Heimskringla - 11.04.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. APRÍL 1945
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
þjáning fékk ógnað þeim, engin
hótun, um kvalafullan og smán-
arlegan dauðdaga, fékk aftrað
þeim frá að boða það guðsríki,
sem þeir fundu með sjálfum sér
í mestu samræmi við kenningu
Krists og vilja guðs. í»essi trú
gerði þá ósigrandi og þessvegna
hlutu þeir að bíða hærri hlut, að
síðustu.
Þótt segja megi að guðspjöll-
in séu, að sumu leyti, ósamhljóða
um atburð páskanna, því Miatt-
hías og Markús segja að báðir
ræningjarnir, sem krossfiestir
voru með Kristi, hafi hætt hann,
en Lukas hermir að annar þeirra
hafi tekið iðrun og mælt vinar-
orðum til Jesú. Sum guðspjöll-
in tala um einn en önnur um tvo
engla í gröfinni. Þá eru þau á
reiki um hvernig og hverjum
Kristur fyrst birtist eftir uppris
una; verður samt ekki framhjá
því farið, að postularnir urðu
fyrir þeim áhrifum, siem ger-
breyttu lífsstefnu þeirra og inn-
ræti, á upprisu morgninum.
Úr mishermi ritninganna má
annars gera annaðhorvt of lítið
eða of mikið. Of lítið er úr þeim
gert ef framhjá þeim er gengið,
eins og um ekkert þvílíkt sé að
ræða, til að sýna fingraför mann-
legs misgánings og mannliegs
misminnis hjá þeim er eftir ann-
ara sögusögn færðu þessar frá-
sagnir, löngu síðar, í letur. Þar
sem jum prentaðar bækur var
ekki að ræða þurfti að upp-
skrifa þær ótal sinnum og það
verk var þráfaldlega unnið af
vankunnandi höndum. 1 þriðja
lagi þurfti að þýða þær á ann-
arlegar tungur og fyrir því verki
stóðu oft menn sem höfðu mjög
takmarkaða máKræðis þekkingu.
Engin getur ráðvandlega nieitað
þessu, enda eru til ótal útgáfur
af þessum sögnum. Fyrsta skil-
yrðið til að eignast ábyggilega
frú er að vera sjálfum sér ein-
lægur, yfirhylmingar geta blekt
oienn í bili en veita engan var-
anlegan grundvöll.
Að hinu leyti er alt of mikið
gert úr þessum missögnum ef
þær eru notaðar til að slá stryki
yfir allar frásagnirnar með því
að fordæma þær sem svik eða
sjálfsblekkingu. Menn geta að
vísu orðið fyrir sjálfsblekkingu
séu þeir fyrirfram trúaðir á fyr-
irbrigðin en nú verður það öllum
Ijóst, sem les guðspjöllin með
nokkurri athygli, að þau komu
Postulunum alveg á óvart og þeir
voru eðlilega mjög varfærnir í
því að trúa þeim. Að fjöldi
flaanna verði þannig gripnir, án
nokkurs undirbúnings, kemur í
bága við alla sálfræðilega þekk-
*ng nútímans. Ennþá fráleitari
er tilgátann um svik. Hvenær
bafa fullvita menn framið svik
til að ábaka sér fyrirlitning og
ofsóknir. Fyrir upprisu trú sína
var Stefán grýttur, Páll háls-
höggvinn og Pétur krossfestur.
Líklegast hafa allir postularnir
liðið píslarvættisdauða fyrir trú
sína nema Jóhannes. Flestir af
þessum fyrstu, kristnu píslavott-
voru handgengniir Kristi.
Með þessu er þó engu slegið
föstu um að þeir hafi séð fyrir-
brigðin í réttu ljósi eða skilið
þau — allra sízt í fyrstu. En að
þeir hafi orðið fyrir áhrifum,
sem gerbrteyttu þeim og trúar-
skoðunum þeirra um það held eg
engin geti efast, sem hleypi-
dómalaust hugleiðir málið.
Um áhrif þessarar breytingar
þarf heldur enginn að efast. —
Ekki verður prófessor David
Rriedrich Straus sakaður um
trúarafturhald — honum var að
minsta kosti vikið frá embætti
fyrir biblíu kritík sína, — samt
heldur hann því fram, í Der
Christliche Glaubenlehre, að
engin kirkja myndi nú vera til
eða kristindómur væri það ekki
fyrir upprisutrú postulanna, og
enginn guðfræðingur hefir mót-
mælt því svo eg viti. Samt held
eg mér sé óhætt að fullyrða, að
fæstir þeirra er kristnir teljast
hafi nokkru sinni um upprisuna
hugsað í ljósi nútíðar þekking-
arinnar, eða fundið nokkurn
rökrænan grundvöll fyrir áhrif-
um hennar. Hér er sögulegur
viðburður, sem olli aldarhvörf-
um, án þess vísindaleg sagn-
fræði geri minstu tilraun til að
útskýra hann. Hér er sálrænt
fyrirbrigði sem sálarfræðin
reynir ekki að skilja, 1 kirkj-
unum, á þessum páskum, flytja
prestarnir ræður um alt og ekk-
ert, fyrir söfnuð, sem fer heim
til sín jafn fáfróður og hann
kom, af því sjálfir kennimenn-
irnir hafa aldrei myndað sér
sjálfstæðar Skoðanir á þeim at-
burði, sem varð upphafs orsök
kristindómsins í heiminum. —
Flestir láta sér nægja einhverjar
fullyrðingar, einhvers öldur-
mennis í heimspeki, vísindum
leða guðfræði og neita eða játa
upp á ábyrgð þeirra manna, sem
oftast höfðu sjálfir ekkert veru-
lega um málið hugsað. í fjölda
margar aldir hafa fáir eða engir
kennimenn kafað hyldýpi játn-
inganpa og reginhaf efasemd-
anna til að bera þaðan nokkra
sannleiks gimsteina frá græði.
Samkvæmt kennisetningum
flsstra kirkjudeilda er hér um
líkamlega endurholdgun að
ræða, sem gerist fyrir guðleg
inngrip í eðlisrás náttúrunnar,
m. ö. o. kraftaverk. Nú byggist
öll kraftaverka trú á þeirri skoð-
un að guð sé utanvið heiminn,
deus ex machina”, og hann hafi
ekki sett sjálfum sér lög þegar
hann stilti heimsrásinni skorð-
ur. Öll vísindi ‘byggjast á því
að tilveran sé lögbundin og um
engin inngrip ;eða röskun geti
þar verið að ræða, eitt einasta
afbrigði myndi olla óbætanlegri
truflun. Þessu get eg trúað af
því mér finst það skiljanlegt.
Eg er aftur á móti þess fulltrúa,
að öll sköpun, öll framvinda til-
verunnar, öll framþróun, sé lög-
skipað kraftaverk. í vorgróðr-
inum finst mér eg finna æðaslög
alvaldsins og mér birtist náttúr-
an öll eilíf og óumbreytanleg
útgeislun þess almættis, sem er
bæði lög og löggjafi framrásar-
innar. Eg trúi því af því mér
þykir það trúlegast að guð starfi
eftir sjálfsettum lögum og þurfi
aldrei að grípa inn í heimsrásina
eins og til að leiðrétta misfellur
eða laga vankantana. (Um það er
venjulega nefnast kraftaverk
verður tími til að ræða síðar).
Framh.
MINNINGARORÐ
MRS. GUÐLAUG GILLIS
1863 — 1944
“Maígs er að mnnast, margt er
hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
margs er að minnast, margs 'er
að sakna,
Guð þerri trega-tárin stríð.”
Þann 18. des. s. 1. andaðist á
vegum dætra sinna í Buena
Park, Calif., þessi merkiskona.
Hún var komin yfir áttrætt, og
var hún hin síðustu 2 til 3 ár
allfarin að heilsu, andlát hennar
var bjart og rólegt. Hin látna
var fædd 3. júní 1863. Voru
foreldrar hennar Níels Þorsteins-
son og kona hans Elin Guðlaugs-
dóttir frá Lambhága. Bjuggu
þau í Leirvogstungu í Kjósar-
sýslu. Hún var 5 ára er hún
misti móður sína, og ólst hún
eftir það upp hjá Birni Ólafs-
syni og Sigríði Jónsdóttir á
Korpúlfsstöðum skamt frá Rvík.
Guðlaug Gillis ier talin að hafa
|verið af Mýráhúsaættinni, svo
kallaðri og náskyld Jóni Jóns-
1 syni Aðils sagnfræðings. Eitt-
J hvað mun hún hafa vetrið í
Reykjavík og þar kyntist hún
| Jóni Gislasyni frá Hróarsholti í
I Árnessýslu er síðar varð maður
1 hennar.
Jón var fæddur 14. maí 1861.
Voru foreldrar hans Gísli Jóns-
son og Rannveig Jónsdóttir. Jón
ólst upp hjá móðurömmu sinni
og Eiríki Jónssyni frænda sín-
um til tvítugs aldurs. Eftir and-
lát Eiríks fór hann með ömmu
sinni til Þorsteins sýslumanns á
Kiðabergi, en brátt lagði hann
leið sína til Reykjavíkur og lærði
jhann járnsmíði hjá Birni Hjalt-
j steð og fékk sveinsbréf 1884. —
Næsta ár fór hann af landi burt
og til Vestur-Canada; lagði hann
handvtark sitt fyrir sig, var um
hríð í kolanámubæ vestur í f jöll-
um. Hann var mjög hæfur
verkmaður.
Guðlaug kom vestur skömmu
já eftir Jóni og giftust þau þá
bráðlega. í Winnipeg voru þau
j til ársins 1896 að þau fluttu til
Glenboro, Man., og settust þar
j að. Stundaði hann þar járn-
smíði það sem hann átti eftir
æfinnar; hann dó 25. sept. 1932.
Eftir að vestur kom gekk hann
jafnan undir nafninu Gillis.
Guðlaug Gillis var frábær
myndarkona og heimili þeirra í
j Glenboro bar ætíð vott um hús-
stjórnarhæfileika hennar, sem
! móðir, húsfreyja og eiginkona
j stóð hún í fremstu röð kvenna.
I Hún var íslenzk í anda og eðli
! og félagslynd og ötul í starfi
sínu, hún var um 10 ár forseti
Kvenfélagsins í Glenboro, sem
svo firábært verk hefir unnið frá
því fyrsta. Á síðustu árum var
hún kosin lífstíðar heiðursfor- (
seti kvenfélagsins. Hún var (
líknsöm við veika og fátæka, og
lagði hún oft mikið á sig, er sér-
staklega í minni fólks hvað
drengilega hún gekk í berhögg
við dauðann flúar-veturinn 1918
BRÉF FRÁ VANCOUVER
með
hjálp og hjúkrun við þá
sem í nauðum voru staddir. Hún 1
og þau hjón áttu mikinn og góð- [
an þátt i safnaðarstarfsemi í,
Glenboro og Jón var lengi í full-
trúaráði safnaðarins. Gesrisin
voru þau með afbrigðum og gam-
an var að heimsækja þau.
Fimm dætur eignuðust þau;
3 dóu ungar, tvær eru' á lífi, I
Lena (Mrs. A. E. Olson) og Ell-1
ten (Mrs. Richard Nelson), báðar'
til heimilis í Buena Park, Calif.!
Þær eru báðar vel gefnar og
mannlundaðar og mjög íslenzk-
ar í sinni. Fyrir nokkrum árum
síðan ferðaðist Ellen ásamt
manni sínum vítt um Evrópu og
þá um leið til Islands. Hefir
hún flutt erindi um Island víða
meðal hérlendra þar syðra.
Eftir að þær systur höfðu flutt
til Californíu, ferðuðust foreldr-
ar þeirra að minsta kosti tvisvar
til Calforníu til vetrarsetu, höfðu
þau mesta yndi af þeim leið-
angrum, og þær systur nautn af
að gleðja foreldrana. Bjart var
yfir lífi þeirra Jóns og Guðlaug-
ar er árin færðust yfir þau. Þau
nutu lífsins eins og átti að vera,
hjónabandið var gott, og þau
voru ætíð mjög samrýmd og á-
stæðurnar voru þægilegar.
Jón var jarðsettur í Glenboro,
og hugur Mrs. Gillis var ætíð hér
þó hún síðustu árin dveldi syðra,
og ósk hennar var að hennar síð-
asti hvílustaður væri hér, og
dætur hennar fluttu líkið norður
og fylgdu henni báðar til graf-
ar. Útförin fór fram frá ís-
lenzku kirkjunni hér þann 27.
des. að fjölda fólks viðstöddum,
blómkransar fagrir þöktu kist-
una og nokkrir gáfu í Blómsveiga
sjóð kvenfélagsins til minningar
um hana. Séra E. H. Fáfnis
flutti falleg kveðjumál og jarð-
söng hana.
Mrs. Gillis átti langa æfi, og
það var oft bjart yfir lífi hennar,
seinustu árin voru henni þung-
bær er heilsan fór þverrandi, þó
naut hún allrar aðhlynningar og
nærgætni sism mannleg hönd
gat veitt. Dætur hennar gerðu
líf hennar eins sæluríkt og auðið
var. En hún horfði yfir hafið, á
land ódauðleikans. Það var
hennar framtíðarland, og hún
tók glöð undir með sálmaskáld-
inu:
Ó blessuð stund er hátt í himin-
sölum
Minn hjartans vin eg aftur fæ að
sjá,
Og við um okkar æfi saman
tölum,
Sem eins og skuggi þá er liðinn
Hér er sýnd mynd af Mitchell-flugvélum, er hafa gert mikinn og gagnlegan usla í liði
^jóðverja er átti að styrkja varnir þeirra í Prússlandi, Brandenburg og Silesíu. Myndin var
tekin í Hollandi í janúarmánuði s. 1.
Eg hefi verið að leas blöðin ís-
lenzku frá Winnipæg og eitt með
öðru sem eg sá þar var umgetn-
ing um afmælishátíð Betel og
hinar miklu peningagjafir sem
getið er um þar bæði frá vist-
fólki á Betel og svo í minningu
um Dr. Brandson og fór ekki
nema vel á því að hans væri
minst og sýnd með því ræktar-
semi minningu hans. Einnig
hefir þess verið getið að hann
hafi ánafnað Betel í lerfðaskrá
snni 1000 dollara.
Sumum finst að réttara væri
að byggja fleiri elliheimili og
smærri og hafa þau víðar en að
þau séu svo ýkja stór.
Hér í Vancouver er töluverður
hugur í Islendngum um að
byggja elliheimili, en rís hugur
við kostnaðnum, því hér eru
held eg fáir Islendingar ríkir.
Hér eru að verða margir gaml-
ir menn og aldraðir og fer Is-
lendingum hér altaf fjölgandi;
þeir sækja hingað þegar þeir eld-
ast og eru orðnir þreyttir á kuld-
anum austur í sléttufylkjunum,
og hér er áreiðanlega heppilegur
staður fyrir elliheimili vegna
þess að hér er stórum minna
vetrarríki en austur frá. Ekki
veit eg hvernig því líkar hér um
þetta tillag frá kirkjufélaginu,
ef til vill verður því tekið.
Þessi Ellheimilis hugmynd
hefir víst verið að búa um sig
hér í fleiri ár og var sóra Rúnólfj
Marteinssyni sjálfsagt kunnugt
um það sem verið hefir 'hér að
undanförnu og er hór enn, og
mun hann hafa hreyft því á síð-
asta kirkjuþingi hvort kirkjufé-
lagið vildi ekki styrkja þetta
ellih’eimilis fyrirtæki með ein-
hverri peninga upphæð og held
eg að það hafi ekki tekið því illa
að styrkja það úr Betel sjóði,
sem þá var 50,000 þúáund doll-
arar orðinn og hefir síðan bæst
við hann í peningum og peninga
loforðum 6—7 þúsund dollarar,
og er 5000 þúsund dollarar af
þessu loforða frá Soffaníasi
Thorkelssyni, sem borgast á á
þremur árum. Hitt. hefir víst
verið borgað í peningum. Þess
er getið um þessa gjöf Soffanías-
ar að hún sé gefin í byggingar-
sjóð Betel, og þó eg hafi ekki
heyrt þess getið að ætti að byggja
við Betel, þá getur það verið
fyrir því og svo er altaf stand-
andi auglýsing í Lögbergi áð
menn minnist Betel í erfðaskrám
sínum.
Nú fyrir nokkru var haldinn
almennur fundur hér í Van-
couver um þetta elliheimilismál
og var þá séra Rúnólfur búinn
að fá svar frá kirkjufélaginu og
gat hann þess að íslenzka kirkju-
félagið hefði ekki haft rétt til að
veita þessu elliheimili styrk úr
Betel sjóði nema með leyfi aðal-
félagsins suður frá, og er þá
svona komið að kirkjufélagið ís-
lenzka er ekki lengur ráðandi
JURTA SPAGHETTI
Hin nýja eftirsókn-
arverða jurt
Fin, rjómahvít jurt
sem vex eins ogj
sveppur og er
um 8 þl.
Tínið á-
vöxtinn
þegar
hann er ________
þroskaður, pjóðið hann heilann i
suðu-heitu vatni í 20 mínúfur. Sker-
ið siðan eins og myndin" sýnir og
munuð þér þá verða var mikils efn-
is, mjúku á bragð og Jiku sp^ghetti,
sem hægt er að geyma og bæta að
bragði eða gerð að mat á annan
hátt. Vertu viss um áð sá þessari
góðu jurt og panta nú. Pk. lOc;
3 pkr. 250, póstgjald 30.
FRÍ—Vor stóra útsœóisbók fyrir 1945
Aldrei fullkomnari en nú.
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario '
sínum peningum, svo manni
dettur í hug málshátturinn:
“Jafnan fylgir böggul skamm-
rifi”; ;en félagið leyfði þá að
veita til þessa fyritækis dollar á
móti dollar frá fólkinu, alt að
10,000, þó með því skilyrði að
félagið hefði öll yfirráð á heim-
ilinu eftir að það væri komið
upp.
Æði margir voru, held eg, á
móti því að kirkjufélag hefði
yfirráð heimilisins, vildu að það
yrði óháð bæði kirkjufélaginu og
pólitík. Samt heyirðust raddir
sem ekki virtust vera á móti því
að félagið (það er stofnfélagið)
gengi að þessu tilboði, ,'en ekkert
varð endilegt á þessum fundi.
Tveir menn sem þarna voru,
annar bauð að gefa 200 dollara
og hinn 100. Sá sem bauð að
gefa 200 var Ófeigur Sigurðsson
,frá Alberta; hinn vissi eg ekki
hver var.
Það væri mjög vel gert og yrði
,þakksamiega þegið, ef fólk sem
vill láta gott af sér leiða og hefir
kringumstæður á því, vildi
'styrkja þetta fyrirtæki með pen-
ingagjöfum, smáum og stórum,
eftir kringumstæðum.
Hvort nokkuð hefir gerst í
þessu máli síðan er mér ekki
kunnugt. Síðar kann vera eg
geti sagt meira ef eitthvað ger-
ist.
Sigurður Sigurðsson
—15. marz, 1945.
2907 — 6th St.,
N'ew Westminster, B. C.
hjá.’
G. J. Oleson
Heimskringla á Islandi
Herra Björn Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík, hefir
aðalumboð fyrir Heimskringlu á
Islandi. Eru menn beðnir að
komast í samband við hann, við-
víkjandi áskriftar-gjöldum, og
einnig allir þeir sem gerast vilja
kaupendur hennar, hvar sem er
á landinu.
Hr. Guðmundsson er gjaldkeri
hjá Grænmetisverzlun ríkisins
og þessvegna mjög handhægt
fyrir borgarbúa að hitta hann
að máli.
Námsskeið til sölu
við fullkomnustu verzlunar-
skóla í Winnipeg. Upplvsingar
gefur:
The Viking Press Ltd.
853 Sargent Ave., Winnipeg
'Bí^WAR SAVINGS
Ptft5>CERTIFICATES
Góð Mentun eflir Manpgildijl
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA