Heimskringla - 25.04.1945, Page 3

Heimskringla - 25.04.1945, Page 3
WINNIPEG, 25. APRÍL 1945 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA DÁN ARFREGN Anna Elinborg Þorsteinsdóttir Johnson 17. janúar s. 1. andaðist á heim- Ili dóttur sinnar í Los Angeles, Calif., heiðurskonan Anna Elin- borg Þorsteinsdóttir Johnson. Elimborg var fædd 4. nóvember árið 1858. Foreldrar hennar 0 voru Þorsteinn Jónasson og Mál- fríður Þórðardóttir, búandi hjón á Gottorp í Vesturhópi í Húna- vatnssýslu'á Islandi. Elinborg misti móður sína þegar hún var aðeins 6 ára göm- ul. Var hún eitthvað áfram í föðurhúsum en fór* snemma að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum í Vatnsdalnum þar til árið 1883 að hún giftist Indiriða Einarsyni frá Illungastöðum í sömu sveit. Indriði vann bæði til sjós og lands í nokkur ár en hafði konu sína í húsmensku á Grímsstöð- um, þar til árið 1887 að þau fluttu til Ameríku með tvo unga syni. Þau komu að hausti til Nýja Islands og settust að skamt frá Gimli. Efnahagur þeirra sem annara er að heiman komu á þeim árum, var sama sem eng- in og nú var vetur í nánd. Tóku þau ráð sín saman og komu drengjunum fyrir um veturinn og fóru bæði að leita sér að at- vinnu. Elinborg komst til Winnipeg og fékk þar vist en hugur henn- ar og hjarta var hjá litlu drengj- unum. Ferðin til Winnipeg var með opnum pramma eftir vatn- inu og upp eftir Rauðánni til Point Douglas. Næsta sumar, árið 1888, tóku þau sig upp frá Nýja Islandi og fluttu til íslenzku bygðarinnar í Norður Dakota. Þar fékk Ind riði heimilisrétt á 80 ekrum af landi í Akra-bygð. Þar komu þau sér upp heimili og bjuggu í 12 ár. Þessi ár munu hafa verið erfið fyrir frumbýlingana en aftur á móti svo viðburðarík og eitthvað svo skemtileg, þegar litið er til baka, og alveg sérstaklega fyrir þá sem komið hafa mörgu góðu til leiðar, eins og þessi land- námskona. Elinborg tók ekki mikin þátt í félagsmálum bygðarinnar, en hún tók alveg sórstakan þátt í kjörum annara og mun ekki ljósum að því lýst sem hún lét af hendi rakna til þeirra*sem bágt áttu og hún náði til. Þar í nágrenni bjuggu hjón með sex böm, konan var lengi veik og nú fæddist sjöunda barnið. Eng- in til að hugsa um heimilið nema gömul móðir. Elinborg vitjaði þessarar konu oft og mörgum sinnum. Síðast, rétt áðuir en kona þessi dó, kom Elinborg heim með litla drenginn fárra vikna gamlan og gekk honum í móður stað. Drengurinn gekk undir þeirra nafni og fór ekki frá þeim fyr en hann var fulltíða maður. Á hennar eigin heimili voru sjö börn fyrir. Á þessum árum komu í bygð- ina þrjú systkin, tveir bræður og systir, voru þau öll við aldur og ekki við góða heilsu. Þau bygðu lítið hús og systirin vann við sauma; var kaupið átta doll- arar á mánuði. Þau áttu enga gripi en nú var Elinborg rík, með 6 kýr. Hún gerir sér hægt um hönd og gefur þessari konu góða mjólkurkú, gefur hana i nafni Indriða manns síns. Elin- borg þekti einnig hvað það var að vera í þurrabúð bæði heima á Islandi og fyrst hér í landi. Elinborg lagði mikið á sig fyrir börn og heimili, og muna nú börn hennar með þakklæti allar þær löngu vökunætur og alt það erfiði sem hún lagði á sig svo að börnin gætu farið vel klædd og hrein á skólánn. Hún var með afbrigðum hreinlát og myndarleg, svo það var aldrei að sjá að þau væru fátæk þó það væri sami kjólinn í dag og sá í gær, bara alíatíð nýþvegin. Eins og áður var sagt, bjug&u þau Indriði og Elinborg á land- námsjörð sinni í tólf ár, síðan vöru þau á ýmsum stöðum í sömu sveit og síðast í Cavalier þar til árið 1919 að þau fluttu ti) Californíu með yngri dóttur sína og fósturson. Þau settust fyrst að í Pasadena og síðar í Los Angeles og þar misti Elinborg mann sinn árið 1924. Þeim Indriða og Elinborgu urðu átta barna auðið og eru eftir aldri: Teitur búsettur í De- troit, Mich; Þorsteinn, búsettur í Los Angeles, þeir tveir fæddir á íslandi; Emilía, Mrs. Ortner, búsett í Los Angeles; Málfríður, dó nýfædd; Freeman Tryggvi, dáinn 1917, þá um tvítugt; All- an Þórarinn, dáinn 1932; Óli Bergman, búsettur að Hallson, N. D.; Málfríður, Mrs. Gleason, búsett í Los Angeles; Björn, fóst- ursonur, búsettur í Los Angeles, Calif. Einnig var til heimilis í 10 ár hjá Elinborgu og Indriða, unglingsstúlka, Dómhildur Ei- ríksdóttir, hún misti móður sína og var eftir það hjá þeim þar til hún giftist. • Elinborg giftist í annað sinn, 27. apríl 1935, eftirlifandi manni sínum, Erlendi Johnson, mesta lipurmenni. Erlendur var ekkju- maður, átti fyrir fyrri konu Þor- björgu Guttormsdóttir, mestu á- gætis konu. Það fór vel á með þeim Elin- borgu og Erlendi og var hann henni til mikillar skemtunar þessi síðustu ár æfinnar. Síð- ustu þrjú árin var Elinborg ofí mikið lasburða og sá Erlendur þá um hana af mikilli alúð. Elin- borg var greind og skemtileg, sí- ung og fylgdist með öllu sem var að gerast og með öllum nýbreyt- ingum. Hún hafði yndi af öllu nýju og fallegu, hún kunni þau undur af kvæðum og þulum og hafði æfinlega kvæða eða sögu- bók við hendina, og las upp aft- ur og aftur ljóð og sögur. Hún hafði sérstaklegt uppá- naid af kvenhetjum og var ekki frítt við að manni fyndist henni svipa til þeirra, því Elinborg var ekkert gefin fyrir að láta segja sér hvað hún ætti að gera, hverj- um hún ætti að gefa, eða hverju hún ætti að trúa. Hún var mjög ein'beitt og afgerandi og stór- gjöful fram á síðustu stund. Síðustu þrjá mánuðina var Elinborg hjá dóttur sinni, Mrs. Ortner, og stundaði hún móður sína af mikilli prýði. Jarðarför Elinborgar fór fram 20. janúar frá indælu litlu kirkj- unni, The Little Church of the Flowers í Forest Lawn í Glen- dale, Calif. Var jarðarförin mjög virðuleg og samboðin þeirri á- gætu landnámskonu. Blóm voru bæði mörg og yndislega falleg. Rev. Marshall, prestur biskupa kirkjunnar, stýrði athöfninni. Er séra Marshall vinur fjölskyld- unnar. Hún var lögð til hvíldar 1 reit fjölskyldunnar, Sfem henn- ar elskulega dóttir, Emilía hafði tilbúið foreldrum sínum. Hún var lögð við hlið landnáms- mannsins og eiginmannsins, Ind- riða Einarssonar, sem einnig dó á heimili þessarar ágætu dóttur og tengdasonar. Tver íslenzkir sálmar voru sungnir af Miss Hhagborg u FUEL CO. *fl Dial 21 331 SoSH 21 331 Ellen Jameson. Blessuð sé minn- ing hennar. J. A. J. Dominion Seed House hefir nýlega gefið út afar vandaða og skrautlega verðskrá, með myndum af jurtum, blóm- um og ávöxtum, og vildum vér draga athygli bænda og blóm- ræktar-manna, að auglýsingum þessa féiags, sem éru nú að birt- ast í Heimskringlu. Félag þetta hefir aðal bæki- stöð sína í Georgetown, Ont. — Það er þess virði að hafa þessa verðskrá handtæka. FYRIRHEIT Aldrei Brást Land fyrirheitanna . . . Það er það nafn er Canada er kallað í gömlu löndunum. Spurðu hvern sem hefir ferðast. Eða spurðu afturkominn hermánn. Hann mun segja þér hvernig brúnin lyftist, hversu þyrstir þeir eru að heyra meira um þetta stóra unga land. Fyrir miljónir af stríðs ofsóttu fólki, er Canada draumalandið . . . þar sem draumarnir rætast. Það er það sem forfeður okkar hugsuðu. Og sökum þess þeir gerðu það, erum við það sern við erum — Canadiskir. Þökk sé þeim, okkar arfur er stór. Fá lönd þola samjöfnuð við Canada í dag hvað málmdamaðar lindir snertir, skóglendi, bú- jarðir, vatnsafl, og alla þá hluti er mynda Canada. Já, Canada er ríkt land — og ekki aðeins af veraldlegum hlutum. Hún er líka rík af sonum sínum og dætrum, sínum góðu skólum og mentastofnunum, almennri heilsu þjóðarinnar, hinum miklu tækifærum. Og með þökk fyrir alla þessa hlilti, hefir Canada ætíð mætt skyldum sínum. f viðskiftum við annað fólk og stjórnir . . . við sitt eigið fólk . . . Canada hefir efnt loforð sín. Þú getur reitt þig á, að svo verður í framtíðinni. Canada með auð sinn og fólk að bak- hjarli — efnir loforð sín að endurborga þér hvern dollar er þú leggur í Sigurláns Verð- bréfin. Og Canada lofar að borga þér $3 hvert ár fyrir hverja $100 sem þú lánar. Canada má til að berjast til að verja alt sem er Canada. Yið, sem erum í Canada, erum enn að leggja í Sigurláns Verðbréf alt til þess allra ítrasta sem okkur er unt. Við munum leiða áttunda Sigurlánið “yfir toppinn” eins og við höfum gert með öll undangengin Sigurlán. • Þetta er þitt tækifæri að láta peninga þína þjóna Canada . . . og þjóna sjálfum þér. Sökum þess, að með því að þjóna sjálf- um þér ertu að auka tækifæri þín, er bera þig í framtíðinni að hinu bjarta útliti fyrir- heitna landsins . . . Canada! Leggið í það bezta — KAUPIÐ Victory Bonds 8-65 • NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.