Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 ifehttakrinjjk í (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 Jón Magnússon skáld Marga setti hljóða við fréttina að góðskáldið velþekta, Jón Magnússon væri dáinn. Hann var svo ungur og átti svo margt eftir að skrifa og svo mörg kvæði að yrkja. Hér var maður fallinn að velli sem djúp ítök átti í hjörtum allra Islendinga austan hafsins og vestan, sem á annað borð skildu og virtu góðan skáld- skap og fagrar hugsanir. En nú var skáldið góða, sem orti hina fögru kveðju til Vestur- Islendinga árið 1930, fallið að velli. Það kvæði var veganesti þeirra á vestur-leiðinni og verður þeim ógleymanlegt hér í dreif- ingunni. Ástúðin og einlægnin fyltu hverja hendingu í kvæðinu, og snerti hverja einustu ættjarðar-taug í brjóstum þeirra, sem nú voru að kveðja. Það var eins og blíða og fegurð íslenzkrar náttúru tækju höndum samán til þess að gera þessum stundar-gestum hinnar göfugu Fjallkonu, skilnaðar stundina ógleymanlega, og hún valdi þennan ástmög sinn til þess, að búa til og afhenda þeim þetta ódauðlega listaverk. Eg get ekki stilt mig um að birta hér þrjú erindi úr þessu kvæði, rúmið er takmarkað svo ekki verður viðkomið að taka hér upp alt kvæðið, þó eg hefði helzt kosið að gera það: “Við höldum ennþá hópinn, þótt hafið skifti löndum. Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður. Og systkin öll við erum, sem elskum sömu móður. Og æskutrygð og ástir þið ortuð heim í ljóði, þó komu fleiri kveðjur, sem kveðnar voru í hljóði. Við sjáum oft á aftni sem eld í vestri kvikna. Við hlustum yfir hafið, og hugir okkar vikna. Að heiman heim þið siglið. Og hjartans þakkir okkar. Það logar ennþá eldpr, sem út á djúpið lokkar. Þið berið kæra kveðju frá koti, stekk og heiðum þeim Islands börnum öllum, sem eru á Vesturleiðum.” Jón var aðeins 47 ára þegar hann dó, 2. febrúár 1944. Hann hafði gefið út eftir sig fjórar kvæðabækur, og kennir þar alstaðar listræni og fegurðar í rími og hugsun, jafnframt óvenjulegri skáld- skapar-gáfu. Þessar bækur eru: Bláskógar, Hjarðir, Flúðir og Björn á Reyðarfelli. Hafa þær allar komið á bókamarkaðinn hér vestra og mætt afar miklum og verðskulduðum vinsældum. Minningin um þennan listríka ljóða-svan mun vara meðan íslenzkt mál er lesið af skilningi, og kafað er eftir hinum óvið- jafnanlegu bókmentaperlum sem það á yfir að ráða. P. S. P. SÍMSKEYTI frá Utanríkisráðuneyti íslands Reykjavík, 6. júlí 1944 Gettir Jóhannson, Icelandic Consul, t Winnipeg, Canada. Sunnudaginn 2. júlí var Dr. Beck heiðursgestur Borgfirðinga og aðalræðumaður á lýðveldishá- tíð og íþróttamóti þeirra að Ferju koti er 3000 manns sóttu. Flutti hann kveðjur frá Vestur-íslend- ingum og sagði frá þjóðræknis- starfi þeirra. Var honum og máli hans ágæ’tlega fagnað; hann og Vestur-íslendingar voru hylt- ir í ræðulok með ferföldu húrra- hrópi. Um helgina heimsótti hann einnig Reykholt og fræði- mannin Kristleif Þorsteinsson á Stórakroppi sem V.-ísl. er að góðu kunnur, var hann í för með Haraldi Böðvarssyni kaup- manni á Akranesi, náfrænda Dr. Brandsons heitins. Beck kom úr þessari för á mánudag. Á þriðju- dag var hann gestur Sendiherra Bandaríkjanna á fjórða júlí hátíð og síðar um daginn hjá yfir- mönnum Bandaríkjahersflota; um kvöldið flutti hann erindi í Ríkisútvarpið í tilefni f jórða júlí, mikið rómað af almenningi. Á miðvikudag 5. júlí var hann gestur við hátíðlega athöfn Há- skóla íslands, þar sem hann flutti kveðjur frá Ríkisháskóla Norður Dakota, fylkisháskóla Manitoba, og Cornell háskólanum, jafn- framt flutti hann kveðjur frá Þjóðræknisfélagi Vestur íslend- ftnga. Rektor háskólans Jón Sig- ; urðsson læknir strýði athöfninni. ! Samkomugestir hyltu Vestur- | íslendinga, að lokum var drukk- j ið kaffi í kennarastofu háskól- ans. Um kvöldið hélt Þjóðræknis- | félag Islendinga Dr. Back virðu- legt samsæti á Hótel Borg, bisk- ! up íslands, Dr. Sigurgeir Sig- ! urðsson, flutti aðalræðuna, aðrir i sem töluðu voru, Árni Eylands j forseti félagsins, Ófeigur Ófeigs- J son læknir, séra Jakob Jónsson, (Arnfinnur Jónsson skólastjóri, en Kjartan Ólafsson flutti frum- ort kvæði. Dr. Beck þakkaði með 1 alllangri ræðu góða samvinnu og ^ viráttumerki af hálfu Þjóðrækn- isfélagsins og ræddi um fram- haldandi samstarf austan hafs og vestan og mælti fyrir minni ís- I lands. Máli hans var tekið með ! miklum fögnuði. Vilhj. Þór Útvarpserindi um ísland 17. júní 1944 Eftir Guðmund dómara Grímson Dagblöðin hafa í vor verið að geta atburðar, sem hefir kanske ekki vakið mikla athygli, en er samt sem áður all mikilvægur. Það voru fréttirnar um algerðan aðskilnað íslands og Danmerk- ur, og ^ndurreisn hins forna ís- lenzka lýðveldis. Island er lítið land. Að flat- armáli er það minna en Norður Dakota. Einungis tveir fimtu hlutar þess er byggilegt, hitt eru fjöll, jöklar, hraun og eldfjöll. Það liggur upp að norðuríshafs- baug. Landfræðilega er austur og vestur hveli jarðar skift eftir tuttugasta hádegisbaug (merid- ian), sem skifti íslandi til helm- inga milli Evrópu og Norður Ameríku. Hin réttari skifting milli heimsálfanna, er eftir hin- um dýpsta Atlants ál, og yrði Jsland þá, alt, Norður Ameríku megin. Eftir að Bandaríkin keyptu Alaska, hvatti ríkisritarinn, Hon. William H. Seward til að Island yrði keypt líka. Það er eitt af útvörnum álfu vorrar. Golf straumurinn rennur með- fram ströndum þess, svo lofts- lagið er milt, þrátt fyrir hið kuldalega nafn landsins. Vatn hinna mörgu heitu lauga og hvera, er brúkað til upphitunar, og matreiðslu. Landið er mjög vogskorið, með djúpum fjörðum og góðum höfnum, sem eru opn- ar alt árið í kring. Vegna legu landsins og afstöðu þess til varnar, settu Bretar þar herlið á land, fyrir hernaðarlega nauðsyn, eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Noreg. Þegar Bretar fóru, bað stjórn íslands Bandaríkjastjórnina um vernd, og síðan 9. júlí 1941 hafa hersveitir vorar verið þar. Þeir hafa bygt á Islandi sumar hinna stærstu og fullkomnustu flug- stöðvar og herskipa lægi, sem til eru. Það hefir verið til stórrar verndunar siglingum á Norður Atlantshafinu, gegn herskipum og neðansjávarbátum Þjóðverja. Það land sem hefir ísland vel víggirt, hefir yfirráðin á sigl- ingaleiðum á Norður Atlantshaf- inu í hendi sér. ísland var bygt af norrænum víkingum, sem voru meðal hinna herskáustu manna þeirra tíma. Á sínum stóru opnu bátum, sem einungis var*róið með árum, og þegar vindur var hagstæður, þjálpað með ófullkomnum segl- um, þeir höfðu ekki annan leið arvísir til að sigla eftir, en sólina og stjörnurnar. Þeir fóru frá Noregi til landaleita, og stund- um til að taka sér bólfestu, og aðsetur á eyjum og ströndum Vestur Evrópu. Sumir settust að á Frakklandi, og nefndu land- nám sitt Normandy, þar sem að nú geysandi hersstyrjöld er háð. Sumir fóru alla leið til Con- stantinopel. Á níundu öld þegar Haraldur konungur hárfagri vann undir sig allan Noreg, og gerðist einvalds konungur yfir landi og þjóð, fóru sumir hinna óháðu víkinga burt úr landi, til íslands, ásamt nokkrum Irum, sem tóku sér þar bólfestu. Þeir einu menn sem voru fyrir í land- inu, voru 'fáeinir írskir einsetu- menn — munkar. íslendingar hneigðust brátt að friðsamlegum störfum og ment- un. 1 sögnum sínum varðveittu þeir átrúnað hins forna norræna kynstofns. Þeir sigldu meðfram ströndum Norður Ameríku árið 1000, næstum 500 árum áður en Columbus fann Ameríku. Um sextíu ára bil, hafði hver foringi (höfðingi) ótakmörkuð yfirráð yfir félögum sínum. Árið 930 komu þeir sér saman um, og ákváðu að setja ein lög sem gilda skyldu fyrir alt landið. Á þjóðsamkomu, sem þeir kölluðu alþing, mættu allir leið- togar og foringjar þjóðarinnar, og stofnuðu lýðræði, þingbundna höfðingjastjórn, samþyktu lög sem gyltu fyrir land alt, ásamt dómsmálafyrirkomulagi, með kviðdómurum. Sökum ótta við einveldi, hafði stjórnin ekkert framkvæmdar- vald. Þetta fyrirkomulag entist í kringum þrjú hundruð ár. Þá komu upp deilur milli ráðríkra og valdmikilla höfðingja. Nor- egskonungurinn hvatti íslend- inga til að gerást sína þegna, og hét þeim að stilla til friðar í landinu, og styðja að velmegun landsmanna. Árið 1262 var gerður sáttmáli við konungin, þar sem hann var viðurkendur sem konungur ls- lands, með því skilyrði að hann skyldi halda friði í landinu, en láta íslenzk lög haldast óbreytt, og meðfarin af Islendingum ein- um. I þessum sáttmála er það skýrt tekið fram, að ísland, þó það hafi sama konung og Nor-, gtjórnarfyrirkomulags. Eldur sá egur, skuli það alls ekki skoðast er jjer var kveiktur og logaði, sem hluti hins norska konungs- hefir varpað birtu til allra landa, en 97 % greiddu atkvæði með að segja ujpp samningnum. Aðeins 370 greiddu atkvæði með fram- haldi konungs sambandsins. — Meir en 95% greiddu atkvæði með lýðveldis stjórnarskránni. I samræmi við hina almennu atkvæðagreiðslu, og undirbúning Alþingis, var hið forna lýðveldi formlega endurreist. Þjóðþing Bandaríkjanna hefir rétt nýlega samþykt tillögu um heillaósk, og boðið hið nýja ís- lenzka lýðveldi velkomið í fjöl- skyldu frjálsra þjóða. Hon. Louis G. Dreyfus, sendiherra og einkafulltrúi Roosevelts forseta á íslandi, flutti í dag (17. júní) á Þingvöllum, alúðar kveðjur og hamingjuóskir forsetans. Hann hrósaði íslenzku þjóðinni fyrir trygð sína við hinar háu þjóð- ræknis og þjóðræðis hugsjónir sínar. “Alþing, ‘heimsins elzta lög- gjafarþing, er hvarvetna skoðað og viðurkent sem hið veigamesta tillag Islands til lýðræðislegs ríkis. Árið 1397 ganga Norðurlönd, Noregur, Svíaríki, Danmörk og ísland, í eitt ríkjasamband, und- ir Dana-konungi. Eins og sagan hefir svo þrá- faldlega sýnt, að einvaldskon- ungar, hvers lands sem eru, eru líklegir til að hrifsa meiri völd til sín, en ætlast var til að veita þeim. Þannig höfðu konungar Noregs og Danmerkur stöðugt brotið hinn upphaflega sátt- mála. Þeir tóku sér alræðisvald yfir íslandi, tróðu rétt Islend- inga undir fótum sér, settu verzlunareinokun, og þrengdu yfirleitt að kjörum Islendinga. Snemma á nítjándu öldinni hefj- ast íslendingar handa til að bera fram sterk mótmæli gegn þess- ari útlendu kúgun. Þeir höfðU hvorki sjó- né landher, og engan auð. Þeir voru fáir og smáir miðað við Danaveldi. Einungis með sannfærandi orðum, og til- vitnunum til hins upphaflega sáttmála, og sýna fram á rétt- mæti málstaðar síns, gátu þeir búist við að sér yrði nokkuð á- gengt. Danir eru einnig friðelskandi þar sem frjálsir menn búa, og mannkyninu mun æfinlega verða minnug sú þakklætisskuld, er það stendur í við ísland. I dag standa Bandaríkip og ís- land saman að því, að vernda frelsið, sem oss öllum er svo kært, það frelsi sem tryggir öll- um þann ómótmælanlega rétt; sem forsjónin hefir oss öllum veitt. Herra forseti og íslenzka þjóð, standið nú á þrepskyldi nýs tíma- bils sem gefur yður ný viðfangs^ efni. Megi yður auðnast að eiga a og vernda hið sama viljaþrek, hið sama áræði og hinar sömu dygðir, eins og þeir áttu er fyrstir stigu fæti hér á land. Með hinu sama hugrekki og trúlyndi, er þeir sýndu, stefnið þér að háu og göfugu markmiði.” Stefnumið íslenzka lýðræðis- ins er greinilegast gert grein fyrir í skrýslu Hon. Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkj- unum: “Vér Islendingar, erum óhræddir um framtíð lands vors. Vér erum í engum efa um hvern- ig stríðinu lýkur, og höfum fult traust á, að oss muni verða leyfð samvinna, á okkar smáu vísu, með öðrum lýðræðislöndum, að fólk. Leiðtogar þeirra gátu séð lengra en aðeins sína eigin hags-1 stríðinu ]0knu. muni. Þeir viðurkendu, smátt! vér vituip að vér erum fá- og smátt réttmætiskröfur íslend- mennir> að land vort er lítið, og inga. Samningstilraunir stóðu að tillegg vort getur aldrei orðið yfir í morg ár- Islendingum var j { stórum stfl> en löngun vor er að gefin sfjórnarskrá árið 1874. —! reyna að sýna heiminum, að vér, Stjórnarskráin veitti þó ekki fult j lítil þjóð> getum bygt réttlátt og sjálfsforræði^ svo ^ frelsiskröfur! hamingjusamt þjóðfélag. Á frið- verður Island altaf I , * , frjalst og fullvalda land. A tim- ! um styrjalda og árása getur eng- af Dönuyi og íslendingum, sem | in þjóð; engin einstaklingur ver. kom sér saman um úrgreiðslu|ið frjalSy þvi árásar hernaður þeirra mála er á milli bar, og | stafar af þrælkun heima fyrir, og samningur milli Danmerkur og| að heiman. 0ss er vel ljóst um Islands, var undirskrifaður °g þa ægilegu fórnfærslu sem samþyktur af báðum rfkjunum,|Bandaríkja þjóðin er að leggja sem gaf Islandi fult sjálfsfor-: fram til að tryggja freIsi og vel- ræði, en Dana konungur hélt líðan aldna Qg óborna kynslóða { Islendinga héldu áfram, en sam-! artimum komulagið varð betra. Árið 1918 var að síðustu valin nefnd áfram að vera konungur íslands. 1 samningnum var ákvæði um, að eftir tuttugu og fimm ár gæti hvort landið sem vildi sagt upp samningnum, og skilið að fullu og öllu, hvort við annað án frek- ari málaleituna. Þessi tuttugu og fimm ár voru liðin í síðast liðnum desember. 1 nokkur undanfarandi ár, hafa allir stjórnmálaflokkar á íslandi, verið sammála um, að segja upp samningnum, og setja á stofn lýðveldi. Nefnd manna hefir unnið að því að koma því í fram- kvæmd. Strax eftir að Alþing kom saman í janúar, var samþykt að slíta öllu sambandi við Dan- mörku, og samþykt stjórnarskrá sem stofnsetti lýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag á íslandi. Almenn atkvæðagreiðsla um máliðv var fyrirskipuð, og at- kvæði greidd 20.—25. maí, að báðum dögum meðtöldum. At- kvæði greiddu 98% allra at- kvæðisbærra í landinu og meir þessum heimi. Vér stöndum með þeim, af öllum huga vorum og hjarta, þar til sigur er unnin.” Stofnun þessa nýja lýðveldis, sýnir sanngirni Sambandsþjóð- anna, gagnvart smáþjóðunum. Þau loforð ,er gefin voru er her- námið fór fram, hafa öll verið haldin, bæði England og Banda- ríkin hafa leyft íslendingum að fara með innanlandsmál sín, án nokkurrar íhlutunar. Þeir hafa leyft íslendingum óskorað frelsi til að halda áfram hinni löngu baráttu sinni fyrir algerðum að- skilnaði við Danmörku, á frið- saman og skipulegan hátt, og stofnsetja sitt eigið stjórnarfyrir- komulag og stjórn. Það bendir til hver verður meðferð sam- bandsþjóðanna með hernumdu löndin, þegar þau öðlast frelsi sitt, að fólkið getur sjálft á- kveðið hvaða stjórnarfar það vill, og æskir eftir. Að öðru leyti, og ef til vill enn þýðingarmeira, er úrgeiðsla þess- ara mála, milli Islands og Dan- merkur, á friðsamlegan hátt, unnin af tilkvöddum fulltrúum beggja þjóðanna, bendir á hina réttu leið í viðskiftum og úr- greiðslu alþjóða mála í framtíð- inni. Ef því fyrirkomulagi yrði komið á í sambandi við alþjóða deilumál í framtíðinni, þá virtist sem möguleiki væri fyrir hendi, að hætta að brúka og beita of- beldi. Um leið og eg óska þessu nýja lýðríki til hamingju og býð það velkomið í félag þjóðanna, lang- ar mig til að vona að með þeirri aðferð sem það hefir beitt til að öðlast sjálfstæði sitt, megi verða leiðbeining til að afleggja stríð og styrjaldir. Megi ísland halda áfram að vera frjálst og óháð í gegnum aldanna raðir. Vér fögnum ölL, menn og kon- ur, af íslenzku bergi brotin, yfir endurreisn hins forna íslenzka lýðræðis. Vér erum og innilega þakklát Bandaríkjunum fyrir þeirra ágætu framkomu gagn- vart ættlandi voru. Islendingar, hvar sem þeir eru, skilja það, að ef það hefði ekki verið fyrir hina tímabæru íhlut- un Englands og Bandaríkjanna, gæti ísland nú verið í sömu kringumstæðum og Noregur. — Sem endurgjald fyrir það leggur ísland með ánægju, fram það sem landið hefir að bjóða, sem hefir hjálpað til, að stytta og vinna stríðið. Að lokum vil eg þakka WDAY og öðrum útvarpsstöðvum, sem hafa góðfúslega hjálpað til að flytja þetta erindi, og þannig heiðrað hið nýja íslenzka lýð- veldi. G. Eyford þýddi ÍSLENDINGADAGURINN í CHICAGO I minningu um hinn mikils- verða atburð er skeði með ís- lenzku þjóðinni síðastliðinn 17. júní, sem sé stofnun lýðveldisins, héldum við íslendingar hér í Chicago okkar Islendingadag, sunnudaginn þ. 18. júní. Sam- koman tókst vel, meiri aðsókn en vanalega, eg held um 150 manns. Þar fóru fram ræðuhöld, söng- ur og sports. Stjórn samkom- unnar hafði Egill lögmaður Anderson, sem er forseti Vísis. Söngurinn var undir stjórn söngmannsins okkar vinsæla Guðmundar Guðlaugssonar, sport var undir umsjón Óla Al- freds og Skafta Guðmundssonar. Aðal ræðumenn dagsins voru Dr. Árni Helgason og Mr. Paul Halldórsson. Dr. Helgason er íslendingum vel kunnur, en Mr. Halldórson mun ekki kunnur Is- lendingum eins mikið, þar sem hann mun ekki hafa komið opin- berlega fram, það mér sé kunn- ugt. Hann er vel mentaður mað- ur, útskrifaður af University of Nebraska, hann er ættaður það- an, sonur Jóns heitins Halldórs- sonar, sem kom til Milwaukee frá Islandi með þeim fyrstu er þangað fluttu, nam svo land í Nebraska og ílengdist þar, hans er getið í landnámssögu íslend- inga í Vesturheimi öðru bindi. Paul Halldórson rekur Trans- former verkstæði hér í Chicago í félagi við bróðúr sinn og systur. Ræður þessara manna ætla eg að senda með þessum línum til birtingar í blaðinu, þær eru báð- ar vel þess virði. Þess má geta að ræða Helgasonar var flutt á íslenzku en Halldórssonar á ensku. Nú mun útkljáð um hver verða mun þjóðhátíðardagur íslands í framtíðinni. Það var töluvert um það skrifað fyrir mörgum ár- um. Sumir vildu halda í annan ágúst, sem þjóðminningardag, sem varð líka ofan á víðast hvar, en svo voru aðrir sem hafa vildu 17. júní. Nú álít eg að það sé engum blöðum um það að fletta lengur hvor dagurinn sé haldinn hátíðlegur. Þetta söguríka tilfelli sem nú hefir skeð með þjóðinni tekur af

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.