Heimskringla - 20.12.1944, Síða 13

Heimskringla - 20.12.1944, Síða 13
WINNIPEG, 20. DES. 1944 HEIMSKRINGLA 13. SIÐA Ef þú giftist, léttir Great- West Life skírteini af þér áhyggjum. Hverju sem framvindur verða ástvinir þínir aldrei á flæðiskeri staddir. Great-West Life skírteini gefur þér sjálfstæði pen- ingalega sem á komandi ár- um getur orðið þér til mik- ils góðs til dæmis að byrja kaupsýslu á eigin riei’kning. Great-West Life skírteini, sem þú keyptir með vissu augnamiði, kemur sér nú vel að borga fyrir skóla- mentun barnanna þinna. Ef til vill langar þig til að eignast 'heimili. Great-West Life skírteini er gott fyrir veðskuldinni. Ef þú fellur frá, eignast konan þín heimilið skuldlaust. Þú getur nú fengið mánað- arlegar tekjur af lífsábyrgð þinni, eins lengi og þú lifir, og jafnframt gert ráðstaf- anir viðvíkjandi skylduliði þínu. Fjölskylda þín er nú fær um að sjá um sig sjálf. Lífs- ábygðin, ef henni er haldið í gildi, er samt sem áður fjárhagsleg vernd konu þinnar og fjölskyldu. Það er ekki nokkurt fyrirtæki sem annan eins hagnað hefir að bjóða. Leyfið mér að útskýra hvernig líftrygging getur orðið að mestum notum A. BARDAL Umboðsmaður WINNIPEG — MANITOBA ‘^GREAT-WESTUFE ASSURANCE COMPANY LIFE INSURANCE ACCIDENT & HEALTH GROUP INSURANCE VÉR ÁRNUM ÖLLUM ÍSLENDINGUM FJÆR OG NÆR, AUSTAN HAFS OG YESTAN, FARSÆLDAR O G GLEÐI Á ÞESSUM JÓLUM OG UM ALLA ÓORÐNA F R A M T I Ð Lakeside Trading Company GIMLI :: MANITOBA Th. Thordarson Hannes Kristjanson Gleðileg Jói og Farsælt Nýá mínum íslenzku skiftavinum til handa S. E. JOHNSON 641 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN gvtovmaofMANtTQto ^eð sjálfsásökun hugsaði hann um þessi tilfelli, þessi glöt- uðu tækifæri til að kynnast henni ennþá betur, reynast henni sá lífsfélagi og hollvætt- Ur. sem hann hefði helzt viljað vera. Svo mikið traust hetfði hann getað borið til nærgætni hennar, að frátafirnar hefðu aldrei staðið honum í vegi til frasgðar og fullkomnunar í rit- hstinni. Hann hafði skrifað um astir, hjónabandshamingjuna, heimilis ánægjuna, svo orð hans vöktu eftirtekt víða um heim. Hfnn hafði gengið að því með shkum ákafa að uppfræða aðra, að honum hafði gleymst að æfa sJalfan sig í þeim dygðum, er aun hélt hvað helzt á lofti. Ætli við prestarnir og kirkju- ólkið, yfir höfuð að tala, hefði ekki eittihvað svipaða sögu að Segja, færum við að ganga í reikningsskap við okkur sjálfa °S gagnrýna gerðir vorar. Höf- MANITOBA Gerir ráð fyrir morgundeginum / I í dag eru allar auðlindir Manitoba í þjónustu stríðsins, en samhliða hinni endurnýjuðu von um varanlegan frið, horfir Manitoba til þess dags sem öll iðnaðar starfsemi kemst í sitt upp- runalega horf og frá fljótum og vötnum, námum og skógum, sléttum og ökrum, verður afurðunum stefnt í farveg varanlegs friðar og velmeg- unar, heiminum til ævarandi bless- unar. department of mines and natural resources WINNIPEG, MANITOBA H«n. J. s. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister um við ekki fremur verið heyr- endur orðsins en þess gerendur? Fyrir æfingar skort hefir okkur aldrei tekist að ganga á guðsveg- um. Fyrir æfingar skort 'hefir okkur ekki tekist að skrifa okk- ar eigin æfisögu með lýsigulls letri einlægninnar og sannleik-1 ans. Fyrir æfingar skort héfir okkur ekki lærst listin að lifa. Fyrir æfingarskort höfum við látið synjandi meðbræður frá okkur fara, sem komu ekki til þess að biðja brauðs heldur sam- úðar, ekki húsrúms heldur hjartarúms, ekki gulls heldur vináttu. Eftir hvaða forskrift, og að hvers leið'beiningu ætlum við að læra að lifa? Jú, við höfum allir heyrt eina reglu, sem allir fallast á að sé hin eina rétta og algildandi lífs- regla. “Að breyta svo við aðra, sem vér viljum að þeir breyti við okkur”. Allir hafa heyrt þessa setningu og dáðst að henni, eitthvað svipað og við dáumst að velgerðu kvæði eða fögru söng- lagi. En kvæðið gleymist nema við höfum það iðulega yfir og lærum það. Sönglagið vekur að- eins stundar ihrifning nema maður komist upp á að syngja það. Þá getur það orðið æfifé- lagi okkar, nei, partur af okkur sjálfum svo sál vor samfiellist ölduföllunum í anda söngvarans og skoðanir skáldsins verða okk- ar eigin lífssjónarmið. Orðin eru auðvitað til alls fyrst, en þau eru aðeins vekjar- inn til lífsins og starfs. Þau verða brátt sem gjallandi málm- ur og hvellandi bjalla skorti æf- ingu til að gera boðskap þeirra að raunveruleika í framferði mannanna. Nú sem stendur er einna mest talað um nýtt líf á nýrri jörð; fegurra, happasælla mannlíf á betur ræktaðri, betur setnri jörð. Þetta hefir verið hug- sjóna takmark hinna mætustu manna á öllum öldum. Þetta er nú orðin lífsnauðsyn menning- arinnar og mannkynsins. Hvort- tveggja liggur nú í dauðateygj- unum þar sem lífsblóð æskunn- ar rennur út í eyðisanda sjálf- skapaðrar tortímingar, þar sem lánlaus ágirnd eyðir verðmæt- um en bindur öreigum framtíð- arinnar ókleifa skuldabyrði, þar sem miljón heimilisleysingjar ganga framhjá hrundum bústöð- um, þar sem fjölskyldan sundr- ast og börnin eru vanhirt meðan feðurnir berast á banaspjótum en mæðurnar vinna að fram- leiðslu morðtólanna, svo eigin- mienn þeirra og bræður hafi eitt- hvað til að berjast með; þar sem (hatrið magnast með hræðilegum hryðjuverkum en mannkær- leika hugsjónir er metin sem höfuð heimska eða höfuð glæp- ur. Já, við verðum að rækta jörð- ina og jarðarbúana undir nýja og betri siðmenning eða dagar kristninnar, menningarinnar og lenda mannlífsins eru taldir á þessari jörð. Við könnumst allir við þörf- ina enda er nú um ekkert frem- ur rætt en nýtt líf á nýrri jörð. Upp úr kafi blóðs og tára þarf að rísa nýr himin og ný jörð því annars verða þessi ragnarök þús- und sinnum auðnulausari og þúsund sinnum heimskulegri en lokastríð Ásanna, sem heiðnir menn hugsuðu sér sem endir hins illa en ekki hins góða í heimssköpun örlaganna. Er þugsanlegt að “kristindómur” nútíðarinnar eigi sér minni end- urlausnar mátt fyrir trúna en heiðindómur fornaldarinnar? En hvernig á að uppbyggja þennan nýja himin og þessa nýju jörð, og hverjir eiga að gera það? Við setjum mikið traust á valdhafana: Roosvelt, Chur- ehill og Stalin, og það er vel ef við treystum þeim sem foryst- una hafa með höndum, en ennþá betra ef þeir eiga þetta traust skilið. En er það nú í raun og veru á valdi fárra, háttsettra manna að ’ skapa lífsrásinni aðra og betri farvegi? Til þess að við getum glöggv- að okkur á þessu ætla eg nú að minnast á annað aðkallandi vandamál. Hvernig eigum við að taka á móti hermönnunum, sem iheim koma? Um það er líka mikið talað og ármenn þjóðanna kváðu nú vera að gera ýmsar ráðstafarnir svo líðan þeirra megi verða sem þolanlegust í framtíðinni. Lofsamlegar eru allar tilraunir í þá átt, og von- andi verða þessar ráðstafanir að einhverju gagni. Þetta er alveg sjálfsögð réttlætisskylda því fósturlandið er nú orðið almenn- ings eign með alveg sérstökum hætti. Fyrir það hefir verið borgað með blóði þúsundanna; lausnargjald þess greitt með tár- um miljón mæðra, eiginkvenna og systra; fyrir vonina um betra líf hefir verið greitt með and- vökustundum kvíðandi kvenna og erfiðissvita hins vinnandi lýðs. Allir hafa eitthvað lagt í samlagssjóð vonanna og hug- sjónanna um betra líf á þessari jörðu og allir sannir og dugandi menn verðskulda uppskeruna. Engin á samt betra skilið en her- maðurinn, sem mest hefir liðið og mestu hefir afrekað. Sumir þeirra koma heim, — vonandi sem flestir. Já, þeir koma Iheim, ekki ein- ungis til Canada eða Bandaríkj- anna, heldur fyrst og fremst til sinna eigin heimila, til síns ætt- fólks og sinna nágranna. Ekki getur Roosevelt eða King undir- búið þær viðtökur, sem þeir fá heima fyrir, það geta engir nema við sjálf. Þeir koma þreyttir til að leita sér hvíldar. Getum við veitt þeim þá hvíld á sáttfúsu og samvinnandi heimili eða í frið- sömu og rólegu nágrenni? Þeir koma særðir bæði á sál og lík- ama til að hljóta heilsubót. — Hversu vel er vort mannfélag undir það búið að veita þessum særðu bræðrum mottöku, svo heimkoman megi verða þeim meir en til stundar gagns og gleði? Þeir koma frá vettvangi haturs og hermdarverka til að gleyma. Mun hinn heimkomni hermaður finna rætur þess ill- gresis, sem hann lagði í líf sitt í hættu við að uppræta, hinu meg- in hafsins, í. akurlendi hjartn- anna heima fyrir? Svarið er undir okkur komið og hversu vel okkur hefir gengið að læra þá list að lifa. Ekki þarf okkur að skorta æfinguna meðan við erum að undirbúa iheim- komu hermannanna. Ef okkur tekst það að vonum höfum við stigið langt skref áleiðis til þess markmiðs að Skapa nýtt líf á nýrri jörð. Þetta er starf kirkjunnar og þetta er ætlunarverk þeirra, sem kristnir vilja kallast “því af á- vöxtum jarðar byggjast himn- arnir.” H. E. Johnson Agnes Sigurdson þiánospilari, heldur hljómleikasamkomu í sönghöllinni í Winnipeg Audi- torium miðvikudaginn 10. jan. 1945. VÉR TÖKUM ÞETTA TÆKIFÆRI TIL AÐ ÞAKKA OKKAR MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM VIÐSKIFTIN Á ÁRINU 1944 OG ÓSKUM ÞEIM OG ÖLLUM ÍSLENDINGUM GLEÐILEGRA JóLA OG FAR- SÆLS KOMANDI ÁRS. Centxai ^baixieó 121 Salter St. Jfymited Winnipeg, Man. E. A. ISFELD, ráðsmaður Safnbréf vort imnlheldur 15 eöa fleiri tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valiö til þess aö veita aec mesta fjölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið akrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er miklil peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfritt. FRÍ—Vor stórt útsœðisbók íyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.