Heimskringla - 18.10.1944, Side 4
4. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. OKT. 1944
$jeimskrin0la
(StofnuB 1886)
Kemur út ó hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537
WINNIPEG, 18. OKT. 1944
Ný fræðslustarfsemi hafin
Þjóðræknisfélag yngri Islendinga, The Icelandic Canadian Club,
byrjar í næstu viku á alveg nýrri starfsemi, en hún er í því fólgin
að kenna íslenzku og efna til þess að haldnir verði á komandi
vetri nokkrir fyrirlestrar til fræðslu-í sögu Islands og íslenzkum
bókmentum.
Islenzku kenslan mun aðallega ætluð uppkomnum, er ekki
hafa átt kost á að læra íslenzku og þjálfa þá í málinu, sem ekki
kunna það eins vel og þeir vildu. Fyrirlestrarnir verða á ensku
fluttir vegna þess, að með þeim er hugmyndin, að vekja eftirtekt
enskumælandi Islendinga á landi og þjóð. Þykir oss vel ráðið,
að hafa þessa fyrirlestra. Vér höfum lengi litið á það sem hið
fyrsta og nauðsynlegasta sem gera þarf, er um íslenzku-kenslu er
að ræða, að vekja áhugann fyrst fyrir kostum og fegurð Islands og
afrekum íslenzkrar þjóðar. Sagan og íslenzkar bókmetnir eru
svo auðug af sláandi dæmum um þetta, að það hlýtur að vekja
áhuga yngri manna hér fyrir námi í íslenzkri tungu. Það hefir
reynst mjög erfitt að vekja áhuga yfirleitt hjá íslenzkum börnum
til að sækja íslenzku-nám á laugardagsskólum Þjóðræknisfélags-
ins. Vér höfum kent því um, að börnin fengju ekki fyrst ein-
hverja fræðslu um það í fari þjóðar vorrar, sem eftirtekt þeirra
vekti. Af vitneskju sem vér höfum sjálfir af því, vakti til dæmis
hreyfimyndin heiman af Islandi mikla eftirtekt æskumanna hér,
ekki sízt skíðaferðirnar; um þær töluðu drengir hér eftir á með
áhuga og hrifningu.
En hvað sem bollaleggingum okkar um þetta líður, er gott til
þess að vita, að Þjóðræknisfélag yngri manna hefir farið af stað
til að vinna að íslenzku-kenslu. Vér spáðum því, þegar Mrs.
Hólmfríður Danielson var kosin forseti The Icelandic Canadian
Club, mundi það sannast, að félagið yrði ekki aðgerðalaust og
starfsvið þess mundi brátt færast út. Sú hefir nú orðið raunin á.
Er það nú það bezta, sem við eldra fólkið getum gert, að veita
þessu nýja starfi athygli og þá aðstoð, sem við eigum kost á. Við
verðum að vera þess minnug, að það er ein tilraunin til þess að
vinna að því máli, sem okkur öllum, sem að heiman fluttum, er
allra mála hjartfólgnast, viðhald íslenzkrar tungu.
landshafinu, en þeir áður höfðu.
Rússar eru og ekki skildir við
Tyrki út af hlutleysisstefnu
þeirra í stríðinu.
“Við höíum fullan rétt til að
kvarta, er Rússar telja afskifti
vor af Póllandi of mikil,” segir
blaðið, “en við verðum á sama
tíma að viðurkenna rétt Rússa
til íhlutunar í málum Frakka,
Spánverja, Itala, Tyrkja og Ung-
verja.”
“Þegar alt er með í reikning
tekið,” segir blaðið, “hefir Rúss-
land aldrei ráðist á Bretland eða
aðstoðað heri til að ráðast á það,
eins og við gerðum viðvikjandi
Rússlandi fyrir 25 árum.”
Enda þótt segja megi vafa-
samt hvar Rússar voru tvö
fyrstu ár þessa stríðs, hefir blað-
ið Manchester Guardian mikið
fyrir sér i því sem það segir um
samvinnu Churchills og Stalins í
Evrópumálunum. Og það er al-
varlegt mál fyrir friðinn í fram-
tíðinni.
NEW YORK-FERÐIN
Roosevelt kommúnisti?
Það vill stundum sitt af hverju
verða uppi á teningi í kosninga-
bardögum. Eitt af því sem á
þetta minnir, er nú það, að Dew-
ey forsetaefni republikana, held-
ur fram, að viðreisnarstarf (New
Deal) Roosevelt, sé í dásamlegu
samræmi við stefnu kommún-
ista og að svo hljóti því að skilj-
ast, sem Roosevelt sé kommún-
isti.
Að skoðun Deweys, stefnir
viðreisnarstarfið að þjóðeign. En
hún er alveg gagnstæð einstakl-
ingshyggjunni eða einstaklings-
frelsinu, sem séreignamönnum
er svo ant um. En jafnvel þó
svo sé nú og réttur séreigna-
manna sé með því fyrir borð
borinn ,er ekki sjáanlegt, hvað
Dewey græðir í þessum kosning-
um á þessu. Það má telja víst,
að þjóðeignasinnar eru ekki
færri en séreignasinnar og það
verður enginn leikur þeim, sem
ótakmarkaðri séreignastefnu
fylgja, að vinna kosningar með
þessu.
Þó þjóðeignastefnan væri
ekkert annað en ómengaður
kommúnismi, væri alveg óvíst,
að það hefði nokkur áhrif í þá
átt, að beina atkvæðum kjós-
enda frá henni.
Kosningamálin syðra virðast
enn á nokkurri ringulreið. Þau
hljóta að snúast um friðarmálin
að stríði loknu bæðf inn á við og
út á við. En að því aðal-atriði
hefir ekki enn mikið verið vikið,
þrátt fyrir þó tíminn sé farinn að
styttast til kosninga. En ef til
vill eiga forsetaefnin, Roosevelt
og Dewey, enn eftir að leiða
hesta sína saman og senna um
þetta. Það virðist ekki að rúsín-
unni komið í kosninga-bardag-
anum fyr en til þessa kemur.
Og ef til vill eru þeir að geyma
sér hana þar til síðast.
Um málin í Moskva
Blaðið Manchester Guardian
skrifaði leiðara í blað sitt meðan
á fundi þeirra Churchill og Stal-
in stóð í Moskva og sýndi skýrt
og skorinort fram á, að það
væri ekki eitt einasta mál í sam-
bandi við Evrópu, sem þeim
Churchill og Stalin kæmi saman
um, nema það að kollvarpa
Þýzkalandi.
Blaðið telur það góðsvita um
meiri samvinnu Breta við Rúss-
land, að Churchill héldi upp
aftur og aftur á fund Stalins, en
því býr samt mikil efi í huga, að
samvinnan um stjórn beggja
þessara ríkja yfir Evrópu að
stríði loknu, sé á eins traustum
grundvelli og óskandi væri.
Blaðið leggur áherzlu á það.
að samvinna þessi verði að vera
einlæg og þeim Churchill, Stalin,
Eden og Molotov, ætti að vera
vorkunarlaust að horfast í augu
við staðreyndirnar og “gefa og
taka”, að því er stefnur þeirra
áhræri, unz alger sátt og sam-
lyndi hafi náðst.
Þá Churchill og Stalin greinir
fyrst og fremst mjög á um mál
Póllands. Þykir blaðinu vara-
samt, að Bretar telji það stefnu
sinni í Evrópu eins farsælt og
Churchill virðist gera. Þá er
Spánn. Rússar telja Franco
aldrei annað en náinn samverka-
mann Hitlers, en Churchill telur
hann vin Breta. Þegar Stalin
hafði viðurkent Badoglio-stjórn
ítalíu, þá lýsa Churchill og
Roosevelt yfir hver stefna þeirr-
ar stjórnar skuli vera, án þess að
spyrja Stalin nokkuð um það. Á
Grikklandi vilji Bretar koma á
konungsstjórn og að Grikkir.
sem aðrar Balkan-skaga þjóðirn-
ar, haldi hvér sínu. Rússar eru
ekki einungis ósammála þeim
um konung 1 Grikklandi, heldur
vilja þeir að Búlgarar hafi meiri
áhrif við Svartahafið og á Grikk-
Framh.
Með neðanjarðar sporlestum,
er mikið ferðast í New York.
Þær liggja um alla borgina og
eru mjög skjótar í förum. Það
er þeirra kostur, að þær geta
brunað með gufulestar hraða
milli áningarstaða sinna. Þar
eru hvorki bílar né menn á vegi,
eins og ofanjarðar. En oftast
j fanst mér heitt í þessum lestum
l og ganga þó loftræstingar-dæl-
urnar ótæft. En þarna er ekki
! gott fyrir ékunnuga að rata. —
Fimm cents eru greidd um leið
°g gongið er inn á pallstöðvarn-
ar. Centunum er fleygt ofan í
hylki, sem er í sambandi við
hringslár, er opnast við það og
hleypa aðeins einum inn í senn.
Segja þeir sem kunnugir eru, að
á þessu fimm centa fargjaldi, sé
hægt fyrir kunnuga, að ferðast
um 260 mílur; enda mun satt
að fyrirtækið borgi sig ekki og
bærinn tapi árlega á því. Upp-
haflega var kerfið aðeins eitt,
sem bærinn átti. En hann keypti
tvö önnur kerfi, sem voru eign
einstaklinga fyrir hvorki meira
né minna en'326 miljón dollara'
Niðri í þsesum neðanjarðargöng-
um eru engin þrengsli; járn-
brautirnar eru tvær eða þrjár,
og meðfram þeim eru bæði
stöðvar, er skifta ferðapening-
um og búðir, er blöð, sætindi og
svaladrykki selja. Getur vel
verið að einhverjir búi þar, þó
við það yrði eg ekki var. Að
jafnaði kostaði mílan af þessum
neðanjarðarbrautum 5 miljón
dali. en á síðustu brautinni, sem
nýlega hefir verið gerð 26 miljón
dali, vegna einhverra sérstakra
erfiðleika.
Um dýpt þessara neðan-jarð-
ar járnbrauta veit eg ekki, en
oft spurði eg þegar eg kom út.
úr þeim og var að þurka af mér
svitann hvort við hefðum nú
ekki verið komnir býsna nærri
heita staðnum.
New Jersey og Manhattan
tengja ekki aðeins brýr saman
yfir Hudson-fljótið, svo sem
Washington brúin og fleiri, held-
ur einnig neðanjarðar-göng, t. d.
The Holland Tunnel. Þessi göng
undir Hudson-fljótið eru 9,227
fet á lengd, eða nærri 2 mílur.
Eru vegirnir um þau tveir, ann-
ar fyrir þá er vestur fara en hinn
fyrir þá er austur halda og eru
um 20 fet á breidd hvor. Göng
þessi kostuðu 50 miljón dali. En
það er ekki aðeins undir árnar,
sem göng eru þessu lík, er tengja
borgarhlutana saman. Nú er í
ráði, að gera göng undir Man-
hattan, um þvera eyjuna, og
tengja við göngin undir East
River og Hudson-ána, svo New
Jersey-búar og Long Island-bú-
ar geti heimsótt hvorir aðra án
þess að koma upp úr jörðinni á
Manhattan. Mannvirkin í New
York eru ekki öll ofanjarðar eða
í skýjaklúfunum einum falin.
Um norðurhluta New York-
borgar, Bronx, hefi eg sagt lítið,
en þar er þó víða mjög fagurt út-
sýni, er ekið er um, t. d. eftir
Henry Hudson þjóðveginum og
samnefndri brú. I þessum hluta
bæjarins eru og tveir garðar,
dýra- og blómagarður, svo stór-
ir, að undrum sætir. Blóma-
garðurinn er svo fagur og fjöl-
skrúð náttúrunnar svo mikið, að
þvílíkt hefir maður aldrei fyr
litið. Garðruinn er 400 ekrur
að stærð, enda hinn stærsti og
líklegast fjölbreyttasti í heimi.
Blómahúsin eru mörg og feyki-
lega stór og litskrúð blómanna í
þeim dásamlegt. Og svo er raun-
ar einnig fram með gangvegum
jgarðsins; alls staðar blasir feg-
I urðin við. Eg held fátt geti vak-
| ið meira yndi og skemtilegri dag-
| drauma á þessari jörð, en að
reika um þennan óviðjafnanlega
1 stað.
Um dýragarðinn, sem er 700
ekrur að stærð, er ferðast í vögn-
J um, sömu vögnunum og þeim
j sem notaðir voru á heimssýning-
I unni í New York til að flytja
! gesti. Þar er mesta kynstur af
viltum dýrum ráfandi um eins
og þau væru heima hjá sér í
Afríku eða Asíu. Á meðal þess-
ara dýra eru ljón, tígrisdýr, ap-
! ar, apakettir, fílar, zebradýr,
eðlur, kangúrú, antilópur, vilt
svín, birnir, elgsdýr, úlfar, vilt
sauðfé og geitur; þá smærri
spendýr og fuglar, strútar, fas-
anar og paradísarfuglar. Þykir
sá síðast taldi allra fugla feg-
urstur í heimi. Ennfremur fisk-
! ar, stórir og smáir. Mörg þess-
ara dýra eru yfirleitt fáséð hér.
' Er sagt að fáir staðir séu fjöl-
sóttari, en þessi garður, og er
það ekkert að undra, jafnvel að
frændrækni allri gleymdri.
Á
Eg veit að það er skemtilegra
að sjá stórborg, með öllum henn-
ar nýungum, en það er að lesa
ófullkomna frásögn af því. En
svo margt ber þar nýtt fyrir
augu, að maður freistast til að
hafa það á orði.
Söfn eru mörg eftirtektaverð.
Það vekur athygli þegar gengið
er inn í eitt þeirra t. d. og niður
úr rjáfrinu hangir eirlíkan í nátt-
úrlegri stærð af hval. Varð að
skera úr loftgólfum og milli-
veggjum til að rúma þetta fer-
líki. Svona einkennilega hluti
ber upp aftur og aftur fyrir sjón-
ir. Annars mun það viðurkent,
að það sé að kynnast mörgu
í menningarsögunni, að heim-
sækja söfn. Og náttúru-, lista-
og sögusöfn í New York, hafa
mikinn fróðleik á boðstólum,
þeim er hans leita í þessu efni.
Enda eru þau mikið sótt af bæði
ferðamönnum og námsfólki.
Söng- og hljómleika er hægt
að heyra meiri og fegurri í
Metropolitan óperuhúsinu, en
allur fjöldi manna á kost á að
heyra á æfi sinni. Þeir sem
næga hafa peninga til að skvetta
sér á til og frá um heiminn, eiga
eflaust kost á að kynnast svip-
uðu víðar, en eg á við almenning
vestan hafs. Sönghöll þessi er
sögð hin frægasta sinnar teg-
undar í heimi. Er það meira en
lítil frægð þjóð vorri, að þar
hefir íslenzk kona sungið, Mrs.
María Markan Östlund, því ekki
er þar um aðra söngvara að
ræða, en þá sem frægir geta tal-
ist á alheims mælikvarða. Þótti
mér gaman að finna á ný þessa
frægu, ef ekki frægustu, íslenzku
konu, í þessari ferð, og kynnast
hinum ljúfmannlega manni
hennar, Mr. Östlund. Dvöl þess-
arar mikilhæfu og skemtilegu
konu á meðal Islendinga í Win-
nipeg, og víðar hér vestra, verð-
ur okkur ávalt ógleymanleg.
Af skólum er mesti sægur í
New York, eða yfir 800, sem eru
í umsjón mentamálaráðs borg-
arinnar. En svo er mikið af há-
skólum og mentastofnunum, sem
af einstaklingum eða sérstökum
stofnunum eru algerlega styrkt-
ar. Mun meira um þetta í New
York, en víðast annarstaðar. —
Frægust mentastofnun er Col-
umbia háskóli. Sækja hann um
16,000 nemendur árlega og
margir frá öðrum löndum. Næst-
ur mun New York háskóli vera.
Kenna þessar miklu og frægu
stofnanir fjölda, mér er nær að
halda allar upphugsanlegar
námsgreinar.
Bókasöfn eru mörg í borginni
eins og vita má og er New York
Public Library þeirra mest, með
65 útbú, í 9 miljón dala bygg-
ingu við Fifth Avenue. Það
hefir nærri 4 miljón bækur.
Nota safnið um 11,000 á dag.
Ein stofnun í New York í um-
sjón hins opinbera veitir upp-
lýsingar blöðum og einstakling-
um, þeim að kostnaðarlausu. Það
er góð stofnun.
1 ritlingi sem fyrir ýmsu gerir
grein í New York, stendur meðal
annars það sem hér segir:
Stjórnarkostnaður New York
borgar nemur 573 miljón dölum
á ári. (Það er nokkuð meira en
stjórnarkostnaður Canada á frið-
artímum).
Lengd símalína í New York er
9.500,000 mílur — þær ná 380
sinnum kringum jörðina. Sím-
töl eru sex miljón á dag.
Barn fæðist fjórðu hverju mín-
útu í New York. Sjö giftingar
fara fram á hverri klukkustund
til jafnaðar.
Bjór og öldrykkja nemur 2yo
biljón dala á ári.
Tala þeirra sem heimsækja
borgina á þremur árum, er svip-
uð íbúatölu Bandaríkjanna.
Bankaviðskifti (clearings) New
York borgar eru 65% af öllum
bankaviðskiftum landsins.
I New York eru 138 spítalar
með 33,535 sjúkrarúmum. —
Læknar eru 11.575.
Þar eru 543 hótel, auk 11,438
matsöluhúsa, sem eru eign 37
ólíkra þjóða, sem í borginni búa.
Smásölubúðir (retail stores)
eru 115,219 í New York. Umsetn-
ing þeirra nemur þrem biljón
dölum árlega.
Hafnsvæði í New York er 995
mílur á lengd. Það gera árnar
East River og Hudson River,
sem skifta borginni í eyjar. Skip,
sem færi 10 mílur á klukku-
stund, yrði átta daga, að sigla
meðfram hafnarsvæðinu.
I New York eru 853 leik- og
hreyfimyndahús. I þeim eru til
samans yfir miljón sæti.
Framh.
RADDIR FRÁ LIÐNUM
ÁRUM
Eg var nýlega staddur á sam-
komu hér í Winnipeg, og skemti
mér mjög vel. Það mátti heita
að hvert atriði á skemtiskránni
væri betra en venjulega gerist á
slíkum samkomum, en út í það
skal ekki farið.
Undir samkomu-lok bað sam-
komustjóri, einn af okkar vel-
þektu söngmönnum, Pétur Mag-
nús, að koma fram og skemta
með einsöng. Allir klöppuðu lof
í lófa, því hann er einn af okkar
ástsælustu og ágætustu ein-
söngvurum, og hefir verið, og er
enn, meðal þeirra fáu sem hrífa
hugi íslendinga með söng, þessi
síðustu ár.
Pétur Magnús gengur upp á
söngpallinn, alvarlegur og tígu-
legur. Að engu fer hann sér ótt.
Raðar nokkrum blöðum fyrir
framan sig, og að því loknu á-
i varpar hann mannfjöldann á
þessa leið: “Vinur minn einn,
sagði mér fyrir all-löngu síðan,
að eg væri nízkur á söngva, svo
nú í kvöld ætla eg að syngja
fleiri söngva fyrir ykkur heldur
en venja mín hefir verið til.”
1 Vel sé þessum vini þínum,
hugsaði eg. — Og svo byrjaði
Pétur að syngja.
Þrír enskir söngvar snertu mig
aðeins eins langt og söngvari og
undirspilari túlkuðu hljómfeg-
I urð og list. — En svo er blaðinu
flett við, og undirspilarinn byrj-
ar á forspili hins undurfagra
, lags, Sigvalda Kaldalóns: “Lofið
þreyttum að sofa.” — Milt bros
, líður yfir varir söngmannsins á
meðan að forspilið fyllir áheyr-
; endur eftirvæntingu og aðdáun.
Svo byrjar söngurinn:
j
“Þeim gleymist oft, sem girnast
söng og dans,
að ganga hljótt hjá verkamanns-
ins kofa. . .
Ó, hafið lágt við litla gluggann
hans
og lofið dagsins þreytta barni að
sofa.
Þið njótið góðs af verkum sem
hann vann.
Þið vitið, að hann býr við lítil
efni.
Sú lund er .hörð, sem hæðir
snauðan mann,
það hjarta kalt, sem rænir
þreyttan svefni.”
YœSshootm
firom tÁel/IPfœ
j/ou^ver there