Heimskringla - 21.03.1945, Qupperneq 4
4 SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. MARZ 1945
itteimskringia
(StofnuO 1SS6I
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 ög 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sa/gent Ave., Winmpeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
WINNIPEG, 21. MARZ 1945
Þjóðverjar kynnast brezkum lögum
Þjóðverji sem nú er handtekinn af hervaldinu fyrir hegðun
sína í einhverjum af löndum þeim, sem af nazistum hafa verið
tekin, er nú fyrst að kynnast brezkum lögum. Og það sem hann
oft undrast í því samandi, er hvað einstaklingsfrelsinu er þar gert
hátt undir höfði. Hann getur ekki rengt sjálfan sig um það, að
við slíka málsprófun, nýtur hann meira frelsis, en hann hafði
nokkru sinni áður gert undir keisaravaldinu, Veimer-lýðræðis-
stjórninni og nazistastjórninni.
1 fyrsta sinni í sögu meginlands Evrópu, er það nú að koma
í Ijós, hvernig réttvísinni er í fullum skilningi háttað í hinu fjöl-
menna landi handan við Ermarsundið.
í fyrsta sinn á æfinni, er nú þýzkum manni, sem ætlað er að
framið hafi glæp, sagt, af dómstólunum, að hann geti sagst vera
saklaus eða sekur; að hann þurfi ekki að svara hverri spurn-
ingu, sem fyrir hann er lögð, að þar sem hann eigi ómögulegt með
að fá nokkurn til að verja mál sitt, skuli rétturinn líta eftir
málstað hans, að hann sé talinn saklaus þar til sektin sé sönnuð á
hann og sönnunin fari eftir því, er dómrannsóknin leiði í ljós.
Honum er sagt, að hann geti rannsakað framburð vitnanna, sem
á móti málstað hans séu, og séu vitnin ekki til staðar, en hafi lagt
fram skrifaða skýrslu, geti hann krafist að fresta málinu únz hann
sjálfur sjái vitnin og tali við þau og þau fíytji ásakanir sínar
munnlega.
Hvernig vinnur nú þetta í framkvæmd? Síðast liðinn þriðju-
dag, fór réttarhald fram í Winnipeg, er sýnir þetta. Fyrir herrétt-
inn var kallaður 56 ára gamall þýzkur bóndi, er brezkir hermenn
báru á, að hefði í hlöðu sinni falið byssu og vopn. Major R.-C.
Tait var dómforseti. Hinn ákærði, sem kom frá Kessel, gekk inn
í dómsalinn og réttarhaldið byrjaði. Hann hafði áður verið
spurður spurninga er kæran móti honum var hafin. Major Tait
spurði hann nú spjörunum úr og kvaðst hafa fræðst um, að þýzkir
hermenn hefðu í hlöðunni hafst við, áður en hún var tekin af
Bretum. En sjálfur hafði hinn kærði ekki verið nærri hlöðunni
eða heimilinu nokkru áður en brezki herinn kom þangað.
Þessi upplýsing nægði til þess, að hinn ákærði var álitinn
hafa rétt til að bera, að hann væri ekki sekur. Varð hann mjög
hissa á þessu, því hann bjóst blátt áfram við að verða skotinn
innan nokkra augnablika. Aðalvitnin á móti honum voru fjar-
verandi, vegna hernaðarlegra ástæða, svo þau sendu skrifaða
skýrslu. En skýrslur þær voru ekki gildar taldar, nema hinn
ákærði hefði ekkert við þær að athuga. Hann skyldi ekkert í
að alt þetta var gert til þess, að hann gæti komið fram fullri vörn
fyrir sig. En svona eru brezk, canadisk og bandarísk lög. Þau
vitni sem komu fram við réttarhaldið, var nonum boðið að spyrja
hvaða spurninga sem hann vildi. En þegar hann ekki gerði það,
tók rétturinn það að sér fyrir hann.
Eftir nokkurt málastapp og rannsókn á framburði vitnanna,
kom í ljós, að þýzkir hermenn hefðu falið vopnin í hlöðunni, en
ekki hinn ákærði. En honum var til áfellis fundið, að hafa ekki
gengið úr skugga um að vopnin væru þar, eftir að þýzku her-
mennirnir fóru, sem hann átti kost á.
Hinn ákærði varð himinlifandi glaður, er hann heyrði þessi
úrslit að vera fundinn saklaus. Hann gat sízt grunað, að sá sem
handtekinn er af herlögreglu, gæti verið fundinn saklaus. Og
hann furðar enn á því, að dómstólar skuli berjast, eins og þarn?.
var gert, fyrir að leita og sanna réttlæti einstaklings; það var
ekki gert þar sem hann var dómstólum kunnugur. Og hann er
nú á þeirri skoðun, að til þess að réttvísin fái notið sín, þurfi mikið
að laga til á meginlandi Evrópu og nazisminn að minsta kosti
að verða lagður í gröfina.—(Þýtt úr Free Press).
“BJÖRNINN ÚR BJARMA-
LANDI”
Þetta er nafn á nýútkominni
bók um Rússland, er Þorstsinn
skáld Þorsteinsson hefir skrifað,
en J. Th. Beck og Á. Gudjohnsen
hafa gefið út. Á titilblaði bók-
arinnar stendur að hún sé 12
kaflar úr 25 ára byltingarstögu
Rússlands og heimsmálanna frá
þeim tímum. Efpið er því víð-
tægt og ef segja ætti ítarlega frá
því, hrykkju ekki' færri en 12
bækur til þess. Höfundur hefir
því tekið það ráð, að minnast á
orsakir og afleiðingar nokkra
atriða þessarar stórfeldu sögu og
krydda með skoðunum bæði
sjálfs sín og margra annara. —
Getur vafamál verið að þær
skoðanir séu nógu alhliða, því
það hefir annað viljað brenna
við, en að mál Rússlands séu at-
huguð með óskeikulli dómgreind.
Kemur þetla að nokkru fram í
þessari bók í því, að þar virðist
all-langt stundum frá efni vikið
og sögulegri frásögn gleymt. —
Samt viljum vér ekki halda
fram, að af höfundar hálfu sé
eins ákveðið skrifað um rúss-
nesku málin frá viðhorfi kom-
múnista og margir virðast halda.
Aðfinslur við margt, sem aflaga
hefir gengið í heimsmálunum og
gerir enn, eru fyllilega réttmæt-
ar og sanna ekkert um það, að
höfuð tilgangur bókarinnar sé
meðmæli með kommúnisma. —
Höfundurinn er sterkur lýðræð-
issinni. Hann hefir lengi átt
erfitt með að sætta sig við ein-
ræðið, sem spratt upp af bylt-
ingu Rússlands og þar ríkir enn
í stjórnarfarinu. En byltinguna,
sem hreyfingu, til að umbæta
stjórnskipulag heimsins, skoðar
hann hafa hepnast betur á Rúss-
landi til þessa, en nokkru sinni
áður í sögunni, þrátt fyTÍr ein-
ræðið, en sem honum finst ef’ til
vill mega mæla bót með því, að
líta svo á, sem byltingunni sé
ekki enn lokið. Hún standi í
raun og veru enn yfir og geti
með tíð og tíma komið á daginn,
að lýðræði fái betur notið sín,
en það enn gerir á Rússlandi
og að samfara eftirtektaverðum
framförum þar í ýmsum grein-
um, komi á daginn, að menn fái
notið frelsisins í rífara mæli len
stjórnarfarslega á sér þar enn
stað. Og hvort sem í sambandi
við Rússland er, eða önnur lönd.
er það von um aukið efnalegt
jafnrétti og frelsi, sem huga al-
þýðu fyllir, ekki sízt á þessum
síðustu og verstu tímum.
Það kann nú að koma ýmsum
ókunnuglega fyrir sjónir, að tala
um pólitískt ófrelsi á Rússlandi.
En menn sem þar hafa lengst
dvelið eins og Duranty og Davis
og sem högum og háttum Rúss-
lands eru flestum kunnugri,
benda báðir á það, að pólitískt
vald sé þar í landi alt of sterkt.
Stjórnartaumarnir hafi verið
hrifsaðir með oíbeldi og stjórn-
arvaldið líkist meira herstjórn,
en lýðræðisstjórn. Þessi flokk-
ur kommúnista sem sé ekki nema
einn fjórði af þjóðinni, ráði einn
öllu. T. d. beina þeir þeirri
spurningu að þjóðbræðrum sín-
um í Bandartkjunum, hvernig
þeim yrði við, ef þeir gætu ekki
komið grein með athugasemdum
um stjórnarrekstur að í nokkru
blaði í Bandaríkjunum. En þetta
eigi sér nú stað á Rússlandi. 1
annan stað minnast þeir á leyni-
lögregluna, er vaki yfir því, hvað
um stjórnarfarið sé sagt; og
gruni þeir einbvern um að hafa
fundið að einhverju, séu þeir
heimsóttir daginn eftir og viti
fjölskyldan oft ekki af, hvað fyr-
ir húsföðurinn hafi komið í
mörg ár. 1 Rússlandi sé mikið
af mönnum, sem þangað hafi
flutt frá ýmsum löndum, eftir
byltinguna, en fái ekki þó fegnir
vildu nú að flytja þaðan. 1 bók
Þorsteins er ógeði Joseph Davis
lýst á þessu stjórnarofríki, en á
Duranty er lítið eða ekkert
minst. En höfundur befir vissu-
lega opin augu fyrir þessu, og að
lýðræðið, vald eða vilji fólksins,
komi þarna lítið til greina. En
hann er samt sem áður ekki von-
laus um, að fram úr þessu geti
enn orðið ráðið og telur vandann
ef til vill stafa af því, að þjóðin
sé ekki undir frelsið búin. Þeim
sem farið er eins og Iranum, er á
móti stjórninni fanst tryggast að
vera, finst eðlilega valdið ofan
að í Rússlandi alt of mikið og í
ósamræmi við lýðræðið eða þátt-
töku almennings í stjórnarfar-
inu. Keisarar eða einræðis-
stjórnir hafa stundum verið góð-
ar, en þeim, sem þykja ofmikið
um vald þingræðisins í lýðræð-
islöndum, eins og þeim, er þetta
skrifar, getur auðvitað ekki þótt
til einræðis koma í neinni mynd.
Það svarar ekki til þess er koma
skal, að skoðun þeirra er á jafn-
rétti trúa í andlegum, sem póli-
tískum skilningi.
í umræddri bók er kenninga
Tolstois minst, um frið, jöfnuð
og trúar á það góða. Virðist oss
Þorsteinn um ekkert ræða af
næmari skilningi og meiri sam-
úð, en þessi efni. Teljum vér
þar vera það sem merkilegast er
í allri bókinni. Annars er öll
bókin vel skrifúð, eins og alt
sem höfundur skrifar og þráður-
inn í sögulegri frásögn hans um
margt fróðlegan, þó stiklað megi
heita á steinum. Vér hefðum
viljað sjá meira í henni um um-
bótastefnur þær í þjóðfélagsleg-
um skilningi sem eru nú efstar
á baugi í mörgum lýðræðislönd-
um og sem miklu ákveðnari eru,
en gamlar jafnaðarmanna kenn-
ingar. Oss hefði ekki virst það
fjarri efni og anda bókarinnar að
sumar þeirra slæddust með, því
hún er í sterkum umbóta hug
skrifuð. Þær stefnur eru ekki
einungis til, heldur þó í litlum
stíl sé, sumstaðar í framkvæmd
komnar og standa nær frelsis-
kröfum alþýðu í okkar beztu lýð-
ræðislöndum. Upp af þeim bú-
umst vér við, að eins gott geti
sprottið og t. d. einræðis kom-
múnisma. Þær eru að minsta
kosti sprotnar upp og vaxnar í
þeim andl^ga jarðvegi, er vér
stöndum á og þekkjum bezt.
ÍSLENZK SÖNGLAGA-
ÚTGÁFA HANDA
ENSKUMÆLENDUM
I.
Við höfum það fyrir satt, að
tunga tónlistarinnar sé öllum
þjóðum skiljanleg, án þess að
komi til sértúlkun fyrir hverja
eina. Þetta gildir um lög án
orða fyrst og fremst. Reyndar
verður því ekki haldið fram, að
listræn tjáning söngsins sé unn-
in fyrir gýg fólki, sem skilur
ekki orðin. En þegar lag og ljóð
fylgjast að, er fjölda þjóða oft
fyrirmunað að gera sér sönglög
töm og eiginleg undir þeim
kringumstæðum, að textamir
eru á annari tungu, sem ekki er
víðskilin um heim. Við Isiend-
ingar verðum að horfast í augu
við þá staðreynd, að þótt íslenzk-
an sé meðal fegurstu talaðra
tungna, gera sárafáir útlending-
ar sér far um að komast niður í
henni. Viðbárur eru ýmsar, t.
d. er það ekki talið hagkvæmt
og varla fyrirhafnarvert að vera
að rembast við að læra svo erfitt
]úungumál, sem hefir ekki fleiri
en svo sem eitt hundrað og fim-
tíu þúsund mælendur. Slíkir
menn eru reyndar. illa fjarri
góðu gamni, sem ekki eru þess
umkomnir að njóta töfra íslenzk-
unnar. En um það þýðir ekki
að fást.
Því liggur ekki annað fyrir
þeim mönnum, sem hafa góðan
vilja til að nálgast erlendar þjóð-
ir og bera á borð fyrir þær ísl.
sönglög, en að leggja textann
út á tungu viðkomandi þjóðar,
til þess að söngurinn aðlagist
bæði eyra og munni útlendings-
ins.
ii.
Gunnar R. Pálsson söngvari
hefir nú ráðist í að hefja útgáfu
á íslenzkum sönglögum handa
enskumælandi fólki, og er fyrsta
heftið fyrir nokkru komið á
markaðinn, “Fimm íslenzk söng-
lög” (Five Icelandic Songs), eftir
Sigurð Þórðarson. Nótunum
fylgja textar á frummálinu og í
enskri þýðingu.
Sigurður ÞórðarSon hefir um
nokkurt skeið verið meðal kunn-
ustu tónlistarmanna heima,
þeirra er nú eru á léttum aldri,
bæði sem söngstjóri eins af beztu
karlakórum okkar og fyrir laga-
smíð sína. Kór hans, Karlakór
Reykjavíkur, fór við góðan orð-
stír víða um Norðurálfuna fyrir
einum tíu árum, meðal annara
ágætis einsöngvara sem hann
hefir haft er einmitt útgefandi
í þessu hefti: “Sjá, dagar koma,'
ár og aldir líða”. Loks er þar'
“Vögguvísa” eftir Valdimar
Snævar skólastjóra.
íslenzku textarnir og þýðing-
arnar á þeim fylgjast að með
nótunum. Þýðingar fjögurra
ljóðanna hefir annast Arthur
Gook trúboði á Akureyri, en
Steingrímur Arason kennari
lagði út “Vögguvísuna”. Þýð-
ingar Arthurs eru af hendi leyst-
ar af samvizkusemi og nákvæmi,
og skortir reyndar ekki annað
en neista skáldsins. Vísa Valdi-!
mars held eg, að hafi ekki tapað i
neinu í þyðingunni, nema síðúr
sé, enda er sá þýðandi sýnilega ;
skáldmæltari en sá fyrnefndi,
ekki eins rígbundinn við text-
ann.
Óskandi er að útgefandi leiti
fyrir sér um betri þýðingar á
ljóðum laganna framvegis, og
ætti honum ekki að verða nein
skotaskuld úr því í hópnum vest-
ur-íslenzkra skálda.
III.
Eg vék að því hér að ofan, að
umrætt tónskáld væri mjög und-
ir erlendum áhrifum í list sinni.
Þótt segja verði, að sáralítið af
lagasmíð íslenzkra tónskálda
standi á þjóðlegum grunni, ber
það ekki að skilja svo, að verk
þessara manna séu íslendingum
einskis nýt. En við megum vel
finna að við tónskáld okkar, þótt
við höfum ekki efni á að van-
þakka þeim.. Flest þeirra hafa
verið þeim hæfileikum búin, að
þau geta sjálfsagt tekið aðfinsl-
um eins og menn. Geta þeirra til
sjálfstæðrar, þjóðlegrar list-
sköpunar er meiri en svo, að þeir
þurfi að lána hjá öðrum. Of
mikil áhrif verða oft að óafvit-
andi eftirmynd eða hreinni og
beinni stælingu. Við Islending-
ar verðum að hafa þá trú, að
listamönnum okkar neynist far-
sælast að viða verkum sínum
efni úr íslenzkum jarðvegi; hann
er nógu frjór. íslenzkar rímur
og önnur þjóðlög, einnig sálma-
lög, eru ennþá mikið til óausinn
brunnur. Þangað eiga íslenzk
tónskáld að sækja verkum sín-
um næringu; þau eiga að vacxa
af íslenzkri rót. Þau eiga að
læra af erlendum meisturum, en
forðast að stæla þá.
Sú von er mín, að í útgáfu ís-
lenzkra sönglaga handa öðrum
þjóðum verði framvegis valið
það íslenzkasta sem til er og
verður í sönglagagerð okkar. —
Það verður hollast list okkar, og
það verður vísast til athygli og
eftirtektar meðal annara.
IV.
Allur frágangur þessarar laga-
útgáfu er hinn smekklegasti. —
Prentun er af hendi leyst í New
KVEÐJUSKEYTI
í tilefni af ársþingi Þjóðræknis-
félagsins 1945.
sá sem hér um ræðir, Gunnar!York’ Þar sem “tgefandi er nú
Pálsson. Þá hefir Sigurður náð ! busettur- Hann hefir sjálfur
feikilegum yinsældum sem tón- skreyU kaPunu með hugkvæmri
skáld, hjá söngvurum og al-1 btateikningu.
menningi. Hann hefir reyndar! Hofundi Þessara lína er kunn-
orðið mjög fyrir erlendum á-! u®f’ utSafa þessi stendur eða
hrifum um lagasmíð sína; en ! fellur með útbreiðslu þeirri- sem
verk hans eru með persónuleg-1 hÚn fær' Þess *ve§na er Það
um einkennum, stíllinn . sam-1 síálfsdgð áskorun fil allra þeirra,
kvæmur. Lög hans eru einkarj sem lata ser ant um kynningar'
falleg, og hann er svo lagvís starf islenzkra lista í þessari
(“melodiskur”) að það þarf eng-
an að furða, sem þekkir til laga
hans, hversu móttækilegt fólk
er fyrir tónlist hans.
álfu, að kaupa og greiða fyrir
sölu þessara laga.
Gunnari Pálssyni, útgefand-
anum, flyt eg þakkir margra fyr-
Lög þessi eru samin við ljóð lr menningarviðleitni hans og
góðkunn íslenzkri alþýðu. Eg oslíir um> að bun fái góðan á-
hefi ekki ennþá hitt þann Is- rangur 1 starfinu.
lending, sem ekki kann “Sáuð Gunnar Bergmann
þið hana systur mína?” eftir
Jónas Hallgrímsson, enda eru
þau Ijóðorð eins og töluð út úr
hjarta hins íslenzka sveitabarns.
Stefán frá Hvítadal er óhætt að
telja með allf^a ljóðrænustu
skáldum íslenzkum, þennan ein-
læga tilhlakkanda vorsins. Hann
á hér tvö kvæði: “Mamma” og
“Harmljóð”.
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi fékk viðurkenningu sem
bezta skáld Alþingishátíðarinnar
fyrir kvæðabálk sinn, sem úr er
tekinn textinn við fremsta lagið
Læknirinn: Hver er atvinna
yðar?
Sjúklingurinn: Okkar á milli
sagt, herra læknir, eg er inn-
brotsþjófur og fæst helst við
peningaskápa.
Læknirinn: Heilsa yðar leyfir
það ekki lengur. Þér verðið að
hlífa yður við áreynslu. Þér
verðið að skifta um og gerast
vasaþjófur.
BORGIÐ HEIMSKRINGLIJ—
því gleymd er goldin skuld
Próf. Richard Beck, forseti
Þjóðræknisfélags V.-Islendinga,
Winnipeg.
Herra forseti, góði vin:
Þar sem eg veit, að á þjóð-
ræknisþinginu, sem nú situr >
Winnipeg, mörg hundruð Vest-
ur-íslendinga koma saman í hinu
göfugu starfi sínu fyrir eflingu
og viðhaldi hinna andlegu banda
við Island, vil eg biðja þig að
færa þeim öllum mínar beztu
kveðjur og heillaóskir fyrir
þessu glæsilega starfi ykkar,
sem hefir svo mikla þýðingu líka
fyrir ókkur sem búum á heima-
landinu. Eg fann svo vel er eg
heimsóttti ykkur og dvaldi hjá
ykkur þessa tvo ógleymanlegu
mánuði, hve ísland á mikil ítök
í hugum ykkar, gömlum og ung-
um og eg fann í þeim innilegu og
stórkostlegu móttökum, er þið
vettuð mér, hjarta íslands opn-
ast á mót mér, á öllum þeim
stöðum sem þið komuð til móts
við mig, til að heyra íslenzk ljóð
og íslenzk lög á hinu söguríka
máli okkar, hinni íslenzku tungu.
Eg vil því biðja þig, herra for-
seti, að færa hinum mörgu vin-
um mínum í Winnipeg, í Moun-
tain og Garðar og í Grand Forks
— og á Lundar — og gamla fólk-
inu á Betel, öllum söm stóðu að
því að gefa mér þessi ógleyman-
legu augnablik til geymslu og til
ævarandi gleði á komandi árum
— þakkir mínar fyrir þessar
gelðistundir er við komum sam-
an. Eg held eg hafi mælt rétt er
eg sagði í samkvæmi “The Ice-
landic Canadian Club” að eg
skildi því þið hyltuð mig og
heiðruðu — að það væri af því
— “að þið Vestur-íslendingar —■
gamlir og ungir væruð allir ást-
fangnir — og að eg kæmi frá
unnustunni —• frá íslandi.”
Verði svo altaf.
Megi ísland og hið unga lýð-
veldi altaf leysa sitt sögulega
hlutverk í heiminum þannig —
að þið haldið áfram að unna og
elska ísland eins og þið hafið alt-
af gert. Megi frá Islandi altaf
koma straumur til ykkar er eldi
hugann og glæði hugsjónirnar
og geri ykkur stolta af að hafa
ættartengsli ykkar við sögueyj'
una.
Vona eg brátt séu á enda ógnir
þessarar styrjaldar, og að fórnir
þær er þið hafið gefið til endur-
reisnar heiminum megi færa
ykkur frið, hamingju og réttlæti
og Canada og Bandaríkin njóta
langra friðartíma. Lifi þá einn-
ig og þróist þjóðræknisstarfsemi
íslendinga, megi forsjónn leiða
göngu Islendinga hvar í heimi
þeir ferðast, aldrei alveg úr vegi
hugans eða hjartans — frá ís-
landi.
Með vinsemd og virðingu,
Eggert Stefánsson
—Washington, D. C.,
23. febrúar, 1945.
Vancouver, B. C.,
12. feb. 1945
Dr. R. Beck, *
Grand Forks, N. Dak.
Kæri vinur:
Eg skrifa þér þessar línur fyr-
ir hönd þjóðræknisdeildarinnar
Grund í Argyle til þess að þakka
þér og Þjóðræknisfélaginu fyrir
lagið Isafold og Hátíðaljóðin,
sem deildinni voru send. Kærar
þakkir til þín og félagsins fyrir
sendinguna frá deildinni.
Þá vil eg einnig tilkynna þér i
sambandi við umburðarbréf ykk-
ar í sambandi við breyting a
þingtíma að eftirfylgjandi sam-
þyktir voru gerðar hjá okkur á
fundi sem deildin hélt 18. jan.
s. 1. í Glenboro.
“G. J. Oleson og A. E. John-
son, að deildin sjái engan hag 1
því frá neinu sjónarmiði að
breyta þingtímanum.” Breyt'
ingartillaga Th. Swainson og G-
S. Johnson, að fundurinn aliti
vorið hentugri tíma fyrir þjáðr-
þingið.