Heimskringla - 22.11.1944, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. NÓV. 1944
Stúlkan hló ofsakendum hlátri. “Nógu
góð?" hrópaði hún. “Wesley frændi, þú hefðir
átt að sjá mig meðal þeirra. Það var sjón að
sjá! Þau gleyma mér aldrei. Nei, þau skulu
heldur ekki þurfa þess, því að þau skulu fá að
sjá sama útganginn á morgun!”
“Þetta kalla eg nú reglulega hreysti, Elen-
óra. Þú ert framúrskarandi hugrökk,” svaraði
Wesley Sinton. “En þau skulu ekki hlægja að
þér. Þú hefir svo oft hjálpað Margrétu og mér
þegar við höfum þurft þín með, að þú hlýtur að
eiga mikla fjárupphæð hjá okkur. Fyrir það
getur þú keypt þér föt.”
“Nefndu ekki föt á nafn, Wesley frændi,”
hvíslaði Elenóra. “Mér er alveg sama um útlit
mitt. Ef eg ekki kem aftur á skólann mun
þeim öllum skiljast, að eg er of fátæk, að eg
get ekki keypt mér bækurnar.”
“Ó, ekki veit eg nú hvort þú ert svo fátæk,”
svaraði Sinton eins og hugsandi. “Þið eigið
300 ekrur af landi með þeim bezta skógi á, sem
nokkur staðar er til.”
“En alt sem við getum unnið okkur inn
fer í skattana, og mamma mundi ekki höggva
upp tré, þótt líf hennar lægi við.”
“Þá getur vel verið að eg neyðist til að
höggva eitt upp fyrir hana,” svaraði Sinton.
“En hættu nú að gráta úr þér augun og segðu
mér hvað þig vantar ef þú þarft ekki önnur
föt.”
“Það eru bækur og skólagjöld. Yfir 20
dalir í alt.”
“Æ, aldrei hefði eg trúað að þú yrðir svona
sorgmædd út af einum 20 dölum, Elenóra,”
sagði Sinton og klappaði henni á hendina.
“Þetta er í fyrsta skiftið sem þú vissir til
að eg þyrfti peninga með,” svaraði hún. “Þetta
er svo ólíkt öllu, sem eg hefi reynt. Æ, hvernig
á eg að ná í þá, Wesley frændi?”
“Aktu með mér á morgun til bæjarins og
eg tek þá út úr bankanum handa þér. Eg
skulda þér hvern einasta eyrir af þessu.”
“Þú veizt að þú skuldar mér ekki neitt, og
líka að eg tek ekki við neinum peningum frá
þér nema eg gseti unnið fyrir þeim í raun og
sannleika. Eg skulda þér og Margrétu frænku
alla þá ást og gleði, sem eg hefi kynst á æfinni.
Eg veit hve lítil laun alt ykkar strit veitir, og
eg þigg enga peninga frá ykkur.”
“Bara lán, bara sem lán, Elenóra, í stuttan
tíma þangað til þú getur unnið þér eitthvað
inn. Þú getur borið þig vel við alla aðra en við
höfum engin leyndarmál hvort fyrir öðru. Eða
er það, Elenóra?”
“Nei,” sagði Elenóra. “Þú og Margrét
frænka hafið veitt mér alla þá ástúð, sem eg
hefi kynst á æfinni, og það ætti að vera næg
ástæða til að eg lánaði ekki peninga hjá ykkur.
Eg bjargast einhvernveginn af. Fyrst ætla eg
að fara heim og reyna við mömmu. Það getur
vel verið að eg geti náð mér í gamlar bækur, og
þarf kanske ekki að borga alt skólagjaldið í
einu. Þeir lofa mér kanske að borga það smátt
og smátt. En heyrðu frændi, þú og Margrét
verðið að halda áfram að láta ykkur þykja vænt
um mig. Eg er slíkur einstæðingur að enginn
hugsar um mig.”
Wesley beit saman tönnunum. Hann neyddi
sig ti\ að kyngja því sem hann ætlaði að segja.
Þrisvar reyndi hann árangurslaust að taka til
máls og loks sagði hann:
“Það er bara ein ástæða til að eg hefi ekki
reynt að ná þér fyrir kjördóttur á löglegan hátt,
þegar þú varst þriggja ára gömul. Margrét
sagði þá, að það væri árangurslaust að reyna
það, en eg hefi samt aldrei gefið frá mér alla
von. Þú sérð, góða mín, að eg var þarna við-
staddur fyrstur allra manna, en það eru til
atriði, sem eigi verða útskýrð fyrir öðrum
mönnum. Hún elskaði hann mjög heitt. Hún
gerði úr honum nokkurskonar hjáguð. Þarna
var græna díið með sprungu í gráu froðunni,
sem á því var; í þessari sprungu sáust þrjár
bólur, það var síðasta loftið úr lungum hans.
Og hún lá í krampateygjum á bakkanum með
stóran og þungan lurk við hlið sína, sem hún
hafði reynt að fleygja út til hans. Eg hefi aldrei
fyrirgefið henni að hún lét þetta bitna á þér og
barnæsku þinni eins og hún hefir gert, en eg
hefi heldur aldrei getað fyrirgefið neinum, sem
hefir lastað hana. Magga hefir enga með-
aumkun með henni, en Magga sá ekki heldur
það sem eg sá, og eg hefi aldrei reynt að útskýra
það fyrir henni frekar. Vertu því þolinmóð og
bíddu svolítið lengur. Hún er nú samt móðir
þín, og þú eH alt, sem hún á auk minningar-
innar, og ef til vill væri það gott fyrir hana að
fá að vita að hún fer vilt vegar hvað þessa
minningu áhrærir.”
“Það réði henni að fullu,” sagði stúlkan
óttaslegin. “Wesley frændi, það dræpi hana'
Hvað áttu við með þessu?”
“Ekki neitt,” svaraði Wesley hughreyst-
andi. “Ekki neitt, góða mín. Þetta er bara
eins og hver önnur sú heimska, sem maður seg-
ir, þegar hann reynir af fremsta megni að vera
vitur. Eins og þú skilur, þá elskaði hún hann
umfram alt annað, og þau höfðu bara verið gift
í eitt ár. 1 raun og veru þekti hún manninn
ekki ennþá. Hefðu þau verið eitt ár lengur í
hjónabandinu, hefði hún komist yfir það og þú
hefðir verið alin upp með því ástríki, sem þér
bar. Þar sem hún hafði verið kennari var hún
mentaðri og fróðari en við hin og eins og inni-
legri í tilfinningum sínum. Hún getur ekki
skilið, að hún elskaði draumsjón, svo að eg lít
svo á, að það væri holt fyrir hana ef einhver,
sem væri fær um það, benti henni á það, en eg
veit að eg gæti það ekki fyrir nokkra muni. Eg
hefi nú af og til í 16 ár heyrt til hennar úti við
kviksyndið, þar sem hún fær þessi stjórnarlausu
sorgarköst og grátbænir kviksyndið að skila
honum aftur, og hversu þreyttur sem eg hefi
verið hefi eg farið upp úr rúminu til að varna
þess að hún steypti sér ekki sjálf í fenið né
gerði þér tjón. Tilfinningar hennar yfirganga
minn skilning. Eg neyðist til að virða sorg
hennar, hjá því get eg ekki komist. Farðu nú
heim og segðu móður þinni frá vandræðum
þínum, biddu hana nú fallega og vingjarnlega
að hjálpa þér. Vilji hún ekki gera það verður
þú að brjóta odd af oflæti þínu og koma til
Möggu frænku þinnar eins og þú hefir svo oft
áður gert alla þína æfi.”
“Eg skal spyrja mömmu, en eg get ekki
þegið peninga þína Wesley frændi. Eg bíð bara
eitt ár og held svo áfram.”
“Það er eitt atriði, sem þú manst ekki eftir
Elenóra,” sagði hann alvarlega, “og það er hvað
Möggu þykir vænt um þig, og hvaða huggun þú
ert fyrir hana. Hún er dálítið lík móður þinni.
Hún hefir ekki látið yfirbugast og ber sig vel,
en þegar við jþrðuðum seinni stúlkuna okkar
litlu, hvarf gleðin úr augum hennar, og hefir
ekki sézt þar síðan. Hefi eg nokkurntíma séð
henni bregða fyrir, þá er það á þeim stundum,
þegar hún heldur að hún hafi glatt þig eitthvað.
Gættu þín nú vel, að neita ekki því, sem hún
óskar að gera fyrir þig.”
“En hvað þú ert góður Wesley frændi,”
sagði Elenóra, “alveg dásamlegur. Hafi eg
engin önnur ráð að fá peningana, skal eg lána þá
hjá.þér, og eg skal borga þér þá, þótt eg verði að
grafa upp burkna úr flóanum og selja þá við
hverjar dyr í bænum. Eg skal til þess að vera
viss um að hafa þá, planta þeim, svo að áreiðan-
legt sé að þeir komi upp í vor. Eg hefi í allan
dag verið eins og lömuð af hræðslu, og hefi
ekki getað hugsað neitt. Eg get týnt rætur og
selt þær. Það er hægt að selja alskonar fiðrildi
og eg hefi safnað fjölda þeirra. Auðvitað fer
eg aftur á morgun, og eg skal finna eitthvert
ráð til að fá bækur. Berðu engar áhyggjur út
af mér. Það gengur ekkert að mér.”
Þegar Elenóra kom heim að dyrunum
mætti hún þar móður sinni.
“Af hverju ertu svona sein? Eg bjóst við
þér fyrir heilum tíma síðan.”
Elenóra leit framan í móður sína og brosti.
Þetta einkennilega daufa bros hefði runnið til
rifja hverri heilbrigðri móður.
“Eg get séð að þú hefir verið að skæla,”
sagði Mrs. Komstock. “Eg vissi að ekki liði á
löngu þangað til þú fengir nóg af þessu. Þess-
vegna vildi eg heldur ekki fara út í neinn
kostnað. Ef við eigum ekki að lenda á sveitina
verðum við að fara gætilega. Það eru öll lík-
indi til að þessi nýi vegaskattur éti upp alt,
sem við höfum sparað árum saman. En mér er
með öllu hulið hvar við eigum að fá peninga
til að borga með landsskattinn. Hann eykst
með ári hverju. Ef þeir ætla að rista fram
flóann á ný, þá hefi eg engin önnur ráð en að
láta þá taka hluta af landinu upp í skattinn. Eg
get ekki borgað hann, það er alt og sumt.”
Elenóra brosti aftur þessu átakanlega
brosi. “Heldur þú að eg vissi ekki hversu ámát-
'leg eg var í útliti, og að þau mundu hlægja að
mér?’ ’spurði hún.
“Ámátleg,” hvæsti Mrs. Komstock.
“Já, ámátleg — regluleg fuglahræða ”
svaraði Elenóra. “En það eru tvær hliðar á öllu.
Kennarinn sagði í reikningstímanum, að hann
hefði aldrei fengið betur reiknað né útskýrt
dæmi en það, sem eg reiknaði og útskýrði og
það gladdi mig mjög mikið þrátt fyrir fötin
mín.”
“Þetta er nú aldrei sjálfshól.”
“Já, það er ekki smekklegt,” svaraði Ele-
nóra, “en þú getur skilið, að nauðsyn ber til að
halda uppi hugrekkinu, og eg er viss um, að eg
hefði verið alveg eins álitleg og hinar stúlkurn-
ar, hefði eg verið eins vel búin og þær. Við
höfum ekki efni á því, svo að eg verð að finna
eitthvað til að hressa mig á. Það er nógu slæmt
annars.”
“Jæja, mér þykir svo vænt um að þú hefir
fengið nóg af þessu.”
“Já, en það hefi eg ekki!” flýtti Elenóra
sér að segja. “Nú hefi eg byrjað og byrjunih
var verst. Á morgun furðar engan á að sjá mig.
Þau vita við hverju þau mega búast. Mér þykir
slæmt að heyra um skurðgröftinn. Ætla þeir
að gera þetta í raun og veru?”
“Já, eg fékk tilkynningu um þetta í dag.
Skatturinn verður alveg hræðilega hár, svo að
eg veit ekki hvort eg get án þín verið, þó að þú
vildir vera til athlægis öllum í bænum.”
“Eg fékk tvær slæmar fréttir í dag,” sagði
Elenóra. “Eg vissi ekki að eg þyrfti neina pen-
inga til að ganga á skólann. Eg hélt að skólinn
legði til bækurnar, og svo er auk þess skóla-
gjald fyrir utanbæjar nemendur. Nú þarf eg
að fá 10 dali snemma á morgun. Viltu nú vera
svo góð og lána mér þá?”
“Tíu dali!” æpti Mrs. Komstock. “Tíu dali!
Því segir þú ekki hundrað dali og lýkur því af í
einu? Það væri svo sem sama fyrir mig hvort
væri. Eg vissi hvernig þetta mundi enda! En
þú ert svo sauðþrá og heimtufrek, að eg hugsaði
að bezta væri að lofa þér að koma svolítið út í
heiminn, og láta þig reyna hvernig það væri.”
Elenóra ýtti frá sér stólnum og leit á móður
sína.
“Er það alvara þín að segja mér, að þú
vissir að bækurnar voru ekki fríar í skólanum,
og að þú lézt mig fara inn í kenslustofuna og
auglýsa þar þessa fáfræði mína frammi fyrir
öllum? Vissir þú í raun og veru að eg þurfti að
borga fyrir þær?”
Mrs. Komstock leiddi það hjá sér að svara
þessu beinlínis.
“Allir hlutu að vita að þeir verða að borga,
nema bjáni, sem eyðir tímanum í að rýna í bæk-
ur eða flækjast um skógana. Auðvitað vissi
eg að þú mundir koma heim með lafandi skott-
ið! En þú færð ekki einn einasta eyri. Eg á
ekki einn eyri til og get ekki náð í neinn. Farðu
þínar leiðir ef þér sýnist, en eg hugsa að þér
muni reynast þær leiðir fremur grýttar.”
“Mýrlendar, áttu víst við, mamma,” svar-
aði Elenóra og stóð þar nú náföl og skjálfandi.
Guð gefur mér kanske einhverntíma vitsmuni
til að skilja þig. Hann veit að eg geri það ekki
nú. Þú getur ómögulega skilið hvaða byrði þú
lagðir á herðar mínar í dag, eða hvernig þú
lézt mig fara. En þetta skal eg segja þér, að þó
að þú hefðir peningana og byðir mér þá, vildi eg
ekki svo mikið sem snerta við þeim, það ættir
þú þó að geta skilið. Og eg skal segja þér ennþá
eitt, að eg ætla sjálf að útvega mér peningana,
og það á heiðarlegan hátt. Eg fer á morgun og
næsta dag, og daginn þar á eftir og þú þarft
ekki þessvegna að koma út fyrir dýr. Eg skal
vinna kvöldverkin og hreinsa garðinn.”
Klukkan var 10 þegar hún var búin að
gefa hænsnunum, grísunum, garðurinn hreins-
aður og hrúga af baunastöngum við bakdyrnar.
★ ★ ★
Wesley Sinton gekk hálfa mílu eftir vegin-
um og svo beygði hann inn í trjáganginn að
húsi sínu. Hann var kafrjóður af reiði. Hann
hafði sagt Elenóru, að hann ásakaði ekki móður
hennar, en það gerði hann nú samt.
Konan hans mætti honum í dyrunum.
“Wesley, hefir þú séð hana Elenóru?”
spurði hún.
“Næstum of mikið. Hvernig lýst þér á að
við förum til bæjarins? Það eru ýmisleg plögg,
sem þarf að fá strax.”
“Hvar sást þú hana, Wesley?”
“Á gamla Flóaveginum þar sem hún var
að gráta sig í hel aumingja barnið. Hún hefir
ætíð verið nógu hugrökk, en þarna brast hana
kjarkinn. Við hefðum átt að vita betur, en að
láta hana fara. Eg hefði átt að fara og ráðstafa
þessari skólagöngu hennar. Þvílíkt og annað
eins, áð láta föðurlausa stúlku fara í gegn um
því um líkt. Vertu ekki að gráta, Magga. Út-
vegaðu mér einhvern matarbita á meðan eg
beiti hestunum fyrir vagninn, svo skulum við
sjá til hvað við getum gert.”
“En hvað getum við gert?”
“Það veit eg ekki með vissu, en eitthvað
megnum við til að gera. Það er örðugt að eiga
við Kötu Komstock en Elenóra er helmingi
örðugari. En við verðum að sjá til að hún líði
ekki fjárskort, og að hún fái föt svo að hún verði
ekki til athlægis. Hún hefir sparað okkur mörg
daglaunin. Getur þú ekki saumað henni fáeina
almennilega kjóla, Magga?”
“Eg er nú tæplega neinn snillingur í þeirri
grein, en skárri er eg þó en Kata Komstock
þegar til saumanna kemur. Því eg veit þó
svo mikið að það á að fella pils en rykkja það
ekki, það á að vera nógu vítt til að sitja í því og
nógu stutt til að hægt sé að ganga í því. Eg
gæti reýnt. Það er hægt að fá snið. Wesley, við
skulum leggja strax af stað.”
“Náðu mér þá í matarþita á meðan eg beiti
hestunum fyrir.”
Þetta fagra septemberkvöld keyrðu þau
hjónin til bæjarins, og lögðu á ráð á leiðinni
hvernig þau ættu að hjálpa Elenóru. Það sem
olli örðugleikunum var ekki þetta, að þau væru
ekki nógu gjafmild, heldur hitt, hvort hún
vildi þiggja gjafirnar og hvað móðir hennar
mundi segja. Þau fóru inn í stóra búð, en þeg-
ar búðarþjónninn spurði þau hvað þeim þókn-
aðist, vissu þau það ekki sjálf, svo þau urðu að
tala saman um það úti í einu horninu þar sem
þau stóðu og hvísluðust á.
“Hvað ættum við helzt að kaupa Wesley?”
“Svei mér sem eg veit það,” sagði Wesley.
“Eg hélt að þú vissir þetta alt saman. Eg veit
um fáeina hluti, sem eg ætla að ná í.”
I þessum svifum kom hópur ungra skóla-
stúlkna inn í búðina og gengu þær í áttina til
þeirra.
“Þarna ” sagði Wesley og var mikið niðri
fyrir. “Þarna, Magga. Eins og þær. Það er
það sem hún þarf að vera. Kauptu eitthvað
eins.”
Áður en hann vissi af var hún komin til
stúlknanna.
“Eg bið ykkur um að afsaka, stúlkur, en
vilduð þið ekki stansa eins og augnablik.”
Ungu stúlkurnar litu á hana forviða og
stönsuðu.
“Þetta er vegna fatanna ykkar,” sagði Mrs.
Sinton, “þið eruð svo snotrar í útliti í þeim, al-
veg eins og eg mundi hafa óskað að litlu stúlk-
urnar mínar hefðu litið út. Þær dóu báðar úr
barnaveiki þegar þær voru litlar. Hefðu þær
lifað væru þær nú á ykkar reki, og mér mundi
hafa fallið vel að þær væru svona klæddar. En
e§ þekki stúlku, sem mundi líta alveg eins vel
út og vera eins falleg og þið ef hún væri eins
vel klædd, en móðir hennar hugsar ekkert um
hana, svo að eg verð að nokkru leyti að ganga
henni í móðurstað.”
“Hún hlýtur að vera heppin,” svaraði ein
stúlknanna.
“Ó, henni þykir vænt um mig,” svaraði
Margrét, og mér þykir vænt um hana og langar
til að hún líkist ykkur í útliti. Gerið nú svo vel
og segið mér nú svolítið um fötin ykkar. Eru
þetta kjólar og hattar, sem þið gangið í á skól-
anum? Hverskonar tau er í þeim, og hvar kaup-
ið þið það?”
Ungu stúlkurnar fóru að hlægja og þyrpt-
ust í kring um Margrétu. Wesley Sinton stik-
aði niður eftir búðinni og staðnæmdist við skó-
vörudeildina og bar höfuðið hátt, sve hreykinn
var hann af konunni, en honum var þungt í
huga er hann hugsaði um bæði litlu andlitin
undir grænu leiðunum út í kirkjugarðinum í
Brushwood.
“Við höfum allar núna annaðhvort baðm-
ullar eða léreftskjóla,” svöruðu þær, “og þetta
eru skólakjólarnir okkar.”
Dálitla stund heyrðust ekkert nema glað-
værar raddir, sem útskýrðu fyrir Margrétu að
skólakjólar ættu að vera litfagrir, snotrir og
nettir og einfaldir og kjólarnir á sumrin úr
efni, sem hægt væri að þvo.
“Eg skal segja yður,” sagði Ellen Brownlee,
“að hann faðir minn á þessa verzlun og eg
þekki alla búðarþjónana. Eg skal fylgja yður
til Miss Hartley, og henni getið þér svo sagt
hvað þér ætlið að kaupa og hvað mikið og mun
hún þá sjá um, að þér fáið fult virði þeirra pen-
inga, sem þér borgið.
“Það er ágætt,” sagði Margrét og þakkaði
þeim fyrir. “En áður en þið farið, viljið þið þá
segja mér svolítið um hvernig þið lagið hárið
ykkar. Hár Elenóru er jarpt og hrokkið, en
yðar er eins og silki eða heklað lín. Hvernig
getið þér gert það svo?”
“Elenóra?” sögðu stúlkurnar fjórar, allar
með einum rómi.
“Já, hún heitir Elenóra, og handa henni er
eg að kaupa þessa hluti.”
“Byrjaði hún á miðskólanum í dag?”
spurði ein þeirra.
“Var hún í bekknum yðar?” spurði Mar-
grét án þess að svara.
“Fjórar ungu stúlkurnar stóðu þögular og
hugsandi. Hafði ókunnug stúlka verið meðal
þeirra, og höfðu þær ekki litið við henni af því
að hún var svo fátæklega klædd. Ef búningur
hennar hefði verið þeim mun glæsilegri, sem
hann var tötralegri, en þeirra, mundu þær þá
hafa tekið henni á sama hátt?
“Það var ókunnug stúlka í byrjendabekkn-
um í dag,” sagði Ellen Brownlee, “og hún hét
Elenóra.”
“Það var hún,” svaraði Margrét.
“Er fjölskylda hennar mjög fátæk?” spurði
Ellen.
“Nei, alls ekki,” svaraði Margrét, “en á-
stæðurnar þar eru undarlegar. Mrs. Komstock
varð einu sinni fyrir mikilli sorg, sem breytti
henni svo mjög, að hún varð alt önnur en hún
áður var. Hún var allra indælasta kona, en nú
er hún stygglynd og fráhverf allri gleði og vill
helzt reika allan daginn á bökkum kviksyndis-
ins í Flóanum, og þannig vanrækir hún Ele-
nóru. Ef þið vilduð nú gera henni þetta eins
og svolítið léttara, þá væri það hið fallegasta,
sem þið hafið nokkuru sinni gert.”
Þær lofuðu allar að þær skyldu gera það.
“Segið mér svo dálítið um hvernig þið
lagið á ykkur hárið,” sagði Margrét; hún hélt
sér við efnið.