Heimskringla


Heimskringla - 30.08.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 30.08.1944, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. ÁGÚST 1944 16. Kap. — Óþægilegt ástand fyrir barón. Þessar fáu mínútur voru mjög áhrifamiklar 1 hvað hinar þrjár persónur snerti er sátu saman við gluggann og höfðu séð Mr. Maddison koma inn í salinn. Hjarta Helenar fyltist unaði og barðist hún af öllum mætti við að láta eigi alveg yfirbugast af geðshræringu. Listamaðurinn, sem elskaði hana, en hafði ætíð leynt því, sá þetta og færðist að barmi örvæntingarinnar á eftir sínum dánu vonum. Hann sá svipinn, sem færðist yfir andlit hennar og las ástina í hinum raunalegu augum hennar. En Sir Allan, sem hafði sínar ástæður til að verða forviða yfir þessum óvæntu samfundum, fyltist gremju. Listamaðurinn náði sér fyrst þeirra þriggja. Hann vissi að hann hefði tapað orustunni, að stúlkan var ástfangin í öðrum og því vonlaust fyrir hann að reyna að ná í hana. En ólíkt flest- um öðrum mönnum þá hugsaði hann ekki um vonbrigði sín heldur um hana. “Viljið þér ekki skifta um sæti?” spurði hann lágt. “Komið eg skal fylgja yður að gluggaskotinu þarna, eg mun sýna yður eir- stungurnar þar.” “Þökk,” svaraði hún, “gerið svo vel og gangið við hina hlið mína.” Þau risu úr sætum sínum og komust gegn um mannfjöldann að einu þessu skoti, sem var inn í veggina á salnum, og sem einkum voru vinsæl af ástfangnu fólki, af því að þar var hægt að sitja án þess að aðrir sæju mann. “Þér þurfið ekki að tala við mig í fyrstu tvær mínúturnar,” sagði hann, — “á eg — viljið þér að eg sæki hann hingað og kynni hann fyrir yður?” Hún leit á hann með leiftrandi augum. “Æ já, en segið honum ekki nafn mitt.” “Eg skal fara algerlega að óskum yðar,” sagði hann. Með því að flytja til stólinn sinn gat hún séð fram í salinn. Hann stóð framvegis við hlið Lady Meltoun og hlustaði eins og utan við sig á það, sem hún sagði, og hneigði sig við og við alvarlega fyrir því fólki, sem hún kynti honum. Samræðurnar voru nú fjörugar og margir litu forvitnislega til hans, en hann virtist ekkert hirða um það. Þótt hann hefði ekki verið fræg- ur ritdómari og höfundur, og, þótt hann hefði ekki vakið athygli fólks með því að lifa alt öðr- um lifnaðarháttum en aðrir menn, þá hefði samt útlit hans hlotið að vekja almenna eftir- tekt. Hann var mörgum þumlungum hærri en allir aðrir í salnum, og hið magra andlit hans með mjúku útlínunum og skýru dráttunum, var í sjálfu sér eftirtektavert. En hvað hann var ólíkur því sem hann áður var er hann var svona skrautlega (búinn með fas veraldar- mannsins, rólegt og ákveðið. En hann hafði breyst og ekki breyst, fanst henni. Hann var hinn sami, en samt var hann annar. Nú sá hún Mr. Cadogan nálgast hann, og fögnUður sá er þeir heilsuðust með, sýndi að Cadogan hafði ekki sagt ósatt er hann sagði að þeir væru nánir vinir. Listamðurinn dó hann dálítið afsíðis til að bera fram erindið. Helen dró sig í hlé titrandi af eftirvæntingu, en stuttu síðar kom Cadogan einn inn í stúkuna til hennar. “Mér þykir það leiðinlegt,” sagði hann, “en Maddison vildi jafnvel ekki gera það fyrir mín orð að koma með mér. Eg hafði enga hugmynd um, að hann væri svona mikill kvenhatari. Hann kom hingað vegna þess, að hann lofaði því, sagði hann, en ekki til að stofna nýjan kunningskap, og hann neitaði því blátt áfram að láta kynna sig nokkurri stúlku, nema hjá því yrði ekki komist. Hvað á eg að gera? Á eg að segja honum nafn yðar?” “Nei,” svaraði hún, “en munið þér ekki eftir tveimur línum í síðustu bókinni hans? Hann lýsir klettaborg einni, sem er lýst af daufu tunglsljósi, og á kolli hennar standa piltur og stúlka og hlusta á nið grenitrjánna.” “Jú, það man eg mjög vel,” svaraði hann hægt. “Segið honum að stúlka — stúlka, sem hafi séð svipaðan stað sé---” “Það skal eg segja honum,” svaraði Cadog- an, “og er viss um að hann kemur.” Hann fór á ný og gekk til Maddisons. Rétt þegar hann ætlaði að ávarpa hann, sá hann eins og skugga líða yfir hið föla andlit eins og hann þekti einhvern í nöp við sig. Cadogan dró sig í hlé og ákvað að bíða augnabilk. Þeir stóðu þar augliti til auglitis — Sir Allan Beaumerville, hinn nafnfrægi læknir og hágöfugi og nafntogaði barón, sem var af frægri og göfugri ætt, og Mr. Bernard Maddison, sem þurfti ekkert annað en nafn sitt til að verða frægur í augum allra. í hinu rólega og kurteis- lega látbragði, mátti sjá hálfgerðan vandræða- blæ, eins og hann væri að reyna að muna eftir einhverju, sem hann kannaðist við í sambandi við hinn fræga höfund. 1 svip Maddisons mátti næstum lesa ótta. “Við höfum sjálfsagt sézt fyrri, Mr. Maddi- son,” sagði baróninn brosandi, “því mér finst eg kannast við andlit yðar. Æ, nú man eg það, það var nálægt Mallory, daginn sem hinn rauna- legi atburður gerðist þar.” “Já, það var sorglegur viðburður,” svaraði Maddison. “Og hafið þér dvalið þar altaf síðan?” spurði Sir Allan. “Nei, eg hefi verið erlendis í marga mán- uði,” svaraði hinn. v “Er það svo? Og mætti eg spyrja hvar þér hafið dvalið?” “Eg hefi verið á Spáni og Suður-Frakk- landi----” “Ekki á Italíu?” spurði Sir Allan og virtist bíða með eftirvæntingu eftir svarinu. Nei, ekki á Italíu?” svaraði hann. Sir Allan virtist gleðjast yfir því, að Mr. Maddison hefði ekki ferða$t alla leið þangað. Svipur hans varð miklu léttari. Hann hafði sjálfsagt sínar eigin ástæður fyrir því. “Ætlið þér að líta inn til mín þegar þér eruð komnir til bæjarins?” spurði hann og mál- rómur hans lýsti hreint ekki því að hann lang- aði neitt til að svo yrði. “Ekki hugsa eg það,” svaraði hinn, “eg stend ekki við nema stutta stund. Mér fellur illa að dvelja í London.” “Það er eina borgin í öllum heimi, sem er búandi í,” svaraði Sir Allan brosandi. “Starf mitt og smekkur minn krefjast kyr- látari staðar,” svaraði Maddison. “Þér farið þá kanske aftur út í sveitina?” “Já,” svaraði hinn rólega. “Sama stað og áður?” “Getur vel verið.” Sir Allan leit rannsakandi á hið rólega andlit hans. “Eg hefði nú haldið að það ná- grenni----” Mr. Maddison var auðsæilega óvonur sam- kvæmislífinu. Margir þeirra, sem staddir voru þarna sáu hann snúa baki við hinum alúðlega Sir Allan Beaumerville, sem ennþá hafði ekki lokið setningunni. Lady Meltoun, sem sá þetta líka, var gremjufull að sjá þannig farið með einn sinna gömlu og góðu vina. En Sir Allan tók þessu með mesta jafnaðargeði, — það fanst öllum. Dálítill roði hljóp sem snöggvast í vanga hans. “Þetta var sjálfsagt mér að kenna,” sagði hann. Hann sagðist sjálfsagt hafa sagt eitthvað miður heppilegt, og þessir listamenn og rithöfundar væru svo einkenni- legir. Hann sagðist vona að Lady Meltoun tæki þetta ekki nærri sér, sem Lady Meltoun lofaði að hún skyldi ekki gera. En þótt hún og allir aðrir, sem höfðu séð og heyrt þessi viðskifti, tækju sem vonlegt var málstað Sir Allans, þá voru þarna einn eða tveir, er alls eigi voru neitt hrifnir af honum, og tóku því eftir hversu tígu- legt látbragð Mr. Maddisons var er hann sneri baki við baróninum. Mr. Cadogan notaði sér þá tækifærið og dró Maddison með sér út í eitt hornið á salnum. “Nú skaltu ekki sleppa,” sagði hann sigri hrósandi. “En góði vinur, hvernig gat þér dottið í hug að snupra aumingja Sir Allan svona?” “Hirtu aldrei um það. Komdu, við skulum fara héðan. Eg hefði aldrei átt að koma hing- að.” “Bíddu svolítið Maddison,” svaraði lista- maðurinn alvarlega. “Manstu ekki lýsingu á kletti, þar sem piltur og stúlka standa og hlusta á þytinn í trjánum?” “Því þá?” “Af því að stúlkan, sem eg ætlaði að kynna þið fyrir, særir þig við minningu þeirrar setn- ingar að hitta sig að máli.” Engin svipbrigði sáust á andltit hans, en augu hans glitruðu af sterkari ljóma. Og er hann lagði hendina á handlegg Cadogans og tók um handlegg hans, þá var átakið svo fast að listamaðurinn næstum æpti af kvölum. “Sleptu handleggnum á mér, í guðs bæn- um,” stundi hann, “en eg skal fylgja þér til hennar.” “Þess þarf ekki,” svaraði Maddison, “eg sé hvar hún er.” 17. Kap. — Bernard Maddison og Helen Thurwell. Það var þá í sölum Lady Meltouns að þau hittust á ný. Síðustu samfundir þeirra voru í trjágarðinum, og höfðu þeir samfundir orðið örlagaríkir fyrir alt hennar líf og einnig hans. Bæði voru þau sér þess meðvitandi, að þau áttu á hættu að vekja á sér eftirtekt, og kveðjur þeirra voru eins venjulegar og framast mátti verða. “Því ættu þær líka að vera öðruvísi?” hugsaði hún með sér. Þau höfðu aldrei talað eitt orð saman um ást — aðeins rfeynt fáein augnablik, þar sem orð og hugsanir eru ónauð- synleg. Hann stóð frammi fyrir henni og hélt í hendi hennar fáeinum augnablikum lengur, en kanske var nauðsynlegt. Hann horfði á hana rannsakandi og hún stóðst þá rannsókn án þess að hörfa eða hika. “Segið mér hvernig yður hefir liðið alla þá stund, síðan við sáum síðast,” sagði hann. Hún gaf honum rúm að sitjast við hlið sína. “Fáið yður sæti, og þá skal eg segja yður frá því eða reyna það,” svaraði hún. Hann tók boðinu, en þegar hún reyndi að segja honum alt, sem hún hafði hugsað og reynt, þá skorti hana orð. Á þessu augnabliki varð henni það fyrst ljóst, hversu mikil áhrif þessi maður hafði haft á tilveru hennar. Það var hann, sem fyrst hafði látið hana skygnast um augnablik inn í nýjan heim, en það hafði aftur hækkað gildi tilverunnar í huga hennar. Hvernig gat hún sagt honum frá því? Þeir dagar gátu kanske komið, að hún gæti það, og ef svo yrði, fanst henni að það yrði hamingjurík- asta augnablik æfi sinnar, en það var ennþá ekki komið. “Segið mér heldur svolítið af sjálfum yður,” sagði hún eins og til að hliðra sér hjá að ræða um sjálfa sig. “Þér hafið verið að ferðast, er ekkisvo?” “Já, svaraði hann, “og á Spáni varð eg veik- ur, og Lady Meltoun var mér mjög góð, þess- vegna kom eg hingað í dag.” “En þér segið ekki frá því hvernig þér urðuð veikur,” sagði hún og stokkroðnaði, “það var af því að þér björguðuð lífi drengsins henn- ar, og lögðuð yðar eigið líf í hættu. Við lásum um þetta alt í blöðunum, en auðvitað vissum við ekki að það voruð þér. Það var hraustlega gert.” “Hafið þér lesið þetta í blöðunum, getið þér talið það víst, að frásögnin sé ekki ýkt,” sagði hann rólega. “Faðir yðar fékk bréfið mitt?” “Já, og húsið stendur ósnert, eins og þér báðuð um. Ætlið þér að sitjast að í því á ný?” “Eg vona það, en veit það samt ekki, því sjáið þér til, Miss Thurwell, fyrir mig koma svo mörg atvik og svo skyndilega, að eg neyðist til að fara land úr landi. Tilveran á engan griða- stað handa mér — getur það ekki. Eg stend altaf á Heljarbarmi.” Málrómur hans var svo raunalegur að tárin komu fram í augu hennar — að mestu leyti hans vegna, að sumu leyti sjálfrar sinnar vegna — því þótt honum væri það hulið, þá átti hún hlut- deild í óhamingju hans. “Er það eitthvað, sem þér getið ekki sagt neinum frá?” spurði hún. “Er enginn sem getur hjálpað yður?” Hann hristi höfuðið. “Nei, enginn.” “En enginn sorg varir eilíflega, nema að hún stafi af einhverjum glæp,” svaraði hún. “Mín varir alt fram að andlátsstund,” svaraði hann, “og samt stafar hún ekki af nein- um glæp.” “Þá hljótið þér að hafa tekið á yður byrði annara,” sagði hún. “En er það rétt? Ættuð þér ekki að gæta yðar sjálfs og snilligáfu yðar. Raunirnar gætu stytt líf yðar, og heimurinn má alls ekki missa yður. “Ó, hann getur nú vel verið án mín, því að það eru margir, sem geta gert mitt verk þar — en fyrirgefið mér — eg vil helst ekki ræða þetta framar. Segið mér heldur etthvað af sjálfri yður síðan við sáum síðast. Útlit yðar segir mér að þér hafið varið tímanum vel. Fræðið mig nú um það.” Hún herti upp hugann eins vel og henni var unt og sagði honum um þær hugsanir og hug- myndir, sem hún hafði búið yfir þessa síðustu mánuði. En þess lengur og ákafar, sem hún talaði, þeim mun hryggari varð hann á svipinn. Með slíka konu við hlið sér, konu, sem hann unni hugástum, hversu fagurt gat líf hans orðið ogunaðslegt? En til þess var engin von. Hann hafði farið að heiman með opið sár, og það sár blæddi ennþá. Gestirnir fóru smátt og smátt og Lady Thurwell var nú orðin óþolinmóð að bíða eftir frænku sinni og kom því til að sækja hana, en þegar hún fann hana ásamt heiðursgesti sam- kvæmisins hvarf brátt óþolinmæði hennar. “Eg vona að þú hafir getað talið Mr. Maddi- son á að heimsækja okkur,” sagði hún við frænku sína. “Við erum alt af heima á þriðju- dögum, og við snæðum altaf klukkan tvö,” sagði hún og sneri sér að Maddison. “Komið og heim- sækið okkur, þegar svo stendur á fyrir yður.” “Þetta er mjög vingjarnlega boðið, Lady Thurwell,” svaraði hann og kvaddi hana með handabandi, “eg er bara á ferð hérna í London, en sjái eg mér fært, mun eg ekki láta undir höfuð leggjast að nota mér boð yðar.” Hún fór í burtu til að kveðja húsmóðurina, en Helen sagði við félaga sinn: “Ætlið þér ekki að þiggja boðið?” Hann gat ekki svarað vegna þess að Lady Meltoun kom í þessum svifum til þeirra. “Miss Thurwell,” sagði hún góðlátlega, “eg veit ekki hvort eg get fyrirgefið yður, að þér hafið á svona skammarlegan hátt tekið einka- leyfi á gestinum mínum . Hingað kom í dag fjöldi fólks, einungis í þeim tilgangi að hitta hann og sjá, en alt sem það sá voru stígvélin hans, sem stóðu framundan dyrahenginu því arna. Eg get fullvissað yður um að eg er í vondri klípu.” “Þetta er alt saman mér að kenna,” fullyrti hann. “í feimninni, sem yfir mig kom, leitaði eg á náðir einu manneskjunnar, sem eg þekti hérna auk yðar. En neitaði beinlínis að láta sýna mig lengur.” “Eg neyðist sjálfsagt til að fyrirgefa yður, annars komið þér sennilega ekki aftur hingað,” sagði Lady Meltoun, “en fyrst þér eruð nú hing- að kominn, þá lítið þér sjálfsagt upp til Engars?” “Já, það vil eg gjarnan gera.” “Þegar gestirnir eru farnir, förum við bæði upp til hans, en á meðan viljið þér kanske fylgja Lady Thurwell út í vagninn hennar?” Þau gengu út saman og meðan þau biðu eftir Lady Thurwell, gafst honum tækifæri til að svara spurningu hennar. “Eg vil fúslega koma og heimsækja yður,” hvíslaði hann. Hún leit á hann feimnislega, því þegar hann hjálpaði henni upp í bifreiðina var það með látbragði sem lýsti því helst að hann ætti hana. “Komið bráðlega,” hvíslaði hún. “Við sjáumst síðar.” Hann hneigði sig og Lady Thurwell brosti er bíllinn rann af stað. “Gaman þætti mér að vita hver Mr. Maddi- son eiginlega er,” sagði Helen eins og við sjálfa sig. Lady Thurwell ypti öxlum. “Áttu við hverrar ættar hann er?” spurði hún. “En barnið gott, það er alveg sama. Ber- nard Maddison er Bernard Maddison og staða hans í mannfélaginu breytist ekkert fyrir það þótt faðir hans væri götusópari. 18. Kap. — Þúsund punda ávísun. Klukkan var orðin tíu um morguninn og hið daglega starf á skrifstofu Levy & Sonar var byrjað fyrir löngu síðan. Mr. Levy hinn eldri sat við skrifborðið og opnaði bréfin sín, en Mr. Benjamín, sem var nýkominn heim úr löngu ferðalagi, og var hálf latur, hallaði sér aftur á bak í hægindastól og hvíldi sig. Hann rétti fæturnar upp á skrifborðið og reykti vindil í makindum. Hann hafði lokið frásögninni um ferðalagið, en virtist falla frásögnin svo vel að hann gat aldrei hætt við hana. “Þegar á alt er litið, pabbi,” sagði hann, “er þetta bezta málið, sem við höfum nokkru sinni haft. Og eitt er áreiðanlegt — við verðum að ná meira fé frá Miss Thurwell. Eg hefi haft mál hennar með höndum í fimm mánuði, og út- gjöld mín á þessum gistihúsum eru óheyrilega mikil. Eg mátti til að borga það, sem þeir báðu um á gistihúsunum, vegna þess að eg kunni svo lítið í málinu.” “Já, já, Benjamín, við verðum sannarlega að fá meiri peninga. Kostnaður okkar hefir verið feykilegur,” svaraði gamli maðurinn, og fórnaði höndunum í örvæntingu. “Sumir reikn- ingarnir þínir komu tárunum fram í augun á mér, raunverulegum tárum,” bætti hann við. “Gat ekki gert við því, karl minn. Þetta hlaut svo að vera.” “En nú er þetta alt komið í kring, eða er ekki svo? Þú hefir króað hann — og hann getur líklega ekki sloppið frá okkur?” “Nei, alls ekki. Taktu eftir því, sem eg se§i> Það líður ekki á löngu áður en hann hangir í snörunni.” Gamli maðurinn hristi höfuðið efabland- inn. “Ef hann er í raun og veru eins lærður maður og þú segir að hann sé, — ritar bækur og alt því um líkt — þá hengja þeir hann ekki. Þeir sýkna hann skal eg segja þér.” “Mér er alveg sama hvað þeir gera við hann, ef eg get fundið sannleikann í þessu máli. Manstu hvað eg sagði þegar Miss Thur- well kom hérna í fyrsta sinnið?” “Já, sonur minn, það man eg vel. Þú sagðir að við hefðum dottið í lukkupottinn,” sagði gamli maðurinn með tindrandi augum. “Þegar mál þetta kemur almenningi fyrir sjónir, mun það vekja feykilega eftirtekt,” sagði Benjamín með mikilli sannfæringu. Og hver fær heiðurinn fyrir það? Hver hefir rakið slóð hans um alla Evrópu? Hver hefir komist eftir því hver hann er í raun og veru, og hversvegna hann hataði Sir Geoffrey Kynaston svo mjög að hann myrti hann? Hver? segi eg — Benjamín Levy & sonur. Er þetta ekki dásamlegt, karl minn. Ertu ekki stoltur af þessu — Halló! — Hver er þarna?” Hann gægðist út um gluggann og settist svo aftur. Á svipstundu var vindillinn horfinn inn í ofninn og svipurinn á öllu andliti hans gerbreyttur. “Þetta er Miss Thurwell,” sagði hann, “og eg þori að veðja tíu dölum gegn einum upp á það, að eg veit hvað hún er að vilja hingað. Láttu mig um það. Eg hefi engan tíma til að útskýra þetta, en þetta skal eg segja þér, að þú eyðileggur þetta alt saman fyrir mér ef þú heldur þér ekki saman. Kom inn! ó, Miss Thurwell, við vorum rétt að tala um yður þegar þér komuð inn,” sagði hann, stökk á fætur og bauð henni stól til að sitja á. Helen kom inn í stofuna. Mr. Benjamín þurfti ekki nema að líta á roðann í vöngum hennar til að sjá, að grunur sinn væri réttur. — Hann vissi hvert erindi hennar var, og flýtti sér nú að taka til máls. V

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.