Heimskringla - 11.10.1944, Síða 8

Heimskringla - 11.10.1944, Síða 8
8. SlÐA FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónustur í Sambandskirkjunni, n. k. sunnudag, eins og vanalega, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskólinn kemur saman kl. 12.30. Klassar eru til handa börnum á öllum aldri frá þriggja ára til háskóla- aldurs. Sérstök áherzla hefir verið lögð á yngri barna klass- ann, fyrir 3 til 6 ára börn. Einnig hefir fermingarbekkur verið stofnaður, og eru allir foreldrar sem börn hafa á fermingaraldri beðnir að senda þau á sunnu- dagaskóla Sambandssafnaðar. ★ ★ ★ Messur á Lundar og Vogar Séra Halldór E. Johnson mess- ar á Lundar 15. okt. kl. 2 e. h. Á Vogar 22. okt. kl. 2 e. h. ★ ★ ★ Sumarheimili barna á Hnaus- um efnir til skemtisamkomu í Sambandskirkjunni í Winnipeg, mánudagskvöldið 30. okt. næstk. Fólk er beðið að hafa þetta í minni, og verður skemtiskráin auglýst síðar. ★ ★ ★ Edward Lundal frá Chicago, var staddur í bænum s. 1. viku. Hann kom til að heimsækja föð- ur sinn, aldraðan, Gísla Lundal á Oak Point. * ★ ★ Harmafregn Sú sorgarfregn kom frá Sel- kirk í gær, að Jón Sigurðsson hefði orðið bráðkvaddur í Corn- wallis, Nova Scotia, 5. þ. m., þar sem hann var við heræfingar. Hann var tuttugu ára að aldri, sonur þeirra hjóna Jóns heit. Sigurðssonar póstmeistara að Víðir, Man., og Sigrúnar konu hans er nú á heima í Selkirk. Lík þessa unga manns var flutt hingað vestur og verður jarðset.t af séra B. A. Bjarnasyni að Víðir á morgun kl. 2. Auk móðurinn- ar syrgja hann sex bræður og fjórar systur. Bræður hans heita: Baldvpi, í flugher Can- ada í Evrópu, Torfi, sem einnig er í hemum; Sigurður, Winni- peg: Franklin og Marino, allir heima. Systurnar eru: Mrs. Joe Halldórsson, Víðir; Mrs. W. LeBlanc, Winnipeg; Guðrún og Helga heima. Faðir hans dó 1935. — Heimskringla vottar hluttekning sína í þessum sára harmi. * ★ ★ Ágúst Sædal, málari, á nú heima í Ste. 4, Monterey Apts., 45 Carlton St., Winnipeg, og er símanúmer hans 23 276. Þetta eru menn beðnir að festa í minni. Hús til sölu á Gimli Ágætt liús (bungalow) gips- kalkað að utan, sex her- bergi og sólarsalur, góður kjallari og miðstöðvar hit- un, falleg stór hornlóð og bílskýii. Prýðilegt heimili á mjög iágu verði. Beðið um háa niðurborgun. Til reiðu hvenær sem er. Finnið Sigmar hjá J. W. SWAN- SON & CO. LTD. — Kallið í síma nr. 26 821 eða að kveidmu síma nr. 21 418. •>]iiiiimiiii[:iiiiiiiimoiminiiioniimiiii[]iiiiiimiMUiiiiiiiiii'>> | ROSE THEATRE | I ------Sargent at Arlington------ g | Oct. 12-13-14—Thur. Fri. Sat. | | Margaret O’Brien -James Craig | "LOST" ANGEL'' n George Sanders Brenda Marshall § "PARIS AFTER DARK" 1 Oct. 16-17-18—Mon. Tue. Wed. | | Red Skelton—Eleanor Powell § "I DOOD IT" i Eleanor Parker—John Loder 1 | "THE MYSTERIOUS DOCTOR" § •2>iiiiiiiiiii[]iiniiiiiiii[]iiiininiii[3iiinniiiiit3iiiiiiinni[3iiiiiiiiiin[«> Dánarfregn Frá Wynyard, Sask., kemur sú sorgarfregn, að Mrs. Sigríður Thorsteinsson hafi látist þar snögglega í síðustu viku. Sig- ríður heitin var dóttir Mr. og Mrs. Haralds Olson og systir Dr. Baidurs og þeirra bræðra. Hún var á bezta aldursskeiði, fríð- leikskona hin mesta og söngelsk mjög. Jón Thorsteinsson, mað- ur hennar, liggur hér á spítala í fótarmeini. Heimskringla vott- ar samúð sína með skyldmenn- um þessarar glæsilegu konu. — Hennar verður vonandi minst síðar. ★ ★ ★ Guðmundur Magnússon, ste. 10 Mansfield Court, sem um tveggja mánaða skeið hefir leg- ið á sjúkrahúsi, er nú kominn heim til sín og er furðulega hress fyrir aldur sinn. Hann er yfir áttrætt. Hann biður Hkr. að færa þeim sem hann stunduðu á Winnipeg Clinic, sem Dr. Thor- láksson stjórnar, beztu þakkir sínar fyrir lækninguna og góða umönnun. Læknarnir voru aðallega tveir sem stunduðu hann; var annar þeirra Dr. Steinþórsson, en hinn enskur. ★ ★ ★ G. Pétursson frá Geysir, Man., hefir verið um þriggja vikna tíma í bænum, að leita sér lækn- inga. ★ ★ * * Nokkrar greinar verða rúm- leysis vegna að bíða næsta blaðs, þar á meðal ræða dr. Richard Beck í veizlu forseta íslands í New York. ★ ★ ★ Elmer Hunter frá Elfros, Sask., er hér hefir starfað í borg- inni fyrir Winnipég Electric fé- lagið er nú kominn í Canada- herinn. Hann innritaðist 5. okt. ★ ★ ★ Skarar fram úr öllum í öllu Blaðið Ottawa Citizen flutti eftirfarandi frétt, 5. þ. m.: Heiðursverðlaun afhent fram- úrskarandi nemanda W. G. Shory, forstöðumaður Hopewell skólans afhenti al- þýðuskólaverðlaun nemandan- um Franklyn Hjörleifson í dag (5. okt.). Verðlaunin eru veitt af skólaráðinu þeim nemanda, sem skari fram úr öllum í alþýðu skólunum, þau eru $10. Franklyn Hjörleifson vann einnig $5 verðlaun við Hope- well skólann fyrir bezta frammi stöðu í námi í leiðtoga hæfileik- um og leikfimi.” Þessi piltur er sonur Skúla Hjörleifsons, sem vinnur fyrir Sambandsstjórnina í Ottawa og Óskar konu hans; — hann flutti þangað frá Riverton, og pilturinn, sem er aðeins 15 ára, hlaut mest af alþýðuskóla- námi sínu í Riverton, er það heiður og gleðiefni þeim, sem þar hafa verið kennarar hans. Hann lauk alþýðuskólanámi í fyrra og gengur nú á iðnskólann í Ottawa. Sig. Júl. Jóhannesson TOMBÓLA OG DANS 23. OKTÓBER 1944 • ( G. T. stúkan Skuld heldur sína árlegu Tombólu fyrir sjúkrasjóð stúkunnar. Þessi Tombóla hefir ávalt reynst sú vinsælasta. Allir drættir nýir og vandaðir. Fyrir dansinum spilar Josephine and Her Gypsies. Byrjar kl. 7.30 e. h. Inngangur og einn dráttur 25c Selt kaffi og krydd í neðri sal. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. OKT. 1944 Þriðjudaginn 3. þ. m. barst séra Sigurði Ólafssyni í Selkirk, skeyti frá Reykjavík að móðir hans, ekkjufrú Guðríður Þor- steinsdóttir hefði látist þar 2. okt. Hún var 87 ára að aldri; þróttlunduð trúkona og prýðis vel hagorð. Eiginmann sinn, Ólaf Erlendsson, smið, misti hún 1925. Af 9 börnum þeirra eru á lífi: Þórunn, gift kona í Reykjavík, og Erlendur sjómað- ur, kvæntur, búsettur að Baróns- stíg 21, Reykjavík, og séra Sig- urður í Selkirk. Barnabörn eru 13 á lífi, en barnabarnabörn 4. “Enginn kendi mér eins og þú hið eilífa’ og stóra, um krafta og trú, né gaf mér svo guðlegar mynd- ir.” (Matth. Jochumsson) ★ ★ ★ Þjóðræknisdelidin “Esjan” í Árborg heldur skemtifund sunnudaginn þ. 22. þ. m. að heimili Dr .og Mrs. Björnson. Fundurinn byrjar kl. 2 e. h. — Hefir Esjan ákveðið að bjóða öllum þeim frá deildunum þrem, í Slekirk, Gimli og Riverton, sem kynni að hafa tækifæri á að sækja þetta gleðimót. Von- ast hún eftir húsfylli, til auk- innaT samvinnu og vaxandi á- huga fyrir þjóðræknisstarfinu. S. E. B. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. C. Malmquist frá Keewatin litu inn á skrifstofu Hkr. s. 1. þriðjudag. , Þau eru að flytja búferlum til Lundar, Man. ★ ★ ★ Vinaminni Þann 7. okt. s. 1. heimsóttu nokkrir góðvinir Stefáns Gutt- ormssonar og Ragnhildar konu hans, þau hjón í tilefni af því að þau höfðu þá verið búin að starfa saman í ástríku hjóna- bandi í 25 ár og áttu þá silfur- brúðkaupsdag. Frú Ragnhildur Gísladóttir fluttist ung hingað af Islandi 1903 með foreldrum sínum og systkinum, og stundaði lengi skólanám hér og naut þess vel, því hún er gáfuð að náttúru- fari, var svo barnakennari við Narrows P. O., ein 10 ár, eða þar til hún kaus sér til lífsfélaga hinn fluggáfaða háskólamentaða listamann, Stefán Guttormson, frá Krossavík í Vopnafirði, Þor- steinssonar sterka, Guðmunds- sonar sýslumanns, Péturssonar sýslumanns, Þorsteinssonar sýslumanns Sigurðssonar frá Jörva í Haukadal. Þeir feðgar voru sýslumenn í Múlaþingi í 100 ár, frá 1708—1811, og mætti rita fróðlega ættarsögu þeirra fyrir næstliðin 200 ár. Stefán og Ragnhildur eru svo einstaklega látlaús og prúð- mannleg í framkomu að það hefir djúp áhrif á hvern mann að kynnast þeim. Stefán á mik- ið og verðmætt bókasafn, sem hann hefir lesið alt og skilið, enda er hann líklega fróðasti ís- lendingur sem nú er í Canada. Kvöldstundin var skemtileg í húsi þeirra hjóna, minni silfur- brúðhjónanna var drukkið góð- um veigum og setið við söng og samræður til miðnættis. Vinir þeirra gáfu þeim til minja hundrað silfurs í góðum gripum. Ekki hefir þeim hjónum orð- ið barna auðið, en alið upp til fullorðins ára 3 börn, mentað þau og mentað vel. Margir norðlenskir höfðingjar fluttu í Múlaþing, og einkennilegt er, að enginn þeirra flutti burtu þaðan, sem einu sinni settist þar að og yfirleitt eru Aust- firðingar orðlagðir fyrir gest- risnu og spaklyndi. S. Baldvinson ★ ★ ★ Áætlaðar messur í Selkirk um næstu sunnudaga: Sunnud. 15. okt.: Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Ensk messa kl. 7 e. h. Sunnudag. 22. okt.: Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. S. Ólafsson Hjónavígsla Á fimtudaginn þ. 5. okt. voru gefin saman í hjónaband í West- minster kirkjunni þau Halldór Guðjón Finnsson og Maxine Esther Buchanan. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. J. B. Buch- anan, Minitonas, Man., en brúð- guminn sonur þeirra Mr. og Mrs. K. G. Finnsson, Bessborough Apts., Winnipeg. Rev. Dr. E. Howse framkvæmdi hjónavígsl- una, Miss Agnes Sigurðson var ! við hljóðfærið. Wren Margaret Finnsson og Fraser Buchanan , aðstoðuðu brúðhjónin. Eftir j giftinguna fór fram samsæti að heimili Mr. og Mrs. M. Sigurð- son að 98 Kingsway. Ungu hjón- j in fóru giftingarferðina til Van- couver. Heimili þeirra verður að Ste. 38 Bessborough Apts., j Winnipeg. * ★ ★ Laugardagsskólinn Um allmörg ár. hefir Þjóð- ræknisfélaði starfrækt skóla ár- degis á laugardögum, þar sem börnum og unglingum er veitt ókeypis tilsögn í íslenzrki tungu Þetta fyrirtæki hefir mætt verð- ugum vinsældum, og f jöldi ^ barna hafa á þennan hátt fengið I haldgóða undirstöðuþekking á máli feðra sinna, eins og loka- samkomur skólans ár hvert hafa sýnt. Ágætir og reyndir kenn- arar hafa annast kensluna und- anfarin ár, og er svo enn. Skól- inn hefir, nú nokkur síðustu ár- in, verið haldinn til skiftis í ís- lenzku kirkjunum hér í Winni- peg, og ættu allir að láta sér þann jöfnuð vel líka. Skólinn hófst á laugardaginn var í Sam- bandskirkjunni á Banning St., kl. 10 f. h., og þar verður hann haldinn, og á þeim tíma hvern laugardag í vetur, svo framar- lega að hæfileg aðsókn fáist. Viljum vér í fullri alvöru á- minna alla foreldra sem skilning hafa á verðmæti íslenzkrar tungu um að senda börn sín á skólann reglulega og stundvís- lega kl. 10 f. h. Fjöldi fræðimanna víðsvegar um heiminn leggja á sig mikinn tilkostnað óg ærna fyrirhöfn til að læra íslenzka tungu. Þetta nám er nú lagt upp í hendur ís- lenzkra barna í borginni og víðs- vegar út um bygðir fyrir tilstilli félags vors og deilda þess, þeim að kostnaðarlausu og með lítilli fyrirhöfn. íslenzku foreldrar, þér unnið börnum ykkar hins bezta. Látið þá ekki þetta ein- stæða tækifæri fara fram hjá þeim. Stjórnarnefnd Þj óðræknisf élagsins ★ ★ ★ Dr. R. Beck var staddur í bænum fyrir helgina í þjóð- ræknisfélags-erindum. ★ ★ ★ Roskin íslenzk hjón, sem ann- ast vilja um háaldraða konu í smábæ skamt frá Winnipeg, geta fengið ókeypis húsnæði á heim- ili gömlu konunnar og nokkra þóknun að auki. Gamla konan nýtur enn góðrar heilsu. Leitið upplýsinga á skrifstofu Heims- kringlu eða símið 39 003. Látið kassa í Kæliskápinn WvmoLa m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP * 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Þ JÓÐRÆKNISFÉLA G ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Aldraður Islendingur á Oak Point, sem búið hefir einsamall í húsi sínu þar, æskir að fá aldr- aðann mann eða konu til að vera hjá sér. Honum er vegna veiki í fæti óhægt orðið um að- drætti. — Skrifið eða finnið Barney Mathews á Oak Point. ★ ★ ★ Af Ölfusáar-brúarslysinu heima hefir það eitt frézt, að strengir brúarinnar, öðru meg- in hafi bilað og tveir vagnar, sem á brúnni voru, féllu í ána. Var einn maður í hvorum bíl og björguðust báðir. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. ★ ★ ★ Messur í Nýja Islandi 15. okt. — Vísir, messa kl. 8.30 e. h. 22. okt. — Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. Árborg, íslenk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason Ársritið Árdís, XII. ár er kom- ið út og fæst hjá Mrs. Finnur Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg og útsölukonum víðs- vegar í bygðum Islendinga. — Kostar eins og áður, 35 cent heft- ið. ★ ★ * Guðsþjónusta í Vancouver á ensku máli, kl. 7.30 e. h. sunnudaginn 15. okt., í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson ★ ★ ★ Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags Islendinga i Norður Ameríku. I. árg. 112 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. •— Verð ________-____________$1-00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaóar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð__$2.00 HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú í FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave, Winnipeg f--------------------> \,0T5 OF TOUCS'U BEABLE TOSAY THEY SIIREIYERE 61AD THEY’D LAID AWAY THEIR EXTRA CA5H FORA RAINYDAY- Sé/y Í/0&? r BOAfDS ............................ - FRELSUN EVRÓPU — BREZKUR LANDHER, ÚTBÚIN MEÐ REIÐHJÓL HEFJA LANDGÖNGU Myndin hér að ofan sýnir hvar brezkur landher veður í land frá skipi því, er flutti her- sveitirnar að ströndinni. Það er hægt að sjá það greinilega, að margir þeirra bera reiðhjól sín með sér.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.