Heimskringla - 13.09.1944, Síða 1

Heimskringla - 13.09.1944, Síða 1
 We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. -+ We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. T LVIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. SEPT. 1944 NÚMER 50. Forseti Islands kemur til New York Eftir Bjarna Guðmundsson blaðafulltrúa utanríkisráðuneytis Islands Forseti og föruneyti Eftir hádegið sunnudaginn 27. ágúst hafði hópur íslendinga safnast saman á LaGuardia-flug- vellinum í New York til að fagna forseta Islands, sem væntanleg- ur var flugleiðis frá Washington, þar sem hann hafði verið gestur Bandaríkja forseta í Hvíta hús- inu. Laust eftir klukkan 2.30 sveif silfurvængjuð farþegaflugvélin niður á völlinn. Út úr vélinni stigu forseti Islands, hr. Sveinn Björnsson, utanríkisráðherra Is- Islands, hr. Vilhjálmur Þór, sendiherra íslands í Washington, herra Thor Thors, og frú Ágústa kona hans, forsetaritarinn, hr. Pétur Eggerz, og blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins hr. Bjarni Guðmundsson, sem báðir höfðu komið með forseta og ráðherra að heiman, sendiráðsritarinn í Washington, hr. Henrik Sv. Björnsson, sonur forsetans, og kona hans frú Gígja, ungfrú Elísabet Sv. Björnsson, dóttir forseta, dr. Edward Thorlakson starfsmaður U. S. O. W. I., Jakob Jónsson fylgdarmaður forseta og loks fjórir Bandaríkjamenn, sem verið höfðu sérstakir förunautar forseta á ferðalaginu, Kimble brígadhöfðingi, Baltazzi flota- kapteinn, Raymond Muir full- trúi í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna og Mr. Newkirk aðstoð- armaður hans. Móttökurnar í New York Dr. Helgi P. Briem aðalræðis- maður Islands og hr. Fiorello La- Guardia borgarstjóri í New York tóku á móti forseta um leið og hann var stiginn á land, en frú Doris Briem leiddi fram dóttur sína tvævetra, sem rétti forseta forkunnarfagran blómvönd. Eld- ingar virtust á lofti sindra með- an blaðaljósmyndararnir tóku myndir í óða önn af íorseta minsta ríkis heimsins, er þrýsti hönd hins dökkleita og þéttvaxna borgarstjóra stærstu borgar í veröld. Síðan kynti aðalræðis- maður yfirmann sinn utanríkis- ráðherrann fyrir borgarstjóra, og gafst nú nokkurt ráðrúm til að líta yfir þann fríða og mynd- arlega hóp íslendinga, sem kom- ið höf-ðu víða að til að fagna for- seta og ráðherra. ið heima, hver í sínu starfi og eru mér mjög kærir vinir, sérstak- lega Valdi (Lt. K. V. Björnson, U.S.N.), sem enn starfar í Reykjavík. Richard kynnir mig fyrir tröllauknum manni og virðulegum. “Ekki er á hann logið,” hugsa eg. (Thor sendi- herra kallar hann víkinginn). “Eg átti að skila kveðju frá Valda,” segi eg. “Nei, þekkir þú valda?” segir Gunnar, og frú Ingibjörg kona hans tekur undir. “Ójá, eg er nú ekki sá eini, sem þekki Valda,” svará eg. “Það er fljótlegra að telja hina upp, sem ekki þekkja hann.” En tíminn er ekki nægur til mikilla orða- skifta að sinni, því að nú á að halda af stað inn í borgina. En eg heilsa í flýti upp á dr. Árna Helgason ræðismann og konu hons, prófessor Sveinbjörn Johnson og konu hans, Guðmund dómara Grímsson, dr. Stefán Einarsson, Gretti ræðismann Jó- hannsson, séra Valdimar Ey- lands, Hannes Péturson og “kollega” mína Einar Pál Jóns- son Lögbergs-ritstjóra og Stefán Einarsson Heimskringlu - rit - stjóra og fleiri Islendinga að heiman en nöfnum tjáir að nefna. Ræða forseta Þá tók til máls forseti íslands og hyltu veizlugestir hann með því að rísa úr sætum og með, langvarandi lófaklappi. Létfor-| seti í ljósi hina miklu ánægju, sína yfir því að vera nú staddur í hópi landa sinna vestan hafs og kvað þessa för sína hið mesta æfintýri, er verða myndi sér með ^ öllu ógleymanlegt. Mintist hann ' síðan fagurlega íslenzku þjóðar-| innar austan hafs og vestan; lýsti [ því með áhrifamiklum orðum, j hver hátíðarhugur og hrifningar,1 út af lýðveldisstofnuninni, nú býr með íslenzku þjóðinni. —•! Kvaðst hann hafa orðið þess eft- j irminnilega var á nýafstaðinni ferð sinni víðsvegar um landið. j Sagði hann að sér hefði fundist í hinum ágætu viðtökum alstaðar á landinu og hátíðahöldum eins og þar væri um að ræða fram-j hald af 17. júní hátíðinni á Þing-, velli og þeim anda þjóðarinnar, er þar hefði ríkt. Hið sama kvað hann sér finn- ast á þessari fagnaðarstundu meðal landa sinna í Vesturheimi. j Þakkaði hann Þjóðræknisfélag-j inu starf þess, í þágu Islands og j Vestur-lslendingum í heild sinni j ræktarsemina til ættlands síns j og ættþjóðar. Kvað hann það sárast að þurfa að flýta för sinni j svo mjög að eigi ynnist tími til að heimsækja bygðir Islendinga Mynd þessi var tekin í Hvíta húsinu við samræður þeirra Roosevelts forseta og Sveins Björnssonar, forseta íslands — 24. ágúst s. 1. Fjölmenni landa Skal þá fyrst frægan telja dr. Richard Beck, forseta Þjóðrækn- isfélagsins, sem kominn var frá Grand Forks til að þakka komu- mönnum fyrir síðast, því að eigi var fullur mánuður liðinn, frá því hann kvaddi ísland eftir tveggja mánaða dvöl á vegum ís- lenzku stjórnarinnar, en hann hafði verið gestur íslendinga á fullveldishátíðinni. Þegar Rich- ard hafði heilsað forseta og ráð- herra, kom hann kíminn í bragði til mín og þakkaði mér fyrir síð- ast, og var mér það óblandin á- nægja að heilsa þeim ágæta vini mínum, sem eg get næstum kall- að gamlan vin, þótt við höfum ekki þekst nema tæpa þrjá mán- uði. En þessháttar menn finst manni sem maður hafi þekt alla æfi — ef ekki ofboðlítið lengur. Svo fórum við að flissa og spyrja: “Manstu eftir þessu? — Manstu eftir hinu?” — Og svo brá hann við snögt og sagði: “Þekkirð’ ekki Gunnar?” — “Eg þekki Gunnar,” svaraði eg, “en eg hef aldrei séð hann.” Gunnar B. Björnson er nefnilega faðir f jögurra sona, sem allir hafa ver- Ekið í borgina Síðan var ekið með heiðurs- verði frá flugvellinum til Wal- dorf-Astoria hótelsins. Fóru fyrst fjórir lögregluþjónar á bif- hjólum, er hvert var skreytt ís- lenzkum og amerískum fána, en auk þess fánum New York-borg- ar og New York ríkis. Var það j hin fríðasta fylking, er fylgdar- j lið ríkisstjóra og föruneyti lagði j af stað um götur stórborgarinn- j ar, og tilkomumikið að sjá ís-j lenzka fánann blakta þar svo' víða á stöng. Svarræða forseta var afburða snjöll og vel flutt. Mintist hann ' þess að hann hefði komið fyrst í Vesturheimi. Var ræðu forseta f., ,T x , . .* * ... ... | til New York fynr 30 arum til að tekið með miklum fognuði. , . „ j stofna til viðskifta við Bandarik- Ræða utanríkisráðherra j in. Urðu úr þessu mikil við- Því næst hélt Vilhjálmur Þór j skifti, sem því miður urðu ekki utanríkisráðherra mjög sköru-1' til frambúðar. “Slíkt má ekki Kvöldboð dr. Briem og frúar Á sunnudagskvöldið héldu þau dr. Helgi Briem aðalræðismaður og frú Doris, kona hans, mjög virðulegt samsæti til heiðurs forseta íslands og utanríkisráð- herra í einum af hinum skraut- legu veizlusölum Waldorf-Astor- ia hótelsins, og sátu það ein- göngu íslenzkir gestir og konur þeirra, en þeir voru þessir, auk þeirra sem þegar eru upptaldir: Frú Evelyn og Vilhjálmur Stef- ánsson, Garðar Gíslason ræðis- maður og frú, Ólafur Johnson ræðismaður og frú, Halldór próf. Hermannsson, Ólafur J. Ólafs- son, Jón Björnsson, frú María Markan og George Östlund, frú Helga og Sveinn Valfells og Helgi verzlunarfulltrúi Þor- steinsson. Helgi aðalræðismaður setti samsætið og ávarpaði forseta og utanríkisráðherra með virðu- legri og skörulegri ræðu. María Markan óperusöngkona söng ís- lenzka þjóðsönginn, en séra Valdimar J. Eylands las' borð- bæn Undir borðum voru auk þess þessar ræður fluttar: dr. Richard Beck mælti fyrir minni Islands og flutti kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu; Hannes Péturson flutti kveðjur frá ís- lendingum í Canada og Vil- hjálmur Stefánsson kveðjur frá Norður-Ameríku. Þá tóku einn- ig til máls Gunnar B. Björnson, dr. Árni Helgason, Grettir L. Jó- hannson og Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi, sem mintist sérstaklega vestur-íslenzkra blaðamanna. Var hinn bezti rómur gerður að ræðum þessum. lega ræðu fyrir minni Bandaríkj-, koma fyrir öðru sinni,” sagði anna og forseta þeirra. Hann forseti. sagðist minnast með sérstakri á-1 Um sambandið við Norðurlönd nægju dvalar sinnar í landi þar^fórugt forseta orð á þá leið, að sem fulltrúi þjóðar sinnar. Hann fsiencjingar teldu sig algerlega dró athyglina að þeirri merki-'tn norrænna þjóða og myndu legu þj óðfélagsþróun, sem væri halda því áfram. En hinsvegar að gerast í Bandaríkjunum, þar myndu þeir leggja alt kapp á að sem hugsjónir frelsis og fram- vargveita vinsemd allra annara sóknar sameina hina f jarskyld- ! þjóða. ustu kynstofna í eina heild. - j Ræðu forseta var SVQ vel fagn. Hann kvað það vera einlæga ósk ag ag engu yar 1{kara en að ls_ síns íslenzka lyðveldis að eiga lendingar einir hefðu verið þarna samvinnu við Bandaríkin og aðr- j saman komnir ar þjoðir, sem unna rettlæti, frelsi og friði. Var mikill rómur Islendingar heilsa forseta njóta sómans af því að ykkur hafi vel tekist.” gerður herra. að ræðu utanríkisráð- Sendiherra talar Thor Thors sendiherra hóf þá máls. Þakkaði hann með fögr- um orðum íslenzkum kjörræðiS' Klukkan 5—7 hafði aðalræðis- maður boðið íslendingum að koma til fundar við forseta og ráðherra í móttökusal Waldorf hótelsins. Þangað komu hátt á þriðja hundrað manns, konur og Móttaka hjá LaGuardia Um hádegisbil á þriðjudag ók forseti með föruneyti sínu frá hótelinu áleiðis til ráðhúss New York-borgar. Þar var saman komið margmenni mikið, lög- regluvörður og hljómsveit. Um leið og forseti, ráðherra og föru- neyti þeirra stigu út úr bifreið- unum, lék hljómsveitin íslenzka þjóðsönginn og hinn ameríska. Var síðan gengið til einkaskrif- stofu LaGuardia borgarstjóra, en þar ávarpaði hann heiðursgest- ina, einkum forseta. Drap hann á hina löngu lýðræðissögu Is- lands, hernámið og hið ágæta samkomulag, sem ríkt hefði milli íslendinga og ameríska herafl- ans. Lauk hann ræðu sinni með þessum orðum á íslenzku, og var til þess tekið, hversu skýran og ljósan framburð hann hafði á tungumáli, sem vitað er að hann kann eigi að tala að neinu ráði: mönnum vel unnin störf þeirra í karlar> gengu fyrir heiðursgest- þágu íslands og hélt síðan snjalla ina °S ræðismannshjónin og ræðu fyrir minni Canada. Mint- ÞaSu síðan hressingu. ist hann þess sérstaklega, hve 1 Síðan bað aðalræðismaður for- náin bönd væru milli Canada og seta að ávarpa samkomuna og íslands, vegna þess, hve margirjkvað forseti sér það ljúft. Hann íslendingar eru búsettir þar í kvað för sína vestur myndi hafa landi og þakkaði þeim fyrir : orðið fátæklega, ef sér hefði ekki trygð þeirra við Island og fram- gefist kostur á að heilsa þessum lag þeirra til canadiskrar menn- frfða hópi. Kvað hann sér það ingar, og tóku gestir undir mál nú ljósari j hans með fögnuði. en áður, hversu ís- land væri stórt, því að Island sem íslenzk hjörtu 1 Var síðan staðið upp frá borð- væri þar, ; um, spjallað langa hríð, en sumir j bærðust — og hér fyndi hann isöfnuðust að hljóðfærinu og íslenzkan anda og hina sömu sungu íslenzk .lög, og var frú hrifningu er þjóðina hefði gagn- j María Markan-Östlund eðlilega \ framarlega í þeim hópi. j Hádegisverður í Bankers’ Club j Daginn eftir bauð Thomas J. Watson, kunnur kaupsýslumað tekið á þjóðhátíðinni — andann frá 17. júní. “Mætti sá andi að eilífu lifa með oss Islendingum”, lauk hann máli sínu. Því næst kynti aðalræðismað- “Herra forseti! Viljið þér bera kveðjur fólksins hér í borginni til þjóðar yðar. Skilið til þeirra að það beri vinsemdarhug í brjósti til hennar og óski henni alls hins bezta. Lengi lifi hið íslenzka lýðveldi!” Tóku viðstaddir undir orð borgarstjóra, en forseti íslands tók síðan til máls: Hið raunverulega gildi þeirrar herverndar hefði nú komið í-ljós með hinu ágæta samkomulagi, sem ríkti milli hers og þjóðar, og væri það betra en nokkur gæti hugsað sér milli svo mikils her- afla og vopnlausrar þjóðar. I þessu lægju miklar vonir og ósk- ir um batnandi og styrkta sam- vinnu, sem um aldir myndi tengja þjóðirnar tvær. Lauk hann máli sínu á þessa leið: “Allir óskum vér þess, Islend- ingar, að borg þessi megi þróast og vaxa að vinsæld og hamingju. Mér þótti það mjög athyglisvert að þér skylduð ávarpa mig á minni eigin tungu. En ef ís- lenzku landnámsmennirnir í Maine og Massachusetts hefðu eigi horfið aftur heim, þá hefði svo getað farið að eg talaði við yður á íslenzku (hlátur!). En af því að þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé að borgarstjóri í New York hafi talað íslenzku, þá er það ekkert undarlegt þó að vér Islendingar óskum borgarbúum í New York allra heilla undir forystu yðar, herra borgar- stjóri.” jur, til hádegisverðar í Bankers’ ur ráðherrann, og mælti herra Club í New York til heiðurs for- Vilhjálmur fáein orð á þessa t seta og ráðherra. Voru þar flutt-,lein: j ar margar afburða snjallar ræð- “Eg vonast til að sjá ykkur öll j ur af viðstöddum gestum úr hópi aftur heima. Komið þið heim að helztu kaupsýslumanna borgar- námi og starfi loknu og skýrið i innar, en auk þeirra voru þarna frá því, sem þið hafið séð í þessu ' margir frægir Bandaríkjamenn, j landi. Skýrið frá öllu því góða, J svo sem Leahay aðmíráll og Lt. sem þið hgjöð séð í þessu landi. Richard Barthelmess, aðstoðar- J Skýrið rétt og satt frá, og mun : foringi hans, herra James A. það heillaríkt fyrir samband j Farley fyrrum póstmálaráð- Ameríku og íslands. Leyfið ís- herra, Henry J. Kaiser iðjuhöld- landi að njóta þess, sem þið í ur o. fl., o. fl. ^hafið lært og látið þetta land “Herra borgstrajóri! Ræðu yðar þakka eg af öllu hjarta. Hún ber hinum sama vinarhug vitni, er eg hefi orðið var alstaðar í yðar landi í garð míns eigin lands. Þér veittuð oss mikla aðstoð, þegar við íslendingar tókum þátt í heimssýningunni í Né?w York. Fyrir það er mér ánægja að þakka yður. Forstjóri þeirrar sýningar hefir beðið mig að þakka yður einnig fyrir sína hönd. Hann er staddur hér hjá mér, því að hann er nú utanríkis- ráðherra íslands. — Þakklætið er ekki einungis frá mér, heldur allri íslenzku þjóðinni, sem vel kann að meta vinarhug yðar og hjálpfýsi.” Drap forseti síðan á samkomu- lag það, er gert hefði verið fyrir 3 árum um það að Bandaríkin tækju að sér hervernd íslands. Hádegisverður hjá forseta Að þessari móttökuathöfn borgarstjóra lokinni bauð for- seti til hádegisverðar á Waldorf hótelinu. Meðal gesta var utan- ríkisháðherra og föruneyti for- seta alt, Richard Beck, Árni Helgason og frú, Halldór Her- mannsson, Gunnar B. Björnson og frú, Grettir L. Jóhannson, Grettir Eggertson og frú, séra Valdimar Eylands, Sveinbjörn Johnson og frú, Guðmundur Grímsson, Hannes Péturson, Stefán Einarsson ritstjóri og Ein- ar Páll Jónsson. Forseti bauð gestina velkomna með fáeinum orðum, og að málsverði loknum kvaddi hann hvern og einn með handabandi. Stóð máltíðin að- eins stutta stund, því að innan skamms þurfti forseti að hraða för sinni og leggja af stað í fyrsta áfangann heim til íslands aftur. Bað hann viðstadda að bera kveðjur sínar til allra Vestur- íslendinga, og lýkur þessum lín- um með hinum sömu kveðjum frá utanríkisráðhérra, sendi- herra íslands og frú, forsetarit- ara og fjölskyduliði og.frá þeim sem þessar línur hefir hripað, áður en hann gat gert sér hið hraða ferðalag að fullu ljóst.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.