Heimskringla - 22.11.1944, Side 5
WINNIPEG, 22. NÓV. 1944
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
til gagns og gamans
Ein afleiðing kosninganna í
Bandaríkjunum virðist sú, að
einangrunarsinnarnir hafi verið
einangraðir.
* * *
King forsætisráðherra flutti
nýlega hálftíma ræðu í útvarp,
er lýsti mælsku og óþrotlegu
orðavali og sem mjög skemtileg
hefði verið á að hlýða, ef orðin
hefðu aðeins meint eitthvað.
—(The Can. Social Crediter).
t * *
Yfirskoðendur reikninga —
(chartered accountants) vilja að
MJ WINNIPEG
• Borgarstjórinn ...
Winnipeg er borgin þín. Borgar-
stjórinn er þinn œðsti sendimaður
1 mólum bœjarins. Hann lítur
eftir gerðum bœjarins, þínum
9erðum, meðan þú setur í nœði
heima, eða meðan þú ert við
vinnu, eða meðan þú ert að
skemta þér. Fyrir borgarstjóra
hú vilt mann sem hefir:
Hæfileika Reynslu
Réttsýni
Tvö ár í borgarstjóra embœttinu
hafa sannað að Garnet Coulter
hefir þessa kosti i rikum mœli,
eins og verkin sýna í fram-
kvœmdum bœjarmála á þessum
aðfinslu tímum.
hetta er hans steína:
i- Að vera alveg sjálfstœður,
málsvari hvers einstaklings
með sanngirni og jöfnuði, laus
við alla flokkabinding eða sér-
staka ivilnun.
2. Að stuðla að bróðurlegum
skilning hjá fylkisstjórninni
um þarfir borgarbúa svo
skattabyrði heimiliseigenda
megi léttast með auknum
tekjum frá öðrum lindum.
3- Að styrkja stríðsviðhaldið með
áframhaldandi mannafla með
skynsamlegri sparsemi í stjórn
arstörfum.
4- Að fást með kœrleika og skiln-
ingi við þau mál er snerta bág-
stadda og þurfalinga.
5. Að áforma nœga vinnu, bœta
lifskjörin og húsnœðið og vax-
andi auðnuríka framfaraborg.
þegar sá tími kemur að banni
því og erfiðleikum, er yfir-
standandi stríð gerir nauðsyn-
legt er aflétt.
f þina eigin þágu, og fyrir jafnvel
hetri Winnipeg
Greiðið Garnet Coulter ykkar
nr- 1 atkv. fyrir borgarstjóra
Verið viss að marka með númeri
(1) en eigi með krossá (X).
COULTER No.
1
ÞJóÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
j University Station,
| Grand Forks, North Dakota
! Allir Islendingar í Ame-
; nku ættu að heyra til
Þ j óðr œknisf élaginu
| ^TSgjald (þar með fylgir
; Timarit félagsins ókeypis)
! 51.00, sendist fjármálarit-
; Guðmann Levy, 251
! r urby St., Winnipeg, Man.
konungleg nefnd sé skipuð til
þess að rannsaka grundvöllinn
að skattfyrirkomulagi Canada.
í>eim þykir skattar hafa hækk-
að svo mikið. Þetta er óþarft.
Það er enginn grundvöllur und-
ir skatthækkuninni. Hún er að-
eins meinsemd, sem ofvöxtur
hefir hlaupið í.
★ ★ k
Innfæddur maður í Ozarks,
Ala., var spurður að því, hvort
nokkrir erfiðleikar væru á því,
að aflasér þar lífsnauðsynja,
svaraði, að það væri alveg nógu
erfitt. En það versta væri, að
þegar í eitt'hvað næðist, væri
það ekki drekkandi.
* * *
Blöð liberala eru í vandræð-
um með að skamma Bracken
eins og þau gjarnan vildu, vegna
þess, að þau höfðu sungið honum
svo oft ómælt lof áður.
lagsmálum. Hann hefir verið
nýtur maður og afkastamikill í
þeim störfum, sem hann hefir
stundað og þess má vænta að
hann eigi fyrir sér starfsríka
framtíð í stjórn bæjarins, ef
hann kemst þangað sem tæp-
lega getur brugðist ef landar
bregðast honum ekki við at-
kvæðagreiðsluna.
Sig. Júl. Jóhannesson
IVAN MAISKY UM
ÆSKU SINA
ÍSLENDINGUR í KJÖRI,
KJóSIÐ HANN
íslendingar hafa átt nokkra
fulltrúa í bæjarstjórninni í Win-
nipeg, og hafa þeir yfirleitt
reynst vel, látið allmikið til sín
taka og verið löndum sínum til
sóma.
Árni Egertson var þar at-
kvæðamikill og vann það frægð-
arverk að leggja grundvöllinn
undir “aflstöðina” svonefndu
þrátt fyrir harðvítuga mótstöðu.
Sú stofnun er honum mest að
þakka, þótt aðrir hlytu heiður-
inn; sparaði hann með því Win-
nipeg-búum miljónir dala. Þá
var Jón Vopni einn hinna fram-
kvæmdamestu manna í bæjar-
ráðinu á sinni tíð; en þeir V. B.
Anderson og Páll Bardal hafa á-
unnið sér þar traust og álit miklu
meira en alment gerist.
Það hefir verið siður íslend-
inga — þrátt fyrir alt sundur-
lyndið — að styðja hvern þann
Islending, sem um opinbera
stöðu hefir sótt, hafi hann verið
þeim kostum gæddur, sem til
stöðunnar þurfti.
Nú hagar þannig til í Winni-
peg að í annari kjördeildinni
(Mið-Winnipeg) eru Islendingar
svo fjölmennir að séu þeir sam-
taka og styðji allir einhvern sér-
stakan mann, þá á hann nokk-
urn veginn vísa kosningu. Þann-
ig var það um alllangt skeið, að
þeir Anderson og Bardal voru
altaf kosnir sitt árið hvor.
Síðan Bardal varð þingmaður
hefir Anderson verið eini land-
inn í bæjarráðinu. En nú er í
kjöri maður af íslenzku bergi
brotinn, gefst því tækifæri til
þess að hafa þar tvo íslenzka
fulltrúa eins og verið hefir að
undanförnu; ætti því að mega
vænta þess að allir íslendingar
greiði þessum landa atkvæði sín.
Þessi maður er Roy Shefley;
móðir hans er íslenzk, heitir
Ingibjörg Jóhannsdóttir Shefley
og hefir um langt skeið rekið
bókaverzlun hér í Winnipeg. Hér
er um ungan og efnilegan dugn-
aðarmann að ræða; mann sem
skipað hefir trúnaðar- og ábyrgð-
arstöður. Hann vann lengi við
hraðskeytastörf hjá C.N.R. fé-
laginu þangað til 1941, en er nú
skipulagsstjóri fyrir “Labór Pro-
gressive” samtökin hér í Winni-
peg. Hann hefir tekið mikinn
þátt í málum verkamanna og
unnið allmikið í íslenzkum fé-
John S. Brooks Limited
DUNVILLE. Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
°g fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna.
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
1
Captain M. R. Janes. Leland Hotel, Winnipeg
UmboSsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
Grein þessi, sem hér er þýdd
úr tímaritinu World Digest, er'
kafli úr sjálfsæfisögu I. M. Mai-,
skys, fyrverandi sendiherra
Rússa í London og lýsir bernsku
ans og æsku. |
A
Þegar eg minnist barnæsku
minnar, sé eg fyrir hugsarsjón-
um mínum eldhús með ofn, eld-1
unaráhöld, tréborð, potta og
diska. Baðker stóð á tveim stól-1
um í miðju eldhúsinu. Eg sit í
baðkerfinu og andspænis mér er i
lítil stúlka, dökkeyg og fríð sýn-
um. Ung kona er að þvo okkur. I
Hún er dökkhærð og hárprúð í
Henni er heitt, og það bregður
fyrir gletnisglampa í hinum
blíðu og skæru augum hennar,
enda þótt hún látist verða reið
öðru hverju. Við börnin í bað-
kerinu bregðum á leik og skvett-
um vatninu yfir hvert annað.
Vatnið skvettist líka á ungu kon-
una. Við erum að reyna að verja
okkur gegn því, að hún þvoi
okkur.
“Hættið þessum látum!” hróp-
ar hún til mín, reynir að látast
vera reið og slær á hönd mína.
En eg trúi því sýnilega ekki,
að hún sé reið í raun og veru. Eg
hlæ dátt og skvetti vatninu með
hendinni. Litla stúlkan gerir
slíkt hið sama. Unga konan
snýr sér þá að henni, birstir sig
og segir:
“Hvað eiga þessi læti í þér að
þýða? Langar þig til þess að eg
berji líka á höndina á þér?”
En stúlkan svarar með því
einu að hlægja. Hún veit, að það
er engin hætta á því, að hún
verði barin.
Við leikum okkur þarna í bað-
kerinu enn um stund, en þá tek-
ur konan okkur upp úr því, þurk-
ar okkur vandlega með hand-
klæði og klæðir okkur að því
búnu. Skömmu síðar sitjum við
litla stúlkan svo hlið við hlið við
borðið og borðum og drekkum.
Þetta var árið 1888. Eg er þá
fjögurra ára gamall. Faðir minn
hefir nýlokið námi við herlækna-
skólann og er á leið til Síberíu
til þess að taka þar við störfum.
Við erum á leiðinni til Omsk, en
höfum nokkurra daga viðdvöl í
Moskva til þess að heimsækja
ættingja okkar, Tsjemodanoff-
ana. Unga konan, er þvoði okk-
ur, var frænka mín, systir móð-
ur minnar, en yngri en hún, og
litla stúlkan, sem sat hjá mér í
baðkerinu er “Birdie” frænka
mín, er kemur síðar svo mjög við
sögu bernsku minnar og æsku.
•
Omsk, þar sem eg dvaldist
lengstum í bernsku minni, var
vissulega ömurlegur staður fyr-
ir hálfri öld. Ibúatala borgar-
innar nam þá þrjátíu til þrjátíu
og fimm þúsundum. Húsin vbru
bygð úr timbri og voru aðeins
ein hæð. Gluggarnir voru litlir
og þakið úr fjölum. Strætin voru
leirug og ósteinlögð og forarvilpa
vor og haust. Á markaðstorginu
var forin svo mikil, að hestar
sukku þar í kvið. Götuljós voru
engin, og niðamyrkur ríkti í
borginni um nætur. Þar var
hvorki skólpræsi né víatnsveita.
Úrgangi og skarni var ekið brott
á náttarþeli, og vatnsberar báru
vatn í hús. Fólk varð að notast
við olíulampa, og lampi, sem
nefndist “eldingin” naut mjög
mikilla vinsælda. Hann kostaði
þrjár rúblur, svo að það var ekki
talið á annara færi en þeirra, er
voru í góðum efnum, að eignast
hann. Tvær hrörlegar brýr
lágu yfir Om og tengdu saman
borgarhlutana beggja megin ár-
innar. En auk timburhúsanna
gat þarna að líta nokkrar bygg-
ingar, sem veglegri gátu talist,
svo sem herforingjasetrið, her-
skólann, hermannaskálana,
Mentaskólana fyrir drengi og
stúlkur, lögreglustöðina, varð-
turna slökkvisveitarinnar, dóm-
kirkjuna og að sjálfsögðu fang-
elsið, sem.stóð við veginn út úr
þorpinu. Allar voru byggingar
þessar tákn yfirvalda borgarinn-
ar.
Þegar eg minnist bernsku
minnar, sé eg mig fyrir hugar-
sjónum mínum, þar sem eg sit
í herberginu mínu og smíða skip,
sem voru þau leikföng, er eg
dáði mest. Mér er ókunnugt
um það, hvað olli þessum áhuga
mínum fyrir skipum upphaf-
lega. Eg skoðaði vandlega allar
skipamyndir í bókum mínum og
reyndi að smíða mér skip eftir
þeim. Stundum tókst mér vel,
stundum miður. En eg lét aldrei
mistökin á mig fá heldur hélt ó-
truauður áfram. Eg skýrði Birdie
frænku minni frá öllum afrek-
um mínum og var það mikil
huggun að eiga hana að trúnað-
arvini.
•
Hinn fyrsta dag ágúst mánað-
ar árið 1892 hóf eg nám við und-
irbúningsdeild drengjamenta-
skólans í Omsk. Dagur sá mun
ávalt verða mér ríkur í minni.
Mér var mjög mikið niðri fyrir
daginn áður en eg hóf nám mitt
þar. Mér var ómögulegt að taka
mér nokkuð fyrir hendur. Eg
tók til kenslubækurnar og stíla-
bækurnar, sem eg átti að hafa
með mér í skólann daginn eftir
og fór mörgum sinnum í og úr
skólaeinkennisbúningnum mín-
um, sem mér þótti mikið til um.
Mér varð lítt svefnsamt um nótt-
ina og var kominn á fætur fyrir
dagmál. Móðir mín fór með mér
í skólann fyrsta daginn. Skólinn
var stórt tveggja hæða steinhús.
Þegar þangað kom, fól móðir
mín mig forsjá dyravarðarins,
sem var gildvaxinn og gráhærð-
ur karl. Þegar dyravörðurinn
hafði virt mig fyrir sér um stund,
gaf hann frá sér hjákátlegt hljóð
og mælti: “Ungi herrann er lág-
ur í loftinu, já, lágur í loftinu er
hann. Hann er seinþroska.”
Eg var aðeins hálfsníunda árs,
og það hefir efalaust verið
hverju orði sannara að eg var
lágur í loftinu. En dyravröður-
inn varð þess var, að móður
minni gazt ekki sem bezt að þess-
ari umsögn hans og mun hafa
óttast svar frá hennar hálfu, því
að hann flýtti sér að bæta við:
“En hvað um það. .. Hann þrosk-
ast, þótt síðar verði. . . Þeir gera
það allir.” Framh.
For Better Civic Government
ELECT
these
C.E.C. CANDIDATpS
★ *
WARD 1 ’ ■"*
For Aldermen: For School Trustees:
GLASSCO, John G. HAIG, Campbell
HARVEY, J. Gunzon MACLEOD, G. P.
(Vote 1, 2, as you prefer)
MORRISON, H. C.
For 1-Year Term:
(Vote 1, 2, 3, in order McKAY, Mrs. D. A. P.
of your preference) (Vote 1)
WARD 2
For Alderman: For School Trustee:
HALLONQUIST, E. E. JESSIMAN, Peter C.
(Vote 1) (Vote 1)
WARD 3
For Alderman: For School Trustee:
SCRABA, William TARASKA, Peter
(Vote 1) (Vote 1)
Chosen for their Ability, Integrity, and
Responsibility, these candidates will truly
represent all citizens of all sections of *
the community — not just one political
group. They will work in YOUR interests.
They Deserve Your Vote!
Make Sure They Are Elected
Sponsored by the
CIVIC ELECTION COMMITTEE
Ársfundur þjóðræknisdeildar-
innar Frón, verður haldinn í G.
T. húsinu, mánudaginn 27. nóv.
Þar verður og skemt með upp-
lestri og söng.
Jón: Þú ert altaf að tala um-
einhvern asna; þú átt þó líklega
ekki við mig?
Guðmundur: Vertu ekki að
gera þér áhyggjur út af því. Það
eru fleiri asnar til en þú.
Námsskeið til sölu
við fullkamnustu verzlunar-
skóla í Winnipeg. Upplýsingar
gefur:
The Viking Press Ltd.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Nýjar bækur
sem allir þurfa að lesa
BRAUTIN, ársrit Hins Sam-
einaða Kirkjufélags Islendinga í
Norður Ameríku. I. árg. 112
blaðsíður í Eimreiðarbroti. —
Fræðandi og skemtilegt rit. •—
Verð __..._____________$1.00
“ÚR ÚTLEGД, Ijóðmæli eft-
ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak.
Vönduð útgáfa með mynd af höf-
undi. Góð bók, sem vestur-ís-
lenzkir bókamenn mega ekki
vera án. Bókin er 166 blaðsíður
í stóru broti. Verð-- $2.00
HUNANGSFLUGUR, eftir
Guttorm J. Guttormsson. Kostar
aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú 1
FERÐAHUGLEIÐINGAR eft-
ir Soffanías Thorkelsson, í tveim
bindum, með yfir 200 myndum.
Bæði bindin á $7.00.
BJÖRNSSONS BOOK STORE
702 Sargent Ave. Winnipeg
ROY SHEFLEY
FOR WARD 2 ALDERMAN
MARK YOUR BALLOT
THUS:
Shefley, R»y 1
DECENT HOMES FOR THE NEEDY
CHEAPER TRAM AND BUS RATES
VOTE THUS:
CHUNN
• CHILD HEALTH SURYEY
• FULL KIN DERGARTEN
PROVISIONS
FOR WARD 2 TRUSTEE
MARGARET CHUNN
Hótelgestur bálvondur:
— Sjáið til, þjónn, það er
fluga á smjörinu.
Þjónninn: Þetta er ekki fluga.
heldur mölur, og þetta er ekki
smjör, heldur smjörlíki. Að öðru
leyti hafið þér á réttu að standa.
The World’s News Seen Through
The Christian Science Monitor
An International Daily Newsþaþer
FnUúM *» THE CHRISTIAN SCIENCE PUBLISHING SOCIETY
One. Norwmy Street, Boston, Mmssachusetts
ii Truthful—-Conatructive—Unbiased—Frec from Sensational-
iam — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily
Features, Togcther with the Weekly Magazine Section, Maka
the Monitor an Ideal Newspaper for the Home.
Priee ? 12.00 Yearly, or $1.00 a Month.
Saturday Issue, including Magazine Secnon, $2.60 a Yoar.
■ Introductory Offer, 6 Issues 25 Ccxits.
Obtainabie at:
Christian Science Reading Room
206 National Trust Building
Winnipeg, Manitoba