Heimskringla - 16.08.1944, Side 3

Heimskringla - 16.08.1944, Side 3
WINNIPEG, 16. ÁGÚST 1944 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA Þó að venjur og tízkur bæði fyrir og eftir Westminster laga- boðið og lagaboðið sjálft hafi skýrt margt sem að fullveldi Canada lýtur, þá er samt enn margt sem laga má. Telja má' þar með afstöðu Canada hvað’ ráðherra sambönd við aðrar þjóðir snertir. Ef Canada á að njóta sín og halda og efla velvild' og álit umheimsins, má ekki dragast að koma á stofn slíkum samböndum við fleiri þjóðir en nú á sér stað. 1 réttarmálum er leyfilegt að flytja mál til dómstóla Breta. Tízka þessi er smásaman að úr- eltast. Til dæmis 1942 var að- eins eitt mál flutt til Englands. Ef venju þessari er ekki löglega hafnað af Canada hálfu eykur hún kostnað málaflutnings og tálmar sjálfstæði dómstóla Can- ada. Stjórnarskrá Canada (B. N. A.) var samin á þingi Breta 1867. Að ummælum Canada var fast á- kveðið að breytingar allar skyldu vera samþyktar af sama þingi, Nú eru nærri 80 ár liðin og st j órnarfyrirkomulag á mikiu hærra stigi og dreyfing og ósætt- ir minni. Margt sem þá var nauðsynlegt er nú úrelt og sumt sem þá var heppilegt er nú van- hagur. Ætla má því að Canada ætti sem fyrst að fá lausn frá þessu fyrirkomulagi og að fram- tíðar breytingar, ef anuðsynleg- ar, ættu að vera í sjálfs hendi. Annað fyrirtæki sem ekki má dragast er að fá okkar eigin fána. Okkur ber að mynda sögulega hefð um fána Canada og um kon- ung hennar sem sjálfsögð eining- armerki þjóðarinnar. Þetta geta þjóðarbrot öll aðhylst. Frakkar sem aðrir bera konungi lotningu og allir virða veruleika þann sem fáninn táknar. Að síðustu er óhugsandi að fólk það er unnið hefir að og fengið borgararéttindi hér í landi eða er hér innfætt, skuli ekki vera viðurkent af lýð og lands- stjórn sem canadiskt. Venja sú að telja ættir manna til landa þeirra er forfeður þeirra fluttust frá er beint áfram skaðleg. Stofn- að er á þann hátt til lítilsvirðingu öllu sem Canada tilheyrir, og haldið við þjóðarlegum greinar- mun milli manna og þjóðflokka. Það er viðurkent að landsskolinn réttlátt að þessháttar tálmun sé sett í veg kenslu borgararéttinda hér í landi. Það er langt frá mér að ætla að þjóðarbrot hér eigi strax að slíta öllum samböndum við ætt- land sitt. Þeim er skylt að halda við og efla alt prúðmannlegt og göfugt í eðlisfari og þjóðerni og að nota það Canada í hag. Þjóðbrot hér geta ekki afneit- að eða kastað frá sér ættjarðar- arfi og á svipstundu öðlast cana- diska menningu og sálarþrótt Til þess er nauðsynlegt að byggja á menningargrundvelli þeim sem þjóðbrot hvert hefir öðlast að móðurbrjósti. íslendingar standa framarlega í áliti og virðingu Canada, því þeir hafa djarfmannlega vernd- að móðurarfin. Þjóðræknisfélag Islendinga, Islendingadagurinn, íslenzk blöð og tímarit, í mörg ár íslenzkur skóli og íslenzk kirkju- félög hafa styrkt bæði ættlandið forna og frjálsa og Canada. Is- lenzk menning er þannig gróður- sett í Canada. Ef tillag allra þjóðbrota er í eins ríkum mæli útilátin er framtíð Canada glæsi leg. Eg hef minst á stjórnmála- framför lands vors og á fáein atriði sem laga ber, en hvað um framtíðarhorfur? Sir Wilfred Laurier kemst svo að orði skömmu fyrir aldamótin: 18. öldin var Englands, 19. öldin er Bandaríkjanna, en 20. öldin verður Canada. Við í Canada höfum í mörg ár litið með auðmýkt á okkar fagra og frjósama land sem nýlendu Breta og á auðmagn og framför nágranna okkar syðra sem smá- barn lítur á afkastaburði hreysti- manns. Okkur ber að gæta að framtíðin brosir við Canada. — Þjóð vor er auðug að landi, auð- ug að mat og málmi, skóg og vatnsafli, auðug af öllu er lýtur að velmegun manna. Hún liggur í leið loftfara milli Evrópu og Asíu. Hún tengir hið gamla og nýja í landsafstöðu og menn ingu. Sprottinn er frá rótum heilbrigðum og þróttmiklum ættarstofn ný þjóð á þroskaár um. KVEÐIÐ VIÐ LÁT VINAR eigi að vera deiglan sem þjóðbrot öll bræðir saman. Virðist því ó- Jarðabók Árna Magnússonar, öll bindi, óskast til kaups. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg “BREZKT STÓRSKOTALIÐ A LEIÐ TIL TOKIO” Ledo brautin, “brautin til Tokio”, yfir Patkoi hæðirnar, sem aðsklja Burma frá Assam, var bygð til þess að hægt væri að koma sendingum til hersveita General Stilwell, er börðust í Norður Burma. Það er ljóst dæmi um framfarir í vegagerð, að nú má fara þessa vegalengd á bílum á átta klukkutímum, en áður lá leiðin um fjöll og nálega ófæra heiðarfláka. Meðan verið var að byggja veg þennan, börðust hinar kínversku hersveitir Stilwells við japanskar í Hukawn dalnum og brezkir stórskotaliðsmenn voru alstaðar meðfram brautinni. Fullgerning vegarins er feikna hjálp með alla flutninga, ekki eingöngu fyrir Kínverja heldur og fyrir Bandaríkjamenn er hafa flugvelli í Kína. — Myndin hér að ofan sýnir eina þessa fallgyssu er notaðar voru meðfram vegastæðinu, og heita mennirnir er stjórna henni B. Gayford frá Bath Road, Beck- ington, Bath, og hann til vinstri, en hinn er A. Clair, R.A., Pale St., Manchester. Nú siglir þú annan sjó, en berjast um sent og bita í brennandi sólarhita — vonlaus um vinning þó. Hinn þreytti á eina þrá: að hvílast guðs í geimi og gleyma þessum heimi, sem enga miskun á. Þig lítið lýðir dá þó verðist þú á vetri og værir mörgum betri, sem fremstu síðu fá. Öreiginn aldrei sá verðhlutinn verka sinna þó vinnu gerði hinna, sem lof og launin fá. Þín vörn var vösk og trú. En hjartað skalf af hita og höndin þoldi ei svita. — Nú liggur liðinn þú. Farnist þér ferðin vel. Njóttu nú heilla handa. . Herfjötur þreytu banda geymist hjá gömlu Hel. J. S. frá Kaldbak N/O^e Beztu Kaup eru VOGUE CIGARETTE TOBACCO WARTIME PRICES AND TRADE BOARD KóRóNAN HVERFUR Áður hefir verið bent á það hér í dálkunum, að þegar lýð- veldið verði stofnað, verði kórón- ur allar að hverfa úr skjaldar- mérkjum, innsiglum, einkennis- búningahnöppum embættis- manna o. s. frv. Víða eru kórónu- merki, t. d. á Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og sjálfsagt ann- arsstaðar. En eitthvað verður að koma í staðinn fyrir kórónu- .merkið, þó ekki hafi heyrst, að það hafi verið ákveðið. Gerðar hafa verið tillögur um, að fálka- merki yrði tekið upp í stað kór- ónunnar og trúi eg, að sú hug- mynd muni fá góðan byr. Fleira og fleira kemur til greina, sem breyta þarf, þegar lýðveldið verður stofnað. Hvað verður t. d. um Fálkaorðuna? Verði hún áfram virðulegasta tignarmerki Islands, þarf að breyta henni. Ekki getur hún lengur verið með konungs kórónu. Smámyntin íslenzka er með kórónumerki. Ólíklegt er, að hægt verði að fá slegna nýja mynt fyrri en að stríðslokum. Ennfremur verður að breyta skjöldum á ræðis- mannaskrifstofum okkar erlend- is og sendisveitaskrifstofum. Alt eru þetta smáatriði í sjálfu sér, en þurfa hinsvegar að gerast og því fyrr, sem því er af lokið, því betur.—Mbl. 8. júní. Þeim sem ekki finst mikið til um verðlags eftirlits hér í Can- ada, ætti að vera dálítil huggun í eftirfylgjandi verðskrá frá Ný- fundnalandi. Egg, frá 80c upp í $1.20 dús.; Round steak, 60—65c*pundið. Sausage 40—45c pd. Hænsni og Turkey 65—70c pd; Bacon 65— 75c pd. Rjómi $1.80 mörkin; mjólk 34c potturinn. Appelsínur 1.00 dús.; epli 80c dús.; carrot 18c pd.; kál 15—20c pd. Sykur 12c pd. Smjör (að- flutt) 85c pd. Soft coal $24.50, hard coal $30.00 tonnið. Kaffi og te seðlar T38 og smjörseðlar 72-23 gengu í gildi 10. ágúst. Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg, Man. liornp M.olP Höfum 465 sveita kornhlöður og 165 kolaskýli í Manitoba og Saskatchewan. ÚR BRÉFI VESTAN AFSTRÖND “-----17. júní Heimskringla, er meistaraverk hjá ykkur og gott ef ekki einstætt í íslenzkri blaðamensku, austan hafs og vestan. Þökk sé öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli. Það er sómi okkur Vestur-íslendingum, hversu blaðið hefir þroskast að anda og útliti undir þinni rit- stjórn. Og það er, finst mér, skylda hvers einasta íslendings, að tryggja framtíð Heims- kringlu. Hún hefir spunnið einn sterkasta þáttinn í þjóðlífi vor Vestur-lslendinga, en aldrei eins jafn auðsæilega eins og nú í seinni tíð.” BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld S T ö K U R Hver einn bjóði hluttekningar Hjartað góða er sorgir stinga, Meðan óða ilska þvingar Allra þjóða vesalinga. Örlög þjóða eru að sjá Öll í blóði þegin. Heljar-slóðum æða á Yfir bróður veginn. Auðs og valda vitfirring Verður út að loga, Svo um alda sjónar-hring Sjái friðar-boga. Verðlaun Það var fyr í samning sett, Svo þó málið reifi: Eitthvað sem að ei var rétt En samt skálda leyfi. Oft var skýrð á eina hlið Og ekki mentun sönnuð. Ef þú snýrð því eitthvað við Er sú prentun bönnuð. Skinn-skifti í skálda gáska Það er vandi að skifta um skinn Og skerðir þína æru, Ef að kæmist eitthvert sinn Úlfur í sauðar gæru. J. O. Noraian Handritið Lorna Doone ágæt saga, 700 til 800 bls. í söguformi, til sölu — $100 út í hönd eða $10 á mánuði. Jóhannes Eiríksson »SUCCESS« • Winnipeg’s largest, most modern, and most beautifully appointed private Commercial College. • Winnipeg’s only air-conditioned, air-cooled Cómmercial College. • In Day Classes, eníolls only students of Grade X, Grade XI, Grade XII, or University standing. • Provides its students with: (a) Independent graduation examinations set and marked by the Business Educators' Association of Canada. (b) A large staff of expert instructors many of whom are University Graduates. (c) The service of an active Employment Department, which co-oper- ates closely with the placement office of National Selective Service. FALL TERM OPENS MONDAY, AUGUST 21st As our system of persorial and group instruction permits students to commence right at the beginning of each subject, you may enroll for Day or Evening Classes at any time, but we suggest the weeks commencing: MONDAY, AUGUST 28th MONDAY, SEPTEMBER llth TUESDAY, SEPTEMBER 5th MONDAY, SEPTEMBER 18th For our Fall Term we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask fot a copy of our illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. TELEPHONE 25 843 PORTAGE AVE. AT EDMONTON ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.