Heimskringla - 14.02.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.02.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA “Af því þá kemur minnið, og það er verst af öllu, en segið mér hvað komið hefir fyrir í dag, eg get ekki munað það. Mig minnir eg væri staddur í mannf jölda, og saei “;hana” skyndilega aftur, eg þekti hana undir eins, þó hún að- eins væri skuggi af því er hún var; svo heyrði eg hljóð, og í sömu svipan sá eg 'hana aftur, en þá ljómaði hún í æskufegurð, öldungis eins og eg sá hana í fyrsta skifti. Eftir það man eg tkkert nema að mér varð ilt í höfðinu, og þega’' ee gat farið að átta mig sá eg ,ð einhver lant 'jf.ir að mér og mig minnir fast- lega að eg heyrði ,að einhver oefndi nafn mitt. Get’ð þér skýrf þetta fyrir mér, því eg get ekki áttað mig á því.” “Elskulegi kennari minn,” svaraði Emil mjög hrærður. “Eg skal leitast við að skýra alt fyrir yður, en segið mér fyrst hvort þér þekkið mig, en segið það ekki aðeins til að geðjast mér.” “Jtá, nú þekki eg yður aftur niinn elskulegi lærisveinn, frá þeim fögru og sælu dögum en segðu mér hvað komið hefir fyr- ir, á meðan ætla eg að leitast við að rifja upp gamlar endurminn- ingar.” Skjalaritarinn skýrði honum svo frá í sem fæstum orðum, 'hvað borið hafði við fyrir utan kirkjuna, og því lengra sem hann komst í sögu sinni virtist birta yfir svip kennarans og hann verða skýrari, sljóleikinn svifaði smátt og smátt frá og þó 3ð eigi lýsti sér gleði á svipnum, þá hvíldi þó yfir því ljómi fylsta skilnings, á meðan hann hlýddi sögunni, og angurblíða skein á andliti hans er sagan var á enda. “Svona er þá þessu farið,’ sagði Kennarinn og tók innilega í hönd þess endurfundna læri- sveins síns. Nú man eg eftir öllu. bað var áreiðanlega hún er eg sá, þessi kona er haft hefir svona raunaleg áhrif á tilveru mína. Sökum hennar yfirgaf eg þig er eg elskaði eins og bróður minn. Vegna hennar er eg skipbrots- ^aður og fátækur vitskerðingur, hennar vegna lifi eg nú vesölu °g huggunarsnauðu lífi, og sé ekkert mér til bjargar, nema vit- íirringahæli eða gröfina, á hæl- inu lendi eg þó ekki því vitskerð- ing miín er á of lágu stigi. Gröf- in vill ekki heldur líta við mér, því yfirsjón mín er of mikil til þess. Eg er dæmdur til að ráfa Sem afihrak milli manna, og aug- iýsa ólán mitt hverjum þeim Sem hefir gaman af að hlægja málkennaranum heimska.” “Reynið að vera stiltur, kvelj- ’ö ekki sjálfan yður með því að ýfa tárin upp, við höfum fundist aftur, og yður skal héðan i frá ekkert bresta,” sagði skjalarit- arinn. “Mig brestur ekkert,” svaraði ^'lkennarinn drembilega og teygði úr hrörlega líkamanum, °g eg þarfnast einkis, eg vinn fyúr mér með tungumálakenslu, þau eru það eina sem eg lærði í f^sku og eg ekki hefi gleymt, og eg heimskur sé hefi eg marga °emendur af því eg er ókaupdýr. Jöðu, svona er heimshátturinn, ann vill heldur fá slæma ken- fiu ódýra, en góða sé hún dýrari. ffirðu eitt glas af víni?” 'fá,” svaraði Emil, og furðaði a þessari spurningu, “en afsakið eg hefi gleymt að bjóða yður n°kkuð.” ^g get ekki neitað því að mig ian Jhv §ar til einu sinni að vita ernig bragðið er að víni. Sú Var tíðin er eg drakk mig ölvað- a°n af Ijómandi glösum og ljóm- 1 nugum. Eg á engu öðru en júaakt minni að þakka það, að S hefi ejg^ reyn^ ag drekka til • g °®last algleymið; eg hefi ver- of fátækur, og sennilega litið dr á mig til að verða 0f^kjUrútur, 0g eg hefi verið þ f ark litiLl og viðkvæmur, til ss að verða brjálaður.” Sej^ Vernig er því farið að þér, eruð svo vel lærður maður. svo göfuglyndur og innilegur, hafið hrapað niður í slíkt vol- æði?” “Hvernig er því farið, ha, ha, ha, þú spyrð eins og barn — þarna kemur stúlkan með vínið. — Géfðu mér nú eitt glas, svona, | ó hve það er smekkgott. Það er I eins og sjónleiksfortjald minnar I vesölu æfi væri dregið upp aft- jur. Seztu hérna, gefðu mér í j glasið aftur, og ef þú vilt máttu | iblýða á sögu málkennarans heimska.” ! IV. j Es ist eine atte Geschiehte, Dooh bleibt sic innuer neu, Und wem er gerade passier et Dem brioht das Herzda bei. ■ segir Heine þegar um líkt efni var að ræða, en hér látum vér málkennarann segja sjálfan frá. “Þú manst víst eftir því, að hér um bil fjórðung míílu frá heimili föður þíns, bjó auðugur iherramaður, Hjálmur að nafni, í skrautlegum bæ er hét Roberts- dalur — þú munt og muna eftir því, að oft á veiðiferðum okkar, eða þá er við gengum til að lesa blóm, gengum við í gegnum skóginn fagra er óx í milli herra- garðsins, verksmiðjunnar og prestsetursins, hvíldum við okk- ur þar á bökkum straumharðrar ! ár, er sneri vélunum í verk- smiðjunni.” “Ó hví skildi eg ekki hafa munað eftir því er skeði á feg- urstu dögum æsku minnar.” Það voru einnig mínar sælustu i stundir æfinnar, og þú varst sá fyrsti er batst ást við mig og mér i var hin mesta ánægja í því falin I að segja öðrum til, og hversu líka j lærði eg eigi af þinni barnalegu j einfeldni? Eg var óþroskaður í mentuninni er eg kom af háskól- ! anum, og flutti hingað til að leggja mig eftir lyndiseinkenn- um, og leitast við að vinna mér j tiltrú og ást óstýriláts barns, og iá því græddi eg jafnframt sjálf- j ur.” “Það tókst yður líka algerlegá, j því enginn lærisveinn hefir elsk- að kennara sinn innilegar en eg i gerði,” sagði Emil. “Hreykið mér nú ekki ofhátt, I því eg er nægilega ruglaður fyr- | ir, og segðu því við mig eins og fyr er við»vorum saman, því eg hefi ánægju af að minnast sælu- j stunda æfi minnar.” “Já, með ánægju, en varstu þá áreiðanlega ánægður þrátt fyrir allar þær áhyggjur er eg bakaði þér?” “Áreiðanlega, og of sæll til þess það gæti varað lengi.” “Manstu hvort Hjálmur átti nokkra dóttir?” I “Já, en hún var þá í Stokk- | hólmi á skóla, eg veit ekki hvort eg nokkurn tíma hefi séð hana.” “Þú ert lánsamur”, svaraði málkennarinn og andvarpaði, “eg sá hana og varð ólánssam- ur.” “Fékstu ást á henni?” “Já, eg elskaði hana, elskaði hana eins og hver óspiltur mað- ur með heitu blóði og lifandi í- myndunarafli elskar þá fyrstu fníðu stúlku er verður á leið hans. Eg elskaði hana eins og tvítugur maður elskar seytján ára gamla stúlku í yndisfegurð æskunnar. Æ eg elskaði hana svo heitt að eg gleymdi djúpinu | sem lá á milli okkar og bölvun þeirri er á okkur mundi bitna.” “Hvernig kyntustu henni?” “Æ, vinur minn! Það er harmsaga sem þó er tælandi. í henni felst svo mikill skáldskap- ur að hún hlaut að festa rætur hjá mönnum Mkum mér. Alt gekk í samsæri gegn mér. Hefði eg hitt hana eins og fólk vana- lega í fyrsta sinn við dansleik eða í samkvæmi, þá hefði naumast farið eins fyrir mér. Eins og áður er sagt sórust öll atvik í fé- lag gegn mér þá—”, sagði hann og hló hræðilega — “var eg svo blindur að skoða það sem lán ! ekki um þetta leiti árs hættulegt að baða sig, en hverjum á eg að þakka lífgjöfina?” Eg sagði henni stamandi hver eg var. Framh. i JÓHANNA ANTONÍUS- ARDóTTIR SIGURÐSSON H HAGBORG FUEL CO. Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) H 21 331 ADMIRAL SIR JAMES SOMERVILLE Admiral Sir James F. Somerville, G.C.B., K.C.B., K.B.E., D.S.O., fyrverandi yfirmaður Austur herskipaflotans, hefir nú yfirgefið austrið til að taka .við nýrri stöðu. Hann hefir verið yfirmaður austur flotans síðan í apníl 1942, en fyrir stríðið var hann æðsti maður Austur Indlands hersins. Þetta er síðasta mynd er tekin hefir verið af honum. Hann er hér sýndur með upþáhalds köttinn sinn um hálsinn, er hann kallar Prince Ghang, og sem fylgir húsbónda sínum og eiganda í hið nýja embætti hvar sem það kann að vera. mitt, ha, ha, ha, þá var eg þó álitinn viti ráðandi maður.” “Þú kemst í ofmikið uppnám, ef þú heldur áfram, við skulum í annan tíma víkja að þessu um- tals efni.” “Nei nei, nú vil eg tala. Til eru þau sár er svíða svo mjög, að það er jafnvel fróun að stinga hnífnum í þau, þá getur einnig skeð að eg hafi gott af því, hversu viti firtur sem eg er. Bíð- um nú við. Um hvað vorum við að \ala?” “Um það töluðum við síðast er þú komst í kunningsskap við dóttur herramannsins.” “Það er satt. Það var snemma morguns og þú hafðir verið veik- ur í nokkra daga, og því var þér, eigi leyft að fara með mér er eg gekk mér til skemtunar um morguninn. Það lá vel á mér og eg söng vísu er eg gekk í gegn- um skóginn með byssu mína um öxl; eg man eftir þessu, eins og það hefði skeð í gær. Alt í einu heyrðist mér eg heyra til spætu skamt frá mér. Þú hafðir beðið mig um spætu til að stoppa af henni haminn. Eg heyrði einu sinni til fuglsins og læddist hljóðlega fram á árbakkann þar sem gamall og holur pílviður stóð og sá eg fuglinn þá bráðlega, er bœði var stór og fallegur. Eg stóð fyrst kyr, skreið svo á bak við runna nokkra, fuglinn sat grafkyr, eg miðaði á hann, hleypti af, og í sama bili...” “Datt fuglinn?” spurði Emil. “Nei, fuglinn datt eigi og eg hefi vísl^ ekki hitt, en einmitt í því eg skaut, heyrði eg hljóð nokkrum fetum frá mér eins og skvamp í ánni. Þú getur nærri hversu skelkaður eg varð, kast- aði byssunni frá mér og flýtti mér til árinnar. Hvað sá eg? Þú getur víst ekki getið þess; unga stúlku er hélzt á floti af klæðum sínum, straumurinn bar hana óðfluga ofan að stóra millu- Ihjólinu er setur vélarnar í hreyf- ingu. Hún var orðin meðvitund- arlaus. Eg stóð augnablik sem steini lostin af ótta, síðan fleygði eg af mér vesti og yfiilhöfn og kastaði mér út í ána. Þú veizt að eg er góður sund- maður, náði eg því henni skjótt, greip síðan hraustlega til sunds með báðum fótum og öðrum handleggnum, og komst farsæl- lega til lands aftur. Síðan tók eg stúlkuna í faðm minn, bar hana upp á land, lagði hana niður í grasið, og leitaðist eftir fremsta megni að lífga hana við aftur.” “Og það tókst að lokum?” “Já, en settu þig nú í mín spor, eg var þarna aleinn hjá ungri og fríðri stúlku og af því eg var svo óreyndur í þesskonar sökum ,þorði eg varla að snerta við henni, en þó var eg neyddur til að lífga hana. Mér dttu þús- und hlutir í hug á einni mínútu. Hvað átti eg að taka til bragðs? Átti eg að fara með hana til verksmiðjunnar? Eg óttaðist að hún andaðist á leiðinni, mér datt jafnvel í hug að hún væri þá þegar dáin af hræðslu. Eg hafði iheyrt að losað væri um brjóst- klæði druknaðra manna til að lífga þá við, en gat eg fengið mig til að gera það. Var það ekki- vanhelgun á æskufegurð þessar- ar ungu meyjar, en á hinn bóg- inn fanst mér það vera rangt af mér að kynoka mér við því er mannslíf lá við. Eg veit sjálfur eigi hversu lengi eg var að velkja þessu fyrir mér, en þegar eg kom til sjálfs mín aftur, sá eg hina ungu mey opna augun og svo sá eg hana roðna, og fara að hylja brjóst sitt, er var hálf bert.” “Guð hjálpi mér! Mig minnir eg — já það er víst að eg sat niður við ána og varð hrædd,” mælti stúlkan. “Við mig,” kallaði eg, og féll á kné og greip hönd hennar sem lá í grasinu og mælti; “Fyrirgefið mér, eg vissi ekki af neinum í grend við mig og ætlaði að skjóta fugl, en í stað þess var eg næst- um orðinn valdur að dauða yðar.” “Hvað hefi eg að fyrirgefa yður? Það var sjálfri mér að kenna að eg varð hrædd,” sagði hún brosandi, en við það misti eg þá litlu stillingu er eg átti, “auk þess eruð það þér er hafið bjargað mér, eða er eigi svo?” “Eg var svo heppinn . . . .” “Eg þakka yður innilega fyrir það, en nú hljótið þér að vitja klæða yðarf” sagði hún með þeirri barnslegu einfeldni sem konur einar geta neytt til að koma sér úr klípu, “síðan sýnið þér mér þá góðvild að fylgja mér til verksmiðjunnar, því eg er sjálfsagt of vanmegna til að komast þangað ein.” “Eg flýtti mér eftir yfinhöfn minni og vesti án þess að hugsa út í að hún þyrfti Líka að laga á sér fötin; þegar eg kom til henn- ar aftur var hún staðin á fætur, en þó eg væri ennþá einurðar- minni en hún, bað eg hana samt að lofa mér að leiða sig, svo við gætum sem fyrst komist heim til hennar. Við gengum lengi þegjandi hvort við hliðina á öðru. Eg þorði ekki að líta á hana, en mér var sönn ánægja að því að finna hönd hennar litla og heita h-víla á handlegg mínum. Það var eins og eg væri ölvaður, mér lá óteljandi margt þungt á hjarta, en gat þó ekkert. orð sagt. Hún hlýtur að hafa veitt þessu eftirtekt hversu ráða- laus eg var, því hún sagði með svo hljómskærri rödd, að mér er ómögulegt að lýsa henni, hún var helzt lík milliröddunum á hörpu Eólusar, svo var hún mjúk og skær.” “Það er til allrar hamingju Þessi vinsæla sæmdar kona andaðist að heimili sínu, Oak Point, Man., þann 22. jan. s. 1. Hún var fædd á Berufjarðar- strönd í Suður-Múlasýslu 18. dag maí mánaðar árið 1860 og þvi næstum áttatíu og fjögra ára og átta míánaða gömul er hún lézt. Foreldrar Jóhönnu sál. voru Antoníus Eiríksson frá Steina- borg og k. ih. Ingveldur Jóhann- esardóttir, skálds Árnasonar úr Eyjafirði. Fluttust þau hjónin, foreldrar Jóhönnu, til Canada árið 1879 og bjuggu um langa hríð nálægt Riverton, Man. Jóhanna sál. dvaldi lengur á Islandi og giftist þar fyrri manni sínum, Þorsteini Eiríkssyni, en hann andaðist á Islandi árið 1888. Sama ár flutti ekkjan á- samt börnum sínum til Canada og lifði í skjóli foreldra sinna um ihríð. Á nýársdag árið 1891 giftist hún seinni manni sínum, Birni Sigurðssyni frá Reiðar- firði. Þau bjuggu fyrst við Riv- erton í 12 ár en fluttu svo til Hove, P. O., Man., árið 1903 og bjuggu þar unz þau fluttu til Oak Point árið 1926 og áttu þar heima til dauðadags. Björn and- aðist fyrir tæpum tiveimur árum síðan en ekkjan dvaldi á Oak Point oftast þar til hún andað- ist. Björn var búhöldur góður og starfsmaður mikill og bjuggu þau hjón blómabúi þrátt fyrir þunga ómegð. Börn Jóhönnu sál. af fyrra hjónaibandi voru: Jón Antoníus, andaðist fyrir innan tvítugt; Margrét (Mrs. G. W. Goodall), Winnipeg; Ingveldur (Mrs. E. W. Goodridh), einnig í Winnipeg. — Fóstursonur Jóhönnu, Eiríkur Thorsteinsson, á heima í River- ton. Börn þeirra Björns og hennar voru: Elis, til heimilis í Glen- boro, giftur Sigrúnu dóttir Kristjáns Jónssonar, bróður dr. B. B. Jónssonar sál. í Winnipeg: bjó Kristján sál. lengi að Brú í Argyle-bygð en er nú andaður; annar sonur þeirra er Jónas í Selkirk; þriðji, Jóhannes, að Oak Point, giftur Annie Zeke; fjórði. Björn, í Kansas City, giftur ame- rískri konu; dætur þeirra eru tvær: Sigurþóra ekkja eftir G. T. Wallis og á hún heima í Elm- wood, Man., og Anna gift Jóna- tan Jiohnson frá Markland, Man., og eiga þau heima í Seattle, Wash. Einn sonur þeirra, An- toniíus andaðist fyrir nokkrum árum. Jóhanna sál. var afar vinsæl og vellátin meðal sinna ná- granna; góðfús, hjálpsöm og gestrisin. Mr. Taylor, póstaf- greiðslumaður á Oak Point, tal- aði nokkur orð við jarðarförina og lét svo ummælt ,að hún Ihefði haft hið mesta yndi af því að gera öðrum gott. Slíkar mann- eskjur eru óumræðilega mikils virði í hvaða nágrenni sem er, þær kveikja þann hjartayl sem skapar gott nágrenni en dreifir geislum kærleikans út til alls og allra.. Þeim hjónum var haldið fjölment gullbrúðkaup að Oak Point árið 1941. Séra Guð- mundor sál. Árnason skrifaði um það í Heimskringlu og lýsir Jóhönnu sál. á þessa leið: “Jóhanna er prýðilega vel gefin kona, hjálpsöm, góðviljuð, ! °S trygg nágrönnum sínum og I vinum. Heimili þeirra hefir ver- ið gestrisnisheimili mesta.” Hún var ástrík og umhyggju- l söm móðir er vakti yfir velferð ; bairna sinna með stökustu ár- vekni til hins síðasta. Þegar eg stend við grafbeð þessa gamla fólks, þessara góðu, gömlu ís- lendinga, finst mér, sem eg eigi þar bróður eða systur, já, jafn- vel föður eða móður að baki að sjá. Þetta fólk hefir verið fröm- uðir þess frama og brautryðj- endur til þeirrar velgengni sem við kunnum að njóta í álfunni. Blessuð sé minning hennar og þeirra allra. Hún var jarðsungin frá ís- lenzku kirkjunni á Oak Point þann 26. jan. s. 1. af undirrit- uðum. H. E. Johnson Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringiu HIGH GRADE Malting Barley Seed Now Available Through SHEA-DREWRY BARLEY IMPROVEMENT FUND The Manitoba Barley Improvement Committee is this year again making high quality seed barley available for seeeding through the oountry ölevators. Distribution will be made any place in Manitoba, and the barley is of O.A.C. No. 21 variety. Farmers may order up to 16 bushels. Seed will be shipped in two buShel sealed sacks, freight prepaid. The supply is limited, consequently applications will be con- sidered in the order in which they are recqived. Ask your local elevator agent for price. Cash must accompany order. The grower should plan on saving this year’s crop in order to have pure seed for all his barley acreage the next year. Further particulars and order form, may be ohtaincd from your local elevator agent or The Manitoba Barley Improvement Committee, Room 245 Legislative Building. Winnipeg, Manitoba.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.