér erum að styðja hér, með því að halda þessari kirkju uppi, og með því að gerast liður í slúðursögur sem gengu, um heimilislíf hans, en viðurkendi að það væri að öllu leyti lýta- laust. En hann hugði að öllu trúarlífi heimsálfunnar yrði stofnað í hættu, ef að maður með þeim skoðunum sem Jefferson hafði í trúmálum, væri gerður að forseta. Það sama ár, var í öllum ríkj- um landsins rætt og rifist um trúmál í sambandi við forseta- kosninguna, og þau urðu að póli- tískum fótbolta. Jefferson hafði auðvitað, eins og talið var hon- um til ágætis, samið sjálfstæðis- yfirlýsingu þjóðarinnar, en spursmálið var ekki hvað hann hafði þegar unnið þjóðinni til gagns, en hvort það yrði hættu- laust að kjósa mann með þeim trúarskoðunum, sem hann hafði, í forseta embættið. En, þrátt fyrir andstæðinga, pólitíska og trúarlega, var hann kosinn forseti þjóðarinnar, og vann þannig tvöfaldan sigur, pólitískan og trúarlegan, og nú heyrist ekki orð um hættu, sem geti stafað af trúarskoðunum hans. 1 stað þess, hefir hann hlotið viðurkenningu þjóðarinn- ar á margvíslegan hátt, og þar á meðal, sem dæmi þess álits sem hann var í á seinni tímum, lét 57. löggjafarþing (Congress) Banda- ríkjanna, prenta mjög vandaða útgáfu af hinni svokölluðu “Jef- fersons biblíu”, þ. e. a. s. útdrátt úr guðspjöllunum sem Jefferson gerði, og sem hann hugði að birti hina hreinu og óbreyttu trú Jesú, eins og hann hafði sjálfur birt hana. Alls voru gefin út 9000 eintök, 3000 fyrir efri deild stjórnarinnar og 6000 fyrir neðri deildina. 1 þessari “biblíu Jef- ferson’s“ birtist alt, sem hann hugði að væri nauðsynlegt í trú- málum. Og það sannast af þess- ari litlu bók og innihaldi hennar, að hann var raunverulega mikill trúmaður, í bezta skilningi þess orðs, hvað sem andstæðingar hans höfðu haldið fram um það efni. En ástæðan fyrir því, að hann var skoðaður sem villutrúarmað- ur, var aðeins sú, að hann, eins og aðrir frjálstrúarmenn, gat ekki veitt móttöku hinum flóknu og torskildu trúarfræð- frjálstrúar baráttunni, sem hefir^ ekki breiðst út að eins miklu | um, sem bættust við hinar upp- undarlegt þó að menn, sem skipa ieyti og Jefferson gerði sér vonir ^ haflegu kenningar kristninnar á háar stöður, séu frjálsir í trúar- um að hún gerði, en hefir samt seinni tímum. Hann taldi það skoðunum sínum. Menn hafa' látið til sín taka meðal flestra aðeins að vera kristinn, að fylgja lítið við frjálslyndi þeirra að þjóða heimsins. Og þó að beinu^ kenningum Jesú, höfundi krist- athuga, jafnvel andstæðingar trúboða starfi hafi ekki verið innar trúar, en ekki trúfræði þeirra. Það er ekki nú talinn; haldið uppi, til að útbreiða trúar- J seinni alda. Og hann sá enga galli, að fylgja frjálsri trú, og skoðanir vorar, þá hefir hin : ástæðu til að fylgja trúaratrið- það er sjaldan sem menn notaj frjálsa og víðsýna skoðun vakn-, um, sem menn seinni alda það í pólitískum umræðum að að samt víða um heim, eins ogjsömdu, og vildu þrengja upp á finna að trúarskoðun umsækj- hún mun altaf vakna, þar sem menn sem hluta af trú allra andans. Þannig geta menn einsj að skynsemin ræður og menn fá kristinna þjóða. og t. d. Chamberlain á Englandi að hugsa og tala frjálst, um| Þess vegna samdi hann þessa fyrir fáum árum, orðið forsætis- í hvaða efni sem þeim kemur til litlu bók, eða réttara sagt, tók ráðherra, og ekkert tillit tekið til hugar. j hana saman, því hann fór aðeins þess, þó að hann væri leiðandij En á dögum Jefferson, var, í gegnum guðspjöllin og klifti úr Únitari í kjördæmi sínu og ættý frelsishugmyndin, hvort sem var' vers sem hann hugði að væru veigamikinn þátt í málum hinn-!í hugsun, eða trúmálum, eðajhin verulegu orð Jesú, eða sem ar frjálstrúuðu kirkju. Eg veit ekki til þess að minst hafði verið á það að hann væri Únitari, í sambandi við stjórnmál á Eng- landi nema aðeins einu sinni á þinginu þegar einn lávarður í efri deildinni á Englandi, mintist þess, er var verið að útnefna biskupa ensku þjóðkirkjunnar, að á tímum Henry áttunda, hefði Únitara ekki aðeins verið bannað að hafa vald til að út- nefna æðstu menn þjóðkirkjunn- ar, heldur hefði hann verið handtekinn og brendur fyrir villutrú. En nú var breytingin mannfélagsmálum, aðeins að lýstu honum og gerðum hans ná- byrja að ryðja sér til rúms. En kvæmlega, en slepti öllu öðru úr, það var engu líkara en að ryðjaj sem hann hugði að ætti ekki við. skóg, að reyna að ryðja frjálsum; Þannig, eftir sögu manna, sem skoðunum braut, en að því leyti hafa séð þessa Jefferson biblíu, örðugara, að jafnóðum og búið framleiddi hann eina af hinum var að umsteypa villunum og fegurstu og dýrmætustu sýnis- röngum skoðunum, spruttu aðr- hornum af siðferðislegum og ar upp í þeirra stað, og braut- ryðjandinn varð þess vegna ekki aðeins að ryðja brautina, heldur einnig að halda veginum greið- færum, sem hann hafði þegar rutt! verulega andlegum kenningum i stuttu máli, sem fram hafa kom- ið. En þetta er dómur nútím- ans. Um trúarskoðanir Jeffer- sons á hans dögum, gerðust menn ólmir á móti honum og hreyttu í Sagt er t. d. — að næstum því f hann illyrðum og skömmum af helmingur af öllu fólki í Banda- öllu tagi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.